Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2003. Útgáfa 129. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum
1978 nr. 44 10. maí
Tóku gildi 6. júní 1978.
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum sem undirritaður var í Bonn 11. október 1977. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
1)Sjá Stjtíð. A 1978, bls. 221–228.
2. gr. Þegar samningurinn hefur verið fullgiltur skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.1)
1)Augl. C 9/1978.
3. gr. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.