Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra skipar forstjóra Vinnumálastofnunar til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar.
Forstjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar og ræður starfsfólk hennar.
Ráðherra getur með reglugerð falið stofnuninni fleiri verkefni en kveðið er á um í 1. mgr.
Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasambandið, Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs tilnefna einn aðalmann og einn varamann hvert í stjórnina.
Ráðherra skipar án tilnefningar tvo aðalmenn í stjórnina, formann og varaformann, svo og varamenn þeirra.
Láti stjórnarmaður af störfum áður en fjögurra ára tímabilið rennur út skal nýr aðili einungis skipaður til loka tímabilsins.
Forstjóri Vinnumálastofnunar skal sitja fundi stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétti.
Stjórnin skal reglulega halda samráðsfundi með fulltrúum aðila sem eiga sérhagsmuna að gæta á vinnumarkaðinum og ekki eiga fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Enn fremur skulu haldnir reglulegir samráðsfundir með aðilum sem hafa yfir að ráða sérþekkingu á vinnumarkaðinum.
Stjórnin skal vera umsagnaraðili um lagafrumvörp og stjórnvaldsreglur sem snerta vinnumarkaðinn.
Stjórnin skal árlega, eða oftar eftir því sem tilefni er til, gefa ráðherra skýrslu um þróun vinnumarkaðarins og árangur vinnumarkaðsaðgerða. Ráðherra skal á grundvelli skýrslna stjórnarinnar gera Alþingi árlega grein fyrir þróun mála á vinnumarkaðinum.
Stjórnin hefur umsjón og eftirlit með rekstri og starfsemi Vinnumálastofnunar. Árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir forstjóra Vinnumálastofnunar skulu lagðar fyrir stjórnina til samþykktar áður en þær eru lagðar fyrir félagsmálaráðherra.
Vinnumálastofnun er heimilt, að fenginni umsögn svæðisráðs og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að semja við sveitarfélög eða aðra aðila um að annast verkefni svæðisvinnumiðlunar, sbr. 10. gr. Slíkir samningar skulu staðfestir af félagsmálaráðherra.
Forstöðumaður annast daglega stjórn svæðisvinnumiðlunar í samræmi við starfsáætlun samþykkta af svæðisráði.
Stjórn Vinnumálastofnunar og svæðisráð geta falið svæðisvinnumiðlunum fleiri verkefni en kveðið er á um í 1. mgr.
Svæðisráð skal skipað þremur fulltrúum tilnefndum af samtökum vinnuveitenda og þremur fulltrúum tilnefndum af samtökum launþega á svæðinu. Tveir fulltrúar skulu tilnefndir af sveitarfélögum og einn af framhaldsskólum á svæðinu. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt. Náist ekki samkomulag um tilnefningu úrskurðar ráðherra um hver skuli tilnefna fulltrúa í ráðið með hliðsjón af því hversu fjölmenn viðkomandi samtök eða sveitarfélög eru á svæðinu og að fenginni umsögn viðkomandi heildarsamtaka. Ráðherra skipar formann og varaformann svæðisráðs úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið sem aðalmenn.
Forstöðumaður svæðisvinnumiðlunar skal sitja fundi svæðisráðs með málfrelsi og tillögurétti.
Svæðisráði er heimilt að skipa úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdaráð til að fara með verkefni svæðisráðs eftir nánara umboði ráðsins.
Svæðisráð skal aðstoða svæðisvinnumiðlun við að hrinda í framkvæmd úrræðum fyrir atvinnulausa, sbr. e-lið 1. mgr. 10. gr., m.a. með því að fá þá aðila, sem tilgreindir eru í 1. mgr., til samstarfs um slík úrræði.
Svæðisráð skal árlega, og oftar eftir því sem tilefni er til, gefa stjórn Vinnumálastofnunar skýrslu um atvinnuástand og árangur vinnumarkaðsaðgerða á svæðinu.
Svæðisvinnumiðlun getur synjað þeim um þjónustu sem ítrekað hefur hafnað úrræðum svæðisvinnumiðlunar um aðstoð eða ekki sinnt skyldum sínum gagnvart henni.
Ef ágreiningur rís vegna samkomulags um starfsleitaráætlun eða um hvort starfsleitaráætlun skuli gerð getur hvor aðili fyrir sig vísað honum til úthlutunarnefndar, sbr. 16. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
Stjórn Vinnumálastofnunar setur nánari reglur um meðferð upplýsinga varðandi þá sem leita eftir aðstoð svæðisvinnumiðlunar. Reglur þessar skulu staðfestar af ráðherra.
1)Rg. 180/1952, sbr. 174/1954 og 15/1959. Rg. 129/1986, sbr. 385/1996, 31/1987 og 299/1994.