Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2000

2000 nr. 72 20. maí

Tóku gildi 2. júní 2000.
1. gr. Til að standa straum af fjárframlögum vegna alþjónustu árið 2000 skal innheimta jöfnunargjald skv. 15. gr. laga um fjarskipti, nr. 107/1999, af gjaldskyldri veltu ársins. Gjaldið skal nema 0,18% af bókfærðri veltu eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 15. gr. laga um fjarskipti. Heimilt er að ákveða að greitt skuli fyrir fram árið 2000 upp í væntanlega álagningu jöfnunargjalds.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.