Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2008.  Útgáfa 135b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Landsvirkjun

1983 nr. 42 23. mars

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. apríl 1983. Breytt með l. 108/1988 (tóku gildi 1. jan. 1989), l. 74/1990 (tóku gildi 31. maí 1990), l. 9/1997 (tóku gildi 4. mars 1997), l. 48/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 50/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 14/2000 (tóku gildi 28. apríl 2000), l. 38/2002 (tóku gildi 7. maí 2002), l. 64/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003 en komu til framkvæmda 1. júlí sama ár), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 65/2005 (tóku gildi 31. des. 2005) og l. 154/2006 (tóku gildi 30. des. 2006; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 15. gr.).

1. gr. Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki ríkissjóðs [og Eignarhluta ehf.]1) Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Fyrirtækið er sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. [Á ríkissjóður 99,9% eignarhluta í fyrirtækinu og Eignarhlutir ehf. 0,1%.]1)
[Hvor eigandi um sig er í einfaldri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum fyrirtækisins en um innbyrðis skiptingu á ábyrgð þeirra fer eftir eignarhlutföllum.]1)
   1)L. 154/2006, 1. gr.
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær bera einfalda ábyrgð með ríkissjóði á öllum skuldbindingum Landsvirkjunar sem stofnað var til fyrir árslok 2006. Skal sú ábyrgð sveitarfélaganna tveggja á skuldbindingum Landsvirkjunar haldast þar til skuldbindingarnar hafa að fullu verið efndar, en íslenska ríkið mun eftir 1. janúar 2012 tryggja Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ skaðleysi ábyrgðar á þeim skuldbindingum Landsvirkjunar sem á þau kunna að falla eftir þann tíma, sbr. l. 154/2006, brbákv. II.
2. gr. [Tilgangur Landsvirkjunar er að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.]1)
   1)L. 64/2003, 9. gr.

[3. gr.]1) Landsvirkjun er eigandi raforkuvera, annarra mannvirkja, vatnsréttinda og búnaðar sem fyrirtækið hefur eignast fyrir setningu laga þessara [eða með sérlögum eða samningum].2)
2)
   1)L. 154/2006, 2. gr.
2)L. 154/2006, 3. gr.
[4. gr.]1) […2)
[Landsvirkjun greiðir arð af framlögum eigenda.]2)
2)
Arðgreiðslan skal ákveðin með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins og yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum.]3)
   1)L. 154/2006, 2. gr.
2)L. 154/2006, 4. gr. 3)L. 9/1997, 2. gr.
[5. gr.]1) [Fjármálaráðherra skipar stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara.
Stjórnarmenn, aðal- og varamenn, skulu vera lögráða, bú þeirra skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta, þeir skulu hafa óflekkað mannorð og skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Landsvirkjunar. Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum orkufyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum orkustarfsemi sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Landsvirkjunar.]2)
   1)L. 154/2006, 6. gr.
2)L. 154/2006, 7. gr.
[6. gr.]1) [Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra er veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri skal eiga sæti á stjórnarfundum.
Stjórn Landsvirkjunar fer með málefni fyrirtækisins og skal annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.
Forstjóri annast daglegan rekstur fyrirtækisins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórnin hefur gefið. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur forstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.
Stjórn Landsvirkjunar skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna fyrirtækisins. Forstjóri skal sjá um að bókhald fyrirtækisins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna fyrirtækisins sé með tryggilegum hætti.
Einungis stjórn Landsvirkjunar getur veitt prókúruumboð.
Stjórnarmenn og fastráðnir starfsmenn Landsvirkjunar hafa réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna.
Nánari ákvæði um starfssvið stjórnar og forstjóra skulu sett í [starfsreglur stjórnar Landsvirkjunar].2)]3)
   1)L. 154/2006, 6. gr.
2)L. 154/2006, 8. gr. 3)L. 9/1997, 4. gr.
[7. gr.]1) [Halda skal í aprílmánuði ár hvert [aðalfund]2) Landsvirkjunar. Á [aðalfundi]2) skulu tekin fyrir þessi mál:
   
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi Landsvirkjunar síðastliðið starfsár.
   
2. Ársreikningur Landsvirkjunar fyrir liðið reikningsár ásamt skýrslu endurskoðanda fyrirtækisins lagður fram til staðfestingar.
   
3. Ákvörðun um arðgreiðslur …2) og um aðra meðferð hagnaðar eða taps Landsvirkjunar á reikningsárinu.
   
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið kjörtímabil.
   
5. Lýst kjöri stjórnar.
   
6. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
   
7. Umræður um önnur mál.
[Rétt til setu á aðalfundi eiga eigendur fyrirtækisins, stjórn og forstjóri Landsvirkjunar og löggiltur endurskoðandi fyrirtækisins.]2)
[Stjórn Landsvirkjunar er heimilt að boða til aukafunda um málefni fyrirtækisins þegar þörf þykir.]2)]3)
   1)L. 154/2006, 6. gr.
2)L. 154/2006, 9. gr. 3)L. 9/1997, 5. gr.
[8. gr.]1) [Starfsár Landsvirkjunar og reikningsár er almanaksárið.
Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár og skal hann gerður samkvæmt lögum og góðri reikningsskilavenju og skal hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar.
[Aðalfundur]2) Landsvirkjunar kýs löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til að endurskoða reikninga fyrirtækisins samkvæmt tillögu Ríkisendurskoðunar …2)
Endurskoðandi skal endurskoða ársreikning Landsvirkjunar í samræmi við lög og góða endurskoðunarvenju og í því sambandi kanna bókhaldsgögn fyrirtækisins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Endurskoðandi skal að lokinni endurskoðun árita ársreikninginn og skal áritunin fylgja ársreikningnum sem skýrsla hans.]3)
   1)L. 154/2006, 10. gr.
2)L. 154/2006, 11. gr. 3)L. 9/1997, 7. gr.
[9. gr.]1) Landsvirkjun er heimilt að taka lán til þarfa fyrirtækisins og að taka ábyrgð á greiðslum og öðrum skuldbindingum í sama skyni. Að því leyti sem nýjar skuldbindingar og ábyrgðir fara fram úr 5% af höfuðstól (bókfærðu eigin fé í lok næstliðins árs) á ári hverju, þarf Landsvirkjun að leita samþykkis [fjármálaráðherra].2)
2)
   1)L. 154/2006, 12. gr.
2)L. 154/2006, 13. gr.
[10.–15. gr.]1)2)
   1)L. 154/2006, 12. gr.
2)L. 154/2006, 14. gr.