Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Sjá einnig l. 31/1973, búfjárræktarlög.
Ráðherra getur, með samþykki [Bændasamtaka Íslands],1) viðurkennt einstök búgreinasamtök til að fara, að einhverju eða öllu leyti, með þau verkefni sem ákveðin eru í lögum þessum og snerta viðkomandi búgrein.
Heimilt er að ákveða að í búfjárræktarnefnd sé tveimur fulltrúum færra en áskilið er í 1. mgr. eða tveimur fulltrúum fleira ef sérstakar ástæður mæla með. Þó skulu hlutföll haldast óbreytt milli héraðsráðunauta og bænda.
Sé starfandi fagráð í búgrein sem bæði viðkomandi búgreinasamtök og [Bændasamtök Íslands]1) eru aðilar að geta [Bændasamtök Íslands]1) með samþykki ráðherra falið því verkefni búfjárræktarnefndar í þeirri grein.
Nánar skal kveðið á um búfjárræktarsamþykktir í reglugerð.
Leiðbeiningarþjónusta í búfjárrækt, sem styrks nýtur af opinberu fé, skal vera svo sem hér segir:
Hlutverk ráðunauta er að veita faglegar leiðbeiningar um ræktun og hirðingu búfjár og hvetja til framfara í framleiðslu búfjárafurða, m.a. með kynningu á niðurstöðum rannsókna og annarra nýjunga sem að gagni geta orðið í ræktunarstarfinu.
Ráðunautar skulu hafa kandidatspróf í búfræði eða sambærilega menntun.
Óheimilt er að fela landsráðunaut framkvæmdastjórn búfjárræktarsambands eða búgreinasamtaka eða önnur störf sem ekki teljast til faglegra leiðbeininga eða ráðgjafar fyrir viðkomandi bændur.
Ríkissjóður greiðir kostnað við störf landsráðunauta en [allt að]2) 65% af launum og ferðakostnaði héraðsráðunauta.
Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um menntun og starfssvið ráðunauta, svo og um launakjör og ferðakostnað héraðsráðunauta, sem þátttaka ríkissjóðs skal miðuð við, að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands].1)
Með ræktunarstöð er átt við: sæðingarstöð, uppeldisstöð fyrir kynbótagripi eða stofnræktarbú til ræktunar verðmætra búfjárstofna vegna sameiginlegs ræktunarstarfs búgreinar. Heimilt er að hafa ræktunarstöðvar fleiri en eina fyrir hverja grein, enda liggi fyrir sérstakar ástæður sem landbúnaðarráðherra metur gildar, að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands].1) Nýta skal aðstöðu á búum ríkisins í þessum tilgangi eftir því sem hún leyfir. 1)L. 73/1996, 22. gr.2)L. 140/1996, 4. gr.3)Rg. 447/1985 (um rekstur Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti). Rg. 336/1989 (hrossaræktarbú að Hólum í Hjaltadal).
Til stofnunar ræktunarstöðvar þarf samþykki landbúnaðarráðherra og meðmæli [Bændasamtaka Íslands].1) Ráðherra setur reglugerð um hverja slíka stöð, að fengnum tillögum viðkomandi búfjárræktarnefndar.3)
[Framlag ríkissjóðs skv. a-, b- og c-liðum 1. mgr. skal ákveðið í fjárlögum ár hvert.]2)
Landbúnaðarráðherra ákveður fjölda slíkra stöðva, umfang í starfsemi þeirra og gerir áætlun um rekstur stöðvanna í samráði við búfjárræktarnefnd viðkomandi búgreinar.
Greiða skal úr ríkissjóði styrk vegna sæðinga mjólkurkúa er nemur 95,00 kr. á sædda kú á verðlagi ársins 1988. Skal styrk þessum varið til að jafna flutningskostnað sæðis og ferðakostnað frjótækna á milli sambandssvæða. Landbúnaðarráðherra ákveður nánar með reglugerð, að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands],1) hvernig styrk þessum skuli ráðstafað, svo og hvernig árleg verðlagsuppbót á hann skuli ákveðin.
Ríkissjóður greiði árlega framlag er að lágmarki jafngildir 22,5 milljónum króna á verðlagi 1988 til búfjárræktarstarfa á grundvelli búfjárræktarsamþykkta, sbr. 7. gr. [Bændasamtök Íslands]1) skila verk- og kostnaðaráætlun komandi árs til landbúnaðarráðherra fyrir gerð fjárlaga hverju sinni ásamt greinargerð um starfsemi liðins árs. Landbúnaðarráðuneyti skal, að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands],1) tilkynna skiptingu framlaga milli búnaðarsambanda og búgreina í síðasta lagi sex vikum eftir samþykkt fjárlaga.
Á framlög þau, er ákveðin eru í þessari grein, skal greiða verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu er sýni breytingar á tilkostnaði framkvæmda frá meðalkostnaði þeirra á árinu 1988. Hagstofa Íslands ákveður grundvöll vísitölu þessarar í samráði við [Bændasamtök Íslands]1) og reiknar hana síðan árlega miðað við meðalkostnað hvers árs.
Ráðunautar skulu gegna dóms- og matsstörfum. Kostnaður að frátöldum launa- og ferðakostnaði ráðunauta skal greiddur af þeim samböndum eða félögum sem í hlut eiga, sbr. 6. gr. Heimilt er þeim aðilum, sem standa fyrir sýningum, að innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá samþykktri af ráðherra af eigendum þeirra gripa sem dæmdir eru.
Sláturleyfishöfum er skylt að láta í té aðstöðu til þess að framkvæma nauðsynlegar athuganir á föllum gripa, enda sé þeim gert viðvart um þær við gerð áætlana um slátrun í viðkomandi húsi.
Sambönd og félög skv. 7. gr. skulu eiga forkaupsrétt á því verði, sem tilgreint er í umsókn um útflutningsleyfi, að þeim kynbótadýrum sem [Bændasamtök Íslands]1) telja óæskilegt að flutt verði úr landi.
1)Rg. 137/1992, sbr. 162/1993 (um Stofnverndarsjóð íslenska hestakynsins).2)L. 73/1996, 22. gr.
Sjóðnum skal skipt í deildir eftir búfjártegundum og fer búfjárræktarnefnd með stjórn hlutaðeigandi deildar.
Landbúnaðarráðherra setur reglugerð1) um upphæð stofnverndargjalda, innheimtu, vörslu og ráðstöfun fjár stofnverndarsjóðs að fengnum tillögum [Bændasamtaka Íslands].2)
Helstu verkefni nefndarinnar skulu vera:
Kostnaður vegna verndunaraðgerða greiðist úr ríkissjóði.
Nánar skal kveðið á um starfsemi erfðanefndar búfjár í reglugerð, að fengnum tillögum þeirra stofnana sem aðild eiga að henni.
1)L. 73/1996, 22. gr.2)Rg. 156/1987 (sæðingar loðdýra), 263/1991, 418/1991 (um búfjárrækt), 561/1994 (um búfjársæðingar og flutning fósturvísa).
Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.