Lagasafn.  Uppfćrt til 1. júlí 2003.  Útgáfa 128b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um íslenskan ríkisborgararétt

1952 nr. 100 23. desember

Tóku gildi 1. janúar 1953. Breytt međ l. 49/1982 (tóku gildi 1. júlí 1982), l. 62/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998 nema ákvćđi til bráđabirgđa sem tók gildi 18. júní 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 96/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003) og l. 9/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003).

1. gr. [Barn öđlast íslenskt ríkisfang viđ fćđingu:
   
1. ef móđir ţess er íslenskur ríkisborgari,
   
2. ef fađir ţess er íslenskur ríkisborgari og kvćntur móđurinni. Ţetta gildir ţó ekki ef hjónin voru skilin ađ borđi og sćng á getnađartíma barnsins.
Barn, sem fundist hefur hér á landi, telst, ţar til annađ reynist sannara, vera íslenskur ríkisborgari.]1)
   1)
L. 62/1998, 1. gr.
2. gr. [Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn hér á landi öđlast ţađ íslenskan ríkisborgararétt ef karlmađur, sem er íslenskur ríkisborgari, er fađir ţess samkvćmt barnalögum.
Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn erlendis međ karlmanni sem er íslenskur ríkisborgari getur fađirinn, áđur en barniđ nćr 18 ára aldri, óskađ ţess viđ dómsmálaráđuneytiđ ađ ţađ öđlist íslenskan ríkisborgararétt, og skal hann hafa samráđ viđ barniđ hafi ţađ náđ 12 ára aldri. Leggi hann fram fullnćgjandi gögn, ađ mati ráđuneytisins, um barniđ og fađerni ţess öđlast barniđ íslenskan ríkisborgararétt viđ stađfestingu ráđuneytisins.]1)
   1)
L. 62/1998, 2. gr.
[2. gr. a. [Erlent barn, sem ćttleitt er af íslenskum ríkisborgara, međ leyfi íslenskra stjórnvalda, öđlast íslenskt ríkisfang viđ ćttleiđinguna ef ţađ er yngra en 12 ára.
Erlent barn, yngra en 12 ára, sem ćttleitt er af íslenskum ríkisborgara međ erlendri ákvörđun, sem íslensk stjórnvöld viđurkenna, öđlast íslenskt ríkisfang viđ stađfestingu dómsmálaráđuneytisins ađ ósk ćttleiđanda.]1)]2)
   1)
L. 62/1998, 3. gr. 2)L. 49/1982, 2. gr.
3. gr. [Útlendingur sem hefur átt hér lögheimili og haft hér samfellda dvöl frá ţví ađ hann náđi 11 ára aldri, eđa frá 13 ára aldri sé hann ríkisfangslaus, öđlast íslenskan ríkisborgararétt međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđuneytinu skriflega ţá ósk sína eftir ađ hann hefur náđ 18 ára aldri en áđur en hann hefur náđ 20 ára aldri.]1)
   1)
L. 9/2003, 1. gr.
4. gr. Nú hefur einhver, sem öđlast hefur íslenskt ríkisfang viđ fćđingu og átt hefur hér lögheimili til fullnađs 18 ára aldurs, misst íslensks ríkisfangs síns, og fćr hann ţá ríkisfangiđ ađ nýju, hafi hann átt hér lögheimili síđustu 2 árin, međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđuneytinu skriflega ţá ósk sína. …1)
   1)
L. 62/1998, 4. gr.
5. gr. [Fái einhver ríkisfang skv. 3. og 4. gr. öđlast jafnframt ógift börn hans undir 18 ára aldri ríkisfangiđ, hafi hann forsjá ţeirra og ţau eigi lögheimili hér á landi.]1)
   1)
L. 62/1998, 5. gr.
[5. gr. a. Dómsmálaráđherra er heimilt, ađ fenginni umsögn lögreglustjóra á dvalarstađ umsćkjanda og [Útlendingastofnunar],1) ađ veita íslenskan ríkisborgararétt samkvćmt umsókn sem borin er fram af umsćkjanda sjálfum, eđa forsjármönnum hans hafi hann ekki náđ 18 ára aldri, enda fullnćgi hann eftirgreindum skilyrđum um búsetu, hegđun og framfćrslu:
   
A. Búsetuskilyrđi.
   
1. Umsćkjandi hafi átt hér lögheimili í sjö ár; ríkisborgari í einhverju hinna Norđurlandanna ţó einungis í fjögur ár.
   
2. Umsćkjandi, sem er í hjúskap eđa stađfestri samvist međ íslenskum ríkisborgara, hafi átt hér lögheimili í ţrjú ár frá giftingu/stofnun stađfestrar samvistar, enda hafi hinn íslenski maki haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
   
3. Umsćkjandi, sem býr í skráđri sambúđ međ íslenskum ríkisborgara og bćđi eru ógift, hafi átt hér lögheimili í fimm ár frá skráningu sambúđarinnar, enda hafi hinn íslenski ríkisborgari haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
   
4. Umsćkjandi, sem á íslenskan ríkisborgara ađ öđru foreldri, hafi átt hér lögheimili í tvö ár, enda hafi hiđ íslenska foreldri haft ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár.
   
5. Umsćkjandi, sem veriđ hefur íslenskur ríkisborgari, en hefur gerst erlendur ríkisborgari, hafi átt hér lögheimili í eitt ár.
   
6. Flóttamađur, sem fullnćgir skilgreiningu í alţjóđasamningi um stöđu flóttamanna sem gerđur var 28. júlí 1951, hafi átt hér lögheimili sem slíkur í fimm ár.
   
7. Reglur ţessar miđast viđ lögheimili og samfellda dvöl hér á landi. Heimilt er ađ víkja frá ţví skilyrđi ţótt dvöl umsćkjanda hér hafi veriđ rofin allt ađ einu ári vegna tímabundinnar atvinnu eđa af óviđráđanlegum ástćđum, svo sem vegna veikinda nákomins ćttingja, en ţó allt ađ ţremur árum vegna náms erlendis. Sá tími, sem umsćkjandi hefur átt hér lögheimili og dvöl, verđur ţó ađ vera ađ minnsta kosti jafnlangur ţeim tíma sem hann verđur samkvćmt áđurgreindum reglum ađ uppfylla.
   
B. Önnur skilyrđi.
   
1. Umsćkjandi sé ađ áliti tveggja valinkunnra manna starfhćfur og vel kynntur ţar sem hann hefur dvalist.
   
2. Umsćkjandi geti framfleytt sér hérlendis međ hliđsjón af ţeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki ţegiđ framfćrslustyrk frá sveitarfélagi síđastliđin tvö ár.
   
3. Umsćkjandi hafi ekki sćtt varđhalds- eđa fangelsisrefsingu eđa eigi ólokiđ máli í refsivörslukerfinu ţar sem hann er grunađur eđa sakađur um refsiverđa háttsemi.
Dómsmálaráđherra er einnig heimilt ađ veita íslenskan ríkisborgararétt barni sem fćtt er hér á landi og sannanlega hefur ekki öđlast annan ríkisborgararétt viđ fćđingu og hefur ekki öđlast hann, eđa átt rétt til ađ öđlast hann, ţegar umsókn um ríkisborgararétt er borin fram. Barniđ skal hafa átt lögheimili og samfellda dvöl hér á landi frá fćđingu í ađ minnsta kosti ţrjú ár.
Um börn ţeirra sem fá ríkisborgararétt samkvćmt ţessari grein gilda ákvćđi 5. gr., nema öđruvísi sé ákveđiđ.]2)
   1)
L. 96/2002, 59. gr. 2)L. 62/1998, 6. gr.
6. gr. [Alţingi veitir ríkisborgararétt međ lögum.
Áđur en umsókn um ríkisborgararétt er lögđ fyrir Alţingi skal dómsmálaráđuneytiđ fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstađ umsćkjanda og [Útlendingastofnunar].1)
Eigi sá börn sem ríkisborgararétt fćr međ lögum fer um ţau eftir ákvćđum 5. gr., nema lögin láti öđruvísi um mćlt.]2)
   1)
L. 96/2002, 59. gr. 2)L. 62/1998, 7. gr.
7. gr.1)
   1)
L. 9/2003, 2. gr.
8. gr. Íslenskur ríkisborgari, sem fćddur er erlendis og aldrei hefur átt lögheimili hér á landi né hefur dvalist hér í einhverju skyni, er af megi ráđa ađ hann vilji íslenskur ríkisborgari vera, missir íslensks ríkisfangs ţá er hann verđur 22 ára. Ţó getur [dómsmálaráđherra]1) leyft, ađ hann haldi ríkisfangi sínu, ef um ţađ er sótt innan ţess tíma. [Hann missir ţó ekki íslensks ríkisfangs verđi hann viđ ţađ ríkisfangslaus.]2)
[Nú missir einhver íslensks ríkisfangs samkvćmt ţessari grein og missa ţá einnig börn hans íslensks ríkisfangs, sem ţau hafa öđlast á grundvelli ríkisfangs hans, nema ţau viđ ţađ verđi ríkisfangslaus.]3)
[Dómsmálaráđherra úrskurđar hvort fullnćgt er skilyrđi 1. mgr. um dvöl hér á landi til ađ halda ríkisfanginu, leiki á ţví vafi.]1)
   1)
L. 9/2003, 3. gr. 2)L. 62/1998, 9. gr. 3)L. 49/1982, 6. gr.
9. gr. [Dómsmálaráđherra getur leyst ţann sem búsettur er erlendis og er orđinn eđa óskar ađ verđa erlendur ríkisborgari undan íslensku ríkisfangi, enda sanni ađili ađ hann verđi innan ákveđins tíma erlendur ríkisborgari, ef hann er ekki ţá ţegar orđinn ţađ. Eigi hann lögheimili hér á landi verđur hann eigi leystur frá íslensku ríkisfangi nema sérstakar ástćđur séu til ađ mati dómsmálaráđherra.
Eigi verđur ţeim neitađ um ađ verđa leystur undan ríkisfangi sem er erlendur ríkisborgari og á lögheimili erlendis.]1)
   1)
L. 9/2003, 4. gr.
[9. gr. a.1)]2)
   1)
L. 9/2003, 5. gr. 2)L. 49/1982, 8. gr.
[9. gr. b. Ákveđa má, međ samningi1) viđ Danmörku, Finnland, Noreg og Svíţjóđ, ađ eitt eđa fleiri ákvćđanna í A–C hér á eftir, skuli fá gildi. Orđin norrćnt samningsríki í greininni eiga viđ ţađ eđa ţau ríki, sem gerđur er viđ slíkur samningur.
   
A. Ţegar beitt er 3. gr. skal meta lögheimili í norrćnu samningsríki til 16 ára aldurs til jafns viđ lögheimili hér á landi. Ţó skal sá, sem hlut á ađ máli, hafa átt lögheimili hér á landi síđustu 5 árin, ţegar yfirlýsing er gefin.
   Ţegar beitt er 4. gr. skal meta lögheimili í norrćnu samningsríki til 12 ára aldurs til jafns viđ lögheimili hér á landi.
   Ţegar beitt er 8. gr. skal meta lögheimili í norrćnu samningsríki í minnst 7 ár til jafns viđ lögheimili hér á landi.
   
B. Ríkisborgari í norrćnu samningsríki, sem
   
1. hefur öđlast ríkisborgararétt ţar međ öđrum hćtti en međ lögum eđa samsvarandi hćtti,
   
2. hefur náđ 18 ára aldri,
   
3. hefur átt lögheimili hér á landi síđustu 7 árin, og
   
4. hefur ekki á ţví tímabili veriđ dćmdur [í fangelsi]2) eđa til ađ sćta öryggisgćslu eđa hćlisvist samkvćmt ákvćđum almennra hegningarlaga, öđlast íslenskt ríkisfang međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđherra skriflega ţá ósk sína. Ákvćđi 5. gr. eiga hér viđ.
   
C. Sá sem misst hefur íslensks ríkisfangs, og hefur síđan óslitiđ veriđ ríkisborgari í norrćnu samningsríki, öđlast ríkisfang ađ nýju međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđuneytinu skriflega ţá ósk sína, enda hafi hann ţá fengiđ lögheimili hér á landi. Ákvćđi 5. gr. eiga hér viđ.]3)
   1)Augl. B 468/2000
. 2)L. 82/1998, 151. gr. 3)L. 49/1982, 9. gr.
10. gr. Dómsmálaráđherra sker úr ágreiningi um ţađ, hvort mađur hafi öđlast íslenskan ríkisborgararétt viđ setningu laga ţessara eđa fullnćgi skilyrđum til ađ öđlast íslenskan ríkisborgararétt međ ţví ađ lýsa ósk sinni ţar um. Skjóta má úrskurđi um ţetta efni undir úrlausn dómstóla.
Dómsmálaráđherra getur sett nánari reglur um framkvćmd laga ţessara.
[Yfirlýsingu skv. 3. gr., 4. gr. og B- og C-liđ 9. gr. b um ađ mađur óski ađ verđa íslenskur ríkisborgari getur ađeins sá ađili sjálfur gefiđ en ekki forsjármađur.]1)
Ţar sem eigi er annađ ákveđiđ aldursmark í lögum ţessum, skal ţeim, sem náđ hefur 18 ára aldri, heimilt ađ gefa yfirlýsingu um ríkisborgararétt samkvćmt lögum ţessum, án tillits til ţess, ađ hann er háđur [forsjá]2) annars manns.
   1)
L. 9/2003, 6. gr. 2)L. 62/1998, 10. gr.
11. gr. [Barn sem er fćtt eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefđi öđlast íslenskan ríkisborgararétt ef ákvćđi 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga ţessara, sbr. lög nr. 49/1982, hefđi veriđ í gildi er ţađ fćddist öđlast íslenskt ríkisfang međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđuneyti skriflega ţá ósk sína, enda hafi móđir ţess veriđ íslenskur ríkisborgari viđ fćđingu ţess og til 1. júlí 1982.
Sá sem óskar ađ öđlast íslenskt ríkisfang skv. 1. mgr. skal fullnćgja ákvćđi 8. gr. um lögheimili eđa dvöl hér á landi fyrir 22 ára aldur.]1)
   1)
L. 9/2003, 7. gr.
[Ákvćđi til bráđabirgđa. Barn sem fćtt er eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982 og hefđi öđlast íslenskt ríkisfang ef ákvćđi 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 49/1982, hefđu veriđ í gildi viđ fćđingu ţess fćr íslenskt ríkisfang er móđir ţess gefur um ţađ skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráđuneytisins, enda hafi hún forsjá barnsins, sé íslenskur ríkisborgari og barniđ innan 18 ára aldurs. Barn ţarf ađ lýsa samţykki sínu svo ađ yfirlýsing sé gild.
Hafi barniđ náđ 18 ára aldri getur ţađ gefiđ yfirlýsingu um ađ ţađ óski eftir ađ framangreint ákvćđi taki til sín, enda hafi móđir ţess haft íslenskt ríkisfang frá fćđingu ţess til 1. júlí 1982 og barniđ fullnćgir skilyrđum 8. gr. til ađ vera íslenskur ríkisborgari.
[Sá sem misst hefur íslensks ríkisfangs samkvćmt upphaflegum ákvćđum 7. gr. laga nr. 100/1952 en hefđi haldiđ ţví ef greinin hefđi veriđ fallin úr gildi á ţeim tíma er hann missti íslenska ríkisfangiđ öđlast ţađ ađ nýju međ ţví ađ tilkynna dómsmálaráđherra skriflega ţá ósk sína fyrir 1. júlí 2007 enda fylgi henni fullnćgjandi gögn ađ mati ráđuneytisins.
Sé viđkomandi háđur forsjá annarra annast forsjárađili tilkynninguna.
Eigi sá sem öđlast íslenskt ríkisfang samkvćmt ţessu ákvćđi ógift börn undir 18 ára aldri sem hann hefur forsjá fyrir öđlast ţau einnig ríkisfangiđ. Sé barniđ orđiđ 12 ára og hafi erlent ríkisfang skal barniđ veita samţykki sitt til ađ fá íslenskan ríkisborgararétt. Samţykkis skal ţó ekki krafist sé barniđ ófćrt um ađ veita ţađ sökum andlegrar fötlunar eđa annars sambćrilegs ástands.]1)]2)
   1)
L. 9/2003, brbákv. 2)L. 62/1998, 11. gr.