Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Myndlista- og handíđaskóla Íslands

1965 nr. 38 11. maí

Ferill málsins á Alţingi.   

Tóku gildi 12. júní 1965. Breytt međ l. 51/1978 (tóku gildi 6. júní 1978) og l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997).


I. kafli. Tilgangur og skipan deilda.
1. gr. Skólinn heitir Myndlista- og handíđaskóli Íslands.
2. gr. Tilgangur skólans er:
   
1. Ađ veita kennslu og ţjálfun í myndlistum,
   
2. listiđnum og
   
3. búa nemendur undir kennarastörf í vefnađi, teiknun og öđrum greinum myndrćnna lista, sem kenndar eru í skólum landsins.
3. gr. Í skólanum eru ţessar deildir:
   
1. Myndlistadeild, en til hennar teljast forskóli og námsflokkar til framhaldsnáms í ţessum greinum: frjálsri myndlist, rítlist, mótlist og veggmyndalist. Enn fremur námsflokkar til undirbúnings ađ námi í tćknifrćđum og húsagerđarlist.
   
2. Kennaradeild, er greinist í teiknikennaradeild og vefnađarkennaradeild.
   
3. Listiđnadeild.
   
4. Námskeiđ.

II. kafli. Inntökuskilyrđi, námsdeildir og próf.
4. gr. Myndlistadeild. 1. Rétt til inngöngu í forskóla myndlistadeildar veitir landspróf miđskóla, gagnfrćđapróf eđa hliđstćđ próf međ ţeirri einkunn, sem stjórn skólans metur gilda. Ef sérstaklega stendur á, getur skólastjórn veitt undanţágu frá ţessum ákvćđum ađ fengnu samţykki menntamálaráđuneytisins.
   Viđ inntöku í forskólann skal höfđ hliđsjón af hćfileikum umsćkjanda á sviđi myndrćnna listgreina.
   Forskólinn veitir tveggja ára undirbúningsmenntun í almennum myndlistum. Ađalkennslugreinar skulu vera teiknun, málun og myndmótun.
   
2. Rétt til framhaldsnáms í myndlistadeild eiga ţeir, sem lokiđ hafa forskólanámi međ fullnćgjandi árangri, eđa hlotiđ hliđstćđan undirbúning annars stađar.
Ţessir skulu vera flokkar framhaldsnáms:
   
a. Frjáls myndlist. Ađalgreinar eru teiknun, málun og myndmótun.
   
b. Frjáls rítlist. Ađalgreinar eru teiknun og almennar greinar rítlistar.
   
c. Hagnýt rítlist. Ađalgreinar eru teiknun, letrun, sérgreinar ríttćkni og gerđ auglýsinga.
   
d. Veggmyndalist. Ađalgreinar eru teiknun, málun og gerđ veggmynda.
   
e. Mótlist. Ađalgreinar eru teiknun og myndmótun.
   
f. Undirbúningur ađ námi í tćknifrćđum og húsagerđarlist. Ađalgreinar eru fríhendisteiknun, tćkni- og rúmsćisteiknun og hagnýt mótun. Nám í flokkum a–e tekur tvö ár og lýkur međ prófi.
5. gr. Kennaradeild. 1. Teiknikennaradeildin veitir tveggja ára undirbúning ađ kennarastarfi í teiknun og skyldum greinum í barna- og framhaldsskólum landsins.
   Inntökuskilyrđi eru, ađ umsćkjandi hafi áđur lokiđ tveggja ára forskólanámi myndlistadeildar, eđa hlotiđ hliđstćđa undirbúningsmenntun.
   
2. Vefnađarkennaradeildin veitir tveggja ára undirbúning ađ kennarastarfi í vefnađi.
   Inntökuskilyrđi eru, ađ umsćkjandi hafi áđur stundađ undirbúningsnám í vefnađi međ ţeim árangri, sem skólastjóri metur gildan.
   
3. Nám í öđrum greinum kennaradeildanna en sérgreinum skal vera hiđ sama eđa hliđstćtt námi í undirbúningsdeild sérnáms í Kennaraskóla Íslands. Námi í kennaradeild lýkur međ kennaraprófi.
6. gr. Listiđnadeild. Listiđnadeildin veitir kennslu í listiđnum eđa einstökum ţáttum ţeirra, svo sem listvefnađi, tískuteiknun og leirmunagerđ. Um inntökuskilyrđi, námstíma og próf fer samkvćmt ákvćđum reglugerđar skólans.
7. gr. Námskeiđ. Skólinn heldur uppi kennslu á skemmri eđa lengri námskeiđum:
   
a. Fyrir almenning í einstökum greinum myndrćnna lista og handíđa, og
   
b. í sérgreinum kennaradeildanna fyrir starfandi kennara.
8. gr. Heimilt er ađ fjölga eđa fćkka kennsludeildum ađ fengnum tillögum skólastjóra og frćđsluráđs og međ samţykki menntamálaráđuneytisins.

III. kafli. Skólastjórn, kennarar og skólaráđ.
9. gr. Menntamálaráđuneytiđ fer međ yfirstjórn skólans.
Skólastjórn er skipuđ skólastjóra og föstum kennurum skólans, og skal starfssviđ hennar nánar ákveđiđ í reglugerđ.
[Skólastjóri skal skipađur af ráđherra til fimm ára í senn ađ fengnum tillögum skólastjórnar. Skólastjóri rćđur kennara og annađ starfsliđ skólans.]1)
1)
   1)L. 83/1997, 91. gr.

10. gr.1)
2)
   1)L. 83/1997, 92. gr.
2)L. 51/1978, 18. gr.
11. gr.1)
   1)L. 83/1997, 93. gr.

12. gr. Til ţess ađ stuđla ađ sem nánustum tengslum skólans viđ ţróun ţeirra ţátta í atvinnu- og menningarlífi ţjóđarinnar, sem mestu skipta starf hans og tilgang, skal skipa sérstakt skólaráđ.
Skólaráđ skal vera stjórn skólans til ráđuneytis um ýmis mál er skólastarfsemina varđa, samkvćmt nánari ákvćđum í reglugerđ. Skólaráđ skal skipađ fimm mönnum til ţriggja ára í senn. Borgarráđ Reykjavíkur, Landssamband iđnađarmanna, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag íslenskra listamanna tilnefna hvert um sig einn fulltrúa í ráđiđ og sé fulltrúi B.Í.L. myndlistamađur. Menntamálaráđherra skipar formann skólaráđs án tilnefningar. Skólaráđiđ starfar án launa.

IV. kafli. Kostnađur og önnur ákvćđi.
13. gr. Ríkissjóđur greiđir einn allan kennslu- og rekstrarkostnađ, er af kennaradeildunum leiđir.
Ríkissjóđur greiđir laun skólastjóra og fastra kennara.
Nú eru fastir kennarar skólans fćrri en heimilt er skv. 10. gr., og greiđir ţá ríkissjóđur stundakennslu, sem ţví nemur, ađ fullu.
Kostnađur viđ stundakennslu umfram ţađ, sem fram er tekiđ í 3. mgr. ţessarar greinar, svo og annar kostnađur viđ rekstur skólans, ađ frádregnum tekjum, skiptist ađ jöfnu milli ríkissjóđs og borgarsjóđs.
14. gr. Menntamálaráđuneytiđ setur nánari ákvćđi um framkvćmd laga ţessara.1)
   1)Starfsreglur 130/1991. Rg. 393/1996
.