Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Útboðsgögn skulu innihalda allar nauðsynlegar upplýsingar til að unnt sé að gera tilboð. Frestur til að skila tilboði skal ætíð vera hæfilegur miðað við umfang þess sem boðið er út.
Sé hagstæðasta tilboð ekki jafnframt það lægsta ber kaupanda að senda bjóðendum, sem áttu lægri tilboð en það sem tekið var, greinargerð með rökstuðningi um valið á tilboðinu eins fljótt og mögulegt er.