Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða

1995 nr. 27 3. mars

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 9. mars 1995. Breytt með l. 79/2000 (tóku gildi 2. júní 2000) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. Efnt skal til átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum.
2. gr. [Ráðherra]1) skipar fjóra menn í stjórn átaksverkefnisins og skal einn tilnefndur af [ráðuneytinu],1) einn af [því ráðuneyti er fer með málefni landgræðslu],1) einn af bændasamtökunum og einn samkvæmt tilnefningu VOR, landssamtaka bænda í lífrænum búskap.
[Ráðherra]1) skipar formann úr hópi stjórnarmanna. Ef atkvæði falla jafnt við ákvarðanatöku hjá stjórninni ræður atkvæði formanns.
   1)L. 126/2011, 207. gr.

3. gr. Stjórn verkefnisins skal stuðla að verkefnum á sviði fræðslu um vistvæna og lífræna framleiðslu, gæðastjórnunar, áætlanagerðar, vöruþróunar og markaðssetningar íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða.
Með lífrænni framleiðslu í lögum þessum er átt við þá framleiðslu er fellur undir 6. gr. laga nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
4. gr. [Ríkissjóður leggur átaksverkefninu til 25 millj. kr. á ári á fjárlögum árin 2000–2002.]1)
   1)L. 79/2000, 1. gr.

5. gr. [Ráðherra]1) hefur yfirumsjón með framkvæmd laga þessara.
   1)L. 126/2011, 207. gr.

6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.