Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi gilda þó ekki þegar bú fyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta.
Lög þessi gilda ekki um haffær skip.
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um rétt launþega til elli- og örorkulífeyris eða eftirlifendabóta þegar um er að ræða lífeyrissjóði fyrir eina eða fleiri starfsstéttir sem starfa samkvæmt sérstökum lögum eða reglugerð sem staðfest hefur verið af fjármálaráðuneytinu.
Ákvæði 2. mgr. getur þó aldrei leitt til skerðingar á áunnum réttindum úr þeim sjóðum sem þar um ræðir. Skiptir þá engu máli hvort starfsmaður starfar áfram við reksturinn eftir aðilaskipti eða ekki.
Sé ráðningarsamningi rift vegna þess að aðilaskipti hafa í för með sér verulegar breytingar á starfsskilyrðum starfsmanni í óhag skal litið svo á að atvinnurekandi beri ábyrgð á riftun samningsins.
Ef trúnaðarmaður missir umboð sitt vegna aðilaskiptanna skal hann eftir sem áður njóta þeirrar verndar sem lög eða samningar kveða á um.