Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Skylt er mönnum, er lönd þeirra liggja saman, að leggja vinnu og efni til merkjagerða, en eigi nær sú skylda lengra en til að gera merki glögg.
Nú skilur menn á um það, hversu hver skuli leggja til merkjagerðar, og skulu þá úttektarmenn skera úr. Nú rís ágreiningur um merkjagerð, og er sitt land í hvorum hreppi, en þó í sama lögsagnarumdæmi, og nefnir sýslumaður þá 2 lögráða, valinkunna og óhlutdræga menn til að skera úr. Ef lönd liggja í sínu lögsagnarumdæmi hvort, þá skal sýslumaður ...1) í hvoru þeirra nefna sinn manninn hvor, en ef þá greinir á, nefnir ráðherra oddamann.
Nú hefir merkjaskrá verið löglega gerð og þinglesin áður en lög þessi koma til framkvæmdar, og þarf þá eigi að gera hana að nýju, enda séu merki þau glögg og ágreiningslaus, er þá voru sett.
[Dómi um landamerki skal dómhafi láta þinglýsa sem merkjaskrá. Dómur skal afhentur til þinglýsingar innan fjögurra mánaða frá dómsuppsögn, enda hafi hann ekki sætt áfrýjun.]1)
[Sýslumenn og hreppstjórar skulu gefa því gætur að ákvæðum þessara laga um merkjagerð, merkjaskrár og viðhald merkja sé fylgt. Verði hreppstjóri var við misbrest í þeim efnum skal hann tilkynna það sýslumanni.]1)
[Nú berst sýslumanni tilkynning skv. 2. mgr., og skal hann þá kveðja þann eða þá sem eiga hlut að máli á sinn fund og beina því til þeirra að ráða bót á. Komi í ljós að ágreiningur sé um landamerki skal sýslumaður leita sátta um hann. Ef þau lönd, sem óvissa um landamerki varðar, standa á mörkum umdæma sýslumanna eða mörkin liggja um fleira en eitt umdæmi ákveður dómsmálaráðherra hvor eða hver þeirra gegni þessu starfi.]1)