Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Tæknisæðing: Aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum.
Glasafrjóvgun: Aðgerð þegar eggfruma, sem numin hefur verið úr líkama konu, er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans.
Kynfrumur: Eggfrumur og sæðisfrumur.
Fósturvísir: Frjóvgað egg á öllum þroskastigum þess, allt frá því að það er frjóvgað og þar til það kemst á fósturstig.
Gjafi: Einstaklingur sem leggur öðrum til kynfrumur.
Staðgöngumæðrun: Tæknifrjóvgun framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og hefur fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu.
Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð og væntanlegum gjöfum faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga.
1)Rg. 568/1997, sbr. 585/1997.
Áður en tæknifrjóvgun fer fram og samþykki skv. a-lið 1. mgr. er veitt skal gefa parinu upplýsingar um meðferðina og þau læknisfræðilegu, félagslegu og lögfræðilegu áhrif sem hún kann að hafa.
Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram. Synjun má kæra til landlæknis sem sendir kæruna tafarlaust til meðferðar sérstakrar nefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í nefndinni skulu eiga sæti þrír fulltrúar og jafnmargir til vara, einn lögfræðingur, einn læknir og einn félagsráðgjafi. Ákvörðun nefndarinnar er endanleg.
Ráðherra setur nánari reglur1) um framkvæmd ákvæðis þessa, m.a. um heimild til að leita umsagnar barnaverndarnefndar um félagslegar aðstæður parsins.
Óski gjafi eftir nafnleynd er heilbrigðisstarfsfólki skylt að tryggja að hún verði virt. Í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upplýsingar um parið sem fær gjafakynfrumur eða um barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafann.
Óski gjafi ekki eftir nafnleynd skal stofnunin varðveita upplýsingar um hann í sérstakri skrá. Verði til barn vegna kynfrumugjafarinnar skal varðveita upplýsingar um það og parið sem fékk gjafakynfrumurnar í sömu skrá.
Barnið, sem verður til vegna kynfrumugjafar þar sem gjafi óskar ekki eftir nafnleynd, getur er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að skrá skv. 3. mgr. til að fá upplýsingar um nafn gjafans. Nú fær barn upplýsingar um kynfrumugjafa hjá stofnuninni og ber henni þá eins fljótt og auðið er að tilkynna honum um upplýsingagjöfina.
Gjöf fósturvísa er óheimil.
Staðgöngumæðrun er óheimil.
Sá sem leggur kynfrumur til skal veita skriflegt samþykki fyrir geymslunni í samræmi við tilgang hennar, enda hafi honum áður verið veittar upplýsingar um áhrif geymslunnar á kynfrumurnar og hin almennu skilyrði sem sett eru fyrir geymslu kynfrumna í lögum þessum og reglum samkvæmt þeim.
Geymsla fósturvísa er háð því skilyrði að karlmaður sá og kona, sem leggja kynfrumurnar til, veiti skriflegt samþykki fyrir geymslunni í samræmi við tilgang hennar, enda hafi þeim áður verið veittar upplýsingar um áhrif geymslunnar á fósturvísana og hin almennu skilyrði sem sett eru fyrir geymslu kynfrumna og fósturvísa í lögum þessum og reglum samkvæmt þeim.
Fósturvísa má eingöngu nota í samræmi við samþykki þeirra sem lögðu kynfrumurnar til.
1)Rg. 568/1997.
Að hámarksgeymslutíma liðnum skal eyða ónotuðum kynfrumum og fósturvísum.
Nú er hámarksgeymslutími kynfrumna ekki liðinn en sá sem lagði til kynfrumur andast og skal þá eyða ónotuðum kynfrumum nema tilgangur geymslunnar hafi verið gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun.
Nú er hámarksgeymslutími fósturvísa ekki liðinn en karlmaður sá og kona, sem lögðu kynfrumurnar til, slíta hjúskap eða sambúð og skal þá eyða fósturvísunum. Sama gildir ef annað þeirra andast nema um gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun hafi verið að ræða.
Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum:
1)Rg. 568/1997.
Fyrir hlutdeild í broti skal refsa á sama hátt nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.