42. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. júní 2018 kl. 19:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 19:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 19:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 19:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 19:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 19:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 19:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 19:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 19:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 19:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 19:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:00
Fundargerðir 35. og 36. fundar frá 8. og 9. maí sl. voru samþykktar.

2) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 19:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Málið var afgreitt frá nefndinni og rita allir mættir nefndarmenn undir álit með breytingartillögum.

3) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 19:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Málið var afgreitt frá nefndinni og rita allir mættir nefndarmenn undir álit með breytingartillögum. Smári McCarthy ritar undir álitið með fyrirvara.

4) Önnur mál Kl. 19:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:55