Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherrum er ekki heimilt að víkja frá lögum nema tryggt sé að það hafi ekki í för með sér skerðingu á þeim rétti til þjónustu og fyrirgreiðslu sem íbúarnir njóta lögum samkvæmt og að réttaröryggi þeirra haldist óskert.
Verkefnisstjórnin skal leiðbeina og aðstoða reynslusveitarfélög við undirbúning tilrauna og vera tengiliður þeirra við einstök ráðuneyti. Enn fremur skal hún veita viðkomandi ráðuneytum umsagnir um óskir reynslusveitarfélaga um tilraunir.
Fulltrúar ráðuneyta skulu sitja fundi verkefnisstjórnar þegar mál, sem þau varða, eru þar til umfjöllunar.
Við val á reynslusveitarfélögum skal þess gætt að þau séu sem fjölbreytilegust að stærð og gerð. Sveitarfélög, sem sækja um þátttöku í tengslum við sameiningu, skulu að öðru jöfnu hafa forgang.
Í B-deild Stjórnartíðinda skal birta auglýsingu um hvaða sveitarfélög séu reynslusveitarfélög.
Samþykktirnar öðlast ekki gildi fyrr en viðkomandi ráðherra hefur staðfest þær. Hann skal afla samþykkis fjármálaráðherra ef um fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð er að ræða.
Staðfestar samþykktir skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hún skal enn fremur veita upplýsingar um framgang og árangur tilrauna.
1)Nú l. 4/1995.
Ráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga til reynslusveitarfélaga skv. 1. mgr. að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar, sbr. 17. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Áður en til verkefnaflutnings kemur skulu viðkomandi fagráðherra,
fjármálaráðherra og sveitarfélag semja um ábyrgðir sínar og greiðslur
vegna réttinda og kjara starfsmanna.