Lagasafn.  Íslensk lög 1. maí 2013.  Útgáfa 141b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um að tryggja manneldisgildi hveitis

1947 nr. 30 22. apríl


Tóku gildi 1. júlí 1947. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr. Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum manneldisráðs að skipa fyrir með reglugerð um ráðstafanir til að tryggja sem best manneldisgildi hveitis, sem selt er á íslenskum markaði. Má í því skyni krefjast sérstakrar tilhögunar við mölun hveitisins, svo og að það skuli blandað viðeigandi næringar- og hollustuefnum, annars hvors eða hvors tveggja í senn.
2. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögum þessum, skulu varða …1) sekt, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum lögum.
   1)L. 10/1983, 22. gr.