[Til þess að bæta samgöngur um vatnasvæði Þverár og Markarfljóts í Rangárvallasýslu og varna skemmdum af ágangi vatns, skal gera þessi mannvirki:
- 1. Nauðsynlegar fyrirhleðslur til þess að veita Markarfljóti, Álum, Affalli og Þverá að Markarfljótsbrú.
- 2. Nauðsynlegar endurbætur og lenging varnargarðsins hjá Seljalandi til varnar landspjöllum undir Eyjafjöllum.
- 3. Varnargarða innan Háamúla í Fljótshlíð og sunnan Markarfljótsbrúar undir Eyjafjöllum, eftir því sem þurfa þykir til að verjast eyðingu gróðurlendis á þessum slóðum.
- 4. Nauðsynlegar fyrirhleðslur og önnur mannvirki til varnar gegn yfirvofandi stórfelldum skemmdum á vatnasvæðinu að dómi atvinnumálaráðherra.
- 5. Flóðgáttir til áveitu, þar sem öruggt er og nauðsyn þykir.]1)
1)L. 18/1943, 1. gr. Tilvitnanir annars staðar í lögunum til liða í 1. gr. eiga við greinina eins og hún var upphaflega orðuð í l. 27/1932.