Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Við framkvæmd félagsþjónustunnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar.
Félagsmálanefnd skal skipuð þremur fulltrúum hið fæsta [en þó a.m.k. fimm fulltrúum ef félagsmálanefnd eru falin verkefni barnaverndarnefndar].1) Að öðru leyti ákveður sveitarstjórn fjölda nefndarmanna og setur um starfsemi nefndarinnar reglur sem sendar skulu félagsmálaráðuneyti.
Undirnefnd fer með sérstök verkefni sem afmarkast við málaflokk eða ákveðinn hluta sveitarfélags. Heimilt er að fela undirnefnd ákvörðunarvald og ábyrgð sem félagsmálanefnd fer með samkvæmt lögum þessum og öðrum lagaákvæðum. Þó skal undirbúningur fjárhagsáætlunar og tillögugerð í sambandi við hana ætíð vera á ábyrgð félagsmálanefndar, svo og eftirlit með framkvæmd fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórnir geta ákveðið að vinna saman að einstökum verkefnum á sviði félagsþjónustu ...1) eftir því sem henta þykir á hverjum stað. Enn fremur geta einstök sveitarfélög gert með sér sérstakt samkomulag um sameiginlega félagsþjónustu eða einstaka þætti hennar.
Hafi sveitarfélög falið héraðsnefnd öll verkefni félagsmálanefndar, sbr. 1. mgr., eða ákveðið að vinna saman að öllum verkefnum nefndarinnar samkvæmt sérstöku samkomulagi, sbr. 2. mgr., er viðkomandi sveitarfélögum heimilt að skipa sameiginlega félagsmálanefnd. Tekur sú nefnd þá við hlutverki félagsmálanefnda einstakra sveitarfélaga.
Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.
Verði eigi upplýst um lögheimili manns er leitar aðstoðar skal honum veitt aðstoð þar sem hann dvelur.
Flytjist maður milli sveitarfélaga skal hann eiga rétt til þjónustu í því sveitarfélagi er hann flyst til þegar hann hefur tekið sér þar lögheimili. Enginn öðlast þó rétt til þjónustu eða aðstoðar í öðru sveitarfélagi með dvöl sem ekki er ígildi fastrar búsetu, sbr. lög um lögheimili.
Ríkissjóður skal endurgreiða sveitarfélagi veitta aðstoð vegna erlendra ríkisborgara í eftirfarandi tilvikum:
[Sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einnig karl og kona sem búa saman og eru bæði ógift, enda hafi sambúðin verið skráð í þjóðskrá í a.m.k. eitt ár áður en umsókn er lögð fram.]1)
Félagsmálanefnd metur þörf og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr.
Fjárhagsaðstoð er aldrei skylt að veita lengra aftur í tímann en fjóra mánuði frá því að umsókn er lögð fram.]1)
[Félagsmálanefnd er óheimilt að breyta styrk í lán nema viðkomandi óski þess.]1)
Atvinnurekendum er skylt að láta félagsmálanefndum í té upplýsingar um laun þess sem fjárhagsaðstoðar leitar og framfærenda hans.
[Heimilt er sveitarstjórn að taka gjald fyrir heimaþjónustu samkvæmt gjaldskrá.]2)
Félagsmálanefnd skal sjá til þess að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, t.d. leikskóla og tómstundaiðju. Einnig skal félagsmálanefnd gæta þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt og ekki séu þær aðstæður í umhverfi barna sem þeim stafar hætta af.
Leikskólar eru reknir samkvæmt sérstökum lögum.
...2)
1)L. 34/1997, 9. gr.2)Rg. 198/1992.
Heimilt er að fela félagsmálanefndum umsjón með æskulýðs- og íþróttamálum í umboði sveitarstjórna, þar á meðal rekstur félagsmiðstöðva, tómstundastarf í skólum og rekstur mannvirkja og aðstöðu fyrir íþróttastarfsemi.
[Ákveði sveitarstjórn að fela sérstöku öldrunarmálaráði stjórn öldrunarmála, á grundvelli heimildar í lögum um málefni aldraðra, breytir það engu um þann rétt sem aldraðir eiga samkvæmt lögum þessum, þar á meðal hvað varðar málsmeðferð og málskot.]2)
Að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni fatlaðra.
Samstarf skal vera sem víðtækast milli [svæðisskrifstofa málefna fatlaðra]2) og einstakra sveitarfélaga um þjónustu við fatlaða.
Þegar aðrar félagslegar íbúðir en leiguíbúðir eiga í hlut getur félagsmálanefnd gert tillögur til húsnæðisnefndar um úthlutun á íbúðum.
Stjórn vinnumiðlunar og félagsmálanefnd skulu hafa náið samstarf um atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun.
1)L. 34/1997, 13. gr.2)L. 34/1997, 14. gr.
Að öðru leyti gilda ákvæði laga þessara og reglna sem sveitarstjórnir setja um félagsmálanefndir, starfssvið þeirra og meðferð mála.
Fái félagsmálanefnd með öðrum hætti upplýsingar um nauðsyn á aðstoð eða aðgerðum skal mál kannað með sama hætti.
Sé talið nauðsynlegt vegna almannahagsmuna eða velferðar viðkomandi einstaklings að hafa uppi þvingunaraðgerðir skal með þau mál farið eftir ákvæðum laga um lögræði, laga um vernd barna og ungmenna og annarra þeirra laga er slíkar heimildir veita.
Kynna skal niðurstöðu mála eins fljótt og unnt er. Ef niðurstaða er umsækjanda óhagstæð skal hún skýrð og rökstudd og tilkynnt honum tryggilega. Í slíku tilfelli getur umsækjandi eða talsmaður hans krafist skriflegs rökstuðnings. Sé um skerðingu á réttindum skjólstæðings að ræða skal niðurstaða ávallt rökstudd skriflega og tilkynnt með sérstökum tryggilegum hætti.
Þegar málefni skjólstæðings er til meðferðar hjá fleiri en einni stofnun skal um það höfð samvinna milli þeirra og veittar gagnkvæmar upplýsingar eftir því sem nauðsynlegt er, þó þannig að gætt sé trúnaðar gagnvart skjólstæðingi.
Málskot til nefndarinnar frestar ekki framkvæmd hinnar kærðu ákvörðunar nema nefndin ákveði annað.
Nefndin skal taka mál til meðferðar án tafar og kveða upp úrskurð sinn innan þriggja mánaða frá því nefndinni barst mál til úrskurðar. Ef ástæða þykir til getur nefndin mælt fyrir um munnlegan eða skriflegan málflutning.
Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á sviði stjórnsýslunnar.
Kostnaður af störfum úrskurðarnefndar félagsþjónustu greiðist úr ríkissjóði.