Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 205/1967, sbr. 312/1992. Rg. 260/1980, sbr. 667/1997.
Landbúnaðarráðherra löggildir sláturhús, kjötgeymslur og kjötvinnslustöðvar, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, ef húsin eru svo fullkomin að gerð og öllum útbúnaði að hægt sé þess vegna að fullnægja öllum kröfum um gæði, heilnæmi og hollustu afurðanna. Í löggildingu sláturhúss skal tilgreina hámarksdagsslátrun. Í sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum skulu vera löggiltar vogir.
Landbúnaðarráðherra setur reglugerð1) um gerð og búnað sláturhúsa og kjötvinnslustöðva, lágmarkskröfur varðandi fyrirkomulag, hreinlæti og útbúnað þeirra, rekstur rannsóknastofa, reglur um notkun hreinsi- og sótthreinsiefna og eftirlit með heilsufari starfsfólks.
Eigendum lögbýla er heimilt að slátra búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin neyslu. Landbúnaðarráðherra getur sett reglur um töku og sendingu sýna til rannsókna úr þessum sláturdýrum og afurðum samkvæmt tillögum yfirdýralæknis.
Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um þekkingu og verkkunnáttu verkstjóra og slátrara, en í hverju sláturhúsi skal að öðru jöfnu starfa maður með slátraramenntun.
Ekki má koma með sýnilega sjúk dýr í sláturhús til förgunar, nema sérstakur klefi sé til þeirra nota einna í sláturhúsinu.
Sjálfdauðar skepnur eða afurðir af þeim má aldrei flytja í sláturhús, kjötgeymslur eða kjötvinnslustöðvar.
Sláturdýr, sem komin eru í sláturhúsrétt, má eigi flytja þaðan til lífs heldur skal þeim slátrað, nema til komi leyfi yfirdýralæknis.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð ákvæði um:
1)Rg. 491/1997.
Til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit kjötskoðunarlækna með sláturafurðum skal landbúnaðarráðherra innheimta gjald af sláturleyfishöfum af öllu innvegnu kjöti í sláturhúsi sem rennur í sérstakan sjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Eftirlitsgjald þetta miðast við raunkostnað og skal vera allt að 2,50 kr. á hvert kíló kjöts.
Ráðherra setur nánari ákvæði1) um framkvæmd eftirlits og innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt þessari grein.
Kjötskoðunarlæknir skal hafa eftirlit með því að fyllsta hreinlætis sé gætt í sláturhúsi, umgengni sé þrifaleg og afurðirnar óhreinkist ekki eða sóttmengist. Hann skal hafa eftirlit með þrifum og sótthreinsun á byggingum og búnaði í sláturhúsum og í kjötvinnslustöðvum sem lög þessi ná til. Þá skal hann hafa eftirlit með meðferð afurða, svo sem kælingu, frystingu, hlutun, brytjun, pökkun, merkingu og hleðslu flutningatækja.
Kjötskoðunarlæknir skal fylgjast reglulega með innra eftirliti sláturhúsa og kjötvinnslustöðva.
1)Rg. 160/1984. Rg. 188/1988, sbr. 434/1988, 364/1990, 311/1992, 355/1993, 398/1993, 118/1994, 93/1994, 271/1994, 252/1995, 466/1996 og 572/1997.
Sláturafurðum, sem reynast spilltar eða sýktar svo að hætta getur stafað af til manneldis eða fóðurgerðar samkvæmt ákvörðun kjötskoðunarlæknis, skal þegar í stað eytt samkvæmt reglum sem landbúnaðarráðherra setur.
Landbúnaðarráðherra getur fyrirskipað dreifingarbann, upptöku og eyðingu á vörum sem ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögunum eða reglum, settum samkvæmt þeim.
Landbúnaðarráðherra setur reglugerð1) um slátrun, kælingu, frystingu, hlutun, brytjun, pökkun, flutning og aðra meðferð sláturafurða.
Heimilt er að óska eftir yfirmati á sláturafurðum og skal rökstudd beiðni þar um send kjötmatsformanni.
Landbúnaðarráðherra setur reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu á sláturafurðum að fengnum tillögum kjötmatsformanns er hafi samráð við helstu hagsmunaaðila.
Til að standa straum af kostnaði við yfirmat samkvæmt lögum þessum skal innheimta sérstakt gjald. Gjald þetta, sem sláturleyfishafar greiða, skal vera 0,55 kr. á hvert kíló kjöts sem innvegið er í sláturhúsi. Landbúnaðarráðherra er heimilt að kveða nánar á um innheimtu gjaldsins með reglugerð.
1)Rg. 168/1970, sbr. 630/1982, 399/1987, 597/1994 og 466/1996.
Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.