51. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

Ásmundur Einar Daðason, Karl Garðarson, Sigríður Á. Andersen og Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir
Jón Magnússon

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2014 Kl. 09:00
Frá forsætisráðuneyti komu á fund nefndarinnar Ragnhildur Arnljótsdóttir, Óðinn H. Jónsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Ágúst Geir Ágústsson, frá Minjastofnun Kristín Huld Sigurðardóttir og Magnús Skúlason frá húsafriðunarnefnd. Rætt um veikleikamat við framkvæmd fjárlaga árið 2014. Lögð fram minnisblöð um úthlutun styrkja ráðuneytisins til ýmissa verkefna.

Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti komu á fund nefndarinnar Maríanna Jónasdóttir og Elín Guðjónsdóttir. Lagt fram minnisblað um tekjuáætlun 2013, fjárlög, fjáraukalög og bráðbirgðaútkomu.

2) Önnur mál Kl. 10:50
Rætt um svar fjármála- og efnahagsráðuneytis um dómkröfulið ráðuneytisins og fjárframlög til rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna. Samþykkt af fá fulltrúa Alþingis til fundar til viðræðna um málið. Fundarefni næstu funda rædd.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 11:00
Samþykkt fundargerðar frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 11:02