Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna eru einnig óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi [Náttúruverndar ríkisins].1)
Heimilar skulu þó framkvæmdir, sem nauðsynlegar og eðlilegar teljast til búskapar á lögbýlum, nema spjöllum valdi á náttúruverðmætum að dómi [Náttúruverndar ríkisins].1)
[Þá eru heimilar án sérstaks leyfis Náttúruverndar ríkisins byggingar samkvæmt staðfestu skipulagi, enda hafi stofnunin fallist á skipulagsáætlun þá sem um er að ræða.]1)
Stjórn stöðvarinnar sér um framkvæmdir og rekstur. Hún er stjórnvöldum til ráðuneytis um allt það, er lýtur að framkvæmd laga þessara. Í reglugerð, er [umhverfisráðherra setur, að fengnum tillögum stjórnar náttúrurannsóknastöðvarinnar],1) skal nánar kveðið á um starfshætti stjórnarinnar og starfsemi stöðvarinnar, m.a. um samstarf við heimamenn og aðstöðu til námskeiðahalds fyrir háskólanema í náttúrufræðum.
Beita má dagsektum, er renna í ríkissjóð, allt að [10.000 krónum],1) til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum, sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögum þessum og reglugerðum, eða láta af atferli, sem er ólögmætt.