Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi

1992 nr. 61 1. júní

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 22. júní 1992. Breytt með l. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996), l. 44/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999), l. 164/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003), l. 24/2007 (tóku gildi 29. mars 2007), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. Óheimilt er að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða nýttar af ábúendum lögbýla og þá samkvæmt leyfi sýslumanns, [að höfðu samráði við lögreglustjóra],1) og að fylgt sé ákvæðum í reglugerð, sbr. 4. gr.
   1)L. 24/2007, 9. gr.

2. gr. Aldrei má brenna sinu þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum.
3. gr. Ábúendur jarða geta einir fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum, sbr. 1. gr., enda sé það gert fyrir 1. maí ár hvert að uppfylltum skilyrðum í reglugerð, sbr. 4. gr. Eftir þann tíma er hvarvetna óheimilt að brenna sinu. Þó getur sýslumaður, að höfðu samráði við [ráðuneytið],1) ákveðið aðra dagsetningu ef sérstakar veðurfarslegar ástæður gefa tilefni til.
   1)L. 126/2011, 168. gr.

4. gr. Í reglugerð,1) sem [ráðherra]2) setur að fenginni umsögn [Bændasamtaka Íslands]3) og [Umhverfisstofnunar],4) skal mælt fyrir um hver skilyrði ábúanda, sbr. 3. gr., skuli sett, m.a. um skyldu til að tilkynna hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra, eftirlit með brennu og annað sem nauðsynlegt þykir.
   1)Rg. 157/1993
, sbr. 273/1994. 2)L. 126/2011, 168. gr. 3)L. 73/1996, 27. gr. 4)L. 164/2002, 24. gr.
5. gr. Óheimilt er að kveikja eld á víðavangi þar sem almannahætta getur stafað af eða hætt er gróðri, dýralífi eða mannvirkjum.
Skylt er hverjum þeim sem ferðast um að gæta ýtrustu varkárni í meðferð elds.
Sá sem verður þess var að eldur er laus á víðavangi skal svo fljótt sem auðið er gera aðvart umráðamanni lands eða hlutaðeigandi yfirvaldi.
6. gr. Sá sem veldur tjóni með sinubrennu eða meðferð elds á víðavangi þannig að saknæmt sé ber fébótaábyrgð á því tjóni sem af hlýst.
7. gr.1)
   1)
L. 88/2008, 233. gr.
8. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum.
9. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað …