Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Forsetabréf um heimild íslenskra ríkisborgara til að bera erlend heiðursmerki
1947 nr. 15 12. mars
1. gr. Íslenskir ríkisborgarar, sem hér eftir kunna að verða sæmdir erlendum heiðursmerkjum, skulu áður en eða jafnframt því að þeim berst heiðursmerkið í hendur, leita leyfis forseta Íslands til að veita því viðtöku og bera það.
2. gr. Umsóknir um slík leyfi skulu stílaðar til forsetans og sendar forsetaritara, sem annast fyrirgreiðslu þeirra.