Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Allir landsmenn skulu eiga kost á að njóta þjónustu almenningsbókasafna. Er öllum sveitarfélögum skylt að standa að slíkri þjónustu í samræmi við þessi lög.
Almenningsbókasöfn skulu hvert og eitt haga starfi sínu þannig að komið verði við sem öflugastri samvinnu bókasafna í landinu um þjónustu við notendur.
Heimilt skal og að stofna til samningsbundins rekstrar- eða þjónustusamstarfs milli almenningsbókasafns og bókasafns við skóla á framhaldsskóla- eða háskólastigi þar sem slík tilhögun telst henta vegna sérstakra aðstæðna.
Umdæmissafn skal veita öðrum söfnum í umdæminu faglega ráðgjöf, efla samvinnu safna og vera upplýsingamiðstöð umdæmisins.
Umdæmissafn skal eftir föngum lána eða útvega öðrum söfnum og íbúum í umdæminu þann safnkost sem þau vanhagar um.
Umdæmissafni er heimilt að inna af hendi bókasafnsþjónustu við félög og stofnanir, t.d. skóla og sjúkrahús, og er heimilt að taka greiðslu fyrir þá þjónustu.
Í hverju umdæmissafni skal kappkosta að koma upp upplýsingaþjónustu eða deild sem tengist atvinnulífi í umdæminu.
Sveitarstjórn setur bókasafnsstjórn erindisbréf. Standi sveitarfélög saman að rekstri bókasafns skal í samstarfssamningi kveða á um aðild hvers og eins þeirra að bókasafnsstjórn og um verkefni hennar. Sama gildir að því er varðar stjórnir umdæmissafna.
Við mannaráðningar skal tryggja eftir föngum að almenningsbókasöfn hafi á að skipa starfsfólki með sérmenntun sem hæfir verksviði safnanna. Forstöðumaður almenningsbókasafns skal, ef þess er kostur, hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði eða jafngildu námi.
Við hönnun bókasafnsbygginga, svo og við kaup eða leigu húsnæðis fyrir bókasafn, skal þess gætt að safnið sé öllum aðgengilegt.
Standi sveitarfélög sameiginlega að rekstri almenningsbókasafns skal í samstarfssamningi kveðið á um skiptingu kostnaðar og þá m.a. tekið tillit til staðsetningar safnsins. Í samkomulagi um umdæmissafn, sbr. 6. gr., skal kveðið á um framlög sveitarfélaga í bókasafnsumdæminu til safnsins vegna hlutverks þess sem umdæmissafns.
Stjórn stofnunar skipar vistmannabókasafni stjórn og setur henni erindisbréf.
Almenningsbókasöfn skulu árlega láta í té skýrslu til menntamálaráðuneytisins um fjármál og starfsemi hvers safns. Heimilt er ráðuneytinu að fela öðrum aðilum að hafa umsjón með öflun þessara upplýsinga og úrvinnslu þeirra samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.
Ráðgjafarnefndin veitir umsögn um erindi sem menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, einstakar sveitarstjórnir, bókasafnsstjórnir eða forstöðumenn almenningsbókasafna vísa til hennar. Nefndin getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum til þessara aðila.
1)Rg. 765/1997.