Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 239/1940.
Komist fé inn í skógargirðingu í afréttum eða fjarri búfjárhögum svo að nokkru nemi, er ráðherra heimilt, ef sérstakar ástæður mæla með því, að dómi skógræktarstjóra, að fyrirskipa, að þau sveitarfélög, er fjárvon eiga innan skógargirðinga, annist smölun og fjallskil innan þeirra á sinn kostnað, enda hafi ekki þótt rétt að beita ákvæðum 17. gr. laganna.
Skógargirðingar, sem komið hefur verið upp fyrir gildistöku laganna, eru að minnsta kosti 1 metri að hæð með 6 strengjum gaddavírs eða jafngildar því, skulu skoðast sem löggirðingar, uns þær verða endurbyggðar.
Komist sömu skepnur aftur inn á sama svæði, án þess að snjóalögum verði um kennt, getur umsjónarmaður afhent hreppstjóra fénaðinn og krafist þess, að hann verði tekinn í örugga vörslu. Skal þá hreppstjóri láta athuga girðinguna þegar í stað, og fullnægi hún kröfum 16. gr., eru fjáreigendur skyldir til að taka féð í vörslu, sem hreppstjóri telur örugga. Sleppi fénaður úr þeirri vörslu og komist enn inn á sama svæði, getur umsjónarmaður skógarins krafist þess, að honum verði afhent féð til ráðstöfunar. Hann greiðir eiganda fjárins verð fyrir eftir mati úttektarmanna.
Nú verða óvenjuleg snjóalög, svo að hætta er á, að löggirðingu fenni í kaf. Getur þá umsjónarmaður girðingarinnar tilkynnt fjáreigendum í nágrenni hennar, á hvaða svæði girðingin sé ótrygg vörn, og ber þá fjáreigendum að hafa gætur á fé sínu og halda því frá þessum svæðum, uns girðingin telst fjárheld á ný. Á sama hátt ber fjáreigendum að gera skógareiganda eða umboðsmanni hans aðvart, ef þeir verða þess varir, að skógargirðing sé ótrygg vörn.
Ef um stutt höft á girðingu er að ræða, sem reynslan sýnir að þráfaldlega fara í kaf vegna aðfennis, getur fjáreigandi krafist þess, að girðingareigandi láti gera höftin fjárheld, ef þess er kostur án óhæfilegs kostnaðar. Rísi ágreiningur um þetta, hafa úttektarmenn úrskurðarvald í þessum málum.
Geti fjáreigandi fært sönnur á, að varsla fjárins hafi valdið honum aukakostnaði, getur hann krafist þess, að skógareigandi taki þátt í honum allt að helmingi eftir mati dómkvaddra manna.
Sé hreppstjóri eða úttektarmenn eða nánustu vandamenn þeirra við málið riðnir (eigi t.d. eitthvað af fénu), kveður sýslumaður ...1) óvilhallan mann eða menn í þeirra stað.
1)L. 76/1984, 4. gr.2)Virðist nú eiga við IV. kafla þessara laga, sbr. l. 76/1984, 3. og 4. gr.
Takist ekki samningar um friðun landsins samkvæmt framansögðu, getur Skógrækt ríkisins tekið skóglendið til fullrar umsjár og friðunar í 20 ár eða lengur, ef þörf krefur. Við afhendingu landsins aftur til landeiganda ber að meta til verðs friðunarárangur þann, sem orðið hefur, og ber landeiganda að greiða matsverðið til Skógræktar ríkisins. Skirrist landeigandi við því, er Skógrækt ríkisins heimilt að taka hluta af skóglendinu sem greiðslu, allt eftir mati dómkvaddra manna.
Alþingi heimilar fé í þessu skyni með sérstakri fjárveitingu, enda liggi fyrir Alþingi tillögur skógræktarstjóra um þessar girðingar ásamt kostnaðaráætlun.
Sá skógur, sem vex á landinu, verður eign leigutaka, en meðferð hans öll og grisjun skal háð fyrirmælum skógræktarstjóra.
Vanefndir á samningi um gróðursetningu og meðferð skógar, sem ekki stafa af ástæðum, sem leigutaka eru óviðráðanlegar, varða missi á erfðafesturéttindum, og fellur þá skógur leigutaka til Skógræktar ríkisins án endurgjalds.
Styrk má því aðeins veita að fullnægt sé eftirtöldum atriðum:
Samningi samkvæmt b-lið þessarar greinar skal þinglýsa sem kvöð á viðkomandi jörð áður en styrkur er greiddur.]1)
Vanefni landeigandi eða umráðamaður landsins skyldur sínar samkvæmt samningi, sbr. b-lið 25. gr., er Skógrækt ríkisins heimilt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á kostnað landeiganda. Greiði landeigandi ekki slíkan kostnað má taka hann lögtaki.
Komi til vanefnda á samningi skv. b-lið 25. gr. af hálfu Skógræktar ríkisins er landeiganda eða umráðamanni lands heimilt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á kostnað Skógræktar ríkisins.]1)
Um mat á framkvæmdum sem ábúandi á leigujörð gerir vegna ræktunar nytjaskóga skal fara eftir 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64 31. maí 1976, en styrkur samkvæmt þessum kafla skal þó jafnan koma til frádráttar ásamt verðbótum.
Telji landeigandi að ræktun nytjaskógar hafi mistekist getur hann óskað eftir að samningur skv. b-lið 25. gr. verði felldur úr gildi. Fallist Skógrækt ríkisins á að ræktunin hafi mistekist er henni heimilt, að fengnu samþykki landbúnaðarráðuneytisins, að fella samninginn úr gildi, enda endurgreiði landeigandi 4/5 af matsverði girðinga. Aðrar umbætur, sem orðið hafa á landinu, falli jörðinni til. Heimilt er að skjóta synjun Skógræktar ríkisins til landbúnaðarráðherra. Náist ekki samkomulag um endurkröfuna er hvorum aðila um sig heimilt að óska eftir mati tveggja dómkvaddra manna.]1)
Neyti Skógrækt ríkisins forkaupsréttar síns skal kaupverðið miðað við verð á sambærilegu landi án skógræktar, að viðbættum verðmætisauka vegna skógræktarinnar, en að frádregnum styrk samkvæmt þessum kafla, ásamt verðbótum miðað við byggingarvísitölu. Náist ekki samkomulag um kaupverðið er hvorum aðila um sig heimilt að óska eftir mati tveggja dómkvaddra manna og gildir það þá sem söluverð.
Skógrækt ríkisins er heimilt, að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra, að selja skógræktarland, sem hún hefur eignast skv. b-lið 28. gr. og 1. mgr. 29. gr., eiganda viðkomandi jarðar til ræktunar nytjaskóga.]2)
Nefnd þriggja manna skal vera Skógrækt ríkisins til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd skógræktaráætlunar skv. a-lið 25. gr. Skal nefndin skipuð fulltrúum Skógræktar ríkisins, viðkomandi búnaðarsambands og skógræktarfélags, enda sé félagið aðili að Skógræktarfélagi Íslands. Fulltrúi Skógræktar ríkisins skal vera formaður nefndarinnar.
Starfi fleiri en eitt aðildarfélag Skógræktarfélags Íslands á því svæði sem skógræktaráætlunin tekur til skulu félögin sameiginlega tilnefna fulltrúa í nefndina. Sama gildir um búnaðarsamböndin.]1)
1)L. 76/1984, 4. gr.2)Augl. 44/1942.