[Þegar verðbréf er selt, eða afhent sem greiðsla, skal skrá á það nafn seljanda, kennitölu hans og dagsetningu sölu ásamt söluverði (kaupverði). Þegar skilaskyldur aðili skv. 3. gr. selur eða hefur milligöngu í viðskiptum með verðbréf og annast innheimtu þeirra er skráningarskyldu fullnægt með því að dagsetning og söluverð (kaupverð) er skráð með tryggilegum hætti í tölvu. Þegar slík verðbréf fara úr vörslu skilaskylds aðila, áður en þau eru að fullu greidd, skal hann skrá söluverð (kaupverð) ásamt upphaflegri dagsetningu viðskiptanna á bréfin.]1)
1)L. 133/1996, 2. gr.2)L. 90/1998, 2. gr.
Upplýsingar til rétthafa.