Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Úrskurður handhafa valds forseta Íslands um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur

1998 nr. 33 7. apríl


Samkvæmt tillögu utanríkisráðherra og með vísan til 4. gr. laga nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands eru hér með sett eftirfarandi ákvæði:

1. a. Sendiráð skulu vera í Bonn, Brussel, Helsinki, Kaupmannahöfn, London, Moskvu, Ósló, París, Peking, Stokkhólmi og Washington. Fastanefndin í New York skal jafnframt gegna hlutverki sendiráðs gagnvart nánar tilteknum ríkjum.
b. Fastanefndir skulu vera í Brussel, Genf, New York og Strassborg. Sendiráðið í París skal jafnframt gegna hlutverki fastanefndar hjá nánar tilteknum alþjóðastofnunum.
c. Aðalræðisskrifstofa skal vera í New York.
2. Umdæmi sendiráða skulu vera sem hér segir:
a. Bonn. Auk Þýskalands skal umdæmi sendiráðsins vera Austurríki, Serbía-Svartfjallaland (fyrrum Sambandslýðveldi Júgóslavíu), Sviss og Ungverjaland.
b. Brussel. Auk Belgíu skal umdæmi sendiráðsins vera Liechtenstein og Lúxemborg. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu (EU).
c. Helsinki. Auk Finnlands skal umdæmi sendiráðsins vera Eistland, Lettland og Úkraína.
d. Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur skal umdæmi sendiráðsins vera Bosnía og Hersegóvína, Litháen og Tyrkland.
e. London. Auk Bretlands skal umdæmi sendiráðsins vera Grikkland, Holland, Indland, Írland, Maldíveyjar og Nepal.
f. Moskva. Auk Rússlands skal umdæmi sendiráðsins vera Armenía, Aserbaídsjan, Búlgaría, Georgía, Moldóva, Rúmenía, Túrkmenistan og Úsbekistan.
g. Ósló. Auk Noregs skal umdæmi sendiráðsins vera Króatía, Makedónía (fyrrum Sambandslýðveldi Júgóslavíu), Pólland, Slóvakía og Tékkland.
h. París. Auk Frakklands skal umdæmi sendiráðsins vera Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn. Sendiráðið skal gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm á Ítalíu.
i. Peking. Auk Kína skal umdæmi sendiráðsins vera Ástralía, Indónesía, Japan, Mongólía, Norður-Kórea (Alþýðulýðveldið Kórea), Nýja-Sjáland, Suður-Kórea (Lýðveldið Kórea), Taíland og Víetnam.
j. Stokkhólmur. Auk Svíþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Albanía, Bangladess, Kýpur, Pakistan og Slóvenía.
k. Washington. Auk Bandaríkjanna skal umdæmi sendiráðsins vera Argentína, Brasilía, Chile, Gvatemala, Kanada, Kostaríka, Kólumbía, Marshalleyjar, Mexíkó, Níkaragva, Perú, Úrúgvæ og Venesúela.
3. Fyrirsvar fastanefnda skal vera sem hér segir:
a. Brussel. Auk Atlantshafsbandalagsins (NATO) og stofnana tengdum því skal fastanefndin fara með fyrirsvar gagnvart Vestur-Evrópusambandinu (WEU) og Stofnuninni um bann við efnavopnum (OPCW) í Haag í Hollandi.
b. Genf. Auk Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) skal fastanefndin fara með fyrirsvar gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Ísland er aðili að.
c. New York. Auk þess að fara með fyrirsvar gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York skal fastanefndin gegna hlutverki sendiráðs. Umdæmi þess skal vera eftirtalin ríki Karíbahafs: Bahamaeyjar, Barbadoseyjar, Grenada og Kúba.
d. Strassborg. Fastanefndin skal fara með fyrirsvar gagnvart Evrópuráðinu.
4. Umdæmi aðalræðisskrifstofunnar í New York skal vera fylkin New York, Connecticut, New Jersey og Rhode Island.
5. Utanríkisráðherra ákveður hvar fyrirsvar gagnvart eftirtöldum alþjóðastofnunum í Vín skal vera hverju sinni: Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSCE).
6. Sendiherra gagnvart Páfagarði skal hafa búsetu í Reykjavík.
7. Sendiherra gagnvart eftirtöldum ríkjum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku skal hafa búsetu í Reykjavík: Alsír, Barein, Egyptalandi, Írak, Íran, Ísrael, Jórdaníu, Kúveit, Líbanon, Marokkó, Óman, Sádi-Arabíu og Túnis.
8. Sendiherra gagnvart eftirtöldum ríkjum í Afríku skal hafa búsetu í Reykjavík: Angóla, Botsvana, Eþíópíu, Gana, Grænhöfðaeyjum, Kenía, Lesótó, Mósambík, Namibíu, Níger, Nígeríu, Seychelleseyjum, Sómalíu, Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu og Úganda.

Úrskurður þessi öðlast þegar gildi. …