Til aðstoðar aðfangaeftirlitinu skipar landbúnaðarráðherra tvær nefndir til fjögurra ára í senn sem hafa það hlutverk að vera ráðgefandi um framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum:
- 1. Fóðurnefnd, skipuð þremur mönnum, [einum tilnefndum af Bændasamtökum Íslands],2) einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og dýralækni tilnefndum af yfirdýralækni. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.
- 2. Sáðvöru- og áburðarnefnd, skipuð þremur mönnum, [einum tilnefndum af Bændasamtökum Íslands],2) einum tilnefndum af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og einum skipuðum af landbúnaðarráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
1)L. 83/1997, 89. gr.2)L. 73/1996, 30. gr.
II. kafli.Aðfangaeftirlit.