Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Heimilisfang þess er í Reykjavík.
Kostnaður við rekstur safnsins greiðist úr ríkissjóði samkvæmt árlegum fjárveitingum í fjárlögum.
[Ráðherra skipar þjóðskjalavörð til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjórnarnefndar safnsins. Þjóðskjalavörður annast daglegan rekstur og stjórn safnsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við.]1)
[Þjóðskjalavörður ræður skjalaverði og aðra fasta starfsmenn. Við safnið starfi skjalfræðingur eða sagnfræðingur með skjalfræðimenntun.]1)
Menntamálaráðuneytið skipar stjórnarnefndina til fjögurra ára í senn. Nefndin skal þannig skipuð: Þjóðskjalavörður á sæti í nefndinni samkvæmt stöðu sinni. Einn nefndarmaður skal tilnefndur af Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Einn tilnefnir fastráðið starfsfólk Þjóðskjalasafns og einn í nefndinni skal skipaður án tilnefningar. Menntamálaráðuneytið skipar formann úr hópi nefndarmanna.
Nefndin heldur fundi þegar þurfa þykir. Halda skal gerðabók um störf nefndarinnar. Nefndarmenn eiga rétt á að fá bókuð stutt sérálit í gerðabókina. Afl atkvæða ræður úrslitum mála í nefndinni. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
Þegar talað er um skjöl og skráðar heimildir í lögum þessum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, uppdrætti, ljósmyndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, segulbönd eða önnur hliðstæð gögn.
Ríkisútvarp (hljóðvarp og sjónvarp) skal varðveita myndir, plötur og hljómbönd eftir því sem útvarpsstjóri og útvarpsráð ákveða í samráði við þjóðskjalavörð.
Sveitarfélög og stofnanir þeirra skulu og afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín ef þau eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni og afhenda skjöl sín þangað.
Safninu er heimilt að taka við gögnum annarra en afhendingarskyldra aðila.
Forstöðumenn skilaskyldra stofnana bera ábyrgð á skjalavörslu stofnananna.
Afhendingarskyldir aðilar eru skyldugir að hlíta fyrirmælum safnsins um skráningu, flokkun og frágang skjala.
Ný skjalavistunarkerfi og skjalageymslur skulu samþykkt af Þjóðskjalasafni áður en þau eru tekin í notkun.
Heimilt er að lána skjöl til notkunar í lestrarsal [Landsbókasafns Íslands -- Háskólabókasafns]1) og í opinber skjalasöfn, bókasöfn og rannsóknarstofnanir ef aðstaða er þar til að varðveita skjöl tryggilega að mati þjóðskjalavarðar. Önnur útlán eru að jafnaði óheimil. Stofnanir, sem fá skjöl að láni, bera ábyrgð á varðveislu þeirra og skilum á tilteknum tíma.
1)Rg. 283/1994.
Um afhendingu skjala til héraðsskjalasafns gilda sömu reglur og um afhendingu til Þjóðskjalasafns.
Nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn, þ. á m. hverjir séu afhendingarskyldir til þeirra, skal setja í reglugerð.1)
1)Rg. 5/1916 og 283/1994.