Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfćrt til 1. janúar 1999.


Lög um Háskólann á Akureyri

1992 nr. 51 1. júní


I. kafli.
Hlutverk.
1. gr.
        Háskólinn á Akureyri skal vera vísindaleg frćđslu- og rannsóknastofnun er veiti nemendum sínum menntun til ţess ađ sinna sjálfstćtt vísindalegum verkefnum, gegna ýmsum störfum í atvinnulífinu, öđrum ábyrgđarstöđum og stunda frekara háskólanám. Háskólanum er einnig heimilt ađ annast endurmenntun á vettvangi frćđa sem kennd eru í deildum skólans, sbr. 9. gr.

II. kafli.
Stjórn.
2. gr.
        Háskólinn á Akureyri heyrir undir menntamálaráđuneyti.
        Í háskólanefnd eiga sćti:
a. Rektor sem jafnframt er formađur nefndarinnar.
b. Forstöđumenn deilda háskólans.
c. Einn fulltrúi fastráđinna kennara og annar til vara, kjörnir til tveggja ára á almennum fundi ţeirra.
d. Einn fulltrúi og annar til vara, kjörnir af starfsmönnum öđrum en fastráđnum kennurum til tveggja ára á almennum fundi ţeirra.
e. Tveir fulltrúar nemenda og tveir til vara kjörnir til eins árs á almennum fundi ţeirra.
f. Framkvćmdastjóri, sbr. 4. gr., á sćti á fundum nefndarinnar og hefur ţar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvćđisrétt. Framkvćmdastjóri er ritari nefndarinnar.

        Háskólanefnd kýs sér varaformann úr hópi forstöđumanna deilda til eins árs í senn og er hann jafnframt stađgengill rektors.
        Rektor bođar til funda í háskólanefnd eftir ţörfum. Skylt er ađ bođa til fundar ef fjórir eđa fleiri nefndarmenn krefjast ţess. Varamenn sitja fundi nefndarinnar í forföllum ađalfulltrúa. Háskólanefnd er ályktunarhćf ef tveir ţriđju hlutar nefndarmanna sćkja fund. Afl atkvćđa rćđur úrslitum mála. Falli atkvćđi jöfn rćđur atkvćđi rektors.
        Háskólanefnd, undir forsćti rektors, fer međ yfirstjórn málefna er varđa háskólann í heild, stuđlar ađ, skipuleggur og hefur umsjón međ samvinnu deilda og samskiptum viđ ađila utan skólans, ţar međ taliđ samstarf viđ ađra skóla og rannsóknastofnanir. Enn fremur afgreiđir háskólanefnd árlega fjárhagsáćtlun fyrir skólann í heild og hefur ađ öđru leyti úrskurđarvald í málefnum háskólans eftir ţví sem lög mćla og nánar er ákveđiđ í reglugerđ.

3. gr.
        Rektor er yfirmađur stjórnsýslu háskólans og ćđsti fulltrúi hans. Hann vinnur ađ mörkun heildarstefnu í málefnum háskólans og hefur eftirlit međ rekstri hans, kennslu, rannsóknum, ţjónustu og annarri starfsemi.
        Rektor er skipađur af [ráđherra]1) til fimm ára. Skal stađan auglýst laus til umsóknar.
        Háskólanefnd skipar hverju sinni ţriggja manna nefnd til ţess ađ dćma um hćfi umsćkjenda til ađ gegna stöđu rektors. Menntamálaráđuneytiđ tilnefnir einn mann í nefndina en háskólanefnd Háskólans á Akureyri hina tvo og er annar ţeirra formađur nefndarinnar. Í nefnd ţessa má skipa ţá eina sem lokiđ hafa ćđri prófgráđu viđ háskóla og öđlast stjórnunarreynslu á háskólastigi.
        Hćfni umsćkjanda um rektorsembćtti skal metin eftir vísinda- og útgáfustörfum hans, ferli hans sem háskólakennara, stjórnunarreynslu og öđrum störfum sem á einhvern hátt lúta ađ háskólastjórn og ćđri menntun. Engum manni má veita embćtti rektors viđ Háskólann á Akureyri nema meiri hluti dómnefndar hafi látiđ í ljós ţađ álit ađ hann sé hćfur til ţess og meiri hluti háskólanefndar hafi mćlt međ honum.
        Heimilt er ađ tillögu háskólanefndar ađ endurskipa sama mann rektor önnur fimm ár.

1)L. 150/1996, 18. gr.


4. gr.
        Rektor rćđur framkvćmdastjóra ađ fengnum tillögum háskólanefndar. Framkvćmdastjóri stýrir í umbođi rektors og í samvinnu viđ forstöđumenn deilda skrifstofuhaldi háskólans og annast fjárreiđur hans. Međ sama hćtti undirbýr hann árlega fjárhagsáćtlun og hefur eftirlit međ ţví ađ rekstur skólans sé í samrćmi viđ gildandi heimildir.
        Rektor rćđur annađ starfsliđ viđ stjórnsýslu og rekstur eftir ţví sem fjárveitingar leyfa og heimildir standa til.

5. gr.
        Forstöđumađur, í umbođi deildarfundar, hefur yfirumsjón međ starfsemi og rekstri deildar og vinnur ađ stefnumörkun í málefnum hennar. Hann á jafnframt sćti í háskólanefnd.
        Forstöđumađur hverrar deildar er kjörinn á deildarfundi. Skal stađan auglýst laus til umsóknar. Kjörgengur er hver sá umsćkjandi sem uppfyllir hćfnisskilyrđi um stöđu háskólakennara, sbr. 10. gr. ţessara laga, 11. gr. laga nr. 131/1990, um Háskóla Íslands, eđa 32. gr. laga nr. 29/1988,1) um Kennaraháskóla Íslands, á vettvangi frćđa sem annađhvort eru kennd í viđkomandi deild eđa tengjast viđfangsefnum hennar. Ađ fengnu samţykki háskólanefndar rćđur rektor ţann sem kjör hlýtur til ţriggja ára. Deildarfundur kýs jafnframt stađgengil hans til ţriggja ára úr hópi fastráđinna kennara viđ deildina. Í reglugerđ skal kveđa nánar á um tilhögun viđ kjör forstöđumanns.

1)Felld úr gildi međ l. 137/1997, 15. gr.


6. gr.
        Á deildarfundum eiga sćti forstöđumađur deildar, prófessorar, dósentar og lektorar hvort sem ţeir gegna fullu starfi eđa hlutastarfi. Einnig eiga ţar sćti tveir fulltrúar stundakennara og tveir fulltrúar nemenda viđkomandi deildar. Framkvćmdastjóra eđa fulltrúa hans er heimilt ađ sitja deildarfundi međ málfrelsi og tillögurétt en án atkvćđisréttar.
        Deildarfundur er ályktunarfćr ef fund sćkir meira en helmingur atkvćđisbćrra manna. Afl atkvćđa rćđur úrslitum mála. Nú eru atkvćđi jöfn og rćđur ţá atkvćđi forstöđumanns.
        Deildarfundur fjallar um meginatriđi í starfsemi viđkomandi deildar og ber ásamt forstöđumanni ábyrgđ á ađ hún sé í samrćmi viđ lög og gildandi reglur. Deildarfundur sker úr málum er varđa skipulag kennslu og próf, kýs forstöđumann, leggur fram tillögu til háskólanefndar um árlega fjárhagsáćtlun deildarinnar og sinnir ađ öđru leyti ţeim verkefnum sem honum eru falin í lögum og reglugerđ.

7. gr.
        Nánar skal ákveđiđ í reglugerđ um verksviđ og starfsskyldur háskólanefndar, deildarfunda, rektors, framkvćmdastjóra, forstöđumanna deilda og annars starfsfólks háskólans.

8. gr.
        Háskólinn á Akureyri og einstakar deildir hans skulu fyrir sitt leyti hafa samráđ og samstarf viđ ađra skóla á háskólastigi til ađ nýta sem best tiltćka starfskrafta og gagnakost og stuđla međ hagkvćmum hćtti ađ fjölbreyttari menntunartćkifćrum. Í ţví skyni skulu samstarfsađilar m.a. setja framkvćmdareglur um gagnkvćma viđurkenningu námsţátta. Háskólanum er einnig heimilt ađ gera samstarfssamninga viđ ađrar stofnanir, sem tengjast starfssviđi skólans, um kennslu, rannsóknir og ráđningu starfsfólks. Réttindi ţess skulu skilgreind í reglugerđ.

III. kafli.
Kennarar, deildir og stofnanir háskólans.
9. gr.
        Í Háskólanum á Akureyri eru ţessar deildir: heilbrigđisdeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild. Menntamálaráđuneytiđ heimilar stofnun fleiri deilda og skiptingu deilda í námsbrautir ađ fengnum tillögum háskólanefndar og innan marka fjárveitinga í fjárlögum.
        Deildir háskólans skulu hafa međ sér náiđ samstarf. Ţannig skal međ samnýtingu mannafla, bókasafns, kennslutćkja og annarrar ađstöđu stefnt ađ ţví ađ efla fjölbreytta menntunarkosti og tryggja hagkvćmni í rekstri. Í ţessu skyni má nýta starfsskyldu ţeirra sem ráđnir eru til starfa viđ einhverja deild háskólans í ţágu annarra deilda eđa skólans í heild.
        Í reglugerđ skal setja nánari ákvćđi um deildir háskólans, ţar međ taliđ mat á starfsemi ţeirra.

10. gr.
        Fastir kennarar háskólans eru lektorar, dósentar eđa prófessorar. Einnig starfa stundakennarar viđ skólann. Dósents- eđa prófessorsstöđu skal ţví ađeins stofna ađ forsendur séu fyrir ţví ađ stađan tengist rannsóknastörfum.
        [Ráđherra rćđur prófessora, en rektor rćđur dósenta, lektora og stundakennara.]1)
        Ţá eina má [ráđa]1) fasta kennara sem lokiđ hafa fullnađarprófi frá háskóla eđa annarri sambćrilegri stofnun í ađalgrein ţeirri er ţeir eiga ađ kenna.
        Háskólanefnd skipar hverju sinni ţriggja manna nefnd til ţess ađ dćma um hćfi umsćkjenda til ađ gegna fastri stöđu prófessors, dósents eđa lektors. Menntamálaráđuneyti tilnefnir einn mann í nefndina, Háskóli Íslands annan og háskólanefnd Háskólans á Akureyri hinn ţriđja og er hann formađur nefndarinnar. Í nefnd ţessa má skipa ţá eina sem lokiđ hafa háskólaprófi í hlutađeigandi grein eđa eru ađ öđru leyti viđurkenndir sérfrćđingar í greininni.
        Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um ţađ hvort af vísindagildi rita og rannsókna umsćkjanda svo og námsferli hans og störfum megi ráđa ađ hann sé hćfur til ađ gegna [starfinu].1) Álitsgerđ nefndarinnar skal höfđ til hliđsjónar ţegar [starfiđ]1) er veitt og má engum manni veita [starf]1) prófessors, dósents eđa lektors viđ Háskólann á Akureyri nema meiri hluti dómnefndar hafi látiđ í ljós ţađ álit ađ hann sé hćfur til ţess og ađ meiri hluti háskólanefndar hafi mćlt međ honum. [Heimilt er ađ flytja lektor í dósentsstöđu og dósent í [prófessorsstarf]1) samkvćmt nánari ákvćđum í reglugerđ.]2)
        Um starfsskyldur og réttindi kennara fer eftir kjarasamningum og nánari ákvćđum í lögum og reglugerđum.

1)L. 150/1996, 19. gr.2)L. 70/1994, 1. gr.


11. gr.
        Háskólanefnd er heimilt ađ veita kennurum og öđrum fastráđnum starfsmönnum háskólans rannsóknarleyfi um allt ađ eins árs skeiđ međ föstum embćttislaunum, enda liggi fyrir fullnćgjandi greinargerđ um hvernig umsćkjandi hyggst verja rannsóknarleyfinu til ađ auka ţekkingu sína eđa sinna sérstökum rannsóknaverkefnum. Leita skal umsagnar rektors um umsókn um rannsóknarleyfi.
        Eftir ţví sem fjárlög heimila getur háskólanefnd veitt einstaklingi, sem rannsóknarleyfi hlýtur, styrk til ađ standa straum af nauđsynlegum ferđa- og dvalarkostnađi í sambandi viđ rannsóknarleyfiđ.
        Nánari reglur um rannsóknarleyfi og styrkveitingar má setja í reglugerđ.

12. gr.
        Háskólanum er heimilt međ samţykki menntamálaráđuneytis ađ koma á fót rannsóknastofnun á eigin vegum eđa í samvinnu viđ ađra ađila.
        Kennarar skólans geta fullnćgt rannsóknaskyldu sinni ađ nokkru eđa öllu leyti međ störfum í ţágu stofnunarinnar. Heimilt er ađ ráđa sérfrćđinga til starfa viđ hana.
        Í reglugerđ skal m.a. kveđa á um starfssviđ og deildir stofnunarinnar, stjórn, tengsl viđ háskólanefnd og deildir skólans, samstarf viđ rannsóknastofnanir sjávarútvegsins og ađrar stofnanir sem tengjast kennslu- og rannsóknasviđi háskólans hverju sinni.
        Háskólanefnd skal setja reglur um skipulag og ráđstöfun á rannsóknasjóđum sem háskólinn hefur til umráđa.

13. gr.
        Viđ háskólann er rannsókna- og sérfrćđibókasafn sem tengist frćđasviđum skólans. Hlutverk ţess er ađ veita nemendum og kennurum háskólans og öđrum lánţegum safnsins sérhćfđa ţjónustu vegna kennslu, náms og rannsókna.
        Rektor rćđur yfirbókavörđ ađ fengnum tillögum háskólanefndar. Setja skal í reglugerđ nánari ákvćđi um starfrćkslu bókasafns og tilhögun ráđninga yfirbókavarđar og annars starfsfólks safnsins.

IV. kafli.
Nemendur, kennsla og próf.
14. gr.
        Háskólaáriđ telst frá 15. ágúst til jafnlengdar nćsta ár. Kennsluár skiptist í tvö kennslumissiri, haustmissiri og vormissiri. Á kennslumissiri skulu vera eigi fćrri en 15 kennsluvikur, próf og leyfi koma ţar til viđbótar. Missiraskipting, próftímabil, leyfi og önnur kennsluhlé skulu ákveđin í reglugerđ.

15. gr.
        [Hver sá sem stađist hefur stúdentspróf frá íslenskum skóla sem heimild hefur til ađ brautskrá stúdenta getur sótt um ađ skrá sig til náms viđ háskólann gegn ţví ađ greiđa skrásetningargjald, 24.000 kr. Upphćđ gjaldsins kemur til endurskođunar viđ afgreiđslu fjárlaga ár hvert. Háskólanefnd er heimilt međ samningi ađ ráđstafa allt ađ 13% af gjaldinu til Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri og allt ađ 10% til sérstakra verkefna samkvćmt samningi milli Háskólans á Akureyri og Félags stúdenta viđ Háskólann á Akureyri sem háskólanefnd stađfestir. Heimilt er ađ taka 15% hćrra gjald af ţeim sem fá leyfi til skrásetningar utan auglýstra skrásetningartímabila.
        Háskólanefnd er heimilt ađ leyfa skrásetningu einstaklinga er lokiđ hafa öđrum prófum en tilgreint er í 1. mgr. ef hlutađeigandi deild eđa námsbraut telur ađ um sé ađ rćđa fullnćgjandi undirbúning til náms viđ háskólann. Heimilt er ađ setja í reglugerđ nánari ákvćđi um inntökuskilyrđi.
        Inntaka nemenda er í höndum háskólanefndar og getur hún ađ fengnu samţykki menntamálaráđuneytis takmarkađ fjölda ţeirra sem hefja nám viđ deildir háskólans. Setja skal í reglugerđ ákvćđi er mćla fyrir um árlega skráningu nemenda.]1)

1)L. 30/1996, 1. gr.


16. gr.
        Í reglugerđ háskólans skal setja ákvćđi um prófgreinar, próftíma, fullnađarpróf, einkunnir, prófdómara og annađ er ađ prófum lýtur.

V. kafli.
Ýmis ákvćđi.
17. gr.
        Menntamálaráđherra setur, ađ fengnum tillögum háskólanefndar, reglugerđ međ nánari ákvćđum um framkvćmd laganna.1)

1)Rg. 292/1992, 380/1994 og 366/1995. Rg. 393/1996.


18. gr.
        Lög ţessi öđlast ţegar gildi …