Lagasafn.  Uppfært til 1. júlí 2003.  Útgáfa 128b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um viðauka við lög nr. 80 15. ágúst 1966, um kísilgúrverksmiðju við Mývatn

1969 nr. 48 17. maí

Tóku gildi 10. júní 1969.
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að leggja fram allt að 150 milljónir króna af fé ríkissjóðs sem hlutafé í Kísiliðjunni hf. við Mývatn til viðbótar því framlagi, sem heimilað var með ákvæðum 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 80 15. ágúst 1966, um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Er ríkisstjórninni jafnframt heimilt að taka lán í þessu skyni.
Ákvæði 5. mgr. 4. gr. nefndra laga gilda ekki um þau hlutabréf í Kísiliðjunni hf., sem ríkissjóður kann að verða skráður fyrir við aukningu hlutafjár umfram upphaflegt stofnfé félagsins.