Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Við útreikning á fjölda þeirra sem er sagt upp skv. 1. mgr. skal litið á uppsögn ráðningarsamnings einstakra starfsmanna sem jafngilda uppsögnum að því tilskildu að um minnst fimm uppsagnir sé að ræða.]1)
Með samráðinu skal að minnsta kosti leita leiða til að forðast hópuppsagnir eða fækka starfsmönnum sem fyrir þeim verða og draga úr afleiðingunum með hjálp félagslegra aðgerða sem hafa það meðal annars að markmiði að auðvelda tilfærslur í starfi eða endurhæfingu starfsmanna sem sagt hefur verið upp.
Trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar starfsmanna skulu eiga rétt á að fá allar upplýsingar frá atvinnurekanda, sem máli skipta, um fyrirhugaðar uppsagnir. Tilgreina skal skriflega ástæður uppsagna, fjölda starfsmanna sem til stendur að segja upp, hve margir eru að jafnaði í vinnu og hvers konar störfum þeir gegna og á hvaða tímabili uppsagnirnar eiga að koma til framkvæmda.
Atvinnurekandi skal veita skriflega upplýsingar um viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp og aðferðir við útreikninga á greiðslum vegna uppsagna.
Atvinnurekandi skal enn fremur senda afrit af öllum skriflegum upplýsingum, sem um getur í 3. mgr., til stjórnar vinnumiðlunarinnar í umdæminu. Sé vinnumiðlun ekki í sveitarfélaginu skulu gögn send viðkomandi sveitarstjórn.]1)
Í tilkynningu þessari skulu koma fram allar upplýsingar, sem máli skipta, um fyrirhugaðar hópuppsagnir, svo og um samráð það við fulltrúa starfsmanna sem kveðið er á um í 2. gr., einkum ástæður uppsagnanna, hve mörgum starfsmönnum stendur til að segja upp, hve margir starfsmenn eru að jafnaði í vinnu og á hvaða tímabili uppsagnirnar eiga að taka gildi.
Atvinnurekendur skulu koma afriti af tilkynningunni, sem kveðið er á um í 1. mgr., til fulltrúa starfsmanna.
Fulltrúar starfsmanna geta komið á framfæri öllum athugasemdum, sem þeir hafa fram að færa, við stjórn vinnumiðlunar í umdæminu.
Frestinn, sem kveðið er á um í 1. mgr., skal stjórn vinnumiðlunar nota til að leita lausnar á þeim vanda sem fyrirhugaðar uppsagnir munu valda.
Fulltrúar starfsmanna og atvinnurekandi eða fulltrúar hans skulu gæta þagnarskyldu varðandi upplýsingar sem gefnar eru samkvæmt ákvæðum þessara laga.
[Komi fram staðhæfing um brot á kröfum um upplýsingar, samráð og tilkynningar samkvæmt þessum lögum getur atvinnurekandi ekki borið því við að honum hafi ekki borist nauðsynlegar upplýsingar frá fyrirtækinu þar sem ákvörðun um hópuppsagnir var tekin.]1)
Uppsagnarfrestur starfsmanna samkvæmt lögum, kjarasamningum eða ráðningarsamningum breytist ekki þrátt fyrir ákvæði laga þessara.