Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Deildin lætur fiskeldisstöðvum í té vottorð um heilsufar fisks í stöðinni eftir því sem reglubundið eftirlit, sbr. lög nr. 76/1970 og lög nr. 61/1985,1) og rannsóknir og önnur starfsemi deildarinnar samkvæmt lögum þessum gefa tilefni til.
1)L. 61/1985 breyta l. 77/1981, um dýralækna.
Deildarstjóri sér um stjórn deildarinnar og markar henni stefnu og starfssvið í samræmi við lög og reglur og sér um tengsl við þá er varnir gegn fisksjúkdómum varða. Hann annast gerð starfs- og fjárhagsáætlunar og ber ábyrgð á fjárhag deildarinnar.
Rannsóknadeildin getur samið við aðrar rannsóknastofnanir um að annast tiltekna þætti rannsókna vegna fisksjúkdóma í landinu.
Í hverri eldisstöð skal vera eftirlitsbók eða annað tilsvarandi skráningarform þar sem skráðar eru heimsóknir fulltrúa Rannsóknadeildar fisksjúkdóma og niðurstöður eftirlits dýralækna og athugasemdir þeirra, sem og fyrirmæli er varða sjúkdómavarnir.
Vilji umsjónarmaður eldisstöðvar eigi hlíta skriflegum fyrirmælum eftirlitsaðila er rétt að skjóta málinu til úrskurðar landbúnaðarráðherra.
1)Rg. 403/1986, sbr. 597/1989 og 148/1992.
Ef tilteknir smitsjúkdómar, sem taldir eru hættulegir eða sérstaklega er getið í reglugerð,1) greinast skal rannsóknadeildin þegar í stað tilkynna um sjúkdóminn til fisksjúkdómanefndar og dýralæknis fisksjúkdóma.
Fisksjúkdómanefnd skal þá í samráði við Rannsóknadeild fisksjúkdóma og dýralækni fisksjúkdóma gera tillögur til ráðherra um nauðsynlegar aðgerðir og varúðarráðstafanir.
Að fengnum úrskurði ráðherra skal dýralæknir fisksjúkdóma hafa með höndum nauðsynlegar aðgerðir í samvinnu við héraðsdýralækna.
Gæta skulu þeir þó þess að valda ekki meiri truflun á starfseminni en nauðsynlegt er hverju sinni.
Eigi er þó heimilt að krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem eru nauðsynlegar eða kunna að vera nauðsynlegar vegna eftirlitsins. Ekki er heimilt að láta öðrum í té upplýsingar sem ætla má að fara eigi leynt.
Kostnaður við rannsóknir í klak- og eldisstöð, sem sett hefur verið í sölu- eða dreifingarbann vegna uppkomins sjúkdóms, skal greiddur úr ríkissjóði.
Að öðru leyti skal starfsemi deildarinnar kostuð úr ríkissjóði.
Með mál vegna brota skal fara að hætti opinberra mála.