Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Af innstæðum á einstökum reikningum í deild fyrir óunnar botnfiskafurðir skulu 30% renna til lífeyrissjóða sjómanna eins og nánar er kveðið á um í 5. gr. laga þessara. Á sama hátt skulu renna til lífeyrissjóða sjómanna 32,5% af þeim hluta innstæðna á reikningum í deild fyrir unnar botnfiskafurðir sem myndast hafa vegna útflutnings afurða vinnsluskipa.
Innstæður, sem skipt hefur verið skv. 1. mgr., skulu ganga til greiðslu skulda framleiðanda eftir sömu reglum og innstæður þær sem rætt er um í 1. mgr. 1. gr.
Innstæður skv. 1. mgr., sem myndaðar hafa verið af félögum sem slitið hefur verið fyrir gildistöku laga þessara með öðrum hætti en sameiningu við önnur félög, skulu renna í óskiptan reikning Verðjöfnunarsjóðs. Sama á við hafi framleiðandi orðið gjaldþrota eftir að innstæða var mynduð eða ekki stundað framleiðslu sjávarafurða til útflutnings síðustu sex árin fyrir gildistöku laga þessara.
Hrökkvi innstæða ekki fyrir greiðslu allra skulda í einhverjum þeirra flokka er falla undir 1.--4. tölul. skal henni ráðstafað til greiðslu þeirra í hlutfalli við fjárhæð gjaldfallinna krafna.
Verðjöfnunarsjóður skal sannreyna innsendar upplýsingar og inna greiðslur af hendi samkvæmt ákvæðum laga þessara.
1)Rg. 196/1992.