Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum

1980, nr. 94, 31. desember

1. gr.
        Ríkisstjórninni er heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma aðstoð í tollamálum. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.1)
        [Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta breytingu á samningnum sem gerð var með samningi 3. ágúst 1989.]2)

1)Sjá Stjtíð. A 1980, bls. 241--344, sbr. l. 24/1990, 3. gr.2)L. 24/1990, 1. gr.

2. gr.
        [Ákvæði samningsins með áorðnum breytingum skulu hafa lagagildi hér á landi.]1)2)

1)L. 24/1990, 2. gr.2)Augl. C 19/1981 og 12/1982.

3. gr.
        Fjármálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara.