Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Aðilar, sem tilnefna menn til setu í Rannsóknarráði Íslands skv. a-, b- og c-liðum hér að framan, skulu hver tilnefna tiltekinn fjölda einstaklinga samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur. Menntamálaráðherra skipar þrjá úr hverjum hópi og tvo sem tilnefndir eru að höfðu samráði við ríkisstjórn eða alls ellefu einstaklinga. Við skipun í ráðið skal menntamálaráðherra gæta þess að jafnvægi sé á milli vísinda og tækni og tryggja sjálfstæði ráðsins þannig að það geti sinnt eftirlitshlutverki skv. 7. tölul. 2. gr. Þá skipar menntamálaráðherra jafnmarga varamenn úr hópi þeirra sem tilnefndir eru með sama hætti.]1)
Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi hinna skipuðu, en ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum. Ráðherra ákveður þóknun til þeirra sem sitja í Rannsóknarráði.
Framkvæmdastjóri framfylgir ákvörðunum Rannsóknarráðs. Skrifstofa ráðsins veitir fagráðum og úthlutunarnefndum sjóða nauðsynlega skrifstofuþjónustu.
Ráðið getur veitt styrki úr Vísindasjóði til allt að þriggja ára í senn og skulu slík verkefni lúta sérstöku eftirliti ráðsins.
Úthlutunarnefnd leitar ráðgjafar umfram það sem fagráð Rannsóknarráðs getur veitt ef þurfa þykir. Úthlutunarnefnd gerir tillögur til Rannsóknarráðs um styrkveitingar. Rannsóknarráð ákveður þóknun til þeirra sem sitja í úthlutunarnefnd fyrir Vísindasjóð.
Ráðið getur veitt styrki úr Tæknisjóði til allt að þriggja ára í senn og skulu slík verkefni lúta sérstöku eftirliti ráðsins.
Fela má Rannsóknarráði Íslands vörslu annarra sjóða sem hafa hlutverki að gegna á starfssviði ráðsins.
1)Rg. 299/1995.
Í stöður rannsóknarprófessora skal einungis ráða þá sem hlotið hafa viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknarstörf eða hafa lagt fram markverðan skerf til rannsókna á sviði íslenskra fræða. Sérstök dómnefnd skal meta hæfni umsækjenda.
Menntamálaráðherra setur reglugerð1) um stöður rannsóknarprófessora.
1)Rg. 374/1994.