Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hagþjónusta landbúnaðarins skal hafa aðsetur á Hvanneyri í Andakílshreppi og skal rekstur hennar vera í nánum tengslum við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri.
Kostnaður af starfi Hagþjónustu landbúnaðarins greiðist úr ríkissjóði og af sértekjum sem henni er heimilt að afla sér, m.a. með því að taka að sér að vinna sérstök verkefni fyrir stofnanir, félagasamtök og einstaklinga.
Landbúnaðarráðherra skipar formann úr röðum stjórnarmanna og ákveður stjórnarlaun.
[Ráðherra skipar forstöðumann til fimm ára í senn.]2)
Bókhaldsstofum er heimilt að taka gjald fyrir veitta þjónustu og skulu þær hafa hliðsjón af viðmiðunargjaldskrá Hagþjónustu landbúnaðarins.
Hagþjónusta landbúnaðarins skal hafa umsjón með að form eyðublaða, skráning gagna og uppgjör reikninga fari fram á samræmdan hátt þannig að samanburður á niðurstöðum sé marktækur.
Bókhaldsform, sem bókhaldsstofur bænda bjóða upp á, skal við það miðað að bændum sé kleift að halda einkafjárhag sínum utan við bókhald búa sinna.
Lög þessi öðlast þegar gildi. ...