Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2006.  Útgáfa 132a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um byggingarsjóð Listasafns Íslands

1959 nr. 41 23. maí

Ferill málsins á Alþingi.   

Tóku gildi 31. júlí 1959.
1. gr. Stofna skal byggingarsjóð Listasafns Íslands. Stofnfé sjóðsins er það fé, sem Alþingi hefur lagt fram til að byggja vinnusal og íbúð fyrir Jóhannes Sveinsson Kjarval, listmálara.
2. gr. Þangað til bygging húss fyrir Listasafn Íslands hefst, skal sjóðurinn varðveittur og ávaxtaður í Landsbanka Íslands.
Menntamálaráðuneytið birtir árlega í Stjórnartíðindum eða Lögbirtingablaði endurskoðaðan ársreikning sjóðsins.