11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:49
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:52
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:49
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir vék af fundi kl. 11:23 og Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:28.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Lið frestað.

2) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson og Hákon Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá samþykkti nefndin með vísan til 1. mgr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) 278. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson og Hákon Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmd ákvarðana um brottvísanir og frávísanir Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu þeir Helgi Valberg Jensson frá embætti Ríkislögreglustjóra og Guðbrandur Guðbrandsson, Ómar Mehmet og Þröstur Kristjánsson frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 1. mgr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá embætti Ríkislögreglustjóra varðandi tölfræði um brottvísanir og frávísanir úr landi.

Fulltrúi Pírata í nefndinni, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, óskaði eftir því að eftirfarandi bókun yrði lögð fram: „Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við stjórn nefndarinnar af hálfu formanns. Á síðasta fundi nefndarinnar, þann 3. nóvember 2022, kom fram skýr krafa frá þremur nefndarmönnum, sbr. 3. mgr. 11. gr. starfsreglna fastanefnda og 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis um að taka til umfjöllunar nýafstaðnar brottvísanir hælisleitenda. Þegar slík beiðni er lögð fram er formanni nefndar skylt að boða til fundar. Skýrt var að beiðnin laut að því að boða skyldi dómsmálaráðherra, Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra á fundinn, og var jafnframt farið fram á að sendar yrðu tilteknar spurningar til þessara aðila fyrir fundinn til að fundurinn yrði árangursríkur og tóku fundarmenn, meðal annars formaður, undir að það væri gagnlegt. Ekki nóg með að formaður hafi vanrækt að boða þessa aðila til fundarins, heldur var gerð tilraun til að afmá kröfuna úr fundargerð. Þá lítur út fyrir að umbeðnar spurningar hafi ekki verið sendar. Ekkert kom fram á fundinum þann 3. nóvember sem gaf ástæðu til að ætla annað en að formaður myndi bregðast við beiðninni, og voru engin mótmæli við henni“.

5) Önnur mál Kl. 11:31
Nefndin ræddi starfið framundan. Þá óskaði framsögumaður nefndarinnar í 32. máli (lögreglulög - lögmæt fyrirmæli lögreglu), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, eftir því að málið yrði tekið á dagskrá fundar nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 15. gr. þingskapa. Þá var jafnframt óskað eftir því að fulltrúi ISAVIA yrði boðaður á þann fund, ásamt þeim umsagnaraðilum sem skilað hafa inn umsögn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 11:35