Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
sérhvert samningsríkjanna, ríkisborgara norræns lands, lög, reglugerðir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir um þær greinar félagslegs öryggis sem um ræðir í 1. mgr. 2. gr., þó ekki að því leyti sem í þeim felast reglur um samskipti eins norræns lands eða fleiri annars vegar og eins eða fleiri annarra landa hins vegar, í Danmörku: í Finnlandi: félags- og heilbrigðismálaráðuneytið, á Íslandi: í Noregi: í Svíþjóð: ríkisstjórnina (félagsmálaráðuneytið) eða það stjórnvald sem nefnd stjórnvöld kveða á um, stjórnvald eða stofnun sem veitir bætur, annars vegar undanþágu frá greiðslu, eftirgjöf eða endurgreiðslu kostnaðar vegna sjúkrahjálpar, þar með taldar tannlækningar, hjálp vegna meðgöngu og fæðingar, lyf, gervilimir og önnur stoðtæki, og hins vegar greiðslur vegna ferða sem farnar eru vegna slíkrar sjúkrahjálpar, almennan lífeyri sem ekki miðast við starfstíma, fyrri atvinnutekjur eða iðgjaldagreiðslur, svo og viðbótargreiðslur við slíkan lífeyri, almennan lífeyri sem miðast við starfstíma, fyrri atvinnutekjur eða iðgjaldagreiðslur, svo og viðbótargreiðslur við slíkan lífeyri, að maður sé búsettur í landi samkvæmt þjóðskrá þess ef sérstakar ástæður leiða ekki til annars, samninginn um Evrópskt efnahagssvæði frá 2. maí 1992, land sem samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði nær til, reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja, með þeim breytingum og viðbótum sem fram koma í viðauka VI við EES-samninginn, reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja, með þeim breytingum og viðbótum sem fram koma í viðauka VI við EES-samninginn.
2. Þegar samningur þessi er samþykktur skal hvert Norðurlandanna leggja fram skrá yfir gildandi löggjöf um þær greinar félagslegs öryggis sem getið er um í 1. mgr. Síðan skal sérhvert land fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert tilkynna danska utanríkisráðuneytinu þær breytingar á skránni sem verða vegna löggjafar sem sett hefur verið á næstliðnu almanaksári.
2. Að svo miklu leyti sem það leiðir af ákvæðum samningsins skal hann enn fremur gilda um einstaklinga sem reglugerðin tekur til.
2. Það skal einnig talið starf í norrænu landi þegar unnið er við rannsóknir og nýtingu náttúruauðlinda á landgrunni þess lands eins og það er skilgreint í Genfarsamþykktinni frá 29. apríl 1958 um landgrunnið.
3. Ákvæði 2. mgr. taka einnig til einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
2. Ákvæði 1. mgr. taka einnig til einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
3. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um einstakling sem fær leyfi til að fara til annars norræns lands til þess að fá þar þá meðferð sem nauðsynleg er vegna ástands hans.
2. Tímabil, sem viðkomandi hefur fengið lífeyri fyrir frá öðru EES-landi, skal ekki telja með við ákvörðun um það hvort búsetuskilyrðum skv. 1. mgr. er fullnægt.
3. Skilyrði 1. mgr. telst ekki fullnægt með því að taka til greina búsetu- og tryggingatímabil í öðrum löndum. Ákvæðum 2., 3. og 8. kafla III. bálks reglugerðarinnar og 1., 3. og 8. kafla IV. bálks framkvæmdareglugerðarinnar skal að öðru leyti beitt við útreikning á grunnlífeyri samkvæmt þessari grein gagnvart löggjöf annarra norrænna landa.
2. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
2. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
2. Skilyrði 3. mgr. 67. gr. reglugerðarinnar um trygginga- eða starfstímabil eiga ekki við um þá einstaklinga sem hafa annaðhvort starfað í þeim mæli að viðkomandi hafi fallið undir löggjöf um bætur vegna atvinnuleysis eða hafi tekið við atvinnuleysisbótum í því norræna landi þar sem kröfur um bætur eru settar fram. Starfið skal þó hafa verið leyst af hendi eða greiðslur vegna atvinnuleysis mótteknar innan fimm ára frá þeim degi sem skráning vegna atvinnuleitar hjá opinberri atvinnumiðlun átti sér stað eða til vara frá félagaskráningu í viðkomandi atvinnuleysistryggingasjóði.
3. Ákvæði 2. mgr. gilda einnig um þá sem falla undir reglugerðina.
2. Afsal endurgreiðslu nær ekki til aðstoðar við þann sem fær leyfi hjá þar til bærri stofnun samkvæmt staflið c í 1. mgr. 22. gr. og staflið c í 1. mgr. 55. gr. reglugerðarinnar til að ferðast til annars norræns lands og fá þar þá meðferð sem nauðsyn ber til vegna ástands hans.
3. Ákvæði þessarar greinar gilda bæði um bætur til þeirra sem falla undir reglugerðina og bætur til þeirra sem falla undir samning þennan, en ekki reglugerðina.
2. Við ákvörðun réttar til bóta samkvæmt samningi þessum skal einnig taka tillit til trygginga-, starfs- og búsetutímabila fyrir gildistöku samningsins.
2. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
2. Hafi hlutaðeigandi beðið um að lífeyririnn yrði endurreiknaður innan tveggja ára frá gildistöku samningsins skal greiða endurreiknaðan lífeyri frá og með gildistöku samningsins. Þetta á einnig við þegar lífeyrisstjórnvald innan sama frests hefur tilkynnt lífeyrisstjórnvaldi í öðru norrænu landi um ákvörðun sína um að endurreikna lífeyrinn.
3. Ákvarða skal lífeyrinn samkvæmt reglum þeim sem gilda frá því að samningurinn tekur gildi út frá aldri hlutaðeiganda og búsetutíma þegar lífeyrisatburðurinn gerðist.
4. Sé samanlagður grunnlífeyrir lægri eftir endurreikning skv. 1. mgr. en grunnlífeyrir sá, sem hlutaðeigandi ætti rétt á frá sama tíma samkvæmt reglum Norðurlandasamnings frá 5. mars 1981 um félagslegt öryggi, skal greiða viðbót við lífeyrinn sem svarar til mismunar endurreiknaðs grunnlífeyris og grunnlífeyris samkvæmt þeim reglum sem áður giltu. Viðbótina skal endurskoða ár hvert miðað við 1. janúar út frá lífeyrisfjárhæðum þeim sem þá eru í gildi og skulu upphæðir vera óbreyttar allt árið. Það land, sem greiddi grunnlífeyri samkvæmt eldri reglum, skal greiða viðbótina.
5. Varðandi einstakling, sem flutt hefur frá einu norrænu landi til annars við gildistöku samningsins og þiggur eftir það grunnlífeyri frá landinu sem flutt var frá samkvæmt ákvæðum 20. gr. Norðurlandasamnings frá 5. mars 1981 um félagslegt öryggi, þá má ekki greiða viðbótina lengur en fram til þess tíma sem rétti til grunnlífeyris frá landinu sem flutt var frá er lokið skv. 3. mgr. nefndrar greinar.
6. Ákvæði greinar þessarar gilda einnig um einstaklinga sem falla undir reglugerðina.
2. Hvað varðar Færeyjar, Grænland og Álandseyjar gengur samningurinn ekki í gildi fyrr en 30 dögum eftir að ríkisstjórnir Danmerkur og Finnlands hafa tilkynnt danska utanríkisráðuneytinu að færeyska landstjórnin, grænlenska landstjórnin og landstjórn Álandseyja hafi tilkynnt að samningurinn skuli gilda fyrir Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.
3. Danska utanríkisráðuneytið lætur aðra aðila og skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar vita um viðtöku tilkynninga þessara og hvenær samningurinn tekur gildi.
2. Uppsögn gildir aðeins fyrir þann aðila sem segir upp og gildir hún frá og með byrjun þess almanaksárs sem hefst að liðnum sex mánuðum hið minnsta frá þeim degi er danska utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um uppsögnina.
3. Sé samningnum sagt upp haldast réttindi sem fengist hafa samkvæmt honum.
1)Ívitnaður samningur frá 5. mars 1981 hafði lagagildi hér á landi, sbr. l. 66/1981. Þau lög voru hins vegar felld úr gildi með l. 46/1993 og er samningurinn frá 1981 því ekki birtur hér, þótt honum hafi verið ætlað að gilda áfram um tiltekin atriði. Vísast um hann til Lagasafns 1990, d. 559--571.