Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, um stofnun Norræna fjárfestingarbankans

1976 nr. 26 12. maí


1. gr.
        Ríkisstjórninni er heimilt fyrir Íslands hönd að fullgilda samning um stofnun Norræna fjárfestingarbankans milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 4. desember 1975 og prentaður er sem fylgiskjal I með lögum þessum.1)

1)Samningurinn og samþykktir bankans eru birt í Stjtíð. sem fylgiskjal með l. 26/1976, sbr. einnig Stjtíð. A 77/1982.


2. gr.
        Þegar samningur sá, er um ræðir í 1. gr., hefur verið fullgiltur, skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.