Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú verða gerðar breytingar á útreikningi tekjuskattsstofns og skal þá taka tillit til þess við ákvörðun gjaldsins hverju sinni.
Hækkun á gjaldi samkvæmt þessari grein skal ákvarðast af kirkjumálaráðherra í samræmi við upplýsingar frá ríkisskattstjóra og Þjóðhagsstofnun eigi síðar en 1. ágúst ár hvert. Þar til ákvörðun þessi liggur fyrir skal ráðherra ákveða uppígreiðslu gjaldsins fyrir mánuðina janúar til júlí ár hvert á grundvelli spár um tekjuþróun tveggja næstliðinna ára.
Trúfélagsskráning miðast við 1. desember næst á undan gjaldári.
Heimilt er að veita héraðssjóðum styrki til verkefna er undir þá falla, sbr. 8. gr.
Reikningshald sjóðsins skal vera í höndum biskupsstofu og reikningsleg endurskoðun framkvæmd af Ríkisendurskoðun.
Ríkissjóði ber að greiða héraðssjóði þá fjárhæð er héraðsfundur ákveður, skv. 1. mgr., áður en sóknargjaldi er skipt milli sókna í hlutaðeigandi prófastsdæmi.
Stjórn héraðssjóðs er í höndum héraðsnefndar sem skipuð er þremur mönnum. Formaður hennar er prófastur, en héraðsfundur kýs tvo nefndarmenn, leikmann og prest, til fjögurra ára í senn og varamenn með sama hætti. Héraðsfundur kýs enn fremur tvo endurskoðendur reikninga sjóðsins til fjögurra ára í senn og tvo til vara.
Héraðsnefnd ákveður úthlutanir úr sjóðnum á grundvelli samþykkta héraðsfunda og sér um reikningshald hans. Hún gerir grein fyrir starfsemi sjóðsins á héraðsfundi og leggur þar fram endurskoðaða reikninga til samþykktar.
1)Rg. 206/1991.