Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Verði tjón á skjólbeltum vegna búfjárbeitar, er veittur styrkur afturkræfur að nokkru eða öllu leyti.
Skógarverðir eða héraðsráðunautar gera úttekt á skjólbeltaframkvæmdum.
Að fimm árum liðnum frá gróðursetningu skjólbeltis er heimilt að veita eiganda eða vörslumanni þess verðlaun, er samsvari allt að fjárhæð 2ja ára hirðingarkostnaði, ef ræktun skjólbeltis hefur tekist vel.