Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um fjárhagslegan stuđning viđ tónlistarskóla

1985 nr. 75 14. júní

Tóku gildi 11. júlí 1985. Breytt međ l. 87/1989 (tóku gildi 1. jan. 1990) og l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997).


I. kafli. Stofnun tónlistarskóla.
1. gr. Međ tónlistarskóla er í lögum ţessum átt viđ skóla sem fullnćgir eftirtöldum skilyrđum:
   
1. hefur a.m.k. einn fastan kennara auk stundakennara;
   
2. starfar minnst sjö mánuđi á ári og lýkur međ prófum og opinberum nemendatónleikum;
   
3. kennir samkvćmt námsskrá1) útgefinni af menntamálaráđuneytinu eđa námslýsingu sem hlotiđ hefur stađfestingu ráđuneytisins ef námsskrá skortir; hverjum nemanda skal veitt kennsla í ađalnámsgrein eina stund á viku; auk ţess séu a.m.k. tvćr aukanámsgreinar kenndar í hóptímum (tónfrćđi, tónheyrn, tónlistarsaga og samleikur);
   
4. hefur a.m.k. 30 nemendur sem stunda nám til viđurkenndrar prófraunar;
   
5. hefur hlotiđ sérstakt samţykki menntamálaráđuneytisins og jafnframt samţykki viđkomandi sveitarstjórnar ef skóli er rekinn af ţriđja ađila.
   1)Augl. 529/2000
.
2. gr. Ef sveitarfélag vill koma á fót tónlistarskóla skal sveitarstjórn semja reglugerđ um skólann sem ráđherra stađfestir. Skal ţar m.a. kveđiđ á um yfirstjórn skólans og ráđningu starfsmanna sem teljast skulu starfsmenn sveitarfélagsins.
Ef fleiri en eitt sveitarfélag ákveđa ađ koma á fót tónlistarskóla í sameiningu skal reglugerđin samin og samţykkt af viđkomandi sveitarstjórnum og ţar m.a. kveđiđ á um skiptingu kostnađar og ábyrgđar af skólahaldinu.
3. gr. Ađrir ađilar en sveitarfélög geta sett á fót tónlistarskóla sem njóta skal styrks samkvćmt ákvćđum laga ţessara. Áđur en slíkur skóli hefur starfsemi skal senda greinargerđ um fyrirhugađa stofnun hans til viđkomandi sveitarfélags og til menntamálaráđuneytisins. Skal ţar greint frá ţví m.a. hverjir séu stofn- og ábyrgđarađilar skólans, hvađa húsnćđi hann hafi til afnota og hvađa greinar tónlistar ćtlunin sé ađ leggja áherslu á. Greinargerđin skal hafa borist viđkomandi sveitarfélagi eigi síđar en 15. apríl ásamt rekstraráćtlun og drögum ađ starfsreglum fyrir skólann. Sveitarstjórn skal fjalla um greinargerđina og taka afstöđu til ţess hvort hún fallist á greiđslur til skólans úr sveitarsjóđi.
Ef fyrirhugađ starfssvćđi skólans er fleiri en eitt sveitarfélag skulu viđkomandi sveitarstjórnir fjalla um máliđ á sama hátt og skal ţá jafnframt taka afstöđu til ţess hvernig kostnađarskipting skal vera milli sveitarsjóđa og hver skal vera greiđsluađili fyrir skólann.
1)
Skólanefnd, skipuđ fulltrúum eignarađila, fjallar um málefni skólans og fer međ fjárreiđur hans. Viđkomandi sveitarfélag skal ávallt eiga fulltrúa í nefndinni.
   1)
L. 87/1989, 65. gr.
4. gr. [Stofnkostnađur tónlistarskóla greiđist af stofnendum hans.]1)
   1)
L. 87/1989, 66. gr.
5. gr. Tónlistarskólar ţeir, sem starfandi eru og styrk hafa hlotiđ fyrir gildistöku laga ţessara, skulu halda stađfestingu sinni enda fullnćgi ţeir lágmarkskröfum samkvćmt lögum ţessum. Ef skóli er rekinn á vegum sveitarfélags skal semja reglugerđ samkvćmt ákvćđum 2. gr. eigi síđar en 6 mánuđum eftir gildistöku laganna. Ef skóli er rekinn á vegum annarra ađila, skal senda menntamálaráđuneytinu starfsreglur hans innan sama tíma.
6. gr. Ef tónlistarskóli, sem styrks hefur notiđ, hćttir störfum skal sveitarfélagiđ varđveita eignir skólans (hljóđfćri o.fl.) ţar til eignanna er ţörf viđ rekstur annars tónlistarskóla á sama starfssvćđi.

II. kafli. Rekstur tónlistarskóla.
7. gr. [Sveitarfélög, sem reka tónlistarskóla, greiđa launakostnađ kennara og skólastjóra.]1)
   1)
L. 87/1989, 67. gr.
8. gr. Tónlistarskólar, sem eigi eru reknir af sveitarfélögum, skulu senda áćtlun um kennslu á nćsta fjárhagsári til viđkomandi sveitarstjórnar eigi síđar en 1. maí ár hvert. Skal jafnframt í greinargerđ skýra fyrirhugađar breytingar á kennslu og kennslumagni. …1)
[Sveitarstjórn skal taka afstöđu til áćtlunar skólans og gera samkomulag viđ skólastjórn um kennslu og starfsmannahald fyrir 1. júlí ár hvert.]1)
   1)
L. 87/1989, 68. gr.
9. gr. Starfsmenn tónlistarskóla, sem eigi eru reknir af sveitarfélögum, en njóta styrks samkvćmt lögum ţessum, skulu njóta launa í samrćmi viđ kjarasamninga sem [launanefnd sveitarfélaga gerir]1) viđ stéttarfélög ţeirra á hverjum tíma, en ţeir teljast starfsmenn viđkomandi skóla nema öđruvísi sé um samiđ. Ţeim er heimil ţátttaka í söfnunarsjóđi lífeyrisréttinda eđa öđrum ţeim lífeyrissjóđi sem viđkomandi starfsmađur á ađgang ađ.
   1)
L. 87/1989, 69. gr.
10. gr. Tónlistarskólar, sem eigi eru reknir af sveitarfélögum, skulu fá greiddan úr sveitarsjóđi launakostnađ kennara og skólastjóra í samrćmi viđ rekstraráćtlun og ţćr breytingar sem verđa á launatöxtum í samrćmi viđ framangreinda kjarasamninga. Greiđsla skal fara fram mánađarlega samkvćmt nánara samkomulagi milli skólastjórnar og sveitarstjórnar. …1)
   1)
L. 87/1989, 70. gr.
11. gr. Tónlistarskólar skulu innheimta skólagjöld. Skólagjöldum er ćtlađ ađ standa undir öđrum kostnađi viđ skólareksturinn en launakostnađi kennara og skólastjóra, ađ svo miklu leyti sem rekstrarkostnađurinn er ekki borinn af styrktarmeđlimum eđa annarri fjáröflun.
[12. gr. Menntamálaráđuneytiđ skal hafa međ höndum faglega umsjón og eftirlit međ tónlistarkennslu. …1)
Verkefni ráđuneytisins eru m.a.: yfirstjórn námsskrár- og námsefnisgerđar, sbr. 3. tölul. 1. gr., samrćming náms, prófa og réttinda er ţau veita, ađstođ varđandi ráđningar kennara, ráđgjöf varđandi gerđ starfs- og fjárhagsáćtlana skóla, upplýsingamiđlun og erlend samskipti.]2)
   1)
L. 83/1997, 116. gr. 2)L. 87/1989, 71. gr.
[13. gr. Ráđuneytiđ skipar fimm manna samstarfsnefnd tónlistarfrćđslunnar til ađ fjalla í heild um starfsemi tónlistarskóla, samstarf skólanna og/eđa rekstrarađila ţeirra svo og samstarf tónlistarskóla viđ grunnskóla og framhaldsskóla.
Í nefndinni eiga sćti einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi ísl. sveitarfélaga, einn fulltrúi tilnefndur af Samtökum tónlistarskólastjóra, einn fulltrúi tilnefndur af Félagi tónlistarskólakennara, [tveir fulltrúar án tilnefningar og er annar ţeirra formađur nefndarinnar].1)]2)
   1)
L. 83/1997, 117. gr. 2)L. 87/1989, 71. gr.
[14. gr. Menntamálaráđuneytiđ setur í reglugerđ1) nánari ákvćđi um framkvćmd laga ţessara, ţar á međal um starfshćtti og verkefni samstarfsnefndar tónlistarfrćđslunnar.]2)
   1)
Rg. 411/1988 (Tónlistarskólinn á Akureyri). 2)L. 87/1989, 71. gr.
[15. gr.]1) Lög ţessi öđlast ţegar gildi. …
   1)
L. 87/1989, 71. gr.