Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Nú l. 123/1993.
Ákvæði 1. mgr. gildir þó ekki um samninga sem gerðir eru í því skyni að halda þeim utan gildissviðs laga þessara, svo sem með skiptingu fjárhæðar á fleiri en einn lánssamning.
Ef breyta má lánskostnaði, afborgunum eða öðrum atriðum lánskjara á samningstímanum skal lánveitandi greina neytanda frá því við hvaða aðstæður breytingarnar geta orðið. Ef ekki er unnt að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar skal lánveitandi þess í stað skýra neytanda frá því hverjir vextir eru, hvaða gjöld falla á lánið og við hvaða aðstæður breytingar geti orðið.
Þegar reiknuð er út árleg hlutfallstala kostnaðar skal ekki tekið tillit til eftirfarandi kostnaðarliða:
Ákvæði 3.--4. tölul. 2. mgr. eiga því aðeins við að neytandi hafi hæfilegt valfrelsi um það með hvaða hætti yfirfærsla fjárins eða endurgreiðslan fari fram, svo og að kostnaður sé ekki óeðlilega hár.
1)Rg. 377/1993, sbr. 491/1993.
Þegar reiknuð er út árleg hlutfallstala kostnaðar skal gera ráð fyrir eftirfarandi:
Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki ef lánveitandi getur sannað að neytanda hefði mátt vera ljóst hver lántökukostnaðurinn átti að vera. Ef ákvæði 1. eða 2. mgr. leiða til lækkunar eftirstöðva skal neytandi greiða þær samkvæmt samningnum og lækkunin koma fram á síðustu afborgunum.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við um greiðslu sem innt er af hendi fyrir gjalddaga þegar hún tengist ekki uppgreiðslu láns fyrir umsaminn lokagjalddaga eða annarri breytingu á umsömdum afborgunum láns.
Þetta á þó ekki við ef neytandi innir greiðslu af hendi til lánveitanda og veit eða má vita að lánveitandi hefur ekki rétt til að taka við greiðslu eða gera samning þar að lútandi.
Ef neytandi á kröfu á hendur lánveitanda, sem jafnframt er seljandi, vegna kaupa, t.d. vegna galla, er framsalshafi meðábyrgur lánveitanda.
Ákvæði þetta nær þó ekki til viðskiptabréfakrafna enda sé til staðar trygging, sbr. 18. gr.
Tryggingarfjárhæð innan hvers tryggingartímabils, sem er eitt ár, skal nema 5.000.000 kr. Neytandi skal gera kröfu um greiðslu tryggingarfjár innan eins árs frá afhendingu vöru eða þjónustu. Séu kröfuhafar fleiri en einn fer um rétt þeirra til tryggingarfjárins eftir röð krefjenda. Að gengnum fullnaðardómi eða að gerðri réttarsátt um vanefnd og þegar ljóst er að seljandi getur ekki efnt skyldu sína samkvæmt dóminum eða sáttinni skal neytanda greitt af tryggingarfénu.
Ráðherra skal setja nánari ákvæði um tryggingarskylduna, gildissvið tryggingarinnar, hverjir veitt geti tryggingu og skilmála í reglugerð. Í henni má einnig kveða á um lægri tryggingarfjárhæð en greinir í 2. mgr. þegar umfang viðskipta er það takmarkað að lægri tryggingarfjárhæð veitir nægjanlega vernd.
Nú hefur seljandi ekki gilda tryggingu samkvæmt grein þessari og getur kaupandi þá borið fram mótbárur svo sem bréfið væri ekki viðskiptabréf.
Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað.
Ef andvirði söluhlutar er meira en sem nemur eftirstöðvum lánssamnings skal lánveitandi endurgreiða neytanda mismuninn. Ef andvirði söluhlutar er minna skal neytandi endurgreiða lánveitanda mismuninn.
Við mat á andvirði söluhlutar skal litið til þess hvort slit og rýrnun söluhlutar er eðlilegt og til frádráttar vaxta frá endurheimtudegi til loka lánssamnings.
Komi upp ágreiningur um hvað sé verð söluhlutar á almennum markaði skal hann útkljáður með matsgerð tveggja dómkvaddra og óhlutdrægra manna. Matsmenn skulu ákveða hvernig háttað skuli greiðslu vegna kostnaðar við matið.
Neytandi getur ekki leyst til sín hlut ef hann er úr safni eða samstæðu sem lánveitandi hefur einnig endurheimt frá neytanda og aðskilnaðurinn hefur í för með sér verulega rýrnun á verðmæti hlutanna.
1)Rg. 377/1993.
1)Rg. 377/1993.
Áður en til banns kemur skv. 1. mgr. getur Samkeppnisstofnun lokið málinu með sátt. Hafi sátt komist á gildir hún sem bann skv. 1. mgr.
Gera má lögaðila að greiða bætur þó svo að sök sannist ekki á neinn tiltekinn starfsmann lögaðilans ef sýnt þykir að einhver starfsmaður lögaðilans hafi gerst brotlegur við ákvæði laga þessara.
Bætur, sem dæmdar verða, sbr. 1. mgr., má innheimta hjá þeim einstaklingi sem dæmdur er bótaskyldur eða lögaðila þeim sem hann starfaði hjá þegar brotið var framið.