Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um menntun kennara

1947 nr. 16 12. mars


I. kafli.
Um Kennaraskóla Íslands. …1)

1)Sjá nú l. 137/1997.

II. kafli.
Um kennslustofnun í uppeldisvísindum við Háskóla Íslands.
12. gr.
        Við heimspekideild Háskóla Íslands skal koma á fót kennslustofnun í uppeldisvísindum, jafnskjótt og aðstaða er fengin til æfinga- og tilraunakennslu. Hlutverk þessarar stofnunar er að veita kennurum við barnaskóla og skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla og sérskóla menntun í uppeldisfræði, sálarfræði og kennslufræði. Auk þess skulu kennarar í uppeldisvísindum annast rannsóknir og leiðbeiningar í þágu uppeldismála landsins, eftir því sem samrýmist kennslustörfum þeirra.

13. gr.
        Þeir nemendur, sem búa sig undir kennslustörf við skóla gagnfræðastigsins, skulu stunda kennsluæfingar í þeim skólum, en þeir, sem búa sig undir að verða kennarar í menntaskóla eða sérskóla, skulu stunda kennsluæfingar í menntaskóla eða samsvarandi sérskóla. En að öðru leyti fara kennsluæfingar og annar hagnýtur starfsundirbúningur fram í æfinga- og tilraunaskóla. Háskólakennarar, sem þessa kennslu annast, og nemendur þeirra hafa aðgang að slíkum skóla til athugana og tilrauna.

14. gr.
        Rétt til að stunda nám í uppeldisvísindum við stofnun þessa og taka þar próf hafa allir þeir, sem lokið hafa almennu kennaraprófi, svo og stúdentar.

15. gr.
        …1)

1)L. 60/1957, 43. gr.


16. gr.
        Í kennslustofnun í uppeldisvísindum í háskólanum skal kenna eftirtaldar greinar:
a. lífeðlisfræði, almenna og hagnýta sálarfræði, sálarfræði barna og unglinga, heilbrigðra, geðveiklaðra, vangefinna og siðferðilega vangæfra;
b. vísindalega og hagnýta uppeldisfræði, sögu uppeldisfræðinnar, sögu uppeldisins, einkum hér á landi, og uppeldislega siðfræði og félagsfræði;
c. almenna kennslufræði og kennsluæfingar í einstökum greinum.

        Þeir nemendur, sem búa sig undir kennslustörf við skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla eða sérskóla, skulu leggja stund á almenna sálarfræði barna og unglinga og kennslufræði, einkum í þeim greinum, sem þeir öðlast réttindi til að kenna.
        Kennsla fer fram í fyrirlestrum, tilraunum og æfingum. Sérstaka áherslu ber að leggja á sjálfstæða vinnu nemenda.
        Að öðru leyti fer um nám og próf eftir reglugerð, sem sett er samkvæmt 2. gr. háskólalaganna 23. júní 1936.1)

1)L. 131/1990, 40. gr.


III. kafli.
Um æfinga- og tilraunaskóla. …1)

1)L. 23/1963, 21. gr.

IV. kafli.
Um Íþróttakennaraskóla Íslands. …1)

1)L. 65/1972, 17. gr. Sjá nú l. 137/1997.

V. kafli.
Um Handíðakennaraskóla Íslands. …1)

1)L. 23/1963, 21. gr.

VI. kafli.
Um húsmæðrakennaraskóla.
1)

1)L. 26/1975. Sjá nú l. 137/1997.

38. gr.
        Húsmæðrakennaraskóli skal starfa í Reykjavík eða nágrenni hennar. Hann skal hafa aðstöðu til þess búreksturs, sem nauðsynlegur er vegna námsins.

39. gr.
        Þegar hús verður reist yfir skólann, skal þar vera heimavist fyrir þá nemendur, er búa sig undir kennarastörf við húsmæðraskóla, svo og aðra nemendur, er heimili eiga utan Reykjavíkur.

40. gr.
        Markmið skólans er að búa nemendur undir:
1. hússtjórnarkennslu í húsmæðraskólum og skólum gagnfræðastigsins;
2. ráðskonustörf við heimavistarskóla og aðrar opinberar stofnanir.


41. gr.
        Námstími þeirra, er ætla að verða húsmæðraskólakennarar, skal vera 2 ár hið minnsta, en 1 ár fyrir þá nemendur, er búa sig undir hússtjórnarkennslu í skólum gagnfræðastigsins og ráðskonustörf.
        Nánari ákvæði um námstíma skulu sett í reglugerð.

42. gr.
        Þessi eru almenn inntökuskilyrði í skólann:
1. að nemandi sé eigi yngri en 21 árs fyrir næstu áramót;
2. að nemandi sé heilbrigður;
3. að nemandi sé óspilltur að siðferði.


43. gr.
        Nemendur, sem búa sig undir kennslu við húsmæðraskóla eða gagnfræðaskóla, skulu áður hafa lokið almennu kennaraprófi eða hlotið hliðstæða menntun að dómi fræðslumálastjórnar. Enn fremur skulu þeir hafa stundað fjögurra mánaða nám í húsmæðraskóla og unnið að minnsta kosti 12 mánuði samtals að heimilisstörfum í kaupstað eða sveit.
        Þeir nemendur, sem búa sig undir ráðskonustörf, skulu auk skyldunáms hafa lokið prófi í húsmæðraskóla og unnið 12 mánuði hið minnsta við eldhússtörf í matsöluhúsi, heimavistarskóla, sjúkrahúsi eða hliðstæðum stofnunum.

44. gr.
        Þessar námsgreinar skulu kenndar í skólanum:
Verklegar: Matreiðsla, ræsting og þvottur, garðrækt, hirðing húsdýra og búsafurða, meðferð ungbarna og kennsluæfingar.
Bóklegar: Manneldisfræði, efnis- og áhaldafræði og búreikningar.

        Í reglugerð skal kveða nánar á um námsgreinar og námsefni. Þar skulu og settar reglur um próf og einkunnir.

45. gr.
        Við skólann skal starfa einn fastakennari auk skólastjóra. Stundakennara ræður skólastjóri í samráði við fræðslumálastjórn.

46. gr.
        Þriggja manna skólanefnd, kosin til fjögurra ára í senn, hefur umsjón með skólanum.
        Skólanefnd skal þannig skipuð: Félag húsmæðrakennara tilnefnir einn, Kvenfélagasamband Íslands annan, en fræðslumálastjórn hinn þriðja, og er hann formaður nefndarinnar.

47. gr.
        Fræðslumálastjórn setur skólanefnd, skólastjóra og kennurum erindisbréf.

48. gr.
        Heimilt er að halda námskeið fyrir kennara í aðalkennslugreinum skólans, enn fremur fyrir fóstrur samkvæmt ákvæðum reglugerðar.

VII. kafli.
Um réttindi kennara o.fl.
1)

1)Sbr. l. 23/1963, 2. gr., er nema brott þau atriði í VII. kafla, sem koma í bága við greind lög, og sama gegnir um l. 63/1965, 15. gr.

49. gr.
        …1)

1)L. 51/1978, 18. gr.


50. gr.
        Nú hefur kennari gegnt embætti í tíu ár við þá skóla, er í lögum þessum greinir, og óskar að hverfa frá störfum í eitt ár til að efla þekkingu sína og kennarahæfni, skal hann þá senda fræðslumálastjórn beiðni um orlof ásamt greinargerð um, hvernig hann hyggst að verja orlofsárinu. Ef fræðslumálastjórn telur þá greinargerð fullnægjandi, getur hún veitt kennaranum árs orlof með fullum launum. Engum kennara skal þó veita slíkt orlof oftar en einu sinni. Beiðni um orlof skal send fræðslumálastjórn með árs fyrirvara. Fræðslumálastjórn veitir kennurum, er þess óska, leiðbeiningar um, hvernig orlofsári skuli varið, en allir verða þeir að gefa henni fullnægjandi skýrslu um störf sín að orlofsári loknu, að viðlögðum launamissi fyrir það ár.
        Fræðslumálastjórn setur nánari reglur um framkvæmd orlofs kennara. Skal þess gætt, að það trufli ekki störf skólanna né torveldi þau.

51.–54. gr.
        …1)

1)L. 51/1978, 18. gr.


55. gr.
        Fræðslumálastjórn hefur á hendi yfirumsjón þeirra skóla, er um getur í lögum þessum. Kostnaður við rekstur þeirra greiðist úr ríkissjóði.