Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Menntamálaráðherra skipar þjóðminjaráð til fjögurra ára í senn. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa, Félag íslenskra safnamanna einn, Háskóli Íslands einn, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands einn sameiginlega og einn fulltrúi er skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Þjóðminjavörður og [staðgengill hans],1) ásamt einum fulltrúa tilnefndum af föstum starfsmönnum safnsins úr þeirra röðum, eiga setu á fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti.
Hlutverk þjóðminjaráðs er að vinna að mörkun stefnu og gera langtímaáætlun um starfsemi Þjóðminjasafns Íslands og þjóðminjavörsluna í heild og hafa yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlunar og framkvæmd hennar. Ráðið er stjórnarnefnd Þjóðminjasafns Íslands og hefur umsjón með rekstri þess. Að öðru leyti sinnir ráðið þeim verkefnum sem því eru sérstaklega falin í lögum þessum.
Þjóðminjavörður hefur umsjón með þjóðminjavörslu í landinu öllu. Hann er forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands og framkvæmdastjóri þjóðminjaráðs. Forseti Íslands skipar þjóðminjavörð til fimm ára í senn að tillögu menntamálaráðherra sem leita skal umsagnar þjóðminjaráðs. Að öðru jöfnu skal ráðinn maður með sérfræðilega menntun í menningarsögu og reynslu af stjórnunarstörfum.
Birta skal árlega starfsskýrslu þjóðminjaráðs og Þjóðminjasafns Íslands.]2)
Á hverju minjasvæði skal starfa einn minjavörður. Hlutverk minjavarða er að hafa umsjón með menningarminjum og fornleifavörslu, skráningu og eftirliti forngripa og gamalla bygginga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og aðstoðar. Minjaverðir skulu að öðru jöfnu hafa sérfræðilega menntun á sviði menningarsögu eða fornleifafræði.
Í Reykjavík fer borgarminjavörður með minjavörslu. Aðra minjaverði ræður þjóðminjavörður til fimm ára í senn samkvæmt tillögu þjóðminjaráðs. Þeir eru starfsmenn Þjóðminjasafns Íslands. Heimilt er þó að fela forstöðumanni byggðasafns að gegna hlutverki minjavarðar á viðkomandi minjasvæði samkvæmt sérstökum starfssamningi.]1)
Um skipulag safnsins skal mælt fyrir í reglugerð að fengnum tillögum þjóðminjaráðs. Sérsöfn geta haft stöðu deilda í Þjóðminjasafni.
Þjóðminjavörður ræður starfsmenn Þjóðminjasafns. Skulu yfirmenn stjórnunareininga safnsins og aðrir sérfræðingar hafa sérfræðimenntun á starfssviði sínu.]1)
Þau söfn, sem uppfylla skilyrði þjóðminjaráðs, geta sótt um styrk úr ríkissjóði til starfsemi sinnar.
Byggðasöfn geta verið sjálfseignarstofnanir eða í eigu sveitarfélaga, stofnana eða félagasamtaka. Setja skal hverju byggðasafni stofnskrá þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn safnsins, eignaraðild að því, þátttöku ríkisins í kostnaði við það og ráðningu forstöðumanns. Ríkisstyrkur til byggðasafns er háður því að menntamálaráðuneytið hafi samþykkt stofnskrá þess að fenginni tillögu þjóðminjaráðs.
Menntamálaráðherra setur reglugerð um byggðasöfn að fenginni tillögu þjóðminjaráðs.]1)
Til menningarsögulegra minja teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningarmörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir, kvikmyndir, hljóðritanir og skráðar heimildir um þjóðhætti. Til slíkra minja geta einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu.
Þjóðminjar teljast þær minjar um menningarsögu Íslendinga sem ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands, í byggðasöfnum eða með friðun, sbr. 17., 29. og 34. gr.
Hverju byggðasafni ber að leggja áherslu á söfnun og sýningu muna sem telja má einkennandi eða hafa sögulegt gildi fyrir hlutaðeigandi byggðarlög eða landsfjórðung.
[Þjóðminjasafn Íslands skal stuðla að rannsóknum á minjum um menningarsögu Íslendinga og útgáfu fræðilegra rita um þær.]1)
Söfnin og starfsemi þeirra skulu kynnt nemendum í samráði við skóla og fræðsluyfirvöld, ýmist í söfnunum eða skólum. Einnig skal efnt til slíkrar fræðslu fyrir almenning í söfnum og ríkisfjölmiðlum.
Gjafir og fjárframlög til Þjóðminjasafns Íslands og byggðasafna eru frádráttarbær til skatts, sbr. ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með áorðnum breytingum.
Framlag ríkissjóðs skal bundið vísitölu byggingarkostnaðar og innt af hendi samkvæmt sérstökum samningi og greiðsluáætlun sem safnstjórn gerir við menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti áður en framkvæmdir hefjast.
Laun forstöðumanns byggðasafns, miðuð við starfsskyldu hans og starfstíma og samþykkt af þjóðminjaráði, skulu greidd að hálfu úr ríkissjóði.
[Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 18. gr.]1)
Þjóðminjasafn ákveður í samráði við fornleifanefnd hvaða fornleifar skulu friðlýstar. Friðlýsingu fornleifa skal birta í Stjórnartíðindum og staðurinn tilgreindur svo nákvæmlega sem unnt er á korti eða á annan hátt. Auðkenna skal friðlýstar fornleifar eða minjasvæði með sérstökum merkjum. Tilkynna skal landeiganda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðlýsinguna. Þjóðminjasafn gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti.
Friðlýsingu fornleifa skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Um stærra svæði skal leita samþykkis landeiganda. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort.
Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðlýsingar áfram.]1)
Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð og veitulagnir, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum.
Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um efni þessarar greinar.
Ákvæði 1. mgr. taka til allra muna sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og einnig til leifa af líkömum manna og dýra sem finnast í fornum haugum, dysjum eða leiðum.
Allir munir, sem grein þessi fjallar um, eru eign ríkisins. Skulu þeir varðveittir í Þjóðminjasafni eða í hlutaðeigandi byggða- eða minjasafni. Ef upp kemur ágreiningur um hvar varðveita skuli forngripi sker þjóðminjaráð úr.]1)
Nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal gullpeningar eða silfurpeningar, og skal þá meta málmverð hlutarins og leggja ofan á tíu af hundraði. Skal annar helmingur fjárhæðarinnar greiddur finnanda en hinn landeiganda.
Útgjöld samkvæmt grein þessari skulu greidd úr ríkissjóði.
Þjóðminjavörður friðar einnig þá legsteina eða önnur minningarmörk í kirkjugörðum sem hann telur rétt að vernda af framangreindum ástæðum.
Halda skal nákvæma skrá yfir friðaða kirkjugripi og minningarmörk.
Forráðamönnum kirkna ber að vernda skráða kirkjugripi.
Kirkjugarðsstjórnir annast vernd skráðra minningarmarka svo sem segir í 17. gr. laga um kirkjugarða, nr. 21 23. apríl 1963.1)
1)Nú l. 36/1993.
Þjóðminjasafnið skal eiga forkaupsrétt að kirkjugripum í einkaeign ef seldir verða.
Í húsafriðunarnefnd eiga sæti fimm menn. Menntamálaráðherra skipar fjóra menn til fimm ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu þjóðminjaráðs, einn samkvæmt tilnefningu Arkitektafélags Íslands og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en auk þeirra á þjóðminjavörður sæti í nefndinni. Menntamálaráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna. [Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.]1)
Hlutverk húsafriðunarnefndar ríkisins er að stuðla að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar í umboði þjóðminjaráðs, að meta hvaða hús sé ráðlegt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til ráðherra. Nefndin skal hafa samráð við minjavörð þegar fjallað er um hús eða mannvirki á því svæði sem hann hefur umsjón með. Einnig úthlutar húsafriðunarnefnd ríkisins styrkjum úr húsafriðunarsjóði.
Skylt er eigendum húsa, sem reist eru fyrir árið [1918],1) að tilkynna minjavörðum og húsafriðunarnefnd ríkisins með góðum fyrirvara ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.
Húsafriðunarnefnd skal innan þriggja vikna tilkynna viðkomandi aðilum hvort hún telur ástæðu til friðunar.
Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa, sem fjallað er um í þessari grein, sinni tilkynningarskyldu sinni.
Þinglýsa skal friðun sem kvöð á fasteign sem í hlut á og skal auglýst í Stjórnartíðindum um hverja friðlýsingu. [Þinglýsingarstjóri]1) skal tilkynna húsafriðunarnefnd ef þinglesin eru eigendaskipti að friðaðri húseign.
Heimilt er að fella niður fasteignagjöld af friðuðum húsum.
Skyndifriðun tekur gildi þegar húsafriðunarnefnd ríkisins hefur tilkynnt með tryggilegum hætti öllum hlutaðeigandi aðilum, sbr. 37. gr., um ákvörðun sína og gildir hún í tvær vikur. Skyndifriðun þarf ekki að þinglýsa.
Á meðan skyndifriðun stendur yfir gilda að öðru leyti allar reglur venjulegrar friðunar.
Menntamálaráðherra ákveður að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins hvort friða skuli viðkomandi hús áður en skyndifriðun lýkur.
Við endurbætur og viðhald friðaðra fasteigna skal leitað álits og samþykkis húsafriðunarnefndar ríkisins. Leyfi nefndarinnar þarf til að setja skilti eða aðrar áletranir á friðuð hús.
Vilji eigandi friðaðrar eignar ráðast í framkvæmd, sem leyfi þarf til skv. 1. mgr., skal hann þá í umsókn sinni til húsafriðunarnefndar ríkisins lýsa nákvæmlega hinum fyrirhuguðu framkvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Nefndin skal svo fjótt sem við verður komið, og í síðasta lagi innan þriggja vikna, gera eiganda grein fyrir afstöðu sinni. Setji nefndin það skilyrði fyrir samþykki sínu að verk sé framkvæmt með tilteknum hætti öðrum en þeim sem í umsókn greinir er eiganda skylt að hlíta því. Skal eigandi fá greiddan aukakostnað sem af fyrirmælum nefndarinnar leiðir.
[Tekjur sjóðsins eru:
Framlag sveitarfélaga skal miðað við að það nemi 150 kr. á hvern íbúa hlutaðeigandi sveitarfélags.]1)
Framlög sveitarfélaga greiðast úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sbr. 8. gr. laga nr. 73/1980,2) um tekjustofna sveitarfélaga.
[Varsla og reikningshald sjóðsins skal falið bankastofnun nema húsafriðunarnefnd ákveði aðra tilhögun að fengnu samþykki menntamálaráðuneytis.]3)
1)Rg. 479/1993.
Leiki vafi á um aldur minja sem taldar eru í 1.–14. tölul. 1. mgr. þessarar greinar sker þjóðminjaráð úr.]1)
Ákvæði 50. gr. taka til menningarminja er falla undir 4., 5., 7. og 10. tölul. þeirrar greinar sé verðgildi þeirra 1.200.000 kr. eða meira.
Ákvæði 50. gr. taka til menningarminja er falla undir 6., 9., 12., 13. og 14. tölul. þeirrar greinar sé verðgildi þeirra 4.200.000 kr. eða meira.
Ákvæði 50. gr. taka til menningarminja er falla undir 3. tölul. þeirrar greinar sé verðgildi þeirra 12.500.000 kr. eða meira.
Við verðgildismat skal miðað við ætlað markaðsverð hlutaðeigandi menningarminja hér á landi á þeim degi er umsókn um útflutningsleyfi berst Þjóðminjasafni Íslands.]1)
Ákvæði 3. og 4. mgr. þessarar greinar og ákvæði 54. gr., svo og ákvæði 55. gr. að því er varðar skil menningarverðmæta til annarra ríkja, gilda einvörðungu um kröfur um skil frá hlutaðeigandi stjórnvöldum í aðildarríkjum samnings um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Íslensk stjórnvöld skulu þó jafnframt leitast við eftir föngum að aðstoða við réttmæt skil menningarminja til ríkja er ekki eiga aðild að nefndum samningi hafi minjarnar verið fluttar þaðan í andstöðu við þarlend lög.
Íslenskum stjórnvöldum er skylt að sjá til þess að menningarminjum, sem fluttar hafa verið til Íslands með ólögmætum hætti, án tillits til núverandi eignaraðildar eða vörslu á þeim, verði skilað til réttra eigenda eða umsjármanna þeirra erlendis, enda sé skilyrðum 51. gr. um verðmæti þeirra fullnægt. Umsókn þar að lútandi skal borin upp formlega af valdbæru stjórnvaldi í hlutaðeigandi ríki og skal henni beint til Þjóðminjasafns Íslands sem gerir síðan viðeigandi ráðstafanir, eftir atvikum í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld hér á landi, sbr. nánar 54. gr.
Við verðgildismat menningarminja skv. 3. mgr. þessarar greinar, sbr. og 51. gr., skal miða við þann dag er Þjóðminjasafni Íslands berst krafa um skil á hlutaðeigandi minjum frá réttum stjórnvöldum í öðru ríki. Við ákvörðun verðgildis skal haft mið af ætluðu markaðsverði hér á landi.]1)
Í kröfu um skil menningarminja, sem hér um ræðir og borin er upp fyrir íslenskum stjórnvöldum og dómstóli, ef á reynir, skal minjunum m.a. lýst svo nákvæmlega sem frekast er kostur, svo og menningarlegu gildi þeirra og verðmæti. Þá skal fylgja kröfu skýr yfirlýsing frá hlutaðeigandi stjórnvöldum í því ríki er skila krefst um að munirnir hafi verið fluttir úr því ríki með ólögmætum hætti.
Krafa um skil menningarminja skv. 1. mgr. þessarar greinar verður eigi höfð uppi fyrir dómi eftir að eitt ár er liðið frá því að hlutaðeigandi stjórnvöld í því ríki er skila krefst fengu vitneskju um hvar menningarminjarnar eru niðurkomnar og hver sé núverandi eigandi eða vörslumaður þeirra hér á landi. Kröfu um skil verður heldur ekki komið að fyrir dómi þegar liðin eru meira en 30 ár frá því að minjarnar voru fluttar ólöglega frá því ríki er skila krefst. Sé um að ræða minjar sem eru hluti af opinberum söfnum í því ríki er skila krefst eða þær heyra til kirkjulegra minja þar er lúta sérstökum verndarráðstöfunum samkvæmt lögum þess ríkis skal þó kröfufresturinn miðast við 75 ár, nema íslenska ríkið hafi skuldbundið sig til þess, gagnvart hlutaðeigandi ríki, að virða lengri frest.
Það ríki, er krafist hefur skila á menningarverðmætum samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, skal bera kostnað af þeim skilum, þar með talið málsmeðferð.
Þeir er komist hafa yfir menningarminjar sem þessi grein tekur til án þess að flutningur minjanna til Íslands hafi verið þeim saknæmur eða þeir hafi að öðru leyti öðlast þær með ólögmætum hætti geta krafist hæfilegra bóta frá því ríki er skila krefst vegna þess að þeim er gert að skila minjunum. Verður kröfu um bætur af þessum sökum m.a. komið að í dómsmáli sem höfðað er til skila minjanna eða þar sem krafa um skil er borin upp með öðrum hætti, en jafnframt getur grandlaus eigandi minja, sem skilakrafa beinist að, samið við hlutaðeigandi stjórnvöld í því ríki, er skila krefst, um bætur af þessum sökum. Hefur Þjóðminjasafn Íslands milligöngu um þá samningsgerð eftir því sem þörf gerist. Hafi bótakrafa, sem hér um ræðir, verið viðurkennd með dómi eða liggi fyrir formlegur samningur um bætur, þar á meðal dómsátt, getur Þjóðminjasafn Íslands gert það að skilyrði fyrir afhendingu minjanna til hlutaðeigandi erlendra stjórnvalda að bætur verði greiddar.]1)
Ákvarðanir um afgreiðslu umsókna um útflutningsleyfi sem hér um ræðir skulu bornar upp í þjóðminjaráði til staðfestingar. Ágreiningi um leyfisveitingar eða synjanir útflutnings á þessu sviði má skjóta til menntamálaráðuneytis, sbr. nánar ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Verður þá ekki af útflutningi fyrr en ráðuneytið hefur heimilað hann og lagt fyrir Þjóðminjasafn Íslands að gefa út leyfisbréf þar að lútandi. Til menntamálaráðuneytis má og skjóta ágreiningi um önnur atriði er lúta að framkvæmd ákvæða þessa kafla.
Við mat á gildi menningarminja, er hér um ræðir, svo og um meiri háttar álitaefni, skal Þjóðminjasafn Íslands hafa samráð við forstöðumenn þeirra stofnana hér á landi er einkum varðveita þess konar muni sem mál snýst um hverju sinni. Þar skal m.a. kalla til forstöðumann Listasafns Íslands um myndlistarverk, Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi um handrit, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um bækur og handrit og Þjóðskjalasafns Íslands um skjöl. Ef þörf gerist skal og leitað álits sérfróðra manna er eigi starfa við stofnanir þær er hér um ræðir.
Þjóðminjasafn Íslands tekur við kröfum um skil menningarminja frá hlutaðeigandi stjórnvöldum í öðrum ríkjum og sömuleiðis ber það fram kröfur til hlutaðeigandi stjórnvalda erlendis um skil menningarminja frá þeim ríkjum hafi þær verið fluttar frá Íslandi með ólögmætum hætti, sbr. 50., 51. og 52. gr., og veitir þeim viðtöku fyrir hönd réttra eigenda eða vörslumanna hérlendis.
Þjóðminjasafn Íslands skal kappkosta að hafa náið samstarf og samráð við þau stjórnvöld í öðrum ríkjum er fjalla þar um leyfi til útflutnings menningarminja og um skil þeirra, svo og við fjölþjóðlegar stofnanir er láta sig þau mál varða. Þá skal það og leitast við af fremsta megni að upplýsa um vörslustaði menningarminja sem fluttar hafa verið til landsins með óheimilum hætti. Skulu lögregluyfirvöld aðstoða við þá leit ef þörf gerist.
Tollayfirvöld skulu tafarlaust tilkynna Þjóðminjasafni Íslands um menningarminjar sem reynt hefur verið að flytja ólöglega til landsins og hið sama gildir um ólögmætan útflutning.
Þjóðminjasafni Íslands til ráðuneytis um allt það er snertir framkvæmd ákvæða þessa kafla starfar þriggja manna nefnd kunnáttumanna er menntamálaráðherra skipar til þriggja ára í senn. Skal ráðherra skipa formann nefndarinnar sérstaklega en nefndin skiptir að öðru leyti með sér störfum. Þrír varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Við val aðalmanna og varamanna, annarra en formanns og varaformanns, skal þess gætt að einn þeirra hafi sérkunnáttu á sviði listfræði, annar á sviði menningarsögu eða fornminjafræði, þriðji á sviði bókfræði og hinn fjórði á sviði skjalfræði. Varði mál, sem undir nefndina er borið, sérsvið varamanns skal hann fjalla um það mál jafnhliða aðalmönnum. Menntamálaráðherra ákveður þóknun nefndarinnar og greiðist hún af rekstrarfé Þjóðminjasafns.]1)
1)L. 60/1996, 2. gr.2)L. 60/1996, 3. gr.3)L. 98/1994, 21. gr.
1)L. 60/1996, 2. gr.2)Rg. 323/1990, sbr. 274/1994. Rg. 297/1993.
...
Lög þessi skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá gildistöku þeirra.