Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Öllum er skylt að veita trúnaðarmönnum almannavarna þær upplýsingar, sem þeir þarfnast til þess að framkvæma þau störf, sem lögin fela þeim.
Ef hætta vofir yfir, getur lögreglustjóri bannað að nokkru eða öllu leyti notkun samkomuhúsa og annarra samkomustaða, sem almenningur hefur aðgang að.
Almannavarnaráð, sem dómsmálaráðherra skipar, stýrir starfsemi almannavarna og er til ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Í ráðinu eiga sæti forstjóri landhelgisgæslunnar, landlæknir, [ríkislögreglustjóri],1) póst- og símamálastjóri og vegamálastjóri. Ráðherra skipar einn þeirra formann ráðsins til þriggja ára í senn. Ráðherra getur sett almannavarnaráði starfsreglur með reglugerð.2)]3)
Forráðamönnum [heilbrigðisstofnana]1) ber, samkvæmt fyrirmælum landlæknis, að undirbúa og framkvæma ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að geta veitt sjúkum og særðum móttöku og meðferð á hættutímum. Þeim ber og að taka þátt í undirbúningi að stofnun og rekstri varasjúkrahúsa.
1)Rg. 640/1983 (viðvörunarmerki almannavarna).2)L. 83/1997, 12. gr.3)L. 85/1985, 3. gr.
Almannavarnaráð skal fylgjast með og stuðla að athugunum vegna hættu af ísalögum, eldgosum, jarðskjálftum, flóðum, snjóflóðum, skriðuföllum eða annarri vá.
Almannavarnaráð skal jafnframt stuðla að, fylgjast með og samræma ráðstafanir sem miða að því að draga úr líkum á líkams- eða eignatjóni af völdum náttúruhamfara eða af annarri vá, svo sem með gerð varnarvirkja eða með öðrum verndarráðstöfunum.
[Ráðherra skipar framkvæmdastjóra almannavarnaráðs til fimm ára í senn að fengnum tillögum ráðsins. Framkvæmdastjóri ræður annað starfslið.]2) Almannavarnaráð getur sett framkvæmdastjóra erindisbréf með samþykki dómsmálaráðherra. Í hverju kjördæmi skal vera minnst einn fulltrúi almannavarnaráðs [ráðinn]2) af því. Fer hann með umsjón þeirra verkþátta sem undir ríkisvaldið falla og er lögreglustjórum og almannavarnanefndum til ráðuneytis. Hann skal vera búsettur í kjördæminu.]3)
1)L. 85/1985, 4. gr.2)Augl. 237/1986, 507/1994, 95/1996 og 502/1996.
Ráðherra er heimilt að ákveða að sveitarfélög, tvö eða fleiri, eða landshlutar hafi samstarf um almannavarnir og veiti gagnkvæma aðstoð.]1)2)
Í kaupstöðum skipar bæjarstjórn almannavarnanefnd. Í Reykjavík eiga sæti í nefndinni borgarlæknir, borgarstjóri, borgarverkfræðingur, lögreglustjóri, slökkviliðsstjóri og tveir menn sem borgarstjórn velur. Í öðrum kaupstöðum skal almannavarnanefnd skipuð bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi eða bæjartæknifræðingi, héraðs- eða heilsugæslulækni, lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og tveimur mönnum sem bæjarstjórn velur.
Í sýslum skal almannavarnanefnd skipuð lögreglustjóra, svo og byggingarfulltrúa, héraðs- eða heilsugæslulækni og slökkviliðsstjóra, sem sýslumaður tilnefnir og þremur mönnum tilnefndum af hreppsnefndum í þremur fjölmennustu hreppum sýslunnar. Skipa má fleiri en eina almannavarnanefnd í sýslu í samræmi við samstarf um almannavarnir skv. 2. mgr. 7. gr.
Í Reykjavík [ræður]1) borgarstjóri framkvæmdastjóra almannavarnanefndar. Á öðrum stöðum, þar sem eru yfir 5000 íbúar, skal ráðinn framkvæmdastjóri, eftir atvikum í hlutastarf, að fengnu samþykki viðkomandi sveitarstjórna.]2)
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um lágmarksviðbúnað að almannavörnum í héraði. Ráðherra er heimilt að ákveða að almannavarnaráð annist lágmarksviðbúnað almannavarna í héraði, á kostnað sveitarfélagsins, hafi ákvæðum um lágmarksviðbúnað ekki verið hlítt.]2)
Kveðja má þá, sem eru á aldrinum 16--18 ára eða yfir 65 ára, til starfs, ef þeir óska þess sjálfir.
Enginn má á neinn hátt tálma því, að maður gegni starfi í þágu almannavarna.
Þeim, sem kvaddir hafa verið til starfs, ber að koma til læknisskoðunar, ef nauðsynlegt þykir.
[Á hættutímum er almannavarnaráði heimilt að ákveða að hjálparlið skuli flutt á milli umdæma til aðstoðar á hættusvæði, enda samþykki viðkomandi lögreglustjóri þá tilhögun. Á hættutímum getur almannavarnaráð lagt bann við því að hjálparlið sé flutt á milli umdæma.]1)
Ef hætta vofir yfir, má starfsmaður ekki fara úr lögsagnarumdæminu án samþykkis lögreglustjóra eða þess, er hann tilnefnir.
Ráðherra getur leyst fyrirtæki undan skyldu til einkavarna. Hann getur einnig, ef sérstaklega stendur á, fyrirskipað einkavarnir á vinnustað, enda þótt færri starfi þar en segir í 1. mgr.
Nú er mannvirki þannig háttað, að eyðing þess eða skemmdir á því geta haft í för með sér verulega hættu fyrir umhverfið, og getur ráðherra þá fyrirskipað eiganda eða umráðamanni þess að gera viðeigandi öryggisráðstafanir, enda taki ríkissjóður þá þátt í kostnaði eftir mati dómkvaddra manna, hafi eigi tekist samkomulag um skiptingu kostnaðar.
Trúnaðarmönnum almannavarna er heimill aðgangur að fasteignum til eftirlits með ráðstöfunum til einkavarna.
Ef fyrirmælum almannavarnanefndar um ráðstafanir til einkavarna er ekki hlýtt, má framkvæma þær á kostnað eiganda eða umráðamanns. Kröfu um endurheimt fylgir lögtaksréttur.
Ákvörðun almannavarnanefndar um einkavarnir má skjóta til ráðherra.
Ráðherra setur reglur um áætlun og framkvæmd brottflutnings.
Engum er heimilt án sérstaks leyfis að flytja frá þeim stað, sem honum hefur verið vísað á.
Á neyðarstundu er heimilt að gefa eiganda eða umráðamanni húsnæðis fyrirmæli um að taka við fólki, sem flutt hefur verið af hættusvæði, veita því húsaskjól, svo og fæði, ef nauðsynlegt er.
Sveitarfélag sem flutt er frá, greiðir kostnað vegna húsnæðis og fæðis, sem látið er í té, samkvæmt þessari grein, en á kröfu um endurheimt á hendur þeim, sem fyrirgreiðslunnar hafa notið.
Ráðherra getur krafist að ríki eða sveitarfélagi verði fengið til afnota eða umráða lausafjármunir og fasteignir eða hluti af þeim sem brýn þörf er á til almannavarna, enda komi sanngjarnt verð fyrir eftir samkomulagi eða að mati samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Heimilt er að gera þær breytingar á eignum sem þörf er á til þess að þær komi að tilætluðum notum.
Stofnunum ríkis og sveitarfélaga, svo og fyrirtækjum og félagasamtökum, sem hlutverki hafa að gegna í skipulagi almannavarna samkvæmt samningi við almannavarnaráð, er skylt án endurgjalds að taka þátt í æfingum á sviði almannavarna í samræmi við slíkt skipulag. Ágreiningi um þátttöku í æfingu má skjóta til dómsmálaráðherra.]1)
Kostnaður af öðrum ráðstöfunum til almannavarna en um getur í 1. mgr. greiðist af viðkomandi sveitarstjórnum, en ríkissjóður skal endurgreiða 2/3 kostnaðar af opinberum öryggisbyrgjum.
Sveitarfélög, sem hafa samstarf um almannavarnir, skulu skipta kostnaði samkvæmt íbúatölu.]1)