Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ef líkamstjón hefur varanlegar afleiðingar skal einnig greiða bætur fyrir miska og bætur fyrir örorku, þ.e. varanlegan missi eða skerðingu á getu til að afla vinnutekna.
Verðmæti vinnu við heimilisstörf skal lagt að jöfnu við launatekjur, sbr. 2. gr., 2. mgr. 7. gr. og 8. gr.
Frá skaðabótum skal draga laun í veikinda- eða slysaforföllum, dagpeninga og aðrar bætur frá opinberum tryggingum fyrir tímabundið atvinnutjón og vátryggingabætur þegar greiðsla vátryggingafélags er raunveruleg skaðabót, svo og sambærilegar greiðslur sem tjónþoli fær vegna þess að hann er ekki fullvinnufær.
Um greiðslur frá þriðja manni fer eftir ákvæðum 1., 3. og 4. málsl. 4. mgr. 5. gr.
Hafi tjónþoli verið 60 ára eða eldri þegar tjón varð lækka bætur sem ákveðnar eru eftir 1. mgr. um 5% fyrir hvert aldursár tjónþola umfram 59 ár. Bætur lækka þó ekki frekar eftir 69. aldursár tjónþola.
Um greiðslur frá þriðja manni fer eftir ákvæðum 1., 3. og 4. málsl. 4. mgr. 5. gr.
Þegar tjón vegna örorku er metið skal líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við.
Örorka tjónþola reiknast í hundraðshlutum (örorkustigum).
Greiðslur, sem tjónþoli fær frá þriðja manni vegna líkamstjóns, svo sem almannatryggingum, lífeyrissjóði eða vátryggingafélagi, dragast ekki frá skaðabótakröfu. Greiðslur frá samnings- eða lögbundinni atvinnuslysatryggingu launþega skulu þó dregnar frá skaðabótakröfu hans á hendur vinnuveitanda þeim sem slysatrygginguna keypti. Bætur frá slysatryggingu ökumanns eftir umferðarlögum skal einnig draga frá skaðabótakröfu. Sama gildir um bætur frá sams konar slysatryggingu manns er slasast sem farþegi í eigin ökutæki.
Bótafjárhæðin skal greidd í einu lagi.
Árslaun skulu þó metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. breytingar á tekjum eða atvinnuhögum.
Ekki skal miða við hærri árslaun en 4.500.000 kr.
[Þegar miskastig er minna en 10% greiðast engar örorkubætur. Þegar miskastig er 10%, 12%, 15%, 18% og 20% skulu örorkubætur vera 120%, 125%, 130%, 135% eða 140% af bótum fyrir varanlegan miska.]1)
Þegar miskastig er 25% eru örorkubætur 150% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 30%, 35%, 40%, 45% eða 50% skulu örorkubætur vera 160%, 170%, 180%, 190% eða 200% af bótum fyrir varanlegan miska.
Þegar miskastig er 55% eru örorkubætur 225% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 60%, 65%, 70%, 75%, 80% eða 85% skulu örorkubætur vera 250%, 275%, 300%, 325%, 350% eða 375% af bótum fyrir varanlegan miska. Þegar miskastig er 90%, 95% eða 100% skulu örorkubætur vera 400% af bótum fyrir varanlegan miska.
Ef ætla má að tjónþoli hefði verið vinnufær og stundað vinnu eftir að hann er orðinn fullra 70 ára að aldri má víkja frá reglu 1. mgr. að nokkru eða öllu.
1)Rg. 335/1993, sbr. 19/1996 og 549/1996.
Í örorkunefnd eiga sæti þrír menn sem skipaðir eru af dómsmálaráðherra til sex ára í senn. Skulu tveir nefndarmanna vera læknar, en einn lögfræðingur og er hann formaður nefndarinnar. Formaður skal fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara. Ráðherra skipar varamenn eftir sömu reglum og aðalmenn. Um hæfi nefndarmanna til að fara með mál skal fara eftir reglum laga um sérstakt hæfi dómara.
Örorkunefnd skal semja töflur um miskastig.
Ráðherra setur reglugerð1) um starfsháttu örorkunefndar. Í reglugerðinni skal m.a. vera heimild fyrir nefndina til þess að kveðja lækna og aðra sérfróða menn til starfa í þágu nefndarinnar. Í reglugerð skal og kveða á um gjald fyrir matsgerðir sem nefndin gerir.
Um greiðslur frá þriðja manni fer eftir ákvæðum 4. mgr. 5. gr.
Hafi framfærandi verið orðinn 26 ára gamall lækka bætur eftir reglum 9. gr.
Reikna skal fjárhæð barnalífeyris eins og hann er við andlát framfæranda.
Bætur skv. 1. mgr. skal ákveða á grundvelli fjárhæða sem gilda þegar bótafjárhæð er ákveðin. Bætur fyrir varanlega örorku skal umreikna miðað við breytingar á lánskjaravísitölu frá því að tjón varð og þar til bótafjárhæð er ákveðin.
Um dráttarvexti fer eftir reglum vaxtalaga.
Vinnuveitandi, sem greitt hefur slasaða eða þeim sem misst hefur framfæranda laun eða aðrar launatengdar greiðslur vegna líkamstjóns, getur krafið hinn skaðabótaskylda um endurgreiðslu að því marki sem vinnuveitandi hefur orðið fyrir fjártjóni vegna slíkra greiðslna.
Krafa um bætur fyrir þjáningar eða varanlegan miska erfist hafi hún verið viðurkennd, einkamál verið höfðað til heimtu hennar eða viðurkenningar eða hún hefur verið gerð fyrir dómi í opinberu máli.
Bætur, sem greindar eru í 1. mgr. og telja má að ekki hafi verið eytt, koma ekki til skipta við fjárslit milli hjóna. Bæturnar teljast hjúskapareign þegar eigandi bótanna andast nema þær séu séreign samkvæmt kaupmála.
Reglur 1. og 3. mgr. eiga ekki við um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón.
Regla 1. mgr. á ekki við ef
Hafi starfsmaður valdið tjóni sem munatrygging, rekstrarstöðvunartrygging eða ábyrgðartrygging vinnuveitanda hans tekur til er starfsmaðurinn ekki skaðabótaskyldur nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis.
Sé um líftryggingu, slysa- eða sjúkratryggingu að ræða á félagið enga kröfu á hendur hinum skaðabótaskylda og skiptir ekki máli hvers eðlis vátryggingin er.
Skaðabótaábyrgð starfsmanns gagnvart tjónþola má skerða eða fella niður ef það verður talið sanngjarnt þegar litið er til atvika sem getið er í 1. mgr. og hagsmuna tjónþola. Bætur, sem starfsmaður hefur greitt, getur hann krafið úr hendi vinnuveitanda að því marki sem bótaábyrgð hvílir endanlega á vinnuveitanda eftir 1. mgr.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um kröfu vinnuveitanda á hendur starfsmanni vegna tjóns sem starfsmaðurinn veldur vinnuveitanda í starfi sínu.
Þegar skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi má að nokkru eða öllu líta fram hjá því að tjónþoli er meðvaldur að tjóni. Regla þessi á einnig við um kröfu manns er misst hefur framfæranda sem var meðvaldur að dauða sínum.
Taki ábyrgðartrygging eins eða fleiri hinna bótaábyrgu til tjónsins skal fara eftir ákvæðum 1. og 2. mgr. 19. gr. og 21. gr. Í tilvikum, sem nefnd eru í 1. eða 2. tölul. 2. mgr. 19. gr. eða 21. gr., má, þegar bótaábyrgð er deilt á hina bótaábyrgu, taka tillit til ábyrgðartrygginga sem þeir höfðu. Þetta gildir einnig þegar ákvæði 20. gr. eiga við.
Eigi má, áður en tjón verður, víkja með samningi frá reglum 1. mgr. 17. gr., 1. eða 3. mgr. 19. gr., 20. gr., 2. mgr. 22. gr., 23. gr., 1. mgr. 24. gr. eða 25. gr. laga þessara ef það er í óhag hinum skaðabótaskylda. Þó má víkja frá 25. gr. að því er varðar tjón sem valdið er í opinberri starfsemi eða í einkaatvinnurekstri eða sambærilegum rekstri.