Lagasafn. Uppfćrt til 1. júlí 2003. Útgáfa 128b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um skráđ trúfélög
1999 nr. 108 28. desember
Tóku gildi 1. janúar 2000.
I. kafli. Almenn ákvćđi um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á ađ stofna trúfélög og iđka trú sína í samrćmi viđ sannfćringu hvers og eins. Eigi má ţó fremja neitt sem er gagnstćtt góđu siđferđi og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á ađ stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskođanir, ţ.m.t. um trúleysi.
Eigi er skylt ađ tilkynna stjórnvöldum um stofnun eđa starfsemi trúfélaga eđa annarra félaga um lífsskođanir.
Óheimilt er ađ taka upp nafn á trúfélag sem er svo líkt nafni annars trúfélags ađ misskilningi geti valdiđ.
II. kafli. Skráđ trúfélög.
2. gr. Skráning trúfélags.
Heimilt er ađ skrá trúfélög utan ţjóđkirkjunnar. Međ skráningunni fćr trúfélag réttindi og skyldur sem lög ákveđa. Dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ annast skráningu trúfélaga. Ţegar trúfélag hefur veriđ skráđ skal ráđuneytiđ láta ţví í té vottorđ um skráninguna og auglýsa hana í Lögbirtingablađi. Réttaráhrif skráningar teljast frá birtingu tilkynningar í Lögbirtingablađi.
3. gr. Almennt skilyrđi skráningar.
Skilyrđi fyrir skráningu trúfélags er ađ um sé ađ rćđa félag sem leggur stund á átrúnađ eđa trú sem tengja má viđ ţau trúarbrögđ mannkyns sem eiga sér sögulegar eđa menningarlegar rćtur.
Enn fremur er ţađ skilyrđi skráningar ađ félag hafi náđ fótfestu, starfsemi ţess sé virk og stöđug og ađ í félaginu sé kjarni félagsmanna sem reglulega iđka trú sína í samrćmi viđ kenningar ţćr sem félagiđ er stofnađ um og eiga til sóknar ađ gjalda hér á landi samkvćmt lögum um sóknargjöld.
4. gr. Umsókn um skráningu.
Trúfélag sem óskar skráningar skal senda dóms- og kirkjumálaráđuneytinu umsókn um skráningu. Međ umsókn skulu fylgja upplýsingar um:
1. nafn trúfélags og heimilisfang,
2. nákvćmt félagatal, ţar sem fram koma nöfn, kennitölur og heimili félagsmanna,
3. trúarkenningar ţess og tengsl ţeirra viđ önnur trúarbrögđ eđa trúarhreyfingar,
4. lög félagsins og allar ađrar reglur sem kunna ađ gilda um ráđstöfun fjármuna félagsins,
5. nöfn stjórnarmanna og forstöđumanns,
6. starfsemi félagsins, svo sem reglulegt samkomuhald eđa annađ sem gefur til kynna ađ starfsemi ţess sé stöđug og virk.
Ráđuneytiđ getur enn fremur, ef tilefni er til, óskađ nánari upplýsinga um skipulag trúfélags, starfshćtti, félagssvćđi, skiptingu í söfnuđi eđa deildir ef ţví er ađ skipta.
Áđur en trúfélag er skráđ skal félagiđ tilnefna forstöđumann sem er ábyrgur gagnvart dóms- og kirkjumálaráđuneytinu fyrir ţví ađ fariđ sé ađ ákvćđum laga ţessara. Um hćfi forstöđumanns gilda ákvćđi 7. gr.
Áđur en leyfi er veitt til skráningar trúfélags skal leita álits nefndar sem dóms- og kirkjumálaráđherra skipar á eftirfarandi hátt: Einn nefndarmađur er skipađur samkvćmt tilnefningu lagadeildar Háskóla Íslands, og skal hann vera formađur nefndarinnar, annar tilnefndur af félagsvísindadeild Háskóla Íslands og sá ţriđji tilnefndur af guđfrćđideild Háskóla Íslands.
5. gr. Eftirlit međ skráđu trúfélagi.
Skráđ trúfélag skal árlega fyrir lok marsmánađar senda dóms- og kirkjumálaráđuneytinu skýrslu um starfsemi sína á nćstliđnu ári og jafnframt gera grein fyrir breytingum sem orđiđ hafa á ţeim atriđum sem upplýsingar ber ađ veita um í umsókn um skráningu. Sérstaklega skal gera grein fyrir breytingum á félagatali og ráđstöfun fjármuna félagsins.
Tilkynna skal ráđuneytinu ţegar í stađ um skipun, flutning og starfslok forstöđumanns og um tilnefningu nýs forstöđumanns.
6. gr. Skráning felld úr gildi.
Ef skilyrđi skráningar eru ekki lengur fyrir hendi eđa trúfélag vanrćkir skyldur sínar samkvćmt lögum skal dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ veita félaginu skriflega viđvörun og setja ţví frest til ađ bćta úr ţví sem áfátt er. Skal fresturinn ekki vera skemmri en einn mánuđur. Ef ekki er bćtt úr ţví innan frestsins getur ráđherra ákveđiđ ađ fella skráningu trúfélags úr gildi. Áđur en skráning er felld úr gildi skal gefa stjórn félags kost á ađ tjá sig um máliđ.
Ţegar skráđ trúfélag er lagt niđur eđa starfar af öđrum ástćđum ekki lengur sem skráđ trúfélag er ţeim sem annast vörslu embćttisbóka, sem ţví er faliđ ađ fćra, skylt ađ afhenda ţćr dóms- og kirkjumálaráđuneytinu. Embćttisbćkurnar skulu afhentar Ţjóđskjalasafni til varđveislu eftir sömu reglum og gilda um önnur opinber gögn.
Ráđuneytiđ skal auglýsa niđurfellingu skráningar í Lögbirtingablađi og miđast réttaráhrif hennar viđ ţađ.
7. gr. Forstöđumenn skráđra trúfélaga.
Forstöđumađur skráđs trúfélags skal ekki vera yngri en 25 ára. Hann skal ađ öđru leyti fullnćgja almennum hćfisskilyrđum til ađ gegna störfum á vegum hins opinbera, öđrum en ţeim sem varđa ríkisfang. Enn fremur er skilyrđi ađ forstöđumađur eigi til sóknar ađ gjalda hér á landi samkvćmt lögum um sóknargjöld.
Áđur en forstöđumađur trúfélags tekur til starfa skal hann senda dóms- og kirkjumálaráđuneytinu skriflega yfirlýsingu um ađ hann muni vinna af samviskusemi ţau störf sem honum eru í ţví starfi falin samkvćmt lögum.
Forstöđumađur skal fćra ţćr embćttisbćkur sem ráđuneytiđ fyrirskipar. Hann gefur jafnframt út fullgild embćttisvottorđ um ţađ efni sem í embćttisbćkurnar er skráđ og um ţau embćttisverk sem hann hefur unniđ.
Forstöđumađur skráđs trúfélags er háđur ábyrgđ opinbers starfsmanns í framkvćmd ţeirra starfa sem honum eru falin samkvćmt ákvćđum laga. Vanrćki hann skyldur sínar samkvćmt ákvćđum laga eđa reglugerđa settra samkvćmt ţeim skal dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ veita honum skriflega viđvörun og tilkynna ţađ stjórn trúfélagsins. Ef ekki er bćtt úr eđa ef um mjög alvarlegt brot er ađ rćđa getur ráđuneytiđ svipt hann rétti til ađ framkvćma ţau störf sem honum eru falin samkvćmt ákvćđum laga. Sama á viđ ef hann á annan hátt missir skilyrđi til ađ gegna starfi forstöđumanns.
8. gr. Ađild ađ skráđu trúfélagi.
Ţeir sem eru orđnir 16 ára ađ aldri geta tekiđ ákvörđun um inngöngu í skráđ trúfélag eđa úrsögn úr trúfélagi.
Barn skal frá fćđingu taliđ heyra til sama skráđa trúfélagi og móđir ţess.
Ţađ foreldri sem fer međ forsjá barns tekur ákvörđun um inngöngu ţess í eđa úrsögn úr skráđu trúfélagi. Ef foreldrar fara saman međ forsjá barns taka ţeir ákvörđun sameiginlega. Hafi barn náđ 12 ára aldri skal leita álits ţess um slíka ákvörđun.
Hafi forsjá barns veriđ falin öđrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjárađili ákvörđun um inngöngu ţess í eđa úrsögn úr skráđu trúfélagi.
Enginn má samtímis heyra til ţjóđkirkjunni og skráđu trúfélagi utan ţjóđkirkjunnar eđa fleiri en einu skráđu trúfélagi utan ţjóđkirkjunnar.
9. gr. Innganga og úrsögn úr skráđu trúfélagi og úrsögn úr ţjóđkirkjunni.
Um inngöngu í og ađild ađ trúfélagi gilda ţau ákvćđi sem lög og samţykktir ţeirra mćla fyrir um. Forstöđumađur sem í hlut á skal gćta ţess ađ skilyrđum laga sé fullnćgt og ađ sá sem leitar inngöngu heyri ekki samtímis til öđru skráđu trúfélagi eđa ţjóđkirkjunni.
Úrsögn úr skráđu trúfélagi eđa ţjóđkirkjunni skal beint skriflega eđa međ persónulegri tilkynningu til forstöđumanns sem í hlut á en hann skal gćta ţess ađ skilyrđum laganna sé fullnćgt.
Forstöđumađur skal skrá inngöngu í eđa úrsögn úr trúfélagi og láta í té vottorđ ţví til stađfestu.
Ađ ţví leyti sem tilkynning til ţjóđskrár um inngöngu í og úrsögn úr trúfélagi rćđur skráningu vegna sérstakra atriđa í sambandi viđ ađild ađ félagi, svo sem álagningar opinberra gjalda, rćđst gildistími í ţeim atriđum af lögmćtri tilkynningu til ţjóđskrár. Geta ţeir sem hlut eiga ađ máli annast slíka tilkynningu međ framvísun vottorđs skv. 3. mgr.
III. kafli. Ýmis ákvćđi.
10. gr. Ráđherra er heimilt ađ setja í reglugerđ nánari reglur um framkvćmd laga ţessara.
11. gr. Ákvćđi laga ţessara gilda um starfsemi skráđra trúfélaga sem fengiđ hafa skráningu fyrir gildistöku ţeirra.
12. gr. Lög ţessi öđlast gildi 1. janúar 2000. …