52. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 09:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:06
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:06
Logi Einarsson (LE) fyrir (KFrost), kl. 09:06
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:06

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis erlendis. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 10:48, Logi Einarsson kl. 11:03, Vilhjálmur Árnason kl. 11:30 og Eyjólfur Ármannsson kl. 11:40.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármálaáætlun 2025-2029 Kl. 09:06
Til fundarins komu Guðrún Ögmundsdóttir, Guðrún Birna Finnsdóttir, Íris Huld Christersdóttir, Þórdís Steinsdóttir og Guðmundur Axel Hansen. Þau kynntu umbætur í starfsemi hins opinbera og framtíðarsýn ríkisreksturs. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:23. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Hersir Aron Ólafsson, Auður Árnadóttir og Margrét Hallgrímsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þau kynntu þau málefnasvið og málaflokka sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurnngum um það efni.
Kl. 11:05. Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hann fór yfir skuldastýringu og fjármagnskostnað og lánshæfi ríkissjóðs og svaraði síðan spurningum um það efni.

2) Önnur mál Kl. 11:51
Akveðið var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að fylgja eftir fyrirspurnum sem nefndin hefur lagt fram um kirkjujarðasamkomulagið þar sem fullnægjandi svör hafa ekki borist. Ennfremur var ákveðið að óska eftir itarupplýsingum um tiltekna þætti fjármálaáætlunarinnar. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:52
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:53