Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um þjóðsöng Íslendinga

1983 nr. 7 8. mars

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 25. mars 1983. Breytt með l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. Þjóðsöngur Íslendinga er „Ó Guð vors lands“, ljóð eftir Matthías Jochumsson og lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.
2. gr. Þjóðsöngurinn er eign íslensku þjóðarinnar, og fer [ráðuneytið]1) með umráð yfir útgáfurétti á honum.
   1)L. 126/2011, 96. gr.

3. gr. Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni.
4. gr. Nú rís ágreiningur um rétta notkun þjóðsöngsins og sker þá [ráðherra]1) úr.
   1)L. 126/2011, 96. gr.

5. gr. Með forsetaúrskurði skal setja nánari ákvæði um notkun þjóðsöngsins, ef þörf þykir.
6. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].1)2)
   1)L. 82/1998, 171. gr.
2)L. 88/2008, 233. gr.