Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Lög um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns
1998 nr. 144 22. desember
1. gr. Nú hefur starfsmaður lögaðila gefið, lofað eða boðið opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans í því skyni að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í þágu lögaðilans og er þá heimilt að gera lögaðilanum fésekt. Sama gildir ef slíku er beint að erlendum opinberum starfsmanni eða starfsmanni opinberrar alþjóðastofnunar.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.