Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 456/1994, sbr. 511/1994.
Ákvæði laga þessara taka hvorki til hvala né sela en um þær tegundir gilda sérstök lög.
Lögin ná til efnahagslögsögu Íslands.
Ráðherra til ráðgjafar við umsjón þessara mála er ráðgjafarnefnd um villt dýr, sbr. þó 14. gr. að því er varðar hreindýr. Umhverfisráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn og skal hún skipuð sjö mönnum, einum tilnefndum af [Náttúruvernd ríkisins],1) [einum af Bændasamtökum Íslands],2) einum af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einum af Náttúrufræðistofnun Íslands, einum af Sambandi dýraverndarfélaga Íslands, einum af Skotveiðifélagi Íslands og einum af veiðistjóraembættinu. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Umhverfisráðherra skipar formann og varaformann úr hópi fulltrúa frá stofnunum umhverfisráðuneytis.
Tillagna eða umsagnar ráðgjafarnefndarinnar skal leitað við setningu reglugerða, leyfisveitingar, veitingar undanþágna og við önnur stjórnvaldsfyrirmæli um villt dýr.
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völdum, sbr. VI. kafla.
Á vegum veiðistjóraembættisins skulu stundaðar hagnýtar rannsóknir á villtum dýrum í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands eftir því sem um semst milli þessara stofnana. Einnig skal höfð samvinna um rannsóknir við aðrar stofnanir og einstaklinga eftir því sem þörf krefur.
Veiðistjóraembættið leiðbeinir þeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra. Veiðistjóraembættinu skal heimilt að reka hundabú til ræktunar og þjálfunar minkaveiðihunda.
Veiðistjóraembættið skal vera umhverfisráðuneyti og ráðgjafarnefnd um villt dýr til ráðuneytis og gera tillögur um hvaðeina er varðar starfssvið embættisins.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ein heimild til að láta merkja villta fugla á Íslandi og getur stofnunin veitt einstaklingum leyfi til merkinga samkvæmt reglum sem hún setur og samþykktar eru af umhverfisráðherra. Reglur þessar skulu birtar í Stjórnartíðindum.
Hverjum þeim sem finnur eða handsamar merktan fugl ber að senda merkið, hvort sem það er íslenskt eða útlent, til Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt nánari upplýsingum um fundinn.
1)Rg. 252/1996.
Ávallt skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun. Við skipulag og landnotkun skal tekið tillit til villtra dýra og lífsvæða þeirra, sbr. lög nr. 47/1971 og lög nr. 19/1964.
1)Rg. 358/1994.
Í reglugerðum,1) sem settar eru samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar um villt dýr, skal kveðið á um vernd, friðun og veiðar einstakra tegunda villtra dýra. Þar skal m.a. kveða á um hvaða tegundir eru alfriðaðar, hverjar er heimilt að veiða, hvar megi veiða þær, gerð vopna, veiðiaðferðir, lengd veiðitímabils, sérákvæði vegna hefðbundinna fuglanytja, hvað teljist til fágætra fugla, skylduskil á þeim, umgengni við hreiður þeirra og annað sem máli skiptir.
Þar sem talið er að villt dýr valdi tjóni einhvern tiltekinn tíma árs eða á svæðum þar sem viðkomandi tegundir eru friðaðar samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum byggðum á þeim getur umhverfisráðherra að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar um villt dýr, eða hreindýraráðs að því er varðar hreindýr, veitt tímabundið leyfi til veiða í því skyni að koma í veg fyrir tjón. Í reglugerð skal kveðið á um hvaða tegundir skuli ávallt undanskildar þessu ákvæði.
Umhverfisráðherra skal setja reglugerð um sölu, innflutning og útflutning villtra dýra og hluta þeirra, svo og egg. Þar skal einnig kveðið á um hamtöku og skinnatöku, uppsetningu dýra og starfsemi hamskera.
Umhverfisráðherra getur að fenginni umsögn ráðgjafarnefndarinnar veitt undanþágur til veiða á villtum dýrum sem njóta friðunar eða verndar ef nota á þau við rannsóknir, fyrir söfn og dýragarða eða til ræktunar og undaneldis.
Náttúrufræðistofnun Íslands má án sérstakrar heimildar láta veiða allar tegundir fugla, þar á meðal friðaðar tegundir, og safna eggjum handa stofnuninni hvar sem er og án þess að endurgjald komi fyrir, enda sýni viðkomandi skilríki verði því við komið. Haft skal samráð við landeigendur fyrir fram og forðast óþarfa átroðning. Ráðherra ákveður að fenginni tillögu ráðgjafarnefndar um villt dýr hvaða tegundir skuli undanskildar þessu ákvæði.
Umhverfisráðherra getur að fenginni tillögu ráðgjafarnefndarinnar ákveðið að beita sér fyrir útrýmingu stofns eða tegundar dýra sem flust hefur til Íslands af mannavöldum.
Landeigendum einum eru heimilar dýraveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni nema lög mæli öðruvísi fyrir.
Eigi má skilja rétt til veiða að nokkru eða öllu leyti frá landareign fyrir fullt og allt. En leyfilegt skal að skilja rétt til veiða frá landareign um tiltekið tímabil er eigi má vera lengra en 10 ár í senn.
Nú er landareign í sameign en er skipt eftir merkjum og afnota- eða eignarskiptingu og á þá hver sameigandi rétt til dýraveiða á og fyrir sínum landshluta eða afnotasvæði, nema samkomulag hafi orðið um aðra lögmæta skipan.
Nú er landareign í óskiptri sameign og eru þá landeigendum öllum dýraveiðar jafnheimilar í þeirri landareign í réttu hlutfalli við afnotarétt lands nema samkomulag verði um aðra skipan.
Þar sem stöðuvötn, firðir, vogar eða sund, sem ekki eru 230 m á breidd, skipta landareignum eiga landeigendur veiðirétt út að miðlínu, svo og í ám og lækjum. Í stöðuvötnum, sem eru breiðari en 230 m, eru landeigendum, sem land eiga að vatninu, einum heimilar veiðar í almenningi þess og eru þær þeim öllum jafnheimilar. Sé forn venja til þess að réttur til dýraveiða í almenningi stöðuvatns fylgi tiltekinni eða tilteknum landareignum skal sú venja gilda eftirleiðis.
Erlendir ferðamenn, sem veiða hér á landi, skulu afla sér veiðikorta, sbr. 11. gr., og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru til veiðimanna hér á landi.
Umhverfisráðherra getur í samráði við ráðgjafarnefnd um villt dýr veitt tímabundna undanþágu til að nota ofangreindar veiðiaðferðir í vísindaskyni eða ef villt dýr valda umtalsverðu tjóni og aðrar aðferðir eru ekki taldar henta.
Veiðimanni er skylt að hirða bráð sína. Særi veiðimaður dýr ber honum að elta það strax uppi og aflífa ef þess er nokkur kostur. Ákvæði þetta gildir einnig þótt sært dýr fari inn á landareign sem veiðimaður hefur ekki leyfi til að veiða á og er þá bráð eign landeiganda nema annað sé tekið fram í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
1)Nú l. 12/1995.2)Rg. 291/1995, sbr. 230/1996 og 403/1996.
Ábúendur hlunnindajarða og aðrir rétthafar hefðbundinna hlunninda skulu fá sérstök veiðikort, hlunnindakort, til staðfestu því að þeir hafi rétt til að nýta hlunnindi á jörðinni, eða á tilteknu svæði, og til að verjast tjóni af völdum villtra dýra á jörðinni eða svæðinu. Hlunnindakort gilda fyrir eiganda eða ábúanda og það fólk sem honum er nauðsynlegt að hafa með sér við nýtingu hlunnindanna og við varnaraðgerðir við ágangi tjónvalda.
Gjald fyrir veiðikort skal notað til rannsókna og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta útgáfu kortanna. Umhverfisráðherra ákveður gjald fyrir veiðikort og skal það að hámarki nema 1.500 kr. á ári og taka breytingum í samræmi við framfærsluvísitölu, sbr. lög nr. 5/1984.1)
Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð2) um veiðikort að þeir sem stundi veiðar á villtum dýrum skuli hafa lokið sérstöku prófi um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða.
Þar sem umhverfisráðherra ákveður, að fengnum tillögum veiðistjóraembættis, að nauðsynlegt sé að láta veiða refi til þess að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum, sbr. 7. gr., er sveitarstjórn skylt að ráða skotmann til grenjavinnslu og skal hann hafa með sér aðstoðarmann. Þar sem veiðistjóraembætti og sveitarstjórn þykir betur henta má skipuleggja refaveiðar að vetrarlagi í stað grenjavinnslu og fela þá skotmanni með sama hætti framkvæmdina. Eigi fleiri sveitarfélög sameiginlegt upprekstrarland skulu sveitarstjórnir fela stjórn viðkomandi upprekstrar- eða fjallskilafélags umsjón refaveiða samkvæmt þessari málsgrein.
Á svæðum, þar sem friðun refa hefur verið aflétt, sbr. 7. gr., eru refaveiðar utan grenjatíma öllum heimilar sem til þess hafa leyfi samkvæmt lögum.
Umhverfisráðherra ákveður árlega viðmiðunartaxta launa til skotmanna og aðrar greiðslur fyrir unna refi sem veiddir eru skv. 2. og 3. mgr. [Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um refaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá hluta kostnaðar við veiðarnar m.a. með tilliti til fjárhagslegrar getu hlutaðeigandi sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.]1) Umhverfisráðherra getur í samráði við veiðistjóra heimilað sveitarstjórnum að ráða skotmenn til refaveiða á tilteknum svæðum til viðbótar þeim sem ákvörðuð hafa verið skv. 2. mgr. og falla þau þá ekki undir greiðsluskyldu ríkissjóðs.
Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. mega bændur og æðarræktendur, eða aðilar á þeirra vegum, skjóta refi sem búfénaði eða æðarvarpi stafar hætta af. Skal viðkomandi tilkynna skotmönnum, sbr. 2. mgr., um slíka veiði svo fljótt sem auðið er.
Þar sem umhverfisráðherra ákveður, að fengnum tillögum veiðistjóraembættis, að minkaveiðar séu nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum minka er sveitarstjórn skylt að ráða menn til minkaveiða.
Umhverfisráðherra ákveður árlega viðmiðunartaxta launa og annarra greiðslna fyrir unna minka sem veiddir eru skv. 2. mgr. [Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um minkaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá allt að helming kostnaðar við veiðarnar eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.]1) Umhverfisráðherra setur reglugerð um framkvæmd veiðanna og um tilhögun endurgreiðslna á hlut ríkissjóðs í kostnaði við þær.
1)Rg. 402/1994.
Veiðar á hreindýrum eru heimilar öllum er til þess hafa leyfi samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim. Af hverju felldu hreindýri skal greiða til hreindýraráðs sérstakt leyfisgjald sem ráðherra ákveður árlega og skal gjaldinu varið til reksturs ráðsins, framkvæmda á þess vegum og rannsókna á hreindýrum. Hreindýraráði er heimilt að selja veiðiheimildir sem hlutaðeigandi sveitarfélögum hefur verið úthlutað.
Umhverfisráðherra skipar fimm menn í hreindýraráð til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en aðrir nefndarmenn skulu skipaðir með eftirfarandi hætti: Búnaðarsamband Austurlands tilnefnir tvo menn, Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu einn og Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi einn. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Veiðistjóri situr fundi hreindýraráðs og hefur málfrelsi og tillögurétt.
Að fengnum tillögum hreindýraráðs og veiðistjóra setur ráðherra reglugerð1) um nánari framkvæmd á hreindýraveiðum, m.a. um skiptingu veiðiheimilda á milli viðkomandi sveitarfélaga, um veiðieftirlitsmenn, hlutverk og starfssvið hreindýraráðs, svo og skiptingu arðs af leyfisgjaldi og veiðiheimildum sem framseldar eru ráðinu.
Heilbrigðisnefndir hafa umsjón með fækkun á músum og rottum eftir því sem nánar er kveðið á um í heilbrigðisreglugerð sem sett er í samráði við umhverfisráðherra.
Gangi hvítabjörn á land þar sem fólki eða búfénaði er ekki talin stafa bráð hætta af er umhverfisráðherra heimilt að fela veiðistjóraembættinu að fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum.
Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af.
Hafi hvítabjörn verið felldur skv. 3. mgr. skal það tilkynnt umhverfisráðherra án tafar og getur hann þá krafist þess að björninn verði afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands til athugunar og ráðstöfunar, enda greiði ríkissjóður áfallinn kostnað.
1)Rg. 345/1994.
Nú hefur umhverfisráðherra ákveðið að aflétta friðun skv. 1. mgr. og getur hann þá að ósk sveitarstjórnar ákveðið að friðun gildi áfram í tiltekinn tíma á ákveðnum svæðum þar sem umferð veiðimanna er talin óæskileg.
Óheimilt er að þeyta flautur, fljúga flugvélum eða vera með annan hávaða að óþörfu í grennd við fuglabjörg. Enn fremur er óheimilt að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum.
Óheimilt er að veiða fugla í sárum.
1)Rg. 252/1996.
Umhverfisráðherra setur reglugerð1) um hvernig staðið skuli að skilgreiningu og friðlýsingu æðarvarps samkvæmt lögum þessum.
Í varpi kríu, silfurmáfs, hvítmáfs og hettumáfs skal heimilt að taka egg þessara fugla en þó aldrei eftir 15. júní ár hvert.
Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, skulu friðunarákvæði laga þessara ekki vera til fyrirstöðu því að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis.
Á takmörkuðum svæðum, þar sem veiði fullvaxinna lunda, álku, langvíu og stuttnefju í háf telst til hlunninda, skulu friðunarákvæði laga þessara ekki vera til fyrirstöðu því að nytja megi þau hlunnindi eftirleiðis. Veiðar þessar hefjist ekki fyrr en 1. júlí og ljúki eigi síðar en 15. ágúst.
Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá eftirtöldum andartegundum: æðarfugli, stokkönd, rauðhöfðaönd, urtönd, duggönd, skúfönd, hávellu, húsönd og toppönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Heimilt er og að taka grágæsar- og heiðagæsaregg, en þá skulu eigi færri en tvö egg skilin eftir í hreiðri. Andaregg og heiðagæsaregg, sem tekin eru samkvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.
Telji eigandi veiðiréttar sig hafa heimild til nýtingar hlunninda skv. 4. eða 5. mgr. skal hann afla staðfestingar viðkomandi sveitarstjórnar og sýslumanns á rétti sínum. Neiti þessir aðilar að staðfesta heimild veiðirétthafa sker umhverfisráðherra úr þeim ágreiningi.
Tilraun til brota gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar eru á grundvelli þeirra, varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.
Gera má upptækt til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, egg eða eggjaskurn, veiðitæki og annan búnað sem notaður hefur verið við framkvæmd brots, svo og hagnað af ólöglegri veiði og sölu framangreindra verðmæta. Ekki er það upptöku til fyrirstöðu þótt annar sé eigandi veiðitækis eða annars sem upptaka er heimil á en sá sem sekur hefur reynst um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra. Að öðru leyti skal fara um eignaupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. laga nr. 19/1940.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1994. ...