Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Gjald fyrir skoðun á útflutningshrossum greiðist úr útflutningssjóði.
Á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl er einungis heimilt að flytja hross til útlanda með viðurkenndum flutningaskipum eða með flugvélum.
Innlendir hrossaræktendur og samtök þeirra eiga forkaupsrétt að úrvalskynbótagripum sem áformað er að flytja úr landi. [Bændasamtök Íslands geta]1) óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að það fresti útflutningi á þeim í allt að tvær vikur á meðan forkaupsréttur er boðinn. Við boð á forkaupsrétti skal miða við uppgefið útflutningsverð.
Hrossaræktarnefnd, sem starfar skv. 5. og 6. gr. laga nr. 84/1989, um búfjárrækt, skal árlega ákveða mörk kynbótamats sem hross þarf að hafa til að teljast úrvalskynbótagripur.2)
1)L. 73/1996, 32. gr.2)Augl. 130/1997.
Reikninga sjóðsins skal birta árlega í Stjórnartíðindum og þeir endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.
1)Rg. 220/1995.