Andmæli gegn gildi erfðaskrár skal bera fram við [sýslumann],1) [skiptastjóra]2) eða erfingja, sem skipta einkaskiptum, jafnfljótt og tilefni verður til. Andmæli, sem koma fram eftir skiptalok, skulu ekki tekin til greina, nema það sannist, að erfingi hafi ekki haft tök á að bera þau upp við skiptin eða refsiverðu misferli sé til að dreifa við gerð erfðaskrár eða við skipti erfingja.
1)L. 48/1989, 13. gr.2)L. 20/1991, 136. gr.
6. Um breytingu og afturköllun á erfðaskrám.