Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 304/1994, sbr. viðmiðunarreglur 628/1994.
Félagsmálaráðherra skal, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, setja nánari reglur1) um hvaða skilyrðum sjálfstætt starfandi einstaklingar skulu fullnægja til þess að njóta bóta úr sjóðnum. M.a. skulu settar reglur um hvaða skilyrðum menn verða að fullnægja til þess að teljast sjálfstætt starfandi og vera atvinnulausir.
Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að ákveða að aðrir hópar en launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti notið bóta úr sjóðnum gegn greiðslu iðgjalda. Um bótarétt þessara hópa skal kveða á í reglugerð.
Við ákvörðun bóta samkvæmt framangreindu teljast ekki með þeir dagar er maður hefur verið í verkfalli eða verkbann tekur til.
Á sama hátt og kveðið er á um í 1. mgr. heldur sá sem fer í fæðingarorlof áunnum bótarétti meðan á töku fæðingarorlofs stendur.
Bótarétt getur enginn öðlast vegna atvinnuleysis sem stafar af veikindum hans.
Svæðisvinnumiðlun getur óskað eftir að umsækjandi leggi fram vottorð um vinnufærni sína sé um skerta vinnufærni að ræða.
Svæðisvinnumiðlun er heimilt að leita álits trúnaðarlæknis Atvinnuleysistryggingasjóðs á vinnufærni umsækjanda.
Atvinnuleysisbætur skulu greiðast fyrir alla daga nema laugardaga og sunnudaga á hverju bótatímabili.
Nú fær hinn atvinnulausi tilfallandi vinnu dag og dag og skulu atvinnuleysisbætur hans þá skerðast vegna þessarar vinnu til samræmis við unninn stundafjölda og hlutfall bótaréttar hans þannig að samtals átta stunda vinna valdi skerðingu hámarksbóta í einn dag. Slík tilfallandi vinna skal ekki hafa áhrif á áunninn rétt til atvinnuleysisbóta fyrr en hún nemur samtals 173 vinnustundum á hverju tólf mánaða eða styttra tímabili.
Til viðbótar fjárhæð bóta skv. 1. mgr. skal greiða þeim sem hafa framfærsluskyldu gagnvart börnum yngri en 18 ára 4% af fjárhæð dagpeninga með hverju barni. Nú annast Innheimtustofnun sveitarfélaga innheimtu meðlags vegna barns og skal þá fjárhæðin renna beint til stofnunarinnar á móti kröfum hennar á hendur hinum meðlagsskylda.
Af atvinnuleysisbótum greiðir hinn atvinnulausi 4% í lífeyrissjóð og Atvinnuleysistryggingasjóður 6%.
Elli- og örorkulífeyrir, svo og örorkustyrkur frá Tryggingastofnun ríkisins, skal koma til frádráttar atvinnuleysisbótum. Sama gildir um greiðslur úr almennum og frjálsum lífeyrissjóðum. Nú fær hinn atvinnulausi ekki fullar atvinnuleysisbætur og skal þá eingöngu skerða bæturnar hlutfallslega.
Bætur vegna barna skv. 2. mgr. 7. gr. skerðast ekki.
Nú hefur umsækjandi, sem áunnið hefur sér bótarétt, auk þess stundað skólanám á síðustu tólf mánuðum í ekki skemmri tíma en sex mánuði og lokið námi eða einsýnt þykir að hann hafi hætt námi og skal þá reikna honum 13 vikur vegna námsins til viðbótar vinnuframlagi hans. Nú á umsækjandi geymdan bótarétt, sbr. 3. og 4. gr., og fær hann þá bætur í samræmi við það, nema starfstími hans eftir að hann hóf að nýju störf gefi tilefni til annars.
Hafi umsækjandi notið atvinnuleysisbóta á síðustu tólf mánuðum skal reikna honum bótadaga á því tímabili til starfstíma í sama hlutfalli og bótaréttur hans var.
Atvinnuleysistryggingasjóður semur skrá um ákvörðun dagpeninga. Skráin skal tilgreina 76 þrep, frá 25% til 100% bóta, þannig að bætur hækki um 1% hámarksbóta við hvert þrep eftir starfstíma og starfshlutfalli.
Við ákvörðun bóta til manns, sem starfaði sem launamaður áður en hann varð atvinnulaus, er heimilt að taka tillit til starfstímabila sem hann á að baki í EES-landi, enda hafi hann fallið undir löggjöf um bætur vegna atvinnuleysis í því landi og leggi fram tilskilin vottorð um áunnin starfstímabil og tryggingatímabil þar. Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um hvaða skilyrðum þarf að vera fullnægt til að njóta réttar samkvæmt framangreindu.
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að synja um greiðslu atvinnuleysisbóta samkvæmt þessari grein ef hún telur að fyrirtæki hafi ekki tilgreint nægilegar ástæður samdráttar. Ekki verða greiddar bætur samkvæmt þessari grein lengur en 30 bótadaga fyrir hvern starfsmann á almanaksári. Komi til uppsagna starfsmanna falla greiðslur niður og eiga þeir ekki bótarétt að nýju fyrr en að loknum uppsagnarfresti.
Þeim sem ekki hefur gert starfsleitaráætlun er skylt að láta skrá sig vikulega hjá viðurkenndum skráningaraðila. Geti umsækjandi ekki látið skrá sig vegna veikinda skal hann láta skrá sig næsta dag sem honum er unnt.
Skrái hinn atvinnulausi sig ekki á tilskildum degi skal hann sæta missi bóta fyrir þá daga sem liðnir eru frá síðustu skráningu þar til hann skráir sig á ný.
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs getur, að fengnum tillögum svæðisráðs svæðisvinnumiðlunar, ákveðið að á afmörkuðum svæðum og í tiltekinn tíma skuli skráning skv. 2. mgr. fara fram með öðrum hætti en vikulega.
Bótaréttur fellur ekki niður þótt sá sem notið hefur bóta í skemmri tíma en fjórar vikur hafni vinnu í starfsgrein sem hann hefur ekki áður stundað, enda séu góðar líkur á að hann muni fá vinnu í sinni starfsgrein.
Þegar hafnað er vinnu fjarri heimili metur úthlutunarnefnd hvort það skuli varða missi bótaréttar og skal þá gætt m.a. heimilisástæðna umsækjanda.
Bjóðist hinum atvinnulausa starf sem að starfshlutfalli er minna en bótaréttur hans segir til um skal úthlutunarnefnd meta með hliðsjón af möguleikum hans á fullu starfi, sbr. og 6. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga þessara, hvort honum sé eftir atvikum rétt eða skylt að taka því hlutastarfi sem í boði er.
Um missi bótaréttar samkvæmt þessari grein gilda að öðru leyti ákvæði 4. tölul. 5. gr.
Fyrsta brot varðar missi bóta í 2–6 mánuði en ítrekað brot í 1–2 ár.
Úthlutunarnefnd ákvarðar bætur og missi bóta samkvæmt lögum þessum.
Umsækjanda og Atvinnuleysistryggingasjóði skal tilkynnt um ákvörðun úthlutunarnefndar. Þessum aðilum er heimilt að skjóta ákvörðun úthlutunarnefndar til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, sbr. 17. gr., innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málskot frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.
Þóknun til úthlutunarnefnda greiðist úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar, svo og kostnaður sem af starfi nefndanna leiðir.
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að ákveða að fleiri en ein úthlutunarnefnd séu starfandi í umdæmi svæðisvinnumiðlunar ef það er talið nauðsynlegt með tilliti til fjölda atvinnulausra í umdæminu.
Úthlutunarnefnd ákveður fyrirkomulag á afgreiðslu bóta.
Nefndarmenn skulu hafa víðtæka þekkingu á vinnumarkaðinum. Formaður og varamaður hans skulu fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaðir héraðsdómarar. Úrskurðir nefndarinnar fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.
Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvörðun ráðherra.
Atvinnuleysistryggingasjóður skal sjá til þess að úrskurðir nefndarinnar séu gefnir út árlega.
Aðalmenn stjórnarinnar skulu kjósa úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdaráð. Formaður stjórnar skal eiga sæti í því. Ráðið hefur heimild til þess að taka fullnaðarákvarðanir um mál sem ekki fela í sér stefnubreytingar fyrir sjóðinn. Öll stjórnin skal taka þátt í gerð umsagna og tillagna um breytingar á lögum og reglum um sjóðinn og meiri háttar ákvörðunum sem snerta fjárhag hans.
Þóknun stjórnarmanna greiðist úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvörðun ráðherra.
Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans.
Stjórnin skal setja reglur um styrki samkvæmt þessari grein sem hljóta skulu staðfestingu félagsmálaráðherra.
Með einstaklingsbundnar upplýsingar, sem Atvinnuleysistryggingasjóði eru látnar í té samkvæmt þessari grein, skal farið sem trúnaðarmál.
Nú hefur maður aflað sér bóta með því að gefa rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum um hagi sína og skal hann þá til viðbótar missi bóta skv. 15. gr. endurkrafinn um allt að tvöfaldri þeirri bótafjárhæð sem þannig var aflað.
1)Rg. 221/1973. Rg. 524/1996, sbr. 545/1997. Rg. 705/1995. Rg. 545/1997. Rg. 740/1997. Rg. 741/1997.