154. löggjafarþing — 108. fundur,  7. maí 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 324, um búsetuúrræði fatlaðs fólks, frá Bryndísi Haraldsdóttur, á þskj. 918, um lífeyri almannatrygginga, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 1015, um aðstoð við einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um fjölskyldusameiningu, frá Inger Erlu Thomsen, á þskj. 1156, um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, á þskj. 1239, um hatursorðræðu og kynþáttahatur, frá Brynju Dan Gunnarsdóttur, og á þskj. 1424, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni.

Einnig hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1427, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hafa borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 1282, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnaður vegna þeirra, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, og á þskj. 1412, um vistun fylgdarlausra barna á flótta sem eru ekki í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.