Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum

1996 nr. 74 5. júní


1. gr.
        Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum sem gerður var í Strassborg 25. janúar 1988 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum.1)

1)Sjá Stjtíð. A 1996, bls. 226–238.


2. gr.
        Þegar samningur sá er um ræðir í 1. gr. hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.
        Lög þessi öðlast þegar gildi.