Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2009. Útgáfa 136a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um embćtti sérstaks saksóknara
2008 nr. 135 11. desember
Ferill málsins á Alţingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 12. desember 2008.
1. gr. Sett skal á stofn embćtti sérstaks saksóknara til ađ rannsaka grun um refsiverđa háttsemi í ađdraganda, tengslum viđ og kjölfar atburđa er leiddu til setningar laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóđi vegna sérstakra ađstćđna á fjármálamarkađi o.fl., nr. 125/2008, og ţess ástands sem ţá skapađist á fjármálamarkađi, hvort sem ţađ tengist starfsemi fjármálafyrirtćkja, annarra lögađila eđa einstaklinga, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir međ saksókn.
Rannsóknar- og ákćruheimildir embćttisins taka međal annars til efnahags-, auđgunar- og skattabrota, ţar međ taliđ brota sem rannsökuđ hafa veriđ af Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og skattrannsóknarstjóra ríkisins og vísađ hefur veriđ til lögreglu. Hinn sérstaki saksóknari hefur eftir ţörfum samstarf viđ Fjármálaeftirlitiđ, Samkeppniseftirlitiđ og skattrannsóknarstjóra ríkisins og ađrar réttarvörslu- og eftirlitsstofnanir. Sé ţess óskađ skulu ţessar stofnanir veita hinum sérstaka saksóknara upplýsingar um stöđu annarra mála en greinir í 1. málsl.
Kćrum og ábendingum vegna gruns um refsiverđa háttsemi sem fellur undir lög ţessi skal beina til embćttisins frá og međ stofnun ţess.
2. gr. Dómsmálaráđherra skipar sérstakan saksóknara og skal hann veita forstöđu rannsóknar- og saksóknaraembćtti skv. 1. gr. Skal hinn sérstaki saksóknari fullnćgja skilyrđum til skipunar í embćtti hérađsdómara, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998, um dómstóla. Heimilt er ţó ađ víkja frá 70 ára aldurshámarki, sbr. 5. mgr. 31. gr. sömu laga. Hinn sérstaki saksóknari rćđur annađ starfsfólk embćttisins.
Ákvćđi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins um fimm ára skipunartíma og biđlaunarétt taka ekki til hins sérstaka saksóknara. Skipun hans fellur niđur ţegar embćttiđ verđur lagt niđur eđa ţađ sameinađ annarri ríkisstofnun, sbr. 7. gr. Hinn sérstaki saksóknari heldur ţá óbreyttum launum í ţrjá mánuđi frá ţeim tíma. Nú velst dómari til starfans og skal ţá dómsmálaráđherra veita honum leyfi frá störfum á skipunartímanum.
Hinn sérstaki saksóknari hefur stöđu og almennar heimildir lögreglustjóra samkvćmt lögreglulögum og ákćruvald skv. 1. gr. Skal stađa hans vera hliđsett stöđu hérađssaksóknara skv. 18. gr. laga um međferđ sakamála, ţar á međal hefur hann og starfsmenn hans sambćrilega heimild til ađ flytja mál fyrir dómi og hérađssaksóknari og starfsmenn hans skv. 2. mgr. 25. gr. ţeirra laga. Ef háttsemi felur í sér annađ eđa önnur brot en ţau sem hinn sérstaki saksóknari fer međ skv. 1. gr. tekur ríkissaksóknari ákvörđun um ţađ hvort hinn sérstaki saksóknari fari međ máliđ eđa hvort annar ákćrandi skuli gera ţađ. Ríkissaksóknari leysir á sama hátt úr öđrum ágreiningi sem kann ađ rísa um valdsviđ hins sérstaka saksóknara og annarra ákćrenda. Ţá er hinum sérstaka saksóknara skylt ađ hlíta fyrirmćlum ríkissaksóknara skv. 3. mgr. 21. gr. laga um međferđ sakamála eftir ţví sem viđ getur átt.
3. gr. Hinn sérstaki saksóknari skal birta opinberlega upplýsingar um hlutabréfaeign sína í fjármálafyrirtćkjum sem ađgerđir stjórnvalda samkvćmt lögum nr. 125/2008 hafa tekiđ til, skuldir hans viđ ţau, svo og starfsleg tengsl hans, maka og náinna skyldmenna viđ ţá sem sinnt hafa stjórnunarstörfum í umrćddum fjármálafyrirtćkjum eđa ţeim stofnunum ríkisins sem rannsókn embćttisins beinist ađ. Sama gildir um önnur atriđi sem haft geta áhrif á sérstakt hćfi hins sérstaka saksóknara. Upplýsingar ţessar skulu miđast viđ síđastliđin fimm ár fyrir gildistöku laganna, fjárhćđir sem eru yfir fimm milljónir króna og einnig eignarhlut umfram ţá fjárhćđ í félögum sem átt hafa hluti í umrćddum fjármálafyrirtćkjum 1. september 2008.
4. gr. Lögreglumenn og löglćrđir starfsmenn sérstaks saksóknara fara međ lögregluvald skv. 1. mgr. 9. gr. lögreglulaga. Ađrir sérfrćđingar embćttisins hafa, samkvćmt nánari ákvörđun hins sérstaka saksóknara, heimildir til ađ annast skýrslutökur á rannsóknarstigi af sakborningum og vitnum.
Hinn sérstaki saksóknari getur leitađ til sérfróđra ađila, innlendra sem erlendra, eftir ţví sem ţurfa ţykir.
5. gr. Ríkissaksóknara er heimilt ađ ákveđa, ađ uppfylltum skilyrđum 2. mgr. og ađ fenginni rökstuddri tillögu frá hinum sérstaka saksóknara, ađ sá sem hefur frumkvćđi ađ ţví ađ bjóđa eđa láta lögreglu eđa saksóknara í té upplýsingar eđa gögn sćti ekki ákćru ţótt upplýsingarnar eđa gögnin leiđi líkur ađ broti hans sjálfs.
Skilyrđi ákvörđunar skv. 1. mgr. eru ađ upplýsingar eđa gögn tengist broti sem fellur undir rannsóknar- og ákćruvald sérstaks saksóknara samkvćmt lögum ţessum og taliđ sé líklegt ađ ţessar upplýsingar eđa gögn geti leitt til rannsóknar eđa sönnunar á broti eđa séu mikilvćg viđbót viđ fyrirliggjandi sönnunargögn. Ţá er ţađ skilyrđi fyrir beitingu ţessarar heimildar ađ rökstuddur grunur sé um ađ upplýsingar eđa gögn tengist alvarlegu broti, fyrirséđ sé ađ sök ţess sem lćtur slíkt í té sé mun minni en sök ţess eđa ţeirra sem gögnin eđa upplýsingarnar beinast gegn og ástćđa sé til ađ ćtla ađ án ţeirra muni reynast torvelt ađ fćra fram fullnćgjandi sönnur fyrir broti.
6. gr. Um starfsemi embćttisins gilda ađ öđru leyti ákvćđi lögreglulaga og laga um međferđ sakamála ađ ţví leyti sem lög ţessi kveđa ekki á um annađ.
7. gr. Dómsmálaráđherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, ađ fengnu áliti ríkissaksóknara, ađ embćttiđ verđi lagt niđur. Skal hann ţá leggja fyrir Alţingi frumvarp ţess efnis. Verkefni embćttisins hverfa ţá til lögreglu eđa ákćrenda eftir almennum ákvćđum lögreglulaga og laga um međferđ sakamála.
8. gr. Lög ţessi öđlast ţegar gildi.
Ákvćđi til bráđabirgđa. Fram til 1. janúar 2009 hefur hinn sérstaki saksóknari sömu réttarstöđu og lögreglustjóri, ţar á međal hefur hann og starfsmenn hans sambćrilega heimild til ađ flytja mál fyrir dómi og lögreglustjórar og starfsmenn hans skv. 2. mgr. 29. gr. laga um međferđ opinberra mála. Ţá er hinum sérstaka saksóknara skylt ađ hlíta fyrirmćlum ríkissaksóknara skv. 5. mgr. 27. gr. ţeirra laga eftir ţví sem viđ getur átt.