Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Stofnunin nefnist Þjóðhagsstofnun og heyrir undir forsætisráðherra. Ráðherra skipar forstjóra hennar til fimm ára í senn.]1)
Byggingarnefndir og oddvitar senda Þjóðhagsstofnun skýrslur um byggingarframkvæmdir í umdæmum sínum. Heimilt er að ákveða, að þessar skýrslur nái einnig til umsókna um byggingarleyfi og veittra byggingarleyfa.
Stofnunin skal hafa samráð við Hagstofu Íslands og aðra aðila, sem hliðstæðum upplýsingum safna, í því skyni að komast hjá tvíverknaði.