Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Séu í gildi innflutningstakmarkanir á einstöku sviði skal þó heimilt að flytja til landsins vörur sem ætlaðar eru fyrir sendiráð erlendra ríkja og aðra sem samkvæmt lögum, milliríkjasamningum eða venju njóta hér tollfrelsis. Ákvæði þetta á þó ekki við um vörur sem hætta telst á að smitefni geti borist með til landsins.
Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum eru refsiverðar eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Með brot á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.