Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Auk skýrslna um framangreind atriði vinnur hagstofan að skýrslum, er hér eftir kunna að verða lögboðnar eða fyrirskipaðar af landsstjórninni, eða hagstofan sjálf óskar eftir í samráði við hlutaðeigandi stjórnarvöld.
Landshagsskýrslur skulu koma út svo fljótt sem unnt er, jafnóðum og þær eru tilbúnar frá hendi hagstofunnar.
Árlega skal gefa út stuttan útdrátt úr helstu landshagsskýrslum síðasta árs, með þýðingum á eitthvert hinna þriggja aðalmenntamála.
Heimilt er hagstofunni að fyrirskipa, að skýrslur, sem hingað til hafa verið sendar frá hreppstjórnarvöldum eða einstökum mönnum til sýslumanns, séu sendar beint til hagstofunnar, og getur hún endursent til leiðréttingar skýrslur, er henni þykja ófullnægjandi, heimtað frekari upplýsingar, með þeim viðurlögum, sem lög greina um vanrækslu í því, að inna af hendi lögmæt skýrsluskil.