Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Verð eininga (raða) eða miða skal ákveðið í reglugerð, að fengnum tillögum frá stjórn Íslenskra Getrauna.
Vinningar getrauna eru undanþegnir hvers konar opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti, á því ári, sem þeir falla til útborgunar.
Íslenskum Getraunum skal stjórnað af fimm manna stjórn, sem sé skipuð einum fulltrúa frá hverjum eftirtalinna aðila: Íþróttanefnd ríkisins, stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), framkvæmdastjórn Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ), stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR).
Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Starfstími stjórnarinnar er þrjú ár.
Þóknun til stjórnarinnar ákveður menntamálaráðuneytið og greiðist hún af Íslenskum Getraunum.
1)Rg. 543/1995.
Reikningsár félagsins er frá 1. júlí til 30. júní.
Reikningar þess skulu endurskoðaðir af ríkisendurskoðuninni. Ársreikning ásamt ársskýrslu skal senda dómsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu.
Ungmenna- og íþróttafélög eða samtök þeirra gangi fyrir um veitingu söluumboða innan íþróttahéraðs síns. Gerður skal samningur við handhafa söluumboðs.
Greiða skal stjórn héraðssambands 3% af heildarsölu í viðkomandi íþróttahéraði, enda staðfesti hún félagslega aðild umboðsaðila að samtökum sínum í íþróttahéraðinu.
Einnig teljist til kostnaðar 0,5% greiðsla af heildarsölu í varasjóð, sem Íslenskar Getraunir eiga og nota til þess að mæta áföllum, sem félagið kann að verða fyrir.