Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Samningur: Samkomulag um hlutdeild í afnotarétti af fasteign eða hluta hennar, í eina viku eða meira, á hverju almanaksári gegn greiðslu ákveðins heildarverðs.
Fasteign: Orlofshúsnæði sem samningur tekur til, eða hluti þess.
Kaupandi: Einstaklingur sem keypt hefur hlutdeild í afnotarétti af fasteign og kaupin eru ekki liður í atvinnurekstri hans.
Seljandi: Einstaklingur eða lögaðili sem í atvinnuskyni selur og ábyrgist viðskipti með hlutdeild í afnotarétti af fasteignum sem lög þessi taka til.