Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2003. Útgáfa 129. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heimild fyrir dómsmálaráðherra til þess að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður
1945 nr. 23 30. janúar
Tóku gildi 12. febrúar 1945.
1. gr. Dómsmálaráðherra er heimilt að veita hestamannafélögum leyfi til þess að reka veðmálastarfsemi við kappreiðar og sjómannadagsráðum leyfi til þess að reka veðmálastarfsemi við kappróður með skilyrðum, er ákveðin verði í reglugerð.
Áskilja skal í reglugerðinni, að 10% af hagnaði hestamannafélaganna af starfsemi þessari skuli varið til reiðvega og 75% af hagnaði, er verður af kappróðri sjómannadagsráðanna, er fari fram á sjómannadaginn, renni í sjóminjasafn.