Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um útrýmingu sels í Húnaósi

1937 nr. 29 13. júní


1. gr. Veiðifélag Vatnsdalsár skal hafa einkarétt til að útrýma sel úr Húnaósi. Ræður stjórn félagsins mann eða menn til starfans.
2. gr. Presturinn í Steinnesi fái bætur fyrir missi heimatekna vegna selveiði í Húnaósi. Ríkissjóður greiðir bæturnar eins og þær eru metnar.