Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Almenn lán eru þær lánveitingar sem fólgnar eru í skiptum á húsbréfum fyrir fasteignaveðbréf sem gefin eru út með veði í íbúðarhúsnæði.
Fasteignaveðbréf eru skuldabréf sem kaupandi eða eigandi íbúðarhúsnæðis gefur út með veði í íbúðarhúsnæði í tengslum við fasteignaviðskipti, nýbyggingar og meiri háttar viðbyggingar, endurbætur og endurnýjun á notuðu íbúðarhúsnæði.
Félagasamtök merkja almenn félög eða almannasamtök sem starfa að húsnæðismálum með það langtímamarkmið að koma á fót húsnæði og sjá um rekstur þess í þágu félagsmanna sinna.
Félög merkja félög sem rekin eru að hætti samvinnufélaga, hlutafélaga, einkahlutafélaga, sjálfseignarstofnana eða félaga með ótakmarkaðri ábyrgð er hafa að markmiði að byggja, eiga og reka leiguhúsnæði.
Húsbréf eru markaðshæf skuldabréf sem gefin eru út í nafni Íbúðalánasjóðs í tengslum við lánveitingar hans.
Húsnæðisbréf eru skuldabréf sem gefin eru út í nafni Íbúðalánasjóðs og sjóðurinn selur á almennum markaði í því skyni að afla fjár til starfsemi sinnar.
Húsnæðislán nefnast þær lánveitingar sem Íbúðalánasjóður annast samkvæmt lögum þessum.
Lán til leiguíbúða eru lán sem Íbúðalánasjóður veitir sveitarfélögum, aðilum á þeirra vegum, félögum eða félagasamtökum til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði með veði í hlutaðeigandi eign.
Viðbótarlán eru lán sem Íbúðalánasjóður veitir einstaklingum til viðbótar almennu húsnæðisláni til öflunar eigin húsnæðis með veði í hlutaðeigandi eign, næst á eftir fasteignaveðbréfi, eftir tilvísun húsnæðisnefndar sveitarfélags.
1)Rg. 783/1998
.