154. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2024.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni Flokks fólksins um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Þórarinn Ingi Pétursson verði fjarverandi á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, Georg Eiður Arnarson, og 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Helgi Héðinsson.

Georg Eiður Arnarson og Helgi Héðinsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og er boðnir velkomnir til starfa að nýju.