Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfćrt til 1. febrúar 1998.


Lög um utanfararstyrk presta

1931, nr. 18, 6. júlí

1. gr.
        Dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ veitir árlega, eftir ţví sem fé er veitt til í fjárlögum, 2--5 prestum, ţeim er ţjónađ hafa embćtti a.m.k. 2 ár, styrk til utanfarar međ ţeim skilmálum, er segir í lögum ţessum.

2. gr.
        Styrkur skv. 1. gr. veitist međ ţví skilyrđi, ađ prestur sá, er hans nýtur, dvelji eigi skemur en 4 mánuđi erlendis, til ađ kynnast ţar kirkju- og menntalífi eđa mannúđarmálum í samráđi viđ kirkjuráđ, ţegar sett verđur. Skal hann síđan flytja í hérađi sínu erindi um einhver ţau efni, er hann hefur kynnt sér í utanför sinni, og skal ađ minnsta kosti eitt ţeirra birt á prenti eđa flutt í útvarp.

3. gr.
        Styrkur veitist 2000 kr. hverjum presti. Greiđist helmingur styrks ţegar utanförin er hafin, en hinn helmingurinn ţegar 3 mánuđir eru liđnir frá heimanför.

4. gr.
        Prestum ţjóđkirkjunnar skal skylt ađ ţjóna endurgjaldslaust prestakalli nágrannaprests síns, allt ađ 6 mánuđum, međan hann er í utanför samkvćmt lögum ţessum. Og skipta ţeir ţá međ sér verkum eftir ţví, sem biskup og prófastur mćla fyrir.
        Nú verđur ţjónustu nágrannaprests alls eigi komiđ viđ, ađ dómi kirkjustjórnar, og sér hún ţá prestakallinu fyrir prestsţjónustu.

5. gr.
        Sćki eitthvert ár fleiri prestar um styrk til utanfarar en heimilt er ađ veita ţađ ár, sker kirkjustjórnin úr um ţađ, hverjir fái styrkinn.

6. gr.
        Eigi má veita sama manni utanfararstyrk oftar en 7. hvert ár, nema sérstaklega standi á. Ţeim presti, sem notiđ hefur utanfararstyrks úr Sáttmálasjóđi, má eigi veita styrk samkvćmt lögum ţessum fyrr en 5 ár eru liđin frá ţví hann fékk styrk úr ţeim sjóđi.