154. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1324, um læknisþjónustu á Snæfellsnesi, frá Teiti Birni Einarssyni, á þskj. 1334, um símsvörun í síma 1700, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, og á þskj. 1413, um nýja geðdeild Landspítala, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1426, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 1499, um raforkuöryggi á Vestfjörðum, frá Maríu Rut Kristinsdóttur. Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1192, um vistun barna í lokuðu búsetuúrræði, frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur. Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 442, um greiðslur almannatrygginga, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 904, um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, frá Birgi Þórarinssyni og að endingu á þskj. 1218, um styrki til félagasamtaka, og á þskj. 1114, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, báðar frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.