Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2006.  Útgáfa 132a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi

1978 nr. 62 20. maí

Ferill málsins á Alþingi.   

Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983).

1. gr. Íslenskum stjórnmálaflokkum er óheimilt að taka við gjafafé eða öðrum fjárhagslegum stuðningi til starfsemi sinnar hérlendis frá erlendum aðilum. Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.
3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.
4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.
5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …1)
Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs.
   1)
L. 10/1983, 74. gr.