Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra iðnaðarmála fer með yfirstjórn þessara mála.
1)Rg. 178/1962, sbr. 184/1963.
Ráðherra skipar prófdómendur, að fengnum tillögum stjórnar námskeiðanna.
Skýrslur um prófið, ásamt fullu nafni hvers próftaka, fæðingarstað, degi og ári, svo og einkunnum þeim, sem hann hefur hlotið, skal rita í bækur, sem ráðuneytið löggildir til þess. Prófdómendur og stjórn námskeiðanna skulu staðfesta skýrslurnar með undirskrift sinni.
Kostnaðaráætlun skal fylgja slíkum tillögum hverju sinni.
Iðnaðarmálastofnun Íslands skal annast framkvæmd námskeiðanna í umboði námskeiðsstjórnar og hafa á hendi fjárreiður þeirra og varðveita gögn þau og muni, sem námskeiðunum tilheyra.