Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi taka hvorki til túnræktar né annarra sérstakra framkvæmda á lögbýlum.
Skógrækt ríkisins --- að fengnum tillögum Skógræktarfélags Íslands --- velur verkefni og skipuleggur framkvæmdir, þar sem unnið er á skóglendi.
Landgræðsla Íslands --- að fengnum tillögum Landverndar --- velur verkefni og skipuleggur landgræðslustörf nemenda í skólum í Reykjavík, sbr. þó 2. mgr.
Búnaðarsamband á því svæði, þar sem skóli starfar utan Reykjavíkur, velur verkefni og skipuleggur landgræðslustörf skólafólks á búnaðarsambandssvæðinu.
Verkefni skólafólks við landgræðslu, sbr. 2. gr., skulu valin í samráði við hlutaðeigandi skólastjóra og fyrir eitt skólaár í senn.
Skólastjóri eða kennari skal hafa eftirlit með landgræðslustörfum nemenda skólans.
1)Rg. 448/1975.