Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um í lögum þessum skulu ákvæði laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, eiga við um álagningu, innheimtu, viðurlög, kærur, eftirlit og aðra framkvæmd gjaldtöku samkvæmt þessari grein.
Félagið skal hafa einkarétt til framangreindrar starfsemi hér á landi.
Félagið skal sjá til þess að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á söfnun skilagjaldsskyldra umbúða um land allt. Félagið skal einnig endurvinna umbúðir eða koma þeim til endurvinnslu eða eyðingar.
Félagið skal kappkosta að ná sem bestum skilum á skilagjaldsskyldum umbúðum og hafa samstarf við sveitarfélög, einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök um sérstakar hreinsunarherferðir þar sem áhersla verður lögð á söfnun skilagjaldsskyldra umbúða. Enn fremur verði leitað samstarfs við þá aðila sem aðstöðu hafa til úrvinnslu umbúðanna.
Félagið skal greiða 5% af árlegum tekjuafgangi til Náttúruverndarráðs.
1)Rg. 282/1994, sbr. 148/1995, 214/1995 og 446/1996.2)L. 47/1990, 13. gr.
[Umhverfisráðherra]2) er heimilt að ákveða í reglugerð bann við notkun einnota drykkjarvöruumbúða sem torvelt er að eyða eða koma til endurvinnslu samkvæmt lögum þessum.
Með mál vegna slíkra brota skal farið að hætti opinberra mála.