a. Einstaka gripi: Hrúta, sem hlotið hafa fyrstu verðlaun, naut, sem hlotið hafa fyrstu eða önnur verðlaun, og kynbótahesta, sem hlotið hafa fyrstu verðlaun á sveitasýningum eða héraðssýningum, enda nái ekki skyldutryggingarákvæði 3. gr. til þessara gripa.
b. Ær í kynbótabúum og sauðfjárræktarfélögum, sem styrks njóta af opinberu fé.
c. Heil kúabú, en þó eigi gegn kálfleysi.
d. Heil sauðfjárbú gegn vanhöldum og slysum, er nema meiru en 5% á ári. Þar undir telst lambalát fram að sauðburðarbyrjun, en eigi önnur lambavanhöld.