Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þurfi að skipta um ökutæki á leiðinni, eða áður en varan er komin á endanlegan ákvörðunarstað, telst samt vera um einn flutning að ræða.
Í fylgibréfi skal flytjandi tilgreina:
Hlutaðeigendur geta bætt í fylgibréfið öðrum upplýsingum, sem þeir telja nauðsynlegar.
Flytjandi staðfestir móttöku vörunnar með undirskrift sinni á fylgibréfið.
Sendanda ber að merkja vöruna greinilega með nafni, heimilisfangi og síma móttakanda, svo og með öðrum nauðsynlegum upplýsingum.
Flytjandi getur gert fyrirvara um tilgreiningu sendanda í fylgibréfi, enda sé slíkur fyrirvari rökstuddur.
Móttakandi, sem vill nýta þennan rétt sinn, er skyldur að greiða þá upphæð, sem í skuld stendur samkvæmt fylgibréfi, og framvísa frumriti sé þess krafist af sendanda.
Verði ágreiningur um upphæðina, er flytjanda ekki skylt að afhenda vöruna nema gegn tryggingu.
Hafi verið flutt meira vörumagn en fylgibréf getur um, skal greiða flutningsgjald fyrir það, sem umfram er.