Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um embćtti sérstaks saksóknara

2008 nr. 135 11. desember

Ferill málsins á Alţingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 12. desember 2008. Breytt međ l. 25/2009 (tóku gildi 1. apríl 2009), l. 80/2009 (tóku gildi 7. ágúst 2009), l. 52/2010 (tóku gildi 12. júní 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 82/2011 (tóku gildi 1. sept. 2011 nema brbákv. sem tók gildi 30. júní 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. [Embćtti sérstaks saksóknara skal rannsaka grun um refsiverđa háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtćkja og ţeirra sem átt hafa hluti í ţeim fyrirtćkjum eđa fariđ međ atkvćđisrétt í ţeim, sömuleiđis grun um refsiverđa háttsemi stjórnenda, ráđgjafa og starfsmanna fjármálafyrirtćkja og ţeirra annarra sem komiđ hafa ađ starfsemi fyrirtćkjanna. [Embćtti sérstaks saksóknara skal einnig rannsaka grun um alvarleg brot gegn 109. gr., 128. gr., 129. gr., 179. gr., 247.–250. gr., 253. gr., 254. gr., 262. gr., 264. gr. og 264. gr. a almennra hegningarlaga, alvarleg brot gegn skatta- og tollalögum, brot gegn lögum sem varđa gjaldeyrismál, samkeppni, verđbréf, lánsviđskipti, umhverfisvernd, vinnuvernd, stjórn fiskveiđa og grun um önnur alvarleg, óvenjuleg eđa skipulögđ fjármunabrot sem tengjast atvinnurekstri eđa verslun og viđskiptum.]1) Embćttiđ skal eftir atvikum fylgja rannsókn eftir međ saksókn.]2)
Rannsóknar- og ákćruheimildir embćttisins taka međal annars til efnahags-, auđgunar- og skattabrota, ţar međ taliđ brota sem rannsökuđ hafa veriđ af Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og skattrannsóknarstjóra ríkisins og vísađ hefur veriđ til lögreglu. Hinn sérstaki saksóknari hefur eftir ţörfum samstarf viđ Fjármálaeftirlitiđ, Samkeppniseftirlitiđ og skattrannsóknarstjóra ríkisins og ađrar réttarvörslu- og eftirlitsstofnanir. [Sé ţess óskađ skulu ţessar stofnanir, svo og skilanefndir og ađrir sem vinna ađ greiđslustöđvun, nauđasamningi, slitum eđa gjaldţrotaskiptum fjármálafyrirtćkja, láta hinum sérstaka saksóknara í té upplýsingar um stöđu annarra mála en greinir í 1. málsl. og gögn sem ţessir ađilar hafa undir höndum og hinn sérstaki saksóknari telur ađ hafi ţýđingu viđ rannsókn sakamáls eđa ákvarđanatöku um hvort rétt sé ađ hefja slíka rannsókn. Sama skylda hvílir á ţeim fjármálafyrirtćkjum sem stofnuđ voru um hluta af rekstri framangreindra fjármálafyrirtćkja á grundvelli 5. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóđi vegna sérstakra ađstćđna á fjármálamarkađi o.fl. Međ gögnum er međal annars átt viđ skýrslur, minnisblöđ, bókanir og samninga. Skylt er ađ verđa viđ kröfu hins sérstaka saksóknara um ađ láta í té upplýsingar eđa gögn ţótt ţau séu háđ ţagnarskyldu, t.d. samkvćmt reglum um starfsemi fjármálafyrirtćkja, og er slík afhending óháđ ţví hvort meint brot hafi veriđ kćrđ til lögreglu.]3)
Kćrum og ábendingum vegna gruns um refsiverđa háttsemi sem fellur undir lög ţessi skal beina til embćttisins frá og međ stofnun ţess. [Ef skilanefnd, ađstođarmađur viđ greiđslustöđvun, umsjónarmađur međ nauđasamningi, bráđabirgđastjórn, slitastjórn viđ slitameđferđ eđa skiptastjóri fjármálafyrirtćkis fćr vitneskju í starfi sínu um atvik sem taliđ er ađ geti gefiđ tilefni til rökstudds gruns um ađ fjármálafyrirtćki eđa ađrir kunni ađ hafa gerst sekir um refsivert athćfi skal tilkynningu um slíkt beint til embćttisins í samrćmi viđ ákvćđi ţetta.]3)
   1)L. 82/2011, 1. gr.
2)L. 52/2010, 1. gr. 3)L. 25/2009, 1. gr.
2. gr. [[Ráđherra]1) skipar sérstakan saksóknara og skal hann veita forstöđu rannsóknar- og saksóknaraembćtti skv. 1. gr. Ţá skipar [ráđherra]2) ţrjá sjálfstćđa saksóknara viđ embćtti sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari og saksóknarar viđ embćtti hans skulu allir fullnćgja skilyrđum til skipunar í embćtti hérađsdómara, en heimilt er ţó ađ víkja frá 70 ára aldurshámarki sem um hérađsdómara gildir. Ákvćđi laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um fimm ára skipunartíma og biđlaunarétt taka ekki til ţessara starfsmanna. Skipun ţeirra fellur niđur ţegar embćtti sérstaks saksóknara verđur lagt niđur eđa sameinađ annarri ríkisstofnun, sbr. 7. gr., en ţeir skulu ţá halda óbreyttum launakjörum í ţrjá mánuđi frá ţeim tíma. Nú velst dómari til einhverra ţessara starfa og skal ţá [ráđherra]2) veita honum leyfi frá störfum á skipunartímanum.
Sérstakur saksóknari hefur stöđu og almennar heimildir lögreglustjóra samkvćmt lögreglulögum og lögum um međferđ sakamála og fer hann međ stjórn lögreglu sem starfar viđ embćtti hans. Sérstakur saksóknari og saksóknarar viđ embćtti hans eru ákćrendur samkvćmt lögum um međferđ sakamála. Sérstakur saksóknari skiptir verkum međ sér og saksóknurum viđ embćttiđ. Fela má saksóknara ađ fara međ stjórn á rannsókn máls. Ađ rannsókn lokinni úthlutar sérstakur saksóknari máli til sín eđa annars saksóknara viđ embćttiđ og skal sá taka ákvörđun um saksókn, gefa eftir atvikum út ákćru í máli og flytja ţađ nema sérstakur saksóknari feli öđrum flutning málsins skv. 4. mgr. Sérstakur saksóknari eđa saksóknari viđ embćtti hans tekur ákvörđun um kćru til Hćstaréttar í málum sem hann höfđar. Sérstakur saksóknari hefur umsjón međ störfum annarra saksóknara viđ embćttiđ og gćtir samrćmis í störfum ţeirra. Hann getur ţegar sérstaklega stendur á tekiđ í sínar hendur mál sem hann hefur úthlutađ saksóknara til međferđar eđa faliđ öđrum saksóknara ađ fara međ ţađ.
[Sérstakur saksóknari rćđur ađra starfsmenn embćttisins en saksóknara. Heimilt er ađ skipa lögreglumenn sem hafa lokiđ prófi frá Lögregluskóla ríkisins til starfa viđ embćttiđ, en ákvćđi lögreglulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um fimm ára skipunartíma og biđlaunarétt taka ekki til ţessara starfsmanna. Skipun ţeirra fellur niđur ţegar embćtti sérstaks saksóknara verđur lagt niđur eđa sameinađ annarri ríkisstofnun, sbr. 7. gr., en ţeir skulu ţá halda óbreyttum launakjörum í ţrjá mánuđi frá ţeim tíma. Ákvćđi 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gildir ekki um ráđningu eđa skipun samkvćmt ţessu ákvćđi.]3)
Í hérađi flytur sérstakur saksóknari eđa saksóknari viđ embćtti hans ţau mál sem hann höfđar, svo og kćrumál vegna ţeirra fyrir Hćstarétti. Sérstakur saksóknari getur einnig faliđ saksóknarfulltrúum viđ embćttiđ, lögreglustjóra, hérađsdóms- eđa hćstaréttarlögmanni ađ flytja ţau mál fyrir hérađsdómi. Sé lögmanni faliđ ađ flytja mál hefur hann sömu skyldur og ákćrandi. Ríkissaksóknari tekur ákvörđun um áfrýjun hérađsdóms og fer um flutning slíkra mála fyrir Hćstarétti eftir almennum reglum, en einnig er honum heimilt ađ fela ţađ verk sérstökum saksóknara eđa saksóknara viđ embćtti hans.
[Ef háttsemi felur í sér annađ eđa önnur brot en ţau sem sérstakur saksóknari fer međ skv. 1. gr. tekur ríkissaksóknari ákvörđun um hvort hann fari međ máliđ. Ríkissaksóknari sker úr um valdsviđ sérstaks saksóknara gagnvart öđrum ákćrendum ef vafi rís um ţađ. Ríkissaksóknari getur enn fremur faliđ sérstökum saksóknara ađ fara međ önnur mál en ţau sem falla undir 1. gr. eđa faliđ öđrum ákćranda ađ fara međ mál sem ţar fellur undir, svo sem ef rannsókn er ţegar hafin á ţví.]4)]5)
   1)L. 126/2011, 499. gr.
2)L. 162/2010, 195. gr. 3)L. 82/2011, 2. gr. 4)L. 52/2010, 2. gr. 5)L. 80/2009, 1. gr.
3. gr. Hinn sérstaki saksóknari skal birta opinberlega upplýsingar um hlutabréfaeign sína í fjármálafyrirtćkjum sem ađgerđir stjórnvalda samkvćmt lögum nr. 125/2008 hafa tekiđ til, skuldir hans viđ ţau, svo og starfsleg tengsl hans, maka og náinna skyldmenna viđ ţá sem sinnt hafa stjórnunarstörfum í umrćddum fjármálafyrirtćkjum eđa ţeim stofnunum ríkisins sem rannsókn embćttisins beinist ađ. Sama gildir um önnur atriđi sem haft geta áhrif á sérstakt hćfi hins sérstaka saksóknara. Upplýsingar ţessar skulu miđast viđ síđastliđin fimm ár fyrir gildistöku laganna, fjárhćđir sem eru yfir fimm milljónir króna og einnig eignarhlut umfram ţá fjárhćđ í félögum sem átt hafa hluti í umrćddum fjármálafyrirtćkjum 1. september 2008.
4. gr. [Saksóknarar, lögreglumenn og löglćrđir starfsmenn sérstaks saksóknara viđ embćttiđ fara međ lögregluvald skv. 1. mgr. 9. gr. lögreglulaga.]1) Ađrir sérfrćđingar embćttisins hafa, samkvćmt nánari ákvörđun hins sérstaka saksóknara, heimildir til ađ annast skýrslutökur á rannsóknarstigi af sakborningum og vitnum.
Hinn sérstaki saksóknari getur leitađ til sérfróđra ađila, innlendra sem erlendra, eftir ţví sem ţurfa ţykir.
   1)L. 80/2009, 2. gr.

5. gr. Ríkissaksóknara er heimilt ađ ákveđa, ađ uppfylltum skilyrđum 2. mgr. og ađ fenginni rökstuddri tillögu frá hinum sérstaka saksóknara, ađ sá sem hefur frumkvćđi ađ ţví ađ bjóđa eđa láta lögreglu eđa saksóknara í té upplýsingar eđa gögn sćti ekki ákćru ţótt upplýsingarnar eđa gögnin leiđi líkur ađ broti hans sjálfs.
Skilyrđi ákvörđunar skv. 1. mgr. eru ađ upplýsingar eđa gögn tengist broti sem fellur undir rannsóknar- og ákćruvald sérstaks saksóknara samkvćmt lögum ţessum og taliđ sé líklegt ađ ţessar upplýsingar eđa gögn geti leitt til rannsóknar eđa sönnunar á broti eđa séu mikilvćg viđbót viđ fyrirliggjandi sönnunargögn. Ţá er ţađ skilyrđi fyrir beitingu ţessarar heimildar ađ rökstuddur grunur sé um ađ upplýsingar eđa gögn tengist alvarlegu broti, fyrirséđ sé ađ sök ţess sem lćtur slíkt í té sé mun minni en sök ţess eđa ţeirra sem gögnin eđa upplýsingarnar beinast gegn og ástćđa sé til ađ ćtla ađ án ţeirra muni reynast torvelt ađ fćra fram fullnćgjandi sönnur fyrir broti.
6. gr. Um starfsemi embćttisins gilda ađ öđru leyti ákvćđi lögreglulaga og laga um međferđ sakamála ađ ţví leyti sem lög ţessi kveđa ekki á um annađ.
7. gr. [Ráđherra]1) getur eftir 1. janúar [2013]2) lagt til, ađ fengnu áliti ríkissaksóknara, ađ embćttiđ verđi lagt niđur. Skal hann ţá leggja fyrir Alţingi frumvarp ţess efnis. Verkefni embćttisins hverfa ţá til lögreglu eđa ákćrenda eftir almennum ákvćđum lögreglulaga og laga um međferđ sakamála.
   1)L. 162/2010, 195. gr.
2)L. 82/2011, 3. gr.
8. gr. Lög ţessi öđlast ţegar gildi.
Ákvćđi til bráđabirgđa.
1)
   1)L. 80/2009, 3. gr.