Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 62/1993, 10. gr.2)L. 23/1991, 24. gr. Augl. 574/1993.3)L. 39/1997, 1. gr.
[Aðeins má skrá til fiskveiða hér á landi skip sem eru í eigu eftirtalinna aðila:
[Forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) ákveður að hverju leyti för eða tæki, sem á sjó fljóta, en eru ekki knúin af hreyfiafli í þeim sjálfum, skuli tekin á skipaskrá.
Bráðabirgðaskráning má fara fram á skipum sem eru í smíðum eða ófullgerð að öðru leyti eftir reglum sem [forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) setur.
Aðalskipaskrá skal greina um hvert skip sér:
[Siglingastofnun]1) gefur árlega út skipaskrá yfir íslensk þilskip.
[Forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) getur veitt eiganda skips einkarétt til nafns á skipi. Sama gildir um einkarétt til reykháfsmerkja og annarra einkenna á skipinu, þar á meðal sérfána. Bannað er öðrum að nota skipanöfn eða einkenni sem einkaréttur hefur verið veittur á eða svo lík nöfn eða einkenni að villu geti valdið, þó má haldast óbreytt nafn og einkenni skips sem skráð hefur verið fyrir veitingu á einkaleyfi meðan það helst í eigu sama aðila. Einkaréttur til nafns eða einkennis fellur úr gildi þrem árum eftir að skip hefur verið afmáð af skipaskrá ef eigandi heitisins eða einkennisins hefur ekki endurnýjað það á öðru skipi. [Siglingastofnun]1) heldur skrá yfir nöfn og einkenni skipa sem einkaréttur hefur verið veittur á og birtir jafnóðum í Lögbirtingablaðinu allar einkaleyfisveitingar svo og í árlegri skipaskrá.
Eigandi skips eða eigendur senda [Siglingastofnun]1) beiðni um skráningu, ritaða á eyðublað frá stofnuninni, eins og getið er í 17. gr.
[Forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) ákveður hvaða upplýsingar um skip, sem getur í 4. gr., skuli vera í skráningarbeiðni, enda skal eyðublað fyrir beiðnina bera það með sér.
Fylgja skal skráningarbeiðni skipasmíðaskírteini eða annað eignarheimildarbréf skráningarbeiðanda. Ef notað skip er flutt hingað til lands frá útlöndum skal fylgja vottorð hlutaðeigandi erlends skráningaryfirvalds um að skipið hafi annaðhvort ekki verið skráð þar eða að öðrum kosti afmáð þar af skipaskrá.
[Siglingastofnun]1) sendir hlutaðeigandi [þinglýsingarstjóra]2) tilkynningu um skráningu þegar hún hefur farið fram.
[Forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) getur veitt leyfi og einkarétt til nafns skips og annarra einkenna þó að skilyrði til skráningar séu ekki enn fyrir hendi.
1)Rg. 493/1986 (um merkingu skipa).
Bannað er að leyna nafni skips eða heimili eða nema brott. Ekki má heldur merkja skip öðru nafni en það er skráð undir.
Í þjóðernis- og skrásetningarskírteini til bráðabirgða skal greina:
Beiðni um útgáfu þjóðernis- og skrásetningarskírteinis til bráðabirgða skulu fylgja fullnægjandi gögn um atriði þau sem greina skal í skírteininu, svo og vottorð hlutaðeigandi erlends skráningaryfirvalds um að skipið hafi annaðhvort ekki verið skráð þar eða að öðrum kosti afmáð þar af skipaskrá.
Jafnskjótt sem fulltrúi Íslands gefur út þjóðernis- og skrásetningarskírteini skal hann senda [Siglingastofnun]1) staðfest afrit af því og gögnum þeim sem útgáfubeiðni fylgdu.
Þjóðernis- og skrásetningarskírteini skal ávallt fylgja skipi, enda skal sýna það yfirvöldum þegar þess er krafist.
Bráðabirgðaþjóðernisskírteini skal gilda sem venjulegt þjóðernis- og skrásetningarskírteini en þó eigi lengur en einn almanaksmánuð frá útgáfudegi nema sérstök heimild [forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) komi til.
Að öðru leyti er bæði handhafa þjóðernis- og skrásetningarskírteinis og öllum öðrum en [Siglingastofnun]1) bannað að rita nokkuð á skírteinin eða breyta nokkru í þeim.
Óheimilt er nýjum eiganda að láta lögskrá skipshöfn á skipið í sínu nafni fyrr en skráningarbeiðnin hefur borist [Siglingastofnun],2) skipið verið skráð á aðalskipaskrá og nauðsynleg skjöl gefin út því til handa, enda skulu þau sýnd lögskráningarmanni.
Þegar eigendaskipti verða samkvæmt framanskráðu ber hinn fyrri eigandi ábyrgð á skoðunargjöldum vegna skipsins uns umskráning hefur farið fram.
Nú er nafni skips eða heimilisfangi breytt á aðalskrá og tilkynnir [Siglingastofnun]1) það þá þegar í stað [þinglýsingarstjóra]2) í því þinglýsingaumdæmi þar sem skip á eða átti heimilisfang, en hann skal án tafar tilkynna breytinguna veðhöfum eða öðrum óbeinum rétthöfum í skipinu ef þeir eru kunnir.
Nú veldur hið nýja heimilisfang því að skip er flutt milli þinglýsingaumdæma og skal [Siglingastofnun]1) þá einnig tilkynna flutninginn [þinglýsingarstjóra]2) í því umdæmi sem skip er flutt í. [Þinglýsingarstjóri]2) í því umdæmi, þar sem skipið átti áður heimilisfang, skal tafarlaust senda [þinglýsingarstjóra]2) í því umdæmi, sem skip er flutt í, staðfest endurrit eða ljósrit af öllum þinglýstum skjölum sem í gildi eru um skipið og enn fremur eignar- og veðbókarvottorð. Skulu skjöl þessi þinglesin í hinu nýja umdæmi skipsins, enda rofna réttaráhrif þinglýsingar ekki vegna flutningsins. Fyrir hinn nýja þinglestur skal ekkert gjald greiða.
Framangreind atriði skulu sönnuð með opinberu vottorði, skoðun eða á annan þann hátt sem [forstjóri Siglingastofnunar Íslands]1) telur fullnægjandi.
Þegar eiganda skips verður kunnugt um einhver atriði sem eiga að valda afmáningu þess af skipaskrá samkvæmt 1. mgr. skal hann þegar í stað tilkynna [Siglingastofnun]1) það á viðeigandi eyðublaði, sbr. 17. gr. Ef skipið hefur fengið þjóðernis- og skrásetningarskírteini skal eigandi afhenda það [Siglingastofnun]1) nema glatað sé.
Hvort sem rannsókn samkvæmt 1. mgr. hefur fram farið eða ekki getur eigandi skips eða annar aðili, sem réttar hefur að gæta en telur rétti sínum hallað með úrlausn [forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) eða ráðherra, borið mál sitt undir úrlausn dómstóla.
[Forstjóra Siglingastofnunar Íslands]1) er einnig heimilt, ef nauðsyn ber til að skip fari þegar til útlanda, að veita því þjóðernis- og skrásetningarskírteini til bráðabirgða til siglingar þangað enda þótt eitthvað bresti á til þess að skráning á aðalskipaskrá megi þegar fram fara.
1)Rg. 153/1997.
Hver sem lætur skip, sem skylt er að hafa þjóðernis- og skrásetningarskírteini, sigla án þess, sbr. 9. gr., skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að skila ekki þjóðernis- eða skrásetningarskírteini þegar slíkt er skylt, sbr. 11. og 15. gr. Enn varðar sömu refsingu að rita nokkuð á þjóðernis- og skrásetningarskírteini heimildarlaust, sbr. 10. gr.
Brot gegn ákvæðum 2. gr. um notkun þjóðfána og brot gegn ákvæðum 5. gr. um einkarétt til nafns eða einkenna varða sektum.
Nú er brot, sem um getur í 21.--23. gr., framið með verknaði, svo sem skjalafalsi, sem refsiverður er samkvæmt almennum hegningarlögum og skal þá einnig beita viðeigandi ákvæðum þeirra.
...1)
Sektir renna í ríkissjóð.
Lög þessi hagga ekki við neinum ákvæðum laga um rétt til fiskveiða í landhelgi, nr. 33 19. júní 1922.1)
1)Nú l. 13/1992.