51. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 22. apríl 2024 kl. 09:35


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:35
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:35
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:35
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:36

Stefán Vagn Stefánsson var fjarverandi vegna veikinda. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármálaáætlun 2025-2029 Kl. 09:35
Eyjólfur Ármannsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns og 1. varaformanns.
Til fundarins komu Óttar Snædal Þorsteinsson, Marta Birna Baldursdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Hlynur Hreinsson, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Hilda Hrund Cortes, Kristinn Bjarnason, Helga Jónsdóttir, Jón Viðar Pálmason og Pétur Magnús Birgisson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu áætlanir tekna og gjalda sem fram koma í áætluninni. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:12
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að kalla eftir öllum samskiptum núverandi fjármálaráðherra við Bankasýsluna sem og samskiptum Bankasýslunnar við Landsbankann frá sama tíma. Jafnframt var samþykkt að óska eftir ítarefni um ýmsa þætti fjármálaáætlunarinnar. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:16