Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Til aðstoðar aðfangaeftirlitinu skipar landbúnaðarráðherra tvær nefndir til fjögurra ára í senn sem hafa það hlutverk að vera ráðgefandi um framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum:
Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð, að höfðu samráði við sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og ráðunauta [Bændasamtaka Íslands],1) hvaða upplýsingar skylt er að láta fylgja vörum sem lög þessi ná yfir. Enn fremur skal kveðið á um merkingar og lýsingu á notkun einstakra vöruflokka.
Komi í ljós að vara uppfylli ekki uppgefnar vörulýsingar getur aðfangaeftirlitið krafist stöðvunar á dreifingu og sölu vörunnar.
1)Rg. 650/1994, sbr. 718/1995 og 510/1996, og 301/1995, sbr. 202/1996. Rg. 398/1995, sbr. 499/1996.
Eftirlitsgjald af innfluttum vörum skal innheimt við tollafgreiðslu vörunnar. Af innlendri framleiðslu skal greiða gjaldið samkvæmt söluskýrslum sem skila ber tvisvar á ári. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um innheimtu á eftirlitsgjöldum, upphæð þeirra, álagningu, gjalddaga og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldanna. Eftirlitsgjöld má taka fjárnámi.
Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.