Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Tilgangur þessara laga er að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf. Eftir því sem kostur er skal sjálfsákvörðunarréttur aldraðra í því efni virtur og möguleikar þeirra til ráðstöfunar eigin eigna og lífeyris ef þess gerist þörf.
Verkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á sviði öldrunarmála skulu vera m.a.:
Í nefndinni eiga sæti þrír menn, einn tilnefndur af Öldrunarráði Íslands, einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn án tilnefningar. Heilbrigðisráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Deildarstjóri öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu skal vera ritari samstarfsnefndar um málefni aldraðra.
Öldrunarnefnd annast eftirtalin verkefni og gerir tillögur þar að lútandi til stjórnar heilsugæslustöðvar (í Reykjavík [samstarfsráðs heilsugæslustöðva]1)) og félagsmálaráða eða félagsmálanefnda:
Kostnaður sem kann að verða af starfi öldrunarnefndar greiðist af sveitarfélögum á því starfssvæði sem hún nær til í hlutfalli við fjölda íbúa í hverju sveitarfélaganna.
Þegar málefni einstakra öldrunarstofnana á starfssvæði öldrunarnefndar eru til umfjöllunar skal nefndin gefa fulltrúa viðkomandi stofnunar kost á að sitja fundinn. Þá getur öldrunarnefnd og ákveðið að gefa fulltrúum félaga á starfssvæðinu, sem starfa í þágu aldraðra, kost á að eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni.
Ákvæði 3. og 4. mgr. 5. gr. gilda um öldrunarmálaráð eftir því sem við á.]1)
Þar sem það þykir hentugra geta sveitarstjórnir ákveðið að fela þjónustuhópi aldraðra hlutverk öldrunarnefndar á starfsvæðinu.
Kostnaður, sem verða kann af starfi þjónustuhóps aldraðra, greiðist af sveitarfélögum á því starfsvæði sem hann nær til í hlutfalli við fjölda íbúa í hverju sveitarfélaganna.
Í þjónustuhópi aldraðra skulu starfa fjórir menn. Í hópnum sé læknir með sérmenntun á sviði heimilislækninga, lyflækninga eða öldrunarlækninga, hjúkrunarfræðingur með þekkingu á öldrunarþjónustu eða heilsugæslu og tveir starfsmenn félagslegrar þjónustu í sveitarfélögum á starfsvæði hópsins. Skal annar þeirra vera félagsráðgjafi ef unnt er.
Sveitarstjórnir velja þjónustuhópnum oddvita úr hópi tilnefndra. Oddviti hópsins skal kalla hópinn saman.
Þjónustuhópur aldraðra getur ákveðið að gefa félögum, sem starfa í þágu aldraðra, og öldrunarstofnunum á starfssvæðinu kost á að koma sér saman um einn fulltrúa sem yrði áheyrnarfulltrúi á fundum hópsins.
Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru þeir undanþegnir gjaldinu sem hafa tekjuskattsstofn sem nemur 530.196 kr. eða lægri á tekjuárinu 1988. Tekjuviðmiðun þessi skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. Skattstjóri skal fella gjald þetta niður af þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, undir 70 ára aldri, sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Við álagningu og innheimtu gjalds þessa skulu gilda sömu reglur og um álagningu og innheimtu tekjuskatts og eignarskatts samkvæmt lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum, eftir því sem við á. Í stað tíu gjalddaga skal þó gjalddagi vera einn, 1. ágúst ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst færist gjalddagi til 1. dags næsta mánaðar eftir framlagningu álagningarskrár.
Í miðmánuði hvers ársfjórðungs skal fjármálaráðuneytið skila Framkvæmdasjóði aldraðra fjórðungi tekna sjóðsins á því ári.
Sjóðstjórn gerir árlega tillögur til ráðherra um úthlutun.
1)L. 109/1992, 1. gr.2)L. 144/1995, 45. gr.3)L. 12/1991, 1. gr.
...1)]3)
1)Rg. 299/1990, sbr. 201/1991.
Með heimaþjónustu er átt við þá þjónustu sem veitt er öldruðum sem búa heima. Sú þjónusta byggist á hjálp til sjálfshjálpar og tekur mið af heilsufarslegu og félagslegu ástandi einstaklingsins og er hún tvíþætt. Annars vegar er heilbrigðisþáttur heimaþjónustu sem er í höndum starfsliðs heilsugæslustöðva. Hins vegar er félagslegur þáttur heimaþjónustu sem er í höndum félagslegrar þjónustu viðkomandi sveitarfélaga eða aðila sem sveitarfélög semja við.
Veita skal heimaþjónustu um kvöld, nætur og helgar þegar þess er þörf.
1)L. 12/1991, 2. gr.2)Rg. 660/1995, sbr. 95/1997.
Enginn má vistast til langdvalar á stofnun fyrir aldraða skv. 18. gr. nema að undangengnu mati á vistunarþörf. [Mat á vistunarþörf skal að jafnaði vera í höndum þjónustuhóps aldraðra.]1)
Hafi aldraður einstaklingur verið lengur en sex vikur á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar skal þjónustuhópur aldraðra meta þörf einstaklingsins fyrir vistun á öldrunarstofnun.
Í reglugerð2) skal setja reglur um vistunarmat og framkvæmd þess.
Áður en framkvæmdir hefjast við sjálfseignar-, leigu- og búseturéttaríbúðir aldraðra, sbr. 17. gr., 4. tölul., skal afla samþykkis heilbrigðisráðuneytis á teikningum. Jafnframt skal skýra ráðuneytinu frá því hver muni bera ábyrgð á rekstri sameignar og sameiginlegrar þjónustu í húsnæðinu.
Beiðni um framkvæmdaleyfi skulu fylgja upplýsingar um verksvið stofnunar og staðsetningu, svo og uppdrættir af byggingum, lóð og umhverfi og afstöðu til nágrennis ásamt lýsingu á húsakynnum. Enn fremur skal fylgja greinargerð um eigendur og fjárhagsástæður. Beiðninni skal og fylgja umsögn öldrunarnefndar á því starfssvæði sem stofnunin mun verða.
Sama gildir um allar meiri háttar breytingar á húsakynnum og starfsemi stofnunar fyrir aldraða.
Áður en ráðherra heimilar framkvæmdir skal umsóknin send til umsagnar samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Ef um hjúkrunarrými er að ræða skal umsóknin einnig send til umsagnar landlæknis og héraðslæknis.
Umsókn um rekstrarleyfi skal fylgja greinargerð um eigendur stofnunar og fjárhagsástæður, skýrsla um starfsáætlun, stjórn, starfsfólk, rekstrarfyrirkomulag og hve mörgum vistmönnum stofnuninni er ætlað að sinna.
Heilbrigðisráðherra veitir rekstrarleyfi ef stofnunin fullnægir heilbrigðiskröfum og ákvæðum þessara laga og ætla má að hún geti leyst verkefni sín á viðunandi hátt.
1)Nú l. 97/1990.
Sé stofnunin í beinum starfstengslum við sjúkrahús gilda um stjórn stofnunar ákvæði 30. gr. laga nr. 59/1983,1) um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.
Starfsmannaráð tilnefnir einn mann af sinni hálfu til setu á fundum stjórnar stofnunar fyrir aldraða með málfrelsi og tillögurétti. Sama gildir um vistmannaráð.
1)Rg. 47/1990, sbr. 291/1990, 322/1991, 236/1993 og 561/1997.
Með tekjum sínum, sem eru umfram 11.000 kr., skal vistmaður greiða dvalarkostnað sinn að hluta eða öllu.
Setja skal með reglugerð1) nánari ákvæði um þátttöku vistmanna í greiðslu dvalarkostnaðar, m.a. um hækkun viðmiðunartekna.
1)Nú l. 117/1993. Sjá einnig rg. 151/1984.
Sveitarstjórnir geta með gjaldskrá ákveðið þátttöku einstaklinga í þeirri heimaþjónustu sem þau veita.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna heimaþjónustu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri og tekjutryggingu almannatrygginga.
1)Rg. 45/1990 (dagvist aldraðra). Rg. 660/1995 (vistunarmat aldraðra), sbr. 95/1997. Rg. 47/1990 (um stofnanaþjónustu fyrir aldraða), sbr. 291/1990, 322/1991, 236/1993 og 561/1997. Rg. 422/1992 (greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu). Rg. 546/1995 (mat á heilsufari og aðbúnaði íbúa á öldrunarstofnunum).
Lög þessi skal endurskoða innan fimm ára frá gildistöku þeirra.