Til að annast námskeið og próf skipar ráðherra þriggja manna prófnefnd. Ráðherra getur, að fenginni umsögn prófnefndar, falið öðrum að annast námskeið og próf samkvæmt lögum þessum. Ákvæði um tilhögun námskeiða, námsgreinar og kennslu, svo og námskeiða- og prófagjöld skulu sett í reglugerð. Við ákvörðun á fjárhæð þeirra skal við það miðað að þau séu eigi hærri en kostnaður við námskeið og próf.]3)
1)L. 37/1995, 1. gr.2)l. 37/1995, 2. gr.3)L. 29/1997, 1. gr.