Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt.
Lögin eiga að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúru landsins og auka kynni af henni.
Með náttúruminjum er átt við náttúruverndarsvæði, náttúruvætti, lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi sem friðlýst hafa verið eða ástæða er til að friðlýsa.
Við mótun stefnu í náttúruvernd og framkvæmdir og fræðslu á því sviði skal ráðherra hafa samráð við Náttúruvernd ríkisins, Náttúruverndarráð, Náttúrufræðistofnun Íslands, bændur og aðra landnotendur, sveitarstjórnir og samtök áhugamanna um náttúruvernd eftir því sem við á hverju sinni.
Umhverfisráðherra skipar að loknum alþingiskosningum Náttúruvernd ríkisins fimm manna stjórn. Þrír skulu skipaðir án tilnefningar, þar af formaður sérstaklega, einn samkvæmt tilnefningu Náttúruverndarráðs og einn samkvæmt tilnefningu samgönguráðherra. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Stjórnin hefur undir yfirstjórn ráðherra æðsta vald í málefnum Náttúruverndar ríkisins. Hún fjallar um starfs- og fjárhagsáætlanir hennar og hefur eftirlit með fjárreiðum og ráðstöfun fjár.
Umhverfisráðherra skipar forstjóra Náttúruverndar ríkisins til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Hann skal hafa sérþekkingu sem nýtist honum í starfi. Forstjóri fer í umboði stjórnar Náttúruverndar ríkisins með daglega stjórn stofnunarinnar og hefur yfirumsjón með rekstri hennar. Forstjóri ræður aðra starfsmenn ...1)
Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um hlutverk og starfsskyldur forstjóra og stjórnar, svo og um innra skipulag stofnunarinnar.
1)Rg. 61/1990.
Á náttúruverndarsvæðum starfa landverðir og aðrir starfsmenn. Hlutverk landvarða er m.a. að sjá um eftirlit og fræðslu. Umhverfisráðherra setur í reglugerð,1) að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, fyrirmæli um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.
Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Í samningnum skal kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð á svæðunum og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu þeirra. Um þjónustugjöld fer skv. 35. gr. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit með því að umsjónar- og rekstraraðili uppfylli samningsskuldbindingar.
Þjóðgarðsverðir annast daglegan rekstur þjóðgarða í umboði Náttúruverndar ríkisins. Þeir gera tillögur til stjórnar stofnunarinnar um rekstur og fyrirkomulag þjóðgarða. Náttúruvernd ríkisins getur falið þjóðgarðsvörðum eftirlit og umsjón á öðrum svæðum sem stofnunin ber ábyrgð á.
Náttúruvernd ríkisins getur falið sveitarfélögum eða héraðsnefndum umsjón og rekstur gestastofa. Um slíkt skal gera sérstakan samning sem umhverfisráðherra staðfestir.
Nú telur Náttúruvernd ríkisins eða annar eftirlitsaðili skv. 1. mgr. nauðsynlegt að haldið verði uppi sérstöku eftirliti með framkvæmdum og skal þá gera um það samkomulag við framkvæmanda. Í samkomulaginu skal áætla kostnaðarliði eins og mögulegt er hverju sinni. Framkvæmanda ber að endurgreiða Náttúruvernd ríkisins eða öðrum eftirlitsaðila útlagðan kostnað vegna eftirlitsins. Rísi ágreiningur milli eftirlitsaðila og framkvæmanda um efni samkomulagsins eða greiðslur fyrir eftirlitið sker umhverfisráðherra úr.
Að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins setur ráðherra gjaldskrá um kostnað vegna eftirlits með mannvirkjagerð. Heimilt er Náttúruvernd ríkisins að innheimta útlagðan kostnað með fjárnámi.
Hlutverk náttúruverndarnefnda er að stuðla að náttúruvernd hver á sínu svæði, m.a. með fræðslu, umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líkleg er til þess að hafa áhrif á náttúruna og að gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Náttúruverndar ríkisins.
Náttúruvernd ríkisins og fulltrúar náttúruverndarnefnda skulu halda a.m.k. einn sameiginlegan fund á ári.
Framlag, sbr. 3. gr. laga nr. 52/1989, rennur til rekstrar Náttúruverndarráðs. Annan kostnað, sem leiðir af starfsemi ráðsins, skal greiða úr ríkissjóði.
1)Rg. 371/1997.
Náttúruverndarráð skal gangast fyrir ráðstefnum og opinni umræðu um náttúruverndarmál. Ráðið tekur í störfum sínum mið af þróun náttúruverndar á alþjóðavettvangi.
Náttúruverndarráð veitir Náttúruvernd ríkisins faglega ráðgjöf.
Náttúruverndarráð fer með vörslur Friðlýsingarsjóðs og er jafnframt stjórn sjóðsins. Að fenginni tillögu Náttúruverndarráðs setur ráðherra reglugerð1) um starfsemi Friðlýsingarsjóðs, úthlutanir úr honum o.fl.
Náttúruverndarþing er vettvangur þeirra sem fjalla um náttúruverndarmál. Á náttúruverndarþingi skulu eiga sæti, auk Náttúruverndarráðs, fulltrúar setra Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa, náttúruverndarnefnda, hagsmunaaðila, félagasamtaka og stofnana sem vinna að náttúruvernd, svo og aðrir sem ráðið telur rétt að eigi seturétt hverju sinni. Jafnframt skulu fulltrúar ráðuneyta og þingflokka á Alþingi, forstjórar Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands, svo og þjóðgarðsverðir, eiga rétt til setu á þinginu með málfrelsi og tillögurétt.
Hlutverk náttúruverndarþings er að fjalla um náttúruvernd og kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð. Ráðið skal undirbúa þingið og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.
Formaður Náttúruverndarráðs setur þingið og stýrir því uns það hefur kosið forseta. Þingið setur sér þingsköp. Náttúruverndarráð skal semja reglur fyrir hvert náttúruverndarþing þar sem kveðið er á um seturétt á þinginu, kjörgengi og kosningarrétt þingfulltrúa. Reglurnar skal auglýsa með fullnægjandi hætti fjórum vikum fyrir upphaf náttúruverndarþings. Verði ágreiningur um kjörgengi og kosningarrétt þingfulltrúa skal málum vísað til úrskurðar á þinginu sjálfu.
Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra.
Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir rétthafa að landinu. Sé land girt þarf leyfi landeigenda til að ferðast um það eða dveljast á því. Sama gildir um ræktuð landsvæði.
Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.
Umhverfisráðherra er heimilt að leggja bann við notkun tækja eða verkfæra við berjatínslu ef uggvænt þykir að af þeim hljótist spjöll á gróðri.
Að fenginni tillögu Náttúruverndar ríkisins setur umhverfisráðherra reglugerð1) um akstur utan vega, umferð hesta, umgengni í óbyggðum, merkingu bílslóða og vega og leyfilegan öxulþunga vélknúinna ökutækja sem fara um óbyggð svæði. Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill.
Náttúruvernd ríkisins getur í verndarskyni tímabundið takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum, enda hafi stofnunin að jafnaði gert grein fyrir fyrirhugaðri lokun í skýrslu skv. 4. mgr. Slíkar ákvarðanir skal umhverfisráðherra staðfesta og birta í Stjórnartíðindum.
Skal stofnunin á hverju hausti gera úttekt á ástandi svæða í óbyggðum og gefa umhverfisráðherra skýrslu um niðurstöður úttektarinnar. Í skýrslunni skal koma fram hvaða svæði eru í hættu og hvar geti komið til lokana. Niðurstöður skýrslunnar skulu birtar opinberlega og skal almenningur eiga greiðan aðgang að þeim.
Bannað er að safna rusli í hauga á almannafæri eða við alfaraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorphaugum að hvorki fjúki úr þeim né fljóti. Hreinsa má rusl á kostnað þess er sannur er að broti á þessum fyrirmælum.
Náttúruvernd ríkisins skal ásamt Landgræðslu ríkisins vinna að gróðurvernd og hafa eftirlit með ástandi gróðurs. Slíkt eftirlit má þó fela gróðurverndarnefndum að fengnu samþykki umhverfisráðherra og landbúnaðarráðherra.
Náttúruvernd ríkisins skal ásamt Skógrækt ríkisins vinna að verndun og eftirliti með náttúrulegum birkiskógum og skógum til útivistar.
Fari jörð í eyði er landeigenda skylt að ganga svo frá jarðarhúsum, girðingum, brunnum og öðrum mannvirkjum að ekki valdi hættu fyrir fólk og skepnur né valdi náttúruspjöllum eða sé til lýta.
Sveitarstjórn skal annast framkvæmdir þær, sem nauðsynlegar eru samkvæmt fyrirmælum þessum, á kostnað þess er skylt var að annast þær en hefur látið það ógert.
Í almenningum er bannað allt nám jarðefna er um getur í 1. mgr., nema til komi samþykki umhverfisráðherra eftir að hann hefur leitað umsagnar Náttúruverndar ríkisins.
Um jarðefni til vega fer eftir vegalögum.
Ef það er vanrækt getur Náttúruvernd ríkisins krafist atbeina lögreglustjóra til varna því að verk verði hafið eða því fram haldið.
Virkjanir, verksmiðjur og önnur stór mannvirki skulu hönnuð í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Sama gildir um vegalagningu til slíkra mannvirkja.
Nánari fyrirmæli samkvæmt þessari grein setur umhverfisráðherra í reglugerð.
Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar. Spjöld með leiðbeiningum fyrir vegfarendur, svo sem um leiðir, nöfn bæja, áningarstaði, þjóðgarða og friðunarsvæði, falla ekki undir ákvæði þessi.
Umhverfisráðherra setur reglur um auglýsingar og leiðbeiningar samkvæmt þessari grein og úrskurðar um vafaatriði.
Friðlýsa skal svæði í kringum náttúruvætti, svo sem nauðsynlegt er, til þess að þau fái notið sín, og skal þess greinilega getið í friðlýsingu og markað á staðnum.
Friðlýstum náttúruvættum má enginn granda, spilla né breyta.
Friðun getur ýmist verið staðbundin eða tekið til landsins alls.
Ef ætla má að fyrirhugaðar framkvæmdir raski svo náttúrulegu umhverfi að hætta sé á að ákveðnar lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi eyðist eða verði fyrir verulegum skaða getur umhverfisráðherra látið friðlýsingu sína taka til banns við slíkum framkvæmdum, enda sé áður fengin umsögn Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Friðlöndum má enginn, hvorki landeigendur, ábúendur né aðrir, raska að því leyti sem fyrirmæli friðlýsingarinnar taka til.
Umhverfisráðherra getur veitt undanþágu frá settum fyrirmælum í friðlýsingu ef ástæður eru fyrir hendi.
1)Rg. 319/1984, 359/1993 og 513/1995.
Landsvæði þjóðgarða skulu vera í ríkiseign, nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli umhverfisráðherra og landeigenda.
Ráðherra er heimilt að stofna ráðgjafarnefnd með þátttöku hlutaðeigandi sveitarstjórna til að fjalla um rekstur og skipulag þjóðgarða.
Umhverfisráðherra setur, að fenginni tillögu Náttúruverndar ríkisins, reglugerð um meðferð og rekstur þjóðgarða og umgengni almennings.
Ef Náttúruvernd ríkisins getur á tillöguna fallist skal það tilkynnt í Lögbirtingablaði, svo og með þeim hætti sem venja er að birta stjórnvaldaauglýsingar á viðkomandi stað, að fyrirhuguð sé stofnun fólkvangs með tilteknum mörkum. Þar skal og nánar gerð grein fyrir hugsanlegum takmörkunum á umráðarétti landeigenda. Jafnframt skal tekið fram að þeir sem geri ekki athugasemdir við stofnun fólkvangs innan tiltekins frests, sem má ekki vera skemmri en átta vikur, teljist samþykkja þá ákvörðun og fyrirgeri þar með hugsanlegum rétti til bóta.
Þegar frestur skv. 2. mgr. er liðinn skal Náttúruvernd ríkisins ákveða hvort athugasemdir, er kunna að hafa borist, séu svo veigamiklar að ástæða sé til að breyta upphaflegri fyrirætlun eða hverfa frá henni. Gefa skal fulltrúum sveitarfélaga, sem um ræðir í 1. mgr., kost á að vera viðstaddir þegar um þessi mál verður fjallað.
Ef Náttúruvernd ríkisins og fulltrúar sveitarfélaga, sem í hlut eiga, verða sammála um að haldið verði fast við ákvörðun um stofnun fólkvangs, breytta eða óbreytta, skal umhverfisráðherra hlutast til um að dómkvaddir verði matsmenn til meta bætur fyrir tjón er aðilar, sem athugasemdir gera, sbr. 2. mgr., kunna að verða fyrir við stofnun fólkvangs. Um framkvæmd mats fer samkvæmt lögum nr. 11/1973.
Þegar endanlegt mat liggur fyrir skal kannað hvort hlutaðeigandi sveitarfélög óska eftir að formleg ákvörðun verði tekin um stofnun fólkvangs. Ef þau óska slíks og umhverfisráðherra samþykkir skal hann birta ákvörðun um stofnun fólkvangsins í Stjórnartíðindum.
Sveitarfélög, sem hlut eiga að máli, bera allan kostnað sem beinlínis leiðir af stofnun og rekstri fólkvangs að því leyti sem ekki koma til framlög úr ríkissjóði, og skal þeim kostnaði skipt í hlutfalli við íbúatölu sveitarfélaganna næsta ár á undan. Ef sveitarfélag hættir þátttöku í undirbúningi að stofnun fólkvangs er því skylt að greiða áfallinn kostnað hlutfallslega.
Sveitarfélög, sem standa að rekstri fólkvangs, stofna með sér samvinnunefnd er starfar í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila.
Nú rís ágreiningur um skilning á grein þessari eða upp koma sérstök vafaatriði sem snerta rekstur fólkvangs, og sker þá umhverfisráðherra úr.
Framkvæmdir samkvæmt þessari grein skulu einungis gerðar með samþykki landeigenda.
Náttúruvernd ríkisins skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sjá um öflun gagna og skráningu í náttúruminjaskrá og undirbúa útgáfu hennar. Í skránni skulu vera upplýsingar um öll náttúruverndarsvæði landsins, náttúrumyndanir, lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi sem friðlýst hafa verið samkvæmt lögum þessum. Jafnframt skal skrá náttúrumyndanir, lönd og lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi sem æskilegt er að friðlýsa.
Umhverfisráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skráningu náttúruminja.
Ákveði umhverfisráðherra friðlýsingu og liggi ekki þegar fyrir samþykki eigenda eða annarra rétthafa eða sveitarfélags þess er hlut á að máli skal Náttúruvernd ríkisins semja tillögu að friðlýsingunni.
Tillagan skal send landeigendum, ábúendum og öðrum rétthöfum er friðlýsing snertir, svo og sveitarfélögum. Skal þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við friðlýsinguna, koma að mótmælum eða gera bótakröfur til umhverfisráðherra innan fjögurrra mánaða. Jafnframt skal í tillögunni tekið fram að berist kröfur ekki innan þess tíma verði þær ekki teknar til greina í friðlýsingunni.
Berist mótmæli gegn friðlýsingu eða bótakröfur vegna hennar getur umhverfisráðherra reynt samninga á ný um bótakröfurnar og breytt friðlýsingunni í samræmi við mótmælin, enda skerði breytingin í engu rétt annarra.
Þegar tekin hefur verið fullnaðarákvörðun um friðlýsingar og friðunarákvæði birtir umhverfisráðherra þau í Stjórnartíðindum og taka þau gildi frá þeim degi sem þau eru birt. Þau skulu og fest upp á staðnum eftir því sem við verður komið og nauðsynlegt er að mati Náttúruverndar ríkisins.
Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
Eigi síðar en í september ár hvert skal Náttúruvernd ríkisins með opinberri auglýsingu birta skrá yfir gjaldtöku rekstraraðila náttúruverndarsvæða fyrir næsta ár. Gjaldskrá má kæra til ráðherra.
Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd greinarinnar í reglugerð.
1)Rg. 205/1973, sbr. 640/1982.
Beita má dagsektum er renna í ríkissjóð til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögunum eða til þess að láta af atferli sem er ólögmætt. Hámark dagsekta skal ákveða í reglugerð.
Umhverfisráðherra skal setja reglugerð1) um nánari framkvæmd laga þessara.
Lög nr. 59/1928, um friðun Þingvalla, halda gildi sínu þrátt fyrir gildistöku laga þessara.