1. Samninga um smíði, sölu og leigu fasteigna eða samninga um önnur réttindi í sambandi við fasteignir.
Samningar um að látnar skuli í té vörur og þær felldar að fasteignum eða samningar um viðgerðir fasteigna skulu þó falla undir gildissvið laganna.
2. Samninga um reglubundna afhendingu matvöru, drykkjarvöru eða annarrar vöru sem ætluð er til heimilisnota.
3. Vátryggingasamninga.
4. Samninga um verðbréfakaup.
5. Samninga um afhendingu vöru eða þjónustu að því tilskildu að eftirfarandi þrjú skilyrði séu uppfyllt:
a. Að gengið sé frá samningnum á grundvelli sölubæklings seljanda sem neytandinn hefur fengið tækifæri til að skoða án þess að umboðsmaður seljanda sé viðstaddur.
b. Að ráðgert sé framhald á sambandi neytanda og umboðsmanns seljanda með tilliti til yfirstandandi viðskipta eða annarra viðskipta síðar.
c. Að í sölubæklingi og samningi komi skýrt og greinilega fram réttur neytanda til að skila vörunum aftur til þess sem lét hana í té innan tíu daga hið minnsta frá móttöku vörunnar eða að öðrum kosti falla frá samningnum án annarrar skuldbindingar en þeirrar að veita vörunni eðlilega umsjá.