Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að ákvæði 7. og 8. gr. laganna gildi einnig um aðra aðila sem hafa með höndum starfsemi sem líklegt er að notuð verði til að þvætta peninga.
Einnig skal krefjast þess að viðskiptamaður, sem ekki er í föstu viðskiptasambandi skv. 1. mgr., framvísi persónuskilríkjum þegar hann á í viðskiptum með hærri fjárhæð en 1.100.000 kr. Ef fjárhæðin er ekki þekkt á þeim tíma er viðskiptin eiga sér stað eða viðskiptin fara fram í einni eða fleiri aðgerðum sem virðast tengjast hver annarri skal krefjast framvísunar persónuskilríkja um leið og vitneskja fæst um fjárhæðina og ljóst er að hún er hærri en að framan greinir.
Ef grunur leikur á að rekja megi uppruna eignar til brots á almennum hegningarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni skal krefjast þess af viðskiptamanni að hann framvísi persónuskilríkjum þótt um sé að ræða viðskipti með lægri fjárhæð en skv. 2. mgr.
Forðast skal viðskipti þegar fyrir hendi er vitneskja eða grunur um að rekja megi þau til brots á almennum hegningarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni þar til ríkissaksóknara hefur verið tilkynnt um viðskiptin. Ef ekki er unnt að koma í veg fyrir viðskiptin eða stöðvun þeirra gæti hindrað lögsókn á hendur þeim sem hafa hagnað af viðskiptunum skal ríkissaksóknara tilkynnt um viðskiptin um leið og þau hafa farið fram.
1)Rg. 272/1994.
Þegar brot er framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má einnig gera lögaðilanum sekt.