Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ef fleiri en eitt sveitarfélag ákveða að koma á fót tónlistarskóla í sameiningu skal reglugerðin samin og samþykkt af viðkomandi sveitarstjórnum og þar m.a. kveðið á um skiptingu kostnaðar og ábyrgðar af skólahaldinu.
Ef fyrirhugað starfssvæði skólans er fleiri en eitt sveitarfélag skulu viðkomandi sveitarstjórnir fjalla um málið á sama hátt og skal þá jafnframt taka afstöðu til þess hvernig kostnaðarskipting skal vera milli sveitarsjóða og hver skal vera greiðsluaðili fyrir skólann.
...1)
Skólanefnd, skipuð fulltrúum eignaraðila, fjallar um málefni skólans og fer með fjárreiður hans. Viðkomandi sveitarfélag skal ávallt eiga fulltrúa í nefndinni.
[Sveitarstjórn skal taka afstöðu til áætlunar skólans og gera samkomulag við skólastjórn um kennslu og starfsmannahald fyrir 1. júlí ár hvert.]1)
Verkefni ráðuneytisins eru m.a.: yfirstjórn námsskrár- og námsefnisgerðar, sbr. 3. tölul. 1. gr., samræming náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð varðandi ráðningar kennara, ráðgjöf varðandi gerð starfs- og fjárhagsáætlana skóla, upplýsingamiðlun og erlend samskipti.]2)
Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi ísl. sveitarfélaga, einn fulltrúi tilnefndur af Samtökum tónlistarskólastjóra, einn fulltrúi tilnefndur af Félagi tónlistarskólakennara, [tveir fulltrúar án tilnefningar og er annar þeirra formaður nefndarinnar].1)]2)
1)Rg. 411/1988 (Tónlistarskólinn á Akureyri).2)L. 87/1989, 71. gr.