Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 123a. Uppfært til 1. janúar 1999.
[Sýslumaður skipar tvo menn í nefndina til 6 ára og varamenn til sama tíma.]1) Sýslumaður eða fulltrúi hans er sjálfkjörinn formaður nefndarinnar. Heimilt er sýslumanni að kveðja, ef ástæða þykir til, að auki í nefndina tvo meðnefndarmenn, jarðræktarráðunaut og byggingafulltrúa viðkomandi sýslu. Skylt er formanni nefndarinnar að tilkynna gagnaðila, að krafist hafi verið yfirmats, og veita honum nægan frest, svo að hann geti gætt réttar síns.