Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs

1983 nr. 79 28. desember

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. desember 1983. Breytt með l. 117/1989 (tóku gildi 30. des. 1989; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 15. gr.) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

1. gr. Til þess að afla innlends lánsfjár í samræmi við heimildir fjárlaga eða lánsfjárlaga hverju sinni er [ráðherra]1) fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að gefa út til sölu skuldarviðurkenningar ríkissjóðs í formi ríkisskuldabréfa, spariskírteina og ríkisvíxla.
   1)L. 126/2011, 98. gr.

2. gr. Ríkisskuldabréf og spariskírteini má gefa út með verðtryggingu miðað við vísitölu sem [ráðherra]1) ákveður, gengi erlendra gjaldmiðla eða hin sérstöku dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (SDR). [Ráðherra]1) er heimilt að ákveða lánskjör þessara bréfa og er ekki bundinn við almennar vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands við þá ákvörðun.
[Ráðherra]1) getur ákveðið að gefa út ríkisvíxla sem greiðast skulu eftir ákveðinn tíma frá útgáfudegi, sem þó má ekki vera lengri en 12 mánuðir. [Ráðherra]1) getur ákveðið forvexti af víxlum þessum. Hann getur einnig ákveðið í stað forvaxta að víxlar þessir verði seldir á almennum markaði, þar á meðal samkvæmt tilboðum. Um víxla þessa skulu gilda almennar reglur laga um eiginvíxla.
   1)L. 126/2011, 98. gr.

3. gr. Lánsskjöl skv. 2. gr. skulu vera stimpilgjaldsfrjáls. …1)
[Ráðherra]2) getur falið Seðlabanka Íslands að annast útgáfu og sölu lánsskjala skv. 2. gr.
[Ráðherra]2) er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.
   1)L. 117/1989, 15. gr.
2)L. 126/2011, 98. gr.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.