Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Ákvæði samningsins gilda ekki um dóma og aðrar ákvarðanir sem hljóta viðurkenningu og fullnustu hér á landi samkvæmt ákvæðum Lúganósamningsins.]1)
Með dómi er átt við úrlausn réttarins um kröfu þá eða réttaratriði, sem málið er um.
Sama er um útivistardóm, sem á hærra dómsstigi er felldur gegn stefnda, ef dómurinn hefir og verið útivistardómur á fyrsta dómsstigi.
Beiðni um fullnægju sættar skal fylgja útskrift af sættargerðinni staðfest af hlutaðeigandi yfirvaldi, svo og vottorð um, að sættin sé gerð fyrir sáttanefnd eða rétti og að henni megi fullnægja í því ríki, þar sem hún var gerð.
Skjölum, sem rituð eru á finnsku eða íslensku, skal fylgja skjalfest þýðing á dönsku, norsku eða sænsku.
Nú hefir í Danmörku, á Íslandi eða í Noregi verið dæmdur dómur, þar sem beitt er ákvæðum löggjafarinnar um fjármál hjóna, og skal þá samningur þessi ekki ná til dómsins í Finnlandi eða Svíþjóð, ef þar hefði átt að gera út um deiluatriði samkvæmt eldri hjúskaparlöggjöf landsins.
Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sátta um meðlagsskyldu í sifjamálum, og breytir að engu leyti samningnum frá 10. febrúar 1931 um innheimtu meðlaga.
Eigi breytir samningurinn heldur að neinu leyti ákvæðum þeim, sem í öðrum samningum felast um gildi eða fullnægju dóma og annarra úrskurða.
Samningurinn nær ekki til úrskurða, sem fellt hafa sérstakir dómstólar í atvinnudeilum.
Milli þeirra ríkja, er þá hafa fullgilt samninginn, gengur hann í gildi hinn 1. janúar eða 1. júlí næstan á eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, er fullgildingarskjölum að minnsta kosti þriggja ríkjanna hefir verið komið fyrir til geymslu. Gagnvart ríkjum, er síðar fullgilda, gengur samningurinn í gildi 1. janúar eða 1. júlí næstan eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því, að fullgildingarskjalinu var komið fyrir til geymslu.
Sérhvert ríkjanna getur sagt samningnum upp gagnvart sérhverju hinna ríkjanna með 1 árs uppsagnarfresti, svo að hann gengur úr gildi 1. janúar eða 1. júlí.