Lagasafn. Uppfært til 1. júlí 2003. Útgáfa 128b. Prenta í tveimur dálkum.
Auglýsing um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands
1969 nr. 96 31. desember
Tók gildi 1. janúar 1970. Breytt með augl. A 172/2002 (tók gildi 1. jan. 2003).
1. gr. Stjórnarmálefni ber undir ráðuneyti eftir ákvæðum reglugerðar þessarar.
2. gr. Forsætisráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Stjórnskipan lýðveldisins og stjórnarfar almennt.
2. Embætti forseta Íslands og embættisbústað.
3. Ríkisráð Íslands.
4. Alþingi.
5. Skipun ráðherra og lausn.
6. Skiptingu starfa milli ráðherra og ráðuneyta.
7. Ríkisstjórn og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal ráðstöfun skrifstofuhúsa og gestahúsa ríkisstjórnarinnar.
8. [Fána Íslands, ríkisskjaldarmerki og þjóðsöng Íslendinga.
9. Þingvelli og Þingvallaþjóðgarð.
10. Hina íslensku fálkaorðu og önnur heiðursmerki.
11. [Embætti ríkislögmanns.]1)2)
12. Þjóðhagsstofnun.
13. [Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).]3)
14. [Umboðsmann barna.]1)
15. …1)]4)
1)Augl. A 6/1999, 1. gr. 2)Rg. 259/1973. 3)Augl. 105/1999, 1. gr. 4)Augl. A 77/1990, 1. gr.
3. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Lögsagnarumdæmi, dómaskipan, dómstóla, aðra en Félagsdóm, réttarfar og málflutningsmenn.
2. Meðferð ákæruvalds, er það ber undir dómsmálaráðherra að lögum, og eftirlit með framkvæmd ákæruvalds annars.
3. Framkvæmd refsingar, fangahús og vinnuhæli, reynslulausn refsifanga, náðun og uppgjöf sakar, uppreist æru, fangahjálp og framsal sakamanna.
4. Lögreglu og löggæslu.
5. Bifreiðaeftirlit og umferð.
6. Gæslu landhelgi og fiskimiða, sjómælingar og sjókortagerð.
7. Eftirlit með innflutningi, framleiðslu, sölu og meðferð skotvopna, skotfæra og sprengja.
8. Framkvæmd áfengislöggjafar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
9. Skipströnd og vogrek.
10. Eftirlit með útlendingum.
11. Öryggisgæslu á vinnustöðum og Öryggiseftirlit ríkisins.
12. Vegabréf, önnur en diplomatisk vegabréf.
13. Sifjarétt, erfðarétt, persónurétt, yfirfjárráð og eignarréttindi.
14. Eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sbr. lög nr. 19, 6. apríl 1966.
15. Ríkisborgararétt.
16. Prentfrelsi og prentrétt.
17. Mannréttindi.
18. Kjör forseta Íslands, kosningar til Alþingis, þjóðaratkvæði og aðrar almannakosningar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
19. Útgáfu Stjórnartíðinda, Lagasafns og Lögbirtingablaðs.
20. Staðfestingu á skipulagsskrám sjóða og stofnana, eins og tíðkast hefur.
21. Happdrætti, veðmálastarfsemi, hlutaveltur, getraunir og almennar fjársafnanir.
[22.] 1) Niðurjöfnunarmenn sjótjóns, fasteignasölu, dómtúlka og skjalaþýðendur.
[23.] 1) Almannavarnir.
[24.] 1) Kirkjumál og safnaða, þar á meðal embætti biskups og skipan prestakalla.
[25.] 1) Grafreiti og útfararstofnanir, þar á meðal bálstofur.
1)Augl. A 77/1990, 2. gr.
4. gr. Félagsmálaráðuneyti fer með mál, er varða:
A. Stjórn sveitarfélaga og sýslna, þar á meðal:
1. Sveitarstjórnarkosningar og sýslunefnda, mörk sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, Lánasjóð sveitarfélaga, aðstoð við landakaup sveitarfélaga og Bjargráðasjóð Íslands.
2. Framfærslu og sveitfesti.
[3.] 1) Samband íslenskra sveitarfélaga.
[4.] 1) [Vernd barna og ungmenna.]2)
B. Íbúðarhúsnæði, þar á meðal:
1. Húsnæðismálastofnun ríkisins, framkvæmdanefndir byggingaáætlana, byggingasjóð ríkisins, lán húsnæðismálastjórnar, vísitölulán veðdeildar Landsbanka Íslands, launaskatt og sparnað til íbúðabygginga í þéttbýli, Byggingasjóð aldraðs fólks og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis.
2. Verkamannabústaði, byggingasjóð og byggingafélög verkamanna og byggingasamvinnufélög.
3. Byggingu leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, Öryrkjabandalags Íslands og elliheimila.
4. Sambýli í fjölbýlishúsum.
C. Vinnu, þar á meðal:
1. Stéttarfélög launþega og atvinnurekenda, kjararannsóknir, vinnudeilur, sáttasemjara og sáttastörf í vinnudeilum og Félagsdóm.
2. Skráning atvinnulausra, vinnumiðlun, atvinnujöfnun, hagræðing á vinnumarkaði og [atvinnuleysistryggingar].3)
3. Endurhæfingu læknisfræðilega og starfslega, vegna skertrar starfshæfni, endurhæfingarstöðvar, styrktarsjóði vangefinna, fatlaðra og blindra svo og erfðafjársjóð.
4. Orlof, heimilishjálp og orlofssjóð húsmæðra.
5. Atvinnuleyfi útlendinga.
1)Augl. A 103/1997, 1. gr. 2)Augl. A 114/1993, 1. gr. 3)Augl. A 114/1993, 2. gr.
5. gr. Fjármálaráðuneyti fer með mál, er varða:
I. Hið almenna ráðuneyti.
1. Fjármál ríkisins, að því leyti sem þau eru ekki fengin öðrum aðiljum.
2. Eignir ríkisins, þar á meðal verðbréf og hlutabréf, svo og fyrirsvar þeirra vegna, meðal annars að því er tekur til stjórnar fyrirtækja í eigu ríkisins að öllu leyti eða nokkru, nema lagt sé til annars ráðuneytis.
3. Framkvæmdasjóð ríkisins og Jöfnunarsjóð ríkisins.
4. Skatta og tolla, tollgæslu og tollvörugeymslur.
5. Rekstur verslunar á vegum ríkissjóðs, þar á meðal Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og Innkaupastofnun ríkisins.
6. Ríkislán og hvers konar lántökur ríkisstofnana, er A-hluti ríkisreiknings tekur til, sbr. lög nr. 22/1966.1)
7. Ríkisskuldabréf og ríkisábyrgðir.
8. Launamál starfsmanna ríkisins, þar á meðal eftirlaun ríkisstarfsmanna og ekkna þeirra.
9. Réttindi ríkisstarfsmanna og skyldur.
10. Lífeyrissjóði.
11. Fasteignaskráning og fasteignamat.
12. Ríkisféhirslu og ríkisbókhald.
13. Eftirlit með innheimtumönnum ríkissjóðs.
14. Endurskoðendur og framkvæmd bókhaldslaga.
[15. Norræna fjárfestingarbankann (NIB).]2)
II. Ríkisendurskoðun.
1. Endurskoðun reikningsskila embætta, ríkisstofnana og sjóða í vörslu ríkisins.
2. Umsjón og eftirlit með endurskoðun á reikningsskilum ríkisstofnana, er endurskoðendur þeirra eru skipaðir eða kosnir samkvæmt sérstökum lögum.
3. Eftirlit með opinberum sjóðum samkvæmt lögum nr. 20/1964.3)
4. Eftirlit með rekstri ríkisstofnana lögum samkvæmt, sbr. 82. gr. laga nr. 52/1966.4)
III. Fjárlaga- og hagsýslustofnun.
1. Undirbúning og samning fjárlaga.
2. Greiðslur umfram fjárlagaheimildir.
3. Framkvæmda- og fjáröflunaráætlanir ríkisins.
4. Húsaleigu- og bifreiðamál ríkisins.5)
5. Almennar umbætur í ríkisrekstri.
1)Á væntanlega að vera l. 52/1966, nú l. 88/1997. 2)Augl. 73/1999, 1. gr. 3)Sbr. nú l. 19/1988, en framkvæmd þeirra laga heyrir undir dómsmálaráðuneytið. 4)Sbr. nú l. 86/1997, um Ríkisendurskoðun, sem starfar á vegum Alþingis. 5)Rg. 203/1970, 580/1991 og 262/1993.
6. gr. Hagstofa Íslands fer með mál, er varða:
1. Almenna tilhögun og framkvæmd opinberrar hagsýslugerðar.
2. Söfnun gagna um landshagi, úrvinnslu þeirra og útgáfu hagskýrslna, sbr. lög nr. 24/1913.
3. Vísitölu- og verðlagsuppbótarmál.
4. Kauplagsnefnd.
5. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar.
6. Þjóðskrá og almannaskráning, [skráningu fyrirtækja, hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga]1) og hliðstæð verkefni.
7. Skýrslur og úrskurði í þágu opinberra aðilja, svo sem verið hefur.
8. Álitsgerðir og útreikninga til undirbúnings efnahagsráðstöfunum eftir nánari ákvörðun ráðherra.
9. Almenna upplýsingaþjónustu, svo sem tíðkast hefur.
1)Augl. A 103/1997, 2. gr.
7. gr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Almenn heilbrigðismál, heilsugæslu og heilsuvernd.
2. Læknaskipan.
3. Embætti landlæknis og Læknaráð Íslands.
4. Sjúkrahús og heilsuhæli.
5. Hjúkrunar- og elliheimili.
6. Lyf og lyfsala.
[7.] 1) Áfengisvarnir og bindindisstarfsemi.
[8.] 1) [Hvers konar tryggingar, þó ekki atvinnuleysistryggingar.]2)
[9.] 1) Tryggingastofnun ríkisins.
1)Augl. 11/1995, 1. gr. 2)Augl. 114/1993, 3. gr.
8. gr. Iðnaðarráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Iðju, iðnað og iðnþróun, Iðnþróunarráð, Iðnaðarmálastofnun Íslands, Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
2. Orku, orkuvirkjun, orkuvirki, Orkustofnun og Orkusjóð, sbr. orkulög nr. 58/1967, lög nr. 59/1965 um Landsvirkjun og lög nr. 60/1965 um Laxárvirkjun.1)
3. Námur og námarekstur.
4. Niðursuðu og niðurlagningu sjávarafurða.
5. Réttindi á sviði iðnaðar, sbr. lög nr. 102/1961,2) einkaleyfi, vörumerki og mynstur.
6. Sementsverksmiðju ríkisins, Landssmiðju, Ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, Síldarniðursuðuverksmiðju ríkisins og Kísiliðjuna h/f.
7. [Iðnlánasjóð.]3)
8. Hinn norræna iðnþróunarsjóð fyrir Ísland.
[9. Byggðastofnun.]4)
1)L. 42/1983, um Landsvirkjun, hafa nú komið í stað l. 59/1965 og l. 60/1965. 2)L. 102/1961 voru felld úr gildi með l. 18/1995. 3)Augl. A 100/1984, 1. gr. 4)Augl. 105/1999, 2. gr.
9. gr. Landbúnaðarráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Landbúnað og ræktun, þar með talin skógrækt.
2. Landnám ríkisins og landgræðslu.
3. Fræöflun og fóðurs.
4. Veiði í ám og vötnum svo og önnur veiðimál, er eigi ber undir annað ráðuneyti.
5. Áveitur og fyrirhleðslur.
6. Loðdýrarækt.
[7.] 1) Dýralækna og varnir gegn búfjársjúkdómum.
[8.] 1) Búfjártryggingar.
[9.] 1) Þjóðjarðir og kirkjujarðir.
[10.] 1) Mat, verðskráningu, sölu og dreifingu landbúnaðarafurða svo og útflutningsbætur landbúnaðarafurða.
[11.] 1) Framleiðsluráð landbúnaðarins.
[12.] 1) Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
[13.] 1) Mjólkurbú.
[14.] 1) Grænmetisverslun landbúnaðarins.
[15.] 1) Bændaskóla og Garðyrkjuskóla ríkisins.
[16.] 1) Búnaðarfélag Íslands og búnaðarfélög.
[17.] 1) Búreikningaskrifstofu ríkisins.
[18.] 1) Áburðarverksmiðju ríkisins og Áburðarsölu ríkisins.
[19.] 1) Vélasjóð.
[20.] 1) Jarðeignasjóð ríkisins, Framleiðnisjóð svo og fjárfestingar- og lánasjóði landbúnaðarins.
1)Augl. A 27/1993, 2. gr.
10. gr. Menntamálaráðuneyti1) fer með mál, er varða:
1. Kennslu og skóla, þ. á m. Háskóla Íslands, menntaskóla, gagnfræðastigsskóla og barnaskóla. Enn fremur kennaraskóla, tækniskóla, sjómannaskóla, vélskóla, matsveina- og veitingaþjónaskóla, iðnfræðsluskóla, húsmæðraskóla, verslunarskóla, tónlistarskóla, myndlistarskóla, leiklistar- og listdansskóla, heyrnleysingjaskóla, blindraskóla, svo og aðra skóla og námsstofnanir, sem ekki eru sérstaklega falin öðru ráðuneyti. Almenna fræðslustarfsemi þ. á m. námsflokka og bréfaskóla. Lánasjóð íslenskra námsmanna og námsstyrki, þ. á m. styrki til erlendra námsmanna. Ríkisútgáfu námsbóka. Fræðslumyndasafn ríkisins.
2. Vísindastarfsemi, fræðistörf og rannsóknastofnanir, sem ekki ber undir önnur ráðuneyti, þ. á m. …2) Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Handritastofnun Íslands, Rannsóknaráð ríkisins og Vísindasjóð.
3. Söfn, þ. á m. Landsbókasafn, Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, lestrarfélög, Þjóðminjasafn, byggðasöfn, Þjóðskjalasafn, héraðsskjalasöfn, náttúrugripasöfn, Listasafn Íslands, Listasafn Einars Jónssonar, Ásgrímssafn og önnur listasöfn.
4. Listir. Þjóðleikhús, leikfélög og aðra leiklistarstarfsemi, Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðra tónlistarstarfsemi. Listsýningar og aðra listkynningu innan lands og utan. Listamannalaun. Menntamálaráð Íslands. Rithöfundasjóð Íslands. Stuðning við bókmenntir og útgáfustarfsemi. Kvikmyndir.
5. Ríkisútvarp (hljóðvarp og sjónvarp).
6. Höfundarétt.
7. Mannanöfn, bæjanöfn, örnefni, Íslenska málnefnd.
8. Félagsheimili og félagsheimilasjóð.
9. Æskulýðsstarfsemi, Æskulýðssamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, íþróttir, Íþróttasamband Íslands, Íþróttasjóð. Aðra félagsstarfsemi á sviði menningarmála, þ. á m. Kvenfélagasamband Íslands.
[10.] 3) [Minjar.]2)
[11.] 3) …4)
1)Sjá augl. 345/2003 (um skipulag menntamálaráðuneytisins). 2)Augl. A 27/1993, 3. gr. 3)Augl. A 114/1993, 4. gr. 4)Augl. A 3/1998, 1. gr.
11. gr. Samgönguráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Vegi og vegagerð.
2. Vita, hafnir, Hafnabótasjóð og sjóvarnargarða.
3. Flug og flugvelli.
4. Siglingar.
5. Skipulag samgangna á landi, í lofti og á sjó.
6. Rekstur flutningatækja á vegum ríkisins.
7. Eftirlit með skipum, Skipaskoðun ríkisins, skipamælingar, skráning skipa, lögskráning sjómanna og atvinnuréttindi þeirra.
[8.] 1) Ferðalög, veitingahús, ferðaskrifstofur, umferðarmiðstöðvar og Ferðamálasjóð.
[9.] 1) Póst og síma svo og önnur fjarskipti.
1)Augl. A 27/1993, 4. gr.
12. gr. Sjávarútvegsráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Sjávarútveg.
2. Friðun og nýtingu fiskimiða.
3. Hafrannsóknastofnunina og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
4. Mat sjávarafurða.
5. Fiskifélag Íslands, Fiskimálaráð, Síldarútvegsnefnd og Verðlagsráð sjávarútvegsins.
6. Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, Fiskimálasjóð, Fiskveiðasjóð Íslands, Styrktar- og lánasjóð fiskiskipa, Stofnfjársjóð fiskiskipa, Tryggingasjóð fiskiskipa og Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.
7. Síldarverksmiðjur ríkisins og Tunnuverksmiðjur ríkisins.
[13. gr. [Umhverfisráðuneyti fer með mál er varða:
1. Náttúruvernd, friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar …1) í samráði við landbúnaðarráðherra, útivist og aðstöðu til náttúruskoðunar, aðgerðir til að stjórna stofnstærð villtra dýra, dýravernd og eflingu alhliða umhverfisverndar. [Ennfremur þjóðgarða, aðra en Þingvallaþjóðgarð.]2) …1)
2. Varnir gegn mengun á landi, í lofti og legi, eyðingu og endurvinnslu hvers konar úrgangs frá byggð og atvinnuvegum, [þ. á m. fráveitur],3) yfirstjórn [Umhverfisstofnunar]4) …5)
3. Skipulags- og byggingarmál, [brunavarnir],5) gerð landnýtingaráætlana og mál er varða landmælingar, skipulagsstjóra ríkisins, skipulagsstjórn, [Brunamálastofnun ríkisins]5) og Landmælingar Íslands.
4. Rannsóknir á sviði umhverfismála í samráði og samvinnu við aðra aðila, veðurspár, veðurathuganir og aðrar mælingar á ástandi lofthjúps jarðar og alþjóðlega samvinnu á því sviði, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands.
[5. Varnir gegn ofanflóðum, sem eigi ber undir annað ráðuneyti lögum samkvæmt.]5)
[6.] 5) Fræðslu og upplýsingastarfsemi á sviði umhverfismála.
[7.] 5) Frumkvæði að samræmingu á aðgerðum ráðuneyta, einstakra ríkisstofnana og sveitarfélaga í málaflokkum sem snerta framkvæmd umhverfismála, svo sem í löggjöf um losun úrgangsefna og varnir gegn loft-, hávaða-, titrings-, geislunar-, ljós-, varma- og lyktarmengun.
[8.] 5) …6)]7)]8)
1)Augl. A 172/2002, 1. gr. 2)Augl. A 27/1993, 5. gr. 3)Augl. A 157/2001, 1. gr. 4)Augl. A 172/2002, 2. gr. 5)Augl. A 103/1997, 3. gr. 6)Augl. A 73/1999, 2. gr. 7)Augl. A 77/1990, 3. gr. 8)Augl. A 5/1990, 1. gr.
[14. gr.]1) [Utanríkisráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
2. Sendiráð og ræðismannsskrifstofur Íslands erlendis.
3. Sendiráð og ræðismannsskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
4. Skipti við erlend ríki.
5. Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
6. Samninga við önnur ríki og gerð þeirra.
7. Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum, er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti, samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar eða eðli máls.
8. Diplomatisk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
9. Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum, nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
10. Framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, þar á meðal innan marka varnarsvæðanna, lögreglumál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvamál, heilbrigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiðir af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu, sbr. lög nr. 106 17. desember 1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o.fl.2)
11. Útflutningsverslun.
12. Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
13. Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
14. Vörusýningar erlendis.
15. Þróunarsamvinnu og neyðarhjálp.]3)
1)Augl. A 5/1990, 1. gr. 2)Rg. 488/1993. 3)Augl. A 64/1987, 1. gr.
[15. gr.]1) [Viðskiptaráðuneyti fer með mál, er varða:
1. Verslun og viðskipti, önnur en útflutningsverslun.
2. Skipti Íslands við alþjóðleg efnahagssamtök og fjármálastofnanir [þó ekki Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunina (OECD), [Norræna fjárfestingarbankann (NIB)],2) [Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF)],3) [og Alþjóðabankann (IBRD) og systurstofnanir hans]4)].5)
3. Gjaldeyri.
4. [Lánastofnanir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og verðbréfasjóði.]3)
5. [Vexti.]3)
6. [Samkeppnismál, óréttmæta viðskiptahætti],5) verðskráningu og verðlag, nema lögð séu til annars ráðuneytis.
7. [Hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög, önnur en skráningu, svo]6) og önnur félög um verslun eða annan atvinnurekstur.
8. Verslunarskrár og firmu.]7)
[9. Mælitæki og vogaráhöld.]8)
[10. Vátryggingastarfsemi.]9)
1)Augl. A 5/1990, 1. gr. 2)Augl. 73/1999, 3. gr. 3)Augl. 105/1999, 3. gr. 4)Augl. 116/1996, 1. gr. 5)Augl. A 14/1994, 1. gr. 6)Augl. A 103/1997, 4. gr. 7)Augl. A 64/1987, 2. gr. 8)Augl. A 77/1990, 4. gr. 9)Augl. 11/1995, 2. gr.
[16. gr.]1) Málefni, sem eigi er getið í [2.–15. gr.],2) skulu lögð til ráðuneytis, þar sem þau eðli sínu samkvæmt eiga heima, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 73/1969.
1)Augl. A 5/1990, 1. gr. 2)Augl. A 5/1990, 2. gr.
[17. gr.]1) Nú leikur vafi á, hvaða ráðuneyti skuli með mál fara, og sker forsætisráðherra þá úr.
1)Augl. A 5/1990, 1. gr.