Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar

1982 nr. 12 11. mars


1. gr. Starfa skal samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar. Tilgangur hennar er að vinna að auknum skilningi í löggjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar.
2. gr. Samstarfsnefndina skipa af hálfu Alþingis forseti sameinaðs þings og einn fulltrúi tilnefndur af hverjum þingflokki, en af hálfu þjóðkirkjunnar kirkjuráð.
Forseti sameinaðs þings og biskup landsins fara með formennsku nefndarinnar sitt árið hvor.
3. gr. Samstarfsnefndin getur annars vegar sent ályktanir og tillögur til Alþingis eða einstakra nefnda þess, en hins vegar til kirkjuþings.