Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2006. Útgáfa 132a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heimild til þess að marka skemmtunum og samkomum tíma1)
1947 nr. 120 22. desember
1)Lög þessi falla úr gildi er reglugerð um lögreglusamþykktir tekur gildi, sbr. l. 36/1988, 9. gr.
Tóku gildi 29. desember 1947. Breytt með l. 75/1982 (tóku gildi 10. júní 1982).
1. gr. Dómsmálaráðherra skal heimilt að ákveða með auglýsingu, hvenær skemmtunum, dansleikjum og öðrum samkvæmum, sem fram fara á almennum skemmtistöðum, félagaheimilum eða veitingahúsum, skuli í síðasta lagi slitið.1)
Brot gegn reglum settum samkvæmt lögum þessum varða sektum …2)
1)Rg. 587/1987, sbr. 178/1999. 2)L. 75/1982, 20. gr.