Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi fjalla um.
Til þess að standa straum af kostnaði við söfnun, móttöku, meðhöndlun, endurnýtingu eða eyðingu spilliefna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum, er heimilt að leggja sérstakt gjald, spilliefnagjald, á vörur sem geta orðið að spilliefnum.
Spilliefnanefnd fer með stjórn spilliefnagjalds.
Fyrirtækjum og atvinnugreinum er heimilt að semja um ráðstafanir til að fyrirbyggja mengun af völdum spilliefna, enda þjóni það markmiðum laganna. Er viðkomandi vara þá undanþegin gjaldtöku samkvæmt lögum þessum. Ráðherra skal staðfesta slíka samninga að fengnum umsögnum spilliefnanefndar og Hollustuverndar ríkisins.
1)Rg. 158/1997, sbr. 203/1997, 316/1997 og 442/1997.
Spilliefnagjaldinu skal skipt í flokka, sbr. 2. mgr. 6. gr., og skal hver flokkur vera fjárhagslega sjálfstæður. Samkvæmt tillögum spilliefnanefndar skal umhverfisráðherra kveða nánar á um skiptinguna í reglugerð.
Spilliefnanefnd semur við þar til bæran aðila um vörslu og ávöxtun gjaldsins. Ársreikningar skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.
Í reglugerð, sem ráðherra setur samkvæmt tillögum spilliefnanefndar, skal kveða nánar á um hlutverk nefndarinnar, starfshætti og úthlutunarreglur.
Spilliefnanefnd skal að jafnaði bjóða út framangreinda verkþætti til allt að fimm ára í senn. Á grundvelli útboðs skal nefndin semja um endurgjald vegna móttöku, söfnunar, flutnings og eyðingar og meðhöndlunar á spilliefnum. Þetta skal gert fyrir landið allt eða einstök landsvæði eða vegna framkvæmda einstakra verkþátta, eftir því sem henta þykir. Við gerð áætlana og samninga samkvæmt framanskráðu skal við það miðað að ná sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Þar sem útboð tekst ekki skal spilliefnanefnd gera tillögur um upphæð gjalda.
[Spilliefnagjald skal lagt á neðangreinda vöruflokka:
Ráðherra skal samkvæmt tillögu spilliefnanefndar ákveða með reglugerð upphæð gjaldsins á vörur í vöruflokkum skv. 2. mgr. Nefndin skal miða tillögur sínar við áætlun um söfnun, endurnýtingu og eyðingu viðkomandi spilliefna á grundvelli útboða og verksamninga, svo og að tekjur og gjöld í hverjum flokki, sbr. 1. mgr., standist á. Samkvæmt tillögum spilliefnanefndar er ráðherra heimilt í reglugerð að undanþiggja einstakar vörur gjaldskyldu.
Spilliefnagjald af innfluttum gjaldskyldum vörum skal innheimt ásamt aðflutningsgjöldum. Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um gjaldskyldu, álagningu, innheimtu, stöðvun tollafgreiðslu, veð, sektir, viðurlög og refsingar og aðra framkvæmd varðandi spilliefnagjald af innfluttum gjaldskyldum vörum skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim. Spilliefnagjald af innlendum framleiðsluvörum reiknast við sölu eða afhendingu gjaldskyldrar vöru frá framleiðanda og skiptir þá ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla kaupanda fer fram. Hvert uppgjörstímabil er [þrír mánuðir].1) Spilliefnagjaldi af innlendri framleiðslu ásamt framleiðsluskýrslu í því formi sem spilliefnanefnd ákveður skal skila eigi síðar en á gjalddaga. Gjalddagi er fimmtándi dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða annan almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag þar á eftir. Aðilum, sem keypt hafa hráefni eða efni til gjaldskyldrar framleiðslu sinnar og greitt af því spilliefnagjald, er heimilt að draga það frá við endanleg skil gjaldsins.
Álag skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:
Jafnframt er ráðherra heimilt samkvæmt tillögum spilliefnanefndar að kveða á um greiðslur til aðila ef umbúnaður eða úrvinnsla spilliefna sem þeir skila er með þeim hætti að það spari kostnað á síðari stigum.