154. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2024.

framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.

1095. mál
[16:19]
Horfa

innviðaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka enn hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hv. þingmaður spyr sérstaklega um tiltekinn þátt, sem er þessi þáttur sem lýtur að stimpilgjöldunum. Mér er kunnugt um að sú umræða er ekki alveg ný af nálinni. Hún hefur komið upp víðar og hv. þingmaður vísar hér til samtala við íbúa í Grindavíkurbæ. Það er í raun og veru á vettvangi fjármálaráðuneytisins að fjalla um þau mál, en ég vil ítreka það sem ég sagði hér áðan í framsögu minni að forsætisráðuneytið hefur tekið utan um ákveðið samhæfingarhlutverk í þessum verkefnum öllum sem lúta að hagsmunum og hlutverki Grindavíkurbæjar þegar við erum að tala um áhrifin, hvort sem það eru þessi sem hér eru til umræðu og lúta að sveitarfélaginu eða þá almannavörnum eða hagsmunum atvinnulífs, eða einstakir þættir sem lúta að fjármálalegri umsýslu, eins og stimpilgjöld.