Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfćrt til 1. janúar 1999.
Lög um félagsráđgjöf
1990 nr. 95 28. september
1. gr. Rétt til ađ kalla sig félagsráđgjafa hefur sá einn, sem til ţess hefur leyfi heilbrigđisráđherra.
2. gr. Leyfi skv. 1. gr. skal veita umsćkjanda sem lokiđ hefur prófi í félagsráđgjöf frá Háskóla Íslands.
Veita má umsćkjanda, sem lokiđ hefur sambćrilegu prófi og um getur í 1. mgr., leyfi til ađ kalla sig félagsráđgjafa og stunda félagsráđgjöf hér á landi. Leita skal umsagnar Stéttarfélags íslenskra félagsráđgjafa og félagsvísindadeildar Háskóla Íslands áđur en leyfi samkvćmt ţessari málsgrein er veitt. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands getur sett sem skilyrđi ađ viđkomandi sanni kunnáttu í íslenskum lögum og reglum er varđa störf félagsráđgjafa hér á landi og sanni kunnáttu í mćltu og rituđu íslensku máli.
3. gr. Takmörkuđ og/eđa tímabundin réttindi má einnig veita ţeim, sem eru í starfi ţegar lög ţessi öđlast gildi, en uppfylla ekki skilyrđi 2. gr.
Slíkt leyfi má ţví ađeins veita ađ fyrir liggi međmćli ţeirrar stofnunar, sem umsćkjandi vinnur hjá. Jafnframt skal leita umsagnar Stéttarfélags íslenskra félagsráđgjafa.
4. gr. Félagsráđgjafi má kalla sig sérfrćđing í sérgrein innan félagsráđgjafar hafi hann fengiđ til ţess leyfi heilbrigđisráđherra.
Heilbrigđisráđherra setur međ reglugerđ, ađ fengnum tillögum Stéttarfélags íslenskra félagsráđgjafa og félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, nánari ákvćđi um skilyrđi fyrir veitingu leyfis til ađ kalla sig sérfrćđing í einhverri af sérgreinum félagsráđgjafar.
5. gr. Óheimilt er ađ ráđa til félagsráđgjafastarfa ađra en ţá, sem starfsleyfi hafa skv. 2. gr., međ ţeim undantekningum, sem leiđir af ákvćđum 3. gr.
6. gr. Félagsráđgjafa er skylt ađ gćta ţagmćlsku um atriđi, sem hann fćr vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvćmt lögum eđa eđli málsins. Ţagnarskyldan helst ţótt viđkomandi láti af starfi.
7. gr. Félagsráđgjafa ber ađ ţekkja skyldur sínar samkvćmt lögum, viđhalda ţekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varđa félagsráđgjöf.
Félagsráđgjafar bera ábyrgđ á ţeirri félagsráđgjöf sem ţeir veita.
8. gr. Um félagsráđgjafa gilda ađ öđru leyti og eftir ţví sem viđ getur átt reglur lćknalaga, nr. 53/1988.
Reglur lćknalaga gilda m.a. um viđurlög viđ brotum í starfi félagsráđgjafa, um sviptingu löggildingar ţeirra og endurveitingu starfsréttinda.
9. gr. Međ mál út af brotum gegn lögum ţessum skal fariđ ađ hćtti opinberra mála.
10. gr. Ráđherra getur sett nánari ákvćđi í reglugerđ um framkvćmd laga ţessara.