Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um brottfall laga um kirkjubyggingasjóð, nr. 21 18. maí 1981

2002 nr. 35 16. apríl

Tóku gildi 7. maí 2002.
1. gr. Kirkjubyggingasjóður, sem starfar á grundvelli laga nr. 21 18. maí 1981 og stofnaður var með lögum nr. 43 14. apríl 1954, skal lagður niður og renna í Jöfnunarsjóð sókna, sem starfar á grundvelli laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91 29. desember 1987.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …