154. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2024.

rannsókn vegna örlætisgernings ríkislögreglustjóra.

[15:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Það er mjög mikilvægt að farið sé vel með almannafé og að stofnanir og undirstofnanir ríkisins geri það. Ég get ekki sagt annað en að það sé sjálfsagt af þar til bærum yfirvöldum að fara í áframhaldandi rannsókn á þessu máli sem hv. þingmaður vísar hér til og það er þá ríkissaksóknara að meta það hvort eigi að fara í áframhaldandi rannsókn eða ekki.