1. Sérleyfi felur í sér leyfi til reglubundinna fólksflutninga.
2. Leyfi til hópferða felur í sér leyfi til óreglubundinna fólksflutninga þar sem greitt er ákveðið heildargjald fyrir þjónustu ökutækisins án tillits til nýtingar þess.
3. Leyfi til sætaferða felur í sér leyfi til óreglubundinna fólksflutninga á ákveðinni leið þar sem seld eru einstök sæti.
4. [Leyfi til ferða fram og til baka milli landa felur í sér leyfi til að aka með hóp farþega frá ákveðnum brottfararstað til tiltekins ákvörðunarstaðar og til baka aftur, með endurteknum ferðum.]1)