Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Kirkjubyggingasjóður er í vörslu biskupsembættisins, er annast fjárreiður sjóðsins og bókhald.
Reikningar sjóðsins skulu birtir í Stjórnartíðindum.
Byggingalánin endurgreiðast með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á 40 árum.
Til endurbóta á eldri kirkjum má eigi veita hærri lán en sem svarar 2/5 kostnaðar samkvæmt reikningum, sem sjóðstjórn úrskurðar. Lán þessi endurgreiðast með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á 20 árum.
Stjórn kirkjubyggingasjóðs og nefnd sú, sem mælt er fyrir um í 4. gr., geta leitað eftir aðstoð í störfum sínum, og greiðir kirkjubyggingasjóður þann kostnað.
Skipunartímabili núverandi stjórnar kirkjubyggingasjóðs lýkur, er kirkjuþing hefir kosið stjórnarmenn samkvæmt 3. gr. 1. mgr. og tilkynnt kirkjumálaráðherra um kosninguna.
Kirkjumálaráðherra skipar aðalmann og varamann í nefnd þá, er greinir í 4. gr., þegar eftir að lög þessi öðlast gildi.