Lagasafn. Uppfært til 1. júlí 2003. Útgáfa 128b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um norrænt fjármögnunarfélag á sviði umhverfisverndar
1990 nr. 102 12. desember
Tóku gildi 19. desember 1990.
1. gr. Stofna skal norrænt fjármögnunarfélag samkvæmt samningi milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns fjármögnunarfélags á sviði umhverfismála sem undirritaður var í Reykjavík 2. mars 1990.
2. gr. Félagið skal undanþegið ákvæðum laga nr. 63/1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála,1) svo og annarra laga er setja kunna hömlur á greiðslur í erlendum gjaldeyri eða gjaldeyrisviðskipti, að svo miklu leyti sem slík ákvæði hindra eða torvelda starfsemi félagsins eða efndir skuldbindinga þess.
1)Nú l. 87/1992.
3. gr. Félagið skal undanþegið aðstöðugjaldi, landsútsvari, tekjuskatti og eignarskatti, svo og öðrum gjöldum sem lögð kunna að vera á tekjur, eignir eða veltu til ríkis eða sveitarfélaga.
4. gr. Lánssamningar, sem félagið er aðili að, skulu vera undanþegnir stimpilgjöldum og öðrum gjöldum hins opinbera.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað.