Ríkisstjórninni er heimilt fyrir Íslands hönd að fullgilda samning um stofnun Norræna fjárfestingarbankans milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 4. desember 1975 og prentaður er sem fylgiskjal I með lögum þessum.1)
1)Samningurinn og samþykktir bankans eru birt í Stjtíð. sem fylgiskjal með l. 26/1976, sbr. einnig Stjtíð. A 77/1982.