Lagasafn.  Uppfært til 1. júlí 2003.  Útgáfa 128b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um skattfrelsi norrænna verðlauna

1999 nr. 126 31. desember

Tóku gildi 11. janúar 2000, sjá þó 2. gr.
1. gr. Eftirtalin norræn verðlaun skulu undanþegin tekjuskatti og útsvari:
   
1. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
   
2. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
   
3. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
   
4. Norrænu leikskáldaverðlaunin.
   
5. Nóbelsverðlaunin.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999. …