[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má framsögumaður máls, ráðherra eða þingmaður, eigi tala lengur en þrjátíu mínútur í fyrsta sinn, fimmtán mínútur í annað sinn og fimm mínútur í þriðja sinn við 1. umræðu um lagafrumvörp. Aðrir þingmenn og ráðherrar mega eigi tala lengur við þá umræðu en 20 mínútur í fyrra sinn og tíu mínútur í síðara sinn. Hver þingflokkur á rétt á að fá ræðutíma samkvæmt þessari málsgrein lengdan, allt að tvöföldum tíma, ef fyrir liggur rökstudd beiðni þar að lútandi áður en frumvarp er tekið til umræðu.]1)
1)L. 102/1993, 5. gr.2)L. 74/1992, 5. gr.