Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Forsetaúrskurður um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur

1996, nr. 11, 28. mars

        Samkvæmt fyrirmælum 4. gr. laga nr. 39 frá 16. apríl 1971 um utanríkisþjónustu Íslands eru hér með sett eftirfarandi ákvæði:
1. Íslensk sendiráð skulu vera í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, London, París, Moskvu, Bonn, Brussel, Washington og Peking. Fastanefndir skulu vera í Genf, New York og Brussel. Aðalræðisskrifstofa skal vera í New York.
2. Umdæmi sendiráða og fastanefnda skulu vera sem hér segir:
a. Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur skal umdæmi sendiráðsins vera Bosnía og Hersegóvína, Litáen og Tyrkland.
b. Ósló. Auk Noregs skal umdæmi sendiráðsins vera Króatía, Kýpur, Makedónía, Pólland, Slóvakía og Tékkland.
c. Stokkhólmur. Auk Svíþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Albanía, Eistland, Finnland, Lettland og Slóvenía.
d. London. Auk Stóra-Bretlands og Norður-Írlands skal umdæmi sendiráðsins vera Grikkland, Holland, Indland og lýðveldið Írland.
e. París. Auk Frakklands skal umdæmi sendiráðsins vera Ítalía, Portúgal og Spánn. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD), Evrópuráðinu og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
f. Moskva. Auk Rússlands skal umdæmi sendiráðsins vera Búlgaría, Georgía, Moldóva, Mongólía, Rúmenía og Úkraína.
g. Bonn. Auk Þýskalands skal umdæmi sendiráðsins vera Austurríki, Serbía-Svartfjallaland, Sviss og Ungverjaland.
h. Brussel, sendiráð. Auk Belgíu skal umdæmi sendiráðsins vera Liechtenstein og Lúxemborg. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu.
i. Brussel, fastanefnd. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Norður-Atlantshafsráðinu (NATO) og Vestur-Evrópusambandinu.
j. Washington. Auk Bandaríkja Ameríku skal umdæmi sendiráðsins vera Argentína, Brasilía, Chile, Kanada, Kólumbía, Mexíkó, Perú, Úrúgvæ og Venesúela.
k. Peking. Auk alþýðulýðveldisins Kína skal umdæmi sendiráðsins vera Indónesía, Japan, Norður-Kórea, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
l. Genf. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum sem aðsetur hafa í Genf og Ísland er aðili að.
m. New York. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
3. Forsvar gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) skal vera hjá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík.
4. Ráðherra getur ákveðið að sendiherrar í utanríkisþjónustunni með búsetu í Reykjavík skuli vera sendiherrar gagnvart Páfagarði og fjarlægum löndum, eftir því sem nauðsyn kann að krefja.

Úrskurður þessi skal taka gildi við undirskrift ...