Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þar sem rætt er um aðila í lögum þessum, er átt við aðila vinnumarkaðarins.
Að jafnaði skulu unnar 8 klukkustundir í dagvinnu á degi hverjum frá mánudegi til föstudags, nema annar vinnutími henti betur af sérstökum ástæðum og um það sé samið af aðilum.
Heimilt er að semja um tilfærslu á dagvinnutímum, þannig að dagvinnutímar verði fleiri en 40 á tilteknum árstímum og færri á öðrum, en að meðaltali á ári hverju ekki fleiri en 40. Þetta gildir þó aðeins í þeim tilvikum, þar sem slíkur háttur hefur verið á hafður fyrir gildistöku laga þessara.
Þegar dagvinnu er skilað með 8 stunda vinnu á dag frá mánudegi til föstudags skal næturvinna taka við á föstudögum strax og lögboðinni eða umsaminni vinnuviku er lokið.]1)
[Frá og með árinu 1983 skal fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur og skal greiða laun fyrir þann dag samkvæmt sömu reglum og gilda í kjarasamningum um aðra almenna frídaga.]1)
Með heildarsamtökum er hér átt við landssambönd innan Alþýðusambands Íslands og Alþýðusamband Íslands vegna þeirra félaga, sem ekki eru í landssamböndum þess, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Staðfestingu heildarsamtaka vinnuveitenda þarf þó ekki við, þegar í hlut eiga ríkið, sveitarfélög og stór fyrirtæki, sem ekki eru í vinnuveitendasamtökum.