154. löggjafarþing — 107. fundur,  6. maí 2024.

raunfærnimat.

733. mál
[18:01]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Það er kannski ekki miklu við þetta að bæta, ég bara að þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn. Ég tek undir með þingmanninum, hún segir að það sé umtalsvert svigrúm til úrbóta á þessu sviði og það er mikilvægt að við vinnum þetta í sameiningu, bæði einstaka ráðuneyti en líka beint við atvinnulífið og ég held að þessi samningur við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skipti gríðarlega miklu máli í því og að við séum tilbúin til að hugsa hlutina svona aðeins upp á nýtt og hvernig við nálgumst þá. Ég þakka þingmanninum fyrir.