Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 208/1961, sbr. 122/1979 (um hitalagnir o.fl. í Reykjavík). Rg. 406/1989 (um Hitaveitu Reykjavíkur).
Vatnshitunarkerfi, sem nú eru, eða sett verða í ný hús eða gömul, skulu þannig gerð, eða breytt svo, að þau megi tengja við hitaveituna.
Bæjarstjórnin sér um lagningu heimæða og getur samið við húseiganda um, að hann greiði heimæðagjaldið, auk 6% ársvaxta, með jöfnum afborgunum á allt að 5 árum, enda hefur bæjarstjórn þá veðrétt í húseigninni, er gengur fyrir öllum samningsveðskuldum í eitt ár frá gjalddaga, og þarf ekki að þinglýsa þeim veðrétti.
Engir aðrir en þeir, sem þannig hafa fengið löggildingu, mega leggja vatnsæðar frá hitaveitunni inn í hús í bænum.
Nær slík veðsetning til allra réttinda fyrirtækisins, þ. á m. sérstaklega einkaréttinda samkvæmt 1. gr., svo og allra eigna, sem nauðsynlegar eru til þess að stofna fyrirtækið og starfrækja, sem eru: Vatn, vatnsréttindi og önnur hitaréttindi, land og réttindi til landsafnota, borholur, aðveituæðar til dælistöðva, dælistöð með öllum vélum, aðalleiðsla til Reykjavíkur, vatnsgeymar við Reykjavík, allar leiðslur um bæinn, þar á meðal heimæðar, mælar í húsum, bústaðir vélgæslumanna við dælistöð og yfirleitt öll mannvirki, sem gerð eru vegna fyrirtækisins, með öllum endurbótum og viðaukum.
Veðsetning öðlast fullt gildi við þinglestur í Reykjavík, hvar sem hinar veðsettu eignir fyrirtækisins eru.
Vanefni bæjarstjórnin skyldur sínar samkvæmt veðskuldbindingunni, skal veðhafa heimilt að taka fyrirtækið í sínar hendur og reka það fyrir eiginn reikning eða fá öðrum rekstur þess í hendur, með öllum skyldum og réttindum, sem bæjarstjórn rak það, þar til hann hefur fengið kröfur sínar greiddar að skaðlausu, en auk þess er veðhafa heimilt að ganga að veðinu, ef hann kýs það heldur. Ef vanefndir stafa af óviðráðanlegum atvikum (force majeure) eða ófyrirsjáanlegum, afsakanlegum drætti, má bæta úr þeim með greiðslu svo fljótt sem verða má, og í síðasta lagi innan þriggja mánaða. Er svo stendur á, verður því ekki leitað fullnustu í hitaveitunni, né hún tekin í hendur veðhafa til rekstrar, fyrr en þrír mánuðir eru liðnir frá því vanefndir urðu.
Komi til þess, að veðhafi eða nýr eigandi taki fyrirtækið í sínar hendur, geta þeir rekið það með sama rétti, sem bæjarstjórnin hafði, og getur hvorki bæjarstjórnin né önnur stjórnarvöld torveldað reksturinn á nokkurn hátt, og má þá ekki heldur leggja á hann nokkurt afgjald eða skatta, hvorki beint né óbeint.
Réttur veðhafa til að ganga að fyrirtækinu eða taka það í sínar hendur er þó bundinn því skilyrði, að hvenær sem er getur bæjarstjórnin leyst aftur til sín fyrirtækið með því að greiða veðhafanum eða hinum nýja eiganda veðskuldina að skaðlausu með vöxtum og kostnaði þeirra við yfirtökuna og reksturinn, þar á meðal rekstrartap þeirra.