Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stjórn Landmælinga Íslands mótar stefnu stofnunarinnar og hefur eftirlit með því að hún gegni hlutverki sínu í samræmi við markmið laga þessara.
Forstjóri fer með daglega stjórn og rekstur stofnunarinnar og ræður annað starfsfólk. Hann ber ábyrgð gagnvart ráðherra.
Stofnunin gætir hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Um höfundarétt gilda að öðru leyti höfundalög, nr. 73/1972, með síðari breytingum.
Heimilt er að veita afnotarétt af öllum upplýsingum á sviði landmælinga og kortagerðar sem eru í vörslu Landmælinga Íslands að því tilskildu að uppruna sé getið og áreiðanleika upplýsinga sé ekki stefnt í tvísýnu.
Gjaldtaka skal ákvörðuð í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir.
Kostnaður við starfrækslu Landmælinga Íslands skal að öðru leyti greiðast af framlögum sem ákvörðuð eru í fjárlögum.