Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Trygging samkvæmt lögum þessum tekur til þess, er skipshöfn ferst með skipi, sem týnist án þess til þess spyrjist, hversu týnst hefur.
Nú eru samningar gerðir milli stéttarfélaga útgerðarmanna og stéttarfélaga sjómanna um víðtækari tryggingar í sambandi við stríðsslysaáhættu en ákveðið er í lögum þessum, og skulu aðilar þá tilkynna það félaginu í ábyrgðarbréfi eða með símskeyti. Gengur tryggingin þá þegar í gildi, sbr. 23. gr. Séu slíkir samningar gerðir milli annarra en fyrrgreindra stéttarfélaga, fær hin víðtækari trygging ekki gildi fyrr en félagið gefur út iðgjaldakvittun eða tryggingarskírteini.
Ef sú upphæð nægir ekki til lögboðinnar eða umsaminnar tryggingar á skipshöfninni, skal félagið þó taka það, sem á vantar, enda sé endurtrygging fáanleg hjá öruggu vátryggingarfélagi, að dómi félagsstjórnar.
Sé slík endurtrygging ekki fáanleg, eða ef hún ferst fyrir vegna vanrækslu þess, sem tryggingarskyldan hvílir á skv. 15. gr., ábyrgist ríkissjóður, gegn iðgjaldi, er ráðherra ákveður eftir tillögum félagsstjórnar, þann hluta hinnar lögboðnu tryggingar, sem umfram er eigin áhættu félagsins.
Nú rennur trygging út, og skal hún þá endurnýjuð óbreytt á kostnað útgerðarmanns, ef hann hefur ekki tilkynnt félaginu í tæka tíð, að henni skuli breytt eða hún falla niður. Útgerðarmaður ber ábyrgð á því, að vátryggingarupphæðir séu nægilega háar.
Ef vanrækt hefur verið að tryggja þá, sem tryggja ber, á félagið engu að síður kröfu á iðgjaldi fyrir áhættuhluta sinn, samkvæmt almennum reglum sínum.
Útgerðarmönnum ber að bæta félaginu, eða eftir atvikum ríkissjóði, allt tjón, er hlýst af röngum eða villandi upplýsingum þeirra eða annarri vanrækslu á tryggingum, er þeim ber að sjá um.
Þeir skulu og annast innheimtu iðgjalda og umboðsmennsku, eftir því sem félagsstjórn ákveður, gegn þóknun, er um semst við hana.
Verði ágreiningur, sker ráðherra úr.