Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Svo má og svipta sóknarprest fjárhaldi lénskirkju og afhenda kirkjuna söfnuðinum, þó að presturinn sé því ekki samþykkur, ef héraðsfundur og biskup álíta hann óhæfan til að sjá um fé kirkjunnar.
Ef hinn fyrrverandi forráðamaður kirkjunnar eða sóknarnefnd er óánægð með úttektina, má skjóta henni til yfirúttektar.
Heimilt er sóknarnefnd að taka við kirkju, án þess regluleg úttekt sé gerð, ef samþykki héraðsprófastsins kemur til, og hann afhendir kirkjuna.