Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1159  —  765. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um námsgögn.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Hvert er hlutfall námsgagnakostnaðar af heildarkostnaði við a) grunnskóla, b) framhaldsskóla hér á landi samanborið við önnur Norðurlönd?
     2.      Sér ráðherra fyrir sér breytingu á útgáfu námsgagna, m.a. með aðkomu fleiri aðila en Menntamálastofnunar/Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu?
     3.      Hver er meginmunur á gerð námsgagna hér á landi samanborið við það sem gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.