Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 11/1953 (um eftirlit með skipum og öryggi þeirra), sbr. 52/1965, 263/1969, 76/1971, 424/1980. Rg. 357/1990 (um smíði og öryggisbúnað báta styttri en 6 m að lengd). Rg. 153/1994 (um viðurkenningu flokkunarfélaga vegna eftirlits með skipum). Rg. 189/1994, sbr. 714/1995, 359/1996 og 337/1997 (um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa). Rg. 295/1994 (um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa). Rg. 592/1994, sbr. 210/1995, (um smíði og búnað báta með mesta lengd allt að 15 metrum). Rg. 185/1995 (um vistarverur áhafna fiskiskipa, öryggi og aðbúnað í vinnu og vinnslurýmum). Augl 574/1996. Rg. 661/1996 (um smíði báta styttri en 6 metrar). Rg. 168/1997 (um skemmtibáta).
Ráðherra getur ákveðið í reglugerð að lög þessi gildi að hluta eða öllu leyti fyrir erlend skip þegar þau eru í íslenskum höfnum eða innan íslenskrar lögsögu.
Ráðherra getur ákveðið í reglugerð að eftirlit skuli haft með öryggi annarra atvinnutækja á sjó og vötnum og hvernig því eftirliti skuli haga.
[Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um eftirlit með skipum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.]1)
Skip skal fullnægja skilyrðum reglna á hverjum tíma um siglingatæki, vélbúnað, fjarskiptabúnað, björgunarbúnað, lyf og læknisáhöld og eldvarna- og slökkvibúnað til að tryggja öryggi skipverja, skips og farms.
Vinnusvæði og vistarverur skipverja skal hanna og búa með hliðsjón af öryggi og velferð skipverja.
Skip skulu smíðuð og búin með tilliti til varna gegn mengun.
Ráðherra ákveður nánar í reglugerð um smíði, stöðugleika, hleðslumerki og búnað skipa.
Ráðherra ákveður í reglum hvaða lög, stjórnvaldsfyrirmæli, skírteini og skipsbækur skuli vera um borð í skipum.
Ráðherra setur reglur um hæfniskröfur er þeir sem hanna og smíða skip skulu uppfylla. Þær skulu m.a. taka mið af réttindum hlutaðeigandi iðngreina.
Eiganda skips er heimilt að fela einhverju hinna viðurkenndu flokkunarfélaga eftirlit með smíði skips, enda sé skipið smíðað eftir reglum þeirra sem gilda hér á landi.
Sömu reglur um tilkynningarskyldu og eftirlit skulu einnig gilda um meiri háttar viðgerðir sem áhrif geta haft á sjóhæfni skips, öryggi skips og aðbúnað áhafna.
1)Rg. 128/1997, sbr. 439/1997.
Um starfsskyldur yfirmanna við skoðunargerð og verkaskiptingu fer skv. III. kafla sjómannalaga, nr. 35/1985.
Starfsmenn [Siglingastofnunar]1) annast alla skoðun samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim eftir nánari ákvörðun [forstjóra Siglingastofnunar Íslands].1) [Forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) er heimilt að fela öðrum hæfum aðilum að framkvæma einstaka þætti skoðunar.
[Siglingastofnun]1) getur, þegar sérstakar ástæður mæla með því, veitt heimild til frestunar aðalskoðunar í allt að þrjá mánuði. [Forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) er heimilt að fela slíka framlengingu öðrum opinberum aðila hverju sinni.
Við aðalskoðun skal athuga búnað skips og annað er lýtur að öryggi þess og áhafnar.
Sé skip í viðurkenndu flokkunarfélagi og gildu flokkunarskírteini er framvísað skal sú skoðun, sem fram fór á því til viðhalds á flokkuninni, talin fullnægjandi um styrkleika bols, eimkatla, vél- og rafbúnaðar, enda fullnægi skipið jafnframt þeim ákvæðum sem sérstaklega er mælt fyrir um í íslenskum lögum eða reglum varðandi þau atriði sem flokkunin tekur til.
[Siglingastofnun Íslands]1) og Landhelgisgæsla Íslands annast eftirlit skv. 1. mgr. og gera með sér samstarfssamning um hvernig þessu eftirliti skuli hagað.
Á haffærisskírteini skal skráð nafn skips, skipaskrárnúmer, heimili, kallmerki, stærð skips samkvæmt gildandi reglum um mælingu skipa, smíðastaður og ár, nafn eiganda, umdæmisbókstafur fiskiskipa, að skip fullnægi þeim kröfum um öryggi skipa sem gerðar eru í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim, gildissvið, gildistími og útgáfudagur.
Haffærisskírteini skal eigi gefið út til lengri tíma en eins árs. [Siglingastofnun]1) er þó heimilt að miða gildistíma skírteinis við almanaksmánuð að ári liðnu frá útgáfudegi skírteinis og gildir skírteinið þá til loka þess mánaðar.
Haffærisskírteini eða skoðunarvottorð skal fylgja skipsskjölum og sýnt við fyrstu árlegu lögskráningu eða við greiðslu slysatryggingagjalds skipverja þegar ekki er skylt að lögskrá á skipið, svo og þegar þess er krafist af starfsmönnum [Siglingastofnunar],1) Landhelgisgæslu Íslands eða lögreglu.
Hafi skoðun leitt í ljós að kröfum um búnað og öryggi skipa er ekki fullnægt skal bætt úr því sem áfátt er. Ef ágallar eru þannig að eigi er unnt að bæta úr þeim þegar í stað en skipið getur þó siglt örugglega getur umdæmisstjóri veitt skipstjóra hæfilegan frest til úrbóta.
Þurfi að færa skip sem er óhaffært af slysstað eða úr höfn til viðgerðar eða nánari skoðunar skal [Siglingastofnun Íslands]1) eða aðrir aðilar, sem stofnunin hefur viðurkennt, ákveða hvaða ráðstafanir skuli gerðar með tilliti til öryggis skipsins og þeirra manna sem skipinu fylgja.
Þegar starfsmenn [Siglingastofnunar]1) eru að starfi hafa þeir rétt til þess að fara um borð í hvert skip sem statt er í íslenskri höfn eða innan íslenskrar landhelgi til þess að rannsaka það sem þeim ber samkvæmt stöðu sinni. Sama gildir um skip í smíðum.
Komi í ljós að ásigkomulag skips eða búnaður þess er ekki í samræmi við lög þessi, reglur eða önnur fyrirmæli getur [Siglingastofnun]1) fyrirskipað að úr því skuli bætt þegar í stað eða innan ákveðins frests.
Starfsmenn [Siglingastofnunar]1) skulu gæta þess að valda ekki óþarfa töfum á skipi né torvelda vinnu umfram nauðsyn.
Starfsmenn [Siglingastofnunar]1) skulu framvísa starfsskírteinum sé þess óskað.
Eigendur, útgerðarmenn, skipstjórar, vélstjórar og aðrir, sem starfa í umboði þeirra, skulu veita [Siglingastofnun]1) alla aðstoð og upplýsingar sem óskað er vegna eftirlits og öryggis skips, svo og upplýsingar um ástand skipsins, sem varðar lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim.
Enn fremur skal leggja farbann á skip ef starfsmenn [Siglingastofnunar]1) eru hindraðir í störfum við framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum.
Telji [forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) að farbann, sem starfsmenn hans hafa lagt á, sé ekki á rökum reist skal hann þegar í stað fella það úr gildi.
Samgönguráðherra skipar farbannsnefnd til þriggja ára í senn. Farbannsnefnd skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Formaður skal fullnægja almennum dómaraskilyrðum. Hinir fjórir nefndarmennirnir skulu búa yfir sérþekkingu á sviði siglinga eða skipatækni í samræmi við verksvið nefndarinnar. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur.
Úrskurði nefndarinnar verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.
Málshöfðun til ógildingar á úrskurði farbannsnefndar frestar ekki réttaráhrifum hans.
Áður en ákærandi höfðar opinbert mál út af brotum á lögunum skal hann jafnan leita umsagnar [forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) liggi hún ekki þegar fyrir. Ber [forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) að láta í té rökstudda umsögn svo fljótt sem verða má.
Ákærandi skal útvega samgönguráðuneyti og [Siglingastofnun]1) eftirrit dóma í málum út af brotum á lögum þessum.
Gjöldum skv. 1. mgr. fylgir lögveð í skipi, jafnsett lögveði fyrir lestagjaldi í eitt ár frá því er gjald var kræft.
[Siglingastofnun]1) er heimilt að halda eftir haffærisskírteini eða öðrum jafngildum skírteinum samkvæmt alþjóðasamþykktum að lokinni skoðun ef gjöld skv. 1. mgr. eru ekki greidd.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð2) um gjald fyrir skoðun og þjónustu sem aðrir þar til bærir aðilar framkvæma og veita.
Nú er brot framið með verknaði sem refsiverður er samkvæmt almennum hegningarlögum og skal þá einnig beita viðeigandi ákvæðum þeirra.
Nú er brot að öðru leyti sérstaklega stórfellt eða ítrekað og skal þá beita réttindasviptingu eigi skemur en sex mánuði og allt að fimm árum eða ævilangt.
Ákærandi skal tilkynna öllum lögreglustjórum í landinu um réttindasviptingu og senda samgönguráðuneyti réttindaskírteini.
Þegar tvö ár hið fæsta eru liðin frá því réttindasvipting var dæmd getur samgönguráðherra veitt réttindin á nýjan leik mæli sérstakar ástæður með því, enda þótt sviptingartími sé ekki liðinn.