Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Bókanefnd skal veita leiðbeiningar um val bóka, annast kaup á þeim og úrskurða um það, hvort bækur fullnægi skilyrðum 2. gr. Nefndin sker úr um það, hverjum skuli veita styrk til bókakaupa og hvaða bækur skuli kaupa af þeim, sem óskað er eftir, þegar umsóknir fara fram úr því, sem hámark ríkisstyrks leyfir.
Þau prestaköll ganga fyrir öðrum um styrkveitingu, þar sem ekki eru fyrir bókasöfn, sem prestur og söfnuður getur haft til afnota.
Nú er prestakall prestslaust, og gerir prófastur þá þær ráðstafanir, sem þurfa þykir, til öryggis safninu.
Við prestaskipti skal fara fram úttekt á bókasafni prestakallsins, og gerir prófastur þá fráfarandi presti að greiða bætur fyrir, ef á vantar og kenna má vangeymslu hans.