1. félag: fyrirtæki skv. 1. mgr. sem semja skal ársreikning eða samstæðureikning samkvæmt lögum þessum;
2. félagsaðili: hluthafa í hlutafélagi og eiganda eignarhluta í öðru félagi sem lög þessi taka til;
3. eignarhluti: hlutdeild félagsaðila í eigin fé félags sem lög þessi taka til;
4. hlutdeildarfélag: félag, þó ekki dótturfélag, sem annað félag og dótturfélög þess eiga eignarhluta í og hafa veruleg áhrif á; félag er talið hafa veruleg áhrif ef það og dótturfélög þess fara með 20% eða meira af atkvæðum í hlutdeildarfélaginu;
5. móðurfélag: félag sem á beinan eða óbeinan hátt á svo mikinn hluta eigin fjár í öðru félagi að það fer með meiri hluta atkvæða í því eða það hefur vegna samninga yfirráð í öðru félagi og verulega hlutdeild í afrakstri þess;
6. dótturfélag: félag sem er undir yfirráðum annars félags á þann hátt sem lýst er í 5. tölul.;
7. félagasamstæða: móðurfélag og dótturfélög þess;
8. samstæðureikningur: reikningsskil þar sem reikningar móðurfélags og dótturfélaga þess eru sameinaðir í eitt;
9. félagaskrá: hver sú stofnun sem með lögum er fengið það hlutverk að skrásetja félög og afla og geyma gögn um stofnun félaga og starfsemi þeirra.
2. ársreikningur þess og allra dótturfélaga þess er hluti af samstæðureikningi móðurfélags sem lýtur löggjöf EES-ríkis;
3. stjórn félagsins hefur ekki sex mánuðum fyrir lok reikningsárs borist krafa frá félagsaðilum, sem eiga a.m.k. 10% af eigin fé félagsins, um að láta semja samstæðureikning;
4. félagið sendir félagaskrá ársreikning sinn ásamt samstæðureikningi, sbr. 2. tölul., svo og upplýsingar sem greinir í 1. málsl. 2. mgr. og
5. félagið gerir grein fyrir því í skýringum í ársreikningi að með stoð í þessari grein hafi það ekki samið samstæðureikning og skýrir frá nafni og lögheimili móðurfélagsins, sbr. 2. tölul.
1. það hefur óverulega þýðingu fyrir rekstur eða efnahag félagasamstæðunnar vegna smæðar þess;
2. stjórnun þess er ekki lengur í höndum eigenda þess eða verulegar og varanlegar hindranir eru á að félag geti nýtt eignarhluta sinn í dótturfélaginu eða haft áhrif á stjórnun þess;
3. ekki er unnt að afla nauðsynlegra upplýsinga tímanlega og án óeðlilegs kostnaðar; eða
4. eignarhluti í því er eingöngu ætlaður til endursölu.
1. Gera skal ráð fyrir að félagið haldi starfsemi sinni áfram.
2. Matsaðferðum skal beitt með hliðstæðum hætti frá ári til árs.
3. Við mat á einstökum liðum skal gætt tilhlýðilegrar varkárni og skal þannig m.a:
a. aðeins tekjufæra hagnað sem áunninn er fyrir lok reikningsárs;
b. taka tillit til allra fyrirsjáanlegra skuldbindinga og tapa sem myndast kunna á reikningsárinu eða vegna fyrri reikningsára, jafnvel þótt slíkt komi fyrst í ljós eftir lok reikningsárs en áður en ársreikningur er saminn og
c. gjaldfæra alla verðmætisrýrnun hvort heldur sem hagnaður eða tap er á rekstrinum.
4. Tekjur og gjöld, sem varða reikningsárið, skal færa í ársreikning án tillits til þess hvenær greitt er.
5. Einstaka þætti eigna- og skuldaliða skal meta til verðs hvern fyrir sig.
6. Efnahagsreikningur við upphaf hvers reikningsárs skal samsvara efnahagsreikningi við lok fyrra reikningsárs.
a. Heimilt er að leiðrétta liði ársreiknings, þar með talið eigið fé, vegna áhrifa verðbólgu. Slíkar leiðréttingar skulu bæði taka til rekstrarreiknings og efnahagsreiknings.
b. Ef raunvirði fastafjármuna er verulega hærra en kostnaðarverð eða framreiknað kostnaðarverð þeirra af ástæðum sem taldar eru varanlegar er heimilt að hækka bókfært verð þeirra í ársreikningi.
a. til hækkunar á hlutafé með útgáfu jöfnunarhlutabréfa;
b. til að verðbæta lögbundinn varasjóð, að því marki sem svarar útgefnum jöfnunarbréfum;
c. til að verðbæta annað eigið fé í samræmi við verðlagsbreytingar;
d. nú nemur endurmatsreikningur hærri eða lægri fjárhæð en framreikningi á innborguðu eigin fé í samræmi við almennar verðlagsbreytingar og er þá heimilt að færa mismuninn á annað eigið fé;
e. nú er endurmatsreikningur neikvæður í lok reikningsárs og er þá heimilt að jafna hann á móti öðru eigin fé.
4. reikningar félagsins og dótturfélaga þess eru teknir með í samstæðureikningi móðurfélagsins í samræmi við ákvæði laga þessara um samstæðureikninga;
5. getið er um reikningsskilaaðferðir við gerð samstæðureikningsins og
6. samstæðureikningurinn ásamt skýrslu stjórnar og áritun endurskoðenda er sendur félagaskrá ásamt staðfestingu á því sem tilgreint er í 2. og 3. tölul.
2. semur ársreikning fyrir félagið og lætur endurskoða hann samkvæmt ákvæðum þeirrar löggjafar og
3. sendir félagaskrá ársreikninginn innan þeirra tímamarka, sem greinir í 1. mgr. 69. gr., ásamt sínum eigin ársreikningi eða opinbera staðfestingu á að ársreikningar félagsins hafi verið birtir í samræmi við löggjöfina sem nefnd er í 1. tölul.
1. Ef þeir láta undir höfuð leggjast að semja ársreikning eða samstæðureikning er hafi að geyma þá reikninga, yfirlit og skýringar sem lög þessi kveða á um.
2. Ef þeir rangfæra ársreikning, samstæðureikning eða einstaka hluta þeirra, byggja ekki samningu þeirra á niðurstöðu bókhalds eða láta rangar eða villandi skýringar fylgja, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
1. Ef þeir haga gerð ársreiknings eða samstæðureiknings andstætt lögum þessum þannig að reikningsskilin gefi ekki glögga mynd í samræmi við góða reikningsskilavenju af rekstrarafkomu á reikningsárinu, eignabreytingu á árinu og efnahag í lok þess eða þeir brjóta í bága við fyrirmæli í VII. og VIII. kafla laga þessara, enda liggi ekki við broti þessu þyngri refsing samkvæmt þeim lögum eða öðrum.
2. Ef þeir í skýrslu stjórnar greina ranglega frá eða leyna mikilsverðum upplýsingum sem þýðingu hafa um mat á fjárhagslegri stöðu félagsins eða félagasamstæðunnar og á afkomu þeirra á reikningsárinu.
1. Ef þeir taka að sér að framkvæma endurskoðun án þess að uppfylla hæfisskilyrði laganna.
2. Ef þeir haga störfum sínum andstætt ákvæðum laga þessara eða í ósamræmi við góða endurskoðunarvenju.
3. Ef þeir með áritun sinni gefa rangar eða villandi upplýsingar eða láta hjá líða að geta um mikilsverð atriði er snerta rekstrarafkomu eða efnahag félagsins.]1)