1. Að stuðla að því að bændur færi bókhald fyrir bú sín, m.a. með skipulegu fræðslu- og leiðbeiningarstarfi um skattskil, bókhald og notkun þess til hagræðingar í búrekstri.
2. Að hafa umsjón með gerð og þróun bókhaldsforrita fyrir bókhaldsstofur bænda, svo og forrita fyrir áætlunargerð í búrekstri í samvinnu við bændasamtökin.
3. Að hafa frumkvæði að áætlunargerð við búrekstur, útgáfustarfsemi og hagrænum leiðbeiningum til bænda í samvinnu við leiðbeiningarþjónustu landbúnaðarins og aðra þá sem sinna fræðslu um landbúnað.
4. Að safna og vinna úr búreikningum frá bókhaldsstofum bænda, svo og öðrum upplýsingum og gögnum sem nauðsynleg þykja og tiltæk eru. Gagnasöfnunin og úrvinnslan skulu miðast við að nýtast sem best til opinberrar hagskýrslugerðar um framleiðslu, rekstur og efnahag einstakra búgreina.
5. Að annast hagrannsóknir í landbúnaði í samvinnu og samstarfi við stofnanir sem sinna sambærilegri starfsemi.
6. Að hafa samstarf við stjórn búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri um kennslu í landbúnaðarhagfræði.
7. Að vinna að öðrum skyldum verkefnum eftir því sem um semst og við verður komið.
[1.] 1) Stjórn leggur árlega, í samvinnu við forstöðumann, fram tillögur til landbúnaðarráðuneytisins um fjárþörf stofnunarinnar vegna undirbúnings fjárlaga.
[2.] 1) Stjórn tekur ákvarðanir um mótun á starfsemi stofnunarinnar og hefur eftirlit með að hún þjóni því hlutverki sem henni er ætlað.