154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[11:28]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp aftur til að spyrja hæstv. innviðaráðherra út í sóknaráætlanir landshluta og gerð þeirra. Í gildi eru sóknaráætlanir sem samið var um í árslok 2019 og þær verða væntanlega endurnýjaðar. Mig fýsir að vita hvort ekki eigi örugglega að efla þennan þátt í byggðastefnu, þ.e. þetta samstarf í sóknaráætlunum. Ég held að þær gefi tækifæri til ýmissa framfara, hvort sem það er í samningi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða önnur landshlutasamtök um landið.

Spurningin er: Hyggst hæstv. innviðaráðherra stuðla að endursamningu um þessar áætlanir, sem ég geri frekar ráð fyrir að hún geri, og þá hvernig og hvernig sér hún fyrir sér að þær verði efldar?