Lagasafn. Uppfært til 1. júlí 2003. Útgáfa 128b. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála]1)
1987 nr. 31 27. mars
1)L. 73/2002, 8. gr.
Tóku gildi 1. júlí 1987. Breytt með l. 94/1992 (tóku gildi 3. des. 1992), l. 148/1994 (tóku gildi 1. jan. 1995), l. 144/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.), l. 140/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997), l. 130/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998 nema 12. gr. sem tók gildi 30. des. 1997), l. 56/1998 (tóku gildi 1. júní 1998), l. 73/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 17. maí 2002) og l. 73/2002 (tóku gildi 4. nóv. 2002, sbr. l. 111/2002).
I. kafli. Flugmálaáætlun.
1. gr. [Flugmálaáætlun1) skal gerð samkvæmt lögum um samgönguáætlun. Með flugmálaáætlun samkvæmt lögum þessum er átt við flugmálaáætlunarkafla samgönguáætlunar, sbr. lög um samgönguáætlun.
Í flugmálaáætlun skal gerð grein fyrir allri fjáröflun til flugmála og útgjöld sundurliðuð eftir helstu rekstrar- og framkvæmdaflokkum. Sé fé veitt á annan hátt til framkvæmda í flugmálum skal farið með það innan flugmálaáætlunar.]2)
1)Augl. A 105/2002 (um flugmálaáætlun árið 2002). 2)L. 73/2002, 3. gr.
2. gr. Í flugmálaáætlun skulu taldir allir flugvellir, nýbyggingar flugvalla og búnaður fyrir flugleiðsögu og flugumferðarstjórn á gildistíma áætlunarinnar. Enn fremur áætlaður kostnaður við viðhald flugvalla og annar kostnaður flugmálastjórnar á sama tímabili.
…1)
1)L. 73/2002, 4. gr.
3. gr. [Verkefnum skal skipað í flokka samkvæmt nánari skilgreiningu í samgönguáætlun.]1)
1)L. 73/2002, 5. gr.
4. gr. …1)
1)L. 73/2002, 6. gr.
II. kafli. [Fjáröflun til flugmála.]1)
1)L. 73/2002, 7. gr.
[5. gr.]1) Greiða skal sérstakt gjald, flugvallagjald, vegna hvers manns sem ferðast með loftfari frá Íslandi til annarra landa.
Undanþegin gjaldskyldu eru börn innan tveggja ára aldurs, skráðar áhafnir loftfara, þeir sem viðkomu hafa á Íslandi samkvæmt farseðli milli annarra Evrópulanda og Norður-Ameríku og þeir sem ferðast með loftförum varnarliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[6. gr.]1) Flugvallagjald skal vera 750,00 kr. fyrir hvern farþega sem ferðast frá Íslandi til annarra landa. Fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára skal greiða hálft gjald en fyrir yngri farþega skal ekkert gjald greiða. Um ferðir til Færeyja og Grænlands gilda ákvæði 9. gr.
Flugvallagjalds skv. 1. mgr. skal getið í verði farseðils.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[7. gr.]1) Flugfélög, sem annast flutning farþega innanlands eða til Færeyja og Grænlands, skulu greiða gjald er nemi 100,00 kr. á hvern farþega er ferðast á þeim leiðum og eldri eru en tólf ára. Fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára skal greiða hálft gjald. Fyrir farþega yngri en tveggja ára skal ekkert gjald greiða. Einungis skal greitt eitt gjald þó að millilent sé milli brottfararstaðar og ákvörðunarstaðar vegna flugáætlunar enda vari viðdvöl ekki lengur en sex klukkustundir.
Flugvallagjalds skv. 1. mgr. skal getið í verði farseðils.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[8. gr.]1) Eigandi loftfars og sá er ábyrgð ber á rekstri þess ber ábyrgð á greiðslu flugvallagjalds.
Fyrir brottför loftfars frá Íslandi skal afhenda fulltrúa flugmálastjórnar á flugstöð skrá yfir farþega með því, áhöfn þess og hverjir séu gjaldfrjálsir skv. 2. mgr. 7. gr. eða greiða skuli hálft gjald skv. 8. gr. Skrá þessi skal undirrituð af flugstjóra eða umboðsmanni flugfélags á flugvelli.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[9. gr.]1) Flugvallagjald vegna farþega, er ferðast með loftförum sem skráð eru erlendis og allra loftfara sem ekki er flogið á áætlunarleiðum, skal greiða fulltrúa flugmálastjórnar fyrir brottför loftfars um leið og afhent er skrá skv. 2. mgr. 10. gr.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[10. gr.]1) Flugvallagjald vegna farþega sem ferðast í áætlunarflugi á viðurkenndum áætlunarleiðum, svo og gjald skv. 9. gr., skal greiða til flugmálastjórnar eigi síðar en 15. dag næsta almanaksmánaðar eftir brottför.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[11. gr.]1) Sé flugvallagjaldi ekki skilað á réttum gjalddaga skal sá sem gjaldinu ber að skila greiða af því viðurlög er nemi 1% fyrir hverja byrjaða viku frá gjalddaga. Nú er skrifstofa flugmálastjórnar lokuð 15. dag mánaðar og telst þá gjalddagi vera næsti dagur þar á eftir sem skrifstofan er opin til almennrar afgreiðslu.
Flugvallagjaldi fylgir lögtaksréttur.
Heimilt er innheimtumanni að láta lögreglu stöðva atvinnurekstur þess er eigi gerir skil á réttum gjalddaga þar til skil eru gerð, m.a. með því að setja skrifstofur, starfsstofur og flutningstæki hans undir innsigli.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[12. gr.]1) [Tekjum af flugvallagjaldi skal varið til framkvæmda í flugmálum og rekstrar flugvalla samkvæmt flugmálaáætlun.]2) [Þó er heimilt að verja hluta þeirra til greiðslu stofnkostnaðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir því sem ákveðið er í fjárlögum.]3)
1)L. 56/1998, 1. gr. 2)L. 144/1995, 52. gr. 3)L. 130/1997, 15. gr.
[13. gr.]1) [Flugvallagjöld skv. 6. og 7. gr. skulu vera grunntaxtar.]2) Ráðherra er heimilt að hækka gjöld þessi, allt að þeirri hækkun sem kann að verða á vísitölu byggingarkostnaðar, sbr. lög nr. 18 23. mars 1983.3) Grunntaxtar gjaldanna eru miðaðir við vísitölu í janúar 1986, þ.e. 250 stig.
1)L. 56/1998, 1. gr. 2)L. 56/1998, 2. gr. 3)Nú l. 42/1987.
[14. gr.]1) Til greiðslu kostnaðar samkvæmt flugmálaáætlun skal auk þeirra tekna sem aflað verður samkvæmt ákvæðum laga þessara veita sérstakt framlag á fjárlögum.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
1)L. 56/1998, 1. gr.
[15. gr.]1) Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1987. …
1)L. 56/1998, 1. gr.
Ákvæði til bráðabirgða. …