Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherrar fara með stjórnarmálefni í Stjórnarráði Íslands, sem hefur aðsetur í Reykjavík.
Málefni, sem bera á upp fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar, skulu áður tekin til meðferðar á ráðherrafundi.
Forsætisráðherra stjórnar ráðherrafundum.
Ritari skráir fundargerð ráðherrafundar í gerðabók, er ráðherrar hafa staðfest fundargerðina.
Ráðuneyti má eigi á stofn setja né af leggja nema með lögum.
1)Augl. 536/1995 (um skipulag menntamálaráðuneytisins).2)L. 83/1997, 2. gr.
Nú þykir vafi á leika, undir hvert ráðuneyti málefni heyri, og sker forsætisráðherra þá úr.
1)L. 14/1991, 2. gr.2)Á væntanlega að vera 4. mgr.
...1)
Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis skal jafnframt því embætti sínu gegna störfum ritara ríkisráðs Íslands.
Heimilt er forsætisráðherra að kveða á um, að ráðuneytisstjóri veiti fleiri en einu ráðuneyti forstöðu og að fleiri en eitt ráðuneyti hafi, eftir því sem við verður komið, sameiginlegt starfslið og húsnæði.
Slíka skipan sem í 5. mgr.2) greinir getur forsætisráðherra afnumið, er nauðsyn krefur, og þá jafnframt ákveðið, hverju þeirra ráðuneyta, sem um er að tefla, ráðuneytisstjóri skuli áfram stýra.
...1)
[Nú er starfsmaður ráðuneytis ráðinn deildarstjóri og þarf þá eigi að auglýsa stöðuna sem hann er fluttur í.]1)
Ráðherra setur deildarstjórum og skrifstofustjórum erindisbréf, þar sem meðal annars skal kveðið á um starfssvið þeirra og starfsskyldur.
Aðrir starfsmenn ráðuneytis eru ráðnir.]1)