Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ónæmisaðgerðir samkvæmt lögum þessum annast heilsugæslustöðvar.
Þegar mikil sótthætta er yfirvofandi, er heilbrigðismálaráðherra heimilt að fyrirskipa almenna bólusetningu gegn þeirri sótt, sem um er að ræða, og láta hana ná til tiltekinna svæða, eða landsins í heild ef þurfa þykir.
Berklayfirlæknir hefur yfirstjórn bólusetningar gegn berklaveiki með höndum og segir fyrir um framkvæmd hennar.
Skólayfirlæknir hefur yfirumsjón með bólusetningum í skólum og segir fyrir um framkvæmd þeirra.
Kostnaður af framkvæmd ónæmisaðgerða samkvæmt 1. gr. 1.--11. tölul. laga þessara greiðist úr ríkissjóði.
Kostnað vegna framkvæmda ónæmisaðgerða samkvæmt 1. gr. 12. tölul. laga þessara greiða hlutaðeigendur sjálfir.
Heilbrigðisráðherra er heimilt að víkja frá ákvæðum 1. mgr. mæli ríkar ástæður með samkvæmt sérstakri umsókn opinberra rannsóknastofnana. Í umsókn skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um notkun, framleiðslu, meðferð, gerð íláta, merkingu íláta, geymslu, varúðarráðstafanir og eyðingu efnanna. Heilbrigðisráðherra getur sett sem skilyrði fyrir veitingu slíkra leyfa, sé um að ræða tilraunir, að viðkomandi kaupi vátryggingu er nái yfir allan hugsanlegan skaða. Leyfi til innflutnings og notkunar samkvæmt þessari grein á efnum, er valdið geta sjúkdómum eða sýkingu í dýrum eða fiskum, er og háð samþykki landbúnaðarráðherra.
Áður en leyfi er veitt samkvæmt þessari grein skal ávallt leita umsagnar landlæknis eða yfirdýralæknis, eftir því sem við á hverju sinni.]1)