Lagasafn. Íslensk lög 10. október 2011. Útgáfa 139b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um flutninga á skipgengum vatnaleiðum vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu
1996 nr. 14 11. mars
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 15. apríl 1996. EES-samningurinn: XIII. viðauki. Breytt með l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
1. gr. Markmið laga þessara er að tryggja gagnkvæman frjálsan aðgang skipa, sem skráð eru í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, að skipgengum vatnaleiðum innan EES.
2. gr. [Ráðherra]1) er heimilt að setja reglugerðir að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga á grundvelli 1. gr. laga þessara.2)
1)L. 126/2011, 217. gr. 2)Augl. 117/1997.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.