Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú er lóðarúthlutun afturkölluð, lóð skilað, byggingarleyfi afturkallað eða ekki nýtt af lóðarhafa og ber sveitarfélagi að endurgreiða gatnagerðargjald af viðkomandi lóð.
Heimilt er að innheimta gatnagerðargjald ef reist er nýtt hús á áður byggðri lóð að því er stækkuninni nemur. Sama gildir ef eldra hús er stækkað.
Gatnagerðargjald, sem miðað er við stærð byggingar, getur af hverjum rúmmetra eða fermetra numið allt að 15% af heildarbyggingarkostnaði samsvarandi einingar í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Fjárhæð gjaldsins má ákveða með tilliti til leyfilegrar stærðar byggingar samkvæmt því skipulagi sem gildir fyrir viðkomandi lóð. Gatnagerðargjald, sem miðað er við stærð lóðar, skal ekki vera hærra en ef það væri miðað við stærð byggingar samkvæmt gildandi aðal- eða deiliskipulagi.
1)Rg. 543/1996.
Sveitarstjórn skal setja sér sérstaka gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald þar sem kveðið er nánar á um álagningu gjaldsins, innheimtu þess og hvað er innifalið í gjaldinu samkvæmt lögum þessum og reglugerð um gatnagerðargjald. Sveitarstjórn skal auglýsa gjaldskrána og efnislegar breytingar á henni á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar í sveitarfélaginu.