Lagasafn. Íslensk lög 1. maí 2013. Útgáfa 141b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa1)
1976 nr. 17 19. mars
1)Lögin falla úr gildi 1. janúar 2014 skv. l. 44/2013, 6. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 10. maí 1976. Breytt með l. 24/1986 (tóku gildi 12. maí 1986, sjá þó 17. gr.) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr. …1)
1)L. 24/1986, 13. gr.
2. gr. [Viðskiptabanki útvegsmanns skal skila því fé, sem greiða skal á reikning hvers fiskiskips skv. 2. tölul. 7. gr. laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, inn á reikning Landssambands íslenskra útvegsmanna hjá viðkomandi banka til greiðslu iðgjalda af vátryggingu skipsins.]1)
Landssamband íslenskra útvegsmanna skal mánaðarlega skila andvirði þessu til viðkomandi vátryggingarfélaga, að þeim hluta, sem þarf til greiðslu vátryggingariðgjalds hvers skips, enda liggi fyrir samkomulag milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og vátryggingarfélaganna um vátryggingar fiskiskipa, sbr. þó ákvæði laga um bátaábyrgðarfélög, nr. 41/1967,2) með síðari breytingum, og laga nr. 47/1967,2) um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, með síðari breytingum.
1)L. 24/1986, 13. gr. 2)Nú l. 98/2000.
3. gr. Við árslok skal endurgreiða skipseiganda innistæðu skipsins, er kann að verða umfram greiðslu vátryggingariðgjalda. Þó er heimilt að endurgreiða skipseiganda innistæðu skipsins fyrr, séu vátryggingariðgjöld skipsins að fullu greidd.
4. gr. Vextir af innistæðum á bankareikningum Landssambands íslenskra útvegsmanna skulu renna til greiðslu kostnaðar við innheimtu og skil iðgjaldagreiðslna samkvæmt lögum þessum, að svo miklu leyti, sem þeir hrökkva til.
5. gr. [Það ráðuneyti er fer með málefni sjávarútvegs]1) getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þessara.
1)L. 126/2011, 67. gr.
6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi …