Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 18/1943, 1. gr. Tilvitnanir annars staðar í lögunum til liða í 1. gr. eiga við greinina eins og hún var upphaflega orðuð í l. 27/1932.
Brýr á Þverá og Affall skal gera sem fulltraustar bráðabirgðabrýr.
Nauðsynlegar fyrirhleðslur og önnur mannvirki, sem talin eru í 1. gr. 6. og 7. lið, skal kosta þannig:
Við niðurjöfnun þessa skal aðallega miðað við þær auknar nytjar, sem jarðirnar hafa fengið vegna fyrirhleðslanna. Skal sýslunefnd afla ábyggilegra skýrslna um þetta áður en jafnað er niður gjaldinu, og skulu skýrslurnar gefnar af tveim óvilhöllum mönnum, er til þess skulu sérstaklega dómkvaddir. Verði þeir eigi sammála um einhver atriði, dómkveður héraðsdómari, ef hann á hér eigi hagsmuna að gæta, ella næsti héraðsdómari, þriðja manninn sem oddamann.
Niðurjöfnun sýslunefndar geta jarðeigendur, sem gjaldið er jafnað niður á, skotið til atvinnumálaráðherra, er lætur rannsaka málavöxtu og leggur á þá fullnaðarúrskurð.
Til þess að meta jörð til eignarnáms samkvæmt því, sem hér segir, dómkveður héraðsdómari 3 óvilhalla menn, sem ekki eru við fyrirtækið riðnir. Um mat þetta, og yfirmat, þurfi á því að halda, fer að öðru leyti eftir ákvæðum vatnalaganna frá 20. júní 1923.
Leiguliði á jörð skal skyldur, ef jarðeigandi krefst, að viðlögðum ábúðarmissi, að greiða hinn árlega niðurjafnaða viðhaldskostnað, en af stofnkostnaði eigi meira en vexti af því, sem jarðeigandi hefir lagt fram.
Um viðhaldið og allt það, er þar til heyrir, skal sýslunefnd gera samþykkt, og skulu þar greindar þær jarðir allar, sem verkið nær til samkvæmt ákvæðum þessara laga. Samþykktin öðlast gildi, er hún hefir hlotið staðfesting atvinnumálaráðuneytisins.
Sektir má ákveða í samþykktinni fyrir brot gegn henni, og renna þær í sérstakan sjóð, til viðhalds fyrirhleðslunum. ...1)