Lagasafn. Íslensk lög 10. október 2011. Útgáfa 139b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstođa og Keflavíkurflugvallar
2009 nr. 153 29. desember
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 2010. Breytt međ l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
1. gr. Heimild til samruna opinberra hlutafélaga.
Heimilt er [ráđherra]1) fyrir hönd íslenska ríkisins ađ ákveđa samruna opinberu hlutafélaganna Flugstođa og Keflavíkurflugvallar í nýtt opinbert hlutafélag sem stofna skal af ţessu tilefni. Viđ gildistöku samrunans skulu allar eignir og skuldir, réttindi og skuldbindingar opinberu hlutafélaganna, án sérstakra skuldaskila, renna til nýs félags.
1)L. 126/2011, 520. gr.
2. gr. Framkvćmd samruna, slit, tilkynning o.fl.
Ákvćđi XIV. kafla laga um hlutafélög, nr. 2/1995, gilda ekki um framkvćmd samruna samkvćmt lögum ţessum. Yfirteknu félögunum telst slitiđ í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 127. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, viđ tilkynningu til hlutafélagaskrár um gildistöku samrunans. Stjórn félags sem stofnađ er skv. 1. gr. skal annast tilkynningu samrunans til hlutafélagaskrár.
3. gr. Eignarhald og forrćđi á hlutafé.
Hlutafé í félagi sem stofnađ er skv. 1. gr. skal allt vera í eigu íslenska ríkisins og skal sala ţess og önnur ráđstöfun óheimil.
[Sá ráđherra er fer međ eignir ríkisins]1) skal fara međ hlut ríkisins í félaginu.
1)L. 126/2011, 520. gr.
4. gr. Tilgangur félags o.fl.
Tilgangur yfirtökufélags skv. 1. gr. skal vera í samrćmi viđ tilgang hinna yfirteknu félaga. Honum skal nánar lýst í samţykktum ţess. Félaginu skal vera heimilt ađ standa ađ stofnun og gerast eignarađili ađ öđrum félögum og fyrirtćkjum. Félaginu er heimilt ađ gera hvers konar samninga viđ ađra ađila til ađ ná tilgangi sínum á sem hagkvćmastan hátt.
5. gr. Yfirtaka réttinda og skyldna.
Viđ samruna samkvćmt lögum ţessum skal yfirtökufélag skv. 1. gr. taka yfir öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna sem kveđiđ er á um í lögum nr. 102/2006, um stofnun hlutafélags um flugleiđsöguţjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, og lögum nr. 76/2008, um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. Yfirtakan veitir ekki samningsađilum yfirteknu félaganna, sem samruninn kann ađ varđa, heimild til uppsagnar fyrirliggjandi samningssambanda.
Ađ öđru leyti en kveđiđ er á um í lögum ţessum gilda ákvćđi laga um hlutafélög, nr. 2/1995 (opinber hlutafélög), um félag ţetta.
6. gr. Gildistaka.
Lög ţessi öđlast gildi ţegar í stađ.
Ákvćđi til bráđabirgđa. Stofnfundur nýs félags sem stofnađ er skv. 1. gr. skal haldinn fyrir 31. janúar 2010. Skal á stofnfundi leggja fram til samţykktar stofnyfirlýsingu og samţykktir fyrir félagiđ í samrćmi viđ ákvćđi laga ţessara og ákvćđi laga um hlutafélög, nr. 2/1995. Á ţeim fundi skal kjósa félaginu stjórn sem starfar fram ađ fyrsta ađalfundi félagsins, svo og endurskođanda félagsins. Heimilt er ađ stofna hlutafélagiđ međ stofnfé ađ fjárhćđ 10 millj. kr. sem greiđist úr ríkissjóđi.
Á stofnfundi félagsins skal taka ákvörđun um samruna skv. 1. gr. og hvenćr hann tekur gildi, sem skal vera innan fjögurra mánađa, en tímamark samruna skal miđast viđ áramót 2009–2010. Stofnefnahagsreikningur yfirtökufélags skal liggja fyrir eigi síđar en 31. mars 2010. Ţegar stofnefnahagsreikningur liggur fyrir skal halda framhaldsstofnfund ţar sem stofnefnahagsreikningurinn er lagđur fram og hlutafé hins nýja félags ákveđiđ á grundvelli efnahagsreikninga hinna sameinuđu félaga. Tilkynning skv. 2. gr. skal send til hlutafélagaskrár innan mánađar frá ţví ađ samruninn hefur tekiđ gildi og telst ţá Flugstođum ohf. og Keflavíkurflugvelli ohf. slitiđ međ samruna viđ hiđ nýja félag.