Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þegar beiðni um framsal skv. 1. mgr. er athuguð skulu ákvarðanir dómstólsins um handtöku eða gæsluvarðhald eða tilkynning um dóm lagðar til grundvallar.
Dómsmálaráðherra getur hafnað beiðni ef ráða má af henni eða öðrum gögnum að hún sé bersýnilega röng.
Ákvæði laga um meðferð opinberra mála gilda um rannsókn. Sama gildir um meðferð kröfu fyrir dómi skv. 5.--7. gr.
Gæsluvarðhaldi eða beitingu annarra þvingunaraðgerða skal markaður ákveðinn tími sem má ekki vara lengur en þar til endanleg ákvörðun er tekin um að hafna beiðni um framsal eða ákvörðun um framsal er framkvæmd.
Sá sem úrskurðaður er í gæsluvarðhald vegna beiðni um framsal getur þegar 30 dagar eru liðnir frá úrskurði krafist úrskurðar um hvort hann skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi.
Gæsluvarðhaldi eða öðrum þvingunarráðstöfunum skv. 1. mgr. verður ekki beitt um lengri tíma en 30 daga nema beiðni um framsal berist innan þess tíma. Gilda þá ákvæði 3.--5. gr.
Maður sá, sem framselja á, getur krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir framsali séu fyrir hendi. Skal honum kynnt þessi heimild. Krafa um úrskurð skal berast ríkissaksóknara eða dómsmálaráðherra eigi síðar en einum sólarhring eftir að honum er tilkynnt að ákveðið hafi verið að verða við beiðni um framsal. Hafi úrskurðar verið krafist skal framsal ekki fara fram fyrr en endanlegur dómsúrskurður hefur verið kveðinn upp.
Þegar maður er framseldur frá öðru ríki til alþjóðadómstólsins er heimilt að flytja hann um íslenskt yfirráðasvæði.
Þegar fullnægja á viðurlögum samkvæmt dómum alþjóðadómstólsins hér á landi gilda ákvæði a-liðar 1. mgr. 23. gr. laga um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma.
Alþjóðadómstóllinn tekur ákvörðun um eftirgjöf refsingar.