Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lánastofnun er óheimilt að taka við innlánum frá almenningi til geymslu og ávöxtunar og stunda aðra starfsemi en þá sem fjallað er um í lögum þessum.
Þrátt fyrir ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði er lánastofnun heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðið „fjárfestingarbanki“, eitt sér eða samtengt öðrum orðum.
...1)
[Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Henni skulu fylgja samþykktir fyrir lánastofnunina, lýsing á starfseminni þar sem fram kemur, meðal annars, hvaða starfsemi ætlunin er að stunda og lýsing á innra skipulagi lánastofnunarinnar. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um stofnendur, hlutafé, hluthafa og hlut hvers um sig, auk annarra upplýsinga og gagna sem viðskiptaráðherra ákveður.]1)
Áður en ráðherra afgreiðir umsókn um starfsleyfi skal hann leita umsagnar bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.
[Ákvörðun um umsókn um starfsleyfi skal ávallt liggja fyrir innan sex mánaða frá því að fullbúin umsókn barst ráðherra.]1)
Birta skal tilkynningar um starfsleyfi lánastofnana í Lögbirtingablaði.
Um veitingu starfsleyfis til lánastofnana, synjun umsókna um starfsleyfi og afturköllun starfsleyfis gilda að öðru leyti ákvæði II., III. og XIII. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
Ríkisborgarar og lögaðilar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins eru undanþegnir búsetuskilyrði 1. mgr. Ráðherra er heimilt að veita ríkisborgurum annarra ríkja sömu undanþágu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að stofna eignarleigufyrirtæki, sbr. 9. gr., með 80 milljóna króna hlutafé hið lægsta og skal það aldrei nema lægri fjárhæð. Fjárhæð þessi tekur sömu breytingum og um getur í 1. mgr.
Stjórn lánastofnunar skal kjörin af hluthöfum á aðalfundi. Hún fer með málefni félagsins milli hluthafafunda. Stjórnin skal skipuð eigi færri en þremur mönnum og jafnmörgum til vara.
Stjórn lánastofnunar ræður framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri hlutaðeigandi stofnunar og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hennar sem ekki eru öðrum falin með lögum þessum.
Um stjórnendur og stjórnun lánastofnunar gilda að öðru leyti ákvæði um stjórn viðskiptabanka og sparisjóða í 38.–43. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
1)Rg. 571/1996, sbr. 486/1997 og 694/1997.
Um verðbréfaviðskipti lánastofnana gilda auk ákvæða laga þessara ákvæði laga um verðbréfaviðskipti eftir því sem við getur átt.
Lánastofnunum er heimilt að stunda vátryggingastarfsemi með stofnun dótturfyrirtækis.
Þeim er einnig heimilt að stunda aðra starfsemi en um ræðir í 1. mgr., enda sé slík hliðarstarfsemi í eðlilegu framhaldi af meginstarfsemi þeirra. Til framangreindrar starfsemi þarf samþykki bankaeftirlitsins sem jafnframt getur ákveðið að hún skuli stunduð í sérstöku félagi.
Um starfsemi lánastofnana fer að öðru leyti eftir ákvæðum V. kafla í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði1) að undanskildum ákvæðum um innlánsreikninga og innlánsskilríki.
Ráðherra getur sett nánari reglur um eignarleigustarfsemi þar sem m.a. koma fram skilgreiningar á hinum ýmsu flokkum eignarleigu og þau atriði sem að lágmarki skal kveðið á um í eignarleigusamningum.
1)Rg. 348/1996, sbr. 118/1997.2)L. 20/1996, 3. gr.
Um eigið fé lánastofnana gilda að öðru leyti ákvæði VI. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Ákvæði um laust fé viðskiptabanka og sparisjóða gilda þó ekki um lánastofnanir heldur fer um það samkvæmt ákvæðum laga um Seðlabanka Íslands.
[Ákvæði laga um Seðlabanka Íslands, svo og reglur settar samkvæmt þeim um laust fé, bindiskyldu og gengisbundnar eignir og skuldir innlánsstofnana, skulu einnig gilda fyrir aðrar lánastofnanir, eftir því sem við getur átt.]2)
1)Rg. 554/1994, sbr. 624/1994 og 717/1995. Rg. 341/1996.2)L. 20/1996, 4. gr.
Um ársreikning og endurskoðun að öðru leyti, svo og samstæðureikningsskil, fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.1)]2)
Stofnunum, sem um ræðir í 1. mgr., er einnig heimilt að veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús þegar bankaeftirlitið hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá lögbærum eftirlitsaðilum í heimaríki hlutaðeigandi stofnunar. Þessum stofnunum er heimilt að veita hverja þá þjónustu sem lög þessi taka til skv. 8. gr., enda hafi eftirlitsaðilar í heimaríki þeirra staðfest að starfsleyfið taki til slíkrar þjónustu.
Um heimildir erlendra lánastofnana, annarra en um ræðir í 1. mgr., til starfsemi hér á landi fer eftir reglum1) sem ráðherra setur að fengnum tillögum bankaeftirlitsins.
Um starfsemi erlendra lánastofnana hér á landi gilda að öðru leyti ákvæði XI. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
[Um heimildir dótturfyrirtækja erlendra lánastofnana til starfsemi hér á landi fer samkvæmt ákvæðum XII. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.]2)
1)Rg. 307/1994 og 308/1994.2)L. 20/1996, 5. gr.
Óski lánastofnun að veita þjónustu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins án þess að stofna þar útibú skal tilkynna það bankaeftirlitinu. Í tilkynningu skal koma fram hvaða ríki eigi í hlut og í hverju fyrirhuguð starfsemi sé fólgin.
Hyggist lánastofnun hefja starfsemi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal það tilkynnt bankaeftirlitinu fyrir fram ásamt lýsingu á fyrirhugaðri starfsemi og öðrum upplýsingum sem bankaeftirlitið telur nauðsynlegar þar að lútandi.
Um starfsemi innlendra lánastofnana erlendis fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum XII. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
[Um heimildir dótturfyrirtækja innlendra lánastofnana til starfsemi erlendis fer samkvæmt ákvæðum XIII. kafla laga um viðskiptabanka og sparisjóði.]1)
Bankaeftirlitið skal rannsaka fjárhag lánastofnana sem skulu veita allar þær upplýsingar sem eftirlitið telur nauðsynlegar. Í þeim mæli, sem bankaeftirlitið telur nauðsynlegt til að meta fjárhagsstöðu lánastofnunar, hefur það rétt til að afla upplýsinga og framkvæma vettvangsrannsókn hjá tengdum fyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum.
Málsmeðferð skv. 1. mgr. fer að ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið eftir því sem við á.
[Nú gerist hérlend lánastofnun, sem stundar starfsemi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, brotleg við lög þess ríkis, og lögbær yfirvöld þess ríkis grípa til ráðstafana sambærilegra þeim sem greinir í 1. mgr., og skal þá bankaeftirlitið aðstoða þarlend lögbær yfirvöld við samskipti þeirra við yfirstjórn hlutaðeigandi lánastofnunar.]1)
Yfirtaki nýir aðilar starfsemi lánastofnunar, sem starfar skv. 1. mgr., skal eigið fé stofnunarinnar hafa náð því lágmarki sem kveðið er á um í 1. eða 2. mgr. 5. gr. innan þriggja mánaða frá yfirtökunni.