Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Skilyrði fyrir starfsleyfi eru sem hér segir:
Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Henni skulu fylgja samþykktir verðbréfasjóðs og aðrar þær upplýsingar sem ráðherra ákveður. Áður en leyfi er veitt skal leitað umsagnar bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Verðbréfasjóðum er einum heimilt og rétt eftir því sem við verður komið að nota orðið ,,verðbréfasjóður``, eitt sér eða samtengt öðrum orðum, í heiti sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni.
Óheimilt er að breyta verðbréfasjóðum samkvæmt lögum þessum í fyrirtæki sem lögin taka ekki til.
Ráðherra getur synjað um leyfi til reksturs verðbréfasjóðs hafi stjórnarmenn sjóðsins eða framkvæmdastjórar rekstrarfélags eða vörslufyrirtækis
Áður en ákvörðun er tekin um synjun skv. 2. mgr. skal leitað umsagnar bankaeftirlitsins.
Hefji verðbréfasjóður ekki starfsemi innan tólf mánaða frá veitingu starfsleyfis fellur það úr gildi.
Bankaeftirlitinu er heimilt að kveða nánar á um þær upplýsingar sem veittar skulu skv. 1. mgr. Breytingar á áður tilkynntum atriðum skulu þegar tilkynntar bankaeftirlitinu.
Breytingar á samþykktum verðbréfasjóðs öðlast ekki gildi fyrr en að fenginni staðfestingu bankaeftirlitsins. Breytingar skulu staðfestar séu þær í samræmi við lög, enda séu þær að öðru leyti í samræmi við hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina og engar aðrar fullgildar ástæður mæli gegn staðfestingu. Breytingar öðlast gildi eigi síðar en þremur mánuðum eftir staðfestingu nema bankaeftirlitið ákveði annað. Tilkynning um breytingar skal birt í Lögbirtingablaði.
Verðbréfasjóður skal tilkynna eigendum hlutdeildarskírteina um hverja breytingu á samþykktum sjóðsins og jafnframt auglýsa hana opinberlega.
Heimilt er að verðbréfasjóður starfi í aðgreindum deildum. Ber þá hver deild ábyrgð á sínum skuldbindingum. Þó bera deildir sjóðsins óskipta ábyrgð á sameiginlegum kostnaði þeirra.
Aðalfund skal halda samkvæmt ákvæðum samþykkta. Aðalfund skal boða með minnst tíu daga fyrirvara og skal dagskrá fylgja fundarboði.
[Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi. Þeir skulu vera lögráða, hafa óflekkað mannorð, vera fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu fimm árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld. Ríkisborgarar þeirra ríkja, sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eru undanþegnir búsetuskilyrðinu, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki. Ráðherra er heimilt að veita þeim sem búsettir eru í öðrum ríkjum sömu undanþágu.]1)
Stjórnarmenn mega ekki jafnframt eiga sæti í stjórn vörslufyrirtækis eða rekstrarfélags skv. V. kafla.
Rekstrarfélagi er óheimilt að eignast hluti með atkvæðisrétti í þeim mæli að það geri félaginu kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa.
Viðurkenningu sem vörslufyrirtæki geta hlotið
[Vörslufyrirtæki ber ábyrgð gagnvart rekstrarfélagi og eigendum hlutdeildarskírteina vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir og rekja má til ásetnings eða gáleysis starfsmanna vörslufyrirtækis við framkvæmd verkefna þess skv. 1. mgr.]1)
[Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða eru undanþegin stimpilgjöldum.]1)
Hlutdeildarskírteini skal vera dagsett og undirritað af stjórn verðbréfasjóðs eða þeim sem hún hefur gefið umboð til þess. Nafnritunin má vera prentuð eða sett fram á annan sambærilegan hátt.
Tilkynna skal eigendaskipti hlutdeildarskírteina til rekstrarfélags verðbréfasjóðs. Slíkar tilkynningar, ásamt öðrum upplýsingum sem berast varðandi eignarhald á skírteinum, skulu færðar inn á skrána og heimildar tilkynningar getið.
Kjósi eigendur hlutdeildarskírteina fulltrúa í stjórn verðbréfasjóðs samkvæmt samþykktum sjóðsins skal gerð nafnaskrá þar sem fram komi nöfn þeirra sem eiga atkvæðisrétt og atkvæðafjöldi. Eigendum hlutdeildarskírteina er heimilt að fá afrit af þessari skrá eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund sjóðsins.
1)Rg. 362/1993, sbr. 294/1994.
Hlutdeildarskírteini skulu innleyst að kröfu eigenda samkvæmt nánari ákvæðum samþykkta verðbréfasjóðsins. Þó er verðbréfasjóði heimilt samkvæmt ákvæðum samþykkta að fresta innlausn hlutdeildarskírteina. Frestun skal vera almenn og taka til allra hlutdeildarskírteina og verður einungis beitt mæli sérstakar ástæður með því og hagsmunir eigenda hlutdeildarskírteina krefjist. Frestun á innlausn skal þegar tilkynnt bankaeftirliti og eftirlitsaðilum annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem hlutdeildarskírteini verðbréfasjóðsins hafa verið sett á markað. Jafnframt skal frestun auglýst opinberlega.
Bankaeftirlitið getur krafist þess að innlausn hlutdeildarskírteina verði frestað krefjist hagsmunir eigenda skírteinanna eða almennings þess.
Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs er markaðsvirði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins við innlausn, svo sem skuldum hans við innlánsstofnanir, ógreiddum umsýslu- og stjórnunarkostnaði, innheimtukostnaði og áföllnum eða reiknuðum opinberum gjöldum.
Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina verðbréfasjóðs skal reiknað daglega og auglýst opinberlega eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði. Bankaeftirlitið getur ákveðið að opinber auglýsing innlausnarvirðis skuli fara fram oftar ef ástæða þykir til.
Ráðherra getur í reglugerð1) sett nánari reglur um útreikning á innlausnarvirði hlutdeildarskírteina.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er verðbréfasjóði eða deild innan hans heimilt að fjárfesta sem svarar allt að 10% af eignum sínum í öðrum verðbréfum en þar getur.
Bankaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem heimila verðbréfasjóðum að fjárfesta allt að 10% af eignum sínum í skuldaskjölum sem talin eru jafngilda framseljanlegum verðbréfum, eru auðseljanleg og með verðgildi sem ákvarða má hvenær sem er.
Heildarfjárfesting skv. 2. og 3. mgr. má aldrei fara fram úr 10% af eignum verðbréfasjóðs.
Verðbréfasjóðum er óheimilt að fjárfesta í eðalmálmum eða heimildarskírteinum fyrir þeim.
[Verðbréfasjóði er óheimilt að selja verðbréf sem ekki eru í eigu hans á þeim tíma sem sala þeirra fer fram.]1)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er verðbréfasjóði eða einstakri deild hans heimilt að fjárfesta allt að 35% af eignum sínum í verðbréfum sem eitt eða fleiri ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða sveitarfélög þeirra, alþjóðlegar stofnanir, sem eitt eða fleiri þessara ríkja eru aðilar að, eða ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins gefa út eða ábyrgjast.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur bankaeftirlitið heimilað verðbréfasjóði að fjárfesta allt að 25% af eignum sínum í skuldabréfum útgefnum af sama útgefanda, enda sé um að ræða lánastofnun innan Evrópska efnahagssvæðisins sem lýtur lögbundnu eftirliti. Fjárfesti verðbréfasjóður meira en 5% af eignum sínum í slíkum skuldabréfum má samanlagt verðmæti þeirra fjárfestinga ekki nema meira en 80% af eignum sjóðsins.
Ekki skal tekið tillit til verðbréfa skv. 2. og 3. mgr. þegar fundin er samtala fjárfestinga samkvæmt síðari málslið 1. mgr.
Þrátt fyrir ákvæði 1.--3. mgr. mega samanlagðar fjárfestingar verðbréfasjóðs í verðbréfum útgefnum af sama útgefanda aldrei nema meira en 35% af eignum sjóðsins.
Fjárfestingar verðbréfasjóðs eða einstakrar deildar hans skv. 1. mgr. skulu dreifast á að minnsta kosti sex mismunandi verðbréfaflokka og má fjárfesting í einum og sama verðbréfaflokki ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 30% af eignum verðbréfasjóðs eða einstakrar deildar hans.
Bankaeftirlitið getur sett nánari reglur um fjárfestingu samkvæmt þessu ákvæði.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er verðbréfasjóði óheimilt að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum annarra verðbréfasjóða sem hafa sömu stjórn eða rekstrarfélag eða eru að öðru leyti nátengd verðbréfasjóðnum. Bankaeftirlitið getur þó heimilað slíka fjárfestingu samkvæmt reglum sem það setur.
Rekstrarfélagi er óheimilt að leggja á gjöld eða kostnað vegna viðskipta með hlutdeildarskírteini verðbréfasjóðs í þeim tilvikum þegar hluti eigna sjóðsins er fjárfestur í hlutdeildarskírteinum í öðrum verðbréfasjóði sem rekinn er af sama rekstrarfélagi eða öðru félagi sem rekstrarfélagið er tengt vegna sameiginlegrar stjórnar eða yfirráða eða vegna verulegrar beinnar eða óbeinnar eignarhlutdeildar.
Bankaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um að 1. mgr. taki ekki til framseljanlegra verðbréfa sem
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er verðbréfasjóðum heimilt án takmarkana að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og það er talið hagkvæmt og eigi síðar en innan átján mánaða frá yfirtöku eignanna. Heimilt er þó að draga sölu lengur sé það augljóslega í þágu hagsmuna sjóðsins. Slíkan drátt á sölu eigna skal tilkynna bankaeftirliti sem getur þá krafist sölu þeirra innan viðeigandi frests.
...1)
Verðbréfasjóði er óheimilt að veita lán eða ganga í ábyrgð fyrir aðra.
Fyrirtækin skulu setja sér verklagsreglur um viðskipti skv. 1. mgr. og skulu þær staðfestar af bankaeftirlitinu.
Ársreikningur og ársskýrsla skulu undirrituð af stjórnum verðbréfasjóðs og rekstrarfélags. Hafi einhverjir stjórnarmanna mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skulu þeir undirrita með fyrirvara og gera skal grein fyrir því í ársskýrslu hvers eðlis fyrirvarinn er.
Framsetning ársreiknings skal vera með skýrum hætti og í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim.
Ársreikningur skal gefa glögga mynd af eignum, skuldum, fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu verðbréfasjóðs.
Í ársskýrslu skal koma fram yfirlit yfir starfsemi hlutaðeigandi verðbréfasjóðs á árinu, svo og upplýsingar um atriði sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu sjóðsins og afkomu hans á reikningsárinu en koma ekki fram annars staðar í ársreikningnum.
Bankaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um gerð ársreiknings.
Skylt er að veita endurskoðanda aðgang að öllum eigum, bókum, fylgiskjölum og öðrum gögnum verðbréfasjóðs. Jafnframt skulu stjórn og starfsmenn veita endurskoðanda allar umbeðnar upplýsingar sem unnt er að láta í té.
Ákvæði 2. mgr. tekur einnig til upplýsinga og gagna hjá rekstrarfélagi og vörslufyrirtæki sem nauðsynleg eru vegna endurskoðunar hjá verðbréfasjóði.
Telji endurskoðandi að í ársreikningi komi ekki fram þær upplýsingar sem þar eiga að koma fram skal hann geta þess í áritun sinni og veita viðbótarupplýsingar ef þess er kostur. Ef ársskýrsla hefur ekki að geyma þær upplýsingar sem ber að veita, eða er ekki í samræmi við ársreikning, skulu endurskoðendur vekja athygli á því í áritun sinni. Að öðru leyti getur endurskoðandi greint frá þeim atriðum í áritun sinni sem hann telur eðlilegt að fram komi í ársreikningi.
[Verði endurskoðendur varir við slíka ágalla í rekstri verðbréfasjóðs að reikningar verði ekki áritaðir eða athugasemdir við þá gerðar, ágalla á innra eftirliti eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu sjóðsins til áframhaldandi reksturs, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög og reglugerðir eða reglur sem gilda um sjóðinn hafi verið brotnar, skal endurskoðandi þegar gera stjórn sjóðsins og bankaeftirliti viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi verðbréfasjóðs fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við sjóðinn. Ákvæði þessarar greinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðenda samkvæmt ákvæðum annarra laga.]1)
Ákvæði 3. mgr. taka til endurskoðenda rekstrarfélags og vörslufyrirtækis eftir því sem við getur átt.
Ársfjórðungslegt efnahagsyfirlit í því formi sem bankaeftirlitið ákveður skal einnig sent því og það liggja frammi á starfsstöð verðbréfasjóðs og rekstrarfélags.
Auk ársreiknings verðbréfasjóðs samkvæmt framangreindu skal einnig senda bankaeftirlitinu endurskoðaða ársreikninga vörslufyrirtækis og rekstrarfélags eigi síðar en þremur mánuðum eftir lok reikningsárs. Þessum félögum er einnig skylt að láta Seðlabanka Íslands í té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda vegna hagskýrslugerðar, sbr. ákvæði laga um Seðlabanka Íslands.
Telji bankaeftirlitið að starfsemi verðbréfasjóðs, vörslufyrirtækis eða rekstrarfélags brjóti gegn ákvæðum laga þessara, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim eða sé að öðru leyti óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust getur það veitt viðkomandi hæfilegan frest til úrbóta nema brot séu alvarleg.
Standi yfir opinber rannsókn vegna meints brots verðbréfasjóðs á ákvæðum laga þessara er ráðherra heimilt að svipta sjóðinn starfsleyfi um stundarsakir. Skal þá ráðherra skipa hlutaðeigandi umsjónaraðila til bráðabirgða sem gera skal ráðstafanir sem miða að því að tryggja hag viðskiptamanna.
Afturkalli ráðherra starfsleyfi verðbréfasjóðs endanlega skal hann skipa skilanefnd þriggja manna sem sér um slit á sjóðnum eða flutning á starfsemi hans til annars verðbréfasjóðs.
1)Rg. 369/1993.
Leyfi til starfsemi, er lög þessi taka til, sem veitt hefur verið af lögbærum yfirvöldum í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, gildir einnig hér á landi. Um starfsemi slíkra leyfishafa fer samkvæmt nánari reglum1) sem ráðherra setur.
Um gildi leyfa til starfsemi, sem lög þessi taka til, sem veitt eru af lögbærum yfirvöldum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, svo og um starfsemi slíkra leyfishafa hér á landi, fer eftir reglum sem ráðherra setur.
Nánar skal kveðið á um útboðslýsingar verðbréfasjóða skv. 1. mgr. í reglum1) sem bankaeftirlitið setur.]2)
Um tilraun og hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum fer samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.