Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Hjúkrunarlög

1974 nr. 8 13. mars

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 19. mars 1974. Breytt með l. 32/1975 (tóku gildi 11. júní 1975), l. 73/1989 (tóku gildi 14. júní 1989), l. 116/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 77/452/EBE og 77/453/EBE), l. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002), l. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 41/2007 (tóku gildi 1. sept. 2007), l. 12/2008 (tóku gildi 1. apríl 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. [Rétt til þess að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur:
   
1. sá sem fengið hefur leyfi [landlæknis],1) sbr. 2. gr.,
   
2. [sá sem fengið hefur staðfestingu [landlæknis]1) á hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu].2)
[Ráðherra]3) skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega hjúkrun hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.]4)
   1)L. 12/2008, 13. gr.
2)L. 72/2003, 22. gr. 3)L. 126/2011, 60. gr. 4)L. 116/1993, 4. gr.
2. gr. [Leyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. skal veita þeim sem lokið hefur prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
[Landlæknir]1) getur og veitt hjúkrunarleyfi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. þeim sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 1. mgr. í landi utan hins Evrópska efnahagssvæðis [og í Sviss],2) enda teljist umsækjandi að öðru leyti hæfur að dómi hjúkrunarráðs.
[Ráðherra skipar þrjá menn í hjúkrunarráð til fjögurra ára í senn. Skal einn nefndarmaður tilnefndur af [því ráðuneyti er fer með fræðslumál],3) einn af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og einn nefndarmaður skipaður án tilnefningar.]1)
Útlendingar, sem sækja um leyfisveitingu skv. 2. mgr., skulu hafa næga kunnáttu í töluðu og rituðu íslensku máli.]4)
   1)L. 12/2008, 14. gr.
2)L. 76/2002, 5. gr. 3)L. 126/2011, 60. gr. 4)L. 116/1993, 4. gr.
3. gr. Enginn má kalla sig sérfræðing í hjúkrun, nema hann hafi fengið til þess leyfi [landlæknis].1)
Ráðherra setur reglugerð2) um skilyrði til að öðlast sérfræðileyfi að fengnum tillögum hjúkrunarráðs. [Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga]1) skal tilnefna [tvo sérfróða hjúkrunarfræðinga]3) til þátttöku með ráðinu í meðferð einstakra mála, er varða sérgrein þeirra, og fá [þeir]3) þá atkvæðisrétt í ráðinu.
Hjúkrunarráð skal einnig fjalla um veitingu sérfræðileyfa.
   1)L. 12/2008, 15. gr.
2)Rg. 124/2003, sbr. 966/2008. 3)L. 32/1975, 2. gr.
4. gr. Ekki má ráða aðra en [hjúkrunarfræðinga]1) skv. 1. gr. til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við sjúkrastofnanir, elliheimili, heilsuvernd eða hjúkrun í heimahúsum.
   1)L. 32/1975, 2. gr.

5. gr. [Hjúkrunarfræðingi]1) ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér þær nýjungar, er varða hjúkrun.
Ráðherra getur sett reglur um viðhaldsmenntun.
   1)L. 32/1975, 2. gr.

6. gr. [Hjúkrunarfræðingum]1) er skylt að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er [þeir]1) fá vitneskju um í starfi sínu, nema lög bjóði annað, og helst þagnarskyldan, þótt [þeir]1) láti af starfi.
Skylda til þess að bera vitni fyrir rétti er takmörkuð í samræmi við þetta og ákvæði réttarfarslaga um vitnaskyldu embættis- og sýslunarmanna og sérákvæði slíkra laga um lækna.
   1)L. 32/1975, 2. gr.

7. gr. [Um eftirlit með hjúkrunarfræðingum, veitingu áminningar og sviptingu starfsleyfa eða takmörkun starfsréttinda sem veitt eru samkvæmt lögum þessum og endurveitingu slíkra réttinda gilda ákvæði laga um landlækni. Sama á við um þá sem fengið hafa staðfestingu [landlæknis]1) á hjúkrunarleyfi skv. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr.]2)
   1)L. 12/2008, 16. gr.
2)L. 41/2007, 24. gr.
8. gr.1)
   1)L. 73/1989, 2. gr.

9. gr. [Ráðherra]1) getur með reglugerð sett nánari ákvæði um efni laga þessara.
   1)L. 12/2008, 17. gr.

10. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum.
1)
Sektir samkvæmt löggjöfinni renna í ríkissjóð.
   1)
L. 88/2008, 233. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. Starfsleyfi sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út samkvæmt lögum þessum fyrir 1. apríl 2008 halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. gr. laganna.]1)
   1)L. 12/2008, 18. gr.