Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með skotfærum er í lögum þessum átt við hvers konar skot eða skeyti (þar með taldir einstakir hlutir þeirra, svo sem hvellhettur og púður), sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum.
Með sprengiefni er í lögum þessum átt við fast eða fljótandi efni eða efnablöndu, sem hefur þann eiginleika að geta sprungið við högg, þrýsting eða hita, svo og kveikiefni svo sem hvellhettur og kveikiþræði.
Með skoteldum er í lögum þessum átt við flugelda, reyk-, táragas- og hvellsprengjur og ýmiss konar skrautelda.
Dómsmálaráðherra getur ákveðið nánar en um getur í 1. til 4. mgr., hvaða efni og tæki skuli teljast skotvopn, skotfæri, sprengiefni eða skoteldar. Einnig getur ráðherra ákveðið, að ákvæði laganna taki að einhverju eða öllu leyti til hluta úr efnum og tækjum, sem tilgreind eru í 1. til 4. mgr.
Dómsmálaráðherra getur ákveðið, að ákvæði laganna taki eigi til eftirgreindra tækja og efna, en getur sett um þau sérstakar reglur:
Dómsmálaráðherra getur sett í reglugerð kröfur um vörslu hleðslutækja (þar með talið hvellhettur og púður). Þá getur hann sett í reglugerð kröfur um nægilega kunnáttu handhafa skotvopnaleyfis til þess að fara með hleðslutæki og ákvæði um, að til þess þurfi sérstakt leyfi lögreglustjóra.
1)Rg. 497/1996.
Heimilt er að veita skráðu félagi eða firma leyfi samkvæmt 5. gr., enda tilnefni það einn mann eða fleiri, er uppfylli skilyrði 1. mgr., til þess að annast framleiðsluna.
Dómsmálaráðherra setur, að fengnum tillögum Brunamálastofnunar ríkisins og Öryggiseftirlits ríkisins, reglur1) um framleiðslu á greindum vörum, þar á meðal hvaða vörur megi framleiða, um búnað framleiðsluhúsnæðis, svo og setur hann nauðsynlegar öryggisreglur.
1)Rg. 497/1996.
Eigi er heimilt að flytja til landsins sérstaklega hættulegar tegundir skotvopna (þar með talin sjálfvirk skotvopn), skotfæra, skotelda eða sprengiefna nema nauðsyn krefji. Dómsmálaráðherra setur frekari reglur1) um innflutning greindra efna og tækja, þar á meðal getur hann ákveðið nánar hvaða efni og tæki megi flytja til landsins.
Eigi þarf leyfi fyrir greindum tækjum og efnum, sem flutt eru úr landi með skipum eða flugförum, ef vörur þessar teljast vera nauðsynlegur búnaður skips eða flugfars.
Dómsmálaráðherra getur heimilað lögreglustjórum að veita leyfi til sölu skotelda í smásölu.
1)Rg. 497/1996.
Leyfi samkvæmt 1. mgr. 9. gr. má aðeins veita skrásettu firma eða félagi, sem hefur verslunarleyfi, enda tilnefni firmað eða félagið mann, sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. 15. gr. og hefur sérþekkingu á umræddum vörum, og hafi umsjón með daglegri verslun og ábyrgist vörslu varanna ásamt stjórnendum firmans eða félagsins.
Í sérstökum tilvikum er heimilt að veita félögum leyfi til þess að selja skotelda í smásölu, enda þótt þau hafi ekki verslunarleyfi.
Aðeins skal veita þeim leyfi, samkvæmt 9. gr., sem hafa til umráða fullnægjandi húsnæði til þess að geyma í þargreindar vörur. Dómsmálaráðherra setur reglur1) um slíkt húsnæði og um vörslu varanna.
Áður en leyfi samkvæmt 9. gr. er veitt, skal leita umsagnar viðkomandi lögreglustjóra svo og slökkviliðsstjóra eða annarra þeirra aðila, sem með brunamál fara.
Leyfi samkvæmt 9. gr. skal eigi veita til lengri tíma en 5 ára og til skemmri tíma, ef ástæða þykir vera til að mati dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglustjóri getur, hvenær sem er og án sérstakrar heimildar krafist þess að fá aðgang að húsnæði, þar sem skotvopn, skotfæri, skoteldar eða sprengiefni er framleitt eða þar sem birgðir af þessum vörum eru geymdar.
Nú er húsnæði, framleiðsluháttum eða vörslu varanna ábótavant að mati lögreglustjóra og getur hann þá til bráðabirgða lagt hald á skotvopn, skotfæri, skotelda eða sprengiefni, enda geri hann dómsmálaráðuneytinu tafarlaust aðvart um þá framkvæmd.
Leyfi samkvæmt 1. mgr. (skotvopnaleyfi) skulu vera skrifleg. Skal í þeim tilgreina nafn, nafnnúmer, stöðu og heimilisfang leyfishafa. Einnig skal nákvæmlega tilgreina, hvaða skotvopn eru leyfð, þar á meðal tegund, hlaupvídd og númer þess. Lögreglustjóri getur sett sérstök skilyrði í leyfið, ef hann telur þess þörf.
Skotvopnaleyfi skulu eigi gefin út til lengri tíma en 10 ára í senn og til skemmri tíma, ef ástæða þykir vera til þess. Þegar leyfi er endurnýjað skal handhafi skotvopnaleyfis gera grein fyrir hæfni sinni og þekkingu á því vopni, sem hann hefur leyfi til að fara með.
Skotvopnaleyfi gilda hvar sem er á landinu.
Lögreglustjóri getur veitt þeim leyfi fyrir skotvopni, þótt sá hafi brotið ákvæði laga þeirra, sem tilgreind eru í 2. tölul., ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið að brot var framið, enda sýni umsækjandi fram á að hann hafi ríka þörf fyrir að eiga skotvopn.
Lögreglustjóri skal, eftir því sem tök eru á, halda námskeið í meðferð skotvopna fyrir þá, sem sækja um skotvopnaleyfi eða endurnýjun á því.
Dómsmálaráðherra getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar, ef sérstaklega stendur á. Dómsmálaráðherra getur sett nánari skilyrði en um getur í 1. mgr., þar á meðal sett sérstakar reglur varðandi vopn, er teljast vera sérstaklega hættuleg.
Eigendum skotvopna er óheimilt að lána til afnota skotvopn nema þeim, sem leyfi hafa til að nota sams konar skotvopn. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um, að eiganda skotvopns sé heimilt að lána það eða láta af hendi í ákveðnum tilvikum.
Óheimil er meðferð skotvopna, sé viðkomandi undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.
Ef ástæða er til að ætla, að maður hafi brotið framangreind ákvæði, getur lögreglan fært hann til læknis til rannsóknar, þ. á m. blóð- og þvagrannsóknar, og er honum þá skylt að hlíta þeirri meðferð, sem læknirinn telur nauðsynlega vegna rannsóknarinnar.
Eigi má hleypa af skoti á vegum, yfir vegi, úr ökutæki á ferð, á almannafæri eða annars staðar, þar sem hætta getur stafað af, nema nauðsyn krefji.
Eigi má maður hleypa af skoti á annars manns landi eða skjóta yfir annars manns land án leyfis landeiganda eða ábúanda nema lög mæli öðruvísi fyrir um. Mál út af þessari málsgrein skal því aðeins höfða, að sá krefjist, sem misgert var við.
Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun, skulu skotvopn annars vegar og skotfæri hins vegar geymd í aðskildum læstum hirslum. Dómsmálaráðherra setur reglur um vörslu skotvopna og skotfæra.
Aðeins má veita þeim leyfi til þess að kaupa sprengiefni, sem sýna fram á, að þeim sé það nauðsynlegt.
Leyfi samkvæmt þessari grein skulu gefin út fyrir ákveðinni tegund og magni sprengiefnis.
Eigendur sprengiefna skulu ábyrgjast vörslu sprengiefnisins og sjá um, að óviðkomandi aðilar nái eigi til þess.
Sé leyfi samkvæmt 1. mgr. veitt ópersónulegum aðila, þá skal að jafnaði tilnefna ákveðinn mann eða menn, er annist vörslu sprengiefnisins.
Óheimilt er þeim, er fengið hafa leyfi til þess að kaupa sprengiefni, að afhenda það öðrum nema með leyfi viðkomandi lögreglustjóra.
Aðeins má veita þeim leyfi samkvæmt 1. mgr., sem hafa að mati Öryggiseftirlits ríkisins næga kunnáttu til þess að fara með sprengiefni.
Þeir, sem fara með og nota sprengiefni, skulu ætíð gæta fyllstu varúðar.
1)Rg. 497/1996.
Sprengiefni má geyma á öðrum stöðum í litlum mæli, ef þörf gerist vegna notkunar, enda sé það þá geymt í þar til gerðum hirslum eða kössum.
Dómsmálaráðherra skal setja ákvæði í reglugerð1) um geymslu á sprengiefni, um flutning á því og um meðferð þess að fengnum tillögum Brunamálastofnunar ríkisins og Öryggiseftirlits ríkisins.
1)Rg. 536/1988.
Dómsmálaráðherra getur sett reglur1) um sölu og meðferð skotelda, þ. á m. getur hann sett reglur um að eigi megi selja almenningi ýmsar skaðlegar tegundir skotelda.
Þegar um er að ræða leyfi samkvæmt 14. gr. eða 26. gr., skal lögreglustjóri í því umdæmi, sem leyfishafi á lögheimili, taka ákvörðun um leyfissviptingu án tillits til þess, hvar leyfi er upphaflega gefið út. ...1)
Dómsmálaráðherra getur fyrirskipað að afturkalla skuli leyfi, sem lögreglustjóri hefur veitt.
Ef eigi eru fyrir hendi skilyrði til eignarupptöku, getur lögreglustjóri, að liðnum einum mánuði frá leyfissviptingu, ákveðið að selja greindan varning. Söluandvirði, að frádregnum kostnaði, skal þá renna til eiganda.
Nú telur lögreglustjóri tæki eða efni svo lélegt og verðlaust, að eigi sé rétt að selja það, skal þá eyðileggja það eða gera óvirkt án greiðslu bóta til handa eiganda. Sama gildir um tæki og efni, sem mönnum er almennt óheimilt að hafa í vörslu sinni.
Kæra þarf að hafa borist dómsmálaráðuneytinu innan mánaðar frá því að kærandi fékk vitneskju um niðurstöðu lögreglustjóra.
Eigi frestar málskot leyfissviptingu eða verkun hennar.
Nú fremur maður brot með nefndum tækjum eða efnum og skilyrði til upptöku þeirra er fyrir hendi, og er þá heimilt, ef brot er stórfellt, að gera einnig upptæk önnur slík tæki og efni, sem sökunautur hefur leyfi fyrir.
Að öðru leyti skal fara um eignarupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. almennra hegningarlaga.
1)Rg. 265/1997, sbr. 648/1997. Rg. 497/1996.