Lagasafn.  Uppfært til janúar 2002.  Útgáfa 127a.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga]1)

1959 nr. 18 22. apríl

   1)L. 94/1999, 3. gr.
1. gr. Heimilt skal [Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga]1) að reka vöruhappdrætti með eftirfarandi skilyrðum:
   
a. [Hlutatalan má ekki fara fram úr 75.000. Draga skal í 12 flokkum á ári hverju og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk í mánuði hverjum, í fyrsta sinn í janúarmánuði.]2)
   
b. Hlutina má selja í heilu og hálfu lagi. Iðgjöld fyrir hvern hlut ákveður [dómsmálaráðherra]3) að fengnum tillögum frá stjórn [Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga].1)
   
c. Vinningar skulu vera að verðmæti samtals að minnsta kosti 50% af iðgjöldunum samantöldum í öllum tólf flokkum.
   
d. [Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem dómsmálaráðherra skipar til þess. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttar, bæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið. Kostnað af þessu ber happdrættið.]3)
   1)
L. 94/1999, 1. gr. 2)L. 115/1984, 1. gr. 3)L. 52/1976, 1. gr.
2. gr. Vinningar í vöruhappdrætti fyrir [Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga]1) skulu undanþegnir hvers konar opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti á því ári, sem þeir falla til útborgunar.
   1)
L. 94/1999, 1. gr.
3. gr. [Heimild þessi gildir til ársloka 2007. Ágóða af happdrættinu skal varið til að greiða stofnkostnað við byggingarframkvæmdir Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar, til byggingar og rekstrar vinnustofu fyrir öryrkja og til annarrar félagsmálastarfsemi Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga sem viðurkennd er af ríkisstjórninni.]1)
   1)
L. 94/1999, 2. gr.
4. gr. Ráðherra setur með reglugerð1) nánari ákvæði um starfsemi happdrættisins, að fengnum tillögum frá stjórn [Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga].1)
   1)
Rg. 923/2001. 2)L. 94/1999, 1. gr.