Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með úttekt samkvæmt þessari grein er átt við úttekt á höfuðstól að meðtöldum verðbótum, en án vaxta. Um vexti af stofnfjárreikningum fer eftir ákvæðum 1. tölul. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981.
Ef innstæðu á stofnfjárreikningi eða hluta hennar er ekki ráðstafað á heimilaðan hátt og því talin til tekna, sbr. ákvæði þessarar greinar, er ekki heimilt að nota hina skattskyldu fjárhæð til sérstakra fyrninga samkvæmt ákvæðum 7. gr.
Nú andast skattaðili, sem myndað hefur innstæður á stofnfjárreikningi, eða bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta og skulu þá 2/3 hlutar innstæðunnar að meðtöldum verðbótum, en án vaxta, teljast til skattskyldra tekna.
Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um framkvæmd ákvæða um stofnfjárreikninga.
...1)
Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sem lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur hækkun samkvæmt verðbreytingarstuðli, sbr. 26. gr. laga nr. 75/1981.]2)
1)L. 147/1994, 17. gr.2)L. 44/1991, 2. gr.
Hlutafélag, sem fullnægja vill skilyrðum þessa kafla, skal innan fimm mánaða frá lokum hvers reikningsárs senda ríkisskattstjóra ársreikning sinn fyrir næst liðið reikningsár sem gerður skal samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Ríkisskattstjóri skal árlega veita hlutafélagi staðfestingu á að skilyrðum hafi verið fullnægt. Halda skal hann sérstaka skrá um þau hlutafélög sem staðfestingu hljóta og skal hún vera öllum opin.
Stjórn sjóðsins getur ákveðið stöðvun á móttöku framlaga, en tilkynna skal það starfsmönnum án tafar.
Ársreikningur skal lagður fyrir almennan félagsfund til afgreiðslu.
Staðfestur ársreikningur skal hafa borist ríkisskattstjóra innan fimm mánaða frá lokum reikningsárs.
Óheimilt er sjóðsfélaga að framselja eða veðsetja innstæður í starfsmannasjóði og þær eru undanþegnar aðför skuldheimtumanna.
1)Nú l. 2/1995.
Heildarfjármagni fjárfestingarfélags skal a.m.k. að 90% varið til fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum. Skal fjárfestingin vera í formi hlutabréfa, skuldabréfa atvinnufyrirtækja eða annarri hliðstæðri fjármögnun atvinnurekstrar. Fjárfesting í hlutabréfum skal ávallt vera helmingur af slíkri heildarfjárfestingu í atvinnufyrirtækjum. Fjárfesting í skuldabréfum samvinnufélaga og sjálfseignarstofnana, er atvinnurekstur stunda, skal jafngilda fjárfestingu í hlutabréfum í þessu sambandi, en þó skal fjárfesting í hlutabréfum aldrei vera undir 20% af heildarfjármagni.
Samanlögð fjárfesting fjárfestingarfélags í hlutabréfum, skuldabréfum og annarri fjármögnun eins og sama aðila má aldrei nema meira en 10% af heildarfjármagni fjárfestingarfélags. Fjárfestingarfélag má ekki eiga meirihluta hlutafjár í neinu hlutafélagi.
Fjárfestingarfélag skal, innan fimm mánaða frá lokum hvers reikningsárs, senda ríkisskattstjóra ársreikning sinn fyrir næst liðið reikningsár sem gerður skal samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga og endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda. Í ársreikningnum eða með honum skal vera yfirlit um helstu flokka fjárfestingar og ávöxtun hvers flokks um sig. Ríkisskattstjóri skal árlega veita hlutafélagi staðfestingu á að skilyrðum þessa kafla hafi verið fullnægt. Halda skal hann sérstaka skrá um þau fjárfestingarfélög sem staðfestingu hljóta og skal hún vera öllum opin.
Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands skal hafa eftirlit með starfsemi fjárfestingarfélaga og gilda um það sömu reglur og gilda um eftirlit með bönkum og sparisjóðum eftir því sem við getur átt. Telji bankaeftirlitið að starfsemi fjárfestingarfélags brjóti í bága við lög, reglur eða eðlilega viðskiptahætti skal það gera fjármálaráðherra viðvart. Getur ráðherra þá ákveðið að skilyrðum til frádráttar á hlutabréfakaupum í félaginu sé ekki lengur fullnægt ef ekki er úr bætt innan hæfilegs frests.
Fjármálaráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvörðun um framkvæmd þessara laga.