Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hagstofan leggur þjóðskránni til starfslið eftir þörfum hennar á hverjum tíma, gegn endurgreiðslu launa hlutaðeigandi starfsmanna.
Ákvæði 10., 14. og 15. gr. varðandi sóknarpresta eiga við þá presta eina, er starfa að almannaskráningu, en þar, sem minnst er á sóknarpresta annars staðar í lögum þessum, er átt við alla starfandi presta og safnaðarstjóra.
Hagstofan lætur gera eyðublöð undir skýrslur þær, sem um ræðir í fyrri málsgrein þessarar greinar, og kveður á um skil þeirra.
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka einnig til skila sóknarpresta á dánarvottorðum, svo og til skila ljósmæðra á tilkynningum um barnsburði, samkvæmt reglugerð nr. 103/1933 eins og henni var breytt með auglýsingu nr. 158/1942.
...1)
Nú annast annar prestvígður maður en hlutaðeigandi sóknarprestur (safnaðarstjóri) skírn eða hjónavígslu, og skal hann þá tilkynna hana bæði sóknarpresti prestakallsins og Hagstofunni innan 7 daga, en útfararathöfn, sem hann annast, skal hann tilkynna bæði hlutaðeigandi sóknarpresti og Hagstofunni áður en 3 dagar eru liðnir frá útförinni. Sé þetta vanrækt, varðar það sekt ...1)
Nú vanrækir ljósmóðir að láta í té lögboðna tilkynningu um barnsburð eða tilkynning um hann er fyrst afhent að liðnum skilafresti, og varðar það þá sekt ...1)
Að því er snertir skráningaratriði, sem vandkvæðum er bundið að fá skýrslur um í tæka tíð, er heimilt að miða íbúaskrár við annan tíma á hausti en 1. desember. Um aðsetur manna skal þó ávallt miða við 1. desember í íbúaskrám.
Sveitarstjórnir og sóknarprestar skulu fara yfir íbúaskrána í sameiningu eins fljótt og auðið er eftir móttöku hennar. Sveitarstjórn gerir athugasemdir um oftalda eða vantalda einstaklinga á henni, samkvæmt nánari fyrirmælum þjóðskrárinnar. Hlutaðeigandi prestur aðstoðar sveitarstjórn við þetta verk og leggur í því sambandi til upplýsingar um breytingar, sem hann fékk vitneskju um við húsvitjanir haustið áður eða á annan hátt. Að þessu loknu tilkynnir sveitarstjórn þjóðskránni athugasemdir sínar um oftalda og vantalda einstaklinga.
Sveitarstjórn má ekki breyta íbúaskrá sinni til samræmis við athugasemd, sem hún gerir samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar, nema þjóðskráin fallist á hana, sbr. ákvæði 11.--13. gr.
Sveitarstjórn skal, um leið og hún fer yfir íbúaskrá sína, gera á henni nauðsynlegar leiðréttingar og lagfæringar, aðrar en þær, sem samþykki þjóðskrárinnar þarf til, sbr. 3. mgr. Sveitarstjórn gerir þjóðskránni grein fyrir öllum slíkum breytingum á íbúaskránni, um leið og hún tilkynnir athugasemdir sínar um oftalda og vantalda menn á íbúaskrá samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar.
Þjóðskráin ákveður sveitarstjórnum fresti til að tilkynna athugasemdir samkvæmt 2. mgr. og breytingar samkvæmt 4. mgr. Heimilt er að beita dagsektum í þessu sambandi samkvæmt ákvæðum 6. gr. þessara laga.
Nú er einstaklingur oftalinn á íbúaskrá samkvæmt athugasemd einnar sveitarstjórnar, en vantar á íbúaskrá samkvæmt athugasemd annarrar sveitarstjórnar, og tilkynnir þjóðskráin þá aðilum breytingar á íbúaskrám viðkomandi sveitarfélaga til samræmis, eins fljótt og auðið er.
Nú ber sveitarstjórn fram þá athugasemd, áður en fresti lýkur, að tiltekinn einstaklingur sé vantalinn á íbúaskrá umdæmis hennar, og skal þjóðskráin þá taka athugasemdina til greina að jafnaði, ef önnur sveitarstjórn, sem hlut á að máli, vanrækir að tilkynna henni leiðréttingar sínar og athugasemdir við skrána, áður en fresti lýkur. Þjóðskráin tilkynnir hlutaðeigandi sveitarstjórnum breytingar á íbúaskrá þeirra af þessum sökum.
Nú ber tveim sveitarstjórnum, sem haldið hafa skilafresti, ekki saman um, hvar maður skuli vera á íbúaskrá, og tilkynnir þá þjóðskráin þeim það og skorar á þær að rökstyðja mál sitt fyrir ákveðinn tíma. Að fresti loknum tekur þjóðskráin ákvörðun í málinu samkvæmt fengnum gögnum og tilkynnir hlutaðeigandi sveitarstjórnum niðurstöðuna án tafar.
Sveitarstjórn skal tilkynna hlutaðeigandi skattyfirvaldi og sóknarpresti allar breytingar á íbúaskrá, sem hún gerir samkvæmt 4. mgr. 10. gr., og rita þessir aðilar þær á íbúaskrá.
Sveitarstjórn skal rita breytingar, sem gerðar eru á íbúaskrá, á aðrar skrár, sem leiddar eru af henni, eftir því sem við á.
Sóknarprestar skulu aðstoða við söfnun aðseturstilkynninga í prestakalli sínu, eftir því sem föng eru á.
Þriðja hvert ár skal hver sóknarprestur bera allar upplýsingar íbúaskrárinnar um nöfn, fæðingardaga og hliðstæð atriði saman við það, sem skráð er um sömu einstaklinga í embættisbókum prestakallsins. Að loknum þessum samanburði lætur sóknarprestur þjóðskránni í té þær leiðréttingar er hann telur gera þurfi á íbúaskrá prestakallsins.
Biskupsskrifstofan og Hagstofan ákveða sameiginlega framkvæmd á ákvæðum þessarar greinar í einstökum atriðum.1)
Nú telur þjóðskráin, að framkvæmd tilkynningarskyldu samkvæmt lögum nr. 73/1952 sé ábótavant í umdæmi, og getur hún þá lagt fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórn að gera tilteknar ráðstafanir til úrbóta, þar á meðal láta fara fram almenna manntalsskráningu í umdæminu.
1)Nú l. 117/1993.2)Nú l. 91/1987.3)Nú l. 75/1981.
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka ekki til opinberra fyrirtækja.
1)Rg. 112/1958.
Þjóðskráin skal frá ársbyrjun 1963 annast útgáfu allra fæðingarvottorða og hliðstæðra vottorða til opinberra nota, annarra en þeirra, sem sóknarprestar láta í té eftir kirkjubókum, meðan þær eru lögum samkvæmt í vörslu þeirra. Vottorð þjóðskrárinnar skulu veitt samkvæmt kirkjubók eða skýrslu sóknarprests til Hagstofunnar.
Þjóðskráin tekur gjald fyrir veitingu upplýsinga og útgáfu vottorða samkvæmt þessari grein, og fer það eftir gjaldskrá, sem Hagstofan setur. Þegar sérstaklega stendur á, má veita afslátt af gjaldi eða fella það niður. Gjald fyrir upplýsingar og vottorð skal greitt um leið og ósk er borin fram þar um.
Þjóðskráin getur lagt fyrir einstakar sveitarstjórnir að láta almenningi í té upplýsingar skv. 1. mgr. þessarar greinar, og ber þjóðskránni þá ekki skylda til að veita íbúum viðkomandi umdæma slíka þjónustu.
Sveitarfélög eiga, án þess að sérstök greiðsla komi fyrir, rétt á árlegum íbúaskrám samkvæmt 9. gr. og kjörskrárstofni samkvæmt 2. tölul. 3. gr., og auk þess njóta þau upplýsingaþjónustu þjóðskrárinnar samkvæmt 18. gr. En aðrar skrár en þær, sem hér er gert ráð fyrir, svo og önnur þjónusta heldur en veiting upplýsinga, skal greidd þjóðskránni sérstaklega.