[1.] 1) Að ákveða starfsskipulag stofnunarinnar að því leyti sem það hefur ekki verið gert í reglugerð.
[2.] 1) Að ákveða starfsáætlun fyrir stofnunina til eins árs í senn, þar á meðal hverjar byggðaáætlanir skuli gerðar á vegum hennar. Starfsáætlun skal endurskoða á árinu eftir því sem þurfa þykir.
[3.] 1) Að ákveða rekstraráætlun fyrir stofnunina til eins árs í senn.
[4.] 1) Að fjalla um allar byggðaáætlanir sem gerðar eru á vegum stofnunarinnar eða lagðar eru fyrir stjórnina til samþykktar, sbr. 9. gr. laga þessara.
[5.] 1) Að fjalla um skýrslur stofnunarinnar um starfsemi hennar.
[6.] 1) Að taka ákvarðanir um lántöku, sbr. 16. gr. laga þessara.
[7.] 1) Að setja reglur um lánakjör stofnunarinnar.
[8.] 1) Að taka ákvarðanir um veitingu lána og ábyrgða, svo og óafturkræf framlög samkvæmt lögum þessum.