Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Lög um Fiskistofu
1992 nr. 36 27. maí
I. kafli.1. gr. Fiskistofa skal starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði sjávarútvegsmála, svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Fiskistofa heyrir undir sjávarútvegsráðherra.
2. gr. Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. [Þá skal Fiskistofa hafa með hendi eftirlit með meðferð fisks og framleiðslu sjávarafurða.]1) Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.
1)L. 92/1992, 1. gr.
3. gr. [Ráðherra skipar forstöðumann Fiskistofu, fiskistofustjóra, til fimm ára í senn.]1)
Sjávarútvegsráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um skipulag og starfsemi Fiskistofu.
1)L. 83/1997, 144. gr.
4. gr. [Fiskistofa getur með heimild ráðherra, og að höfðu samráði við Hagstofu Íslands, falið öðrum tiltekna þætti við söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegs.]1)
1)L. 144/1995, 15. gr.
II. kafli.…
III. kafli.13. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 1992. …