Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra

1984 nr. 18 24. apríl

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1985. Breytt með l. 58/1986 (tóku gildi 21. maí 1986), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 21/2004 (tóku gildi 11. maí 2004) og l. 112/2008 (tóku gildi 1. okt. 2008 nema 12. tölul. 59. gr. sem tók gildi 25. sept. 2008; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. mgr. 56. gr.).

1. gr. Ríkið starfræki stofnun sem nefnist Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. Fyrir stofnuninni skal vera yfirlæknir, sérmenntaður í augnsjúkdómum og skal hann annast daglega stjórn stofnunarinnar. Aðrir starfsmenn skulu vera sjóntækja- og sjónfræðingar, sjónþjálfar, félagsráðgjafar, tæknimenn ásamt aðstoðarfólki.
2. gr. [Ráðherra skipar yfirlækni til fimm ára í senn að fengnum tillögum stöðunefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Yfirlæknir ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.]1)
   1)L. 83/1997, 55. gr.

3. gr. Stofnunin heyrir undir [heilbrigðisráðherra]1) sem skipar henni sérstaka stjórn. Stjórnin skal skipuð þremur mönnum og þremur til vara til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Blindrafélagið tilnefnir einn og Augnlæknafélag Íslands einn. Sömu reglur gilda um varamenn.
   1)
L. 112/2008, 65. gr.
4. gr. [Stofnunin skal annast hvers konar þjónustu við sjónskerta sem sjúkratryggðir eru samkvæmt lögum um [sjúkratryggingar],1) svo sem sjúkdómsgreiningu, mælingu, úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, þjálfun og hvers konar endurhæfingu sem sjónskertir þurfa á að halda. Heimilt er að veita sjónskertum sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um [sjúkratryggingar]1) sömu þjónustu gegn gjaldi, sbr. 2. mgr. 6. gr.]2)
Stofnunin skal í samráði við landlækni halda skrá yfir alla þá landsmenn sem eru sjónskertir.
Við stofnunina skal starfrækja sjóngleraþjónustu undir stjórn sjóntækjafræðings.
Stofnunin hefur yfirumsjón með þjálfun og endurhæfingu sjónskertra, sjóntækjameðferð og sjónrannsóknum í samráði við aðra aðila er starfa á þessum vettvangi.
   1)
L. 112/2008, 65. gr. 2)L. 21/2004, 1. gr.
5. gr. Stofnunin skal annast útvegun á hvers konar sérhæfðum hjálpartækjum fyrir sjónskerta sem yfirlæknir hennar eða aðrir læknar á vegum stöðvarinnar úrskurða nauðsynleg.
[Ráðherra skal setja reglugerð1) um þátttöku ríkisins í kostnaði við sérhæfð hjálpartæki fyrir sjónskerta að höfðu samráði við stofnunina.]2)
   1)Rg. 59/1987
, rg. 1155/2005. 2)L. 21/2004, 2. gr.
6. gr. [Sjúkratryggður einstaklingur samkvæmt lögum um [sjúkratryggingar]1) skal greiða gjald fyrir sérfræðilæknisþjónustu og rannsóknir samkvæmt ákvæðum laga um [sjúkratryggingar]1) og reglum settum með stoð í þeim lögum.
Einstaklingur sem ekki er sjúkratryggður hér á landi skal greiða gjald samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur.]2)
   1)
L. 112/2008, 65. gr. 2)L. 21/2004, 3. gr.
7. gr. Stofnunin skipuleggur í samráði við landlækni ferðir starfsmanna sinna og annarra sérfræðinga til aðstoðar sjónskertum úti á landi.
8. gr. Stofnunin hefur í samráði við starfandi kennara blindradeildar sérfræðilega umsjón með sjónþjálfun og augnlæknisfræðilegri meðferð og rannsókn sjónskertra nemenda í skólum landsins.
9. gr. Heilsugæslustöðvar skulu hafa samráð við stofnunina um þá þjónustu við blinda og sjónskerta sem veitt er á stöðvunum. Skulu heilsugæslustöðvar tilkynna stofnuninni um alla sem eru eða grunur leikur á að séu sjónskertir.
10. gr. Ráðherra ákveður aðsetur stofnunarinnar að höfðu samráði við stjórn hennar og skal heimilt að samnýta húsnæði með öðrum opinberum aðilum eða hagsmunaaðilum eftir því sem um semst. Sama gildir um starfsfólk.
11. gr. Ráðherra setur stofnuninni starfsreglur að fengnum tillögum stjórnar hennar.
12. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1985.
Ákvæði til bráðabirgða.