Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Póstsending: Hvers konar bréf eða önnur sending sem flutt er með póstþjónustuaðila.
Póstmeðferð: Viðtaka, flokkun, flutningur og skil á póstsendingum.
Póstþjónusta: Póstmeðferð hvers konar bréfa og annarra sendinga, með eða án utanáskriftar.
Grunnpóstþjónusta: Póstmeðferð bréfa og annarra sendinga með utanáskrift sem vega allt að 20 kg að þyngd.
Póstþjónustuaðili: Aðili sem veitir hvers kyns póstþjónustu.
Póstrekandi: Aðili sem annast einn eða fleiri þætti grunnpóstþjónustu.
Rekstrarleyfishafi: Aðili sem hefur leyfi til grunnpóstþjónustu skv. 11. gr. laganna.
Einkaréttarhafi: Aðili sem samkvæmt sérstöku leyfi fer með einkarétt og skyldur ríkisins skv. IV. kafla laganna.
Póstkassi: Kassi sem ætlaður er fyrir viðtöku og uppsöfnun bréfapóstsendinga, til frekari póstmeðferðar.
Frímerki: Gjaldmiðill, útgefinn af ríkinu, sem ætlaður er til greiðslu fyrir póstþjónustu. Frímerki skal bera áletrunina „ÍSLAND“.
Gjaldmerki: Merki, sem ætluð eru til álímingar á póstsendingar og notuð eru af póstþjónustuaðilum og með auðkenni þeirra, til staðfestingar því að greitt hafi verið fyrir póstþjónustu.
Fjármunapóstsending: Greiðsluviðskipti með millifærslum (póstgíró), póstávísanir, póstkröfur og önnur fjármunaþjónusta.
1)Rg. 449/1986
og 333/1981. Rg. 505/1997.