Lagasafn.  Uppfært til 1. júlí 2003.  Útgáfa 128b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um norrænan tækni- og iðnþróunarsjóð

1973 nr. 54 25. apríl

Tóku gildi 24. maí 1973.
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samning ríkisstjórna Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns tækni- og iðnþróunarsjóðs, sem gerður var í Osló 20. febrúar 1973. Texti samningsins fylgir lögum þessum og telst hluti af þeim,1) og skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.
   1)Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögunum í Lagasafni 1995, bls. 840–841.
2. gr. Sjóðurinn er undanþeginn opinberum gjöldum og sköttum hér á landi.
Sjóðurinn er undanþeginn stimpilgjöldum af lánum og öðrum fjárskuldbindingum, er hann kann að taka á sig hér á landi.