1. gr. [Þeir, er danskan ríkisborgararétt hafa öðlast samkvæmt þeim reglum, er giltu fyrir 9. apríl 1940, eða öðlast hann síðar eftir sömu reglum og búsettir voru á Íslandi 6. mars 1946 eða hafa verið þar búsettir einhvern tíma á síðustu 10 árunum fyrir þann tíma, skulu, þegar þeir dvelja hér á landi, njóta þess jafnréttis við íslenska ríkisborgara, er þeim var áskilið í 6. gr. sambandslaga Íslands og Danmerkur 30. nóvember 1918.]1)
1)L. 85/1946, 1. gr.