Lagasafn. Íslensk lög 10. október 2011. Útgáfa 139b. Prenta í tveimur dálkum.
2008 nr. 152 23. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. desember 2008. Breytt með l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
1. gr. Kísilgúrsjóði skal slitið og starfsemi hans lögð niður við gildistöku laga þessara.
2. gr. [Ráðherra]1) er heimilt að ráðstafa eignum sjóðsins með samningi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Samningurinn skal hafa það að markmiði að efla atvinnulíf og nýsköpun í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi og Norðurþingi.
1)L. 126/2011, 501. gr.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
…