Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi taka til sölu á gistingu, sölu veitinga annarra en áfengis og leigu á samkomusölum í atvinnuskyni.
Enginn má stunda rekstur skv. 2. mgr. nema hafa til þess leyfi.
[Ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins skulu frá og með gildistöku samnings um hið Evrópska efnahagssvæði vera undanþegnir skilyrði um heimilisfesti á Íslandi samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.1)]2)
Leyfi samkvæmt lögum þessum má veita félagi eða öðrum lögaðila sem á heimili hér á landi, enda sé framkvæmdastjóri slíks lögaðila fjárráða og hafi forræði á búi sínu. Sé um að ræða erlendan aðila eða íslenskan lögaðila sem erlendur aðili á hlut í er leyfisveiting þó háð því að fullnægt sé þeim skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.]3)
Nafn á fyrirtæki og/eða atvinnustarfsemi skal falla að hljóðkerfi og beygingum í íslensku máli.
Ágreiningi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til nefndar þeirrar sem starfar samkvæmt lögum nr. 35/1953.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um menntun starfsfólks veitinga- og gististaða sem lög þessi taka til og binda leyfi samkvæmt lögum þessum skilyrðum er að því lúta.
Leyfið er veitt til fjögurra ára í senn og skal þá endurnýjað. Leyfið skal vera bundið við stað og nafn og er ekki framseljanlegt.
Synja má leyfisumsókn geri sérstakar aðstæður starfsemina óæskilega. Umsækjanda skal tilkynnt slík ákvörðun skriflega og ástæður tilgreindar.
Synjun eða veitingu leyfis má skjóta til ráðuneytis.
Úrskurði lögreglustjóra um afturköllun leyfis má skjóta til ráðuneytis innan 14 daga frá uppkvaðningu og heldur leyfishafi rétti sínum óskertum þar til úrskurður ráðuneytis er fenginn. Kærufrestur telst frá þeim degi er leyfissvipting var tilkynnt leyfishafa skriflega.
Gististaður þar sem gestamóttaka er opin allan sólarhringinn og morgunverður framreiddur. Fullbúin snyrting skal vera með hverju herbergi. Undanþágu má þó veita fyrir hluta herbergja. Þó skal alltaf vera handlaug í hverju herbergi og fullbúin snyrting nærliggjandi. Gististaður með takmarkaða þjónustu. Handlaug skal vera í hverju herbergi og salerni nærliggjandi. Jafnframt skulu gestir eiga aðgang að fullbúinni baðaðstöðu. Svefnpokagisting í herbergjum eða svefnskálum. Gisting á heimili leigusala.
Gistileyfi veitir einnig rétt til veitingasölu samkvæmt ákvæðum þar um.
Veitingastaður með fjölbreyttar veitingar í mat og drykk og fullkomna þjónustu. Veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi, fjölbreyttar veitingar í mat og/eða drykk og fullkomna þjónustu. Veitingastaður með fábreyttar veitingar í mat og/eða drykk og takmarkaða þjónustu. Máltíðasala, ekki til neyslu á staðnum. Tækifærisveitingar á opinberum samkomum eða einkasamkomum. Leyfi bundin við einstök tækifæri.
Sé skuld ekki gerð upp er heimilt að selja viðkomandi eigur til skuldalúkningar.
1)Rg. 288/1987, sbr. 252/1990, 288/1997 og 606/1997.2)L. 62/1993, 8. gr.
[Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir um veitinga- og gististaði að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þess annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið.]2)