Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sjóðurinn hefur sjálfstæðan fjárhag og eigin stjórn sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Málefni sjóðsins heyra undir menntamálaráðuneytið.
Heimilt er að veita úr Listskreytingasjóði styrki vegna listskreytingar bygginga sem reistar eru á vegum ríkisstofnana er hafa sjálfstæðan fjárhag og eru því ekki háðar beinni fjárveitingarákvörðun Alþingis um byggingarframkvæmdir. Heimilt skal einnig að veita úr sjóðnum styrki vegna listaverka sem komið er fyrir á almannafæri á vegum ríkis eða sveitarfélaga þótt ekki sé í beinum tengslum við opinberar byggingar. Nánari ákvæði um styrkveitingar samkvæmt þessari málsgrein skal setja í reglugerð.
Greiða skal til Listskreytingasjóðs eigi minna en 1/12 árlegs framlags á mánuði, hvert fjárlagaár, og skal uppgjöri ríkisins við sjóðinn lokið fyrir 10. desember ár hvert.
Stjórnina skal skipa til tveggja ára í senn.
Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála í sjóðstjórn. Halda skal gerðabók um stjórnarfundi.
Menntamálaráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna sem greiðist úr sjóðnum ásamt öðrum kostnaði við starfsemi hans.
Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, myndvefnað og hvers konar listræna fegrun.
Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga.
Þegar um er að ræða byggingar sem sveitarfélög, eitt eða fleiri, standa að ásamt ríkinu er stjórn Listskreytingasjóðs heimilt að binda framlag úr sjóðnum til listskreytingar skilyrði um mótframlag af hálfu hlutaðeigandi sveitarfélaga. Sama gildir um framlög vegna bygginga á vegum ríkisstofnana sem hafa sjálfstæðan fjárhag, sbr. 2. mgr. 2. gr.
Stjórn Listskreytingasjóðs er heimilt að veita styrk úr sjóðnum vegna kostnaðar við undirbúning umsóknar um framlag til listskreytingar, svo sem samkeppni eða gerð viðamikilla líkana.
Um heimild sjóðstjórnar til að endurskoða fjárhæð framlaga vegna verðbreytinga, sem verða frá því að framlag er ákveðið og þar til það kemur til greiðslu, svo og um afturköllun framlaga sem ekki eru nýtt innan tiltekinna tímamarka, má ákveða í reglugerð.
Óheimilt er að selja listaverk sem notið hefur framlags úr Listskreytingasjóði nema með samþykki sjóðstjórnar, enda sé þá samið um endurgreiðslu framlagsins í sjóðinn.
Setja skal í reglugerð ákvæði um merkingar listskreytinga sem sjóðurinn veitir framlag til.
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skulu rekstrar- og efnahagsreikningar endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun árlega og birtir í Stjórnartíðindum.
1)Rg. 146/1992.