Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum

1978 nr. 44 10. maí


1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Lýðveldisins Íslands og Sambandslýðveldisins Þýskalands um gagnkvæma aðstoð í tollamálum sem undirritaður var í Bonn 11. október 1977. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
   1)Sjá Stjtíð. A 1978, bls. 221–228.
2. gr. Þegar samningurinn hefur verið fullgiltur skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.1)
   1)Augl. C 9/1978
.
3. gr. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.