Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Lög þessi taka einnig til leigu myndbanda.]1)
Lög þessi taka þó ekki til:
Verði ágreiningur um, hvort leyfi þurfi samkvæmt lögum þessum til tiltekinnar tegundar verslunar, sker ráðherra úr, en þann úrskurð má bera undir dómstóla til úrlausnar með málssókn á hendur lögreglustjóra, sem í hlut á.
[Ráðherra getur veitt undanþágu frá skilyrðum þessa töluliðs, þegar sérstaklega stendur á að hans mati.]3) 1)Augl. 43/1926 um skilyrði fyrir leyfi til verslunarrekstrar.2)L. 23/1991, 9. gr.3)L. 27/1972, 1. gr.4)L. 7/1970, 1. gr.
Sömu reglur gilda, eftir því sem við á, um bú aðila, svo og í því tilfelli, að verslunarleyfishafi missi um stundarsakir hæfi samkvæmt 4. gr.
[Leyfi til verslunar fyrir landið allt veitir leyfishafa rétt til smásöluverslunar utan lögsagnarumdæmis þar sem leyfi er gefið út. [Sýslumanni]1) á þeim stað er verslun á að reka hverju sinni er heimilt að takmarka leyfið við verslun með vörutegundir sem ekki er verslað með í því lögsagnarumdæmi.]2)
Leyfi til heildverslunar og umboðsverslunar veitir rétt til að safna tilboðum í vörur hvar á landi sem er og í íslenskri landhelgi.
1)L. 92/1991, 50. gr.2)L. 15/1995, 1. gr.3)L. 23/1991, 9. gr.4)L. 7/1970, 2. gr.
...1)
[Lögreglustjóri skal vísa umsókn til ákvörðunar ráðherra ef hann telur að starfsemi umsækjanda sé svo háttað að varhugavert sé að leyfa hana.]2) Getur ráðherra synjað um veitingu leyfis eða sett leyfinu sérstök skilyrði, ef ástæða er til að hans dómi. Skal réttur til verslunarleyfis samkvæmt 4. og 5. gr. vera háður þeim takmörkunum, sem hér voru greindar.
Verslunarleyfi gildir í 5 ár, en skal endurnýjað að þeim tíma liðnum, ef leyfishafi fullnægir þá skilyrðum þessara laga.
[Heimilt er ráðherra að veita undanþágu frá ríkisfangsskilyrði 1. tölul. 4. gr.]3)
Engin ákvæði mega vera í samþykktum félags, sem brjóta í bága við íslensk lög.]4)
Sama undanþága gildir varðandi skilyrði um heimilisfesti á Íslandi, sbr. 1. tölul. 4. gr. laga þessara.
Ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins skulu eigi njóta lakari aðstöðu með tilliti til undanþágu frá menntunar- eða starfsreynsluskilyrði en íslenskir ríkisborgarar, sbr. 3. tölul. 4. gr. laga þessara.]1)