Lagasafn.  Íslensk lög 10. október 2011.  Útgáfa 139b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um norrænan þróunarsjóð

1989 nr. 14 7. mars

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. janúar 1989. Breytt með l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005).

1. gr. Stofna skal norrænan þróunarsjóð samkvæmt samningi milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns þróunarsjóðs sem undirritaður var í Stokkhólmi 3. nóvember 1988.
2. gr. Sjóðurinn skal undanþeginn ákvæðum laga nr. 63/1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála,1) svo og annarra laga er setja kunna hömlur á greiðslur í erlendum gjaldeyri eða gjaldeyrisviðskipti, að svo miklu leyti sem slík ákvæði hindra eða torvelda starfsemi sjóðsins eða efndir skuldbindinga hans.
   1)l. 87/1992.
3. gr. Sjóðurinn skal vera undanþeginn aðstöðugjaldi, landsútsvari [og tekjuskatti],1) svo og öðrum gjöldum sem lögð kunna að vera á tekjur, eignir eða veltu til ríkis eða sveitarfélaga.
   1)L. 129/2004, 80. gr.

4. gr. Lánssamningar, sem sjóðurinn er aðili að, skulu vera undanþegnir stimpilgjöldum og öðrum gjöldum hins opinbera.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi um leið og samningur um norrænan þróunarsjóð.