Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka samkvæmt tillögum Bretton Woods fundarins og um lántöku í því skyni

1945 nr. 105 21. desember


1. gr.
        Ríkisstjórn Íslands er heimilt fyrir hönd hins íslenska lýðveldis að gerast aðili að stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka, samkvæmt tillögum, sem samþykktar voru í júlí 1944 á fundi hinna sameinuðu þjóða og þeirra þjóða, sem með þeim vinna (United and Associated Nations) í Bretton Woods í Bandaríkjunum.

2. gr.
        Ráðherra sá, sem hefur á hendi yfirstjórn bankamála landsins, skipar einn mann og annan til vara til 5 ára til að taka sæti í fulltrúaráði gjaldeyrissjóðsins og sömuleiðis einn mann og varamann til sama tíma í bankaráð alþjóðabankans.
        Þóknun fyrir störf þeirra skal ákveðin af ráðherra.

3. gr.
        [Til þess að standa straum af framlögum ríkisins til gjaldeyrissjóðsins og alþjóðabankans heimilast ríkisstjórninni að taka innanríkislán, er jafngildi allt að 3,5 milljónum dollara.]1)

1)L. 30/1959, 1. gr.


4. gr.
        …1)

1)L. 30/1960, 14. gr.


5. gr.
        Skylt er öllum þeim, sem skulda fé í erlendum gjaldeyri, að gefa Hagstofu Íslands skýrslu um skuldir sínar ársfjórðungslega í því formi, er hún fyrirskipar.