Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána, að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskorinn.
Póst- og símafáni svo og tollgæslufáni eru tjúgufánar með merki í efra stangarreit miðjum: póst- og símafáninn með póstlúðri hringuðum utan um stjörnu og út frá stjörnunni eldingarleiftur, en tollfáninn með upphafstéi (T). Merki þessi eru silfurlit.
Tjúgufánann má aðeins nota á skipum, sem eru í eign ríkis eða ríkisstofnana og notuð í þeirra þarfir, með þeim undantekningum, sem hér segir:
Óheimilt er að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á aðgöngumiðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar.
Óheimilt er einstökum stjórnmálaflokkum að nota þjóðfánann í áróðursskyni við kosningaundirbúning eða kosningar.
Óheimilt er að nota fánann í firmamerki, vörumerki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vörum.
Nú hefur verið skrásett af misgáningi vörumerki, þar sem notaður er þjóðfáninn án heimildar, og skal þá afmá það úr vörumerkjaskrá samkvæmt kröfu dómsmálaráðuneytisins.
Nú setur maður þjóðfánann á söluvarning eða umbúðir hans, og skal þá fenginn dómsúrskurður um, að honum sé óheimilt að nota fánamerkið eða hafa vörur til sölu, sem auðkenndar eru með því. Auk þess má skylda hann til þess, ef nauðsyn krefur, að ónýta vörurnar eða umbúðir þeirra, svo framarlega sem þær eru þá í vörslum hans eða hann á annan hátt hefur umráð yfir þeim.
Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara og gegn forsetaúrskurðum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum.
Mál út af brotum þessum fara að hætti opinberra mála.