Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfćrt til 1. febrúar 1998.


Lög um einkarétt ríkisstjórnarinnar til ţess ađ flytja trjáplöntur til landsins, og um eftirlit međ innflutningi trjáfrćs1)

1935, nr. 78, 15. apríl

1)Augl. 35/1935.

1. gr.
        Ríkisstjórnin hefur ein heimild til ţess ađ flytja til landsins hvers konar trjáplöntur, og tekur sú heimild einnig til plantna af öllum tegundum runna, nema rósum. Enn fremur skal ríkisstjórnin taka ađ sér eftirlit međ innflutningi á trjáfrći.

2. gr.
        Ríkisstjórnin felur skógrćkt ríkisins ađ sjá um innkaup og innflutning erlendra trjáplantna, eftir ţví sem ţörf krefur. Ríkisstjórnin felur einnig skógrćkt ríkisins eftirlit međ innflutningi á trjáfrći.

3. gr.
        Skógrćktarstjóri, sem framkvćmdarstjóri skógrćktarmálanna, sér um innkaup, sölu og afhendingu erlendra trjáplantna. Plönturnar má selja bćđi í heildsölu og smásölu, en öll álagning skal ákveđin af ríkisstjórn, eftir tillögum skógrćktarstjóra.

4. gr.
        Skógrćktarstjóri skal leggja áherslu á, ađ til landsins flytjist harđgerđar plöntur, sem líklegar séu til ţess ađ ţola íslenskt veđurfar. Skal hann einnig gćta ţess, ađ heilbrigđi plantnanna sé ekki ábótavant, svo framarlega sem ţess er kostur.
        Eftirlit međ innflutningi á trjáfrći skal fólgiđ í ţví, ađ skógrćktarstjóri getur krafist ţeirra heilbrigđisvottorđa, sem hann álítur nauđsynleg, međ hverri tegund trjáfrćs.

5. gr.
        Sá arđur, sem kann ađ verđa af sölu innfluttra trjáplantna, fellur til skógrćktar ríkisins, og skal honum ráđstafađ á sama hátt og ţví fé, sem skógrćkt ríkisins hefur í ţarfir skógrćktarmálanna.

6. gr.
        [Brot gegn lögum ţessum varđa sektum. Ólöglega innfluttar trjáplöntur skulu gerđar upptćkar samkvćmt ákvćđum 69. gr. almennra hegningarlaga. Mál út af brotum ţessum sćta međferđ opinberra mála.]1)

1)L. 10/1983, 55. gr.