Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Lög um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta
1985 nr. 24 28. maí
1. gr. Lög þessi taka til starfsheita og starfsréttinda þeirra heilbrigðisstétta sem sérlög gilda ekki um og heilbrigðismálaráðherra ákveður hverju sinni að fella undir lögin, sbr. 2. gr.
Sé um að ræða heilbrigðisstéttir sem lokið hafa viðurkenndu námi fyrir tæknimenntað starfsfólk við lækningar skal nota orðið heilbrigðistæknir í lögum þessum sem sameiginlegt starfsheiti þeirra.
2. gr. Rétt til þess að starfa hér á landi sem starfsmaður heilbrigðisstétta samkvæmt lögum þessum hefur sá einn sem lokið hefur prófi í einhverri grein heilbrigðisfræði og fengið löggildingu heilbrigðismálaráðherra að loknu námi.
Ráðherra setur reglur1) með nánari ákvæðum um nám og menntunarskilyrði fyrir hverja stétt er hann ákveður að fella undir þessi lög, að fengnum tillögum viðkomandi starfsstétta og umsögn landlæknis. Ráðherra er heimilt að setja sem skilyrði fyrir fullu starfsleyfi að viðkomandi sé íslenskur ríkisborgari.
Í þeim tilvikum, þar sem um er að ræða fólk er starfað hefur í starfsgrein án þess að hafa tilskilda starfsmenntun, skal ætíð leita umsagnar viðkomandi starfsstéttar og landlæknis áður en leyfi er veitt.
Gerist Ísland aðili að milliríkjasamningi um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum heilbrigðisstétta er undir lög þessi falla skal fara eftir ákvæðum þessarar greinar eftir því sem við getur átt og samrýmst viðkomandi milliríkjasamningi.
1)Rg. 186/1976
, sbr. 445/1979 (meinatæknar), 199/1983, sbr. 379/1992, 395/1992 (lyfjatæknar), 245/1986 (röntgentæknar), 504/1986, sbr. 39/1989 (sjúkraflutningamenn), 46/1987 (næringarfræðingar), 47/1987 (næringarráðgjafar), 161/1987, sbr. 162/1988 og 325/1991 (læknaritarar), 204/1987, sbr. 285/1989 (sjúkranuddarar), 215/1987 (þroskaþjálfar), 432/1987, sbr. 163/1988 og 418/1989 (matvælafræðingar), 618/1987, sbr. 480/1988 (talmeinafræðingar), 27/1989, sbr. 374/1993, (matartæknar), 60/1990 (hnykkjar), 184/1991 (fótaaðgerðarfræðingar), 272/1991 (náttúrufræðingar), 372/1993 (matarfræðingar) og 259/1998 (tannlæknar).
3. gr. Rétt til þess að nota hér á landi starfsheiti sem heilbrigðismálaráðherra ákveður að fella undir lög þessi, sbr. 2. gr., hafa þeir einir sem hlotið hafa til þess löggildingu heilbrigðismálaráðherra.
4. gr. Þær stéttir, er falla undir lög þessi, starfa við heilbrigðisstofnanir, kennslustofnanir heilbrigðisstétta eða matvælastofnanir. Starfa þær ýmist á eigin ábyrgð eða undir handleiðslu og á ábyrgð læknis eða annars sérfræðings á viðkomandi sviði.
5. gr. Óheimilt er að ráða til þeirra starfa, sem undir þessi lög heyra, aðra en þá sem heilbrigðismálaráðherra hefur veitt löggildingu samkvæmt lögum þessum og reglugerðum sem settar kunna að verða samkvæmt þeim.
6. gr. Um þær starfsstéttir, er falla undir lög þessi, gilda að öðru leyti og eftir því sem við á ákvæði læknalaga, nr. 80/1969, með síðari breytingum.1)
Reglur læknalaga gilda og um viðurlög við brotum í starfi, sviptingu löggildingar starfsréttinda og endurveitingu þeirra.
1)Nú l. 53/1988.
7. gr. Auk þeirra reglna, sem kveðið er á um í 2. gr., getur ráðherra sett nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laga þessara.
8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …