Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þátttaka ríkissjóðs í framkvæmdum, sem unnar eru á árinu 1989, skal þó miðuð við þau framlög sem eru á fjárlögum 1989.
Náist ekki samkomulag milli ríkissjóðs annars vegar og sveitarfélaga eða félagasamtaka hins vegar um kostnaðaruppgjör skv. 1. og 2. mgr. geta aðilar fyrir 1. janúar 1992 lagt málið til endanlegs úrskurðar nefndar sem starfa skal meðan unnið er að kostnaðaruppgjöri samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Nefndin skal skipuð þremur mönnum, einum tilnefndum af menntamálaráðherra, einum tilnefndum af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddamanni tilnefndum af Hæstarétti Íslands. Meiri hluti ræður úrslitum mála, en fáist ekki meiri hluti skal oddamaður skera úr.
Um skiptingu fjár samkvæmt þessari grein skal fara eins og mælt verður fyrir um í fjárlögum fyrir árin 1990--1993, enda verði greiðslu lokið að fullu á því árabili.
Menntamálaráðherra setur reglugerð í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd þessarar greinar.1)
1)Rg. 492/1990.
Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella þau inn í meginmál þeirra laga sem þau breyta og gefa þau lög út svo breytt.