154. löggjafarþing — 108. fundur,  7. maí 2024.

sjúklingatrygging.

718. mál
[14:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég var ekki á þessu nefndaráliti. Ég styð málið en mér finnst svolítið skrýtið að þegar við erum að meta tjón fólks og greiða bætur að það eigi ekki að koma fullar bætur fyrir líkamstjón heldur erum við með einhverja ákveðna upphæð. Í þessu tilfelli er búið að hækka upphæðina um 50% og hún er komin í 21 milljón. En það er allt, allt of lágt. Við eigum að sjá til þess, eins og lögin segja skýrt og skorinort: Þú átt að fá tjónið þitt að fullu bætt. Þar af leiðandi eigum við ekki að hafa nein takmörk á þessari fjárhæð.