Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ábyrgðasjóður launa skal vera í vörslu félagsmálaráðuneytis sem sér um daglega afgreiðslu og reikningshald sjóðsins í umboði sjóðstjórnar. Ársreikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.
Ábyrgðargjaldið skal vera allt að 0,2% af gjaldstofni. Hlutfallið skal ákveðið með reglugerð sem félagsmálaráðherra setur fyrir eitt ár í senn að fengnum tillögum stjórnar ábyrgðasjóðsins. Ákvæði laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, eiga við um gjaldstofn, gjaldskyldu, greiðslutímabil, álagningu og innheimtu.
Ábyrgðargjald telst rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, að því leyti sem það er ákvarðað af launum sem teljast rekstrarkostnaður samkvæmt sömu grein.
Skorti ábyrgðasjóðinn reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skal stjórn sjóðsins þegar tilkynna það ráðherra. Ríkissjóður skal þá leggja sjóðnum til þá fjármuni sem til þarf og skoðast það sem lántaka. Nemi uppsöfnuð skuld ábyrgðasjóðsins við ríkissjóð í árslok hærri fjárhæð en svarar til helmings áætlaðra árstekna af ábyrgðargjaldi er félagsmálaráðherra heimilt með reglugerð, að fengnum tillögum sjóðstjórnar, að hækka gjaldið tímabundið um allt að 0,1% þar til jafnvægi er náð.
Kostnaður af rekstri ábyrgðasjóðsins greiðist af tekjum hans.
Með hugtakinu launþegi er í lögum þessum átt við hvern þann sem þegið hefur tíma-, viku- eða mánaðarlaun samkvæmt vinnusamningi við vinnuveitanda og gegnt hefur starfi sem veitir rétt til launa í uppsagnarfresti samkvæmt lögum eða kjarasamningi.
1)Reglur, sem svara til VIII. kafla l. 86/1988, eru ekki í l. 97/1993, sem hafa leyst þau af hólmi.
Ábyrgð sjóðsins skv. a- og d-liðum 1. mgr. þessarar greinar skal þó ekki nema hærri fjárhæð miðað við einn mánuð en sem nemur þreföldum atvinnuleysisbótum eins og þær eru ákveðnar hæstar á hverjum mánuði án tillits til barnafjölda.
Ábyrgð sjóðsins nær til greiðslna skv. f- og g-liðum 1. mgr. þó að þær kröfur njóti ekki forgangsréttar í bú vinnuveitanda.
Sjóðstjórn er, þegar sérstaklega stendur á, heimilt, til þess að takmarka tjón sjóðsins, að ábyrgjast kröfur skv. a--f-liðum þessarar greinar án undangenginna gjaldþrotaskipta, enda liggi fyrir að viðkomandi fyrirtæki hafi sannanlega hætt rekstri og kostnaður af að koma fram gjaldþroti yrði að mati sjóðstjórnar óeðlilega mikill.
Sjóðstjórn úrskurðar um ágreining um greiðsluskyldu.
1)Rg. 33/1995.
Ráðherra getur sett nánari reglur1) um framkvæmd ákvæða þessa kafla að fengnum tillögum sjóðstjórnar og sambanda lífeyrissjóða.
Kröfubréfi til ábyrgðasjóðs skulu fylgja afrit kröfulýsingar í bú vinnuveitandans og gögn sem varða meðferð kröfunnar við búskiptin.
Nú brestur á að fullnægt sé framangreindum atriðum og skal þeim er kröfuna gerir á sannanlegan hátt vera gefinn kostur á úrbótum innan tiltekins frests, að því viðlögðu að krafa hans á hendur ábyrgðasjóði teljist ella afturkölluð.
Sá sem gerir greiðslukröfu á hendur ábyrgðasjóði á grundvelli laga þessara má ekki aðhafast neitt það sem rýrt gæti endurkröfurétt ábyrgðasjóðs á hendur búi. Er honum óheimilt án sérstaks leyfis sjóðstjórnar að samþykkja að kröfur fái komist að við gjaldþrotaskipti sem ekki hefur verið lýst fyrir lok kröfulýsingarfrests. Brjóti launþegi eða umboðsmaður hans gegn þessu ákvæði hefur það í för með sér að ábyrgð ábyrgðasjóðs á kröfu hans fellur niður.
Nú hefur skiptafundur ekki verið haldinn í búi vinnuveitandans til þess að taka afstöðu til viðurkenningar lýstra krafna en skiptastjóri í búinu lýsir því yfir í umsögn sinni að í skrá um lýstar kröfur í búið hafi hann tekið eða muni fyrirsjáanlega taka þá afstöðu til viðurkenningar forgangsréttar greiðslukröfunnar í búið að hann sé samþykkur henni að einhverju leyti eða öllu og er þá sjóðstjórn heimilt að fara með greiðslukröfu á hendur ábyrgðasjóði eins og fullnægt væri skilyrðum a-liðar 1. mgr. Hafi krafa verið greidd úr ábyrgðasjóði samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar á grundvelli slíkrar yfirlýsingar skiptastjóra, en síðar kemur fram að hafnað sé viðurkenningu forgangsréttar kröfunnar í búið, verður sú fjárhæð, sem ofgreidd hefur verið af þessum sökum, ekki endurkrafin.
Í greiðslukröfunni skal greina þau atriði er í 1. mgr. 10. gr. getur. Henni skulu fylgja nauðsynleg gögn til að staðreynt verði réttmæti hennar og hvort skilyrðum laga þessara sé fullnægt, þar á meðal launaseðlar eða uppgjör til launþega, kjarasamningur viðkomandi stéttarfélags, vinnusamningur og vottorð vinnuveitandans, eftir því sem við verður komið. Getur ábyrgðasjóður lagt fyrir launþega að afla þeirra gagna sem hann telur nauðsynleg í þessu skyni.
Leita skal ábyrgðasjóður umsagnar sýslumanns, sem skiptin áttu undir, um þau atriði varðandi kröfuna sem hann getur vottað um á grundvelli gagna sem fram hafa komið við skiptameðferðina.
Telji sjóðstjórn að skilyrðum laga þessara sé ekki fullnægt til þess að krafa verði greidd úr ábyrgðasjóði skal ákvörðun um synjun á greiðsluskyldu vera rökstudd. Er þeim er kröfuna gerir heimilt að leita úrlausnar dómstóla um greiðsluskylduna.
Frá því að skiptastjóra í búi vinnuveitandans berst tilkynning ábyrgðasjóðs um fyrirhugaða greiðslu kröfunnar úr ábyrgðasjóði fer stjórn sjóðsins með fyrirsvar fyrir kröfunni að því leyti sem ábyrgðasjóður leysir hana til sín. Nýtur krafa ábyrgðasjóðs sömu stöðu í skuldaröð í búinu og krafa sú, sem hann hefur leyst til sín, hefði ella notið.
Telji stjórn sjóðsins að sá er greiðslu fékk hafi af ásetningi veitt rangar upplýsingar eða leynt upplýsingum og þannig fengið greiðslu úr ábyrgðasjóði skal stjórn sjóðsins tilkynna það ríkissaksóknara og skal um slíkt brot fjalla í opinberu máli. Varða slík brot sektum til ríkissjóðs er numið geta allt að tífaldri þeirri fjárhæð sem ranglega hefur fengist greidd nema þyngri refsing liggi við að lögum.
1)Rg. 339/1990.
Ábyrgðasjóður launa ábyrgist kröfur sem hlotið hafa umsögn skiptaráðanda 1. mars 1992 til 30. júní 1992 en skiptastjóra 1. júlí 1992 eða síðar.