Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Þennan rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð, þar á meðal skilyrði um nauðsynlega kunnáttu á íslensku tal- og ritmáli.
Skipstjóri á íslensku skipi skal ávallt vera íslenskur ríkisborgari eða njóta atvinnuréttinda sem íslenskur ríkisborgari og bera fulla ábyrgð á framkvæmd laga þeirra og reglna sem lúta að starfi hans og settar eru af þar til bærum stjórnvöldum.]1)
I. Á fiskiskipum: II. Á varðskipum: III. Á kaupskipum fer eftir því sem fyrir er mælt í lögum um áhafnir íslenskra kaupskipa.]1)
1)Rg. 118/1996.
Siglingatími telst sá tími er stýrimannsefni starfar á skipi sem er í rekstri og þar sem viðkomandi fær undirstöðuþekkingu í störfum á þilfari og í brú, stjórn manna og forsjá. Af siglingatíma verður stýrimannsefni að hafa gengið sjóvaktir a.m.k. 6 mánuði í brú undir umsjón skipstjórnarmanns. Af siglingatíma mega 6 mánuðir vera við önnur störf á skipi en skipstjóra-, stýrimanns- eða hásetastörf. Nám eða störf í verklegri sjómennsku og notkun öryggis- og björgunarbúnaðar á viðurkenndum námskeiðum má meta sem siglingatíma í allt að einn mánuð.
1)Rg. 118/1996.
Ráðuneytið gefur út námskrá til samræmingar kennslu og skipar prófdómara að höfðu samráði við Stýrimannaskólann í Reykjavík og hagsmunaaðila. Þeir sem standast prófin skulu fá vottorð undirrituð af viðkomandi skólastjóra og prófdómara.]1)
Samgönguráðherra setur reglur1) um skilyrði varðandi sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna.
1)Rg. 304/1993.
1)Rg. 118/1996.
1)L. 62/1995, 9. gr.2)L. 7/1996, 13. gr.3)L. 62/1995, 10. gr.
Skírteinin skulu gefin út af [sýslumönnum]1) og skulu þau rituð á þar til gerð eyðublöð eftir fyrirmynd sem samgönguráðuneytið semur.
[Skírteinin skulu gefin út á íslensku og ensku og gilda til fimm ára í senn. Samgönguráðherra setur reglur um skilyrði til endurnýjunar atvinnuskírteina, svo sem um viðhald réttinda og heilsufar, þar sem taka skal mið af alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöðu sjómanna frá 1978, eftir því sem við á. Atvinnuskírteini samkvæmt STCW-alþjóðasamþykktinni skulu þó gefin út af [Siglingastofnun Íslands].2)
Skírteinishafi skal hafa skírteinið meðferðis við skipstjórn og sýna það þegar löggæslumaður krefst þess.]3)
Þeir sem öðlast hafa skipstjórnarréttindi á skipum, sem eru allt að 120 rúmlestir, fyrir gildistöku fyrrgreindra laga skulu öðlast sams konar réttindi ef þeir hafa starfað sem skipstjórar eða stýrimenn a.m.k. 60 mánuði.
Á sama hátt getur samgönguráðuneytið, að fenginni umsögn Stýrimannaskólans í Reykjavík, heimilað þeim íslenskum ríkisborgurum, sem lokið hafa skipstjórnarnámi við erlenda skóla, að fá útgefið viðeigandi atvinnuskírteini, að uppfylltum öðrum skilyrðum.
Nefndin skal leita umsagnar [Siglingastofnunar Íslands]1) varðandi öryggi og búnað skips.
1)Rg. 64/1985, sbr. 630/1991.
Undanþágur samkvæmt 1. mgr. veitir fimm manna nefnd sem samgönguráðherra skipar til að fjalla um þess háttar mál. [Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af fulltrúum útgerðaraðila, einn fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og einn fulltrúi tilnefndur af Vélstjórafélagi Íslands, en formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar.]1) Ráðherra setur nefndinni starfsreglur2) sem hann lætur birta með fullnægjandi hætti.
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð3) gjald fyrir veittar undanþágur sem viðkomandi undanþáguhafi greiðir og renna skal í sérstakan sjóð sem hafi það að markmiði að veita lán og/eða styrki til þeirra undanþáguhafa sem fara í nám til öflunar starfsréttinda. Nemendur stýrimannaskóla, sem starfa á undanþágu milli námsára, eiga rétt á endurgreiðslu gjaldsins, haldi þeir áfram námi á næsta námsári, gegn framvísun vottorðs frá viðkomandi skóla þar um. Undanþegnir gjaldinu eru þeir sem lokið hafa fyllsta skólanámi til viðkomandi starfs.
Með mál út af brotum á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.