Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2003. Útgáfa 129. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Löggildingarstofu
1996 nr. 155 27. desember
Tóku gildi 30. desember 1996.
1. gr. Löggildingarstofa er ríkisstofnun međ sérstöku reikningshaldi og heyrir hún undir viđskiptaráđherra.
2. gr. Löggildingarstofa hefur međ höndum faggildingu, löggildingu og eftirlit ţví tengt eftir ţví sem nánar er ákveđiđ í lögum.
Löggildingarstofa annast eftirfarandi málaflokka:
1. rafmagnsöryggismál, eins og kveđiđ er á um í lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga;
2. lögmćlifrćđi, hagnýta mćlifrćđi og faggildingu, eins og kveđiđ er á um í lögum um vog, mál og faggildingu, nr. 100/1992;
3. öryggi vöru og opinbera markađsgćslu, eins og kveđiđ er á um í lögum um öryggi vöru og opinbera markađsgćslu, nr. 134/1995;
4. önnur verkefni sem stofnuninni eru falin.
3. gr. Ráđherra skipar ţrjá menn í stjórn Löggildingarstofu til ţriggja ára í senn, ţar af einn formann. Stjórnin hefur umsjón međ rekstri stofnunarinnar og samţykkir starfsáćtlanir hennar, fjárhagsáćtlanir og fjárhagsuppgjör, gerir tillögu til ráđherra um gjaldskrá og sér til ţess ađ starfshćttir séu á hverjum tíma gagnsćir. Ráđherra stađfestir skipulag stofnunarinnar og skiptingu hennar í deildir.
4. gr. Ráđherra skipar forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn. Forstjóri skal hafa lokiđ háskólaprófi á sviđi er tengist starfsemi stofnunarinnar. Forstjóri stýrir faglegu starfi stofnunarinnar, hefur umsjón međ rekstri hennar og rćđur ađra starfsmenn.
5. gr. Ráđherra getur međ reglugerđ sett nánari ákvćđi um framkvćmd laga ţessara. Hin nýja stofnun skal taka til starfa 1. janúar 1997.
6. gr. Lög ţessi öđlast ţegar gildi. …
Ákvćđi til bráđabirgđa. …