Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um lífeindafræðinga]1)

1980 nr. 99 29. desember

   1)L. 35/2005, 4. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 2. janúar 1981. Breytt með l. 35/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 41/2007 (tóku gildi 1. sept. 2007), l. 12/2008 (tóku gildi 1. apríl 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. Rétt til þess að starfa sem [lífeindafræðingur]1) hér á landi og kalla sig [lífeindafræðing]1) hefur sá einn, sem til þess hefur fengið leyfi [landlæknis].2)
   1)L. 35/2005, 3. gr.
2)L. 12/2008, 46. gr.
2. gr. [Leyfi skv. 1. gr. má aðeins veita þeim sem lokið hafa prófi í lífeindafræði frá háskóla hér á landi.]1)
Einnig má veita þeim leyfi, sem lokið hafa hliðstæðu námi erlendis, sé námið viðurkennt sem slíkt af heilbrigðisyfirvöldum þess lands þar sem námið er stundað. [Áður en leyfi er veitt samkvæmt þessari málsgrein skal leitað umsagnar Félags lífeindafræðinga og háskóla eða háskóladeildar sem menntar lífeindafræðinga.]1)
[Enginn má kalla sig sérfræðing á tilteknu sviði lífeindafræði nema hann hafi fengið til þess leyfi [landlæknis].2)
[Ráðherra]3) er heimilt að setja reglugerð4) um veitingu sérfræðileyfa innan lífeindafræði að fengnum tillögum landlæknis, Félags lífeindafræðinga og háskóla eða háskóladeildar sem menntar lífeindafræðinga.]1)
   1)L. 35/2005, 1. gr.
2)L. 12/2008, 47. gr. 3)L. 126/2011, 86. gr. 4)Rg. 323/2007, sbr. 966/2008.
3. gr.1)
   1)L. 12/2008, 48. gr.

4. gr. Óheimilt er að ráða til [starfa lífeindafræðings]1) aðra en þá sem hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.
   1)L. 35/2005, 3. gr.

5. gr. [Lífeindafræðingi]1) ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar, er varða starfið.
   1)L. 35/2005, 3. gr.

6. gr.1)
   1)L. 35/2005, 2. gr.

7. gr. [Lífeindafræðingi]1) er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara skv. lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi hafi látið af störfum.
   1)L. 35/2005, 3. gr.

8. gr. [Um eftirlit með lífeindafræðingum, veitingu áminningar og sviptingu starfsleyfa eða takmörkun starfsréttinda sem veitt eru samkvæmt lögum þessum og endurveitingu slíkra réttinda gilda ákvæði laga um landlækni.
Ákvæði læknalaga gilda að öðru leyti eftir því sem við getur átt um lífeindafræðinga og um refsingar fyrir brot í starfi.]1)
   1)
L. 41/2007, 24. gr.
9. gr.1)
   1)
L. 88/2008, 233. gr.
10. gr. Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.1)
   1)Rg. 186/1976
, sbr. 445/1979 og 966/2008.
[Ákvæði til bráðabirgða. Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. gr. og 3. mgr. 2. gr. laganna.]1)
   1)L. 12/2008, 49. gr.