Lagasafn. Uppfært til janúar 2002. Útgáfa 127a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um stjórn efnahagsmála o.fl.1)
1979 nr. 13 10. apríl
1)Rg. 405/1979, sbr. 534/1980.
…
X. kafli. Um verðlagsmál.
57. gr. Skrifstofa verðlagsstjóra (Verðlagsstofnunin) skal í því skyni að örva verðskyn neytenda efla verðsamkeppni og til að tryggja sanngjarna verðlagsþróun rannsaka verð og álagningarhætti á einstökum vörum og vöruflokkum og birta greinargerðir og fréttatilkynningar þar um. Í þessu efni skal taka upp samstarf við samtök neytenda og launafólks, m.a. um eftirlit og skýrslugjöf.
58. gr. Skrifstofa verðlagsstjóra (Verðlagsstofnunin) skal gera reglulega athuganir á innflutningsvöruverði og bera það saman við verð í öðrum löndum eftir því sem kostur er og birta niðurstöður slíkra athugana almenningi.
65. gr. … Viðskiptaráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd … X. kafla.
66. gr. Mál út af brotum á lögum þessum fara að hætti opinberra mála.