a. [0,25% á þann eignarskattsstofn manna, sbr. 80.–82. gr. laga nr. 75/1981, sem er umfram [5.277.058 kr.]1) …1) Þó skal ekki leggja sérstakan eignarskatt á eignir manna sem orðnir eru 67 ára eða eldri fyrir upphaf hlutaðeigandi gjaldárs né heldur þá menn sem nutu örorkulífeyris skv. II. og IV. kafla laga nr. 67/1971, um almannatryggingar,2) með síðari breytingum, á því tekjuári sem næst er á undan álagningarári.
b. 0,25% á eignarskattsstofn lögaðila, sbr. 2. gr. laga nr. 75/1981, og þeirra aðila sem takmarkaða skattskyldu bera, sbr. 3. gr. sömu laga, ákvarðaðan samkvæmt ákvæðum 80.–82. gr. greindra laga. [Þó skal ekki lagður sérstakur eignarskattur á eignarskattsstofn dánarbús í lok andlátsárs, sbr. 5. tölul. 2. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og manna sem takmarkaða skattskyldu bera skv. 3. gr. sömu laga, nema að því leyti sem stofninn er umfram 5.277.058 kr.]1)
Ákvæði VIII.–XIV. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, skulu gilda um álagningu og innheimtu þessa sérstaka eignarskatts eftir því sem við á.