Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af

1920 nr. 8 18. maí


1. gr.
        Ríkisstjórninni heimilast að banna flutning til landsins á brúkuðum fatnaði, líni og sængurfatnaði, dulum, brúkuðu vatti, hnökraull, pappírsafklippum, hári, húðum og öðrum þeim varningi, er stjórnin telur stafa sýkingarhættu af.

2. gr.
        [Brot gegn ákvæðum laga þessara og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varða sektum og sæta mál út af því meðferð opinberra mála.]1)

1)L. 116/1990, 9. gr.