Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
...
Ennfremur skal gera grein fyrir þróun og horfum um fjárfestingu í einstökum atvinnuvegum. Þá skal greina frá áætlunum um lánamarkaðinn í heild, þar með áætlun um erlendar lántökur og markmið í peningamálum og þeim tækjum, sem beita skal til þess að þeim verði náð, sbr. ákvæði 28. og 29. gr.
Fjárfestingar- og lánsfjáráætlunum skal jafnan fylgja mat á mannaflaþörf áætlaðra framkvæmda í heild, og þar með mat á atvinnuástandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sérstaklega.
Skýrslu ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir skal og fylgja rammaáætlun um erlendar lántökuheimildir einkaaðila, sem langlánanefnd skal framfylgja sem hámarksáætlun.
1)Nú l. 64/1985.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd III. og IV. kafla.