Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

1928 nr. 71 7. maí


1. gr. Hlutafélög, samlagsfélög, samvinnufélög og önnur atvinnufyrirtæki, þar með talin þau, er rekin eru af hálfu hins opinbera, skulu njóta sömu lagaverndar sem einstakir menn gegn óréttmætum prentuðum ummælum, sem fallin eru til að hnekkja atvinnurekstri þeirra.
2. gr. Nú telur einhver þeirra aðilja, sem getur í 1. gr., sér fjárhagslegt tjón gert með slíkum ummælum, og skulu þá bætur þær, er honum kunna að verða gerðar, miðast við tjón það, er hann færir sönnur á, að ummælin hafi bakað honum áður en hann hóf málssóknina.