Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Virkjun Blöndu í Blöndudal (Blönduvirkjun) með allt að 180 MW afli,
Ríkisstjórninni er heimilt að semja við Landsvirkjun m.a. um að reisa og reka eftirtaldar vatnsaflsvirkjanir. Uns þeir samningar hafa tekist skulu Rafmagnsveitur ríkisins hafa með höndum rannsóknir, hönnun og undirbúningsframkvæmdir í nánu samráði við Landsvirkjun.
[Iðnaðarráðherra er heimilt að veita Hitaveitu Reykjavíkur leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum með allt að 76 MW afli, í tveimur áföngum (38 MW hvor áfangi), enda liggi fyrir samningur um rekstur hvors áfanga virkjunarinnar um sig sem hluta af raforkukerfi landsins.]2)
Einnig getur ríkisstjórnin heimilað Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins, Hitaveitu Suðurnesja og/eða öðrum aðilum, er standa að virkjun jarðvarma, að reisa og reka jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu á háhitasvæðum eða stækka slík orkuver, sem fyrir eru, um samtals 50 MW, enda fullnægi aðili skilyrðum sem ríkisstjórnin kann að setja fyrir slíkum heimildum í því skyni að tryggja hagkvæman heildarrekstur raforkukerfisins.
Virkjunaraðila er heimilt að gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatna- og háhitasvæðum þeirra virkjana, sem lög þessi taka til, í því skyni að tryggja rekstur orkuveranna gegn truflunum og til að ná fram áætlaðri vinnslugetu.
Virkjunaraðila er einnig heimilt að reisa og reka orkuveitur til að tengja framangreind orkuver við núverandi landskerfi og Rafmagnsveitum ríkisins og/eða Landsvirkjun er heimilt að styrkja landskerfið að því marki, sem nauðsynlegt er talið til að flytja orkuna til afhendingarstaða út frá landskerfinu.
Ríkisstjórnin getur enn fremur heimilað Rafmagnsveitum ríkisins, Landsvirkjun og Orkubúi Vestfjarða að reisa varastöðvar með samtals allt að 50 MW afli á næstu 10 árum í því skyni að tryggja viðunandi öryggi notenda gagnvart bilunum.