Lagasafn.  Uppfært til 1. júlí 2003.  Útgáfa 128b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti

1993 nr. 80 18. maí

Tóku gildi 1. júlí 1993, að undanskilinni 9. gr. sem tók gildi 1. janúar 1994. Breytt með l. 84/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999), l. 38/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 17/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003) og l. 42/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003).


I. kafli. Gildissvið o.fl.
1. gr. [Lög þessi gilda um starfsemi einstaklinga og lögaðila sem heimild hafa til að veita almenningi þjónustu hér á landi eða erlendis …1) og fellur undir einn eða fleiri eftirtalinna liða:
   
1. Móttöku innlána og annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi.
   
2. Útlánastarfsemi, m.a.:
   
a. neytendalán,
   
b. veðlán,
   
c. kröfukaup og kaup skuldaskjala og
   
d. viðskiptalán.
   
3. Eignarleigu.
   
4. Greiðslumiðlun.
   
5. Útgáfu og umsýslu greiðslukorta, svo og annarra greiðslumiðla.
   
6. Að veita ábyrgðir eða veðtryggingar vegna lántöku.
   
7. Viðskipti fyrir eigin reikning eða fyrir viðskiptavini með:
   
a. [peningamarkaðsskjöl]1) (ávísanir, víxla, önnur sambærileg greiðsluskjöl o.s.frv.),
   
b. erlendan gjaldeyri,
   
c. [framtíðarsamninga og valréttarsamninga],1)
   
d. gengisbundin bréf og vaxtabréf,
   
e. verðbréf og
   
[f. fasteignir].1)
   
8. Þátttöku í útboðum verðbréfa og þjónustuviðskipti tengd slíkum útboðum.
   
9. Móttöku fjármuna í tengslum við uppbyggingu höfuðstóls í fyrirtækjum eða í tengslum við kaup, yfirtöku eða samruna atvinnufyrirtækja.
   
10. Peningamiðlun, þar með taldar skiptistöðvar (bureaux de change).
   
11. [Geymslu, umsjón, ráðgjöf og ávöxtun fjármálagerninga, þar með talinna rafbréfa.]1)
   
12. Leigu á geymsluhólfum.
   
13. [Verðbréfaviðskipti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.]1)
   
14. Líftryggingarstarfsemi, svo og starfsemi lífeyrissjóða.
   
15. [Fasteignasölu.
   
16. Skipamiðlun.
   
17. Viðskipti með eðalmálma og eðalsteina þegar einstök viðskipti nema hærri fjárhæð en tilgreind er í 2. mgr. 3. gr. og ef um lægri fjárhæð er að ræða ef viðskiptin fara fram í fleiri aðgerðum sem tengjast hver annarri.
   
18. Viðskipti með listaverk þegar einstök viðskipti nema hærri fjárhæð en tilgreind er í 2. mgr. 3. gr. og ef um lægri fjárhæð er að ræða ef viðskiptin fara fram í fleiri aðgerðum sem tengjast hver annarri.]1)
Ákvæði laganna taka einnig til þeirra sem hlotið hafa starfsleyfi á grundvelli laga nr. 6/1926, um happdrætti (lotterí) og hlutaveltur (tombólur), eða til reksturs fjársafnana og happdrætta á grundvelli sérlaga þegar greiddir eru út vinningar.]2)
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að ákvæði [7., 8. og 9. gr.]2) laganna gildi einnig um aðra aðila sem hafa með höndum starfsemi sem líklegt er að notuð verði til að þvætta peninga.
   1)
L. 42/2003, 1. gr. 2)L. 38/1999, 1. gr.
2. gr. [Með peningaþvætti er í lögum þessum átt við þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum, svo sem auðgunarbroti eða [meiri háttar]1) skatta- eða fíkniefnabroti, tollalögum, lögum um ávana- og fíkniefni, áfengislögum og lyfjalögum. [Einnig er átt við þegar einstaklingur eða lögaðili tekur að sér að geyma, dylja eða flytja slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.]1)
[Með ávinningi er átt við hvers kyns hagnað og eignir hverju nafni sem nefnast, þar með talin skjöl sem ætlað er að tryggja rétthafa aðgang að eignum eða öðrum réttindum sem meta má til fjár.]1)
Skylt er þeim sem falla undir ákvæði þessara laga að veita alla nauðsynlega aðstoð til að ákvæðum laganna verði framfylgt.]2)
   1)
L. 42/2003, 2. gr. 2)L. 38/1999, 2. gr.

II. kafli. [Hlutverk einstaklinga og lögaðila.]1)
   1)L. 38/1999, 11. gr.
3. gr. [Við upphaf viðskipta, einkum við opnun reiknings og eignavörslu, skal einstaklingur eða lögaðili sem nefndur er í 1. gr. krefjast þess af viðskiptamanni að hann sanni á sér deili með framvísun persónuskilríkja um nafn, lögheimili og kennitölu samkvæmt vottorði útgefnu af Hagstofu Íslands [eða ríkisskattstjóra].1) Sama gildir um prókúruhafa eftir því sem við getur átt.]2)
Einnig skal krefjast þess að viðskiptamaður, sem ekki er í [föstum viðskiptum]2) skv. 1. mgr., framvísi persónuskilríkjum þegar hann á í viðskiptum [með hærri fjárhæð en sem nemur 15.000 evrum miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni].2) [Ef um er að ræða starfsemi sem hlotið hefur starfsleyfi, sbr. 2. mgr. 1. gr., skulu þó framangreind fjárhæðarmörk vera 1.000 evrur miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.]3) Ef fjárhæðin er ekki þekkt á þeim tíma er viðskiptin eiga sér stað eða viðskiptin fara fram í einni eða fleiri aðgerðum sem virðast tengjast hver annarri skal krefjast framvísunar persónuskilríkja um leið og vitneskja fæst um fjárhæðina og ljóst er að hún er hærri en að framan greinir.
Ef grunur leikur á að rekja megi uppruna eignar til brots [sem lýst er í 2. gr.]2) skal krefjast þess af viðskiptamanni að hann framvísi persónuskilríkjum þótt um sé að ræða viðskipti með lægri fjárhæð en skv. 2. mgr.
[Við upphaf viðskipta með fjarsölu, stofnun samninga með notkun fjarskiptaaðferða eða á annan sambærilegan hátt ber að afla viðbótargagna um viðskiptamann ef nauðsyn krefur svo og að krefjast þess að fyrsta greiðsla skuli gerð í nafni viðskiptamanns og af reikningi sem hann hefur stofnað í starfandi lána- eða fjármálastofnun. Í reglum sem einstaklingum og lögaðilum er skylt að setja um innra eftirlit fyrir starfsemina, sbr. 10. gr., skal þegar það á við kveða nánar á um viðskipti með notkun fjarskiptaaðferða og varðveislu gagna um slík viðskipti.]3)
   1)
L. 17/2003, 12. gr. 2)L. 38/1999, 3. gr. 3)L. 42/2003, 3. gr.
4. gr. Þegar viðskiptaaðili er [lána- eða fjármálastofnun sem hlotið hefur starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu til að veita þjónustu, sbr. 1.–12. og 14. tölul. 1. mgr. 1. gr.]1) þarf ekki að krefjast persónuskilríkja skv. 3. gr. Það sama gildir þegar staðfest er að greiðsla fyrir viðskiptin verði færð til skuldar á viðskiptareikningi í nafni viðskiptaaðila í sambærilegri stofnun sem starfar innan Evrópska efnahagssvæðisins nema grunur leiki á að viðskiptin tengist broti [sem lýst er í 2. gr.]1)
   1)
L. 38/1999, 4. gr.
5. gr. Hafi [einstaklingur eða starfsmaður lögaðila sem nefndur er í 1. gr.]1) vitneskju eða ástæðu til að ætla að tiltekin viðskipti fari fram í þágu þriðja manns skal viðskiptamaður krafinn upplýsinga um hver sá þriðji maður er.
   1)
L. 38/1999, 5. gr.
6. gr. [Einstaklingur og lögaðilar sem nefndir eru í 1. gr. skulu]1) varðveita ljósrit af persónuskilríkjum þeim sem krafist er skv. 3. gr. eða fullnægjandi upplýsingar úr þeim í a.m.k. fimm ár frá því að viðskiptum …1) lýkur.
   1)
L. 38/1999, 6. gr.
7. gr. [Einstaklingum og lögaðilum sem nefndir eru í 1. gr. ber skylda til þess að]1) láta athuga gaumgæfilega öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til brots [sem lýst er í 2. gr.]1) og tilkynna [ríkislögreglustjóra]1) um viðskipti þar sem slík tengsl eru talin vera fyrir hendi. Samkvæmt beiðni …1) lögreglu, sem rannsakar peningaþvættismál, skal láta í té allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru taldar vegna [tilkynningarinnar].1)
Forðast skal viðskipti þegar fyrir hendi er vitneskja eða grunur um að rekja megi þau til brots [sem lýst er í 2. gr. og tilkynna um það til ríkislögreglustjóra, sbr. 8. gr. Í tilkynningu skal taka fram innan hvaða frests einstaklingum og lögaðilum sem nefndir eru í 1. gr. er skylt að framkvæma viðskiptin.]1) Ef ekki er unnt að koma í veg fyrir viðskiptin eða stöðvun þeirra gæti hindrað lögsókn á hendur þeim sem hafa hagnað af viðskiptunum skal [ríkislögreglustjóra]1) tilkynnt um viðskiptin um leið og þau hafa farið fram.
   1)
L. 38/1999, 7. gr.
[8. gr. Ríkislögreglustjóra ber að staðfesta skriflega móttöku tilkynningar skv. 7. gr. Ríkislögreglustjóra er heimilt ef brýn nauðsyn krefur að óska eftir því að viðskipti sem tilkynnt hefur verið um skv. 7. gr. verði ekki framkvæmd fyrr en að loknum þeim fresti sem tilgreindur er í tilkynningunni. Ríkislögreglustjóri skal tafarlaust gera viðvart sé ekki talin þörf á hindrun viðskipta.
Einstaklingar og lögaðilar sem nefndir eru í 1. gr., svo og starfsmenn þeirra, bera ábyrgð á því að ákvæðum laga þessara og reglugerðar, og reglum settum samkvæmt þeim, sé framfylgt. Þeim er skylt að tilnefna einstakling sem sérstakan ábyrgðarmann sem að jafnaði annast tilkynningar í samræmi við ákvæði 7. gr. og sjá til þess að mótaðar séu samræmdar starfsaðferðir er stuðli að framkvæmd laganna. Ríkislögreglustjóra skal tilkynnt um tilnefningu ábyrgðarmanns.]1)
[Ríkislögreglustjóra ber að veita einstaklingum og lögaðilum aðgang að almennum upplýsingum um peningaþvætti og hvernig unnt sé að greina viðskipti sem falla undir ákvæði þessara laga.]2)
   1)
L. 38/1999, 8. gr. 2)L. 42/2003, 4. gr.
[9. gr. Einstaklingar, stjórnendur, starfsmenn og aðrir sem vinna í þágu lögaðila sem lög þessi taka til eru skyldir til að sjá til þess að viðskiptamaður eða annar utanaðkomandi aðili fái ekki vitneskju um að ríkislögreglustjóra hafi verið sendar upplýsingar skv. 7. gr. eða að rannsókn sé hafin vegna gruns um brot sem lýst er í 2. gr.]1)
   1)
L. 38/1999, 9. gr.
[10. gr.]1) [Einstaklingum og lögaðilum sem nefndir eru í 1. gr. ber skylda til þess að]2) hafa innra eftirlit sem miðar að því að hindra að [starfsemi þeirra]2) sé notuð til viðskipta sem tengjast afbrotum. Í þeim tilgangi [skulu þeir]2) m.a. sjá til þess að starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun.
[Einstaklingum og lögaðilum sem nefndir eru í 1. gr. ber skylda til þess að gera skriflegar skýrslur um allar grunsamlegar og óvenjulegar færslur sem verða við framkvæmd viðskipta í starfsemi þeirra. Um varðveislu slíkra gagna fer samkvæmt ákvæðum 6. gr.
Lögaðilum sem nefndir eru í 1. mgr. 1. gr. ber við ráðningu starfsfólks að setja sérstakar reglur um hvaða athuganir skuli gerðar á ferli umsækjenda um stöður hjá fyrirtækjunum og í hvaða tilvikum skuli krafist sakavottorðs eða annarra sambærilegra skilríkja um feril og fyrri störf.]3)
   1)
L. 38/1999, 8. gr. 2)L. 38/1999, 10. gr. 3)L. 42/2003, 5. gr.

III. kafli. Ýmis ákvæði.
[11. gr. [Fái Fjármálaeftirlitið, önnur stjórnvöld, fagaðilar og aðrir þeir sem hafa eftirlit með starfsemi sem talin er upp í 1. gr. í störfum sínum vitneskju um viðskipti sem tengjast broti sem lýst er í 2. gr. eða upplýsingar um viðskipti sem grunur leikur á að tengist broti sem lýst er í 2. gr. skal það tilkynnt til ríkislögreglustjóra.
Lögaðilum sem nefndir eru 1. mgr. 1. gr. ber að gefa sérstakan gaum að þeim ríkjum eða ríkjasvæðum sem ekki fylgja alþjóðlegum tilmælum og reglum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Fjármálaeftirlitið skal gefa út tilkynningar og leiðbeiningar ef þörf er á sérstakri varúð í viðskiptum við ríki eða ríkjasvæði samkvæmt þessari grein.]1)]2)
   1)
L. 42/2003, 6. gr. 2)L. 38/1999, 12. gr.
[12. gr.]1) [Þegar einstaklingur eða lögaðili sem lög þessi taka til, sbr. 1. gr., veitir lögreglu]2) upplýsingar í góðri trú samkvæmt lögum þessum telst það ekki brot á þagnarskyldu sem hann er bundinn samkvæmt lögum eða með öðrum hætti. Slík upplýsingagjöf leggur hvorki refsi- né skaðabótaábyrgð á herðar hlutaðeigandi [einstaklingum, lögaðilum eða starfsmönnum].2)
   1)
L. 38/1999, 8. gr. 2)L. 38/1999, 13. gr.
13. gr. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð1) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
   1)
Rg. 272/1994.
14. gr. Brot á ákvæðum 3., 5., 6., 7., [8., 9. og 10. gr.]1) varða sektum. Vanræksla á að láta …1) lögreglu í té upplýsingar skv. 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. varðar einnig sektum.
Þegar brot er framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má einnig gera lögaðilanum sekt.
   1)
L. 38/1999, 15. gr.
15. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993. Ákvæði 9. gr. öðlast gildi sex mánuðum síðar.