Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Kaupstaður telst til fjallskilaumdæmis þeirrar sýslu, sem kaupstaðarlandið hefur áður legið undir, og er sérstök fjallskiladeild innan þess.
[Nú eru sveitarfélög sameinuð og skulu þá umdæmi fjallskiladeilda haldast óbreytt frá því sem áður gilti og upprekstrarréttur standa óbreyttur miðað við eldri skipan nema um annað sé samið.]2)
Fjallskilasamþykkt tekur ekki gildi, fyrr en staðfest hefur verið af ráðuneyti því, sem fer með landbúnaðarmál, enda komi ákvæði hennar eigi í bág við þessi lög.
Um skyldu til að reka búfé á afrétt fer eftir því, sem fyrir er mælt í fjallskilasamþykkt.
Í fjallskilasamþykkt má setja ákvæði um, að í slíkt afréttarland megi eigi taka búpening til sumargöngu af utanhreppsmönnum, sem eigi hafa þar upprekstrarrétt, nema með samþykki sveitarstjórnar, þar sem landið liggur.
Um afréttargjald til eiganda afréttarlands fer eftir samningi eða, ef samkomulag næst ekki, eftir ákvörðun viðkomandi hreppsnefndar. Þó getur sá aðili, sem eigi vill una ákvörðun hreppsnefndar, krafist mats dómkvaddra manna um gjaldhæð. Ákvörðun um hagatoll, hvort heldur ákveðinn er með samningi eða eftir mati, gildir aldrei fyrir lengri tíma en 6 ár í senn.
Um skiptingu afréttarlanda fer sem hér segir:
Berist þessum aðilum rökstuddar ábendingar um, að nýtingu afréttar eða heimalanda sé ekki hagað á skynsamlegan hátt, eða að um ofbeit sé að ræða, er þeim skylt að leita álits gróðurverndarnefndar og Landgræðslu ríkisins um málið og um aðgerðir til úrbóta.
Sá telst bóndi, er hefur lögbýli til ábúðar. Í fundarboði skal geta um fundarefni. Fundur telst lögmætur, ef meira en helmingur atkvæðisbærra manna mætir. Hver maður hefur eitt atkvæði, og eigi fleiri, þótt hann nytji eða búi á tveimur eða fleiri lögbýlum. Gróðurverndarnefnd viðkomandi sýslu og fulltrúi frá Landgræðslu ríkisins eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétt. Skylt er að boða þeim slíka fundi.
Skrá skal í fundargerð, hve margir bændur eru á viðkomandi svæði, svo og hve margir hafa greitt atkvæði um fundarefnið.
Verði samþykkt með meirihluta atkvæða á lögmætum fundi að gera ítölu eða grípa til annarra aðgerða til að létta af afréttum eða heimalöndum, sbr. a–e-lið 16. gr., er sú samþykkt bindandi.
Samþykkt um ítölu í afrétti eða heimalönd skal send viðkomandi [héraðsnefnd],1) og skal hún annast um, að ítala sé gerð.
Ef aðeins er um að ræða eina fjallskiladeild, eitt sveitarfélag eða hluta sveitarfélags, og fundur samþykkir ítölu einróma, má fela stjórn fjallskiladeildar eða sveitarstjórn að sjá um framkvæmd ítölu. Skylt er þó ætíð að leita aðstoðar sérfróðra manna við ítölumatið.
Fundarályktanir um aðrar aðgerðir samkvæmt heimildum í a–e-lið 16. gr. skal senda viðkomandi fjallskiladeild.
Nú er tillaga um ítölu eða aðrar aðgerðir felld við atkvæðagreiðslu, og er þeim, sem aðgerða hefur krafist, þá heimilt að vísa málinu til landgræðslustjóra, sem fer með það, samkvæmt 23. gr. landgræðslulaga nr. 17/1965. Skylt er að hlíta þeirri ítölu, sem þannig er ákveðin.
Búfé skal lagt í einingar með hliðsjón af tillögum sérfræðinga í fóðurfræði og beitarþolsrannsóknum. Ítölunefnd er heimilt að ákveða hlutfallstölu einstakra búfjártegunda, sé gróðurfar landsins mjög einhæft.
Nú er fleira búfé á ákveðnu ítölusvæði en þar má ganga samkvæmt úrskurði ítölunefndar, og má þá fela ítölunefnd að ákveða hlutdeild hvers býlis af heildarsveitarréttindum.
Nú hefur hreppsnefnd eða stjórn fjallskiladeildar gert tillögur um hlutdeild einstakra býla í ítölu, og getur þá sá, sem ekki vill una þeim, skotið málinu til ítölunefndar, sem sker úr.
Réttur hvers lögbýlis, sem sérmetið var við fasteignamat árið 1932, skal að 1/3 vera jafn, en að 2/3 skal hann vera í hlutfalli við beitarþol heimalands jarðarinnar. Hafi það ekki verið metið, má leggja til grundvallar landverð jarðarinnar eftir fasteignamati að frádregnum hlunnindum og að frádregnu verðmæti þess hluta af fullræktuðu landi, sem ætla má að nota verði til heyöflunar. Taka má tillit til sérstakra búskaparhátta á jörðinni.
Heimilt er sveitarfélagi, sem ekki fyllir ítölu sína í afrétti, að leyfa öðru sveitarfélagi, sem á upprekstur í sameiginlegt afréttarland, að fylla ítöluna, enda komi gjald fyrir, sem ítölunefnd ákveður. Hafi ábúandi færra búfé í heimahögum en svarar ítölu hans, má hann taka af öðrum innan sama hrepps, en eigi utan, nema með samþykki sveitarstjórnar. Sama gildir um eyðijarðir, noti eigandi þær ekki fyrir eigin fénað. Hafi hreppsbúar ekki þörf nytjalandsins, en sveitarstjórn synjar jarðeiganda að taka fénað utan hrepps, getur hann krafist beitarleigu eftir mati ítölunefndar, enda sé það land, ef um heimaland er að ræða, girt fjárheldri girðingu.
Nú hefur ítala verið ákveðin í afréttarland, og er þá sveitarstjórn heimilt að jafna niður fjallskilakostnaði í hlutfalli við ítölu hvers býlis.
Kostnaður greiðist á sama hátt og segir í 26. gr., ef nefndin breytir ítölu um 10 af hundraði eða meira, ella af þeim, er krafðist endurskoðunar.
Nú verður sannað, að einhver bóndi hefur fleira búfé í afrétti eða heimahögum en hann hefur rétt til samkvæmt ítölu, og skal þá sýslumaður gera viðkomanda að greiða sekt til fjallskilasjóðs.
Sektarfé skal verja til gróðurbóta á viðkomandi landi.
Sekt skal vera sem samsvarar 1/10 af meðallambsverði fyrir hverja fjallskilaeiningu, sem er umfram leyfilega tölu, en tvöfalda má sekt fyrir hvert ítrekað brot. Heimilt er að láta sektir niður falla, ef sönnur verða færðar á, að um ásetning hafi ekki verið að ræða.
[Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.]1)
Í fjallskilasamþykkt skal ákveða nánar, hvað skuli vera aðalleitir, er ákvæði þessi taka til.
1)Svo í Stjtíð., en virðist eiga að vera 36. og 38. gr.
Í fjallskilasamþykkt má ákveða, að haustsmölun heimalanda verði metin til aðalfjallskila að meira eða minna leyti, eftir því sem til hagar á hverjum stað.
Fjallskil skulu innt af hendi í vinnu, eftir því sem þörf krefur og við verður komið, ella goldin í peningum eftir mati sveitarstjórnar.
Þeim kostnaði fjallskilasjóðs, sem ekki verður inntur af hendi með skylduvinnu og óvissar tekjur sjóðsins hrökkva ekki fyrir, er heimilt að jafna niður eftir fyrirmælum 42. gr.
Fjallskilagjöld má taka lögtaki.
Nú verður ágangur fjár frá einu sveitarfélagi í annað eða frá einu fjallskilaumdæmi í annað, og getur þá sá, er fyrir verulegum ágangi verður, krafið hinn aðilann um gjald fyrir, eða að hann sendi menn í göngur, eftir því sem hæfilegt þykir miðað við gangnakostnað og usla í högum. Rétt er, að um þetta séu nánari ákvæði í fjallskilasamþykkt.
Metnar skulu landeiganda bætur fyrir jarðrask í sambandi við nýbyggingu réttar eða endurbætur, og rétt á ábúandi á árlegu uslagjaldi fyrir átroðning vegna réttarhalds.
Nánari ákvæði má setja í fjallskilasamþykkt.
Nú koma ómerkingar eða annað óskilafé til réttar, og skal þá draga það í sérstakan dilk, þar sem menn eiga kost á að leiða mæður til ómerkinga og sanna eignarrétt sinn á öðru óskilafé.
Óskilafé, sem fram kemur eftir réttir og ekki finnast eigendur að, eða ekki kemst til eigenda vegna fjarlægðar, skal fara með á sama hátt.
Allt óskilafé, sem fargað er, skal lagt inn á reikning, þannig að greiða megi út verð hverrar kindar, ef eigandi finnst.
Annan óskilapening, svo sem hross og nautgripi [má selja að kröfu hreppstjóra við nauðungarsölu með 12 vikna innlausnarfresti án þess að sérstakrar áskorunar sé þörf til eiganda].1) Nánari ákvæði má setja í fjallskilasamþykkt.
1)Rg. 579/1989, sbr. 410/1992; 212/1997; rg. 708/1997; rg. 50/1994 (um mörk, markaskrár o.fl.). Rg. 411/1996.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um notkun búfjármarka, þar með talin ákvæði um liti, gerð og notkun plötumerkja eftir varnarsvæðum, framkvæmd frost- og örmerkinga og skyldu til að láta merkja stórgripi. Í fjallskilasamþykkt er heimilt að setja sérákvæði um búfjármörk.]1)
Eigendaskipti að marki milli útgáfu markaskráa skulu tilkynnt markaverði. Sama gildir ef markeigandi flyst á milli fjallskiladeilda eða fjallskilaumdæma eða tekur upp nýtt mark. Geri markavörður ekki athugasemdir við markið, að höfðu samráði við hlutaðeigandi markaverði, birtir hann tilkynningu um það í Lögbirtingablaði eða í viðbæti við markaskrá umdæmisins á kostnað hins nýja eiganda. Hreppstjórar og markaverðir á viðkomandi svæðum skulu færa skrá yfir slík mörk og eigendur þeirra.
Ráðherra getur í reglugerð ákveðið að bannað sé að nota tiltekin mörk, en að öðru leyti skal í fjallskilasamþykkt tekið fram hvers konar mörk megi taka upp og nota.
Stjórn fjallskilaumdæmis felur ákveðnum manni, markaverði, umsjón með mörkum og gerð og útgáfu markaskrár af sinni hálfu. Skal sem mest samræmi haft í gerð markaskráa um land allt og fylgt í því efni ákvæðum reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur um mörk og markaskrár.
[Ráðherra getur með reglugerð falið Bændasamtökum Íslands að hafa umsjón með samræmingu á gerð og útgáfu markaskráa og upptöku nýrra marka og ákveðið að öll mörk í landinu skuli sameiginlega færð í tölvu í umsjá þeirra. Kostnað af starfi Bændasamtaka Íslands vegna þessa verkefnis greiðir stjórn hvers fjallskilaumdæmis í hlutfalli við markafjölda.]1)
Stjórn fjallskilaumdæmis getur ákveðið eftirfarandi markagjöld:
Markeiganda er skylt að tilkynna markaverði mark sitt til skráningar í markaskrá fjallskilaumdæmisins og skal það gert innan tiltekins frests sem markavörður auglýsir, m.a. í Lögbirtingablaði.
Markavarsla fjallskilaumdæmis getur geymt mark, sem markeigandi tilkynnir ekki til skráningar í markaskrá, með því að skrá það, og leyft öðrum á svæðinu að taka það upp þegar átta ár eru liðin eða fyrr með samþykki fyrri eiganda. Hafi markavarsla geymt mark lengur en átta ár fellur aldursréttur þess niður.
Landbúnaðarráðherra ákveður að öðru leyti í reglugerð, sem sett skal að höfðu samráði við sauðfjársjúkdómanefnd, á hvaða svæðum á landinu sammerkingar á sauðfé eru óheimilar en stjórnir fjallskilaumdæma ákveða slíkt varðandi annað búfé.
Það telst vera sammerking þegar tveir eða fleiri markeigendur eiga sama mark.
Markavörðum samliggjandi fjallskilaumdæma er skylt, eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð, að vinna saman að útrýmingu óleyfilegra sammerkinga sem nú fyrirfinnast og fyrirbyggja að nýjar sammerkingar myndist við upptöku nýrra marka eða flutning marka milli fjallskilaumdæma og skulu þeir í því starfi fylgja eftirfarandi reglum:
Landbúnaðarráðherra skipar þrjá menn í markanefnd til átta ára í senn. [Skal einn skipaður eftir tilnefningu Bændasamtaka Íslands, annar eftir tilnefningu yfirdýralæknis og sá þriðji án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.]1) Ráðherra skipar varamenn með sama hætti. Markanefnd skal fylgjast með framkvæmd laga, reglugerða og samþykkta um mörk og markaskrár og vera til ráðuneytis um þau mál. Ráðherra getur með reglugerð falið markanefnd tiltekin verkefni.