Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um gildistöku alþjóðasamnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa

1949 nr. 41 25. maí

Tóku gildi 26. maí 1949. Breytt með l. 46/1956 (tóku gildi 24. apríl 1956).

1. gr. [Meðan Ísland er aðili að alþjóðasamningnum um loftflutninga, er undirritaður var í Varsjá hinn 12. október 1929, eins og honum hefur verið breytt með viðbótarsamningi gerðum í Haag 28. september 1955, og birtur er sem fylgiskjal með lögum þessum, skulu ákvæði Varsjársamningsins með breytingum í Haag 1955 hafa lagagildi hér á landi.]1)
   1)
L. 46/1956, 1. gr.

Fylgiskjal.
Samningur um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa.1)
   1)Sjá Lagasafn 1995, bls. 1195–1199.