Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ef ágreiningur verður um það hvort tiltekin virki falli undir lög þessi sker ráðherra úr.
Raforkuvirki, neysluveitur og rafföng mega ekki hafa í för með sér hættu á tjóni á eignum manna eða hættu á truflunum á starfrækslu rafmagnsbúnaðar sem fyrir er. Sé unnt að afstýra því með öryggisráðstöfunum skulu þær gerðar á kostnað eiganda hins nýja búnaðar. Þó má skylda eiganda eldri búnaðarins til að bera nokkurn hluta kostnaðarins ef framkvæmd öryggisráðstafana er til verulegra hagsbóta fyrir starfrækslu búnaðarins framvegis. Svo má og ákveða að eigandi eldri búnaðarins skuli kosta að nokkru eða öllu leyti öryggisráðstafanir sem framvegis verða hluti af búnaði hans og hans eign ef þær eru nauðsynlegar sökum þess að eldri búnaðurinn hefur verið ófullkomnari eða miður tryggur en venja er til eða krafist er um nýjan búnað á þeim tíma þegar ráðstafanir koma til framkvæmda.
Rafföng, neysluveitur og raforkuvirki má því aðeins setja á markað og taka í notkun að hönnun þeirra, gerð og frágangur stofni ekki öryggi manna og dýra, umhverfi eða eignum í hættu þegar þau eru rétt upp sett, þeim við haldið og þau notuð með þeim hætti sem til er ætlast.
Í því skyni að tryggja öryggi raforkuvirkja og rekstur þeirra sem frekast er unnt skulu ábyrgðarmenn raforkuvirkja rafveitna og stóriðjuvera, samkvæmt ákvörðun ráðherra, koma upp innra öryggisstjórnunarkerfi með virkjum sem að mati Löggildingarstofu uppfyllir skilyrði laga þessara. Einnig skulu rafverktakar koma upp innri öryggisstjórnun með eigin starfsemi sem að mati Löggildingarstofu uppfyllir skilyrði laga þessara.
Hlutverk Löggildingarstofu á sviði rafmagnsöryggis skal m.a. vera eftirfarandi:
Starfsleyfi skulu ná til landsins alls og vera veitt til fimm ára í senn. Löggildingarstofa getur að undangenginni áminningu svipt rafskoðunarstofu starfsleyfi ef hún fullnægir ekki lengur skilyrðum leyfisins eða vanrækir skyldur sínar.
Í þeim tilvikum sem ekki er fyrir hendi faggilt rafskoðunarstofa til þess að annast skoðanir á tilteknu sviði skal Löggildingarstofa annast þær og sú starfsemi vera faggilt.
Berist Löggildingarstofu tilkynning skv. 1. mgr. þessarar greinar eða verði hún að öðru leyti þess áskynja að hætta kunni að stafa af rafmagnsbúnaði skal stofnunin tafarlaust grípa til þeirra úrræða sem grein þessi mælir fyrir um.
Leiki rökstuddur grunur á því að rafmagnsbúnaður uppfylli ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða á grundvelli þeirra getur Löggildingarstofa tímabundið bannað sölu eða notkun á meðan rannsókn fer fram í málinu.
Leiði rannsókn Löggildingarstofu í ljós að rafmagnsbúnaður uppfylli ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða á grundvelli þeirra getur Löggildingarstofa bannað sölu hans, stöðvað notkun, bannað uppsetningu og krafist niðurtöku og innköllunar.
Telji Löggildingarstofa að einstaklingur eða lögaðili sem starfar samkvæmt leyfi eða löggildingu hennar hafi brotið ákvæði leyfisins eða löggildingarinnar skal stofnunin, áður en gripið er til leyfissviptingar, senda viðkomandi fyrirmæli þar sem tilgreina skal ávirðingar, benda á leiðir til úrbóta og tilgreina fyrir hvaða tíma framkvæma skuli úrbætur.
Ákvörðunum og fyrirmælum Löggildingarstofu má skjóta til úrskurðar ráðherra en málskot frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.
Í reglugerð skal setja ákvæði um:
Í reglugerð er ráðherra heimilt að setja ákvæði um raforkuvirki eða rafföng sem falla ekki undir ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, þar með taldar bókanir hans og viðauka.
Undir gjaldtöku samkvæmt tölulið þessum má fella kostnað við yfireftirlit og skoðanir á einkarafstöðvum. Undanþegin ákvæðum þessa töluliðar er raforkusala til Íslenska álfélagsins hf. og Íslenska járnblendifélagsins hf., svo og til annarra iðjuvera sem undanþegin kunna að verða með lögum. Undanþegin þessari gjaldtöku eru rafföng sem seld eru úr landi. 1)Rg. 264/1971, sbr. 94/1997 og 458/1997.
Ráðherra getur í reglugerð1) sett nánari ákvæði um gjöld þessi. Í reglugerð getur ráðherra heimilað rafveitum, eigendum neysluveitna og rafverktökum að semja beint við rafskoðunarstofur um skoðanir skv. 2., 3. og 6. tölul. þessarar greinar.
Ákvarðanir skv. 1. mgr. um að leggja á dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður. Við aðför samkvæmt ákvörðunum um dagsektir skal kveðja gerðarþola fyrir héraðsdóm og um málsmeðferð skal fara skv. 13. kafla aðfararlaga.
Öll gjöld og dagsektir samkvæmt lögum þessum má taka lögtaki á kostnað gjaldanda.