[Stjórn Hitaveitu Suðurnesja skal skipuð níu mönnum. Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra skipa hvor einn fulltrúa í stjórnina og einn til vara. [Keflavík-Njarðvík-Hafnir skipa þrjá fulltrúa í stjórnina og þrjá til vara. Önnur sveitarfélög, sem aðilar eru að fyrirtækinu, skipa hvert einn fulltrúa í stjórnina og einn til vara.]1) Fulltrúar sveitarfélaganna skulu skipaðir til fjögurra ára og hefst kjörtímabil þeirra 1. ágúst næstan eftir almennar sveitarstjórnarkosningar en lýkur 31. júlí fjórum árum síðar. Fulltrúar ríkissjóðs skulu skipaðir til eins árs í senn frá aðalfundi til aðalfundar. Stjórnin skiptir með sér verkum. Við afgreiðslu mála skal að jafnaði viðhafa hlutfallslega atkvæðagreiðslu, miðað við eignarhlutfall skv. 2. gr., enda komi fram ósk að minnsta kosti eins stjórnarmanns þar um, og þarf þá 60% atkvæða til að mál teljist samþykkt. Undirskrift meiri hluta stjórnar bindur fyrirtækið.]2)
1)L. 16/1995, 3. gr.2)L. 101/1985, 3. gr.