Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Á nafnskírteini hvers manns skal vera:
Heimilt er að ákveða, að aðrar upplýsingar skuli vera á nafnskírteininu, eftir því sem henta þykir. Enn fremur er heimilt að ákveða, að á nafnskírteininu skuli vera nafn skírteinishafa ritað eigin hendi.
...2)
Heimilt er að ákveða, að útgáfa nafnskírteinis til útlendinga skuli ekki eiga sér stað fyrr en eftir tveggja ára samfellda dvöl þeirra hér á landi.
Kostnaður við útgáfu nafnskírteina greiðist úr ríkissjóði, en ef einstaklingur óskar eftir endurútgáfu nafnskírteinis, þar eð upphaflegt nafnskírteini hans er glatað eða af öðrum ástæðum, er Hagstofunni heimilt að taka gjald fyrir það.
Lögreglustjórar annast um afhendingu nafnskírteina. Hver sá, sem skírteini er gert fyrir skv. 1. gr., skal gefa sig fram í skrifstofu lögreglustjóra eða hreppstjóra í því umdæmi, þar sem hann er á íbúaskrá, til þess að fá skírteinið afhent.
Heimilt er að ákveða með reglugerð, að menn skuli sýna nafnskírteini í skiptum sínum við opinberan aðila, sem notar [auðkennisnúmer þjóðskrár]1) í umsýslu sinni.
Nafnskírteini skal að öðru leyti notað sem sönnunargagn um, hverjir menn séu, og um aldur, eftir því sem henta þykir, og í skiptum manna á milli og á opinberum vettvangi.
Þeir, sem óska, að mynd sé á nafnskírteini sínu, skulu afhenda lögreglustjóra tvær myndir af sér. Skulu þær vera á endingargóðum pappír, 35x45 mm að stærð, og að öðru leyti fullnægjandi að dómi lögreglustjóra. Skírteinishafar greiða sjálfir kostnað við gerð mynda.
Ákveða má, að nafnskírteini, sem ljósmynd hefur verið á tiltekið árabil, skuli teljast vera án myndar, þar til sett hefur verið á þau ný mynd, sem fullnægjandi er að dómi lögreglustjóra.
Heimilt er að ákveða, að mynd skuli vera á öllum nafnskírteinum eða ef þau eru ætluð til nánar ákveðinna nota.
[Hverjum lögreglustjóra er heimilt að ákveða fyrir sitt umdæmi, að nafnskírteini einstaklinga á aldursbilinu 18--23 ár skuli ekki vera gilt sönnunargagn um aldur, nema lagt sé fram sérstaklega útgefið skírteini með öðrum lit en er á almennu nafnskírteini. Heimild þessi er bundin við notkun nafnskírteinis í sambandi við opinber fyrirmæli um, að tiltekinn aldur sé skilyrði fyrir viðskiptum eða fyrir komu eða dvöl á stað.
Hagstofan gefur út nafnskírteini með sérstökum lit til einstaklinga í umdæmum, þar sem lögreglustjóri hefur ákveðið að nota heimild þá, er um ræðir í 2. mgr. Greiða skal fyrir útgáfu slíks skírteinis samkvæmt gjaldskrá, er Hagstofan setur.]1)
1)Rg. 18/1967.