Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Hlutafélaginu er enn fremur ætlað á eigin vegum, með þátttöku í öðrum félögum eða með stofnun dótturfyrirtækja, að tryggja vöxt fyrirtækisins með arðvænlegum fjárfestingum í öðrum greinum atvinnurekstrar.]1)
1)L. 95/1984, 1. gr.2)L. 64/1997, 2. gr.3)L. 95/1984, 2. gr.
1)Nú l. 2/1995.
Tala hluthafa í félaginu skal óháð takmörkunum í almennum hlutafélagalögum, svo og réttur hluthafa til að neyta atkvæðisréttar fyrir allt atkvæðisbært hlutafé sitt.
Hlutabréf í félaginu skulu hljóða á nafn.
Fulltrúar í stjórn félagsins mega vera erlendir ríkisborgarar og búsettir erlendis, ...1)
Stjórnarmenn þurfa ekki að eiga sjálfir hlut í félaginu.
Samningar þeir, er ríkisstjórnin gerir samkvæmt 1. mgr. um grundvallaratriði samstarfsins skulu birtir í B-deild Stjórnartíðinda.1)
Í samræmi við 1. mgr. er ríkisstjórninni heimilt að semja við samstarfsaðila sína í hlutafélaginu um gagnkvæmar skuldbindingar til að tryggja félaginu fjármagn til að ljúka byggingu á verksmiðju með tveimur 30–45 MW bræðsluofnum fyrir kísiljárn og hefjast handa um rekstur hennar, þ.e. það fjármagn, sem við kann að þurfa umfram stofnhlutafé og lán skv. 6. tölul. 3. gr. ásamt stofnlánum frá utanaðkomandi aðilum, er verði ekki lægri en jafnvirði 320 milljóna norskra króna að samanlögðum höfuðstól. Er ríkisstjórninni heimilt að taka lán í þessu skyni og endurlána félaginu með kjörum, sem hún ákveður, eða að taka ábyrgð á lánum, sem félaginu eru útveguð, gegn sams konar aðgerðum af hálfu samstarfsaðilanna eftir réttu hlutfalli við hlutafjáreign hvers um sig.
1)Nú l. 75/1981.2)Nú l. 4/1995.
Verði lagareglum um tekjuskatt og eignarskatt eða önnur opinber gjöld breytt frá því, sem nú er, skal hlutafélagið jafnan eiga sama rétt og aðrir íslenskir aðilar, sem hafa hliðstætt rekstrarform og stunda hliðstæða starfsemi, til að njóta þeirra hlunninda, sem um er að ræða eftir hinum breyttu reglum, og því ekki íþyngt með álögum umfram þessa aðila.
Eftirfarandi reglur skulu gilda gagnvart hlutafélaginu að því er varðar skatta á nettótekjur og aðra skatta, sem að neðan greinir, án tillits til breytinga, sem verða kunna á almennum lögum um þá skatta:
Innflutningur af hálfu hlutafélagsins á hráefnum og rekstrarvörum, sem beinlínis eru notaðar í framleiðslu á útflutningsvörum frá verksmiðjunni, skal undanþeginn tollum á innflutning og útflutning og söluskatti á Íslandi, svo og sala til útlanda á framleiðsluvörum félagsins.
Rafmagn til rekstrar verksmiðjunnar skal undanþegið söluskatti og öðrum gjöldum í sambandi við sölu eða notkun raforku.
1)Rg. 214/1980.
Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða, að hafnarsjóðurinn verði eigandi að jarðnæði verksmiðjunnar við Grundartanga, sbr. 2. tölul. 3. gr., og leigi það hlutafélaginu með kjörum, sem ríkisstjórnin samþykkir.
Áður en framleiðsla hefst skal gerð líffræðileg athugun á umhverfi verksmiðjunnar, þannig að fylgjast megi með áhrifum hennar á lífríkið. Ríkisstjórnin ákveður tilhögun athugunarinnar að fengnum tillögum Náttúruverndarráðs, og skal hlutafélagið greiða allan kostnað við framkvæmd hennar.
[Iðnaðarráðherra er eftir hlutafjárhækkun í félaginu á árinu 1997 heimilt þegar á því ári að selja eignarhlut ríkisins í félaginu, þó þannig að 12% heildarhlutafjár verði ekki seld fyrr en reynt hefur á kauprétt núverandi samstarfsaðila ríkisins að verksmiðjunni.]1)
1)Sjá Stjtíð. A 1977, bls. 73–91.