Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Lög um stjórn efnahagsmála o.fl.
1979 nr. 13 10. apríl
…
III. kafli.…1)
1)L. 84/1985, 21. gr.
IV. kafli.Um fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir ríkisstjórnarinnar.
14. gr. Ríkisstjórnin skal leggja fyrir Alþingi fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir fyrir eitt ár í senn, og skulu þær fylgja fjárlagafrumvarpi. Áætlununum skal fylgja stefnumótun í meginatriðum næstu þrjú árin eftir lok þess fjárhagsárs, sem fjárlagafrumvarpið tekur til. Markmið áætlananna er að tryggja, að heildarumsvif í fjárfestingu og þróun peningamála og lánamála samrýmist þjóðhagslegum markmiðum.
15. gr. Í fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum skulu meðal annars eftirtalin atriði koma fram:
- 1. Heildaráætlun um opinberar framkvæmdir og fjármögnun þeirra með framlögum á fjárlögum, eigin fjármögnun opinberra fyrirtækja og lánsfé, ennfremur um framkvæmdir annarra aðila.
- 2. Framlög til framkvæmda atvinnuvega og einstaklinga.
- 3. Framlög til fjárfestingarlánasjóða.
- 4. Útlánaáætlanir fjárfestingarlánasjóða og fjármögnun þeirra.
- 5. Útlánareglur og lánskjör fjárfestingarlánasjóða.
- 6. Áætlun um erlendar lántökur opinberra aðila.
Ennfremur skal gera grein fyrir þróun og horfum um fjárfestingu í einstökum atvinnuvegum. Þá skal greina frá áætlunum um lánamarkaðinn í heild, þar með áætlun um erlendar lántökur og markmið í peningamálum og þeim tækjum, sem beita skal til þess að þeim verði náð, sbr. ákvæði 28. og 29. gr.
Fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum skal jafnan fylgja mat á mannaflaþörf áætlaðra framkvæmda í heild, og þar með mat á atvinnuástandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sérstaklega.
16. gr. Með skýrslu ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir skal lagt fram frumvarp um heimildir til lántöku innanlands og utan, ábyrgðarheimildir og aðrar nauðsynlegar fjáröflunarráðstafanir vegna opinberra framkvæmda og fjárfestingarlánasjóða að því marki, sem slík ákvæði eru ekki í frumvarpi til fjárlaga. Lántökuheimildir eða ábyrgðarheimildir, sem veittar eru vegna opinberra framkvæmda eða fjárfestingarlánasjóða í lánsfjárlögum þessum, skulu skoðast sem hámarksákvæði á því fjárlagaári, sem þær eiga við.
Skýrslu ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir skal og fylgja rammaáætlun um erlendar lántökuheimildir einkaaðila, sem langlánanefnd skal framfylgja sem hámarksáætlun.
17. gr. Til undirbúnings fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum skulu einstök ráðuneyti í samvinnu við fjárlaga- og hagsýslustofnun gera tillögur hvert á sínu verksviði um einstakar opinberar framkvæmdir og fjárfestingarframlög til atvinnuvega og framlög til fjárfestingarlánasjóða. Jafnframt skulu þau gera grein fyrir mati sínu á fjárfestingarhorfum og fjármögnunarþörfum atvinnugreina þeirra, sem þau fjalla um. Ríkisstjórnin ákveður nánar til hvaða verksviða tillögur þessar og greinargerðir skulu ná. Tillögur þessar og greinargerðir skulu gerðar um leið og fjárlagatillögur ráðuneyta og ákveður ríkisstjórnin skiladag þeirra til fjármálaráðuneytisins.
18. gr. Til undirbúnings fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum skal á vegum einstakra ráðuneyta og í samvinnu við Framkvæmdastofnun ríkisins eftir nánari ákvörðun þeirra gera áætlanir um þróun einstakra atvinnugreina og fjárfestingar þeirra sbr. og II. kafla laga nr. 97/1976 um Framkvæmdastofnun ríkisins1) og V. kafla laga þessara.
1)Nú l. 64/1985.
19. gr. Undirbúningur fjárfestingar- og lánsfjáráætlana skal vera á vegum ríkisstjórnarinnar og skulu Þjóðhagsstofnun, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Seðlabanki Íslands og Framkvæmdastofnun ríkisins í samvinnu við einstök ráðuneyti annast nauðsynlega undirbúningsvinnu.
20. gr. Á árinu 1979 skulu ákvarðanir stjórnvalda samkvæmt fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum við það miðaðar, að heildarfjármunamyndun þjóðarbúsins verði innan við fjórðung af vergri þjóðarframleiðslu. Frá þessu má þó víkja, ef óvæntar og verulegar breytingar verða í þjóðarbúskapnum, og sérstaklega, ef ætla má, að hætta sé á atvinnuleysi.
21. gr. Fyrir árslok 1979 skal ríkisstjórnin, að höfðu samráði við viðkomandi aðila, setja nýjar reglur um útlán allra fjárfestingarlánasjóða, er sérstaklega miði að því að samræma lánskjör sambærilegra lána, m.a. með tilliti til vaxta, verðtryggingar og lánstíma, sbr. VI. og VII. kafla þessara laga. Einnig skal gæta þess, að lánveitingar sjóðanna taki fyrst og fremst mið af sem hagkvæmastri nýtingu fjármagns til aukinnar framleiðni og framleiðslu og hver einstök lánveiting verði ákveðin eftir samræmdum reglum um arðsemismat. Við ákvörðun lánskjara verði kannað, hvernig best verður fyrir komið tilliti til félagslegra sjónarmiða og þess gagns, sem af fjárfestingu er, án þess að það komi fram í peningalegum arði fjárfestingaraðila.
- …
XII. kafli.Reglugerðarheimild, gildistaka o.fl.
65. gr. …
Fjármálaráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd III. og IV. kafla.