Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Verði fullgildir félagar í búnaðarfélagi fimm eða færri skal búnaðarfélagið sameinast búnaðarfélagi nærliggjandi sveitar eftir tillögum hlutaðeigandi búnaðarsambands.
Heimilt er þó að einstakir menn séu í búnaðarfélagi annars sveitarfélags ef sérstakar landfræðilegar ástæður eru fyrir hendi og enn fremur að búnaðarfélag nái yfir tvö sveitarfélög eða fleiri þar sem það þykir henta. Fyrir slíkum frávikum og breytingum á starfssvæðum búnaðarfélaga þarf samþykki [Bændasamtaka Íslands].1)
Heimilt er að halda félagssvæði búnaðarfélags óbreyttu þótt skipan sveitarfélaga breytist.
Búnaðarfélögum er skylt að vera í búnaðarsambandi hlutaðeigandi héraðs. Stjórnum búnaðarfélaga er skylt að halda skýrslur og reikninga eftir því sem stjórnir [Bændasamtaka Íslands]1) og hlutaðeigandi búnaðarsambands ákveða. Búnaðarsamböndin skulu árlega senda [Bændasamtökum Íslands]1) skýrslur um jarðabætur innan sambandssvæða sinna ásamt afriti af ársreikningum sínum. Um skipan búnaðarfélaga og búnaðarsambanda fer að öðru leyti eins og segir í lögum [Bændasamtaka Íslands].1)
Ráðunautar [Bændasamtaka Íslands]1) eru stjórn þess og búnaðarmálastjóra til ráðuneytis hver á sínu sviði og veita forustu leiðbeiningarþjónustu í þeim greinum sem lög þessi taka til.
Héraðsráðunautar hafa á hendi leiðbeiningar og eftirlit með ræktunarframkvæmdum og öðrum jarðabótum hver á sínu starfssvæði í þeim greinum sem lög þessi taka til. Þeir skulu árlega skila skýrslu um störf sín til þeirra búnaðarsambanda er þeir starfa fyrir. Heimilt er að fela sama héraðsráðunaut að gegna starfi í fleiri en einni grein leiðbeiningarþjónustunnar. Þá er heimilt að fela héraðsráðunaut framkvæmdastjórn búnaðarsambands.
Þar sem héraðsráðunautar að dómi [Bændasamtaka Íslands]1) komast ekki yfir verkefni sín, svo sem úttekt jarðabóta, er heimilt að ráða sérstaka trúnaðarmenn, enda samþykki landbúnaðarráðherra tölu þeirra og launakjör.
1)L. 73/1996, 20. gr.2)L. 140/1996, 5. gr.3)L. 65/1989, 1. gr.
Skilyrði þess að framkvæmd njóti framlags samkvæmt lögum þessum er að umsókn þar um ásamt framkvæmdaáætlun, sem samþykkt er af héraðsráðunaut, sé lögð inn hjá [Bændasamtökum Íslands]1) á árinu áður en verkið skal hafið. [Bændasamtök Íslands]1) áætla fjárþörf vegna jarðræktarframlaga að þeim umsóknum fengnum og gerir tillögur til landbúnaðarráðherra um fjárveitingar næsta árs áður en frumvarp til fjárlaga er lagt fyrir Alþingi. Þegar fjárlög hafa verið samþykkt skulu [Bændasamtök Íslands]1) tilkynna bændum bréflega hvaða framkvæmdir á jörðum þeirra muni njóta framlags á árinu. Framlög skulu greidd svo fljótt sem við verður komið eftir að úttekt lýkur. Hafi greiðsla vegna samþykktra framkvæmda eigi farið fram fyrir 1. nóvember á úttektarári skal framlag taka hækkunum mánaðarlega frá þeim tíma samkvæmt byggingarvísitölu. Framlög til grænfóðurræktar, kölkunar og endurræktunar, sem jarðræktarráðunautur [Bændasamtaka Íslands]1) metur nauðsynleg vegna kals eða annarra ræktunaráfalla af völdum harðinda, skulu greidd í byrjun næsta árs eftir framkvæmd þótt ekki hafi verið sótt um þau fyrir fram. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð tímamörk vegna umsókna, tilkynninga um væntanleg framlög og úttekta.
[Ríkissjóður greiðir búnaðarsamböndum allt að 65% af launum héraðsráðunauta og trúnaðarmanna. Hluti ríkissjóðs í launagreiðslum fer eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ríkissjóður greiðir allt að 65% af ferðakostnaði héraðsráðunauta og trúnaðarmanna samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands. Greiðslur úr ríkissjóði samkvæmt þessari grein skulu vera innan þeirra marka sem ákveðin eru í fjárlögum ár hvert.]2)]3)
Þar sem framræsla votlendis getur leitt til þess að land breyti varanlega um svip eða að merkum náttúruminjum verði raskað er skylt að hafa sérstaklega hliðsjón af lögum um náttúruvernd, nr. 47 16. apríl 1971.
Framlög eru ekki veitt til jarðræktar og húsabóta á lögbýlum sem eigi hafa verið setin tvö ár eða lengur næst á undan framkvæmdaári eða nytjuð frá öðrum lögbýlum, nema fyrir liggi heimild til bústofnunar þar samkvæmt jarðalögum, nr. 65 31. maí 1976, með síðari breytingum.
Ræktað land í lögum þessum telst vera: tún, matjurtagarðar, akrar og engi og/eða beitilönd sem verulegar landbætur hafa orðið á við framræslu og/eða áburð og liggja utan skipulags byggingarlóða sveitarfélaga.
Þegar vegir og veitur hvers konar eru lagðar um ræktað land eða ræktanlegt skal þess ávallt gætt að skerða ræktun og ræktunarmöguleika sem minnst. Þess skal gætt að verkið valdi sem minnstum óþægindum við nýtingu landsins. Þeim sem fyrir verkum standa ber að leita álits héraðsráðunautar um þetta efni áður en í framkvæmd er ráðist og að hafa samráð við hann um framkvæmd verka.
Þeir sem standa fyrir mannvirkjagerð, svo sem vegagerð og veitulögnum, skulu enn fremur haga verkum sínum svo að af þeim leiði ekki eyðingarhættu vegna jarðrasks, landbrots eða því um líks. Þeir skulu lagfæra yfirborð landsins og skila því fullgræddu.
Heildarframlag ríkissjóðs samkvæmt þessum staflið skal að hámarki svara til 2,0 millj. m3 skurðgraftar og 500 km plógræslu á ári hverju. [Bændasamtök Íslands]1) gera áætlun um framræslu vegna endurræktunar samkvæmt könnun héraðsráðunauta á framræsluþörf á einstökum búnaðarsambandssvæðum. Heimilt er að veita framlög til framræslu á óunnu landi þar sem sérstakar ástæður mæla með og [Bændasamtök Íslands]1) hafa samþykkt. Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð ákvæði um undirbúning framkvæmda, útboð þeirra, svo og umsjón og eftirlit með þeim. Ræktun á þurrlendi, 17.600 kr. á ha. Heimilt er að veita framlag til nýræktar í stað endurræktunar þar sem sérstakar ástæður mæla með og [Bændasamtök Íslands]1) hafa samþykkt. Framlag ríkissjóðs samkvæmt þessum lið skal að hámarki svara til 2000 ha. Framlag samkvæmt þessum staflið er ekki greitt til kornræktar grænfóðurverksmiðja. Framlag samkvæmt þessum staflið er bundið því að um sé að ræða grænfóðurræktun til þess að bæta úr fóðurskorti vegna kals og annarra ræktunaráfalla af völdum harðinda. Enn fremur er framlagið bundið því að ræktunarþörfin hafi verið metin og viðurkennd af jarðræktarráðunaut [Bændasamtaka Íslands]1) áður en í framkvæmdir er ráðist hverju sinni. Áburðarhús og áburðarkjallarar að hámarki, 730 kr. á m3. Heimilt er að greiða sambærileg framlög til áburðargeymslna eftir öðrum viðmiðunum en rúmmetrafjölda samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. ... 44% kostnaðar við vatnsupptöku, þar með talin borun eftir vatni, vatnsgeymar og leiðsla frá vatnsbóli að bæjarvegg. Fiskeldisbú skulu njóta fyrrgreinds framlags uppfylli eigendur þeirra skilyrði 8. gr. þessara laga. Þar sem rannsóknir hafa, að dómi ráðunauta [Bændasamtaka Íslands],1) sýnt að kölkunar sé þörf er heimilt að greiða 44% af kostnaðarverði viðurkennds áburðarkalks eins og það er á hafnarstað, að viðbættum eðlilegum flutningskostnaði umfram 50 km til bónda. Skilyrði er að kölkunin sé framkvæmd eftir ráðleggingum héraðsráðunautar og undir eftirliti hans og skal við það miðað að hún nægi til a.m.k. fimm ára. Framlag nemi 26% af áætluðu kostnaðarverði þessara bygginga, allt að 600 m2 að flatarmáli á býli. Framlag nemi 66% af framlögðum kostnaði samþykktum af [Bændasamtökum Íslands]1) og 44% kostnaðar við nauðsynlegar girðingar vegna ræktunarinnar. Á árunum 1989 til 1991 skal árlega greiða framlag úr ríkissjóði til þess að meta þörf fyrir jarðabætur á einstökum bújörðum sem framlags geta notið samkvæmt lögum þessum og til áætlanagerðar um slíkar framkvæmdir. Árleg framlög skulu að upphæð jafngilda 2,5% af heildarframlagi til jarðabóta skv. I.--IX. tölul. þessarar greinar viðkomandi ár. Ráðherra ákveður með reglugerð ráðstöfun þessa fjár að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands].1)]2)
I. Til undirbúnings ræktunar.
VIII. Til loðdýrabygginga.
II. Til jarðræktar.
III. Til áburðargeymslna.
IV. Til hey- og garðávaxtageymslna, svo og annarra geymsluhúsa.
V. Til vatnsveitna vegna heimilis- og búsþarfa.
VI. Til kölkunar túna.
VII. Til uppeldishúsa á garðyrkjubýlum.
1)L. 73/1996, 20. gr.2)L. 65/1989, 3. gr.3)L. 1/1992, 4. gr.
Af jarðabótaframlögum þeim, sem talin eru í 10. gr., skulu 4% renna til hlutaðeigandi búnaðarsambands og 2% til búnaðarfélags jarðabótamanns. Af framlögum til loðdýrabygginga skal þó aðeins greiða 4% til búnaðarsambands.]2)
[Allur réttur til framlaga samkvæmt lögum þessum er háður fjárveitingu Alþingis.]3)
Landbúnaðarráðherra ákveður gjaldskrá vegna þessara verkefna, að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands].1)
Brjóti héraðsráðunautur, trúnaðarmaður eða starfsmaður [Bændasamtaka Íslands]1) þær fyrirskipanir, er honum eru settar í erindisbréfi, eða fari ekki eftir fyrirmælum laga þessara eða reglugerða samkvæmt þeim skal hann sæta sömu refsingu er að ofan getur nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál út af brotum á þessari grein skal farið að hætti opinberra mála.
1)L. 73/1996, 20. gr.2)Rg. 417/1991, um jarðrækt.