Ríkisstjórninni skal heimilt að veita framleiðslufélagi skv. 1. gr., sölufélagi skv. 6. gr. og hinum erlenda aðila þau leyfi, sem nauðsynleg eru til starfsemi þeirra hér á landi varðandi framleiðslu og sölu á kísilgúr. Ríkisstjórninni skal heimilt að gefa út verslunarleyfi til sölufélagsins, eftir því sem tilgangur þess segir til um, með þeim skilmálum, sem um verður samið við stofnanda þess. Sölufélaginu skal heimilt að hafa reikninga erlendis fyrir gjaldeyristekjur, sem stafa frá sölu þess á framleiðslu kísilgúrverksmiðjunnar, og að ráðstafa fé úr slíkum reikningum í þágu rekstrar síns á Íslandi og til greiðslu ágóðahlutar til hluthafa sinna, enda geri það gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands grein fyrir slíkum reikningsinnstæðum og ráðstöfunum með samkomulagi við þann aðila.
1)L. 17/1995, 1. gr.2)Nú l. 75/1981.3)Nú l. 50/1988.4)VI. kafli l. 64/1965 var afnuminn með l. 41/1978.