Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 56/1897.
Bændur og aðrir þeir, er nokkra jarðrækt stunda, eru á sama hátt skyldir til að láta árlega í té skýrslur, svo nákvæmar, sem kostur er á, um stærð túna þeirra og sáðlands, um jarðabætur, er unnar hafa verið, og jarðargróða, er þeir hafa fengið á árinu, svo sem töðu, úthey, matjurtir, mótekju, hrísrif og skógarhögg.
Svo skulu þeir, sem hafa selveiði, laxveiði, fuglatekju og dúntekju, skyldir að láta hlutaðeigandi stjórnarvöldum í té skýrslu um þessar atvinnugreinar, er þess er krafist.