Til þess að fyrirgirða allar deilur, er rísa af skorti á áreiðanlegum gögnum um eignir kirkna, réttindi og kúgildi, er standa á jörðum léns- og bændakirkna, skulu samkvæmt allra þegnsaml. tillögum fyrri biskupa, eftir greindar skrár taldar áreiðanlegar og löggiltar kirkjuskrár og máldagabækur í Skálholts- og Hólastifti, er allar þrætur um eignir kirkna og réttindi skulu dæmd og útkljáð eftir:
Í Skálholtsstifti: Hin gamla máldagabók eða kirkjuregistur Vilchins biskups, samantekin 1397.
Í Hólastifti:
- a. Registur og máldagabók Jóns biskups Eiríkssonar 1360,
- b. Péturs biskups 1394,
- c. Auðunar biskups 1398,1)
- d. Ólafs biskups Rögnvaldssonar 1461 og
- e. Sigurðar prests, sem safnað var eftir siðaskiptin.
...2)
Mál er varða aðrar kirkjueignir í báðum stiftum, svo sem innanstokksmuni og skrautgripi þeirra, skulu eigi dæmd eftir nefndum máldagabókum, heldur eftir skrám þeim, er evangelisku biskuparnir hafa gert eftir siðaskipti.
1)Með réttu 1318.2)L. 46/1905, 11. gr.