Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2003. Útgáfa 129. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fjarskipti1)
1999 nr. 107 28. desember
1)Féllu úr gildi 25. júlí 2003 skv. l. 81/2003, 76. gr., þó heldur ákvæði 15. gr. gildi til 1. janúar 2004, sbr. 76. gr. s.l.
Tóku gildi 1. janúar 2000. Breytt með l. 29/2001 (tóku gildi 16. maí 2001), l. 72/2001 (tóku gildi 13. júní 2001), l. 145/2001 (tóku gildi 31. des. 2001) og l. 44/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003).
…
15. gr. Jöfnunargjald.
Til að standa straum af greiðslu fjárframlaga samkvæmt þessum kafla skal innheimta jöfnunargjald sem rennur til Póst- og fjarskiptastofnunar.
Skal jöfnunargjaldið lagt á fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja almenn fjarskiptanet og/eða almenna talsímaþjónustu í hlutfalli við bókfærða veltu þessarar starfsemi. Með bókfærðri veltu er átt við rekstrartekjur sem fjarskiptafyrirtæki hefur af umræddri starfsemi hér á landi. Sá þáttur rekstrarleyfishafa hér á landi sem er leyfisbundinn skal vera bókhaldslega aðskilinn frá annarri starfsemi hans.
[Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal nema 0,12% af bókfærðri veltu skv. 2. mgr. Skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir samgönguráðherra. Verði útgjöld meiri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfæra þann mismun á skuldbindingar næsta árs. Verði fjárhæð jöfnunargjalda meiri en nemur útgjöldum á gjaldárinu skal afgangur fluttur til næsta árs.]1)
Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiðanda á því rekstrarári þegar stofn þess myndaðist.
Um álagningu og innheimtu, [þ.m.t. fyrirframgreiðslu],1) jöfnunargjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, eftir því sem við á og skulu innheimtuaðilar standa Póst- og fjarskiptastofnun skil á innheimtum gjöldum mánaðarlega.
Samgönguráðherra setur með reglugerð2) nánari fyrirmæli um fjárframlög og jöfnunargjöld í fjarskiptaþjónustu, þar á meðal um útreikning á kostnaði við að veita fjarskiptaþjónustu, og um útreikning rekstrartaps.
1)L. 145/2001, 1. gr. 2)Rg. 641/2000, sbr. 813/2000.
…