Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sé greiðslustaður eigi tilgreindur sérstaklega, skal sá staður, sem tilgreindur er við nafn greiðslubankans, talinn vera greiðslustaður tékkans. Séu fleiri staðir en einn tilgreindir við nafn greiðslubankans, er tékkinn gjaldkræfur á þeim stað, er nefndur er fyrstur.
Sé greiðslustaður eigi tilgreindur með þeim hætti, er nú var sagt, eða með öðrum hætti, er tékkinn gjaldkræfur á þeim stað, þar sem greiðslubankinn á aðalaðsetur sitt.
Sé útgáfustaður eigi tilgreindur, skal líta svo á, að tékkinn hafi verið undirritaður á þeim stað, sem tilgreindur er við nafn útgefanda.
Ávísanir, sem gefnar eru út á hendur öðrum en banka eða sparisjóði, hafa eigi tékkagildi, enda þótt þær fullnægi skilyrðum þeim, sem sett eru í 1. gr., sbr. 2. gr.
Nú er tékki gefinn út til tiltekins manns, og bætt við orðunum ,,eða til handhafa`` eða samsvarandi orðum, og skal þá líta svo á, sem tékkinn sé gefinn út til handhafa.
Nú er eigi greint í tékka, hver við borgun eigi að taka, og skal þá einnig líta svo á, sem tékkinn sé gefinn út til handhafa.
Tékka má eigi gefa út á hendur útgefanda sjálfum. Þó má gefa út tékka, er eigi hljóðar um greiðslu til handhafa, milli tveggja starfsdeilda sama banka.
Sé fjárhæðin tilgreind oftar en einu sinni í tékkanum, annaðhvort með bókstöfum eða með tölustöfum, og beri þeim eigi saman, gildir hin lægsta upphæðin ein.
Tékki, sem hljóðar um greiðslu til tiltekins manns, með viðbótinni ,,eigi til framsals`` eða samsvarandi orðum, verður aðeins framseldur með því formi og með þeim áhrifum, sem gilda um almennt framsal kröfu.
Framselja má tékka einnig til útgefanda, til fyrri framseljanda eða ábyrgðarmanns. Þessir menn geta framselt tékkann aftur.
Framsal á nokkrum hluta tékkafjárhæðarinnar aðeins er ógilt.
Framsal frá greiðslubankanum er einnig ógilt.
Framsal til handhafa gildir sem eyðuframsal.
Framsal til greiðslubankans gildir einungis sem kvittun, nema þá er svo stendur á, að bankinn hefir fleiri starfsdeildir en eina og tékkinn er gefinn út á hendur annarri starfsdeild en þeirri, sem hann er framseldur.
Framsal er gilt, þótt eigi sé greint í því, hverjum tékkinn er framseldur, eða framseljandi aðeins hafi ritað nafn sitt (eyðuframsal). Í hinu síðarnefnda tilfelli er framsalið þó því aðeins gilt, að það sé ritað á bakhlið tékkans eða á miða, sem við tékkann er festur.
Sé framsalið eyðuframsal, getur tékkahafinn:
Hann getur lagt bann við því, að tékkinn sé framseldur aftur, og er hann þá laus við ábyrgð gagnvart þeim, er tékkann fá framseldan eftir það.
Tékkaskuldarar mega þá bera þær varnir einar fram gegn tékkahafa, er bornar yrðu fram gegn framseljanda.
Umboð það, er felst í framsali til umboðs, fellur eigi úr gildi, þótt umbjóðandi andist eða missi hæfi til að taka á sig skuldbindingar.
Ódagsett framsal skal talið ritað áður en afsagnargerð fór fram eða fyrir lok frests þess, er ræðir um í næstu málsgrein hér að framan, nema annað sannist.
Áritanir greiðslubankans á tékka, er fela í sér víðtækari greiðsluskyldu en þær áritanir, er ræðir um í 1. mgr. þessarar greinar, hafa þó eigi frekari áhrif en þar segir.
Leysi greiðslubankinn eigi tékkann til sín, er hann er sýndur honum, á tékkahafi, eins þó útgefandi sé, beina kröfu á hendur honum um greiðslu alls þess, er krefjast má samkvæmt 45. og 46. gr.
Ábyrgð skal rituð á tékkann eða á miða, sem við hann er festur, og skal henni lýst með orðunum ,,sem ábyrgðarmaður`` eða með öðrum samsvarandi orðatiltækjum.
Ábyrgðin skal undirrituð af þeim, er í hana gengur. Nafnritun ein sér á framhlið tékkans skal metin sem ábyrgð, nema um nafnritun útgefanda sé að ræða.
Í ábyrgð skal greina, fyrir hvern hún sé tekin. Nú er það eigi gert, og telst hún þá tekin fyrir útgefanda.
Skuldbinding hans er gild, þótt skuldbinding þess manns, er hann gekk í ábyrgðina fyrir, sé ógild, enda stafi ógildi hennar eigi af formgalla.
Greiði ábyrgðarmaður tékka, öðlast hann allan rétt samkvæmt tékkanum gegn þeim manni, er hann gekk í ábyrgð fyrir, og þeim mönnum, er samkvæmt tékkanum bera ábyrgð gagnvart honum.
Enda þótt tékki sé sýndur til greiðslu fyrir þann dag, sem talinn er vera útgáfudagur hans, þá er hann þó gjaldkræfur á sýningardegi.
Tékka, sem gefinn er út í öðru landi í Evrópu, eða í landi, sem liggur að Miðjarðarhafinu, skal sýna til greiðslu innan 40 daga, og tékka, sem gefinn er út í annarri heimsálfu, innan 70 daga.
Frestir þeir, sem að ofan greinir, skulu taldir frá útgáfudegi þeim, sem í tékkanum greinir.
Nú hefir tékki eigi verið afturkallaður, og er greiðslubankanum þá heimilt að innleysa hann, þótt sýningarfrestur sé liðinn.
Tékkahafi getur eigi neitað að taka á móti greiðslu á nokkrum hluta tékkafjárhæðarinnar aðeins.
Nú er nokkur hluti tékkafjárhæðar greiddur, og getur greiðslubankinn þá krafist þess, að þeirrar greiðslu sé getið á tékkanum og að sér sé fengin sérstök kvittun fyrir henni.
Þegar reikna á gildi erlendrar myntar, skal farið eftir því, sem verslunartíska er á greiðslustaðnum, enda hafi útgefandi eigi kveðið svo á, að tékkafjárhæðina skuli greiða eftir gengi, sem ákveðið er í tékkanum sjálfum.
Ákvæði þessi gilda eigi, er útgefandi hefir mælt svo fyrir, að greitt skuli í vissri, ákveðinni mynt (fyrirvari um virka greiðslu í erlendri mynt).
Sé tékkafjárhæð greind í myntartegund, er hefir sama nafn en mismunandi gildi í landi því, þar sem tékkinn er gefinn út, og í landi því, þar sem hann á að greiðast, eru líkurnar fyrir því, að átt sé við mynt greiðslustaðarins.
Strikunin er fólgin í því, að tvö samhliða strik eru dregin á framhlið tékkans.
Strikun er ýmist almenn eða sérstök. Almenn er strikunin, ef ekkert er skráð milli strikanna eða þar eru skráð orðin ,,til banka`` eða samsvarandi orð. Sérstök er strikunin, ef nafn tiltekins banka er skráð milli strikanna.
Breyta má almennri strikun í sérstaka strikun, en eigi sérstakri í almenna.
Strikun eða nafn hins tilgreinda banka verður eigi, svo gilt sé, strikað út aftur.
Tékka, sem sérstök strikun er á, má greiðslubankinn aðeins greiða hinum tilgreinda banka, eða, sé það greiðslubankinn sjálfur, þá einhverjum viðskiptamanni sínum. Þó má banki sá, sem nefndur er milli strikanna, fela öðrum banka að innheimta tékkann fyrir sig.
Strikaðan tékka má banki aðeins eignast frá einhverjum viðskiptamanna sinna eða frá öðrum banka. Hann má eigi taka slíkan tékka til innheimtu fyrir aðra en þá, er nú voru nefndir.
Greiðslubankinn má eigi innleysa tékka, sem á eru fleiri en ein sérstök strikun. Þetta gildir þó eigi, séu strikanirnar aðeins tvær og önnur til innheimtu á greiðslujöfnunarstöð.
Nú gætir banki eigi ákvæða greinar þessarar, og ábyrgist hann þá tjón það allt, er af því leiðir, þó eigi með hærri upphæð en fjárhæð tékkans.
Orðið ,,afsögn`` merkir í lögum þessum einnig yfirlýsingar þær, sem getið er um í 2. og 3. hér að framan, enda sé eigi á annan veg fyrir mælt í lögunum.
Nú hefir tékki verið sýndur til greiðslu á síðasta degi sýningarfrestsins, og má þá afsögn gera næsta virkan dag þar á eftir.
Þegar tilkynning er send tékkaskuldara samkvæmt því, sem fyrir er mælt í næstu málsgrein hér á undan, skal einnig senda þeim manni, er gengið hefir í ábyrgð fyrir þann skuldara, samsvarandi tilkynningu og á sama fresti.
Nú hefir framseljandi eigi greint heimili sitt eða tilgreint það svo, að ólæsilegt er, og er þá nægilegt, að tilkynning sé send þeim framseljanda, sem næstur er fyrir framan hann á tékkanum.
Sá, sem skyldur er til að senda tilkynningu, getur gert það með hverjum hætti sem vera skal, jafnvel með því aðeins að endursenda tékkann.
Honum ber að sanna, að hann hafi sent tilkynninguna áður en frestur sá var liðinn, er hann hafði til að senda hana. Tilkynning telst send nógu snemma, ef bréf, er hefir hana að geyma, er afhent pósti áður en fresturinn er liðinn.
Sá, sem eigi sendir tilkynningu innan nefnds frests, glatar eigi fullnusturétti sínum, en ábyrgjast skal hann allt það tjón, er af vanrækslu hans hlýst; skaðabæturnar mega þó eigi fara fram úr tékkafjárhæðinni.
Fyrirvari þessi leysir tékkahafa hvorki undan því, að sýna tékkann innan frests þess, sem til þess er settur, né undan því að senda tilkynningu þá, sem mælt er fyrir um í 42. gr. Sönnun þess, að fresturinn hafi verið látinn hjá líða, hvílir á þeim, sem bera vill það fyrir sig gagnvart tékkahafa.
Hafi útgefandi sett fyrirvarann, hefir hann gildi gegn öllum tékkaskuldurum. Hafi framseljandi eða ábyrgðarmaður sett hann, hefir hann aðeins gildi gegn þeim, er setti hann. Nú hefir tékkahafi látið afsagnargerð fram fara, þrátt fyrir fyrirvara af hálfu útgefanda, og verður hann þá sjálfur að bera kostnað allan af henni. Sé fyrirvarinn hinsvegar settur af framseljanda eða ábyrgðarmanni, má krefja hvern tékkaskuldara sem vill um afsagnarkostnaðinn, hafi afsögn verið gerð.
Tékkahafa er rétt að beina kröfu sinni gegn hverjum sem hann vill af þessum mönnum, gegn einum þeirra sér eða fleirum saman, og þarf hann eigi að fara eftir þeirri röð, sem skuldbindingar þeirra eru í á tékkanum.
Sama rétt á hver tékkaskuldari, sem leyst hefir tékkann til sín.
Nú er mál höfðað gegn einum af tékkaskuldurunum, og er það eigi því til fyrirstöðu, að krafa sé gerð gegn hinum, þó þeir séu á tékkanum á eftir þeim, er fyrstur var lögsóttur.
Hver sá framseljandi, sem innleyst hefir tékkann, getur strikað út af honum nafn sitt og þeirra framseljenda, sem á eftir honum koma.
Tékkahafa er skylt að senda síðasta framseljanda þegar í stað tilkynningu um slíka tálmun, og geta þessarar tilkynningar á tékkanum eða á miða, sem við tékkann sé festur, og dagsetningar hennar og rita nafn sitt undir. Að öðru leyti skal fara eftir ákvæðunum í 42. gr.
Jafnskjótt og tálmuninni er lokið skal tékkahafi tafarlaust sýna tékkann til greiðslu og láta afsegja hann, ef með þarf.
Vari tálmunin lengur en fimmtán daga frá þeim degi, er tékkahafi sendi síðasta framseljandanum tilkynningu um tálmunina, þá má tékkahafi leita fullnustu, án þess að nauðsynlegt sé að sýna tékkann eða afsegja hann. Gildir þetta einnig, þótt tilkynningin hafi verið send áður en sýningarfresti lauk.
Atvik, er aðeins varða tékkahafa persónulega, eða þann mann, er hann hefir falið að sýna tékkann eða afsegja hann, skulu eigi talin óviðráðanlegir atburðir.
Hafi framseljandi framselt ýmsum mönnum eintök tékkans, þá ábyrgist hann og framseljendur þeir, er á eftir honum koma, hvert það eintak, sem nafnritun þeirra er á og eigi hefir verið skilað aftur.
Hafi tékkaskuldari leyst tékkann til sín, fyrnast kröfur hans gegn hinum tékkaskuldurunum á sex mánuðum frá þeim degi að telja, er hann leysti tékkann til sín eða fyrningu var slitið gagnvart honum, sbr. 53. gr.
Fyrningu tékka er slitið með stefnu til erlends dómstóls, ef skuldunautur á heimili í því landi, eða hann ber fram varnir í málinu, en ber það þó eigi fyrir sig, að dómstóllinn sé eigi dómbær, eða stefnan er birt honum sjálfum. Tilkynning um lögsókn (litis denuntiatio) við erlendan dómstól slítur fyrningu með sama hætti og stefna. Sömuleiðis er fyrningu slitið, er tékkakrafa er notuð til skuldajafnaðar í máli, sem rekið er fyrir erlendum dómstóli, samkvæmt þeim lögum, er þar gilda.
Fyrningu er slitið með lýsingu tékkakröfu í bú skuldunauts, er tekið hefir verið erlendis til opinberra skipta, ef skuldunautur átti heima í því landi, er skiptameðferðin hófst.
Fyrningu er eigi slitið gegn öðrum tékkaskuldurum en þeim, sem einhverri af fyrrnefndum gerðum er beint að, en fyrningarslitin koma öllum þeim að notum, sem eru fyrir framan þann á tékkanum, er fyrningu sleit.
Nú hefir fyrningu verið slitið, en lögsóknin er eigi til lykta leidd, og hefst þá nýr fyrningarfrestur frá þeim degi, er málið síðast var til meðferðar í rétti.
Verði gerð til slita fyrningar eigi komið fram vegna tálmana þeirra, sem ræðir um í 48. gr., glatast tékkaréttur samt eigi, ef fyrningu er slitið innan mánaðar frá því, að tálmuninni lauk.
[Nú á gerð, er tékkarétt varðar, svo sem sýning til greiðslu eða afsögn, fram að fara á tilteknum fresti, og er lokadagur frestsins löghelgur dagur eða dagur, þegar bankastofnanir almennt eru lokaðar, og lengist fresturinn þá til næsta virks dags á eftir. Aðrir löghelgir dagar innan frestsins skulu taldir með, er fresturinn er reiknaður.]1)
Nú er kveðið á um frest í lögum þessum, og telst þá sá dagur, er fresturinn er talinn frá, eigi með í frestinum.
Frestdagar til greiðslu eftir sýningu gilda eigi um tékka.
Erlendur maður, sem eigi væri þess umkominn að gangast undir tékkaskyldur samkvæmt ákvæðum næstu málsgreinar hér að framan, er samt sem áður skuldbundinn hér á landi, ef hann hefir gengist undir skylduna í einhverju því landi, þar sem hann að lögum þess lands hefði verið þess umkominn að skuldbinda sig.
Nú er skjalið eigi gildur tékki samkvæmt ákvæðum næstu málsgreinar hér að framan, og hefir það ógildi þess þó engin áhrif á gildi skuldbindinga, sem á það eru ritaðar í öðru landi, enda væri skjalið gildur tékki að þess lands lögum.
Nú er tékkaskuldbinding ógild samkvæmt fyrstu málsgrein þessarar greinar, en gild að lögum þess lands, þar sem síðar er ritað undir skuldbindingu, og leiðir þá ógilding hinnar fyrri skuldbindingar eigi til þess, að hin síðari einnig skuli metin ógild.
Því, sem hér var fyrir mælt um stað og stund afsagnargerðar, skal einnig beitt, eftir því sem við á, um sýningu tékka til greiðslu.
Á tékkann skal rita vottorð um afsagnargerðina.
Eftirrit af afsagnargerð má eigi veita öðrum en gerðarbeiðanda.
Krafa um opinbera ákæru skal borin fram af handhafa tékka, sem ekki hefur fengið hann greiddan vegna ófullnægjandi innstæðu eða vegna þess að tékkinn hefur verið afturkallaður, eða af ábyrgðarmanni, sem af greindum ástæðum hefur leyst til sín tékka eða á yfir höfði sér að leysa til sín tékka, eða af greiðslubanka, sem hefur innleyst tékka án fullnægjandi innstæðu.]1)