Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Einstaklingur sem hyggst annast öryggisþjónustu skal fullnægja þessum skilyrðum:
Heimilt er að veita skráðu félagi leyfi til að annast öryggisþjónustu fullnægi framkvæmdastjóri þess skilyrðum 2. mgr. og stjórnarmenn félagsins skilyrðum b–d-liðar 2. mgr. Nú er nýr framkvæmdastjóri ráðinn eða breyting verður á stjórn félags og skal þá senda ráðuneytinu tilkynningu þess efnis innan 14 daga.
Ráðuneytið hefur eftirlit með starfsemi leyfishafa og ber honum að veita því allar nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi sína og önnur atriði sem þýðingu hafa. Til að sinna eftirliti hafa starfsmenn ráðuneytisins án dómsúrskurðar aðgang að starfsstöð leyfishafa.
1)Rg. 340/1997.