Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna

1969 nr. 5 27. febrúar


1. gr.
        Með lögum þessum heimilar Alþingi ríkisstjórninni að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til þess að framfylgja ákvörðunum, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur, samkvæmt 41. gr. sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sbr. og 39. gr. sáttmálans, og Íslandi kann að vera skylt að hlíta vegna aðildar sinnar að Sameinuðu þjóðunum.

2. gr.
        Hver sá, sem brýtur gegn ákvæðum þessara laga, eða fyrirmæla, sem sett eru eftir þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

3. gr.
        Ríkisstjórnin ákveður með auglýsingu, hvort og hvenær ákvæðum heimildarlaga þessara skuli beitt.