Í sambandi við hlutafélag skv. 1. gr. er ríkisstjórninni heimilt:
- 1. Að leggja fram [allt að jafnvirði 33 milljóna Bandaríkjadollara í íslenskum krónum],1) …2) Einnig er henni heimilt að taka lán í sama skyni.
- 2. Að kaupa eða láta kaupa jarðnæði við Grundartanga í Hvalfirði, er leigt verði félaginu, eftir því sem þarfir verksmiðju þess krefjast, sbr. 10. gr.
- 3. Að láta byggja og reka höfn við Grundartanga í Hvalfirði, sem félagið hafi aðgang að, og kaupa eða láta kaupa nauðsynleg landsréttindi höfninni til handa, sbr. 10. gr.
- 4. Að sjá um að leggja veg að hinu fyrirhugaða verksmiðju- og hafnarsvæði við Grundartanga.
- 5. Að láta leggja raflínu að hinu fyrirhugaða verksmiðju- og hafnarsvæði við Grundartanga, til flutnings á rafmagni til byggingar verksmiðju félagsins og hafnarinnar og til almennra nota þar á staðnum.
- 6. Að veita félaginu lán í sambandi við byggingu verksmiðjunnar, að fjárhæð allt að jafnvirði 24,2 milljóna norskra króna, með þeim kjörum, sem ríkisstjórnin ákveður, eða leggja fram sömu fjárhæð til aukningar á hlutafé þess, gegn samsvarandi lánum eða framlögum frá samstarfsaðilum hennar að tiltölu við hlutafjáreign þeirra. Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán í þessu skyni.
- 7. Að lækka stimpilgjöld og þinglýsingargjöld vegna stofnlána, sem félagið tekur í sambandi við byggingu verksmiðjunnar, [svo og stimpilgjald af hlutabréfum].3)
- 8. …3)
1)L. 95/1984, 1. gr.2)L. 64/1997, 2. gr.3)L. 95/1984, 2. gr.