Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lyf, sbr. lyfjalög, tóbak, sbr. lög um tóbaksvarnir, og vímuefni, önnur en áfengi, sbr. lög um ávana- og fíkniefni, eru undanþegin ákvæðum þessara laga. Það sama gildir um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum samkvæmt lögum þar um.
Yfirdýralæknir er ráðgjafi landbúnaðarráðherra um þessi mál.
Ráðið gerir tillögu um úrlausn ágreiningsmála sem varða framkvæmd laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim. Jafnframt skal ráðið fá til umsagnar tillögur að lögum og reglugerðum um matvæli og matvælaeftirlit.
Samstarfsráð gerir árlega skýrslu um störf sín á liðnu starfsári og skal hún kynnt ráðherrum, opinberum eftirlitsaðilum og samtökum hagsmunaaðila sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla.
1)Rg. 531/1993, sbr. 576/1997. Rg. 392/1997 (mjólk og mjólkurvörur). Rg. 735/1997 (ungbarnablöndur og stoðblöndur).
Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja ákvæði um tilkynningarskyldu þeirra sem framleiða eða flytja inn umbúðir fyrir matvæli og efni eða efnablöndur sem nota á við framleiðslu og dreifingu matvæla.
Starfsfólk, sem starfar við framleiðslu matvæla eða dreifir þeim, skal gæta ýtrasta hreinlætis og þrifnaðar við störf sín. Það skal hafa þekkingu á meðferð matvæla. Matvælaframleiðendur og dreifendur bera ábyrgð á að fræðsla fari fram.
Þeim sem haldnir eru sjúkdómum, sem hætta er á að geti dreifst með matvælum, er óheimilt að starfa við meðferð matvæla. Eftirlitsaðilar, sbr. IX. kafla laganna, geta að höfðu samráði við landlækni gert kröfu um reglubundna heilsufarsskoðun starfsfólks.
Ráðherra skal með reglugerð setja ákvæði um með hvaða hætti hafa má matvæli á boðstólum eða dreifa á annan hátt þannig að gefið sé í skyn að varan sé sérstaklega ætluð tilteknum hópum, með vísan til aldurs, sjúkdóma eða annarra ástæðna.
Á sama hátt skulu efni, hlutir og annað, sem tengist framleiðslu matvæla, talin notuð við framleiðslu ef þau er að finna á framleiðslustað. Jafnframt telst slíkur varningur hafður á boðstólum á dreifingarstað ef hann er þar að finna.
Ákvæði greinarinnar eiga ekki við ef sannanlega er um sýni af tilbúinni vöru að ræða eða þegar eftirlitsaðila hefur verið tilkynnt um að unnið sé að vöruþróun.
Eigandi eða umráðandi flutningatækis er ábyrgur fyrir því að tækið uppfylli þær kröfur sem settar eru um flutning matvæla.
1)Rg. 588/1993, sbr. 142/1995 og 726/1997. Rg. 561/1995. Rg. 218/1996. Rg. 579/1993, sbr. 767/1997.
Ráðherra er heimilt með reglugerð1) að setja nánari ákvæði um umbúðamerkingar þar sem m.a. koma fram kröfur um að á umbúðum séu upplýsingar um styrk einstakra efna, næringarefnagildi, ástand vöru og þá meðhöndlun sem vara hefur fengið í framleiðslu. Enn fremur er ráðherra heimilt að undanþiggja tilteknar vörutegundir eða vöruflokka einstökum ákvæðum um umbúðamerkingar.
Þegar vöruheiti er bundið við tiltekna vörutegund samkvæmt þessari grein er ekki heimilt að nota sama heiti á aðrar vörur eða veita einhverjar þær upplýsingar sem gætu orðið til þess að neytendur villtust á vörunni og öðrum vörum sem hafa annan uppruna eða aðra samsetningu.
1)Rg. 289/1994, sbr. 562/1995. Rg. 518/1993, sbr. 563/1995 og 574/1997.
Óheimilt er að nota vaxtaraukandi efni til framleiðslu á matvælum, nema til þess hafi verið veitt sérstök undanþága í reglugerð.
Menntamálaráðuneytið setur ákvæði í námskrá eftir því sem við á um kennslu í matreiðslu, örverufræði, matvælafræði, næringarfræði og um neytendamálefni, hefur eftirlit með fræðslunni og fylgist með því að fullnægjandi aðstaða sé fyrir hendi.
Leyfisveiting og endurnýjun leyfa er háð því að eftirlits- og leyfisgjald hafi verið greitt, sbr. og 25. og 26. gr., og leyfi til framleiðslu og dreifingar matvæla má fella úr gildi ef sá sem slíkt leyfi hefur gerist sekur um ítrekuð eða alvarleg brot á lögum þessum, reglugerðum eða fyrirmælum settum samkvæmt þeim.
Þeir sem annast leyfisveitingu geta endurskoðað veitt leyfi ef framleiðandi eða dreifandi ráðgerir að taka í notkun framleiðslutækni sem ekki hefur áður verið almennt í notkun og skal viðkomandi eftirliti tilkynnt um slíkar fyrirætlanir.
Yfirdýralæknir hefur yfirumsjón opinbers eftirlits með matvælum sem falla undir ákvæði 6. gr. laga þessara.
Fiskistofa hefur með höndum opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla sem falla undir ákvæði 7. gr. laganna.
Hlutaðeigandi ráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða með hvaða hætti komið skal á innra eftirliti framleiðenda og dreifenda matvæla og hvort og þá með hvaða skilyrðum það getur verið þáttur í opinberu eftirliti.
Samstarfsráð skal vera ráðherrum til ráðgjafar um undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða varðandi faggildingu rannsóknar- og eftirlitsaðila og einnig varðandi innra eftirlit.
Eftirlitsaðilar eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd er þeir kunna að komast að við leyfisveitingar, sbr. VIII. kafla, og framkvæmd eftirlits.
Eftirlitsgjöld heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga vegna matvælaeftirlits skulu vera samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Þegar eftirlitsaðilar leggja hald á matvæli er þeim heimil förgun þeirra sé það talið nauðsynlegt, sbr. og 9. mgr. 27. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Þegar eftirlitsaðili stöðvar dreifingu vöru, svo sem inn- eða útflutning, og hætta er talin á að vörunni verði þrátt fyrir það dreift á markað þar sem eftirlit er í höndum annars aðila er eftirlitsaðilum skylt að hafa samráð sín á milli og gera viðeigandi ráðstafanir.