Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugrar þekkingarleitar.
1)Rg. 552/1997.
Menntamálaráðherra gerir tillögur um fjárveitingu á fjárlögum til hvers skóla og annast fjárhagslegt eftirlit, svo og eftirlit með því að framhaldsskólar hafi fullnægjandi aðstöðu hvað varðar húsnæði og búnað.
1)Rg. 132/1997.
Í skólanefnd skulu sitja fimm menn. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar/sveitarstjórna og þrír án tilnefningar og skulu þeir að jafnaði búsettir í sveitarfélagi sem á aðild að skólanum. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, annar tilnefndur af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Áheyrnarfulltrúar skulu tilnefndir til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Sé um sérskóla að ræða er ráðherra heimilt með reglugerð að víkja frá reglum um skipan skólanefndar.
[Skólanefnd ákveður upphæð innritunargjalds og efnisgjalds sem nemendum er gert að greiða við upphaf námsannar eða skólaárs. Upphæð innritunargjalds skal taka mið af kostnaði vegna ýmiss konar kennsluefnis og pappírsvara sem skóli lætur nemendum í té án sérstaks endurgjalds og nauðsynlegt er fyrir starfsemi skólans. Innritunargjald skal þó aldrei vera hærra en 6.000 kr. á skólaári. Heimilt er að taka 25% hærra gjald af þeim sem fá leyfi til innritunar utan auglýsts innritunartíma og er skólanefnd heimilt að láta gjaldið renna í skólasjóð, enda sé tekjum hans samkvæmt skipulagsskrá ráðstafað í þágu nemenda. Efnisgjald er innheimt af nemendum sem njóta verklegrar kennslu vegna efnis sem skóli lætur nemendum í té og þeir þurfa að nota í námi sínu. Skal það taka mið af raunverulegum efniskostnaði. Efnisgjald skal þó aldrei vera hærra en 25.000 kr. á skólaári eða 12.500 kr. á önn. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar. Um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur. Menntamálaráðherra setur nánari reglur um innritunar- og efnisgjöld.
Heimilt er framhaldsskólum að innheimta sérstakt endurinnritunargjald af nemendum sem endurinnritast í bekkjardeild eða áfanga og skal upphæð gjaldsins miðast við 500 kr. fyrir hverja ólokna einingu frá síðustu önn. Menntamálaráðherra setur með reglugerð1) nánari ákvæði um gjaldtökuna, m.a. um viðmiðun gjaldtökunnar, um mat á bekkjardeildum til eininga, tilhögun innheimtu og undanþágur frá greiðslu gjaldsins.]2)
Heimilt er skólanefnd að stofna sérstaka sjóði við framhaldsskóla. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.
Menntamálaráðherra setur reglugerð3) um skipan og störf skólanefnda.
1)Rg. 140/1997.
Skólaráð skal vera skólameistara til aðstoðar við stjórn skóla. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað fulltrúum kennara og nemenda, svo og aðstoðarskólameistara og áfangastjóra starfi þeir við skólann. Heimilt er að setja í reglugerð1) nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess, starfstíma og starfshætti.
1)Rg. 138/1997.
Nánari ákvæði um starfssvið kennarafundar skal setja í reglugerð.1)
Gjöld til nemendasjóða eru ákveðin af nemendafélögum skóla sem sjá um innheimtu og meðferð fjárins. Bókhald nemendafélags skal háð sömu endurskoðun og aðrar fjárreiður skólans.
Menntamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar. Kennari, sem skipaður er skólameistari, skal fá leyfi frá kennarastarfi sínu þann tíma sem hann gegnir embætti skólameistara.
Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, deildarstjóra, kennara, námsráðgjafa, starfsfólk skólasafns og aðra starfsmenn skólans að höfðu samráði við skólanefnd.
Hafi umsækjandi um stöðu kennara ekki réttindi til kennslu við framhaldsskóla skal fara með umsókn hans samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
Um skilyrði þess að vera ráðinn skólameistari eða kennari við framhaldsskóla fer eftir ákvæðum gildandi laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakennara. Setja skal í reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið námsráðgjafa og starfsfólks skólasafna. Setja má í reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið annarra starfsmanna.
Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um starfssvið skólameistara, kennara og annarra starfsmanna skóla eftir því sem við á.
1)Rg. 331/1997.
Menntamálaráðherra getur veitt kennara, er nýtur námsorlofs, styrk til að standa straum af kostnaði við ferðalög og námsdvöl í sambandi við námsorlofið ef hann ver því til að stunda reglulegt nám við viðurkennda menntastofnun eða til námsferðar njóti hann ekki sambærilegs styrks frá öðrum. Að loknu námsorlofi er kennurum skylt að senda ráðuneytinu skýrslu um störf sín á námsorlofstíma.
Ákvæði þessarar greinar taka einnig til skólameistara og annarra stjórnenda skóla. Menntamálaráðherra setur reglugerð1) um framkvæmd námsorlofs kennara.
Héraðslæknar hafa umsjón með þessari starfsemi undir yfirstjórn heilbrigðisstjórnar og líta eftir að aðbúnaður og aðstaða nemenda og starfsmanna sé viðhlítandi. Starfsfólk við heilsuvernd í skólum skal hafa náið samstarf við skólameistara um framkvæmdina.
1)Rg. 328/1997.
Inntaka nemenda á einstakar námsbrautir framhaldsskólans ákvarðast af þeim kröfum sem gerðar eru í viðkomandi námi. Í reglugerð skal kveðið á um lágmarkskröfur um námsárangur í einstökum greinum og greinaflokkum við lok grunnskóla og starfsþjálfun þar sem hennar er krafist. Heimilt er skólameistara, að undangengnu mati, að veita nemanda sem orðinn er 18 ára gamall inngöngu á einstakar námsbrautir framhaldsskóla þótt hann uppfylli ekki lágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla.
Nemendum, sem ekki hafa náð tilskildum árangri við lok grunnskóla, skal standa til boða fornám1) eða nám í sérstökum deildum á framhaldsskólastigi. Inntaka nemenda í framhaldsskóla er á ábyrgð skólameistara.
1)Rg. 560/1995, sbr. 111/1996. Rg. 364/1996, 368/1996.
Á starfsnámsbrautum er nám í löggiltum iðngreinum og annað starfsnám. Nemendur á starfsnámsbrautum skulu einnig eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Í reglugerð1) skal kveðið á um hverjar skuli vera löggiltar starfsgreinar.
Bóknámsbrautir veita undirbúning að námi á háskólastigi. Bóknámsbrautir eru þrjár: tungumálabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðabraut.
Listnámsbrautir veita undirbúning að frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi.
Almenn námsbraut veitir undirbúning fyrir nám á bók-, list- og starfsnámsbrautum og getur jafnframt verið hluti af því námi.
Stofnun nýrra námsbrauta er háð samþykki menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra setur reglugerð um framkvæmd ákvæða þessarar greinar.
Brautarkjarni er skyldunám brautar. Þar eru sérgreinar brautarinnar og námsgreinar sem stuðla að almennri menntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu.
Kjörsvið er frekari sérhæfing á brautinni. Það er skipulagt sem heild, ýmist með samröðun námsáfanga eða í stórum heildstæðum áföngum með áherslu á fræðileg viðfangsefni. Starfsnám og viðurkennt listnám á framhaldsskólastigi má meta til kjörsviðs í námi á bóknámsbrautum að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind eru í aðalnámskrá.
Frjálst val námsgreina, sem skilgreindar eru í aðalnámskrá framhaldsskóla og kenndar eru í viðkomandi skóla, gefur nemendum kost á að kynnast list-, verk- og fræðasviðum að eigin vali.
1)Rg. 328/1997.
Menntamálaráðherra getur heimilað stofnun sérstakra deilda við framhaldsskóla fyrir fatlaða nemendur. Menntamálaráðherra setur reglugerð með nánari ákvæðum um kennslu og nám fatlaðra nemenda í framhaldsskólum.
1)Rg. 329/1997.
Í aðalnámskrá skal kveðið á um uppbyggingu einstakra námsbrauta, samhengi í námi og meðallengd námstíma á hverri braut. Þar er ákveðinn lágmarksfjöldi kennslustunda í einstökum námsgreinum og inntak í megindráttum.
Í aðalnámskrá skal mælt fyrir um námsmat, þar með talin próf og vitnisburð. Þar komi fram hvaða kröfur nemandi þarf að uppfylla til þess að hann teljist hafa lokið einstökum áföngum náms með fullnægjandi árangri og lágmarkskröfur til þess að standast tiltekin lokapróf. Þar skal kveðið á um hversu oft nemandi má endurtaka próf og birtar reglur um rétt nemenda til að sjá prófúrlausnir sínar.
Í aðalnámskrá eru ákvæði um mat á starfsþjálfun sé hún hluti námsins, mat á námi þegar nemendur flytjast milli skóla og skilyrði þess að flytjast milli námsbrauta. Í aðalnámskrá skal setja viðmiðunarreglur um skólanámskrár og mat á skólastarfi.
Tilkynning um gildistöku aðalnámskrár eða hluta hennar skal birt í Stjórnartíðindum.
Í skólanámskrá geri skólar grein fyrir hvernig ná skuli því markmiði framhaldsskóla að námið stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Skólanámskrá skal samþykkt af skólanefnd að fenginni umsögn almenns kennarafundar. Skólanefnd fylgist með framkvæmd skólanámskrár.
1)Rg. 139/1997.
1)Rg. 278/1997.
Lokapróf úr framhaldsskóla, svo sem stúdentspróf og burtfararpróf af starfsmenntabrautum, er veitt geta rétt til frekara náms eða réttindi til starfa, skulu vera samræmd í tilteknum greinum sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Í reglugerð1) skal einnig kveðið nánar á um framkvæmd samræmdra prófa í framhaldsskólum, svo og sveinsprófa.
Starfsnám skiptist á skóla og vinnustað eða fer eingöngu fram í skóla. Námið er bóklegt og verklegt og skal mynda sem samfelldasta heild svo að nemendur fái betur skilið tengsl fræðilegra og hagnýtra þátta. Áhersla skal lögð á að innihald starfsnáms taki mið af þörfum starfsgreina fyrir fagmenntun starfsfólks á hverjum tíma.
Samtök atvinnurekenda, launþega og sveitarfélaga greiða kostnað af störfum fulltrúa sinna í samstarfsnefndinni en menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af störfum fulltrúa menntamálaráðherra og leggur nefndinni til skrifstofuþjónustu.
Samtök atvinnurekenda og launþega greiða kostnað af störfum fulltrúa sinna í starfsgreinaráði og menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af störfum fulltrúa menntamálaráðherra og af sérfræðilegri vinnu við námskrárgerð.
Starfsgreinaráð gerir tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms, svo og um tilhögun námsmats, þar með talin sveinspróf og eftirlit með gæðum kennslu og námsefnis. Það gerir einnig tillögur að skiptingu náms í skóla og á vinnustað, svo og reglum um vinnustaðanám, viðurkenningu á vinnustöðum til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning og aðstöðu, búnað og kennarakost skóla sem annast starfsnám.
Starfsgreinaráð skal hafa frumkvæði að tillögugerð um breytta skipan náms og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í málum er varða menntun í starfsgreinum er undir ráðið heyra.
Að fengnum tillögum starfsgreinaráðs gefur menntamálaráðherra út námskrá í sérgreinum starfsnáms sem hluta af aðalnámskrá framhaldsskóla og reglur um framkvæmd starfsnáms í einstökum starfsgreinum.
Í samningi, er menntamálaráðherra gerir við þá stofnun er tekur að sér hlutverk kjarnaskóla, skal verkefnið skilgreint, stjórnun þess, lengd samningstíma og hvernig úttekt þess skuli háttað. Hagsmunaaðilar á vinnumarkaði geta átt aðild að slíkum samningi.
1)Rg. 280/1997.
Námssamningur skal undirritaður við upphaf vinnustaðanáms og staðfestur innan eins mánaðar. Þar skal tilgreindur reynslu- og gildistími samningsins. Ákvæði um laun og önnurstarfskjör skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga að því er varðar nema í viðkomandi starfsnámi.
Í reglugerð,1) sem menntamálaráðherra setur, skulu vera ákvæði um starfsþjálfunarsamninga. Þar skal einnig kveðið á um form, staðfestingu og skráningu námssamninga, svo og samningsslit og meðferð ágreiningsefna er upp kunna að koma varðandi framkvæmd samnings. Áður en reglugerð þessi er sett skal leitað umsagnar aðila vinnumarkaðar og samtaka nemenda.
1)Rg. 279/1997.
Fyrir kennslu í slíku námi skulu nemendur greiða gjald sem nemur sem næst þriðjungi kennslulauna. Menntamálaráðherra setur reglur um hlutdeild öldungadeildarnemenda í efniskostnaði. Nánari ákvæði um þessa starfsemi skulu sett í reglugerð.1)
Halda skal kostnaði vegna þessara námskeiða aðgreindum frá öðrum rekstri skólans og skal hann greiddur að fullu af þeim aðilum er að námskeiðum standa með skólanum eða með þátttökugjöldum.
Gera skal samning milli samstarfsaðila og skólans þar sem gengið er frá fyrirkomulagi og full greiðsla kostnaðar tryggð.
1)Rg. 279/1997.
Í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri leit upplýsinga og notkun gagnabanka.
Standi ríki og sveitarfélag/sveitarfélög sameiginlega að stofnun framhaldsskóla skal gera samning milli aðila um nýframkvæmdir, stofnbúnað og endurbyggingu húsnæðis sem ríki og sveitarfélög samþykkja að standa að vegna framhaldsskóla. Þar skulu m.a. vera ákvæði um stjórn framkvæmda, byggingarhraða og greiðslustreymi. Heimilt er að fela sveitarfélögum, sem aðild eiga að framhaldsskóla, að fara með undirbúning og umsjón með byggingarframkvæmdum.
Samningar um framkvæmdir skulu undirritaðir af menntamálaráðherra og fjármálaráðherra annars vegar og hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnum hins vegar. Fjármálaráðherra skal kynna fjárlaganefnd slíka samninga.
Kostnaður við byggingarframkvæmdir, aðrar framkvæmdir á lóð og stofnbúnað framhaldsskóla og heimavista við þá skiptist þannig að ríkissjóður greiðir 60% áætlaðs kostnaðar samkvæmt viðmiðunarreglum (normkostnaður) þegar sveitarfélag eða sveitarfélög annast undirbúning og verkframkvæmd. Hlutur sveitarfélags eða sveitarfélaga er þá sá hluti kostnaðar sem ríkissjóður greiðir ekki. Lóðir undir framhaldsskóla skulu sveitarfélög leggja til án kvaða eða gjalda. Þegar ríkissjóður ber ábyrgð á undirbúningi verks og stjórnar framkvæmdum, án íhlutunar sveitarfélags eða sveitarfélaga, greiðir sveitarfélag eða sveitarfélög 40% miðað við normkostnað en ríkissjóður hinn hlutann. Heimilt er ráðuneytinu að semja um aðra kostnaðaraðild þegar um búnað verknámshúsnæðis er að ræða að fengnu samþykki fjárlaganefndar.
Ákveði Alþingi að stofna skóla án aðildar sveitarfélags eða sveitarfélaga greiðist allur stofnkostnaður úr ríkissjóði.
Þar sem heimavistir verða reistar í tengslum við framhaldsskóla má gerð húsnæðis og búnaðar miðast við að nýta megi aðstöðuna til gistihúsarekstrar utan reglulegs skólatíma. Um umframkostnað, sem af því kann að leiða, skal samið sérstaklega milli byggingaraðila. Um notkun heimavistarhúsnæðis utan skólatíma skal gerður sérstakur samningur í samráði við menntamálaráðuneyti og hann staðfestur af skólanefnd.
Menntamálaráðherra skal í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga setja viðmiðunarreglur um stærð og gerð húsnæðis fyrir framhaldsskóla og málsmeðferð varðandi undirbúning framkvæmda samkvæmt þessari grein. Menntamálaráðuneytið skal að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga setja reglur um viðmiðun stofnkostnaðar og búnaðar (norm) er skipting áætlaðs byggingarkostnaðar miðist við.
Verði húsnæði framhaldsskóla ráðstafað til annarra nota en framhaldsskólanáms skulu eignaraðilar gera með sér samkomulag þar um. Verði eign seld öðrum hvorum eignaraðila skal hún metin af dómkvöddum mönnum.
Ríkissjóður greiðir allan launakostnað vegna kennslu, stjórnunar og annarra starfa. Menntamálaráðherra skal gefa út reglugerð þar sem settar eru fram reglur (reiknilíkan) til að reikna út kennslukostnað skóla. Við útreikninga þessa skal miðað við fjölda nemenda, lengd og tegund náms, fjölda kennslustunda á viku samkvæmt aðalnámskrá, kostnað sem leiðir af kjarasamningum og annað sem kann að skipta máli. Í reglugerð þessari skulu einnig vera viðmiðunarreglur um framlög til annarra starfa en kennslu.
Auk launakostnaðar greiðir ríkissjóður annan rekstrarkostnað skóla, svo og viðhald húsa og tækja. Rekstrarframlag er greitt til skóla samkvæmt ákvæðum í samningi er gerður skalvið menntamálaráðuneytið. Heimilt er skólanefnd, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstrarliðar.
Meiri háttar viðhald framhaldsskóla í eigu ríkissjóðs skal greitt af sérstakri fjárveitingu til þessa verkefnis sem ákveðin er í fjárlögum í samræmi við sérstaka viðhaldsáætlun til þriggja ára í senn sem menntamálaráðherra gerir. Um undirbúning viðhaldsframkvæmda og umsjón með þeim fer með sama hætti og aðrar slíkar framkvæmdir á vegum ríkisins.
Heimilt er að ráða sérstakan fjármálafulltrúa til þess að annast fjárreiður skóla og bókhald og starfar hann undir stjórn skólameistara.
Skólameistari hefur umsjón með rekstri heimavistar og mötuneytis nemenda.
1)Rg. 137/1997.
Menntamálaráðherra getur veitt slíkum skólum viðurkenningu á grundvelli laga og reglugerða er varða framhaldsskóla og rekstur þeirra að uppfylltum skilyrðum sem sett skulu í reglugerð.1)
Ekki eiga einkaskólar kröfu til styrks af almannafé. Alþingi ákveður framlag ríkissjóðs til þessara skóla. Njóti einkaskólar framlags af opinberu fé skal gerður verksamningur milli menntamálaráðherra og rekstraraðila skólans um fjárveitingu, rekstur, stjórnun og eigur eftir því sem við á.
Hagnaði af leigu skólahúsnæðis og heimavista, sbr. 40. gr., skal verja til viðhalds og endurnýjunar húsnæðis og búnaðar.
Um fjárframlög til tilraunastarfs af þessu tagi fer samkvæmt ákvörðun Alþingis hverju sinni. Slíkum tilraunum skulu ávallt sett eðlileg tímamörk og í leyfi kveðið á um úttekt að tilraun lokinni.
1)Rg. 274/1997.