Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2006.  Útgáfa 132a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um gæðamat á æðardúni

2005 nr. 52 18. maí

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. maí 2005.
1. gr. Lög þessi gilda um íslenskan æðardún og gæðamat á honum.
2. gr. Allur æðardúnn, hvort sem er til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings, skal metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun. Áður en að dreifingu á innanlandsmarkaði eða til útflutnings kemur skal liggja fyrir að æðardúnn standist gæðamat dúnmatsmanna með vottorði þeirra þar að lútandi.
3. gr. Landbúnaðarráðuneytið gefur út leyfi til handa dúnmatsmönnum til starfa á þeim stöðum sem það telur þörf á að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands og Félags íslenskra stórkaupmanna. Dúnmatsmenn skulu undirrita eiðstaf áður en þeir taka til starfa. Kostnaður af störfum þeirra greiðist af matsbeiðanda í samræmi við gjaldskrá sem ráðuneytið staðfestir.
Nánar er kveðið á um framkvæmd laganna, starfsskyldur og hæfniskröfur dúnmatsmanna í reglugerð.1)
   1)
Rg. 659/2005, sbr. 20/2006.
4. gr. Brot á lögum þessum varða sektum og sæta meðferð opinberra mála.
5. gr. Lög þessi taka gildi þegar í stað. …