Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Erindi, sem Jarðasjóði berast varðandi kaup og sölu jarða, skulu send til umsagnar [stjórn Bændasamtaka Íslands]1) áður en þau eru afgreidd.
[Jarðasjóði er jafnframt heimilt að kaupa eignir þegar sveitarstjórn hefur framselt sjóðnum forkaupsrétt sinn skv. 3. mgr. 30. gr. jarðalaga, nr. 65/1976, með síðari breytingum. Ákvæði 2. mgr. 1. gr. og 3. gr. gilda ekki um kaup sjóðsins á slíkum eignum.]1)
Þá er heimilt, að fengnum meðmælum jarðanefndar, að selja jarðir þessar öðrum jarðeigendum í sama sveitarfélagi til þess að bæta búrekstraraðstöðu þeirra. Ábúendur jarða, sem selt hafa jarðir sínar skv. 4. tölul. 2. gr., eiga rétt á að kaupa þær aftur ef þeir óska þess. Náist ekki samkomulag milli Jarðasjóðs og kaupanda skal mat dómkvaddra manna ráða.
Nú er fasteign seld á nauðungaruppboði eða við gjaldþrotaskipti og ber þá uppboðshaldara að rannsaka hvort eignin sé veðsett Jarðasjóði og geta þess í uppboðsgerðinni. Ef svo reynist skal landbúnaðarráðuneytinu gert aðvart svo tímanlega að unnt sé að mæta eða láta mæta við uppboðið.
Lög þessi öðlast þegar gildi. ...