Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um sölu á prestsmötu

1921 nr. 54 27. júní


1. gr.
        Heimilt skal þeim, er prestsmötur eiga að greiða, að fá þær keyptar af sér, svo sem fyrir er mælt í lögum þessum.

2. gr.
        [Sá, er kaups beiðist á prestsmötu, sendir beiðni um það til landsstjórnarinnar. Verð prestsmötu ákveður svo landsstjórnin þannig, að [8%]1) af verðhæðinni veiti sömu vaxtaupphæð, sem ákvæðisverð prestsmötugjalds nemur, sbr. 5.–7. gr. laga nr. 46, 16. nóvember 1907, um laun sóknarpresta. Kaup skulu síðan gerð áður ár sé liðið frá því, er kaupbeiðnin kom til landsstjórnarinnar.]2)

1)L. 62/1936, 1. gr.2)L. 38/1925.


3. gr.
        [Ógreiddar eftirstöðvar af kaupverði prestsmötukvaða, sem keyptar hafa verið samkvæmt eldri lagafyrirmælum, skulu lækkaðar í samræmi við ákvæði 1. gr. og afborganir færðar niður að sama skapi fyrir þau ár, sem eftir eru greiðslutímans.]1)

1)L. 62/1936, 2. gr.


4. gr.
        Kaupandi greiðir að minnsta kosti 1/10 hluta kaupverðsins um leið og kaup eru gerð.
        Fyrir eftirstöðvum kaupverðsins skal gera skuldabréf, með veði í fasteign, eða annarri tryggingu, er landsstjórnin tekur gilda, og greiðast þær síðan á 10 árum með jöfnum afborgunum ásamt 5% vöxtum. Greiða má kaupverðið í einu lagi.

5. gr.
        [Andvirði prestsmötu, sem þegar er seld eða seld verður, renni til kirkna þess prestakalls, sem naut hennar áður, og skiptist jafnt milli þeirra.
        Prestlaunasjóður greiðir tekjumissi þann, er viðkomandi prestur hefur af sölu prestsmötu.]1)

1)L. 15/1942, 1. gr.