Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
2. Ekki skal túlka nein ákvæði samnings þessa á þann hátt að þau hindri sendiráð í því að annast ræðismannsstörf.
2. Móttökuríkið er ekki skyldugt til að skýra sendiríkinu frá ástæðu, ef það neitar um agrément.
2. Ef sendiríkið skipar forstöðumann sendiráðs til að gegna því starfi í einu eða fleiri ríkjum öðrum, getur það stofnað sendiráð sem chargé d'affaires ad interim veitir forstöðu í hverju þessara ríkja sem forstöðumaður sendiráðsins hefur ekki fasta búsetu í.
3. Forstöðumaður sendiráðs, eða hver annar stjórnarsendimaður sendiráðs, getur starfað sem fulltrúi sendiríkisins hjá hvaða alþjóðastofnun sem er.
2. Þá er hafa ríkisfang móttökuríkisins má eigi skipa stjórnarsendimenn sendiráðs, nema til komi samþykki þess ríkis, en slíkt samþykki má afturkalla hvenær sem er.
3. Móttökuríkið getur áskilið sér sama rétt að því er varðar ríkisborgara þriðja ríkis, sem hafa ekki jafnframt ríkisfang sendiríkisins.
2. Ef sendiríkið neitar eða lætur undir höfuð leggjast að framkvæma skyldur sínar samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar innan hæfilegs frests, getur móttökuríkið neitað að viðurkenna hlutaðeigandi mann sem sendiráðsmann.
2. Einnig skal tilkynna fyrirfram, þegar unnt er, um komu og endanlega brottför.
2. Einnig getur móttökuríkið, innan sömu takmarka og þannig að eigi sé um mismunun að ræða, neitað að taka við starfsmönnum í tilteknum starfsflokki.
2. Í hvaða röð trúnaðarbréf er afhent eða rétt eftirrit af því, ákvarðast af komudegi og komustund forstöðumanns sendiráðs.
2. Engan greinarmun skal gera á forstöðumönnum sendiráða eftir stigum, nema að því er snertir metorðaröð og siðareglur.
2. Breytingar, sem gerðar eru á trúnaðarbréfi forstöðumanns sendiráðs og eigi fela í sér breytingu á stigi hans, skulu eigi hafa áhrif á sæti hans í metorðaröðinni.
3. Grein þessi skal ekki hafa áhrif á neinar viðurkenndar venjur í móttökuríkinu, sem varða sæti fulltrúa Páfagarðs í metorðaröðinni.
2. Þegar svo ber við, að enginn stjórnarsendimaður er staddur í móttökuríkinu, getur sendiríkið að fengnu samþykki móttökuríkisins útnefnt einhvern úr liði skrifstofu- og tæknistarfsmanna til að stjórna nauðsynlegum skrifstofurekstri sendiráðsins.
2. Móttökuríkið skal einnig liðsinna sendiráðum við öflun hæfilegs húsnæðis fyrir sendiráðsmenn, þegar þörf krefur.
2. Sérstök skylda hvílir á móttökuríkinu til að gera allar þær ráðstafanir, sem viðeigandi eru, til að vernda sendiráðssvæðið fyrir öllum árásum og tjóni og koma í veg fyrir röskun á friði sendiráðsins eða skerðingu á virðingu þess.
3. Sendiráðssvæðið, innbú og annað lausafé þar og ökutæki sendiráðsins, skulu undanþegin leit, upptöku, haldi eða aðför.
2. Sú skattundanþága, sem nefnd er í þessari grein, skal eigi taka til þeirra gjalda eða skatta, er samkvæmt lögum móttökuríkisins skulu greiðast af aðilum, sem eiga lögskipti við sendiríkið eða forstöðumann sendiráðsins.
2. Opinber bréfaskipti sendiráðsins skulu vera friðhelg. Með opinberum bréfaskiptum er átt við öll bréfaskipti, sem varða sendiráðið og starfsemi þess.
3. Hvorki má opna né leggja hald á stjórnarpóst.
4. Bögglar þeir sem teljast til stjórnarpósts verða að bera þess skýrt auðkenni og mega aðeins vera í þeim stjórnarskjöl eða munir sem ætlaðir eru eingöngu til opinberra nota.
5. Stjórnarpóstberinn, er hafa skal í fórum sínum opinbert skjal sem greinir stöðu hans og bögglafjölda stjórnarpóstsins, skal njóta verndar móttökuríkisins við framkvæmd starfa sinna. Hann skal njóta persónulegrar friðhelgi og má eigi handtaka hann né kyrrsetja.
6. Sendiríkinu eða sendiráðinu er heimilt að tilnefna ad hoc stjórnarpóstbera. Í slíkum tilvikum skulu ákvæði 5. mgr. þessarar greinar einnig gilda; en þeirri friðhelgi sem þar er getið, skal lokið þegar slíkur póstberi hefur afhent réttum viðtakanda þann stjórnarpóst, sem honum var falinn á hendur.
7. Stjórnarpóst má fela í umsjá flugstjóra atvinnuloftfars, sem áætlun hefur til viðurkennds lendingarstaðar. Honum skal fengið í hendur opinbert skjal, sem greinir bögglafjölda stjórnarpóstsins, en hann skal ekki vera talinn stjórnarpóstberi. Sendiráðið getur sent einn af starfsmönnum sínum til þess að taka stjórnarpóstinn beint og óhindrað í sína vörslu frá flugstjóra loftfarsins.
2. Eignir hans, með þeim undantekningum sem er að finna í 3. mgr. 31. gr., skjöl hans og bréfaskipti, skulu einnig njóta friðhelgi.
2. Sendierindreki er ekki skyldur til að gefa skýrslu sem vitni.
3. Ekki má framkvæma neina aðfarargjörð gagnvart sendierindreka, nema í þeim tilvikum sem falla undir liði a., b. og c. í 1. mgr. þessarar greinar, og með því skilyrði að unnt sé að framkvæma þær aðgerðir, sem um er að ræða, án þess að skerða persónulega friðhelgi hans eða heimilishelgi.
4. Friðhelgi sendierindreka gagnvart lögsögu móttökuríkisins leysir hann ekki undan lögsögu sendiríkisins.
2. Afsal skal ávallt vera gefið berum orðum.
3. Ef sendierindreki, eða sá sem nýtur friðhelgi samkvæmt 37. gr. hefur málssókn er hann firrtur rétti til að krefjast friðhelgi, að því er varðar sérhverja gagnkröfu, er stendur í beinum tengslum við aðalkröfuna.
4. Afsal friðhelgi í einkamálum eða framkvæmdarvaldsmálum felur ekki í sér afsal friðhelgi að því er tekur til fullnustu dómsins; þá þarf sérstakt afsal að koma til.
2. Undanþága sú, sem getið er í 1. mgr. þessarar greinar, skal einnig ná til einkaþjónustumanna, er eingöngu starfa í þjónustu sendierindreka, að því tilskildu:
3. Sendierindreki sem hefur í þjónustu sinni menn, er undanþágurnar samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar taka ekki til, skal bundinn þeim skyldum, sem almannatryggingaákvæði móttökuríkisins leggja vinnuveitendum á herðar.
4. Undanþágur þær sem getið er í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, skulu ekki koma í veg fyrir sjálfviljuga aðild að almannatryggingum móttökuríkisins, svo fremi að slík aðild sé heimiluð af hálfu þess ríkis.
5. Ákvæði þessarar greinar skulu ekki hafa áhrif á tvíhliða eða marghliða samninga sem áður eru gerðir um almannatryggingar, né hindra gerð slíkra samninga í framtíðinni.
2. Persónulegur farangur sendierindreka skal vera undanþeginn skoðun, nema gildar ástæður séu til þess að ætla, að í honum séu munir sem undanþágurnar samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar taka ekki til, eða munir, sem er bannað með lögum að flytja inn eða út, eða lúta sóttvarnarreglum móttökuríkisins. Slík skoðun má einungis fara fram í návist sendierindrekans eða umboðsmanns hans.
2. Skrifstofu- og tæknistarfsmenn sendiráðsins, ásamt venslamönnum þeirra sem teljast til heimilisfólks þeirra, skulu njóta þeirra forréttinda og friðhelgi, sem getið er í 29.--35. gr., ef þeir eru ekki ríkisborgarar móttökuríkisins né hafa fast heimilisfang þar, en þó með þeirri undantekningu að friðhelgi að því er snertir einkamálaréttar- og framkvæmdavaldslögsögu móttökuríkisins sem greind er í 1. mgr. 31. gr., skal ekki taka til athafna, sem framdar eru utan skyldustarfa þeirra. Þeir skulu einnig njóta þeirra forréttinda, sem greind eru í 1. mgr. 36. gr., að því er varðar muni, sem fluttir eru inn, þegar þeir fyrst stofna bú í móttökuríkinu.
3. Þjónustustarfsmenn sendiráðsins, sem ekki eru ríkisborgarar móttökuríkisins né hafa þar fast heimilisfang, skulu njóta friðhelgi, að því er tekur til athafna, sem þeir framkvæma innan skyldustarfa sinna, og jafnframt njóta undanþágu frá gjöldum og sköttum af launum, sem þeir fá fyrir störf sín, svo og njóta þeirrar undanþágu, sem getið er í 33. gr.
4. Ef einkaþjónustustarfsmenn sendiráðsmanna eru ekki ríkisborgarar móttökuríkisins né hafa þar fast heimilisfang, skulu þeir vera undanþegnir gjöldum og sköttum af launum, sem þeir fá fyrir störf sín. Að öðru leyti njóta þeir aðeins þeirra forréttinda og friðhelgi, sem móttökuríkið heimilar. Móttökuríkið verður þó að fara svo með lögsögu sína yfir mönnum þessum, að ekki valdi óeðlilegum truflunum á störfum sendiráðsins.
2. Aðrir starfsmenn sendiráðs, og einkaþjónustustarfsmenn sem eru ríkisborgarar móttökuríkisins eða hafa þar fast heimilisfang, skulu aðeins njóta þeirra forréttinda og friðhelgi sem móttökuríkið heimilar. Móttökuríkið verður þó að fara svo með lögsögu sína yfir mönnum þessum að ekki valdi óeðlilegum truflunum á störfum sendiráðsins.
2. Þegar störfum manns sem notið hefur forréttinda og friðhelgi er lokið, skal slíkum forréttindum og friðhelgi að jafnaði lokið á þeirri stundu, er hann hverfur úr landi, eða eftir að liðinn er hæfilegur frestur til brottfarar, en halda gildi til þeirrar stundar, jafnvel þótt hernaðarástand ríki. Friðhelgin skal samt haldast að því er tekur til athafna, sem framkvæmdar eru af slíkum manni sem þáttur í skyldustörfum hans sem sendiráðsmanns.
3. Í því tilviki að dauða sendiráðsmanns beri að höndum, skal fjölskylda hans halda áfram að njóta forréttinda og friðhelgi þeirrar sem hún á rétt á, þar til liðinn er hæfilegur frestur til þess að halda úr landi.
4. Í því tilviki að sendiráðsmaður sem hvorki er ríkisborgari móttökuríkisins né hefur fast heimilisfang þar eða heimilisfastur venslamaður hans andist, skal móttökuríkið heimila brottflutning lausafjár hins látna, að undantekinni hverri þeirri eign sem aflað var í því landi og bannað var að flytja út þegar andlátið bar að höndum. Ekki skal leggja skiptagjöld né erfðafjárskatt á lausafé, sem var í móttökuríkinu einungis vegna þess að hinn látni var þar sem sendiráðsmaður eða einn af fjölskyldu sendiráðsmanns.
2. Þegar svo stendur á, sem greint er í 1. mgr. þessarar greinar, skulu þriðju ríki ekki hindra för skrifstofu- og tæknistarfsmanna eða þjónustustarfsmanna sendiráðs né venslamanna þeirra, um lönd sín.
3. Þriðju ríki skulu veita embættisbréfum og öðrum opinberum skilaboðum sem um lönd þeirra eru send, þ. á m. tilkynningum á dulmáli eða merkjamáli, sama frjálsræði og vernd og móttökuríkið veitir. Þau skulu veita stjórnarpóstberum sem hafa hlotið vegabréfsáritun, ef slík áritun er áskilin og stjórnarpósti á leið til áfangastaðar, sömu friðhelgi og vernd sem móttökuríkinu ber skylda til að veita.
4. Þær skuldbindingar sem á þriðju ríkjum hvíla samkvæmt 1., 2. og 3. mgr. þessarar greinar, skulu einnig taka til þeirra manna sem þar eru greindir, svo og stjórnarpósts og opinberra skilaboða, sem komin eru í land þriðja ríkisins af force majeure ástæðum.
2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.
3. Ekki má nota sendiráðssvæðið á nokkurn þann hátt sem ósamrýmanlegur er störfum sendiráðsins svo sem þau eru skilgreind í þessum samningi eða í öðrum reglum hins almenna þjóðaréttar eða sérsamningum milli sendiríkisins og móttökuríkisins.
2. Þó skal mismunun ekki vera talin eiga sér stað:
2. Að því er varðar hvert ríki sem fullgildir samninginn eða gerist aðili að honum eftir að tuttugasta og annað fullgildingar- eða aðildarskjalið hefur verið afhent til varðveislu, skal samningurinn taka gildi á þrítugasta degi eftir að hlutaðeigandi ríki hefur afhent fullgildingar- eða aðildarskjal sitt til varðveislu.
gildistaka samningsins eða þrítugasti dagur eftir að annað fullgildingar- eða aðildarskjalið hefur verið afhent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
2. Sáttanefndin skal leggja fram tillögur sínar áður en fimm mánuðir eru liðnir frá því að hún var tilnefnd. Ef aðilar samþykkja ekki tillögur hennar innan tveggja mánaða tímabils frá því að þær koma fram, getur hvor aðila um sig krafist þess að deilan sé lögð til dómstólsins.
gildistaka samningsins eða þrítugasti dagur eftir að annað fullgildingar- eða aðildarskjalið hefur verið afhent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.