Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum
hafa í huga, í samræmi við grundvallaratriði þau sem sett eru fram í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að viðurkenning á meðfæddri göfgi mannsins og jöfnum óaðskiljanlegum réttindum allra manna sé grundvöllur frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,
viðurkenna að þessi réttindi leiðir af meðfæddri göfgi mannsins,
viðurkenna, í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, að sú hugsjón að menn séu frjálsir og njóti borgaralegs og stjórnmálalegs frelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verði skilyrði til þess að allir geti notið borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda,
hafa í huga skyldur ríkja samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna til þess að stuðla að almennri virðingu fyrir og varðveislu mannréttinda og frelsis,
gera sér grein fyrir að einstaklingurinn sem hefur skyldur gagnvart öðrum einstaklingum og samfélagi því sem hann tilheyrir hefur þá ábyrgð að leitast við að stuðla að og halda í heiðri réttindi þau sem viðurkennd eru í þessum samningi,
samþykkja eftirfarandi greinar:
Skýrslunni skal jafnan komið á framfæri við hlutaðeigandi aðildarríki.
Ríki þau sem aðilar eru að bókun þessari,
hafa í huga að, til þess að ná frekar markmiðum samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (hér á eftir kallaður samningurinn) og koma frekar í framkvæmd ákvæðum hans, væri við hæfi að gera mannréttindanefndinni sem stofnuð er í IV. hluta samningsins (hér á eftir kölluð nefndin) kleift að taka við og athuga, eins og gert er ráð fyrir í bókun þessari, erindi frá einstaklingum sem halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skerðingu á einhverjum þeirra réttinda sem lýst er í samningi þessum,
hafa orðið ásátt um eftirfarandi:
1)Birt sem augl. í Stjtíð. C 1991, nr. 11.
Ríki þau sem aðilar eru að bókun þessari
telja að afnám dauðarefsingar stuðli að eflingu göfgi mannsins og framþróun mannréttinda,
minna á 3. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 og 6. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem samþykkt var 16. desember 1966,
minna á að í 6. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sé vísað til afnáms dauðarefsingar á þann hátt að sérstaklega sé gefið til kynna að afnám dauðarefsingar sé æskilegt,
eru sannfærð um að allar ráðstafanir til afnáms dauðarefsingar skuli teljast auka möguleikana á að njóta réttar til lífs,
æskja að takast hér með á hendur alþjóðlega skuldbindingu um afnám dauðarefsingar,
hafa komið sér saman um eftirfarandi: