Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um framkvæmd alþjóðasamþykktar um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna

1987 nr. 47 30. mars

Tóku gildi 14. apríl 1987.
1. gr. Ráðherra þeim, sem fer með siglingamál, er heimilt að setja reglur til að framfylgja alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna á kaupskipum (STCW, 1978).
2. gr. Ráðherra er heimilt að setja reglur um heildarmönnun kaupskipa í samræmi við ályktun A. 481 sem samþykkt var á 12. þingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar árið 1981.
3. gr. Brot gegn reglum, sem settar verða samkvæmt lögum þessum, varða sektum.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.