Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2006. Útgáfa 132a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Veðurstofu Íslands
1985 nr. 30 7. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 14. júní 1985. Breytt með l. 47/1990 (tóku gildi 31. maí 1990 nema 14. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 1991), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997) og l. 142/2004 (tóku gildi 30. des. 2004).
1. gr. Veðurstofa Íslands starfar undir yfirstjórn [umhverfisráðherra].1)
Hlutverk Veðurstofu Íslands er að annast veðurþjónustu fyrir Ísland og umhverfi þess, svo og vinna að rannsóknum á sviði veðurfræði og annarra þeirra fræðigreina er falla undir starfssvið hennar.
1)L. 47/1990, 16. gr.
2. gr. Veðurstofustjóri, sem ráðherra skipar til fimm ára í senn, hefur á hendi stjórn stofnunarinnar.
[Veðurstofustjóri ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.]1)
Ákvæði um menntun starfsmanna skulu sett í reglugerð.2)
1)L. 83/1997, 145. gr. 2)Rg. 367/1996.
3. gr. Verkefni Veðurstofunnar skulu vera sem hér segir:
[1. að sjá um rekstur grunnkerfa og annast grunnþjónustu á sviði veðurþjónustu, sbr. lög um veðurþjónustu,
2. að annast verkefni á sviði ofanflóðavarna, sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.]1)
[3. ]1) að annast jarðskjálftamælingar og úrvinnslu þeirra og safna upplýsingum um jarðskjálfta og hægar jarðskorpuhreyfingar tengdar jarðskjálftum; enn fremur að safna upplýsingum um eldgos og öskufall þegar ástæða þykir til;
[4. ]1) að gera athuganir og mælingar á mengun í lofti og úrkomu;
[5. ]1) að fylgjast með framförum og þróun í veðurfræði og öðrum fræðigreinum á starfssviði sínu og vinna að rannsóknum á þeim er hafi það að höfuðmarkmiði að auka þekkingu á veðurfari landsins, bæta veðurþjónustuna og auka hæfni stofnunarinnar til að láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála og annarra þarfa landsmanna;
[6. ]1) að annast samskipti við Alþjóðaveðurfræðistofnunina, svo og önnur milliríkjasamskipti innan verkahrings Veðurstofunnar;
[7. ]1) annað það er ráðherra kann að ákveða að falli undir verksvið Veðurstofunnar.
1)L. 142/2004, 14. gr.
4. gr. Ráðherra ákveður í gjaldskrá greiðslur þær sem inna ber af hendi til Veðurstofu Íslands fyrir þá þjónustu sem hún veitir.
5. gr. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um málefni og starfsemi Veðurstofunnar.1)
1)Rg. 57/1929. Rg. 367/1996.
6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …
Ákvæði til bráðabirgða. …