Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi gilda einnig um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir samninga sem ríkisstjórnir Norðurlanda gera og öðlast hafa gildi að því er Ísland varðar og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.
1)Rg. 94/1994. Rg. 244/1994, sbr. 369/1994.2)L. 76/1994, 3. gr.
Ráðherra, sem í hlut á, setur reglur um hæfnispróf eða viðbótarmenntun eftir því sem við á. Hann getur einnig ákveðið að umsækjandi skuli greiða kostnað vegna prófs eða viðbótarmenntunar. Ráðherra setur og reglur um gjöld er krefja má vegna umsóknar um heimild til að gegna starfi hér á landi.