Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
...1)
Kennarar og starfsmenn taka laun samkvæmt kjarasamningum.
Nú er skólanum skipt í deildir, og skal þá heimilt að [ráða]1) deildarstjóra úr hópi kennara hlutaðeigandi deildar.
Heimilt er að starfrækja undirbúningsdeild skólans á Ísafirði og á öðrum þeim stöðum, þar sem slíkt þykir henta. Enn fremur er heimilt að starfrækja raungreinadeild á Ísafirði.
Á næsta skólaári og framvegis skal starfrækt á Akureyri undirbúningsdeild og raungreinadeild. Stefnt skal að því, að á Akureyri verði sjálfstæður tækniskóli, og getur ráðherra ákveðið það með reglugerð.
Heimilt er að láta umsækjendur þreyta sérstakt inntökupróf, sem sker úr um aðgang nemenda að undirbúningsdeild.
Ákvæði um verkskólun og verklega þjálfun, sem krafist er til inngöngu í skólann, skal setja í reglugerð.
Við skólann starfar skólastjórn. Í henni eiga sæti rektor, sem er formaður, fastráðnir kennarar og einn fulltrúi nemenda fyrir hverja þrjá aðra skólastjórnarmenn.
1)L. 127/1993, 4. gr.2)Rg. 278/1977, sbr. 240/1986, 225/1989, 430/1991, 210/1992, 43/1996 og 481/1997.