1966 nr. 89 17. desember/ Lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins
Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
Lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins
1966 nr. 89 17. desember
1. gr. Stofna skal sjóð, er nefnist Framleiðnisjóður landbúnaðarins. Hlutverk sjóðsins skal vera það að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstrar á bújörðum. Má jöfnum höndum styrkja rannsóknir og framkvæmdir, er miða að lækkun framleiðslu- og dreifingarkostnaðar, svo og framkvæmdir, er stefna að því að samræma landbúnaðarframleiðsluna þörfum þjóðfélagsins miðað við markaðsaðstæður innan lands og utan á hverjum tíma.
Lán og styrki úr sjóðnum má meðal annars veita til einstakra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana. Við styrkveitingar til einstakra bænda skal að öðru jöfnu taka tillit til efnahags þeirra.
2. gr. [Stjórn Framleiðnisjóðs skal skipuð fimm mönnum sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra byggðamála og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður stjórnarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti.]1)
1)L. 73/1996, 10. gr.
3. gr. Stjórn Framleiðnisjóðs úthlutar lánum og styrkjum úr sjóðnum. …1)
Um hver áramót skal stjórn Framleiðnisjóðs láta landbúnaðarráðherra í té skýrslu yfir störf sín og fjárveitingar úr sjóðnum á liðnu ári. Jafnframt skal sjóðsstjórnin senda landbúnaðarráðherra til athugunar fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir komandi ár og greinargerð um þau meginverkefni, er að kalla.
Við afgreiðslu þeirra mála, sem falla undir verksvið Framleiðnisjóðs, er stjórninni heimilt að leita aðstoðar opinberra stofnana og hvers þess aðila, sem hefur sérþekkingu til að bera á þeim málum.
1)L. 13/1971, 1. gr.
4. gr. Stofnframlag ríkissjóðs til Framleiðnisjóðs skal vera 50 millj. krónur.
Af stofnframlaginu greiðast 20 millj. krónur á árinu 1966 og skal stjórn Framleiðnisjóðs ráðstafa þeirri fjárhæð, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, til vinnslustöðva landbúnaðarins vegna endurbóta, sem gerðar hafa verið á árinu 1966. Eftirstöðvarnar, 30 millj. krónur, skulu greiðast með jöfnum árlegum greiðslum á árunum 1967–1969.
[Á árunum 1972–1976 skulu greiddar úr ríkissjóði til framleiðnisjóðs kr. 50 milljónir, kr. 10 milljónir hvert ár.]1)
1)L. 13/1971, 2. gr.
5. gr. …1)
1)L. 73/1996, 10. gr.
6. gr. …1)
Ársreikningar sjóðsins skulu að lokinni endurskoðun lagðir fyrir stjórn hans til staðfestingar.
Reikningar Framleiðnisjóðs skulu árlega birtir í Stjórnartíðindunum.
1)L. 73/1996, 10. gr.
7. gr. Stjórn Framleiðnisjóðs ákveður vexti af lánum og önnur lánskjör, að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands.