Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga þessara eru framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum.
Fylgiskjal.Skrá yfir þær framkvæmdir sem ætíð eru háðar umhverfismati, sbr. I. viðauka við tilskipun 85/337/EBE.- 1. Olíuhreinsunarstöðvar (þó ekki fyrirtæki sem framleiða eingöngu smurolíur úr hráolíu) og mannvirki fyrir kolagösun og þéttingu úr a.m.k. 500 tonnum af kolum eða jarðbiksleir á dag.
- 2. Varmaorkuver og önnur brennsluver með a.m.k. 300 megavatta hitaafköst og kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar (nema rannsóknastöðvar með yfir 1 kílóvatts heildarhitaafköst þar sem fram fer umbreyting á kjarnakleyfum efnum og tímgunarefnum).
- 3. Mannvirki eingöngu ætluð til langtímageymslu eða endanlegrar geymslu á geislavirkum úrgangi.
- 4. Verksmiðjur með blandaða framleiðslu þar sem fram fer frumbræðsla á steypujárni og stáli.
- 5. Mannvirki fyrir asbestnám og vinnslu og úrvinnslu á asbesti og afurðum sem innihalda asbest: fyrir afurðir úr asbestsementi með ársframleiðslu sem er yfir 20.000 tonn af fullunnum vörum, fyrir núningsþolin efni með ársframleiðslu sem er yfir 50 tonn af fullunnum vörum og fyrir aðra notkun asbests ef notkun er meiri en sem nemur 200 tonnum á ári.
- 6. Efnaverksmiðjur með blandaða framleiðslu.
- 7. Lagning vega, hraðbrauta1) og langra járnbrauta, svo og flugvalla2) með 2.100 m langa meginflugbraut eða lengri.
- 8. Viðskiptahafnir, skipgengar vatnaleiðir og innhafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um.
- 9. Förgunarstöðvar þar sem eitraður og hættulegur úrgangur er brenndur, hlýtur efnameðhöndlun eða er urðaður.
1)Í þessari tilskipun merkir „hraðbraut“: hraðbraut samkvæmt skilgreiningu í Evrópusamningnum um aðalumferðaræðar milli landa frá 15. nóvember 1975.2)Í þessari tilskipun merkir „flugvöllur“: flugvelli samkvæmt skilgreiningunni í Chicago-samþykktinni frá 1944 um stofnun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (14. viðauki).