Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2009. Útgáfa 136a. Prenta í tveimur dálkum.
2008 nr. 152 23. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. desember 2008.
1. gr. Kísilgúrsjóði skal slitið og starfsemi hans lögð niður við gildistöku laga þessara.
2. gr. Iðnaðarráðherra er heimilt að ráðstafa eignum sjóðsins með samningi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Samningurinn skal hafa það að markmiði að efla atvinnulíf og nýsköpun í Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi og Norðurþingi.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
…