Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú eiga fleiri jörð saman, og er henni skipt í parta milli þeirra eftir merkjum, þá er svo um veiði á hverjum parti sem heil jörð væri. En ef ekki er skipt jörðu eftir merkjum, þá er öllum eigendum veiði jafnheimil á þeirri jörðu, nema þeir hafi gert annan samning sín í milli, og skal hann þó eigi lengur standa en þeir eiga jörð saman.
Ef fleiri eru ábúendur á einni jörð, skal svo fara um veiði, meðan ábúð þeirra stendur, sem fyrir er mælt í 1. gr., þá er fleiri eiga jörð saman.
Nú vill maður leggja nót af landi eða í nótlögum annars manns og skal hann þá semja um það við þann sem veiði á.]1)