Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ef tilkynnendur koma ekki sjálfir til skrásetningarvaldsmanns, skulu undirskriftir þeirra staðfestar af notarius.
Ef tilkynnanda þykir frávísun heimildarlaus, getur hann skotið málinu til [viðskiptaráðherra],1) er leggur úrskurð á það, en óskertur skal þó réttur hans til að leita úrskurðar dómstólanna um málið.
Landsstjórnin lætur við hver árslok birta í B-deild Stjórnartíðindanna skrá yfir allar tilkynningar, sem auglýstar hafa verið á árinu.
Nú hefir birtingin eigi fram farið, og hefir tilkynningin þá eigi þýðingu gagnvart öðrum, nema sannað verði, að þeir hafi haft vitneskju um hana.
Firma félags, er hefir ótakmarkaða ábyrgð, skal að minnsta kosti vera nafn eins félagsmanns með viðauka, er bendir á félagsskapinn, svo framarlega nöfn allra félagsmanna eru ekki tekin upp í það.
Firma samlagsfélags skal að minnsta kosti vera nafn eins félagsmanns, er hefir ótakmarkaða ábyrgð, með viðauka, sem bendir á félagsskap, eða gefur til kynna, að félagið sé samlagshlutafélag, ef tillög samlagsmanna eru í hlutabréfum. Í firma félags með ótakmarkaðri ábyrgð og í firma samlagsfélags má eigi taka upp nöfn annarra en þeirra félagsmanna, er hafa ótakmarkaða ábyrgð, og eigi má taka neitt upp í það, sem fer í þá átt að takmarka ábyrgð þeirra félagsmanna, sem hafa ótakmarkaða ábyrgð.
Firma hlutafélags skal tilgreina, að félagið sé hlutafélag.
Önnur félög með takmarkaðri ábyrgð skulu í firmum sínum hafa orð, er merki starfsemi félagsins; ekkert mannsnafn má í þeim vera.
Firmu þau, er sett eru á skrá fyrir sama kaupstað eða hrepp, skal greina glöggt hvert frá öðru. Sá, sem tilkynnir firma með nafni sínu, skal því ef samnefnt firma er þegar sett á skrá fyrir einhvern annan í sama kaupstað eða hrepp, greina firma sitt glöggt frá hinu eldra firma með viðauka við nafn sitt eða á annan hátt. Sá, sem eigi tilkynnir firma, en ætlar að reka atvinnu með nafni sjálfs sín (sbr. 16. gr.), má ekki stæla skrásett firma, sem hefir sama nafn, með því að bæta við nafn sitt, fella úr því eða breyta.
Firmu verða eigi afsöluð frekar en sagt er hér á undan.
Með firmaritun fyrir hönd hlutafélags eða annars félags með takmarkaðri ábyrgð skulu vera undirrituð nöfn þeirra, sem hafa rétt til að rita firmað.
1)L. 14/1931.
Í hlutafélögum og öðrum félögum með takmarkaðri ábyrgð hvílir tilkynningarskyldan á stjórn félagsins; annars hvílir hún á öllum félagsmönnum, er hafa ótakmarkaða ábyrgð.
Tilkynningu skulu allir þeir undirskrifa, er skylt er að tilkynna firmað.
og svo framarlega sem hver einstakur félagsmaður hefir ekki rétt til að rita firmað:
Hið sama er og um tilkynning samlagsfélaga; þó skal auk þess tekið fram í henni með berum orðum, að félagið sé samlagsfélag, og sé það almennt samlagsfélag, skal hún einnig skýra frá nöfnum allra samlagsmanna og tillögum þeirra, en sé það samlagshlutafélag, skal hún skýra frá atriðum þeim, er talin eru í 19. gr., 1. og 4.--7. lið, og skulu samþykktir félagsins fylgja. Auk þess skal fylgja með yfirlýsing frá samlagsmönnum um, að tilkynning sé gerð með samþykki þeirra, eða frá eftirlitsnefnd þeirra, ef hún hefir í höndum fullnægjandi heimildarskilríki. Eigi skal auglýsa nöfn samlagsmanna né tillög þeirra.
Tilkynningu skulu fylgja samþykktir félagsins og nægileg umboðsskilríki fyrir stjórnendur.
Nú hættir atvinna, og hvílir þá tilkynningarskylda á hverjum þeim, sem þá rekur atvinnuna eða er hluthafi í henni með ótakmarkaðri ábyrgð eða er meðlimur í félagsstjórn, ef um hlutafélag eða annað félag með takmarkaðri ábyrgð er að ræða. Nú deyr sá, er atvinnu rekur, og hvílir tilkynningarskyldan þá á búi hans; þegar félag með ótakmarkaðri ábyrgð hættir við lát eins félagsmanns, hvílir tilkynningarskyldan bæði á hinum félagsmönnunum, er hafa ótakmarkaða ábyrgð, og á búi hins látna. Þegar aðrar breytingar verða, án þess að atvinna hætti, hvílir tilkynningarskyldan á hverjum þeim, sem eftir breytinguna rekur atvinnuna eða er hluthafi í henni með ótakmarkaðri ábyrgð, eða er meðlimur í félagsstjórn, ef um hlutafélag eða annað félag með takmarkaðri ábyrgð er að ræða.
Þegar atvinna flyst í annað bæjarfélag eða sveitarfélag eða þegar firmanu sjálfu er breytt, skal einnig gerð fullkomin firmatilkynning.
Sé það úrskurðað með dómi, að eigi hafi átt að rita tilkynningu í verslanaskrá, eða að eitthvað það sé fallið burt eða breytt, sem ritað hefir verið í skrána, skal gera athugasemd um þetta á hana, ef einhver málsaðilja krefst þess, og auglýsa athugasemdina samkvæmt 4. gr.
...1)
Um leið og prókúra er tilkynnt, skal prókúruhafi rita firmað og nafn sitt í verslanaskrána eða viðauka hennar, sé það eigi gert í tilkynningunni.
Undanskilin eru félög, er samþykktir þeirra eru ákveðnar með lögum.
Þeir, sem hafa rétt til að versla, en eru eigi tilkynningarskyldir, svo og hlutafélög og samlagsfélög, þó eigi séu tilkynningarskyld, og innbyrðis tryggingarfélög mega þó krefjast upptöku á verslanaskrá, og verða þá að öllu leyti háð ákvæðum laga þessara.