Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hæstiréttur skipar tvo dómendur. Skal annar þeirra vera lögfræðingur og formaður dómsins. Tveir dómendur skulu kosnir af Alþingi og fjármálaráðherra skipar einn dómanda. Sömu aðilar skipa varadómendur. Dómendur skulu skipaðir til fjögurra ára í senn.
Kjaradómur setur sér sjálfur starfsreglur.
1)L. 88/1995, 17. gr.2)L. 85/1997, 18. gr.3)L. 70/1996, 56. gr.
Kjaradómur skal við úrlausn mála taka tillit til venjubundins vinnuframlags og starfsskyldna umfram dagvinnu. Hann úrskurðar hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega.
Enn fremur skal Kjaradómur hafa hliðsjón af þeim hlunnindum og réttindum sem tengjast embætti og launum, svo sem lífeyrisréttindum og ráðningarkjörum.
[Kjaranefnd ákveður laun og starfskjör embættismanna, annarra en þeirra sem taldir eru upp í 2. gr., lögreglumanna, tollvarða og fangavarða, sbr. ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.]1) [Enn fremur ákveður nefndin laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora, enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að aðalstarfi.]2)
Talsmönnum þeirra sem undir úrskurðarvald kjaranefndar falla, svo og ráðuneytum vegna embættismanna og stofnana sem undir þau heyra, skal gefinn kostur á að leggja fram skriflegar eða munnlegar greinargerðir vegna þeirra mála sem til úrlausnar eru. Nefndin getur og heimilað einstökum embættismönnum að reifa mál sitt fyrir nefndinni.
Kjaranefndin skal og taka tillit til kvaða sem störfunum kunna að fylgja, svo og hlunninda og réttinda sem þeim fylgja, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningarkjara.
Eigi sjaldnar en árlega skulu Kjaradómur og kjaranefnd meta það hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem þeir ákveða.