Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá innan árs kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá þeirri kosningu. Ákveður forsætisráðherra þá kjördag, en að öðru leyti fer eftir fyrirmælum laga þessara.
Kjósandi, er greiðir atkvæði á kjörfundi, markar með ritblýi kross á kjörseðilinn framan við nafn þess frambjóðanda, er hann vill kjósa, af þeim, sem í kjöri eru.
Um kosningaathöfnina sjálfa, sem og undirbúning hennar, atkvæðagreiðslu utan kjörstaða og á kjörstað fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á.]1)
Annars úrskurðar hæstiréttur um það, hvort fresta þarf kosningu vegna andláts forsetaefnis og undirbúa kosningu að nýju.
Nú er ágreiningur um kjörgengi forsetaefnis, og sker þá hæstiréttur úr.
Kærur um ólögmæti forsetakjörs, aðrar en refsikærur, skulu sendar hæstarétti eigi síðar en 5 dögum fyrir fund þann, er í 11. gr. getur.