Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2003.  Útgáfa 129.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um landflutningasjóð1)

1979 nr. 62 31. maí

   1)Lögin falla úr gildi 1. júní 2004, sbr. 5. gr. l. 23/1996, og ber að ráðstafa öllum eignum landflutningasjóðs fyrir þann tíma.
Tóku gildi 14. júní 1979. Breytt með l. 14/1980 (tóku gildi 21. apríl 1980), l. 54/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 90/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 48/1992 (tóku gildi 10. júní 1992; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.) og l. 23/1996 (tóku gildi 1. júní 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.).

1. gr. [Hlutverk landflutningasjóðs er að stuðla að uppbyggingu og framþróun í vöruflutningum á landi. Í þeim tilgangi skulu veittir styrkir til verkefna sem lúta að fræðslu um flutningastarfsemi, svo sem rekstur flutningafyrirtækja, vörumeðferð, neytendavernd og markaðsmál.]1)
   1)
L. 23/1996, 1. gr.
2. gr. Landflutningasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins og lýtur yfirstjórn samgönguráðherra. [Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn, þar af einn eftir tilnefningu Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda. Formaður sjóðstjórnar skal vera annar þeirra sem skipaður er án tilnefningar.]1)
1)
Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
   1)
L. 23/1996, 2. gr.
3. gr. [Stjórn landflutningasjóðs tekur ákvörðun um hvernig hagað skuli vörslu og umsjón sjóðsins. Endurskoðun ársreikninga landflutningasjóðs annast Ríkisendurskoðun.]1)
   1)
L. 23/1996, 3. gr.
4. gr. [Tekjur landflutningasjóðs eru þessar:
   
1. Framlög úr ríkissjóði, eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.
   
2. Tekjur af starfsemi sjóðsins að frádregnum kostnaði við rekstur hans.
Landflutningasjóði er heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka lán til starfsemi sinnar.]1)
   1)
L. 54/1984, 1. gr.
5. gr. [Rétt til styrkja úr sjóðnum eiga þeir einir sem eru fullgildir félagar í Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda, samtök þeirra eða verkefni á þeirra vegum.]1)
   1)
L. 23/1996, 4. gr.
6. gr. Verði eigendaskipti að eign, sem veðsett er landflutningasjóði, hvort heldur bifreið eða fasteign, er stjórn sjóðsins heimilt að heimta lánið endurgreitt að fullu, enda skal bæði seljanda og kaupanda skylt að tilkynna sjóðnum eigendaskipti þegar í stað.
7. gr.1)
   1)
L. 90/1991, 90. gr.
8. gr.1)
   1)
L. 48/1992, 4. gr.
9. gr. Setja skal með reglugerð nánari ákvæði um starfsemi landflutningasjóðs og framkvæmd laga þessara.