Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um kirkjuþing og kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar1)

1982, nr. 48, 11. maí

1)Falla úr gildi 31. desember 1998, sbr. l. 78/1997, 64. gr.

I. kafli.

Um kirkjuþing þjóðkirkjunnar.

1.–5. gr.
        ...1)

1)L. 78/1997, 64. gr.

6. gr.
        Kjörstjórn skipa þrír menn. Kirkjumálaráðherra tilnefnir formann og varaformann, og skulu þeir vera lögfræðingar. Biskup tilnefnir annan kjörstjórnarmann og varamann hans, en hinn þriðja kýs kirkjuráð og varamann hans. Tilnefning er til fjögurra ára í senn, í fyrsta skipti til ársloka 1985, og skal fara fram þegar eftir gildistöku laga þessara.

7. gr.
        Kosið skal til kirkjuþings á árinu 1982 og síðan á 4 ára fresti, sbr. 10. gr.
        Kjörstjórn semur kjörskrá í byrjun þess árs, sem kjósa skal. Á hún að liggja frammi í 4 vikur á biskupsstofu eða öðrum stað eða stöðum, sem kjörstjórn ákveður, eftir því sem nánar segir í auglýsingu kjörstjórnar. Hún úrskurðar kærur út af kjörskrá og gengur endanlega frá henni.

8. gr.
        1. Eigi síðar en 1. apríl ár það, sem kjósa skal, sendir kjörstjórn þeim, sem kosningarrétt eiga, nauðsynleg kjörgögn: auðan kjörseðil, óáritað umslag, eyðublað fyrir yfirlýsingu kjósanda um það, að hann hafi kosið, og umslag með utanáskrift kjörstjórnar. Þá skal fylgja leiðbeining um það, hvernig kosning fari fram. Greina skal glögglega, fyrir hvaða tíma kjörseðill skuli hafa borist kjörstjórn.
2. Kjósandi utan 1. kjördæmis ritar nafn þess, sem hann vill kjósa aðalmann, svo og nöfn tveggja varamanna, á kjörseðilinn, setur hann í óáritaða umslagið, sbr. 1. mgr., og lokar því, útfyllir eyðublaðið og undirritar og leggur gögnin í áritaða umslagið og sendir kjörstjórn það í ábyrgðarpósti. Í 1. kjördæmi gildir hið sama, en þar kýs kjósandi þó tvo aðalmenn og svo fjóra varamenn.
3. Kjörgögn til presta og leikmanna skulu vera sín með hvorum litnum. Kjörgögnum til leikmanna fylgi kjörskrá.

9. gr.
        1. Kjörstjórn telur atkvæði að loknum skilafresti, sbr. 1. mgr. 8. gr., og úrskurðar þau.
2. Sá er kjörinn aðalmaður, sem flest fær atkvæði sem aðalmaður, og þeir tveir í 1. kjördæmi, sem flest fá atkvæði. Sá er kjörinn 1. varamaður, sem flest fær atkvæði sem varamaður að viðbættum þeim atkvæðum, sem hann hlaut sem aðalmaður, en sá 2. varamaður, sem næst flest fær atkvæði, talin með sama hætti, og gegnir hinu sama með 3. og 4. varamann í 1. kjördæmi. Hljóti tveir eða fleiri jöfn atkvæði, ræður hlutkesti, og gildir það einnig um röð varamanna, ef því er að skipta.
3. Kjörstjórn gefur út kjörbréf til þingfulltrúa, aðalmanna og varamanna, og skal röð varamanna greind sérstaklega.

10. gr.
        Kjörtímabil hinna kjörnu þingfulltrúa er 4 ár.
        Ef kirkjuþingsmaður andast á tímabilinu eða verður vanhæfur til þingsetu eða getur ekki sótt þing, taka varamenn þess kjördæmis við eftir röð.

11. gr.
        Kærur út af kosningu til kirkjuþings skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 4 vikum eftir að fresti lauk til að skila atkvæðum, sbr. 1. mgr. 8. gr. Leggur hún þær fyrir kirkjuþing til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum.

12. gr.
        ...1)
        Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema þingsköp kirkjuþings mæli annan veg. Í þingsköpum, er kirkjuþing setur sér, skal m.a. mælt fyrir um framlagningu, meðferð og afgreiðslu mála svo og um nefndarskipanir.

1)L. 78/1997, 64. gr.

13. gr.
        ...1)

1)L. 78/1997, 64. gr.

14. gr.
        [Kirkjuþing kýs þingfararkaupsnefnd er ákvarðar dagpeninga, ferðakostnað og þóknun til kirkjuþingsmanna.]1)

1)L. 138/1993, 6. gr.

II. kafli.

Um kirkjuráð þjóðkirkjunnar.

15.–17. gr.
        ...1)

1)L. 78/1997, 64. gr.

III. kafli.

Gildistaka, stjórnvaldsreglur og brottfallin lög.

18. gr.
        Kirkjumálaráðherra getur að fengnum tillögum biskups, kirkjuþings og kirkjuráðs, sett reglugerð um framkvæmd laga þessara.

19. gr.
        Lög þessi taka þegar gildi. ...