Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Falla úr gildi 31. desember 1998, sbr. l. 78/1997, 64. gr.
Kjörstjórn semur kjörskrá í byrjun þess árs, sem kjósa skal. Á hún að liggja frammi í 4 vikur á biskupsstofu eða öðrum stað eða stöðum, sem kjörstjórn ákveður, eftir því sem nánar segir í auglýsingu kjörstjórnar. Hún úrskurðar kærur út af kjörskrá og gengur endanlega frá henni.
Ef kirkjuþingsmaður andast á tímabilinu eða verður vanhæfur til þingsetu eða getur ekki sótt þing, taka varamenn þess kjördæmis við eftir röð.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema þingsköp kirkjuþings mæli annan veg. Í þingsköpum, er kirkjuþing setur sér, skal m.a. mælt fyrir um framlagningu, meðferð og afgreiðslu mála svo og um nefndarskipanir.