Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Kauptún sem er sérstakt hreppsfélag, getur einnig gert samþykkt um forkaupsrétt (forleigurétt) kauptúns á hafnarmannvirkjum, lóðum þeim, er að sjó liggja, og á lóðum og löndum innan hreppsins, svo og öðrum fasteignum innan hreppsins, er hreppstjórn telur nauðsyn að tryggja hreppsfélagi forkaupsrétt (forleigurétt) á.
Innan tveggja vikna frá því, er forkaupsréttur (forleiguréttur) var boðinn, skal bæjarstjórn eða hreppsnefnd skylt að segja til, hvort hún ætlar að nota forkaupsrétt (forleigurétt) eða eigi.
Yfirlýsing bæjarstjórnar eða hreppsnefndar um það, að hún afsali sér forkaupsrétti (forleigurétti), gildir eigi lengur en eitt ár. Nú svarar bæjarstjórn eða hreppsnefnd eigi boði um að neyta forkaupsréttar (forleiguréttar) innan ákveðins tíma, og skal þá líta svo á, sem hún hafi hafnað boðinu.