Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 405/1986.
Framleiðendur ullar skulu skila ullinni í merktum umbúðum og er kaupanda eða umboðsaðila skylt að meta ullina sem fyrst eftir móttöku. Kaupanda er þó heimilt að meta ullina hjá framleiðanda. Framleiðanda skal send skýrsla um matið.
Afurðastöðvum og öðrum, sem selja gærur og ull, er skylt að sjá matsmönnum fyrir aðstöðu til að framkvæma matið.
1)L. 73/1996, 24. gr.2)Rg. 410/1990, sbr. 601/1996.
Landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna ullarmatsnefnd. Skal einn tilnefndur af [Bændasamtökum Íslands],1) annar af ullarkaupendum og sá þriðji án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
Landbúnaðarráðherra ræður eftirlitsmann með ullarmati samkvæmt tillögu ullarmatsnefndar. Skal hann hafa aflað sér þekkingar á ullarmati og meðferð ullar, t.d. með því að hafa áður starfað að ullarmati.
Ágreiningi út af ullar- og gærumati er heimilt að skjóta til nefndar skv. 1. eða 2. mgr. sem fellir úrskurð innan 30 daga frá því að erindi barst nefndinni. Að öðru leyti skal hlutverk nefndanna vera að veita fræðslu um flokkun, meðferð og framkvæmd mats á gærum og ull og er matsmönnum skylt að hlíta mati í samræmi við fyrirmæli viðkomandi nefndar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra að setja nánari ákvæði2) um starfssvið gæru- og ullarmatsmanna, eftirlitsmanna skv. 3. mgr. og nefnda skv. 1. og 2. mgr.
[Um gjald af sláturleyfishöfum fyrir yfirmat fer samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með síðari breytingum.]1)
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1990. ...