Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Framlag skv. 1. mgr. skal greitt eftir því sem víkjandi lán skv. 2. gr. eru samþykkt.
Starfshópurinn skal við umfjöllun um lánsumsóknir hafa náið samráð við eigendur fyrirtækja og stærstu kröfuhafa þeirra. Starfshópurinn skal stuðla að samkomulagi þessara aðila um nauðsynlega endurskipulagningu á rekstri hins sameinaða fyrirtækis. Að því loknu ákveður starfshópurinn hvort gera skuli tillögu til stjórnar Byggðastofnunar um lánveitingu. Stjórn Byggðastofnunar samþykkir eða synjar lánveitingar á grundvelli tillagna starfshópsins.
Samþykki stjórn Byggðastofnunar tillögu starfshópsins um lánveitingu óskar hún eftir því við fjármálaráðuneytið að fá jafnhátt framlag skv. 1. gr.
Lánin skulu vera afborganalaus fyrstu þrjú árin. Næstu þrjú ár skal einungis greiða vexti. Á næstu 10 árum skal greiða höfuðstól, vexti og verðbætur, enda nái skuldarar að fullnægja skilyrðum sem Byggðastofnun setur um víkjandi afborganir, þar sem m.a. er kveðið á um hagnaðar- og eiginfjárkröfur. Ef fyrirtæki fullnægir ekki þessum skilyrðum færist greiðsla hvers árs eitt ár aftur fyrir lánstímann.