Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 119/1989, 1. gr. Með l. 26/1991, 35. gr., er mælt fyrir um heimild fjármálaráðherra til að fella niður eða endurgreiða vsk. af gjöfum til björgunarsveita, mannúðarmála, líknarmála og vísindarannsókna, en sú heimild var þó ekki felld inn í þessa grein l. 50/1988.2)L. 122/1993, 16. gr.3)L. 46/1995, 1. gr.4)L. 111/1992, 46. gr.5)Rg. 564/1989, sbr. 612/1995.6)L. 55/1997, 1. gr.
Skattskyldan nær til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sbr. þó 3. mgr.
[Eftirtalin vinna og þjónusta er undanþegin virðisaukaskatti:]1)
Undanþágur skv. 3. mgr. ná aðeins til sölu eða afhendingar vinnu og þjónustu sem þar getur, en ekki til virðisaukaskatts (innskatts) af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr.
[Góðgerðarstarfsemi er undanþegin skattskyldu,5) enda renni hagnaður af henni að öllu leyti til líknarmála. Skilyrði fyrir undanþágu er að starfsemin sé á ábyrgð og fjárhagsleg áhætta aðila og hann hafi fengið staðfestingu skattstjóra um að framangreind skilyrði séu uppfyllt. Eftirtalin starfsemi telst góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu:
[Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir undanþágum samkvæmt þessari grein.]1)
[Aðilar, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir 3. og 5. mgr. 2. gr., skulu greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu þegar vara er framleidd eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota og í samkeppni við skattskylda aðila skv. 1. mgr. Jafnframt skulu aðilar sem stunda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á eigin kostnað, þar með talið viðhald og endurbætur, greiða virðisaukaskatt af eigin vinnu, vinnu starfsmanna og efnis- og tækjanotkun, hvort sem byggt er til sölu, leigu eða til eigin nota. Eigin vinna byggingaraðila er þó ekki skattskyld þegar aðili byggir eingöngu til eigin nota, enda noti hann ekki vinnuafl launþega við hönnun eða framkvæmdir og vinnan er ekki í iðn- eða sérfræðigrein hans eða sambærilegri grein. Þá skulu ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu vegna eigin nota, enda sé ekki um að ræða vinnu eða þjónustu skv. 3. mgr. 42. gr. sem innt er af hendi utan sérstaks fyrirtækis eða þjónustudeildar. Fjármálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur2) um framkvæmd ákvæðisins, þar með talið um það hvenær starfsemi geti verið í samkeppni við atvinnufyrirtæki, skattverð, bókhald o.fl.]3)
1)L. 111/1992, 47. gr.2)Rg. 562/1989, sbr. 143/1991. Rg. 576/1989. Rg. 248/1990, sbr. 601/1995.3)L. 55/1997, 2. gr.
1)L. 119/1989, 3. gr.2)L. 55/1997, 4. gr.3)Rg. 515/1996.4)L. 40/1995, 1. gr.
Skattstjóri gefur út staðfestingu til skráningarskylds aðila um að skráning hafi átt sér stað.
Tilkynningar skv. 1. mgr. skal senda á þar til gerðum eyðublöðum sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á þessum eyðublöðum.
[Nú hefur aðili, sem að mati skattstjóra bar að tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi skv. 1. mgr., eigi sinnt umræddri tilkynningarskyldu og skal þá skattstjóri úrskurða hann sem skattskyldan aðila samkvæmt ákvæðum 3. gr. og tilkynna aðilanum þar um.]1)
[Eigi skal skrá aðila samkvæmt þessari grein ef samanlagðar tekjur hans af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu eru að jafnaði lægri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar, þar með talið vegna kaupa varanlegra rekstrarfjármuna. Þó á aðili rétt á skráningu ef hann sýnir fram á að kaup á fjárfestingarvörum standa í beinu sambandi við [sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu í atvinnuskyni á síðari rekstrartímabilum].2)
Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð3) nánari ákvæði um skráningu, þar með talið um afturvirka skráningu til allt að sex ára og um tryggingu vegna skráningar skv. 2. málsl. 5. mgr.]4)
1)Rg. 577/1989, sbr. 180/1993 og 697/1997. Rg. 487/1992. Rg. 170/1993. Rg. 63/1994. Rg. 125/1994.
Fyrirtæki, sem skráð eru samkvæmt heimild í 1. mgr., skulu greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til.
Skráning skv. 1. mgr. getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára.
Þeim, sem stunda byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð á eigin kostnað í þeim tilgangi að selja fasteignir skráðum aðilum samkvæmt lögum þessum, er heimilt að sækja um sérstaka skráningu til skattstjóra. Heimili skattstjóri slíka skráningu er aðila heimilt að færa til frádráttar sem innskatt virðisaukaskatt af öllum aðföngum er varða sölu hans á fasteign til hins skráða kaupanda, sbr. 1. mgr. 16. gr. Ráðherra setur nánari reglur um skilyrði sem uppfylla þarf til að öðlast skráningu samkvæmt þessari málsgrein, svo og um reikningshald og uppgjör til virðisaukaskatts samkvæmt henni.
Til skattverðs telst m.a.:
1)Augl. B 8/1994, sbr. 405/1997.2)L. 119/1989, 4. gr.
Við skipti á vörum eða þjónustu eða við afhendingu vöru án endurgjalds skal miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum. Liggi slíkt almennt gangverð ekki fyrir skal miða skattverð við reiknað útsöluverð þar sem tekið er tillit til alls kostnaðar að viðbættri þeirri álagningu sem almennt er notuð á vörur eða þjónustu af sama tagi.
Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar skulu einnig gilda um skattskyldar vörur og þjónustu sem fyrirtæki notar til að byggja fasteign til notkunar fyrir eiganda þess. Hið sama gildir um skattskyldar vörur og þjónustu sem fyrirtæki notar til að byggja fasteign á eigin kostnað þegar nota á fasteignina í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða til að byggja fasteign sem síðar á að selja eða leigja eða nota í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.
[Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur1) um mat til verðs samkvæmt þessari grein.]2)
[Bílaleigum og tryggingafélögum, sem vegna starfsemi sinnar hafa keypt notuð ökutæki, er heimilt að ákvarða skattverð skv. 1. mgr. við endursölu þeirra.]1)
Sé skattverð notaðra ökutækja ákvarðað með þeim hætti, sem lýst er í 1. og 2. mgr., má ekki tilgreina fjárhæð virðisaukaskatts á reikningi eða á annan hátt þannig að hægt sé að reikna út fjárhæð virðisaukaskattsins, hvorki vegna sölunnar til endurseljandans né vegna endursölunnar sjálfrar.]2)
Til skattskyldrar veltu telst sala eða afhending á vöru sem seld er í umsýslu- eða umboðssölu.
Til skattskyldrar veltu telst sala eða afhending á vélum, tækjum og öðrum rekstrarfjármunum. Sama gildir um vörubirgðir, vélar, tæki og aðra rekstrarfjármuni þegar fyrirtæki tilkynnir sig út af skrá, sbr. 1. mgr. 5. gr.
1)L. 55/1997, 5. gr.2)L. 111/1992, 48. gr.3)L. 119/1989, 6. gr.4)L. 122/1993, 18. gr.5)L. 115/1997, 1. gr.6)Rg. 500/1989, 563/1989, 194/1990.
Fjármálaráðherra getur í reglugerð6) sett nánari skilyrði fyrir undanþágum skv. 1. mgr. ...1)
Til skattskyldrar veltu telst ekki sala á vörum sem keyptar hafa verið eða notaðar í þeim tilgangi eingöngu er um ræðir í 3. mgr. 16. gr.
Eignayfirfærslu vörubirgða, véla og annarra rekstrarfjármuna má ekki telja til skattskyldrar veltu þegar yfirfærslan á sér stað í sambandi við eigendaskipti á fyrirtæki eða hluta þess og hinn nýi eigandi hefur með höndum skráðan eða skráningarskyldan rekstur samkvæmt lögum þessum. Við slíka sölu skal seljandi tilkynna skattyfirvöldum um eigendaskipti og söluandvirði eigi síðar en átta dögum eftir að eignayfirfærsla fór fram.
[Ef gefinn er út reikningur vegna afhendingar telst hún hafa farið fram á útgáfudegi reiknings, enda sé reikningur gefinn út fyrir eða samtímis afhendingu.]1)
Þegar greiðsla fer fram að fullu eða að hluta áður en afhending á sér stað teljast [80,32%]2) af hinni mótteknu fjárhæð til skattskyldrar veltu á því tímabili sem greiðsla fer fram, [eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.].1) ...2)
Vörur, sem afhentar eru til umsýslu- eða umboðssölu, má annaðhvort telja til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar afhending fer fram eða til veltu þess tímabils þegar gert er upp við umsýslu- eða umboðsmann. Sé síðarnefnda aðferðin valin má ekki gefa út reikning skv. 20. gr. fyrr en uppgjörið fer fram.
Við uppgjör á skattskyldri veltu er seljanda heimilt að draga frá sem hér segir:
Skattskyld vara og þjónusta, sem eigandi tekur út úr eigin fyrirtæki, telst til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar úttektin á sér stað. Sama gildir um skattskylda vöru og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.
1)L. 119/1989, 8. gr.2)L. 122/1993, 19. gr.3)L. 111/1992, 50. gr.4)Rg. 554/1993, sbr. 30/1994, 147/1994, 335/1994 og 502/1995.5)L. 149/1996, 1. gr.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal virðisaukaskattur af sölu á eftirtalinni vöru og þjónustu vera 14%:
Útskattur merkir í lögum þessum þann virðisaukaskatt sem fellur á skattskylda sölu eða afhendingu skattaðila á tímabilinu, sbr. V. kafla.
Innskattur merkir í lögum þessum þann virðisaukaskatt sem á tímabilinu fellur á kaup skattaðila á skattskyldum vörum og þjónustu til nota í rekstrinum, sbr. þó 16. gr.
Innskattur á uppgjörstímabili er sá virðisaukaskattur sem fram kemur á reikningum þeirra sem selt hafa hinum skattskylda aðila á tímabilinu, svo og virðisaukaskattur af innflutningi hans á tímabilinu, sbr. XI. kafla.
1)Rg. 192/1993, sbr. 306/1994.2)L. 122/1993, 20. gr.3)L. 106/1990, 3. gr.4)L. 111/1992, 51. gr.5)L. 149/1996, 2. gr.6)L. 40/1995, 3. gr.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglur1) um að til innskatts megi telja ákveðinn hluta af virðisaukaskatti innkaupa sem ekki varða eingöngu sölu skattaðila á vörum og skattskyldri þjónustu. [Jafnframt er ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að aðilar, sem kaupa notuð ökutæki til niðurrifs í atvinnuskyni, geti reiknað sér innskatt sem skráður er á sérstakan reikning og nemur 19,68% af kaupverði vörunnar.]2) Ráðherra getur einnig sett reglur um leiðréttingu á frádrætti vegna innskatts þegar breyting verður á notkun varanlegra rekstrarfjármuna, þar á meðal fasteigna, sem hefur í för með sér breytingu á frádráttarrétti. Leiðréttingin getur tekið til allt að fimm ára frá því að fjármunanna var aflað. Varðandi fasteignir getur leiðréttingin þó tekið til allt að tíu ára. Í reglum um slíkar leiðréttingar getur ráðherra haft hliðsjón af þeim verðbreytingum sem orðið hafa frá því að fjármunanna var aflað.
Til innskatts er ekki heimilt að telja virðisaukaskatt af aðföngum er varða eftirfarandi:
Ríki, bæjar- og sveitarfélög og stofnanir þeirra mega einungis telja til innskatts virðisaukaskatt af þeim aðföngum sem eingöngu varða sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. Sama á við um innskatt af skattskyldum eigin notum þeirra aðila er greinir í 2. mgr. 3. gr.
Þegar vörur, sem notaðar eru af eiganda fyrirtækis, teljast til skattskyldrar veltu fyrirtækisins skv. 1. mgr. 11. gr. má telja virðisaukaskatt af innkaupunum til innskatts. Hið sama gildir um skattskyldar vörur og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði er rakin eru í 3. mgr. þessarar greinar.
Þrátt fyrir ákvæði 6. tölul. 3. mgr. þessarar greinar er skattskyldum aðilum, sem hafa með höndum sölu eða leigu bifreiða, heimilt að telja skatt af aðföngum vegna þeirra viðskipta sem innskatt.
[Skattskyldum aðilum er skylt, eftir nánari reglum sem fjármálaráðherra setur með reglugerð, að auðkenna ökutæki sín þegar virðisaukaskattur af öflun þeirra eða leigu telst til innskatts.]4) [Hafi aðili talið til innskatts virðisaukaskatt af öflun eða leigu ökutækis en ökutækið er síðar tekið til annarrar notkunar þar sem honum er heimill minni eða enginn frádráttarréttur ber honum að tilkynna það til skattstjóra áður en notkun er breytt og fjarlægja auðkenni sem sett hafa verið á ökutækið samkvæmt þessari grein.]5)
[Þeir aðilar, sem um ræðir í 1. mgr. 10. gr., geta við skil á virðisaukaskatti dregið frá reiknuðum útskatti á hverju uppgjörstímabili 19,68% af neikvæðum mismun á söluverði og innkaupsverði seldra ökutækja á viðkomandi uppgjörstímabili, enda eigi formskilyrði 3. mgr. 10. gr. við um söluna að öðru leyti.]6)
[Allar bækur, uppgjör og gögn, er varða virðisaukaskattsskil, skal varðveita í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þeim sem nota sjóðvélar er þó ekki skylt að varðveita innri strimla lengur en þrjú ár frá lokum viðkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengið bókhald og undirritaður ársreikningur.]1)
Reki aðili, sem er skattskyldur samkvæmt lögum þessum, margþætta starfsemi, þannig að sumir þættir hennar séu skattskyldir en aðrir undanþegnir skattskyldu, skulu hin skattskyldu og undanþegnu viðskipti greinilega aðgreind bæði í bókhaldi hans og á virðisaukaskattsskýrslu.
Virðisaukaskattsskyldum innkaupum og þeim sem undanþegin eru virðisaukaskatti skal halda aðgreindum í bókhaldi.
Í bókhaldi skal og færa sérstaka reikninga yfir innskatt annars vegar og útskatt hins vegar. Reikninga þessa má færa í lok hvers uppgjörstímabils, enda sé hægt að reikna skattfjárhæðirnar beint á grundvelli reikninga bókhaldsins yfir kaup og sölu skattskyldrar vöru og þjónustu.
[Skattskyldir aðilar, sem ekki færa bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, skulu færa sérstakt bókhald yfir hin skattskyldu viðskipti. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um tilhögun slíks bókhalds.]1)
1)L. 119/1989, 9. gr.2)L. 111/1992, 52. gr.3)L. 55/1997, 6. gr.
Sé greitt að fullu eða að hluta áður en afhending fer fram, sbr. 3. mgr. 13. gr., skal móttakandi greiðslu gefa út kvittun til greiðanda í samræmi við ákvæði 1. mgr. þessarar greinar eftir því sem við á.
Þegar seldum verðmætum er skilað til seljanda skal ætíð gefa út innleggsreikning (kreditreikning) fyrir hinum mótteknu verðmætum með tilvísun til fyrri reiknings. Sama gildir um afslátt sem veittur er eftir að reikningur hefur verið gefinn út, svo og leiðréttingar á fyrri reikningum.
[Við sölu, sem er að hluta til skattskyld og að hluta til undanþegin skatti, skal halda viðskiptum, sem eru skattskyld, greinilega aðgreindum á reikningi frá öðrum viðskiptum. Jafnframt skal á reikningi aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum, þannig að heildarverð vöru og þjónustu ásamt virðisaukaskatti komi sérstaklega fram vegna hvors skatthlutfalls.]2)
Seljandi skal varðveita samrit af reikningum og kvittunum samkvæmt þessari grein.
Skattskyldur aðili samkvæmt lögum þessum skal haga bókhaldi sínu og vörslu bókhaldsgagna þannig að hann geti að kröfu skattyfirvalda gefið upplýsingar um innkaup sín á skattskyldum vörum og þjónustu frá einstökum skattskyldum aðilum og um sölu sína á skattskyldum vörum og þjónustu til einstakra skattskyldra aðila samkvæmt lögum þessum.
Til sönnunar á innskatti skal skattskyldur aðili geta lagt fram reikninga eða önnur gögn í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Sömuleiðis skal aðili, sem flytur inn vörur erlendis frá, geta lagt fram greiðsluskjöl frá tollyfirvöldum fyrir virðisaukaskatti sem lagður er á vörur þær er hann flytur inn. Reikningur, að fjárhæð [6.000 kr.]3) eða minna, frá smásöluverslun eða aðila, sem nær eingöngu selur til endanlegs neytanda, telst fullnægjandi í þessu sambandi enda þótt ekki komi fram nafn og kennitala kaupanda.
1)Rg. 50/1993, sbr. 539/1993 og 136/1997.2)L. 122/1993, 21. gr.
[Fjármálaráðherra er heimilt að mæla fyrir um í reglugerð,1) þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að taka megi upp aðrar aðferðir við tekjuskráningu en kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr., enda sé í stað reiknings notað annað öruggt skráningar- og eftirlitskerfi.]2)
Þeir sem taka framleiðslu annarra til vinnslu eða endursölu skulu gefa út innleggsnótur (afreikninga) eða móttökukvittanir sem geta komið í stað reikninga skv. 20. gr., og gilda sömu reglur um þær og rakið er í 20. gr. eftir því sem við á. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda meðal annars um kaup eða móttöku samlaga, samvinnufélaga og annarra á framleiðsluvörum bænda, sjávarafla og hvers konar iðnaðarvörum, fullunnum og hálfunnum.
Nú tekur aðili, sem undanþeginn er skattskyldu, við innleggsnótu (afreikningi) þar sem virðisaukaskattur er tilgreindur eða þar sem tilgreint er að virðisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhæð og skal hann þá vekja athygli útgefanda innleggsnótu á því og endurgreiða honum skatt sem hann kann að hafa tekið við.
Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum, þrátt fyrir 1. mgr., að virðisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhæð skulu skila skattinum í ríkissjóð. Sama gildir um skattskylda aðila sem tilgreina á reikningum sínum of háan virðisaukaskatt eða virðisaukaskatt af viðskiptum sem ekki eru skattskyld. Verði leiðréttingu komið við gagnvart kaupanda fellur skilaskylda samkvæmt þessari málsgrein niður.
Í upplýsingum um verð á vöru eða skattskyldri þjónustu skal koma greinilega fram ef upp gefið verð er ekki með virðisaukaskatti.
1)Rg. 50/1993, sbr. 539/1993 og 136/1997. Rg. 562/1989, 576/1989, sbr. 376/1997. Rg. 248/1990.
Í reglugerð samkvæmt fyrri málsgrein má mæla fyrir um framtalsgögn og skjöl sem þeim skuli fylgja.
1)Rg. 667/1995, sbr. 588/1996 og 375/1997.2)L. 55/1997, 7. gr.3)L. 122/1993, 22. gr.
Virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattsskýrslu skal skila eigi síðar en á fimmta degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna viðskipta á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir.
Sé innskattur á einhverju uppgjörstímabili hærri en útskattur skal skráningarskyldur aðili senda skattstjóra innan sömu tímamarka skýrslu í því formi er um getur í 1. mgr.
Fyrirtæki geta fengið heimild hjá skattstjóra til þess að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur vegna þess að verulegur hluti veltunnar er undanþeginn skv. 1. mgr. 12. gr. Nú nemur útskattur í slíku fyrirtæki að jafnaði minna en helmingi innskatts og getur skattstjóri þá heimilað því að nota skemmra uppgjörstímabil en einn mánuð, en þó ekki skemmra en eina viku. Uppgjörstímabili má einungis breyta þannig að það sé miðað við upphaf tveggja mánaða tímabils skv. 1. mgr. Beiðni um slíka breytingu verður að hafa borist skattstjóra a.m.k. einum mánuði fyrir gildistöku væntanlegrar breytingar. Fái aðili heimild til að breyta uppgjörstímabili skal sú breyting gilda í a.m.k. tvö ár.
Sérhver aðili, sem rekur starfsemi í fleiri en einni starfsgrein, skal láta í té sérstaka virðisaukaskattsskýrslu fyrir hverja þeirra eftir nánari ákvörðun skattstjóra.
Skattstjóra er heimilt að fallast á umsókn aðila, sem hefur með höndum margþættan atvinnurekstur, um að skila sérstakri skýrslu fyrir hverja sjálfstæða rekstrareiningu.
Hann skal rannsaka virðisaukaskattsskýrslur og leiðrétta þær ef þær eða einstakir liðir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett verða samkvæmt þeim. Þá skal skattstjóri áætla skatt af viðskiptum þeirra aðila sem ekki senda skýrslur innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Þó skal skattstjóri ávallt leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til skattgreiðanda.
Sé innskattur á einhverju uppgjörstímabili hærri en útskattur skal skattstjóri rannsaka skýrslu sérstaklega. Fallist skattstjóri á skýrsluna tilkynnir hann aðila og innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður ríkissjóðs skal endurgreiða aðila mismuninn. Kröfu um vangoldin opinber gjöld og skatta til ríkissjóðs ásamt verðbótum, álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslum samkvæmt lögum þessum.
Hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram innan fimmtán daga frá lokum skilafrests. Endurgreiðsla má þó aðeins fara fram að skattákvörðun liggi fyrir vegna fyrri tímabila. Berist skýrsla eftir lok skilafrests skal endurgreiðsla fara fram innan fimmtán daga frá því að skattstjóri kveður upp úrskurð skv. 29. gr. Geti skattstjóri ekki vegna aðstæðna aðila gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim er skýrslugjöfin byggist á, þar með talið að aðili hafi lagt fram röng eða villandi gögn [eða tilkynnt skattrannsóknarstjóra ríkisins grun um skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga skv. 6. mgr. 26. gr.],1) framlengist framangreindur frestur um þann tíma sem slíkar aðstæður ríkja.
Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt þessari grein hafi verið of há skal skattstjóri þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Aðila ber eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu skattstjóra um of háa endurgreiðslu að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.]2)
Þá er skattstjóra heimilt að áætla virðisaukaskatt ef í ljós kemur að virðisaukaskattsskýrsla styðst ekki við tilskilið bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, samkvæmt ákvæðum laga þessara eða ákvæðum reglugerða settra samkvæmt þeim. Jafnframt er skattstjóra heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef í ljós kemur að færsla á innskatti eða útskatti, eða öðrum þáttum sem virðisaukaskattsskýrsla byggist á, styðst ekki við lögmæt gögn. Sama gildir ef bókhald og þau gögn, sem liggja fyrir um fjárhæðir virðisaukaskattsskýrslu, verða ekki talin nægilega örugg eða ef tekjuskráning, þar með talin notkun sjóðvélar eða útbúnaður hennar eða notkun og form reikninga, er ekki í samræmi við ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Enn fremur er heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef ekki er lagt fram bókhald eða þau gögn sem skattyfirvöld kunna að biðja um til að sannprófa virðisaukaskattsskýrslu. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. Ákvæði 27. gr. á við um áætlun samkvæmt þessari grein.
Við ákvörðun eða endurákvörðun, sbr. 1. og 2. mgr., skal skattstjóri tilkynna aðila skriflega um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar til að aðili geti tjáð sig skriflega um efni máls og lagt fram viðbótargögn. Við endurákvörðun skal skattstjóri þó veita aðila a.m.k. 15 daga frest frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar. Sé ekki kunnugt um dvalarstað aðila er skattstjóra heimilt að gera breytingar án þess að tilkynna um þær.
Skattstjóri skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum þess frests sem skattstjóri hefur veitt aðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun skv. 3. mgr. og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi. Tilkynning um skattbreytingu skal send viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar. Samrit úrskurðar skal samtímis sent ríkisskattstjóra. Heimilt er aðila að kæra úrskurð skattstjóra til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
Heimild til endurákvörðunar virðisaukaskatts samkvæmt þessari grein nær til skatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Sama gildir um endurákvörðun á áður ofendurgreiddum skatti. Fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá ríkislögreglustjóra á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.
Hafi skattstjóri eða ríkisskattstjóri grun um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.]1)
1)L. 149/1996, 5. gr.2)L. 55/1997, 9. gr.3)L. 40/1995, 6. gr.
Álag skv. 1. mgr. skal vera [1%]3) af þeirri fjárhæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en [10%].3)
Við útreikning á álagi á áætlaðan virðisaukaskatt telst gjalddagi sá sami og gjalddagi virðisaukaskatts þess uppgjörstímabils sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á vangreiddan, ógreiddan eða ofendurgreiddan virðisaukaskatt eldri tímabila.
Sendi aðili fullnægjandi virðisaukaskattsskýrslu innan kærufrests, sbr. 29. gr., skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt skýrslunni auk álags skv. 2. mgr. Kæri aðili áætlaðan virðisaukaskatt skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt kæruúrskurði auk álags skv. 2. mgr.
Komi í ljós að aðila, sem greiða átti virðisaukaskatt, hafi ekki verið áætlaður skattur eða áætlun verið lægri en sá skattur sem honum bar að greiða skal hann greiða þann skatt sem honum bar, auk álags skv. 2. mgr.
Fella má niður álag skv. 2. mgr. ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og geta skattyfirvöld metið það í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. Breyta má fyrri áætlun eftir lok kærufrests ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og fær aðili þá kærufrest að nýju nema um lækkun á fyrri áætlun hafi verið að ræða.
...1)
1)L. 122/1993, 25. gr.2)L. 78/1989, 2. gr.3)L. 20/1991, 135. gr.4)L. 149/1996, 6. gr.5)L. 111/1992, 54. gr.6)L. 55/1997, 10. gr.7)L. 106/1990, 5. gr.
Virðisaukaskattur, álag, dráttarvextir og kröfur um endurheimtu of hárra endurgreiðslna njóta lögtaksréttar. ...2) Óheimilt er að slíta félagi fyrr en kröfur þessar hafa verið greiddar að fullu fyrir allan starfstíma þess. Hafi félagi verið slitið án þess að kröfur þessar hafi verið greiddar bera skilanefndarmenn ...3) ábyrgð á greiðslu þeirra. Stjórnarmenn félaga, sjóða og stofnana, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. og 4. tölul. 3. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, bera óskipta ábyrgð á kröfum samkvæmt þessari málsgrein.
Innheimtumaður getur látið lögreglu stöðva atvinnurekstur þeirra aðila sem ekki gera fullnægjandi skil á skattinum, álagi skv. 27. gr. eða dráttarvöxtum skv. 1. mgr. þessarar greinar á tilskildum tíma með því m.a. að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð.
Nú á aðili rétt á endurgreiðslu skv. [25. gr.]4) og hún er ekki innt af hendi innan mánaðar frá lokum frests samkvæmt sömu grein og skal þá ríkissjóður greiða aðila dráttarvexti, sbr. 1. mgr., af þeirri fjárhæð sem endurgreiða skal.
[Vanræki skattskyldur aðili að færa tilskilið bókhald samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laga þessara eða nota tilskilið söluskráningarkerfi samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim eða ef söluskráningarkerfi er verulega áfátt skal [skattrannsóknarstjóri ríkisins]5) með ábyrgðarbréfi beina til hans fyrirmælum um úrbætur. Ef fyrirmælum þessum er ekki sinnt innan [15]6) daga getur [skattrannsóknarstjóri ríkisins]5) látið lögreglu stöðva atvinnurekstur viðkomandi á sama hátt og greinir í 3. mgr. þessarar greinar og þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar.]7)
Ef virðisaukaskattur er endurákvarðaður samtímis ákvörðun, sbr. 26. gr., er endurákvörðunin jafnframt kæranleg til skattstjóra innan 30 daga frá því er skatturinn var ákveðinn, enda liggi ekki fyrir álagning skv. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
Skattstjóri skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests kveða upp rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi.
Úrskurði skattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
Ágreining um skattskyldu og skatthæð má bera undir dómstóla, enda hafi áður verið um hann úrskurðað af yfirskattanefnd. Það skal þó gert innan sex mánaða frá því að yfirskattanefnd úrskurðar í málinu.
Áfrýjun eða deila um skattskyldu frestar ekki gjalddaga skattsins né leysir undan neinum þeim viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans, en verði skattur lækkaður eftir úrskurði eða dómi skal endurgreiða það sem lækkuninni nemur.]1)
Starfsemi, sem fellur undir [flokk 1]1) í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, önnur en þjónusta við búrekstur, telst landbúnaður í skilningi 1. mgr.
1)Rg. 667/1995.
Ef nauðsyn ber til er fjármálaráðherra heimilt að setja í reglugerð1) aðrar reglur en kveðið er á um í þessum kafla og IX. kafla um uppgjörstímabil og skil þeirra bænda sem fá söluverð afurða sinna ekki gert upp með reglubundnum hætti a.m.k. sex sinnum á ári. Heimilt er að láta reglur þessar á sama hátt taka til viðskiptaaðila þeirra bænda sem hér um ræðir. Reglugerð þessi skal sett að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra.
Um ákvörðun tollverðs skulu gilda ákvæði þar að lútandi í tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur fjármálaráðherra ákveðið að ákvæði 109. gr. tollalaga, nr. 55/1987, um greiðslufrest aðflutningsgjalda af innfluttum vörum, skuli gilda með sama hætti um greiðslu virðisaukaskatts við innflutning.1) Gjalddagi skal eigi vera síðar en á gjalddaga virðisaukaskatts þess tímabils þegar tollafgreiðsla fer fram.
1)Rg. 640/1989, sbr. 48/1990, 352/1990 og 19/1992. Rg. 309/1992, sbr. 446/1997. Rg. 722/1997. Rg. 336/1993.
1)L. 115/1997, 2. gr.2)Rg. 194/1990, sbr. 151/1993, 179/1993, 86/1994 og 346/1995.3)L. 55/1997, 11. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er aðili sem skráður er skv. 5. gr. undanþeginn skyldu til greiðslu virðisaukaskatts skv. 1. mgr. ef hann gæti að fullu talið virðisaukaskatt vegna kaupanna til innskatts, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. Þetta gildir þó ekki þegar þjónusta er veitt eða hennar notið í tengslum við innflutning á vöru.]3)
[Aðili, sem skylt er að greiða virðisaukaskatt skv. 1. mgr., skal ótilkvaddur gera grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga.]1)
1)L. 122/1993, 27. gr.2)Rg. 71/1993, sbr. 302/1993 og 178/1996.3)L. 55/1997, 12. gr.
Við innflutning vöru, sem undanþegin er skattskyldri veltu, sbr. 6. ...1) tölul. 12. gr., og við innflutning listamanna á eigin listaverkum, sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000–9703.0000, skal ekki greiða virðisaukaskatt.
[Innflutningur á rituðu máli, sem sent er til vísindastofnana, bókasafna og annarra opinberra stofnana án endurgjalds, er undanþeginn greiðslu virðisaukaskatts, án tillits til í hvaða formi efnið er, enda sé innflutningurinn ekki í viðskiptaskyni. Sama gildir um ritað mál sem öðrum aðilum er sent án endurgjalds, enda fari fob-verð sendingar ekki yfir 5.000 kr. og innflutningurinn sé ekki í viðskiptaskyni.2)]3)
[Vörur, sem fluttar eru til landsins af aðilum sem skráðir eru skv. 5. gr., eru undanþegnar virðisaukaskatti ef fob-verð sendingar nemur ekki hærri fjárhæð en 1.500 kr. Áfengir drykkir og tóbak eru þó ekki undanþegin virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um undanþágu virðisaukaskatts samkvæmt þessu ákvæði.]3)
Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum eða reglugerð eða öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim um skattskyldu, úrskurð um skattskyldu, álagningu, innheimtu, lækkun eða endurgreiðslu vegna rýrnunar, skemmda eða endursendingar, lögvernd, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi virðisaukaskatt af innfluttum vörum og þjónustu, skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum.
Skattyfirvöld hafa þannig m.a. rétt til þess að krefjast upplýsinga af þeim er hafa keypt af skattskyldum aðila eða selt honum vörur eða haft við hann önnur viðskipti, þar með að krefja húseigendur um upplýsingar um atvinnurekendur og aðra sem hafa verslun, verkstæði, skrifstofur eða aðra starfsstöð í húsum þeirra. Einnig skulu félög og félagasamtök atvinnurekenda, iðnaðarmanna og annarra viðkomandi aðila skyld að gefa upplýsingar um félaga sína og atvinnu þeirra og rekstur.
Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum getur skattstjóri, ...1) ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela skatteftirlitsstörf, krafist þess að virðisaukaskattsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum virðisaukaskattsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri ríkisins]1) vegna rannsókna skv. 39. gr.
[Skattyfirvöld hafa enn fremur þær heimildir sem um getur í 3. mgr. gagnvart þeim aðilum sem ekki eru virðisaukaskattsskyldir.]1)
Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri [eða skattrannsóknarstjóri ríkisins]1) þá leitað um hann úrskurðar [héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð opinberra mála eftir því sem á við].2) Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til opinberrar rannsóknar.
1)L. 111/1992, 57. gr.2)L. 149/1996, 8. gr.3)L. 122/1993, 28. gr.
Nú telur ríkisskattstjóri ástæðu til að breyta ályktun skattstjóra um virðisaukaskatt og getur hann þá gert aðila skatt að nýju.
[Ríkisskattstjóri]1) skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau, leiðbeina skattstjórum um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit.
[Skattrannsóknarstjóri ríkisins]1) getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skattskil samkvæmt lögum þessum. [Hann skal annast rannsóknir í málum sem skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. [6. mgr. 26. gr.]2)]3) Hann getur einnig falið skattstjórum athugun eða rannsókn á hverju því atriði sem um getur í þessari grein.
Þegar aðgerðir [skattrannsóknarstjóra ríkisins]1) gefa tilefni til ákvörðunar eða endurákvörðunar á skatti samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina nema hann feli hana skattstjóra.
Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir skyldu sína að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, þar með talið að hann vanrækir að skrá sölu sína í sjóðvél með fullnægjandi útbúnaði, skal hann sæta sektum samkvæmt ákvæðum laga um bókhald nema þyngri refsing liggi við brotinu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
Vanræki maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi tilkynningarskyldu sína skv. 5. gr., upplýsingaskyldu skv. 38. gr. eða vanræki hann að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim skal hann sæta sektum eða varðhaldi.
Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju er varðar virðisaukaskattsskýrslur hans skal sæta sektum þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur.
Verði brot skv. 1. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu sekt allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin eða vanrækt var að greiða og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem í 4. mgr. segir má gera búinu sekt.
Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi virðisaukaskattsskýrslur annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.
Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.]1)
1)L. 30/1992, 23. gr.2)L. 111/1992, 58. gr.3)L. 90/1996, 43. gr.4)L. 19/1991, 195. gr.
...3) [Skattrannsóknarstjóri ríkisins]2) getur vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill eigi hlíta því að mál hans verði afgreitt af [yfirskattanefnd].1)
[Mál vegna brota á lögum þessum skulu sæta meðferð opinberra mála. Skattkröfu má hafa uppi og dæma í slíkum málum.]4)
Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Um innheimtu sekta, er [yfirskattanefnd]1) úrskurðar, gilda sömu reglur og um innheimtu skatts eftir lögunum, þar á meðal um lögtaksrétt.
Sök skv. 40. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum [skattrannsóknarstjóra ríkisins]2) eða rannsóknarlögreglustjóra ríkisins eða hjá löglærðum fulltrúum þeirra gegn skattaðila sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.
1)Rg. 637/1989. Rg. 554/1993, sbr. 30/1994, 147/1994, 335/1994 og 502/1995.2)L. 122/1993, 29. gr.3)L. 86/1996, 1. gr.4)L. 149/1996, 9. gr.5)L. 109/1990, 2. gr.6)Rg. 449/1990, sbr. 489/1992, 30/1993, 110/1995, 357/1995, 34/1996 og 421/1996.7)Rg. 248/1990, sbr. 548/1993, 146/1995, 601/1995 og 256/1996.8)L. 55/1997, 13. gr.9)L. 119/1989, 13. gr.10)Rg. 484/1992, sbr. 332/1993, 671/1994 og rg. 117/1996.11)L. 111/1992, 60. gr.
Endurgreiða skal byggjendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts]3) sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Endurgreiðslan skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga, eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti, og vera verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. [Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts]4) sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess.]5) Fjármálaráðherra setur með reglugerð6) nánari ákvæði um framkvæmd þessara endurgreiðslna. Á sama hátt skal í reglugerð kveðið á um endurgreiðslu ákveðins hutfalls virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum.
[Endurgreiða skal ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau hafa greitt við kaup á eftirtalinni þjónustu eða vöru:7)
[Endurgreiða skal hluta virðisaukaskatts af sölu á heitu vatni og/eða rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns þannig að álagður virðisaukaskattur að frádreginni endurgreiðslu nemi eigi hærri fjárhæð en 11% af vegnu meðalverði rafveitna og hitaveitna á kílóvattstund. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð,10) að fenginni tillögu iðnaðarráðherra, nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.]11)
1)L. 115/1997, 3. gr.2)Rg. 294/1997, sbr. 689/1997.3)Rg. 288/1995.4)L. 40/1995, 8. gr.5)L. 119/1989, 13. gr.
Fjármálaráðherra getur ákveðið með reglugerð2) að hvaða marki skuli endurgreiða sendimönnum erlendra ríkja virðisaukaskatt af kaupum á vörum og þjónustu hér á landi.
[Fjármálaráðherra er heimilt með reglugerð3) að setja reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts sem erlend fyrirtæki hafa greitt hérlendis við kaup á vörum eða þjónustu. Endurgreiðsla samkvæmt þessari málsgrein getur eingöngu tekið til virðisaukaskatts af þeim aðföngum sem virðisaukaskattsskyldir aðilar geta talið til innskatts, sbr. 15. og 16. gr.]4)]5)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skatt- og tollyfirvöld veita Hagstofu Íslands og Þjóðhagsstofnun upplýsingar er varða skýrslugerð þeirra.
1)L. 119/1989, 13. gr.2)L. 111/1992, 61. gr.3)L. 30/1992, 23. gr.
1)L. 119/1989, 13. gr.2)L. 119/1989, 14. gr.
Fjármálaráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að virðisaukaskattur af aðgangseyri að dansleikjum og öðrum skemmtanaskattsskyldum samkomum skuli innheimtur meðan á samkomunni stendur eða með skemmtanaskatti. ...3)]4)
[Fjármálaráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð að skattskyldur aðili geti, á grundvelli skriflegs samnings, tekið að sér að sjá um framtal, skil og uppgjör virðisaukaskatts af skattskyldri sölu á vöru eða þjónustu annars aðila.]3)
Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt að setja sérstakar reglur um uppgjör, uppgjörstímabil og skil virðisaukaskatts af hráefni til fiskvinnslu í því skyni að jafna aðstöðu fyrirtækja á þessu sviði.
Um þau atriði, sem ekki eru sérstök ákvæði um í lögum þessum, fer samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, eftir því sem við á.
1)L. 119/1989, 13. gr.2)Rg. 577/1989, sbr. 180/1993 og 697/1997. Rg. 6/1990 (sbr. rg. 545/1990). Rg. 7/1990 (sbr. rg. 47/1984). Rg. 667/1995, sbr. 588/1996. Rg. 530/1989, sbr. 108/1990. Rg. 531/1989. Rg. 470/1991. Rg. 563/1989. Rg. 248/1990, sbr. 601/1995. Rg. 58/1991. Rg. 50/1993, sbr. 539/1993 og 136/1997. Rg. 192/1993, sbr. 532/1993 og 306/1994. Rg. 336/1993. Rg. 500/1989, sbr. 549/1993. Rg. 554/1993, sbr. 274/1996. Rg. 563/1993, sbr. 74/1994. Rg. 194/1990, sbr. 86/1994, sbr. 275/1996. Rg. 300/1994. Rg. 247/1991, sbr. 338/1994. Rg. 150/1996, sbr. 273/1996 og 335/1996. Rg. 515/1996, sbr. 378/1997.3)L. 122/1993, 31. gr.4)L. 119/1989, 15. gr.
1)Rg. 100/1990.2)L. 119/1989, 16. gr.
1)L. 40/1995, 9. gr.2)L. 122/1993, 33. gr.
1)L. 149/1996, 10. gr. Um texta viðaukans vísast til Stjtíð. A 1996, bls. 489.