Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 639/1983 (um ýmsar ráðstafanir til öryggis við siglingar).
Skylda má skipstjóra á íslenskum skipum til að gera veðurathuganir og senda út veðurfregnir, sem telja má nauðsynlegar fyrir sjófarendur.
Atvinnumálaráðuneytið setur nánari reglur1) um ákvæði þessarar greinar.
Fregnir þær, sem hér ræðir um, skulu sendar íslenskum yfirvöldum án kostnaðar fyrir hlutaðeigandi skip, sem veðurathuganirnar gerði.
Ef skipstjóra er ekki unnt að veita hjálp, ef svo stendur á að ætla má, að hjálp sé ekki tímabær eða nauðsynleg, skal hann þegar í stað tilkynna skipverjum eða skipstjóra hins hjálparþurfandi skips það, ef hægt er. Enn fremur skal skipstjóri rita í skipsdagbókina nákvæma greinargerð fyrir þessari ákvörðun sinni.
Þau tákn eða merki, sem ákveðin eru í þessu augnamiði, má ekki nota í neinum öðrum tilgangi.
1)L. 75/1982, 38. gr. A.
Ef um stórfellt brot er að ræða af hendi skipstjóra má ennfremur svipta hann réttindum til skipstjórnar með dómi.
Brot gegn lögum þessum og tilskipunum og reglum settum samkvæmt þeim sæta meðferð opinberra mála.]1)