Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með jónandi geislun er átt við geislun frá geislavirkum efnum, röntgengeislun eða aðra geislun sem hefur hliðstæð líffræðileg áhrif.
Með geislatækjum er átt við tæki sem innihalda geislavirkt efni eða framleiða jónandi geislun.
Ráðherra skipar stofnuninni stjórn sem í eiga sæti þrír menn með sérþekkingu á viðfangsefnum stofnunarinnar. Ráðherra skipar formann. Skipunartími stjórnarinnar er fjögur ár.
1)Rg. 5/1968, sbr. 274/1981 og 445/1982 (Geislavarnir ríkisins. Sett skv. l. 95/1962). Rg. 449/1982, sbr. 650/1983, 153/1984, 136/1985, 241/1987 og 14/1988. Rg. 356/1986. Rg. 516/1993. Rg. 517/1993.
Heilbrigðismálaráðherra setur gjaldskrá vegna eftirlitsins og annarrar þjónustu, að fengnum tillögum Geislavarna ríkisins. Um innheimtu skal kveða á í reglugerð. Eftirlitsgjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í hinu eftirlitsskylda tæki í 2 ár eftir gjalddaga.
1)Rg. 120/1988.
Með ekki-jónandi geislun er átt við útfjólubláa geislun, laser-geislun,1) örbylgjugeislun eða aðra geislun sem hefur hliðstæð líffræðileg áhrif.