4. ... og viljum Vér því allramildilegast, að þá er börn hafa fermd verið, þá neyti þau þegar næsta sunnudag eftir ferminguna altarissakramentisins, og skulu hlutaðeigandi prestar í því skyni láta unglingana koma til sín daginn fyrir, halda yfir þeim upphvatningarræðu og brýna fyrir þeim af nýju hinn þýðingarmikla sáttmála, er þeir svo nýlega hafa endurnýjað við guð, svo og útlista fyrir þeim, hvernig þeir eigi réttilega að búa sig undir hið mikla sáluhjálparmeðal, er þeir daginn eftir eiga að verða hluttakandi í.