Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Af öllum fasteignum hér á landi, sem eigendaskipti verða að á grundvelli lögerfða, bréferfða eða fyrirframgreiðslu arfs, skal greiða skatt eftir lögum þessum án tillits til þess hvar aðilar að ráðstöfuninni eru búsettir.]1)
Á sama hátt skal greiða skatt eftir lögum þessum af gjafaarfi, dánargjöfum, fyrir fram greiddum arfi og gjöfum þar sem gefandi hefur áskilið sér not eða tekjur af hinu gefna til dauðadags eða um tiltekinn tíma sem ekki er á enda við fráfall hans.
Nú afsalar maður sér arfi eftir annan mann og skal þá erfingi, sem við arfsafsalið fær stærri arfshluta en hann ella hefði fengið, greiða af hinum aukna arfi sama erfðafjárskatt og hinum hefði borið að greiða er afsalaði sér arfi. Sé sá undanþeginn erfðafjárskatti, sem afsalar sér arfi, skal sá er þann arf hlýtur greiða af honum sama erfðafjárskatt og honum hefði borið að greiða ef hann hefði tekið þann arf beint.
Af arfi, sem fellur til kirkna, opinberra sjóða, líknar- og menningarstofnana eða félaga, skal engan erfðafjárskatt greiða, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 3. gr. Sama gildir um handrit, bókasöfn, listaverk og minjagripi sé hlutum þessum ánafnað eða þeir gefnir opinberum söfnum landsins eða alþjóðlegum stofnunum.
Fjárhæð erfðafjárskatts af arfi annarra erfingja en að framan greinir ákveðst þannig, sbr. þó 5. gr.:
Nú byrja búskipti eftir lát beggja hjóna og skal þá leggja erfðafjárskatt á arf erfingjanna eins og um eitt bú sé að ræða án tillits til þess hvort erfingjar beggja hjónanna séu hinir sömu eða ekki.
Erfðafjárskattur skal talinn í heilum krónum, en lægri fjárhæð sleppt.
Sé búi skipt einkaskiptum ...1) skal búskiptum lokið og erfðafjárskatturinn greiddur eigi síðar en innan 12 mánaða frá andláti arfleiðanda. [Sýslumaður]1) getur þó lengt þennan frest um allt að sex mánuði í senn séu fyrir hendi sérstakar ástæður er geri slíka framlengingu nauðsynlega fyrir erfingjana.
Sé búi skipt opinberum skiptum skal erfðafjárskattur greiddur við lok skipta.
Nú eru búskipti mjög umfangsmikil og getur [sýslumaður]1) þá með úrskurði heimilað að skiptum verði lokið í tilteknum áföngum og erfðafjárskattur greiddur af hverjum áfanga fyrir sig. Slíka heimild má þó ekki veita nema um sé að ræða fullnaðaruppgjör á arfi tiltekinna erfingja með hverjum áfanga.
Ekki er heimilt að gefa erfingjum út yfirlýsingu um eignarheimild þeirra að tiltekinni eign dánarbús fyrr en erfðafjárskattur af viðkomandi eign hefur verið greiddur.
Réttaráhrif fyrirframgreiðslu upp í arf miðast við það tímamark er erfðafjárskattur er greiddur eða, ef ekki þarf að greiða erfðafjárskatt vegna afhendingar viðkomandi eignar, þegar [sýslumaður]1) hefur áritað erfðafjárskýrslu varðandi fyrirframgreiðsluna.
I. Hlutabréf skulu talin á nafnverði að meðtöldum jöfnunarhlutabréfum sem réttur hefur stofnast til fyrir lok skipta. J. Hugverkaréttindi hvers konar skulu talin á matsverði ákveðnu af aðiljum sem [sýslumaður]2) telur til þess hæfa.
Félagsmálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um ákvörðun gjaldstofna samkvæmt lögum þessum.
Nú kemur við skipti á búi fram eign og ekki er til að dreifa í lögum þessum né reglugerð ákvæði er við getur átt um hana og ákveður þá [sýslumaður]2) hvernig fundið verði á hana matsverð sem erfðafjárskattur greiðist af.
[Sýslumaður]1) skal yfirfara erfðafjárskýrslu og gæta þess sérstaklega að hún sé í samræmi við skiptagerð viðkomandi dánarbús. Telji [sýslumaður]1) skýrslu áfátt að einhverju leyti getur hann veitt viðkomandi aðiljum tiltekinn frest til að bæta úr eða leiðrétt sjálfur séu ágallar smávægilegir.
Þegar [sýslumaður]1) hefur yfirfarið erfðafjárskýrslu og telur hana fullnægjandi skal hann reikna út erfðafjárskatt hvers erfingja og rita fjárhæð hans í þar til ætlaðan reit á skýrslunni. Síðan áritar hann öll eintök skýrslunnar um að hann hafi yfirfarið hana.
...1)
Vilji erfingjar ekki fella sig við ákvörðun erfðafjárskatts skv. 1. mgr. skal farið með ágreining um hana eftir 1. mgr. 13. gr. en ef erfingjar samþykkja getur skiptastjóri lokið skiptunum með því að greiða þá skattfjárhæð, sem sýslumaður hefur ákvarðað, með fyrirvara um endurheimtu. Komi til endurgreiðslu skatts að leystum ágreiningi tekur skiptastjóri upp skiptin á ný til að úthluta því sem er endurgreitt.]1)
Ef erfðafjárskattur hefur eigi verið greiddur innan tveggja vikna frá gjalddaga skulu innheimtir til viðbótar dráttarvextir [samkvæmt vaxtalögum].1)
Nú kemur í ljós við endurskoðun ríkisendurskoðunar að fjárhæð erfðafjárskatts þykir ekki hafa verið réttilega út reiknuð og skal ríkisendurskoðun þá skriflega krefja [sýslumann]1) um skýringar. Úrskurðar ríkisendurskoðun síðan, að fenginni umsögn [sýslumanns]1) til hvaða ráðstafana skuli grípa í viðkomandi máli.
Nú skorast einhver undan að gefa þær skýrslur sem hann er krafinn um samkvæmt þessari grein og getur [sýslumaður þá neytt þess úrræðis sem skiptastjórum er veitt í 2. mgr. 52. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl.]1)
[Sýslumaður],1) sem fær upplýsingar um atriði sem fyrri málsgrein þessarar greinar kann að taka til, skal tafarlaust boða erfingja á sinn fund og leita skýringa hans eða þeirra um sakarefnið. Telji hann skýringar erfingja afsakanlegar skal hann veita þeim stuttan frest til að skila viðbótarerfðafjárskýrslu. Telji [sýslumaður]1) skýringar viðkomandi aðilja ófullnægjandi skal hann með rökstuddum úrskurði leggja á erfingjana viðbótarerfðafjárskatt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. þessarar greinar. Jafnframt skal [sýslumaður]1) tilkynna ríkissaksóknara um málið, sbr. 24. gr.
Erfingjar eru ábyrgir fyrir greiðslu erfðafjárskatts einn fyrir alla og allir fyrir einn, með þeirri takmörkun þó að ekki verður innheimt hjá neinum meira en sem svarar heildararfi hans samkvæmt skiptagerð viðkomandi dánarbús.
Félagsmálaráðuneytið skal með hæfilegum fyrirvara fyrir 1. desember ár hvert auglýsa opinberlega þær breytingar sem verða á viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar.
Enn fremur er ríkisstjórninni heimilt að gera samninga um gagnkvæm upplýsingaskipti og um innheimtu erfðafjárskatts við önnur ríki.
Nú er eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun verðmæta sem lög þessi taka til og skattaðili, sem skattskyldur er hér á landi skv. 1. gr. laganna, greiðir til opinberra aðila í öðru ríki skatta af sömu verðmætum sem skattskyld eru hér á landi og er [sýslumanni]1) þá heimilt samkvæmt umsókn skattaðila að lækka erfðafjárskatt hans hér á landi með hliðsjón af þessum skattgreiðslum hans.]2)
...