Lagasafn. Uppfært til janúar 2002. Útgáfa 127a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um aðild Íslands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar
1976 nr. 25 6. maí
1. gr. Ríkisstjórninni skal heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning, dags. 9. apríl 1975, um stofnun aðstoðarsjóðs — Financial Support Fund — á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
2. gr. Viðskiptaráðherra skipar fulltrúa Íslands í stjórn sjóðsins og annan til vara.
3. gr. Ríkisstjórninni heimilast að ábyrgjast hluta Íslands í skuldbindingum sjóðsins allt að jafnvirði 25 milljóna dollara og að taka lán úr sjóðnum allt að sömu fjárhæð.