Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur ráðherra heimilað að notaðar séu mælieiningar utan alþjóðlega einingakerfisins. Þær skulu þó ávallt hafa viðmiðun í alþjóðlega einingakerfinu.
Mælieiningar samkvæmt þessari grein nefnast lögformlegar mælieiningar.
1)Rg. 207/1995. Rg. 541/1996 (um vínmál).
Ráðherra setur í reglugerð1) nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um reglubundna endurlöggildingu mælitækja. Í þeim er m.a. heimilt að undanþiggja tilteknar gerðir mælitækja ýtrustu kröfum um löggildingarhæfni. Slík mælitæki skulu þó háð eftirliti Löggildingarstofunnar.
Löggildingarstofan sker úr um hvort mælitæki séu löggildingarskyld. Úrskurði hennar má þó vísa til ráðherra til endanlegrar ákvörðunar, enda sé það gert innan fjögurra vikna frá því að Löggildingarstofan kvað upp úrskurð sinn.
Tenging hvers kyns aukabúnaðar við löggildingarskylt mælitæki, sem dregið getur úr nákvæmni þess eða búnaðarins sjálfs, er með öllu óheimil.
Nú uppfyllir löggildingar- eða eftirlitsskylt mælitæki ekki þær kröfur sem til þess eru gerðar og skal notkun þess þá bönnuð. Heimilt er Löggildingarstofunni að loka með innsigli löggildingar- eða eftirlitsskyldum mælitækjum sem notkun hefur verið bönnuð á og hafa á brott með sér slík tæki eða hluta úr þeim ef vafi leikur á að settum reglum sé fullnægt.
Óheimilt er að nota löggildingar- og eftirlitsskyld mælitæki nema þau beri gilt auðkenni þar að lútandi.
Nú er gerð krafa um faggildingu stofnana og fyrirtækja, sem framkvæma lögbundnar prófanir eða eftirlit eða votta að vara, ferli eða þjónusta, svo og hæfni og þekking starfsmanna, uppfylli lögbundnar kröfur og skal þá slíkri kröfu fullnægt af Löggildingarstofunni eða hliðstæðum stofnunum í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Ráðherra getur í reglugerð heimilað að faggilding frá stofnunum í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins gildi hér á landi.
Löggildingarstofan metur tilnefnda aðila, sbr. 2. gr.
Löggildingarstofan annast hér á landi málefni sem lúta að alþjóðlegum verklagsreglum á prófunarstofum í efnafræði.
1)Rg. 346/1993, 350/1993, 351/1993, 631/1994 og 41/1996. Rg. 354/1997.
...1)
Ráðherra getur enn fremur falið Löggildingarstofunni að sjá um kennslu vigtarmanna og annast rannsóknir á sviði mælifræði.
Þess skal ávallt gætt að tekjum Löggildingarstofunnar af löggildingu mælitækja og annarri lögbundinni starfsemi sé ekki varið til að standa straum af kostnaði við þjónustu sem öðrum aðilum er einnig heimilt að veita.
1)Erbr. 147/1993.
Löggiltir vigtarmenn geta menn orðið uppfylli þeir eftirtalin skilyrði:
Í reglugerð skal kveðið á um prófkröfur skv. 4. tölul. 1. mgr.
Synja má manni um löggildingu ef 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans.
Löggilding vigtarmanns gildir í allt að fimm ár en heimilt er að ákveða styttri gildistíma í einstökum tilfellum samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur.
Heimilt er að binda löggildingu vigtarmanns við tiltekinn eða tiltekna vinnustaði. Enn fremur má undanþiggja ákveðna vinnustaði. Löggildingarstofan getur kveðið á um að störf hjá tilteknum vinnuveitendum séu ósamrýmanleg störfum löggiltra vigtarmanna.
Sá sem gefur aðilum, sem annast framkvæmd laga þessara, rangar skýrslur skal sæta refsingu skv. XV. kafla almennra hegningarlaga.
Sektir samkvæmt lögum þessum má gera jafnt lögaðila sem einstaklingi. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðilans. Hafi starfsmaður lögaðilans framið brot á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim má einnig gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum, enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum.
Dæma má upptöku eigna skv. 69. gr. almennra hegningarlaga í máli er rís vegna brota á lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.
1)Rg. 129/1994, 130/1994, sbr. 428/1994, 131/1994, 132/1994, 133/1994, 134/1994, 135/1994, 136/1994, 137/1994, 138/1994, 139/1994, 140/1994, 141/1994, 142/1994, 143/1994, 220/1994, 408/1994, sbr. 293/1995, og 426/1994. Rg. 353/1997. Rg. 355/1997. Rg. 356/1997.