Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að gerast aðili að alþjóðasamningi um lausn fjárfestingardeilna milli ríkja og þegna annarra ríkja

1966 nr. 74 13. maí


1. gr.
        Ríkisstjórninni er heimilt að gerast aðili fyrir Íslands hönd að alþjóðasamningi um lausn fjárfestingardeilna milli ríkja og þegna annarra ríkja.
        Samningur þessi er prentaður á íslensku og ensku sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.
        Þegar samningur sá, er um ræðir í 1. gr., hefur verið undirritaður af Íslands hálfu skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.1)

1)Sjá Stjtíð. A 1966, bls. 155–184.