Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 169/1987 (um íslensk vegabréf), sbr. augl. 276/1987 og 526/1996.2)Rg. 533/1994 (um vegabréf utanríkisráðuneytisins).
Dómsmálaráðherra setur nánari reglur1) um útgáfu vegabréfa til íslenskra ríkisborgara. Lögreglustjórar sjá um útgáfu vegabréfa hver í sínu umdæmi og útsendir fulltrúar landsins erlendis í embættisskrifstofum sínum.
Utanríkisráðuneytið gefur út vegabréf fyrir starfsmenn sína (diplomatisk vegabréf), svo og önnur sérstök vegabréf, samkvæmt reglum, er það setur.2)
Sá, sem neitað hefur verið um vegabréf eða hefur sætt ógildingu vegabréfs síns, samkvæmt ákvæðum 1. málsgreinar, getur krafist þess, að ágreiningi um gildi þeirrar athafnar verði skotið til dómstólanna. Ef ógilda skal vegabréf manns, sem dvelur í útlöndum, skal skjóta ákvörðun um ógildinguna til hlutaðeigandi dómstóls, áður en hún kemur til framkvæmda.
skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt hinum almennu hegningarlögum.
Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.
Sektir samkvæmt lögum þessum skulu renna í ríkissjóð.