Öll tryggingafélög og aðrir, sem annast vátryggingar, skulu árlega innheimta með iðgjöldum sínum, sérstakt brunavarnagjald fyrir Brunamálastofnun ríkisins.1) Brunavarnagjaldið má nema allt að 0,045 prómillum af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga fasteigna og lausafjár, svo og samsettra vátrygginga sem fela í sér brunatryggingu. Viðlagatrygging skal þó ekki teljast gjaldskyld trygging í þessu efni né heldur brunatryggingar skipa og flugvéla. [Ráðherra]2) ákveður hversu hátt fyrrgreint hlutfall skal vera og setur nánari reglur um innheimtu brunavarnagjaldsins í reglugerð. Þeir aðilar, sem innheimta brunavarnagjaldið, skulu hafa staðið Brunamálastofnun ríkisins skil á gjaldinu innan þriggja mánaða frá innheimtu þess. Endanlegt uppgjör gjaldsins fyrir hvert ár fer fram þegar ársreikningar þeirra aðila, sem annast innheimtu brunavarnagjaldsins, liggja fyrir.
1)Sbr. þó ákvæði l. 158/1998, 5. gr.2)L. 15/1997, 5. gr.