Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um steinullarverksmiðju

1981 nr. 61 4. júní


1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka þátt í stofnun hlutafélags, er reisi og reki steinullarverksmiðju, og að leggja fram í því skyni allt að 40% af hlutafé þess, enda verði hlutafé félagsins minnst 30% af stofnkostnaði verksmiðjunnar.
2. gr. Vegna stofnunar hlutafélagsins er ríkisstjórninni heimilt:
   
1. Að leggja fram allt að 14 milljónum kr. af fé ríkissjóðs sem hlutafé í nefndu hlutafélagi og að taka lán í þessu skyni. Framangreind upphæð miðast við lánskjaravísitölu 1. apríl 1981 og breytist í samræmi við hana.
   
2. Að veita ríkisábyrgð fyrir lánum eða taka lán, er hlutafélaginu verði veitt til byggingar verksmiðjunnar, að fjárhæð samtals allt að 21 milljón kr., eða jafnvirði þess í erlendri mynt, þó ekki meira en 25% af heildarlánsfjárþörf vegna stofnkostnaðar.
   
3. Að fella niður aðflutnings- og sölugjöld af vélum, tækjum og varahlutum til verksmiðjunnar. Fjármálaráðherra setur reglur um framkvæmd þessa ákvæðis og aðra þætti er varða aðflutnings- og sölugjöld af efni og aðföngum til verksmiðjunnar.
Fjármálaráðherra fer með framkvæmd þessarar greinar.
3. gr. Fulltrúa ríkissjóðs á aðalfundi og öðrum hluthafafundum í hlutafélagi skv. 1. gr. skipa iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra að jöfnu.
4. gr. Hlutafélagið skal gera þær varúðarráðstafanir sem við verður komið til að varna tjóni á umhverfinu við framkvæmdir og verksmiðjurekstur á þess vegum og fylgja í hvívetna lögum um náttúruvernd, mengunarvarnir, öryggi og hollustuhætti á vinnustað svo og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.
Ákvæði til bráðabirgða.