Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2014. Útgáfa 143a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um aðstoð til fatlaðra
1962 nr. 25 16. apríl
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 4. maí 1962. Breytt með l. 9/1965 (tóku gildi 1. apríl 1965), l. 97/1971 (tóku gildi 31. des. 1971) og l. 9/1979 (tóku gildi 30. mars 1979).
1. gr. …1)
Fé sjóðsins skal ætíð vera handbært til framkvæmda samkvæmt 4. gr. Um stjórn sjóðsins skal nánar ákveðið í reglugerð.
1)L. 97/1971, 15. gr., og l. 9/1979, 12. gr.
2.–4. gr. …1)
1)L. 97/1971, 15. gr., og l. 9/1979, 12. gr.
5. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að leyfa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að setja merki Styrktarsjóðs lamaðra og fatlaðra á eldspýtustokka og greiða félaginu allt að 20 aurum af hverjum stokki, er verslunin selur með merki félagsins. Verðhækkun á eldspýtum af þessum sökum skal vera undanþegin smásöluálagningu.