Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar1)

2006 nr. 34 15. maí

   1)Falla úr gildi 1. jan. 2009 skv. l. 76/2008, 12. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júní 2006 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 19. maí 2006. Breytt með l. 176/2006 (tóku gildi 30. des. 2006).

1. gr. Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar er sérstök stofnun sem annast stjórnun, rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar í samræmi við ákvæði loftferðalaga og annarra laga eftir því sem við á. Aðsetur stofnunarinnar er þar sem [ráðherra]1) ákveður.
Flugmálastjórn Íslands annast eftirlit með framkvæmd flugverndar og flugöryggis á Keflavíkurflugvelli.
Sérstakur flugvallarstjóri stjórnar starfsemi og rekstri Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og ræður starfsmenn til stofnunarinnar.
[Ráðherra]1) setur reglugerð þar sem kveðið er nánar á um skipulag og starfsemi Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar.
   1)
L. 176/2006, 7. gr.
2. gr. Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar ber ábyrgð á að starfrækt sé slökkvilið á Keflavíkurflugvelli og annast framkvæmd eldvarnaeftirlits. Um starfsemi slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli gilda ákvæði laga nr. 75/2000, um brunavarnir, eftir því sem við getur átt.
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar er heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um að hafa með höndum verkefni og stjórn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Um slíkt skal gera skriflegan samning sem skal tilkynna til Brunamálastofnunar.
[Ráðherra]1) er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um starfsemi slökkviliðs Keflavíkurflugvallar.
   1)
L. 176/2006, 7. gr.
3. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2006 fyrir utan ákvæði til bráðabirgða sem öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
Bjóða skal því starfsfólki störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sem unnið hefur á árinu 2006 hjá eftirtöldum deildum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Slökkviliði, snjóruðnings- og brautadeild, rafeindadeild, voltadeild og verkfræðideild.
Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli undirbýr og annast ráðningar í framangreind störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.