1. [Löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóns skal hafa lögheimili hér á landi, vera lögráða og fullra 25 ára og hafa forræði á búi sínu.]1)
2. Hann skal hafa tekið embættispróf í lögum við Háskóla Íslands [eða sambærilegt próf við annan háskóla].1)
3. Hann skal hafa aflað sér fræðilegrar sérþekkingar á sjórétti og sjóvátryggingarrétti við erlendan háskóla eigi skemur en eitt ár.
4. Hann skal leggja fram skilríki fyrir því, að hann hafi starfað að niðurjöfnun sjótjóns hjá innlendum eða erlendum löggiltum niðurjöfnunarmanni sjótjóns eigi skemur en eitt ár.
5. Hann má ekki reka atvinnu, er ráðherra telur ósamrýmanlega þessu starfi, svo sem skipamiðlun, eða veita forstöðu skipa- eða vátryggingarfélögum.