Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nefndin skal skipuð átta mönnum til þriggja ára í senn, sem hér segir: Sameinað Alþingi kýs þrjá menn hlutfallskosningu, en ráðherra skipar fimm menn, eftir tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Landssambands ísl. útvegsmanna, Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi og einn eftir sameiginlegri tilnefningu tveggja síðast greindra félaga. Varamenn skulu kosnir og tilnefndir á sama hátt. Vanræki aðili tilnefningu aðalmanns eða varamanns í nefndina, skipar ráðherra þá án tilnefningar.
Ráðherra skipar formann og varaformann nefndarinnar úr hópi hinna þingkjörnu nefndarmanna, til eins árs í senn.
Séu atkvæði jöfn við atkvæðagreiðslu í nefndinni, ræður atkvæði formanns úrslitum.
Heimili síldarútvegsnefndar, varnarþing og aðalskrifstofa skal vera á Siglufirði, en nefndin skal einnig hafa skrifstofur í Reykjavík og á Austurlandi.
Nefndin ræður sér starfsfólk.
Ráðherra ákveður laun nefndarmanna, og greiðast þau af tekjum nefndarinnar.]1)
Heimilt er síldarútvegsnefnd að setja umráðamönnum skipa þeirra, er veiða síld til söltunar, reglur um meðferð síldarinnar um borð í skipunum og við löndun síldarinnar. Sé réttum reglum eigi hlýtt, getur nefndin svipt viðkomandi rétti til þess að leggja upp síld til söltunar um lengri eða skemmri tíma.
Eigi má afgreiða farmskírteini fyrir síldarsendingum til útlanda, nema ákvæðum 4. og 5. gr. sé fullnægt.
Söltuð síld í neytendaumbúðum, s.s. niðurlögð síld og niðursoðin, er undanskilin ákvæðum þessara laga, eins og nánar verður kveðið á um í reglugerð.
Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar, er síldarútvegsnefnd heimilt að veita undanþágu fyrir smásendingum af síld, þegar sérstaklega stendur á.
1)Nú l. 41/1968.
Til þess að geta fengið löggildingu sem útflytjandi samkvæmt þessari grein, skal hlutaðeigandi fullnægja ákvæðum laga nr. 52 27. júní 1925,1) um verslunaratvinnu, og ráða yfir því lágmarksmagni saltsíldar, sem nefndin ákveður.
Með reglugerð má ákveða, að síldarútflytjendur skuli skyldir að taka síld til sölu af framleiðendum, gegn hæfilegri hámarksþóknun, enda sé síldin markaðshæf vara, og annað það, sem greiðir fyrir því, að allir síldarframleiðendur njóti sem fyllsts jafnréttis um sölu framleiðslu sinnar.
Skýrslur um síldarsöltun skulu sendar nefndinni daglega.
Greiða skal af óskiptu síldarandvirði, áður en jafnaðarverð er fundið, hæfilegt gjald að dómi síldarútvegsnefndar fyrir geymslu, pökkun og annan kostnað í sambandi við sérstaka verkun og meðferð síldarinnar.
1)Rg. 243/1968, sbr. 199/1969 og 194/1991.
Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim, skulu sæta meðferð opinberra mála og varða sektum ...,1) nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.