Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Héraðsskógar merkja í lögum þessum sjálfstætt skógræktarverkefni um ræktun nytjaskóga á jörðum á Fljótsdalshéraði samkvæmt sérstakri áætlun.
Landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna stjórn Héraðsskóga til tveggja ára í senn. Skal einn stjórnarmanna tilnefndur af Félagi skógarbænda á Fljótsdalshéraði, annar af Skógrækt ríkisins og sá þriðji skipaður án tilnefningar. Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn Héraðsskóga og samþykkir starfs- og fjárhagsáætlanir verkefnisins. Hún ræður framkvæmdastjóra og setur honum erindisbréf.
Gera skal samninga, sem landbúnaðarráðherra staðfestir, við alla þátttakendur í Héraðsskógum. Samningarnir skulu taka til afmörkunar lands sem tekið er undir ræktun í hverju tilviki, kveða á um kostnaðarþátttöku ríkisins, hlutdeild ríkissjóðs í væntanlegum afrakstri skógræktarinnar og annað sem þurfa þykir.
Undanþegin ákvæðum 1. mgr. er fyrsta grisjun, enda sé hún skóginum nauðsynleg að mati Skógræktar ríkisins og verði hagnaður af fyrstu grisjun skal hann renna óskiptur á endurnýjunarreikning jarðarinnar.
Þá skulu ábúendur jarða, sem aðild eiga að Héraðsskógum, eftir því sem við verður komið, hafa forgang að vinnu sem tengist skógræktinni, svo sem ýmiss konar þjónustustörfum eða úrvinnslu úr afurðum skóganna.
Þá skulu þær jarðir, þar sem sauðfjárbúskapur dregst verulega saman eða er lagður niður, hafa forgang að verkefninu umfram aðrar jarðir.
Ef gerðir eru samningar milli ríkisvaldsins og sauðfjárbænda, sem aðild eiga að verkefninu, um að láta af sauðfjárrækt eða draga hana verulega saman til lengri tíma skulu slíkir bændur og jarðir þeirra hafa forgang að vinnu og þátttöku í verkefninu.
Reikninga Héraðsskóga skal birta í Stjórnartíðindum, endurskoðaða af Ríkisendurskoðun.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði er nauðsynleg þykja um framkvæmd laga þessara.