Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

2000 nr. 27 9. maí


1. gr. Óheimilt er að segja manni upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgðar sem hann ber.
Með fjölskylduábyrgð er átt við skyldur starfsmanns gagnvart börnum, maka eða nánum skyldmennum sem búa á heimili hans og greinilega þarfnast umönnunar hans eða forsjár, svo sem vegna veikinda eða fötlunar.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.