Lagasafn. Íslensk lög 10. október 2011. Útgáfa 139b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.
2009 nr. 138 29. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. desember 2009. Breytt með l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
1. gr. [Ráðherra er fer með eignir ríkisins er heimilt, f.h. ríkissjóðs Íslands, að]1) staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf. við skilanefndir Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf., allt í tengslum við samninga sem gerðir hafa verið um uppgjör vegna yfirtekinna eigna og skulda í kjölfar ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá í október 2008 á grundvelli laga nr. 125/2008.
1)L. 126/2011, 518. gr.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.