Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um útvarpsgjald og innheimtu þess]1)

2000 nr. 122 30. júní

   1)L. 6/2007, 13. gr. Lögin voru felld úr gildi frá og með 1. apríl 2007 með l. 6/2007, 13. gr., að undanteknum 12., 13., 14. og 16. gr., sem falla úr gildi 1. jan. 2009, og 15., 17. og 18. gr., sem falla úr gildi 1. jan. 2012.
Tóku gildi 1. janúar 1986. Endurútgefin, sbr. 36. gr. l. 53/2000, sem l. 122/2000. Breytt með l. 50/2001 (tóku gildi 13. júní 2001) og l. 6/2007 (tóku gildi 3. febr. 2007).

1.–10. gr.1)
   1)
L. 6/2007, 13. gr.
11. gr.1)
   1)L. 50/2001, 1. gr.

12. gr.1) Eigandi viðtækis sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins skal greiða afnotagjald, útvarpsgjald, af hverju tæki. Þó skal aðeins greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili. Afslátt skal veita þeim sem aðeins geta nýtt sér svart/hvíta móttöku sjónvarpsefnis og þeim sem einungis geta nýtt sér hljóðvarpssendingar. Einnig er heimilt að veita fyrirtækjum og stofnunum afslátt vegna fjölda tækja á sama stað. Nánari ákvæði um afslátt og skilgreiningu á heimili skal setja í reglugerð.
Í reglugerð má ákveða að þeir sem hljóta uppbót á elli- og örorkulífeyri skv. 17. gr. laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum, verði undanþegnir afnotagjöldum. Í reglugerð má einnig ákveða undanþágu blindra manna frá greiðslu afnotagjalds af hljóðvarpi.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2009 skv. l. 6/2007, 13. gr.
13. gr.1) Eigandi, sem breytir afnotum sínum, sbr. 12. gr., skal tilkynna það Ríkisútvarpinu þegar í stað.
Hver sá er fæst við sölu viðtækja skal tilkynna innheimtudeild Ríkisútvarpsins í fyrstu viku næsta mánaðar eftir sölumánuð hverjir séu kaupendur. Í tilkynningunni skal greina fullt nafn, nafnnúmer og heimilisfang kaupanda og seljanda, enn fremur aðrar upplýsingar samkvæmt reglugerð.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2009 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
14. gr.1) Ríkisútvarpið heldur skrá yfir öll viðtæki sem notuð eru hér á landi og í íslenskum skipum og flugvélum og nota má til móttöku útvarpsefnis.
Afmá skal viðtæki af skrá ef sönnur, sem innheimtustjóri metur gildar, eru á það færðar að tækið sé orðið ónýtt eða verði af öðrum ástæðum ekki lengur notað til móttöku útsendingar Ríkisútvarpsins.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2009 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
15. gr.1) Útvarpsgjaldi ásamt dráttarvöxtum, öðru vangreiðsluálagi og öllum innheimtukostnaði fylgir lögveðsréttur í viðkomandi viðtæki sem helst þótt eigendaskipti verði. Gengur veðið fyrir hvers konar eldri sem yngri samningsveðum, dómveðum og öðrum höftum sem á viðtæki kunna að hvíla, nema eignarréttarfyrirvörum.
Lögveðið helst í þrjú ár frá gjalddaga.
Eigendur viðtækja bera ábyrgð á greiðslu útvarpsgjalda af þeim til Ríkisútvarpsins sem á hafa fallið áður en tilkynning um eigendaskipti skv. 13. gr. hefur borist Ríkisútvarpinu.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2012 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
16. gr.1) Innheimtustjóri Ríkisútvarpsins skal fullnægja almennum dómaraskilyrðum.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2009 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
17. gr.1) Fyrsta virkan dag eftir eindaga leggst á útvarpsgjald 10% álag vegna kostnaðar af innheimtu.
Lögtaksréttur er fyrir ógreiddum útvarpsgjöldum, álagi skv. 1. mgr., vöxtum og innheimtukostnaði.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2012 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
18. gr.1) Innheimtustjóri getur framkvæmt eða látið framkvæma innsiglun á viðtæki:
   
1. ef það er hagnýtt til móttöku án þess að það hafi verið tilkynnt til Ríkisútvarpsins,
   
2. ef vanskil eru orðin á greiðslu útvarpsgjalds,
   
3. ef hlutaðeigandi aðili hefur sagt upp útvarpsnotum.
Nú eru fyrir hendi skilyrði skv. 1. tölul. 1. mgr. eða gert hefur verið lögtak í viðtæki fyrir vangreiddu útvarpsgjaldi og getur þá innheimtustjóri tekið eða látið taka viðtækið úr vörslu eiganda eða annars vörslumanns.
   1)Greinin fellur brott 1. jan. 2012 skv.
l. 6/2007, 13. gr.
19.–20. gr.1)
   1)
L. 6/2007, 13. gr.