Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1614, 154. löggjafarþing 690. mál: veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald (rekstrarleyfisskyld gististarfsemi).
Lög nr. 43 13. maí 2024.

Lög um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (rekstrarleyfisskyld gististarfsemi).


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.

2. gr.

     Við 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að á aðaluppdráttum sé tilgreint að húsnæði tilheyri notkunarflokki 4 samkvæmt byggingarreglugerð.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 2024.