Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Fiskistofu

1992 nr. 36 27. maí

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 10. júní 1992; komu til framkvæmda 1. september 1992. Breytt með l. 92/1992 (tóku gildi 1. jan. 1993), l. 144/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008) og l. 81/2008 (tóku gildi 1. júlí 2008).


I. kafli.
1. gr. Fiskistofa skal starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði sjávarútvegsmála, [lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.],1) svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Fiskistofa heyrir undir [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra].1)
   1)L. 81/2008, 14. gr.

2. gr. Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. [Einnig skal Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt o.fl.]1) Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála, [lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.]1) sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.
   1)L. 81/2008, 15. gr.

3. gr. [Ráðherra skipar forstöðumann Fiskistofu, fiskistofustjóra, til fimm ára í senn.]1)
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra]2) skal með reglugerð kveða nánar á um skipulag og starfsemi Fiskistofu.
   1)L. 83/1997, 144. gr.
2)L. 81/2008, 16. gr.
4. gr. [Fiskistofa getur með heimild ráðherra, og að höfðu samráði við Hagstofu Íslands, falið öðrum tiltekna þætti við söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegs.]1)
   1)L. 144/1995, 15. gr.


II. kafli.
III. kafli.
13. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 1992. …