Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stofnunin er samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða hér á landi og er ætlað að efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi á því sviði.
Stofnunin hefur aðsetur á Akureyri.
Formaður samvinnunefndar um málefni norðurslóða, sbr. 5. gr., skal vera formaður stjórnar, en einn skal tilnefndur af samvinnunefndinni og einn án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Stjórnin fjallar um stefnu og starfsáætlanir stofnunarinnar.
Forstöðumaður fer með daglega stjórn stofnunarinnar og hefur umsjón með rekstri hennar. Hann skal í samráði við stjórn annast stefnumótun og áætlanagerð og hafa umsjón með fjáröflun.
Forstöðumaður ræður aðra starfsmenn.
1)Rg. 506/1997.
Hlutverk nefndarinnar er að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.