Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Fjarskipti: Það sem nefnt er „Telecommunication“ í alþjóðafjarskiptasamningum (nú Convention Internationale des Telecommunications, Nice 1989) og merkir hvers konar sendingu og móttöku tákna, merkja, skriftar, mynda og hljóða eða hvers konar boðmiðlun eftir leiðslum með raföldum (radio) eða öðrum rafsegulkerfum.
Fjarskiptavirki: Hvers konar tæki, tækjahlutar, leiðslur, búnaður og því um líkt sem sérstaklega er ætlað til að koma á fjarskiptum eða reka þau, hvort heldur er til sendingar eða móttöku.
Almennt fjarskiptanet: Innviðir fyrir almenn fjarskipti sem gera kleift að flytja merki milli skilgreindra nettengipunkta með rafþræði, örbylgjum, ljóstæknilegum aðferðum eða með öðrum rafsegulaðgerðum.
Fjarskiptaþjónusta: Þjónusta sem að nokkru eða öllu leyti felst í því að beina merkjum um fjarskiptanet með fjarskiptaaðferðum, öðrum en sjónvarpi eða hljóðvarpi.
Almenn fjarskiptaþjónusta: Fjarskiptaþjónusta, sbr. hér að framan, sem ætluð er til almenningsnota eða önnur starfsemi sem miðar að því að flytja fjarskiptaboð milli óskyldra og ótengdra aðila í atvinnuskyni.
Alþjónusta: Afmarkaðir þættir fjarskipta, sem boðnir eru öllum notendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Nánar skal mælt fyrir um í reglugerð, sem samgönguráðherra setur, hvaða þættir fjarskiptaþjónustu falli undir alþjónustu.
Talsímaþjónusta: Þjónusta, seld almenningi, sem fólgin er í beinum rauntímaflutningi á tali um sjálfvirkt fjarskiptanet þannig að notandi getur notað búnað tengdan við tengipunkt á netinu til að hafa samband við annan notanda sem tengdur er við annan tengipunkt.
Virðisaukandi þjónusta: Þjónusta þar sem virðisaukandi þáttum er bætt við fjarskiptaþjónustu.
Rekstrarleyfishafi: Aðili, einstaklingur, félag eða stofnun, sem fengið hefur leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar til að reka fjarskiptaþjónustu og/eða til reksturs fjarskiptanets.
Nettengipunktur: Allar efnislegar tengingar og tækniforskriftir varðandi aðgang að þeim sem eru hluti af almenna fjarskiptanetinu og nauðsynlegar fyrir aðgang og skilvirk fjarskipti um viðkomandi net.
Kapalkerfi: Þráðbundið kerfi sem ætlað er til dreifingar á útvarpsmerkjum til almennings.
Lokaðir notendahópar: Hópar einstaklinga, félaga eða stofnana sem þurfa ekki að vera tengd fjárhagslega, en líta má á sem aðila með viðvarandi viðskiptatengsl vegna sameiginlegrar viðskiptastarfsemi þar sem innri fjarskiptaþarfir verða til vegna þeirra hagsmuna sem liggja að baki viðskiptatengsla þeirra.
Símatorgsþjónusta: Upplýsingaþjónusta með sjálfvirkri svörun sem veitt er gegn gjaldi í gegnum sérstök upphringinúmer sem upplýsingaveitanda er úthlutað.
1)Rg. 359/1997
.1)Rg. 118/1917
. Rg. 70/1942, sbr. augl. 144/1971. Rg. 332/1980, 625/1981, 336/1984, 99/1985, 2/1987, 493/1988, 45/1989. Rg. 15/1991. Rg. 71/1991. Rg. 419/1992, sbr. 312/1994. Rg. 445/1993. Rg. 373/1994. Rg. 382/1994. Rg. 383/1994. Rg. 589/1994, sbr. 437/1997, 604/1998 og 800/1998. Rg. 35/1995. Rg. 337/1995. Rg. 119/1996. Rg. 174/1996. Rg. 608/1996. Gjaldskrá og rg. 624/1996, sbr. 641/1996. Rg. 680/1997. Rg. 216/1998. Rg. 513/19981)Gjaldskrá og rg. 593/1997
.