Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Við flokkun til gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum skal fylgt flokkunarreglum tollalaga, nr. 55/1987, og gilda ákvæði þeirra um úrskurðarvald í ágreiningsmálum um flokkun vara jafnframt um vörugjald.
Sprengirými aflvélar | |||
Flokkur | Bensínvélar | Dísilvélar | Gjald í % |
---|
I | 0–1.600 | 0–2.100 | 30 |
II | 1.601–2.500 | 2.101–3.000 | 40 |
III | yfir 2.500 | yfir 3.000 | 65]1) |
1)L. 140/1997, 1. gr.2)L. 41/1995, 2. gr.3)L. 47/1997, 1. gr. Sjá einnig brbákv. s.l.
Ráðherra er heimilt að samræma vörugjöld af vörum samkvæmt þessum kafla til lækkunar eða hækkunar ef sams konar eða svipaðar vörur kaflans bera ekki sama vörugjald.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að lækka eða fella niður gjald samkvæmt þessum kafla og setja um það skilyrði. Heimildin nær til þeirra ökutækja sem hér greinir.
Ráðherra er heimilt að setja skilyrði fyrir lækkun eða niðurfellingu gjalda skv. 2. mgr.
Þegar ekki er unnt að leggja fram gögn um forskráningu við tollafgreiðslu er heimilt að leggja fram önnur þau gögn um vélarstærð ökutækis er tollyfirvöld meta fullnægjandi.
Heimilt er að draga frá greiðslu skv. 1. mgr. það vörugjald sem þegar hefur verið greitt af ökutækinu eða efnivörum til þess.
Viðbótargjald skv. 1. mgr. skal ákveðið með eftirfarandi hætti:
Þeir aðilar, sem skrá og skoða ökutæki, skulu ganga úr skugga um það við skráningu ökutækis að gjald skv. II. kafla hafi verið greitt af viðkomandi ökutæki. Komi í ljós að gjald sé vangreitt skal synjað um skráningu og/eða skoðun og viðkomandi tollstjóra þegar tilkynnt um það.
Tekjum af bensíngjaldi skal einungis varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun.
Heimilt er ráðherra að láta hækkun, er hann kann að ákveða á bensíngjaldi skv. 1. mgr. þessarar greinar, ná til bensínbirgða sem til eru í landinu þegar hækkunin tekur gildi. Getur ráðherra ákveðið að þeir sem hafa bensín til umráða, er hækkun tekur gildi, séu skyldir til að tilkynna það innheimtumanni ríkissjóðs og aðstoða hann við könnun birgða sé þess óskað.
Þeir sem gjaldskyldir eru skv. 2. tölul. 1. mgr. skulu ótilkvaddir skila vörugjaldsskýrslu vegna ökutækis o.fl. til innheimtumanns ríkissjóðs í því umdæmi þar sem þeir eru heimilisfastir og greiða gjald það sem þeim ber að standa skil á.
Sé erfiðleikum bundið að finna verðmæti ökutækis skv. 1. mgr. skal tollstjóri áætla það, sbr. 20. gr.
Tollstjórar annast álagningu og innheimtu vörugjalds samkvæmt lögum þessum og hafa með höndum eftirlit.
Breyting á skráningarskyldu frá því sem nú er ákveðið samkvæmt umferðarlögum, nr. 50/1987, hefur ekki áhrif á gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum.
1)Rg. 254/1993, sbr. 375/1993, 169/1995 og 289/1996. Rg. 255/1993, sbr. 511/1993, 55/1996, 257/1996, 355/1996, 474/1997 og 725/1997.
1)Rg. 170/1995.2)L. 41/1995, brbákv.