Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Fyrirtækið skal annast virkjunarrannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir eftir því sem ákveðið er hverju sinni.
Eignarhluti ríkissjóðs skal vera 40%, en eignarhlutir sveitarfélaganna skulu nema samtals 60%.
Eignarhlutdeild sveitarfélaganna skiptist innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu þeirra.
Eignarhlutföllum verður ekki breytt nema til samræmis við íbúafjölda, sbr. 9. gr., og engum sameignarfélaga er heimilt að ganga úr fyrirtækinu án samþykkis allra sameigenda.
Fyrirtækið er sjálfstæður réttaraðili og hefur sjálfstæðan fjárhag og reikningshald.
Heimili þess og varnarþing er á Ísafirði.
Undirskrift meiri hluta stjórnar bindur félagið.
Stjórn Orkubús Vestfjarða ræður framkvæmdastjóra, er veitir fyrirtækinu forstöðu. Framkvæmdastjóri skal annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins. Skal hann eiga sæti á stjórnarfundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt.
Á aðalfundi skal fjalla um eftirgreind mál:
Gætt skal almennra arðsemissjónarmiða við setningu gjaldskrár.
Gjaldskrá öðlast eigi gildi fyrr en hún hefur verið staðfest af iðnaðarráðherra og birt í Stjórnartíðindum eða Lögbirtingablaði.
Stjórnin getur ekki skuldbundið eignaraðila að því er varðar greiðsluskuldbindingar og ábyrgð á lánum til framkvæmda og breytinga á mannvirkjum, nema að fengnu samþykki þeirra. Þó þarf stjórnin ekki að leita slíks samþykkis, ef samanlagðar skuldbindingar og ábyrgðir, sem gengist er undir á hverju ári, eru minna en 10% af brúttótekjum fyrirtækisins á næstliðnu ári.
Ríkisstjórninni er einnig heimilt að taka lán, er kæmi að hluta eða öllu leyti í stað ábyrgðar skv. 1. mgr. Lánið endurlánar ríkisstjórnin Orkubúi Vestfjarða með þeim kjörum og skilmálum, sem hún ákveður.
1)Rg. 192/1978.
Iðnaðarráðherra setur reglugerð,1) þar sem nánar skal ákveðið um framkvæmd þessara laga og starfsemi Orkubús Vestfjarða. Skal stjórn Orkubús Vestfjarða undirbúa reglugerðina í samráði við eignaraðila.