Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2006.  Útgáfa 132a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um raforkuver

1981 nr. 60 4. júní

Ferill málsins á Alþingi.   

Tóku gildi 18. júní 1981. Breytt með l. 108/1988 (tóku gildi 1. jan. 1989), l. 74/1990 (tóku gildi 31. maí 1990), l. 48/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 80/2001 (tóku gildi 15. júní 2001), l. 64/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003 en komu til framkvæmda 1. júlí sama ár), l. 67/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003) og l. 65/2005 (tóku gildi 31. des. 2005).

[1. gr. Iðnaðarráðherra er heimilt að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka eftirtaldar virkjanir:
   
1. Virkjun fallvatns sem veitt er um Vatnsfellsveitu úr Þórisvatni í Krókslón (Vatnsfellsvirkjun) með allt að 110 MW afli.
   
2. Virkjun á ármótum Köldukvíslar og Tungnaár við Búðarháls (Búðarhálsvirkjun) með allt að 120 MW afli.
   
3. Jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi við Námafjall (Bjarnarflagsvirkjun) með allt að 40 MW afli, að uppfylltum skilyrðum samkvæmt lögum nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.
Þá er iðnaðarráðherra heimilt að veita Rafmagnsveitum ríkisins í félagi með aðilum í Skagafirði leyfi til að reisa og reka virkjun Héraðsvatna við Villinganes í Skagafirði (Villinganesvirkjun) með allt að 40 MW afli.
Veiting leyfa skv. 1. og 2. mgr. er háð niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum og því að uppfyllt séu skilyrði annarra laga. Þá getur ráðherra sett nánari skilyrði í virkjunarleyfi.]1)
   1)
L. 48/1999, 1. gr.
[2. gr.]1) Landsvirkjun er heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar
   
— að stækka Hrauneyjafossvirkjun í allt að 280 MW afl,
   
— að stækka Sigölduvirkjun í allt að 200 MW afl,
   
— að gera ráðstafanir sem nauðsynlegar þykja til að tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsársvæðinu og koma vinnslugetu þeirra í eðlilegt horf, m.a. með Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og stíflu við Sultartanga,
   
— að virkja á ármótum Þjórsár og Tungnaár við Sultartanga (Sultartangavirkjun) með allt að 130 MW afli,
   
[— að stækka Búrfellsvirkjun í allt að 310 MW afl,
   
— að stækka Kröfluvirkjun í allt að 60 MW afl].2)
[Landsvirkjun er enn fremur heimilt að fengnu leyfi iðnaðarráðherra að reisa og reka vatnsmiðlun, Norðlingaölduveitu, í samræmi við skilyrði er fram koma í úrskurði setts umhverfisráðherra, dags. 30. janúar 2003.]3)
Ríkisstjórninni er heimilt að semja við Landsvirkjun m.a. um að reisa og reka eftirtaldar vatnsaflsvirkjanir. Uns þeir samningar hafa tekist skulu Rafmagnsveitur ríkisins hafa með höndum rannsóknir, hönnun og undirbúningsframkvæmdir í nánu samráði við Landsvirkjun.
   
— Virkjun Blöndu í Blöndudal (Blönduvirkjun) með allt að 180 MW afli,
   
— virkjun Jökulsár í Fljótsdal (Fljótsdalsvirkjun) með allt að 330 MW afli,
   
— virkjun Héraðsvatna við Villinganes (Villinganesvirkjun) með allt að 40 MW afli.
[Iðnaðarráðherra er heimilt að veita sameignarfyrirtækinu Orkuveitu Reykjavíkur leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum með allt að 120 MW afli.
Iðnaðarráðherra er heimilt að veita Hitaveitu Suðurnesja hf. leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Reykjanesi með allt að 80 MW afli, enda liggi fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, og stækka jarðvarmavirkjun félagsins í Svartsengi um 16 MW.]3)
4)
Ríkisstjórnin getur enn fremur heimilað Rafmagnsveitum ríkisins, Landsvirkjun og Orkubúi Vestfjarða að reisa varastöðvar með samtals allt að 50 MW afli á næstu 10 árum í því skyni að tryggja viðunandi öryggi notenda gagnvart bilunum.
   1)
L. 48/1999, 1. gr. 2)L. 74/1990, 1. gr. 3)L. 67/2003, 1. gr. 4)L. 64/2003, 8. gr.
[3. gr.]1)2)
   1)
L. 48/1999, 1. gr. 2)L. 64/2003, 8. gr.
[4. gr.]1) Heimilt er að fella niður aðflutnings- og sölugjöld af efni, vélum og tækjum til virkjana og orkuveitna skv. [1. og 2. gr.]2)
   1)
L. 48/1999, 1. gr. 2)L. 48/1999, 2. gr.
[5. gr.]1)2)
   1)
L. 48/1999, 1. gr. 2)L. 65/2005, 7. gr.
[6. gr.]1)2)
   1)
L. 48/1999, 1. gr. 2)L. 64/2003, 8. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða.
I.1)
   1)
L. 48/1999, 3. gr.
II. …]1)
   1)
L. 74/1990, brbákv.