Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Evra: Gjaldmiðil þeirra ríkja Evrópusambandsins (ESB) sem taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í samræmi við sáttmála ESB, sem undirritaður var 7. febrúar 1992.
EMU: Efnahags- og myntbandalag Evrópu.
Eka: Evrópureikningseiningu (European Currency Unit, ECU) sem myndar myntkörfu sem um er fjallað í reglum ESB nr. 3320/94 og í gildi er þegar evran verður tekin upp sem gjaldmiðill þátttökuríkja í EMU.
Eka sem vísað er til í samningi, skuldaskjali eða öðrum löggerningi og skilgreind er á sama hátt og segir í 1. mgr. skal metin sem ein eka á móti einni evru. Sé vísað til eku í samningi, skuldaskjali eða öðrum löggerningi án þess að eka sé skilgreind á þann hátt sem greinir í 1. mgr. skal líta svo á að um eku í skilningi 1. mgr. sé að ræða, nema sýnt sé fram á að annað hafi vakað fyrir aðilum að slíkum samningi, skuldaskjali eða öðrum löggerningi.