Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Heimild til skuldbreytingar samkvæmt ákvæðum þessara laga nær ekki til skattkrafna sem til eru komnar vegna endurákvörðunar skattyfirvalda á gjöldum vegna skattsvika.
Sé gjaldandi, sem er í vanskilum með tekjuskatt eða eignarskatt skv. 1. mgr., einnig í vanskilum með útsvar eða aðstöðugjald til sveitarsjóðs er skuldbreyting vangoldins tekjuskatts og eignarskatts bundin því skilyrði að sambærileg skuldbreyting verði gerð á vangoldnu útsvari og aðstöðugjaldi.
Skilmálar skuldabréfa skulu að öðru leyti vera þeir sömu og tíðkast í lánsviðskiptum, svo sem um heimild til nauðungarsölu veðs án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms, heimild til fjárnáms án undangengis dóms eða sáttar og um gjaldfellingu skuldar vegna vanskila.