Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þessir skulu vera flokkar framhaldsnáms:
Skólastjórn er skipuð skólastjóra og föstum kennurum skólans, og skal starfssvið hennar nánar ákveðið í reglugerð.
[Skólastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum skólastjórnar. Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið skólans.]1)
...1)
Skólaráð skal vera stjórn skólans til ráðuneytis um ýmis mál er skólastarfsemina varða, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Skólaráð skal skipað fimm mönnum til þriggja ára í senn. Borgarráð Reykjavíkur, Landssamband iðnaðarmanna, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag íslenskra listamanna tilnefna hvert um sig einn fulltrúa í ráðið og sé fulltrúi B.Í.L. myndlistamaður. Menntamálaráðherra skipar formann skólaráðs án tilnefningar. Skólaráðið starfar án launa.
Ríkissjóður greiðir laun skólastjóra og fastra kennara.
Nú eru fastir kennarar skólans færri en heimilt er skv. 10. gr., og greiðir þá ríkissjóður stundakennslu, sem því nemur, að fullu.
Kostnaður við stundakennslu umfram það, sem fram er tekið í 3. mgr. þessarar greinar, svo og annar kostnaður við rekstur skólans, að frádregnum tekjum, skiptist að jöfnu milli ríkissjóðs og borgarsjóðs.
1)Starfsreglur 130/1991. Rg. 393/1996.