Lagasafn. Uppfært til janúar 2002. Útgáfa 127a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um réttindi eftirlitsmanna vegna samnings um hefðbundinn herafla í Evrópu og samnings um opna lofthelgi
1994 nr. 90 9. maí
1. gr. Eftirlitsmenn og flutningsáhafnir, sem starfa á grundvelli samnings frá 19. nóvember 1990 um hefðbundinn herafla í Evrópu og samnings frá 24. mars 1992 um opna lofthelgi, skulu njóta þeirrar friðhelgi, forréttinda og undanþágna hér á landi sem kveðið er á um í samningunum.
2. gr. Utanríkisráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þessara.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.