Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 69/1996, 1. gr.2)L. 87/1995, 1. gr.3)L. 90/1991, 91. gr.
Ráðherra: Fjármálaráðherra, nema annars sé getið.
Tollyfirvald: [Ríkistollstjóri og tollstjórar.]1)
Aðaltollhöfn: Staður þar sem för í utanlandsferðum mega fá fyrstu og síðustu afgreiðslu hér á landi og þar sem hvers konar tollmeðferð vöru má fara fram, sbr. 28. gr.
Tollhöfn: Staður þar sem ferma má og afferma ótollafgreiddar vörur, geyma og tollafgreiða slíkar vörur án sérstakrar heimildar, sbr. 28. gr.
Farartæki: Sérhvert tæki sem nota má til flutnings á vörum.
Skip: Sérhvert fljótandi farartæki.
Flugfar: Sérhvert fljúgandi farartæki.
Far: Skip eða flugfar.
Aðkomufar: Far sem kemur frá útlöndum og ekki hefur fengið fyrstu aðkomuafgreiðslu í þeirri ferð. Aðkomufar skoðast einnig far sem tekið hefur við vörum eða mönnum utan tollhafnar úr öðru fari sem er í utanlandsferðum eða hefur haft önnur þess háttar samskipti við slík för.
Far í utanlandsferðum: Far sem flytur ótollafgreidda vöru frá útlöndum eða ferð þess er gerð til að lesta vöru til útlanda.
Aðkomuafgreiðsla fars: Þegar stjórnandi fars hefur afhent tollgæslunni tilskilin gögn og fengið leyfi hennar til samskipta skv. 3. mgr. 51. gr.
Innflytjandi eða útflytjandi: Hver sá sem með lögmætum hætti getur ráðstafað vöru til tollmeðferðar hjá tollyfirvaldi.
Vara eða sending: Hver sá hlutur sem tollmeðferð getur hlotið samkvæmt tollskrá.
Tollur: Gjald sem innheimt er af vöru samkvæmt tollskrá.
Tollverð: Verðmæti vöru til nota við álagningu tolls á innflutta vöru.
Aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld: Tollur svo og aðrir skattar og gjöld sem greiða ber við tollmeðferð vöru.
Tollafgreiðsla vöru: Þegar tollyfirvald hefur heimilað afhendingu vöru til nota innanlands eða til útflutnings.
Tollvörugeymsla: Almenn tollvörugeymsla, tollfrjáls forðageymsla og tollfrjáls verslun.
Frísvæði: Lokað svæði, sem tollyfirvöld annast tolleftirlit með, þar sem geyma má ótollafgreiddar vörur og reka iðnað, umpökkun, aðvinnslu og verslun með þær.
[Tollabinding: Hámark tolla samkvæmt hinum almenna samningi um tolla og viðskipti 1994 í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar er undirritaður var af Íslands hálfu 15. apríl 1994, sbr. viðauka II við lög þessi.
Tollkvóti: Tiltekið magn vöru sem flutt er inn á lægri tollum en getið er um í 4. gr.]2)
[Skjalasending milli tölva (SMT): Sendingar á gögnum milli gagnavinnslukerfa sem fylgja ákveðnum stöðlum.
Rammaskeyti: Safn samstæðra gagna sem raðað er saman samkvæmt ákveðnum stöðlum fyrir skeyti til flutnings með rafeindaboðum milli tölva og forsniðið er þannig að unnt sé í tölvu að lesa það og vinna sjálfvirkt á vélrænan og ótvíræðan hátt. Rammaskeytin skulu gerð samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli sem samþykktur hefur verið til nota við tollafgreiðslu af ríkistollstjóra, sbr. staðal Sameinuðu þjóðanna (UN/EDIFACT) fyrir SÞ-rammaskeyti vegna tollafgreiðslu, og í þeim eiga að koma fram sömu upplýsingar og í þeim tollskjölum sem þau eiga að koma í staðinn fyrir og send eru á milli innflytjenda, útflytjenda, farmflytjenda, tollyfirvalda og annarra, auk annarra upplýsinga sem um ræðir í lögum þessum.
Gagnaflutningur: Sending rammaskeyta milli innflytjenda, útflytjenda, farmflytjenda, tollyfirvalda og annarra vegna tollafgreiðslu.
Gagnaflutningsnet: Almennt gagnaflutningsnet Póst- og símamálastofnunarinnar eða annað sambærilegt gagnaflutningsnet sem notar viðurkenndan alþjóðlegan staðal, t.d. X. 400, og fullnægir skilyrðum ríkistollstjóra að öðru leyti.
Gagnahólf: Gagnahólf í gagnaflutningsneti, skráð á nafn SMT-notanda, þar sem unnt er að geyma rammaskeyti frá SMT-notanda og tollyfirvöldum.
Lykilorð að gagnahólfi: Sérstakt stafrænt auðkenni sem gerir SMT-notanda mögulegt að fá aðgang að gagnahólfi sínu í gagnaflutningsneti til að senda rammaskeyti eða veita þeim viðtöku.
Tölvukerfi ríkistollstjóra: Tölvukerfi og hugbúnaður sem notaður er af tollyfirvöldum við tollafgreiðslu, m.a. álagningu aðflutningsgjalda og innheimtu þeirra.
Umflutningur: Flutningur vöru innan lands undir tolleftirliti frá aðkomufari um borð í útflutningsfar, enda sé upphaflegur ákvörðunarstaður vörunnar annar en Ísland.
Leyndarkóðun og stafræn undirskrift: Leyndarkóðun á rammaskeyti kemur í veg fyrir að annar en viðtakandi, sem hefur til þess réttan lykil, geti lesið innihald skeytisins. Með stafrænni undirskrift er tryggt að rammaskeyti hafi borist frá tilgreindum sendanda og innihaldi þess hafi ekki verið breytt.]1)
Vara telst tekin til tollmeðferðar þegar eitthvert eftirtalinna tilvika (a–d) á við:
Ráðherra setur nánari reglur um tollfrelsi samkvæmt þessari grein og má binda tollfrelsi þeirra aðila sem um ræðir í 2. og 3. tölul. 1. mgr. því skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, sbr. lög nr. 16/1971, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, Vínarsamningi um ræðissamband, sbr. lög nr. 4/1978, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband, eða íslenskir sendimenn og sendisveitir njóti sams konar tollfrelsis hjá viðkomandi ríki.
Ákvæði 1. mgr. skulu eigi koma í veg fyrir álagningu verðjöfnunargjalda samkvæmt ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga, sbr. 120. gr. laga þessara eða 72. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, enda rúmist slík gjaldtaka innan tollabindinga, sbr. 3. mgr.
Tollur á vörur frá aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má eigi vera hærri en þær tollabindingar sem tilgreindar eru í viðaukum IIA og IIB með lögum þessum. Miðist tollabinding bæði við verð og magn skal hámarkstollur miðast við þá bindingu sem hærri álagningu leyfir. Þó er heimilt að víkja frá ákvæðum um tollabindingar þegar ákvörðun er tekin um álagningu undirboðs- og jöfnunartolla skv. 115.–119. gr. og viðbótartolla skv. 120. gr. laga þessara, sbr. 74. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.]1)
1)Rg. 251/1992, sbr. 409/1993, 201/1994, 160/1996 og 412/1996.2)Rg. 272/1988, sbr. 460/1988.3)L. 96/1987, 2. gr.4)Rg. 47/1984, sbr. 7/1990, rg. 463/1984, sbr. 589/1987 og 6/1990. Rg. 5/1990.
Ráðherra getur sett nánari reglur um tollfrelsi samkvæmt þessari grein.4)
Nú uppfyllir viðkomandi ekki framangreind skilyrði til framlengingar undanþágu frá greiðslu tolls og er þá heimilt samt sem áður að framlengja hana um allt að þrjá mánuði í senn, allt að tólf mánuðum alls frá komu ökutækis til landsins, gegn greiðslu sérstaks gjalds sem ákveða má sem hundraðshluta á mánuði af tollverði viðkomandi ökutækis eða fast gjald sem miða skal við afskriftartíma ökutækis. Þó skulu aðilar sem tekið hafa sér fasta búsetu hér á landi eða flutt búslóð sína til landsins greiða þegar toll af ökutækjum og öðrum farartækjum sem eru vélknúin. Óski viðkomandi þess má heimila greiðslu gjalda með skuldarviðurkenningu og fullnægjandi ábyrgð, enda skulu þá greiddir af lánuðum tollum þeir vextir sem ákveðnir verði af ráðherra með reglugerð. Undanþága þessi er að öðru leyti háð því að viðkomandi skuldbindi sig til að hlíta eftirtöldum almennum skilyrðum: [Ákvæði töluliðar þessa skulu gilda eftir því sem við getur átt um bifreiðar sem erlendir ferðamannahópar, ferðaskrifstofur eða aðrir, sem atvinnu hafa af slíkum fólksflutningum, flytja til landsins vegna hópferðalaga um landið, enda verði þær fluttar úr landi með þeim ferðamannahópi sem bifreiðin var ætluð í upphafi.]3) Ef framangreind skilyrði eru rofin eða forsendur fyrir undanþágu frá greiðslu gjalda falla niður að dómi toll- eða lögreglustjóra mega þeir taka viðkomandi ökutæki þegar í stað úr umferð og tollstjóri láta selja ökutækið [við nauðungarsölu án undangenginnar áskorunar til eiganda]7) til lúkningar á tolli, kostnaði og vöxtum skv. 2. mgr., sem reiknast frá og með komudegi flutningsfars, eða hlutast til um endurútflutning þess á kostnað innflytjanda. Ákvæði töluliðar þessa gilda með sama hætti um nýjar óskráðar bifreiðar og bifhjól sem keypt eru hér á landi. Ökutæki þessi skulu skráð sérstaklega og frekari skilyrði uppfyllt sem dómsmálaráðuneytið kann að setja. Undanþága frá greiðslu tolls samkvæmt þessari málsgrein miðast við skráningardag ökutækis. Heimila má í undantekningartilvikum framlengingu undanþágu skv. 1. og 2. mgr. án greiðslu hins sérstaka gjalds af tollverði viðkomandi ökutækis. Ákvæði þessa töluliðar skulu gilda eftir því sem við geta átt um önnur farartæki. Ráðherra skal enn fremur heimilt að endurgreiða toll af tækjum, þ.m.t. ökutæki, sem seld eru eða leigð til nota erlendis. Endurgreiðslufjárhæð skal miðuð við venjulegan afskriftartíma tækis. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis og getur þar m.a. kveðið á um fyrningargrunn og fyrningarhlutföll. Niðurfelling tolls er bundin því skilyrði að varan sé eyðilögð undir tolleftirliti eða afhent ríkissjóði endurgjaldslaust til ráðstöfunar. Um vöntun í vörusendingu gilda ákvæði 60. og 112. gr. þessara laga. Ráðherra setur nánari reglur10) um framkvæmd þessa töluliðar að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra.]11) 1)Augl. 404/1987, sbr. 10/1988 og 270/1989. Augl. 325/1992, sbr. 362/1992. Augl. 73/1993, 161/1993, 213/1993, 319/1994, 320/1994, 321/1994, 322/1994, 323/1994 og 228/1996.2)L. 18/1993, 1. gr. Augl. 617/1989, sbr. 194/1995.3)L. 69/1996, 2. gr.4)L. 96/1987, 4. gr.5)Rg. 487/1994, sbr. 308/1997.6)Rg. 269/1993.7)L. 90/1991, 91. gr.8)Rg. 627/1991.9)Rg. 251/1992, sbr. 409/1993, 201/1994, 160/1996 og 412/1996.10)Rg. 310/1994, sbr. 136/1996 og 495/1996.11)L. 52/1994, 1. gr.12)Augl. A 12/1988, A 96/1988, A 95/1989 og A 96/1989. Rg. 47/1984, sbr. 7/1990. Augl. B 617/1989, sbr. 444/1997. Rg. 545/1990, 160/1990, sbr. 267/1991. Augl. 249/1994. Rg. 8/1982, sbr. 63/1982. Rg. 93/1987. Rg. 246/1975, sbr. 453/1976 og 271/1988. Rg. 440/1991. Rg. 445/1997, sbr. 538/1997.
Ráðherra getur sett nánari reglur12) um undanþágu-, lækkunar- og samræmingarheimildir samkvæmt þessari grein.
Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIB, skal vera 30% en þó eigi hærri en í viðaukanum greinir. Við innflutning á fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár skulu þó gilda þeir tolltaxtar sem tilgreindir eru í tollskrá í viðauka I.
Í viðaukum IVA og B eru tilgreindir tollkvótar sem landbúnaðarráðherra úthlutar skv. 53. gr. A laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt þeim tollkvótum sem tilgreindir eru í viðauka IVA, skal vera 50 eða 75 hundraðshlutar af þeim magntolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá eða 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum.
Tollur á þær vörur, sem tilgreindar eru í viðauka IVB, skal vera 0, 25, 50 eða 75 hundraðshlutar af þeim tolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá.]1)
Vörur sem á ábyrgðartíma eru sendar utan til viðgerðar skulu við innflutning undanþegnar tolli, enda séu að mati tollstjóra færðar fullnægjandi sönnur á að viðgerðin sé viðkomandi að kostnaðarlausu og ábyrgð innifalin í upphaflegu tollverði vörunnar.
Breyti vörur, sem sendar eru utan til aðvinnslu, svo eðli sínu við aðvinnsluna að úr verði nýir hlutir skal greiða af þeim toll eftir tollskránni eins og um væri að ræða erlenda, aðflutta vöru.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skulu notaðir hlutar í rafeindabúnað o.þ.h. tæki, sem koma í stað sams konar hluta, sem sendir hafa verið til viðgerðar í þjónustumiðstöðvar, tollafgreiddir með þeim hætti að tollur sé reiknaður af þjónustugjaldi samkvæmt reikningi hinnar erlendu þjónustumiðstöðvar, enda komi þar fram heiti og tegundarnúmer hlutar og gætt hafi verið að öðru leyti ákvæða 1. mgr.
[Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um tollmeðferð samkvæmt þessari grein og bundið hana þeim skilyrðum sem tryggi framkvæmd hennar.]1)
Samkvæmt lögum þessum skal því aðeins telja aðila, persónur eða lögaðila háða hvor öðrum að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt:
Aðilar, persónur eða lögaðilar sem eru í viðskiptasambandi hvor við annan, þannig að annar er einkaumboðsmaður, einkadreifingaraðili eða sérleyfishafi hins aðilans í hvaða mynd sem er, skulu taldir vera háðir hvor öðrum.
Eftirtalið skal innifalið í tollverði:
Viðbætur við það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber skal einungis ákvarða samkvæmt þessari grein á grundvelli hlutlægra og mælanlegra atriða.
Við ákvörðun tollverðs skal engu bætt við það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber nema það sé unnt samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
Ráðherra er með sama hætti heimilt að setja reglur1) um mat á vörum til tollverðs og málsmeðferðarreglur þegar ástæða þykir til að draga í efa sannleiksgildi vörureiknings og annarra þeirra atriða sem um ræðir í 8. gr. og þess sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 9. gr.]2)
Ef vara er send lengra en til fyrstu tollhafnar, er unnt hefði verið að afferma hana á, má draga frá flutningsgjaldsauka þann og sendingarkostnað sem sá framhaldsflutningur hefur haft í för með sér enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir kostnaðaraukanum. Þá skal og heimilt að draga frá þann hluta flutningsgjalds sem greiddur er vegna slæmrar aðstöðu við affermingu eða vegna þess að far affermir á fleiri stöðum en einum, enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir þeim kostnaðarauka.
...1)
[Seðlabanki Íslands skal tilkynna ríkistollstjóra daglega um opinbert viðmiðunargengi erlendrar myntar.]2)
Aðflutningsskýrsla, sem send er með rammaskeyti, telst vera móttekin hjá tollstjóra við skráningu í tölvukerfi ríkistollstjóra. Vara eða sending telst þá vera tekin til tollmeðferðar, enda fullnægi upplýsingarnar, sem veittar eru með þessum hætti, að öllu leyti þeim skilyrðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að heimila afhendingu vöru eða sendingar þegar í stað. Um ábyrgð leyfishafa á réttmæti þeirra upplýsinga sem koma fram í rammaskeyti fer eftir ákvæðum 17. gr.
Þegar SMT-tollafgreiðsla fer fram skal innflytjandi senda aðflutningsskýrslu um viðkomandi vöru eða sendingu með rammaskeyti um gagnaflutningsnet til tollstjóra þar sem tollmeðferð á að fara fram. Innflytjandi skal nota gagnahólf sem skráð er á nafn hans. Sama gildir um þá sem hafa leyfi til að reka frísvæði eða almennar tollvörugeymslur og koma fram gagnvart tollyfirvöldum við SMT-tollafgreiðslu fyrir hönd innflytjenda eða viðtakenda vara, enda ábyrgist umboðsaðilar og innflytjendur eða viðtakendur vara in solidum greiðslu aðflutningsgjalda.
Rammaskeyti samkvæmt þessari grein skal vera í samræmi við fyrirmynd að rammaskeyti fyrir aðflutningsskýrslu eins og ákveðið er af ríkistollstjóra.
Ríkistollstjóri getur ákveðið að stöðva móttöku skeyta sem send eru í tölvukerfi ríkistollstjóra vegna breytinga á aðflutningsgjöldum, tollskrá, tollgengi eða af öðrum ástæðum sem gera það nauðsynlegt að hans mati.
Þeir sem koma fram gagnvart tollyfirvöldum vegna SMT-tollafgreiðslu skulu varðveita í bókhaldi sínu á aðgengilegan og tryggilegan hátt öll gögn sem snerta tollmeðferð vara og sendinga, hvort sem þau eru skrifleg eða ekki. Þeir skulu halda fullkomna skrá eða gagnadagbók í réttri tímaröð og geyma óbreytt öll rammaskeyti sem þeir senda tollstjórum eða móttaka frá þeim. Þegar gagnadagbók er haldin á tölvutæku formi skal á auðveldan hátt vera unnt að nálgast rammaskeyti og endurmynda þau á læsilegan hátt og prenta þau, ef þess er óskað. Ákveða má í reglugerð að nefndir aðilar skuli prenta á pappír og varðveita tilkynningu tollstjóra um skuldfærslu aðflutningsgjalda og að hún skuli varðveitast með tilheyrandi tollskjölum, sbr. og m.a. VIII. kafla laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með áorðnum breytingum. Að öðru leyti ber að varðveita bókhaldsgögn í samræmi við lög nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum, og fyrirmæli sett samkvæmt þeim.
Reglur 6. mgr. þessarar greinar um varðveislu gagna skulu enn fremur eiga við, eftir því sem við getur átt, um varðveislu gagna af hálfu annarra aðila en þeirra sem ráðstafa vöru eða sendingu til tollmeðferðar samkvæmt lögum þessum, t.d. flutningsmiðlara, farmflytjenda, tollvörugeymslna og rekstraraðila frísvæða, varðandi gögn og upplýsingar sem þessir aðilar hafa sent tollyfirvöldum eða móttekið frá þeim vegna tollmeðferðar vara samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra getur með reglugerð1) sett almenn skilyrði sem innflytjendur og aðrir þurfa að uppfylla vegna SMT-tollafgreiðslu. Þar skal enn fremur kveðið á um tryggingar fyrir lánuðum aðflutningsgjöldum, frest til skila á upplýsingum um innflutta vöru, uppgjörstímabil, gjalddaga og skil aðflutningsgjalda, greiðslu kostnaðar vegna gagnaflutnings og gjaldtöku vegna þessarar tollmeðferðar, varðveislu gagna sem snerta tollmeðferð og innflutning vara, endurskoðun aðflutningsgjalda, tolleftirlit og önnur atriði eftir því sem nauðsyn ber til.
Sé vara ekki flutt inn í atvinnuskyni og innflytjandi, viðtakandi eða aðilar, sem fá heimild til að koma fram fyrir þeirra hönd, nýta ekki þjónustu þeirra sem um ræðir í 1. mgr. skulu þeir láta tollstjóra í té skriflega aðflutningsskýrslu um vöru áður en hún er tekin úr vörslu farmflytjanda, póststofnunar eða annars aðila sem hefur slíkar vörur í sinni vörslu.
Ráðherra getur í reglugerð eða með öðrum fyrirmælum heimilað afhendingu og viðtöku póstsendinga og vara sem ekki eru á farmskrá, án þess að aðflutningsskýrsla samkvæmt þessari grein sé send eða afhent tollstjóra.
Ríkistollstjóri getur ákveðið að taka upp leyndarkóðun og stafræna undirskrift í því skyni að vernda upplýsingar í rammaskeyti og staðfesta uppruna þeirra.]2)
1)L. 69/1996, 7. gr. Sjá einnig rg. 550/1997.
Ríkistollstjóri skal hafa til sölu eyðublöð fyrir skriflegar aðflutningsskýrslur. Er honum heimilt að ákveða verð eyðublaðanna með hliðsjón af kostnaði við prentun, dreifingu og aðra umsýslu tollyfirvalda.
Innflytjendur geta sjálfir lagt til eyðublöð fyrir aðflutningsskýrslur, enda uppfylli þau skilyrði1) sem ríkistollstjóri setur um form þeirra.]2)
Innflytjandi, eigandi eða annar aðili, sem afhendir tollstjóra skriflega aðflutningsskýrslu eða veitir upplýsingar með öðrum hætti vegna tollafgreiðslu vöru, ber ábyrgð á því að þær upplýsingar séu réttar. Sama gildir um hvern þann sem kemur fram gagnvart tollstjóra fyrir hönd aðila sem um ræðir í þessari grein.
Sá aðili, sem sent hefur rammaskeyti eða aðflutningsskýrslu fyrir hönd innflytjanda, ber ekki ábyrgð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum, nema hann hafi vitað eða mátt vita að upplýsingar innflytjanda væru rangar eða ófullnægjandi.]1)
Tollverðsskýrslu skal innflytjandi gera skriflega á þar til gert eyðublað. Þegar heimilt er samkvæmt tollalögum að gefa aðflutningsskýrslu munnlega skal jafnframt heimilt að gefa munnlega tollverðsskýrslu. Ef upplýsingar þykja eigi fullnægjandi eða vafi þykir leika á um sannleiksgildi þeirra getur tollstarfsmaður krafist skriflegrar tollverðsskýrslu.
Ráðherra getur sett nánari fyrirmæli um gerð eyðublaða fyrir tollverðsskýrslur og útfyllingu þeirra.
1)Rg. 228/1993.
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð1) eða öðrum fyrirmælum að í vörureikningi skuli tilgreina tiltekin atriði sem varða innflutning vöru eða sendingar.
Framkvæmd fríverslunar- og milliríkjasamninga um lækkun eða niðurfellingu tolla á vörum upprunnum í ákveðnum löndum má binda því skilyrði að innflytjandi leggi fram nauðsynlegar upplýsingar og sannanir fyrir uppruna varanna. Ráðherra getur í reglugerð eða með öðrum fyrirmælum sett nánari reglur þar að lútandi, svo og hvernig nauðsynlegu tolleftirliti skuli komið við.
Þar sem tollafgreiðsla ferðamanna fer fram er tollstjóra heimilt að hafa aðskilda tollafgreiðslu, annars vegar fyrir þá sem hafa meðferðis tollskyldan varning eða varning sem háður er sérstökum innflutningsskilyrðum eða óheimilt er að flytja til landsins og hins vegar fyrir þá sem hafa engan slíkan varning meðferðis. Farþegar skulu þá sjálfir velja sér tollafgreiðslu og teljast þeir með vali sínu gefa til kynna hvort þeir hafi meðferðis varning sem þeim ber að gera tollgæslunni grein fyrir.
Taki tollgæslan farangur í sína vörslu til skoðunar síðar getur viðkomandi krafist þess að hann sé innsiglaður þar til skoðun fer fram og að honum verði gefinn kostur á að vera viðstaddur skoðunina. Enn fremur skal honum látin í té fullnægjandi kvittun ef hann óskar þess.
Með ferðamönnum er í grein þessari átt við farþega sem koma til landsins frá útlöndum með skipum eða flugvélum, en farmenn eru skipverjar og flugliðar sem eru í áhöfn slíkra fara.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um tollafgreiðslu samkvæmt þessari grein.]1)
Heimila má farmflytjendum eða öðrum aðilum, sem geyma ótollafgreiddar vörur, að afhenda á eigin ábyrgð vörusendingar án fullnaðartollafgreiðslu, enda sé afhending þeirra brýn og farmflytjandi taki tryggingu er nægi til greiðslu hins erlenda kaupverðs og allra ríkissjóðsgjalda og sé ábyrgur fyrir greiðslu þeirra ef innflytjandi stendur ekki sjálfur í skilum.
[Reynist við tollafgreiðslu nauðsynlegt að fresta lokaákvörðun um tollverð vöru samkvæmt ákvæðum 8.–11. gr. eða önnur atriði sem lög þessi taka til skal innflytjanda engu að síður heimilt að leysa til sín vöruna, að því tilskildu að hann setji fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda sem kunna að verða lögð á vöruna, tollstjóri telji ekki ástæðu til að halda vörunni vegna endanlegrar ákvörðunar um þau atriði sem upplýsingar skortir um eða ágreiningur er um og ákvæði annarra laga séu því ekki til fyrirstöðu.]1)
Ráðherra setur nánari reglur2) um bráðabirgðatollafgreiðslu og má þar ákveða að innheimta skuli sérstakt afgreiðslugjald.
Sama gildir ef aðflutningsskýrslueyðublað er ekki rétt og nákvæmlega útfyllt, tilskilin gögn ekki afhent eða öðrum settum skilyrðum um tollmeðferð vöru eða sendingar ekki fullnægt.]1)
1)Rg. 228/1993.
Innflytjandi skal samkvæmt ákvörðun tollyfirvalds leggja fram eða veita aðgang að bókhaldi sínu og bókhaldsgögnum, bréfum, samningum og öðrum gögnum er varða innflutning vöru eða sendingar ef nauðsynlegt þykir til að ganga úr skugga um hvort verð eða önnur atriði í aðflutningsskýrslu, vörureikningum eða staðfestingargögnum séu eða hafi verið rétt tilgreind.
Öllum aðilum, bæði tollskyldum og öðrum, er skylt að láta tollyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau fara fram á og snerta innflutning vöru eða sendingar. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða aðra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um.
1)Rg. 107/1997.
Tollyfirvaldi er heimilt að fela tollstarfsmönnum eða ráða ákveðna menn til að vinna og aðstoða við tollmeðferð vöru eða sendingar, svo sem að opna umbúðir og loka að nýju á ábyrgð innflytjanda eða vörsluaðila og innheimta hjá innflytjendum þóknun1) fyrir þessi störf með aðflutningsgjöldum sé skyldu samkvæmt fyrri málsgrein ekki sinnt.
Til tollsvæðis ríkisins telst enn fremur loftrými yfir fyrrgreindu land- og hafsvæði.
Ráðherra ákveður með reglugerð hvar tollhafnir skuli vera, að fengnum tillögum ríkistollstjóra ...,2) enda sé fullnægt skilyrðum 64. gr.
Við ráðstöfun á hafnarsvæðum, hafnarlóðum og öðrum svæðum, sem ætluð eru til uppskipunar eða geymslu á ótollafgreiddum vörum, skulu sveitar- og hafnarstjórnir hafa samráð við ríkistollstjóra ...2)
Séu skilyrði til tolleftirlits og vörslu á vörum í aðaltollhöfn eða tollhöfn ófullnægjandi að dómi ríkistollstjóra ...2) falla tollhafnarréttindi hennar niður.
Ráðherra er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð að vörur sem tollívilnana njóta samkvæmt ákvæðum sérlaga og tilteknar vörur, svo sem lyf, eiturefni og aðrar slíkar vörur, skuli aðeins tollafgreiddar á einum stað fyrir allt landið.
1)L. 69/1996, 16. gr.2)Nú l. 50/1988, um virðisaukaskatt.
[Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Ríkistollstjóri ræður aðra starfsmenn embættisins og skiptir með þeim verkum.]1) Að tillögu ríkistollstjóra getur ráðherra ákveðið að einn þeirra skuli vera staðgengill ríkistollstjóra.]2)
Ríkistollstjóri skal auk annarra starfa sem honum eru falin lögum samkvæmt hafa eftirlit með störfum tollstjóra og umboðsmanna þeirra og gæta þess að tollframkvæmdin sé í samræmi við lög og reglur og önnur fyrirmæli varðandi tollamálefni og alþjóðasamninga um þau efni sem Ísland er aðili að. Ríkistollstjóri getur kannað tollskjöl aðila og hvert það atriði er varðar framkvæmd laga þessara og annarra laga um tolla og aðra skatta eða gjöld sem lögð eru á af tollstjórum eða umboðsmönnum þeirra. Getur hann í því skyni krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á frá tollstjórum, umboðsmönnum þeirra og öðrum þeim sem fram koma gagnvart tollstjórum vegna tollafgreiðslu samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum, svo og þeim sem um ræðir í 24. og 122. gr.
Ríkistollstjóri getur að eigin frumkvæði eða samkvæmt kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar innflutning, umflutning og útflutning á vörum til og frá landinu og ferðir og flutning fara og fólks til og frá landinu, svo og flutning á ótollafgreiddum varningi innan lands samkvæmt lögum þessum eða öðrum lagafyrirmælum.
Ríkistollstjóri getur falið tollvörðum við embætti sitt að annast eftirlits- og rannsóknarstörf hvar sem er á landinu og er tollstjórum skylt að veita nauðsynlega aðstoð við framkvæmd starfanna. Hann getur á sama hátt falið öðrum starfsmönnum störf á sínu starfssviði hvar sem er á landinu.
Ríkistollstjóri skal annast framkvæmd og samskipti við erlend tollyfirvöld samkvæmt þeim milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að og lúta að framkvæmd tollamála, nema annað sé þar ákveðið.]1)
Við embætti ríkistollstjóra skal vera tollskóli er veiti tollstarfsmönnum fræðslu í tollamálum. Gera má það að skilyrði fyrir ráðningu í fasta stöðu að viðkomandi hafi lokið prófi frá skólanum. Ráðherra setur nánari reglur um nám við skólann.
Ráðherra er heimilt að ákveða að innheimt skuli gjald vegna kostnaðar sem hlýst af námskeiðshaldi við skólann fyrir aðra en tollstarfsmenn.]1)
Ríkistollstjóri ákveður form tollskjala og eyðublaða sem notuð eru við tollframkvæmdina og hvaða atriði skuli þar tilgreina.]1)
Áður en ríkistollstjóri tekur ákvörðun skv. 1. mgr. um breytingu á gjaldtöku skal málsaðilum gefinn kostur á að tjá sig. Endurákvörðun ríkistollstjóra um breytingu á gjöldum skal rökstudd þannig að ljóst megi vera á hvaða forsendum hún er byggð. Gjaldanda skal send tilkynning um endurákvörðun með ábyrgðarbréfi og honum jafnframt bent á heimild til að kæra endurákvörðunina til ríkistollanefndar, sbr. 101. gr. Hafi tollstjóra verið falin endurákvörðun gjalda samkvæmt þessari grein gilda sömu málsmeðferðarreglur.
Ákvæði 1. og 2. mgr. taka ekki til úrskurðar og ákvörðunar tollstjóra skv. 100. og 142. gr.]1)
Ráðherra skipar tollstjórann í Reykjavík [til fimm ára í senn]1) og skal hann fullnægja sömu almennu hæfisskilyrðum og héraðsdómarar til skipunar í embætti, sbr. lög nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Tollstjórar, hver í sínu tollumdæmi, annast álagningu og innheimtu tolla og annarra skatta og gjalda sem greiða ber við tollafgreiðslu samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum. Þeir annast jafnframt hver í sínu tollumdæmi eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu, svo og flutningi á ótollafgreiddum varningi innan lands, auk annars eftirlits lögum samkvæmt.
[Ráðherra skipar tollverði til fimm ára í senn. Tollstjórar ráða aðra tollstarfsmenn og skipta með þeim störfum og starfa þeir í umboði og á ábyrgð viðkomandi tollyfirvalds.]1)]2)
Fela má starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands að annast tolleftirlit.
Þegar lögreglumönnum, starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands eða öðrum er falið að vinna tollgæslustörf, án þess að þeir hafi tollgæslu að aðalstarfi, hafa þeir sömu heimildir til starfa og gegna sömu starfsskyldum og tollverðir.
Tollstjórar geta falið tollvörðum að gegna almennum löggæslustörfum, hverjum í sínu tollumdæmi.]1)
Ráðherra skipar þrjá menn í ríkistollanefnd, þar af einn sem formann og skal hann fullnægja skilyrðum til skipunar í héraðsdómaraembætti. Aðrir nefndarmenn skulu hafa staðgóða þekkingu á tollamálum. Nefndarmenn skulu skipaðir til tveggja ára í senn. Við skipun í nefndina skal þess gætt að nefndarmenn séu óháðir tollyfirvöldum og hagsmunaaðilum.]1)
Tollstarfsmenn, sem koma fram í einkennisbúningi sínum, sýna framangreint einkennismerki eða draga tollfánann að hún, hafa á fullnægjandi hátt gefið til kynna að þeir séu tollgæslumenn að starfi.
Lögreglumenn og áhafnir skipa og flugvéla Landhelgisgæslunnar skulu veita tollgæslunni aðstoð og vernd við framkvæmd tollgæslustarfa.
Skylt er mönnum að verða við kvaðningu um aðstoð við tollgæslumenn á sama hátt og mælt er fyrir í lögum um aðstoð við lögreglumenn.
Tollgæslumönnum er heimilt að veita þeim mönnum eftirför sem skjóta sér undan eða grunaðir eru um að hafa skotið sér undan tolleftirliti með innfluttar vörur og mega af sjálfsdáðum framkvæma leit í húsum þegar um beina eftirför er að ræða og bið eftir úrskurði dómara veldur hættu á sakarspjöllum.
Tollgæslumönnum er heimilt að leita og rannsaka alls staðar í skipum og flugförum sem eru á tollsvæði ríkisins. Einnig er þeim heimilt að leita í öllum farartækjum sem eru á eða koma frá fermingar- og affermingarstöðum skipa og flugfara, svo og öðrum þeim stöðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru eða hafa verið geymdar. Tollgæslumönnum er enn fremur heimilt að leita í öllum farartækjum sem þeir hafa grun um að flytji ólöglega innfluttar vörur.
Stjórnendum farartækja er skylt að stöðva þau þegar tollgæslumaður gefur um það merki.
Stjórnendum farartækja er skylt að veita tollgæslumönnum, sem eru að störfum við farartæki þeirra, alla þá aðstoð og hjálp sem þörf er á til þess að störfin gangi sem greiðast og gefa þeim nauðsynlegar upplýsingar. Þeim er einnig skylt að fara eftir fyrirmælum tollgæslunnar sem lúta að því að tryggja eftirlit með fermingu og affermingu.
Leit á manni má aðeins framkvæma samkvæmt skipun æðsta tollgæslumanns sem er viðstaddur þegar leitarinnar er þörf. Skal framkvæma hana með svo mikilli tillitssemi sem unnt er, og má hún aldrei verða víðtækari en nauðsynlegt er vegna tolleftirlitsins. Við leit á manni getur viðkomandi krafist þess að ákveðið vitni sé tilkvatt. Við nákvæma leit á manni skal þess gætt að hún sé framkvæmd af persónu af sama kyni.
Tollgæslumönnum er heimilt að skrá og merkja muni sem eru í íslenskum förum, hvort sem um er að ræða búnað þeirra eða einkaeign áhafnarinnar. Heimta má aðflutningsgjöld af hinum skráðu munum ef þeir hverfa úr fari, nema gerð sé grein fyrir að þeir hafi farist eða verið fluttir úr farartækinu erlendis.
Tollgæslumönnum er heimilt að handtaka mann sem staðinn er að eða grunaður um tollalagabrot og yfirheyra eða fá hann lögreglunni í hendur. Um rannsókn og yfirheyrslu og aðra meðferð máls gilda ákvæði laga ...1) um meðferð opinberra mála, eftir því sem við getur átt.
Rétt er tollgæslumönnum að leggja hald á muni sem teljast til sakargagna eða ætla má að hafi sönnunargildi í málum vegna tollalagabrota.
[Ríkistollstjóri ákveður gerð innsigla og notkun þeirra.]1)
Verði læsingu eða innsiglun ekki við komið geta tollyfirvöld krafist þess að varsla varanna eða flutningur fari fram undir tolleftirliti á kostnað vörsluhafa eða farmflytjanda.
Innsigli eða læsingar sem tollgæslumenn setja má enginn nema tollgæslumaður rjúfa innan tollsvæðis ríkisins eða í fari á leið milli staða á tollsvæðinu.
Óheimilt er að fara um borð í aðkomufar eða frá borði fyrr en tollgæslumaður leyfir.
Hverjum, sem staddur er á hafnarsvæði, flugvelli eða annars staðar þar sem ótollafgreiddar vörur eru eða hafa verið geymdar, ber að nema staðar þegar tollgæslumaður óskar þess og gera grein fyrir hvort hann hafi meðferðis ótollafgreiddar vörur.
Skylt er farþegum og áhöfn að skýra ótilkvaddir frá tollskyldum varningi sem þeir hafa meðferðis, opna töskur og aðrar umbúðir um farangur þegar tollgæslumaður óskar þess, taka upp úr þeim og veita alla aðstoð og gefa þær upplýsingar sem óskað er eftir.
Taki tollgæslan farangur eða föggur í sína vörslu til skoðunar síðar getur viðkomandi krafist þess að þær séu innsiglaðar þar til skoðun fer fram. Skal hlutaðeigandi gefinn kostur á að vera viðstaddur skoðunina.
Tollyfirvald getur krafið hvern þann sem flytur eða ætla má að flytji inn vörur eða selur slíkar vörur um skýrslu varðandi þær.
Gjaldeyrisstofnunum, greiðslukortafyrirtækjum og öðrum sem annast gjaldeyrisviðskipti er skylt að láta tollyfirvöldum í té allar nauðsynlegar upplýsingar og skýrslur er þau óska eftir og unnt er að láta þeim í té.
Í reglugerð má ákveða að tollyfirvöld geti fyrirskipað merkingu á tilteknum vörutegundum um leið og þær eru tollafgreiddar eða síðar til sönnunar því að þær hafi hlotið löglega tollafgreiðslu. Þegar merking vöru er ákveðin skal ákveða þeim frest sem eiga slíkar vörur til að framvísa þeim við tollyfirvöld til merkingar. Finnist slík vara ómerkt að þeim fresti liðnum telst hún eigi hafa hlotið löglega tollafgreiðslu, nema annað sannist.
Hafi fullnægjandi gögn verið lögð fram er tollstjóra heimilt að fresta tollafgreiðslu vörunnar í allt að 10 virka daga. Hann skal þegar í stað tilkynna bæði rétthafa og eiganda vörunnar eða innflytjanda um ákvörðun sína. Hafi rétthafi eigi innan framagreinds frests hafist handa við að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum, og tilkynnt tollyfirvöldum slíkt skriflega, er heimilt að tollafgreiða sendinguna. Heimilt er að framlengja framangreindan frest um 10 virka daga ef sérstakar ástæður mæla með því.
Tollstjóri getur að eigin frumkvæði ákveðið frestun tollafgreiðslu þegar hann hefur í höndum fullnægjandi gögn þess efnis að varan brjóti gegn hugverkaréttindum. Skal hann tilkynna rétthafa um ákvörðun sína með skriflegum hætti þegar í stað og gefa honum frest í þrjá virka daga frá móttöku bréfs til að fara fram á frestun tollafgreiðslu skv. 1. mgr. Geri rétthafi ekki tímanlega kröfu um frestun er heimilt að tollafgreiða vöruna.
Ef beiðni um bráðabirgðaaðgerð er synjað eða dómstóll hafnar því að um brot á hugverkarétti sé að ræða skal tollstjóri afturkalla ákvörðun sína um frestun tollafgreiðslu. Nú er með dómi kveðið á um að um brot á hugverkarétti sé að ræða og í dóminum er eigi mælt fyrir um ráðstöfun vörunnar og er þá tollyfirvaldi heimilt að farga vörunni eða að ráðstafa henni á annan þann hátt sem ekki brýtur á rétti rétthafa. Hafi dómi verið áfrýjað skal fresta förgun eða ráðstöfun vöru þar til niðurstöður liggja fyrir.
Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um vörur í litlu magni í farangri ferðamanna eða litlar vörusendingar, enda sé ekki um innflutning í viðskiptaskyni að ræða. Einnig eru undanskildar vörur sem settar hafa verið á markað í öðru landi af rétthafa eða með hans samþykki og vörur í umflutningi.
Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um frestun tollafgreiðslu. Hann getur jafnframt gert rétthafa að greiða geymslukostnað og þann kostnað sem tollyfirvöld hafa af framangreindum ráðstöfunum. Ráðherra getur ákveðið að framangreind ákvæði taki til útflutnings á vörum.]1)
Óheimilt er að leggja aðkomuskipi að bryggju eða öðru hafnarmannvirki fyrr en að fengnu leyfi tollgæslunnar sem einnig getur ákveðið í samráði við hafnaryfirvöld og stjórnanda fars hvar í höfn skipið skuli leggjast. Flugför skulu afgreidd þar á flugvelli sem tollgæslan ákveður í samráði við flugvallarstjóra.
Aðkomufar má ekki hafa neitt samband við land eða menn úr landi fyrr en aðkomuafgreiðsla þess hefur farið fram og að fengnu leyfi tollgæslunnar.
Utan tollhafna mega íslensk för ekki taka við mönnum eða vörum úr aðkomuförum, hleypa mönnum út í þau né hafa við þau önnur samskipti, nema tilneydd séu.
Ef tollgæslumenn óska að komast um borð eða frá borði er stjórnanda fars skylt að veita til þess nauðsynlega aðstoð.
Tollyfirvaldi er heimilt, ef ástæða þykir til, að mæla svo fyrir að skip megi ekki liggja eða hafast við innan tollsvæðisins nema í tollhöfnum.
Far, sem statt er í neyð eða þarf að leita hafnar vegna veikinda eða slyss áhafnar eða farþega, er undanþegið ákvæðum 1. mgr., en stjórnandi farsins skal þó tilkynna viðkomandi tollstjóra komu sína svo fljótt sem verða má og forðast öll ónauðsynleg samskipti við land þar til tollafgreiðslu er lokið.
Flugumferðarstjórnin skal gefa tollgæslunni allar nauðsynlegar upplýsingar um komu og brottför flugfara í utanlandsferðum. Slíkar upplýsingar skal jafnan gefa svo fljótt sem við verður komið. Flugumferðarstjórninni ber einnig að öðru leyti að veita tollgæslunni þá aðstoð sem unnt er í sambandi við framkvæmd starfa hennar.
Starfsmenn hafna og skipaðir [leiðsögumenn]1) skulu gefa tollgæslunni allar nauðsynlegar upplýsingar um ferðir skipa. Þeir skulu einnig gera henni viðvart ef þeir í starfi sínu eða stöðu komast að því að brotin hafi verið eða brjóta eigi ákvæði laga þessara.
Stjórnanda fars ber að veita tollgæslunni allar upplýsingar sem þörf er á um farið, farm þess og farþega. Hann skal vísa á alla innganga í farmrúm svo og allar geymslur og aðra staði þar sem geyma má vörur og honum er eða ætti að vera kunnugt um.
Í reglugerð2) eða öðrum fyrirmælum má ákveða að farmflytjandi, miðlari eða annar umboðsmaður skrái innfluttar vörur áður en þær eru afhentar úr vörslu farmflytjanda, sbr. 3. mgr. 14. gr.
Heimila má að miðlarar eða aðrir umboðsmenn geti fyrir hönd stjórnanda fars afhent þau skjöl og gefið þær upplýsingar sem honum ber að annast samkvæmt lögum þessum.
Tollgæslunni er jafnan heimilt að taka í sína vörslu þjóðernisskírteini og mælibréf skips eða loftferðaskírteini flugfars svo og áhafnarskrá og önnur skjöl sem þörf er á. Skjöl þessi ber í hverri höfn að afhenda stjórnanda fars er hann hefur greitt lögboðin gjöld vegna þess og innt af hendi aðrar lögboðnar skyldur.
Tollgæslunni er heimilt að innsigla þann varning sem um getur í 1. mgr. og skráir þá tollgæslumaður það sem undir innsigli er sett.
Stjórnandi fars skal gera skrá yfir vörur skv. 1. mgr. við komu fars inn á tollsvæði ríkisins.
Setja má í reglugerð ákvæði um hvað telja beri hæfilegan forða og birgðir fars svo og venjulegan farangur áhafnar.
Verði far á leið til útlanda að snúa við til sama lands ber stjórnanda þess, ef innsigli hafa verið opnuð eða ótollafgreiddur forði tekinn í notkun, að gæta þess að hvorki farþegar né áhöfn hverfi brott frá farinu eða af afgreiðslustað fyrr en tollgæslan hefur gefið leyfi til þess.
Aldrei má gefa eða selja í land af birgðum eða forða fars nema aðflutningsgjöld séu greidd af slíku og fullnægt öðrum fyrirmælum um innflutning sem lög hafa að geyma.
Við affermingu í neyð ber stjórnanda fars að tilkynna um hana strax og auðið er.
Að lokinni affermingu í hverri höfn er stjórnanda fars eða afgreiðslumanni þess skylt að láta tollgæslunni í té nákvæma skrá um talningu á þeim vörum sem affermdar hafa verið í höfninni. Sé talning þessi ekki framkvæmd má tollgæslan láta gera hana á kostnað farmflytjanda.
Finnist í fari ótollafgreidd vara sem ekki hefur verið gerð grein fyrir samkvæmt lögum þessum eða settum ákvæðum skal farmflytjandi greiða allan kostnað við leit í því og má kyrrsetja farið á hans kostnað uns leit er lokið. Þetta gildir þó ekki ef um er að ræða minni háttar ólöglegan innflutning í vörslum áhafnar eða farþega.
Sé varan flutt í far án samþykkis tollgæslunnar ber stjórnanda farsins að afferma það aftur ef tollgæslan telur það nauðsynlegt vegna eftirlits með vörunni eða ákvörðun gjalda af henni.
Áður en far leggur upp í ferð til útlanda ber stjórnanda þess að tilkynna tollgæslunni um það með hæfilegum fyrirvara.
1)Rg. 107/1997.
Kostnað við flutning tollgæslumanna frá tollstöð til og frá skipi við komu þess og brottför, svo og að og frá flugvelli við komu og brottför flugfars, ber eigendum eða umráðamönnum að greiða. Kostnaði þessum fylgir lögveð í förunum.
Stjórnanda fars ber að sjá tollgæslumönnum, sem sendir eru með farinu hafna á milli til eftirlits, fyrir farrými og fæði endurgjaldslaust.
Ef stjórnandi fars, afgreiðslumaður eða útgerð fullnægja ekki skyldum sínum samkvæmt ákvæðum þessa kafla ber þeim að greiða tollgæslunni allan kostnað1) sem leiðir af þeim ráðstöfunum sem hún telur nauðsynlegar vegna vanrækslunnar. Kostnaði þessum fylgir lögveð í förunum.
Með þeim undantekningum sem leiðir af varnarsamningi Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku, sbr. lög nr. 110/1951, eru för, sem í 1. mgr. getur, undanþegin innsiglun vista, birgða eða annars varnings um borð.
Áður en tollskyldar vörur eru fluttar í land úr förum sem um ræðir í 1. mgr. ber yfirmanni þeirra að afhenda tollgæslunni skrá um vörurnar. Tollgæslan hefur sömu heimildir til hvers konar eftirlits með slíkum vörum, svo og öðrum varningi sem fluttur er til landsins.
Ákveða má að ákvæði þessarar greinar skuli einnig gilda að einhverju eða öllu leyti um önnur för en herskip og herflugför sem eru opinber eign og fara eingöngu í opinberum erindagerðum og flytja ekki vörur eða farþega gegn greiðslu.
Skemmtiferðaskip, sem koma hingað eingöngu með farþega og hvorki taka hér né setja í land farþega eða vörur, eru undanþegin ákvæðum um innsiglun forða enda greiði þau kostnað af tolleftirliti um borð.
1)Rg. 107/1997.
Ákveða skal í reglugerð1) gjald fyrir geymslu og meðferð varanna. Einnig má þar setja ákvæði er tryggi tollafgreiðslu og brottflutning varanna án óeðlilegra tafa.
Geymslu- og afgreiðslustaðir þessir skulu viðurkenndir af viðkomandi tollstjóra ...1) Skulu það vera hús eða afgirt svæði eftir eðli vörunnar, liggja vel við affermingu og eftirliti og fullnægja að öðru leyti þeim skilyrðum sem sett verða um slíkar geymslur. Hús þessi og svæði má, ef þurfa þykir, setja undir lás tollgæslunnar og skal þannig frá þeim gengið að því verði auðveldlega við komið.
Þeim sem geyma ótollafgreiddar vörur er skylt að láta tollgæslunni ókeypis í té fullnægjandi aðstöðu í vörugeymslum sínum til tolleftirlits og rannsóknar á vörum og enn fremur þau áhöld og tæki sem nauðsynleg eru til slíks eftirlits að mati tollstjóra.
Ef geymsluhús eða svæði eru ekki í fullnægjandi ásigkomulagi á hverjum tíma, og geymsluhafi bætir ekki úr því innan þess frests sem tollstjóri tiltekur, getur hann látið bæta úr ágöllum á kostnað geymsluhafa eða svipt hann rétti til að nota geymsluna.
Sé ótollafgreidd vara flutt úr fari í geymsluhús eða á svæði sem er það langt frá farinu að þaðan má ekki fullkomlega fylgjast með flutningi varanna á geymslustaðinn að dómi tollgæslunnar ber stjórnanda fars að greiða þann aukakostnað sem leiðir af þeim öryggisráðstöfunum sem tollgæslan telur nauðsynlegar til að tryggja fullt eftirlit með flutningi varanna á geymslustaðinn.
[Farmflytjendum er heimilt að geyma umflutningsvörur í geymslu- eða afgreiðslustöðum sem viðurkenndir hafa verið samkvæmt þessari grein.]1)
Ráðherra setur með reglugerð2) eða öðrum fyrirmælum nánari ákvæði um vörugeymslur og vörslu ótollafgreiddrar vöru. Má þar ákveða viðurlög við því ef afgreiðslumenn eða aðrir óhlýðnast settum fyrirmælum um vörslu og meðferð ótollafgreiddrar vöru.
Geymsluhöfum ber að greiða ríkissjóði kostnað3) við tolleftirlit í vörugeymslum sínum sem ekki getur talist þáttur í almennu tolleftirliti, svo sem fyrir útgáfu vottorða um endursendingar á vörum, gegnumflutning, aðstoð við mat á vörum til ákvörðunar tollverðs og aðra þjónustu eftir nánari ákvörðun ráðherra.
Flutningur á póstsendingu sem er í vörslu póststjórnarinnar er einnig heimill án sérstaks leyfis tollstjóra.
1)Rg. 56/1961, sbr. 633/1980.
Ráðherra er heimilt að ákveða að tollgæslan stofni og reki almennar tollvörugeymslur á höfnum þar sem þess þykir þörf og húsakynni og aðrar aðstæður eru fyrir hendi til að reka slíkar geymslur. Í geymslum þessum lætur tollgæslan þeim aðilum, er í 74. gr. getur, í té aðstöðu til að koma aðfluttum vörum í tollgeymslu gegn leigu- og eftirlitsgjaldi sem ákveðið skal í reglugerð.
Leyfi til reksturs almennrar tollvörugeymslu má binda því skilyrði að leyfishafi setji ríkissjóði tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda og annarra gjalda sem leiða kann af geymslu ótollafgreiddra vara þar.
Sé heimilt að endurgreiða gjöld af hráefni í innlenda vöru við útflutning hennar skal heimilt að setja slíkar útflutningsvörur í tollvörugeymslur og endurgreiða framangreind gjöld þegar varan er komin í tollvörugeymsluna.
Vöru, sem sett hefur verið í almenna tollvörugeymslu, skal tollafgreiða endanlega innan þriggja ára frá komudegi flutningsfars til landsins. Ráðherra getur þó í reglugerð ákveðið annan frest ef sérstakar ástæður mæla með því.
Ákvæði 1. mgr. taka ekki til veiðiskipa sem sigla með eigin afla á erlendan markað.
Þegar heimilt er að endurgreiða gjöld af hráefni í vöru við útflutning má einnig endurgreiða þessi gjöld þegar vöru hefur verið komið í tollfrjálsa forðageymslu.
Tollfrjálsum verslunum er eingöngu heimilt að selja vörur sínar farþegum og áhöfnum millilandafara. Fyrirskipa má að vörur þessar séu afhentar kaupanda í sérstaklega gerðum lokuðum umbúðum sem kaupandi ber ábyrgð á, að viðlagðri refsingu, að ekki séu opnaðar fyrr en komið er út fyrir tollsvæði ríkisins. Enn fremur er verslunum sem hér um ræðir heimilt samkvæmt reglum er ráðherra setur að senda vörur sínar í pósti til viðtakenda búsettra erlendis.
Verslanir og birgðageymslur samkvæmt þessari grein eru háðar tolleftirliti og gilda um birgðageymslurnar ákvæði laga þessara, eftir því sem við á.
Ráðherra getur heimilað einkasölu ríkisins að selja skipum og flugvélum í utanlandsferðum vörur sínar sem neysluforða tollfrjálst og samkvæmt sérstökum reglum um álagningu. Einkasölu ríkisins skulu endurgreidd aðflutningsgjöld af þeim vörum sem þannig eru seldar.
Leyfi til reksturs tollfrjálsrar verslunar má binda því skilyrði að leyfishafi setji ríkissjóði tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda og annarra gjalda sem leiða kann af geymslu ótollafgreiddra vara þar.
Leyfishafi og geymsluhafi eru skyldir til að færa nákvæmt birgðabókhald og sýna tollgæslunni það hvenær sem krafist er. Þeir eru skyldir til að gefa tollgæslumönnum hverjar þær upplýsingar sem óskað er eftir varðandi geymsluvörur og veita þeim hvers konar aðstoð við eftirlitsstörf þeirra.
Komi fram vöntun á vörum sem leyfi hefur verið veitt til að settar verði í tollvörugeymslu, hvort sem vöntun kemur fram við flutning í eða eftir að þær hafa verið settar í tollvörugeymslu, er geymsluhafi eða leyfishafi skyldur að greiða af þeim aðflutningsgjöld. Um skemmdir eða rýrnun gilda ákvæði 9. tölul. 6. gr.
1)Rg. 95/1981.
Einkaneysla eða einkanot á vörum sem fluttar hafa verið inn á frísvæði án greiðslu aðflutningsgjalda eða gegn endurgreiðslu gjalda er óheimil. Ákvæði þetta á þó ekki við um leyfileg not af tollfrjálsum forða fars. Kaup eða sala svo og hvers konar afhending eða viðtaka á nefndum vörum til slíkra nota er jafnframt óheimil á frísvæðinu.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um gæslu frísvæða og um nauðsynlegar takmarkanir á umferð til þeirra og frá.
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að innflytjandi eða umboðsmaður hans skuli reikna út tolla og önnur gjöld í aðflutningsskýrslu.
Ef tollstjóra er látin í té útreiknuð aðflutningsskýrsla má hann leiðrétta augljósar reikningsskekkjur. Enn fremur má hann leiðrétta einstaka liði aðflutningsskýrslu ef óyggjandi upplýsingar eru fyrir hendi, en gera skal hann innflytjanda viðvart um slíkar breytingar.
Ef aðflutningsskýrslu er ekki skilað innan tilskilins frests, sbr. 3. mgr. 14. gr. og 23. gr., getur tollstjóri áætlað aðflutningsgjöld eða knúið innflytjanda til að skila aðflutningsskýrslu með stöðvun tollafgreiðslu.]1)
Telji tollstjóri að mat vegna ákvörðunar tollverðs eða annarra atriða sem varða tollafgreiðslu vöru sé eigi á færi annarra en sérfróðra manna skal honum heimilt án dómskvaðningar að láta mat fara fram á kostnað innflytjanda. Um matið skulu gilda ákvæði IX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, eftir því sem við getur átt. Tollstjóra er einnig heimilt að láta fara fram sérfræðilega rannsókn á vöru á kostnað innflytjanda sé það talið nauðsynlegt vegna tollflokkunar hennar samkvæmt tollskrá.
Ef innflytjandi vill ekki una við ákvörðun tollstjóra samkvæmt þessari grein getur hann óskað eftir úrskurði tollstjóra skv. 100. gr.]1)
Hafi innflytjandi eða sá sem ráðstafaði vöru til tollmeðferðar látið tollstjóra í té við tollafgreiðslu fullnægjandi upplýsingar og, eftir atvikum, gögn sem byggja mátti rétta álagningu aðflutningsgjalda á skal tollstjóri hafa lokið endurákvörðun aðflutningsgjalda innan 60 daga, talið frá því að hann heimilaði afhendingu vöru. Hafi heimild verið veitt til innflutnings vöru tímabundið en síðan komið til endanlegrar tollafgreiðslu hennar skal frestur til endurákvörðunar vera 60 dagar, talið frá því að aðflutningsgjöld voru ákvörðuð.
Áður en til endurákvörðunar tollstjóra á aðflutningsgjöldum kemur skv. 1. mgr. skal hann tilkynna viðkomandi skriflega um að til endurákvörðunar geti komið og lýsa í meginatriðum þeim ástæðum sem hann telur að eigi að leiða til þess. Skal tollstjóri jafnframt gefaviðkomandi kost á að tjá sig um hina fyrirhugðu endurákvörðun innan hæfilegs frests og, eftir atvikum, framvísa þeim gögnum sem hann telur máli kunna að skipta við þá ákvörðun. Tilkynningu um að til endurákvörðunar geti komið skal tollstjóri senda eigi síðar en 45 dögum frá því að afhending vöru var heimiluð.
Endurákvörðun aðflutningsgjalda skv. 2. mgr. skal rökstudd þannig að ljóst megi vera á hvaða forsendum ákvörðun er byggð. Innflytjanda skal tilkynnt um endurákvörðun með ábyrgðarbréfi og honum jafnframt bent á heimild til að kæra hana til ríkistollanefndar, sbr. 101. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er tollstjóra heimilt að endurákvarða aðflutningsgjöld sex ár aftur í tímann, talið frá tollafgreiðsludegi, í eftirfarandi tilvikum, enda sé gætt ákvæða 3. og 4. mgr. þessarar greinar eftir því sem við á:
Um greiðslu vaxta vegna oftekinna aðflutningsgjalda gilda ákvæði laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, með síðari breytingum.
Um greiðslu dráttarvaxta af vangreiddum aðflutningsgjöldum gilda ákvæði vaxtalaga, nr. 25/1987, með síðari breytingum.]1)
Telji tollstjóri óljóst á hvaða rökum kæra er reist eða að fylgigögn séu ófullnægjandi skal hann gefa kæranda kost á að bæta úr því innan hæfilegs tíma. Ef þess er eigi gætt varða meinbugir frávísun kæru.
Úrskurða skal um kæru svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan 30 daga frá því að gagnaöflun er lokið. Úrskurður tollstjóra skal rökstuddur þannig að ljóst megi vera á hvaða forsendum hann er byggður. Innflytjanda skal sendur úrskurður í ábyrgðarbréfi og honum bent á heimild til að kæra úrskurðinn til ríkistollanefndar, sbr. 101. gr.]1)
[Ríkistollstjóri getur skotið úrskurði tollstjóra skv. 100. gr. og ákvörðun tollstjóra skv. 142. gr. til ríkistollanefndar innan sama frests og greindur er í 1. mgr.]1)
Kærur skulu vera skriflegar og studdar nauðsynlegum gögnum. Vanreifun varðar frávísun.
Nefndin skal tafarlaust senda ríkistollstjóra endurrit eða ljósrit af kæru innflytjanda og þeim gögnum sem kunna að fylgja kæru hans. Skal nefndin gefa aðilum kost á að koma fram með andsvör sín og gögn innan hæfilegs frests.
[Nefndin skal hafa úrskurðað í öllum kærum innan 30 daga frá því að gagnaöflun er lokið. Sé munnlegur málflutningur viðhafður skal úrskurður kveðinn upp innan 30 daga frá lokum málflutnings.]1)
[Ríkistollanefnd er heimilt að kveðja sér til aðstoðar við úrlausn ágreiningsmála sérfróða menn og krefjast upplýsinga samkvæmt ákvæðum laga þessara.
Úrskurður ríkistollanefndar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi. Málskot til almennra dómstóla um úrlausnarefni sem farið hefur fyrir nefndina frestar eða breytir ekki niðurstöðu hennar fyrr en dómur er genginn.]1)
Nefndin getur ákveðið málflutning ef mál er flókið eða yfirgripsmikið og má hann vera munnlegur. Um málflutning skulu gilda almennar reglur um málflutning fyrir héraðsdómi, um vanhæfi, aðstoð sérfróðra manna o.fl., eftir því sem við á.
Telji nefndin mál ekki nægilega upplýst getur hún beint til málsaðila að afla frekari gagna eða upplýsinga máli til skýringar.
Berist nefndinni kæra og hún er rökstudd með tollskjölum, sem ekki hafa sætt efnisúrlausn hjá tollstjóra, getur nefndin sent kæruna til tollstjóra til uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Nefndin skal tilkynna aðila um þá ákvörðun.
Nefndin skal hafa úrskurðað í öllum kærum innan 30 daga frá því að þær bárust henni, nema því aðeins að viðhafður sé munnlegur málflutningur, en þá skal kveða upp úrskurð innan 30 daga frá málflutningi, þó þannig að heildarmálsmeðferð sé aldrei lengri en 60 dagar. Úrskurðir nefndarinnar skulu rökstuddir þannig að aðilar megi sjá á hvaða kæruatriðum og heimildum tollflokkun, tollverð eða álagning sé byggð.
Nefndin skal úrskurða kærur um gjöld sem tollstjórar leggja á innfluttar vörur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Gilda ákvæði þau sem að framan eru rakin um slíkar kærur eftir því sem við á.
...1)
Aðflutningsgjöld af vörum sem heimilað hefur verið að setja í tollvörugeymslu eða fluttar á frísvæði falla í gjalddaga þegar beiðni um úttekt ásamt tilskildum gögnum hefur verið afhent tollstjóra, sbr. 87. gr. og 96. gr.
Um eindaga aðflutningsgjalda fer samkvæmt ákvæðum 108. og 109. gr., sbr. 105. gr.
Greiða skal í einu lagi aðflutningsgjöld af vörum sem skráðar eru í sama farmskrárnúmeri (sendingarnúmeri). Þó skal samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur heimila innflytjanda greiðslu aðflutningsgjalda af vöru sem er hluti vörusendingar í farmskrárnúmeri, enda hafi verið gefið út undirfarmskírteini eða undirflugfarmbréf vegna vörunnar eða aðstæður verða að öðru leyti taldar þess valdandi að ástæða sé til þess að veita innflytjanda heimild til tollafgreiðslu á hluta vörusendingar.
Sé varan flutt inn af aðila sem ekki á lögheimili hér á landi skulu aðflutningsgjöld greidd þegar heimild til afhendingar vöru er veitt.
Sé bú innflytjanda tekið til gjaldþrotaskipta ...1) eða [opinberra skipta eftir lát hans og erfingjar hans taka ekki á sig ábyrgð á skuldbindingum búsins],2) skulu aðflutningsgjöld greidd þegar heimild til afhendingar vöru er veitt. Sama gildir sé innflytjandi ekki fjár síns ráðandi eða komi í ljós við aðför eða með öðrum hætti að innflytjanda vöru er tímabundið ómögulegt að greiða skuldir sínar eða hefur óskað eftir [heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings].1)
[Þegar atvik eru eins og um ræðir í 1. mgr. skulu aðflutningsgjöld af viðkomandi vöru reiknuð út samkvæmt þeim aðflutningsgjöldum og tollafgreiðslugengi sem í gildi var á komudegi flutningsfars til landsins hafi vara verið í vörslu farmflytjanda eða innflytjanda, en hafi hún verið sett í tollvörugeymslu eða flutt á frísvæði skulu aðflutningsgjöld reiknuð út samkvæmt þeim aðflutningsgjöldum og tollafgreiðslugengi sem í gildi var þegar tollstjóri veitti leyfi til flutnings vöru þangað, nema sannað sé á fullnægjandi hátt að mati tollstjóra að nefnd atvik séu síðar til komin. Reikna skal frá sama tíma dráttarvexti af aðflutningsgjöldum þannig útreiknuðum. Dráttarvextir skulu vera hinir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt lögum nr. [25/1987].1) Að öðru leyti skal farið með mál þessi samkvæmt ákvæðum XIV. kafla.]2)
Aðflutningsgjöld af póstsendingum skulu greidd í því pósthúsi þar sem þeirra skal vitjað samkvæmt tilkynningu pósthúss.
Aðflutningsgjöld af vörum í tollvörugeymslu eða á frísvæði skulu greidd tollstjóra í því tollumdæmi þar sem tollvörugeymsla eða frísvæði er, nema vörurnar séu framsendar ótollafgreiddar í annað tollumdæmi, en þá skal greiða gjöldin þar.
Hafi innflytjanda verið veittur greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum skv. 109. gr. skal hann greiða aðflutningsgjöld þar sem hann á lögheimili.]1)
1)Rg. 310/1992, sbr. 337/1993, 11/1994, 410/1996 og 568/1996. Rg. 336/1993.2)L. 69/1996, 31. gr.
Tollstjóri getur heimilað aðilum, sem annast vörslu ótollafgreiddra vara samkvæmt VII., VIII. og IX. kafla laga þessara, að veita greiðslu aðflutningsgjalda viðtöku og standa ríkissjóði skil á þeim. Binda má leyfi því skilyrði að leyfishafi setji ríkissjóði tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda og annarra gjalda sem leiða kann af tollmeðferð vöru hjá leyfishafa.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessarar greinar.]2)
[Eindagi aðflutningsgjalda, sem innflytjandi hefur vanreiknað í aðflutningsskýrslu eða vanreiknuð reynast samkvæmt upplýsingum sem gefnar hafa verið við tollafgreiðslu, er tollafgreiðsludagur varanna.
Ef aðflutningsgjöld eru ekki greidd á eindaga eins og hann er ákveðinn samkvæmt þessari grein skal frá og með eindaga reikna dráttarvexti af kröfunni fram að greiðsludegi. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta skulu gilda ákvæði vaxtalaga, nr. 25/1987, með áorðnum breytingum.]2)
1)Rg. 61/1989, sbr. 141/1989.2)L. 69/1996, 32. gr.3)L. 90/1991, 91. gr.
1)Rg. 640/1989, sbr. 443/1997. Rg. 722/1997.2)L. 69/1996, 33. gr.3)Rg. 309/1992, sbr. 446/1997.
Heimild til greiðslufrests má binda því skilyrði að sett sé fullnægjandi trygging fyrir greiðslu aðflutningsgjalda í formi bankaábyrgðar eða hliðstæðrar ábyrgðar. Falla má síðar frá þessu skilyrði hafi ekki komið til vanskila af hálfu innflytjanda sem haft hefur greiðslufrest á aðflutningsgjöldum í minnst sex mánuði og hann uppfyllt að öðru leyti önnur skilyrði sem sett kunna að verða í reglugerð. Heimild til greiðslufrests fellur niður þegar ákvæði 3. mgr. 104. gr. eiga við.
[Ráðherra ákveður í reglugerð uppgjörstímabil og eindaga lánaðra aðflutningsgjalda.]2) Séu aðflutningsgjöld ekki greidd á eindaga skulu dráttarvextir þegar reiknaðir á gjaldfallnar skuldir. Dráttarvextir skulu vera hinir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt lögum nr. [25/1987].2) Í reglugerð getur ráðherra ákveðið auk innheimtu dráttarvaxta að leggja viðurlög við því ef vanefndir verða á greiðslu aðflutningsgjalda, svo sem að fella niður greiðslufrest, tímabundið eða að fullu, eða stöðva tollafgreiðslu til hlutaðeigandi aðila. Verði frestur veittur til greiðslu aðflutningsgjalda samkvæmt þessari grein má ákveða með reglugerð að greiða skuli af þeim þá vexti sem ákveðnir verði af ráðherra.
Heimild til greiðslufrests sem veittur er í einu tollumdæmi skal gilda um tollafgreiðslu á innfluttum vörum sama innflytjanda í öðrum tollumdæmum landsins.
Ráðherra setur með reglugerð3) eða öðrum fyrirmælum nánari reglur um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum samkvæmt þessari grein.
Nú er innflytjandi eða viðtakandi annar aðili en um ræðir í 1. mgr. og ábyrgjast þeir þá in solidum greiðslu aðflutningsgjalda.
Aðflutt vara er jafnframt að veði fyrir aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði, og hefur eigandi ekki rétt til að taka hana í sína vörslu fyrr en afhendingarheimild viðkomandi tollstjóra liggur fyrir. Gengur lögveðsréttur þessi fyrir öðrum veðum og er óháður grandleysi eiganda.
[Tollstjórar mega krefjast nauðungarsölu á ótollafgreiddum vörum án undanfarins fjárnáms eða áskorunar til eiganda til lúkningar aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði og er haldsréttur farmflytjanda því ekki til fyrirstöðu.
Náist ekki til þeirrar vöru sem átti að greiða af má gera fjárnám fyrir aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði hjá þeim aðilum sem um ræðir í 1.–3. mgr. án undangengins dóms eða sáttar.]1)
[Um mótmæli gegn nauðungarsölu gilda ákvæði XI. og XIV. kafla laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu.]2)
Telji tollstjóri ekki ástæðu til að [selja vöru við nauðungarsölu]1) vegna ástands hennar skal honum heimilt að láta eyðileggja hana á kostnað innflytjanda.
Aðflutningsgjöld greiðast af ...1) söluandvirði með forgangsrétti næst á eftir ...1) sölukostnaði vörunnar. Heimilt er þó að greiða fyrir geymslu hennar í einn mánuð frá komu til landsins. Sé ...1) söluandvirði vörunnar hærra en nemur aðflutningsgjöldum, ásamt dráttarvöxtum, sektum og áföllnum kostnaði skal greiða þeim sem eignarréttur gekk úr hendi afganginn að frádregnum öðrum eignarhöftum sem á vörunni hvíldu auk alls áfallins kostnaðar. Vitji eigandi ekki þess sem afgangs er samkvæmt framangreindu innan árs frá ...1) söludegi fellur andvirðið til ríkissjóðs.
1)Rg. 545/1990.
Ráðherra getur með reglugerð1) heimilað lækkun á aðflutningsgjöldum vegna vöntunar, þótt ákvæðum 1. mgr. hafi ekki verið fullnægt, ef svo stendur á að vöntunar í vörusendingu verður ekki vart þrátt fyrir nákvæma athugun ytri umbúða vörunnar. Beiðni um lækkun aðflutningsgjalda vegna vöntunar verður því aðeins tekin til greina að hún berist innan þess frests sem ákveðinn er í reglugerð og á hana færðar þær sönnur sem tollyfirvald metur gildar.
1)Rg. 545/1990, sbr. 560/1996.
Ef aðflutningsgjöld lækka eða eru felld niður eftir að fullnægjandi skjöl yfir vöru eða sendingu hafa verið afhent tollyfirvaldi skv. 2. mgr. 1. gr., en áður en heimild er veitt til afhendingar skal greiða hin lægri gjöld eða fella þau niður.
Þá er ráðherra heimilt í sama skyni og með sömu skilyrðum að leggja á sérstakan jöfnunartoll ef ætla má að útflutningsverðlaun, uppbætur, endurgreiðslur o.þ.h. erlendis hafi sams konar áhrif hér á landi og getið er í 1. mgr.
[Ráðherra er enn fremur heimilt að leggja undirboðs- og jöfnunartolla á erlend þjónustuviðskipti að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um vöruviðskipti samkvæmt ákvæðum þessa kafla.]1)
[Ákvarðanir ráðherra um þetta efni gilda frá og með þeim degi sem þær eru birtar í Stjórnartíðindum og skulu ekki gilda lengur en í fimm ár.]1)
[Ráðherra getur skipað nefnd til að rannsaka kærur um innflutning vara á undirboðskjörum eða með styrkjum og gera tillögur til ráðherra um álagningu undirboðs- eða jöfnunartolla. Um störf nefndarinnar, réttindi og skyldur, skulu gilda ákvæði laga þessara eftir því sem við á.]1)
Við samanburð þann er um ræðir í 1. mgr. skal taka tillit til mismunandi sölu- og afgreiðsluhátta, flutningskostnaðar, skatta og annars slíks aðstöðumunar sem skipt getur máli.
Jöfnunartollur má ekki vera hærri en nemur greiðslum eða uppbótum sem beint eða óbeint eru látnar í té í sambandi við framleiðslu, vinnslu, útflutning eða flutning varanna.
1)L. 66/1994, 2. gr.2)Rg. 137/1989, sbr. 345/1989. Rg. 351/1994.
Undirboðs- og jöfnunartolla má leggja á til bráðabirgða, þar til nánari upplýsingar liggja fyrir, ef ætla má að dráttur kunni að valda tjóni. [Slíka bráðabirgðatolla má þó ekki leggja á til lengri tíma en 12 mánaða.]1)
Ráðherra getur sett nánari ákvæði um undirboðs- og jöfnunartolla og um skil á þeim.2) Um lögvernd tolla þessara fer eftir ákvæðum 111. gr.
Undirboðs- eða jöfnunartollar, sem lagðir eru á með afturvirkum hætti, geta náð til innflutnings sem fluttur hefur verið til landsins allt að 90 dögum áður en kæra barst fjármálaráðuneytinu um innflutning sem fellur undir 1.–3. mgr. 115. gr.]1)
skal, þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. mgr. 4. gr., tollur á viðkomandi vöru vera hámarkstollur samkvæmt tollbindingu í viðauka IIA að viðbættum viðbótartolli skv. 5. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.
Viðbótartollar skulu að öðru leyti taka mið af skilyrðum 5. gr. samningsins um landbúnað. Tollur samkvæmt þessari grein kemur aðeins til framkvæmda að landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að beita 5. gr. samningsins um landbúnað og gefið út reglugerð þar að lútandi.]1)
Séu verðjöfnunargjöld lögð á skv. [1. mgr.]1) er óheimilt að leggja jafnframt á gjaldskylda vöru frá samningsaðila tolla eða önnur sambærileg gjöld nema annað leiði af ákvæðum bókunar 3 við EES-samninginn svo og annarra fríverslunar- og milliríkjasamninga og bókunum við þá.
Innheimta verðjöfnunargjalda samkvæmt þessari grein hefur eigi áhrif á innheimtu tolls samkvæmt tollskrá af vörum sem eigi geta notið tollmeðferðar samkvæmt ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið eða ákvæðum annarra fríverslunar- og milliríkjasamninga nema þar sé kveðið á um annað.
Verðjöfnunargjald skal lagt á og innheimt við tollmeðferð vöru.
Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um verðjöfnunargjöld samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, flokkun til gjaldskyldu, sönnun um samsetningu gjaldskyldra vara svo og annað sem lýtur að álagningu og innheimtu gjaldanna. Jafnframt getur hann með sama hætti mælt fyrir um niðurfellingu tolla og annarra sambærilegra gjalda þegar verðjöfnunargjald er lagt á vöruna. Um lögvernd verðjöfnunargjalda fer skv. 111. gr.]2)
...1)
Skýrslu um afla íslenskra veiðiskipa, sem fluttur er út með þeim sjálfum til sölu á erlendum markaði, skal skipstjóri gefa í fyrstu höfn sem skipið tekur hér á landi á leið sinni frá útlöndum eða næst þegar það leitar hafnar hér á landi, taki skipið ekki höfn áður en það flytur aftur afla á erlendan markað. Taki veiðiskipið ekki fyrstu höfn á þeim stað þar sem það er gert út ber að senda skýrslu þessa til tollstjóra í því tollumdæmi þar sem útgerðarstaður skipsins er.
Greiða skal útflutningsgjöld og fullnægja útflutningsskilyrðum í því tollumdæmi sem útflutningsvara er flutt í far sem flytja á vöruna til útlanda.
Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum vikið frá ákvæðum 4. mgr.
...1)
Upprunareglur skal birta með reglugerð. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða á um að tollyfirvöld veiti innflytjendum, útflytjendum og aðilum sem hagsmuna eiga að gæta bindandi álit um uppruna vöru. Álitið skal veita eins fljótt og hægt er og eigi síðar en 150 dögum eftir að beiðni var lögð fram. Slíku áliti má skjóta til ríkistollanefndar.]1) [Sé útflytjandi framleiðsluvara sem um ræðir í 1. mgr. annar en framleiðandi þeirra skal auk upprunavottorðs útflytjanda liggja fyrir yfirlýsing framleiðanda sem staðfesti að framleiðsluvörurnar uppfylli skilyrði um fríðindameðferð samkvæmt fríverslunar- eða milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að.]2)
Gerist Ísland aðili að milliríkjasamningi sem kveður á um tollalækkanir eða aðra tilhliðrun fyrir íslenskar útflutningsvörur við tollafgreiðslu í viðkomandi landi eða löndum og vörunum skulu fylgja skilríki um uppruna, tollendurgreiðslur o.fl. er það skylda tollyfirvalda, sé fram á það farið, að veita aðstoð við upplýsingar, vottorðagjöf og þess háttar.
Öll skjöl og vottorð um uppruna vöru, tollendurgreiðslur af þeim o.fl. skv. [1. og 3. mgr.]1) skulu vera að formi og frágangi eins og ákveðið verður af ráðherra.
...2)
Nú óskar aðildarríki að milliríkjasamningi skv. [1. og 3. mgr.]1) að sannreyna sannleiksgildi skjala eða vottorða um uppruna, tollendurgreiðslur o.fl. um útfluttar vörur til viðkomandi landa eða nauðsynlegt telst af öðrum ástæðum að framkvæma slíka rannsókn, eru atvinnurekandi og aðrir, sem hlut eiga að máli, skyldir til að láta tollyfirvaldi í té upplýsingar um atriði sem þýðingu hafa fyrir rannsóknina og getur tollyfirvald eftir atvikum látið rannsaka atvinnuhúsnæði, reikningshald og bréfaviðskipti nefndra aðila.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um ákvæði [1., 3.]1) og 4. mgr.
Ráðherra getur með nánar ákveðnum skilyrðum löggilt innlend samtök til að gefa út ábyrgðarskjöl og ábyrgjast gagnvart yfirvöldum í öðrum ríkjum greiðslu gjalda af vörum sem útfluttar eru héðan til tímabundinna nota eða til umflutnings í því ríki þegar um er að ræða útflutningsvörur sem lúta sérstakri meðferð samkvæmt milliríkjasamningi sem Ísland er aðili að.
[Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.]2)
Það telst enn fremur ólöglegur innflutningur ef ótollafgreidd vara sem flutt hefur verið um borð í far til útflutnings eða vara sem útflutningur hefur verið leyfður á gegn lækkun eða niðurfellingu á tolli eða öðrum gjöldum er án heimildar tollyfirvalda flutt aftur úr farinu eða á annan hátt skotið undan útflutningi.
Nú kemur í ljós að um borð í fari er vara sem ekki er færð á farmskrá eða aðrar tilskildar skrár samkvæmt lögum þessum og tollyfirvöldum hefur ekki verið gerð grein fyrir og skal þá litið svo á að eigandi hennar hafi gerst sekur um tilraun til ólöglegs innflutnings. Verði eigandi vörunnar ekki fundinn ber stjórnandi fars ábyrgð á brotinu.
Það varðar sektum samkvæmt lögum þessum ef stjórnendur eða aðrir yfirmenn gera ekki það sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning með förum þeirra eða vanrækja nauðsynlegt eftirlit í því skyni.
Sömu refsingu skal sá sæta sem selur eða afhendir, kaupir eða veitir viðtöku vöru, enda viti hann eða megi vita að hún sé ólöglega innflutt.
Ákvæðum almennra hegningarlaga um hlutdeild skal beitt um brot á lögum þessum.
Nú varðar brot, sem refsing er lögð við í lögum þessum, þyngri refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga og skal þá refsað eftir þeim lögum.
[Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.]1)
Hafi brot skv. 1. mgr. verið framið með þeim ásetningi að svíkja undan eða fá ívilnun á aðflutningsgjöldum skal það, auk sekta, varða varðhaldi eða fangelsi ef miklar sakir eru eða brot er ítrekað.]1)
Að svo miklu leyti sem brot er ekki refsivert skv. 123.–125. gr. skal beita ákvæðum 1. og 2. mgr. þessarar greinar um þá sem gefa rangar eða villandi yfirlýsingar eða leggja fram röng eða villandi skjöl í sambandi við tollamál.
Það varðar sektum, svo og varðhaldi eða fangelsi ef miklar sakir eru, að láta í té eða valda því að látin séu í té skjöl eða vottorð sem eru röng í mikilvægum atriðum um uppruna íslenskrar útflutningsvöru eða önnur atriði um hana sem eiga að tryggja að varan njóti fríðinda við innflutning í annað ríki eða skoðist hæf til svæðistollmeðferðar þar vegna milliríkjasamninga. ...1)
Nú hefur ráðherra veitt einstaklingi, félagi eða stofnun leyfi til að gefa út skjöl þau og vottorð sem nefnd eru í næstu málsgrein hér að framan, sbr. 3. mgr. 122. gr., en ekki verður sannað hver hafi undirritað þau, og skal þá viðkomandi leyfishafi, sé um einstakling að ræða, eða framkvæmdastjóri, sé um félag eða stofnun að ræða, bera refsiábyrgðina.
[Gera má lögaðila og fyrirsvarsmanni hans að greiða in solidum sekt fyrir brot á lögum þessum þrátt fyrir að ekki sé upplýst um saknæman verknað starfsmanna lögaðilans, enda hafi brotið verið framið til hagsbóta fyrir lögaðilann.]1)
Sé lás eða innsigli tollgæslunnar brotið eða fjarlægt, án þess að sá seki finnist, varðar það þann sektum sem ábyrgð ber á lásnum eða innsiglinu nema hann geti gert sennilegt að brotið sé ekki vanrækslu hans eða starfsfólks hans að kenna og hann tilkynni tollgæslunni um brotið þegar í stað og geri nauðsynlegar ráðstafanir til varnar því að hin innsiglaða vara verði fjarlægð eða ástandi hennar breytt.
Ákvæðum 1. mgr. skal einnig beita ef maður aflar sér aðgangs að vörum sem eru undir tollinnsigli án þess að rjúfa innsiglið eða skemma.
Sömu viðurlögum varðar það enn fremur að flytja eða reyna að flytja út vörur af samningssvæðum samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku sem fluttar hafa verið inn tollfrjálst. Sé varan flutt í farartæki og verði eigandi hennar ekki fundinn ber stjórnandi farartækisins ábyrgð á brotinu.
1)Rg. 107/1997.
Leiði vanræksla sem um ræðir í 1. mgr. til þess að rannsókn eða eftirlit með affermingu þurfi að fara fram á farmi fars eða öðru sem far flytur ber eigandi eða umráðamaður þess allan kostnað1) sem af því hlýst.
Það varðar stjórnanda fars sektum ef við komu fars frá útlöndum eru eigi gefnar upp, eigi finnast í farinu eða eigi er á annan hátt gerð viðhlítandi grein fyrir vörum sem samkvæmt skýrslum tollyfirvalda á viðkomustað farsins erlendis hafa verið teknar um borð í farið þar og stjórnandi þess vissi eða mátti vita um. Sama gildir um birgðir sem samkvæmt innsiglisskrá hafa verið geymdar meðal innsiglisbirgða farsins, enda sé um að ræða verulegt magn umfram nauðsynlegar og eðlilegar birgðir þess. Sömu refsingu skulu og þeir af áhöfn farsins sæta sem undirritað hafa móttökuskilríki eða innsiglisskrá yfir slíkan varning.
Nú þykir ekki ástæða til að gera vöru upptæka eða upptöku verður ekki við komið og er þá heimilt að gera upptækt hjá sökunaut andvirði vörunnar auk tolla og annarra gjalda af henni.
Ef um stórfellt brot er að ræða eða sakir eru að öðru leyti mjög miklar er heimilt að gera upptæk farartæki sem notuð hafa verið til þess að fremja brotið. Upptaka er heimil þótt sökunautur sé annar en eigandi farartækis ef ástæða er til að ætla að eigandinn hafi vitað eða mátt vita í hvaða tilgangi nota átti farartækið.
Í stað farartækis má gera andvirði þess upptækt.
Nú verður refsiábyrgð ekki fram komið og er þá heimilt að beita eignaupptöku.
Verði ekki upplýst hver sökunautur er skal varan innan 30 daga frá því að hún var flutt inn eða finnst verða eign ríkissjóðs án dóms eða úrskurðar.
Eigi sökunautur lögheimili eða eignir hér á landi skal þó jafnan reynd aðför hjá honum áður en gengið er að veðinu, en eigi raskar það rétti til kyrrsetningar skv. 1. mgr.
[Tollstjóra]1) er þó heimilt að ákveða sekt fyrir ólöglegan innflutning [eða önnur brot gegn lögum þessum],1) ef brot er skýlaust sannað og ætla má að brot varði ekki hærri sekt en [75.000 kr.],1) enda játist sökunautur undir þá ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. Við slíka sektarákvörðun skal greina í bókun skýrt og stutt brot það sem um er að tefla, refsiákvæði sem það varðar við og ítrekunarverkun á síðari brot, ef því er að skipta. Nú hefur skýlaust sannað brot einnig upptöku eignar í för með sér og getur [tollstjóri]1) undir því skilorði, er nú var sagt eða 5. mgr. 136. gr., ákveðið eignaupptöku, enda fari verðmæti eigi fram úr [300.000 kr.]1)
[Sektir og eignaupptaka samkvæmt þessari grein skulu ákveðnar af tollstjóra eða löglærðum fulltrúa hans.]1)
[Senda skal ríkissaksóknara skrá um mál sem lokið er skv. 2. mgr. eftir þeim reglum sem dómsmálaráðherra setur, en m.a. skulu ákvæði 19. og 115. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, gilda um færslu á sakaskrá og leiðbeiningu ríkissaksóknara um sektarfjárhæð fyrir hverja tegund brots.]1)
Nú telur saksóknari að saklaus maður hafi verið látinn undirgangast greiðslu sektar eða maður hafi ranglega verið látinn sæta upptöku eignar, sbr. 2. mgr., eða verið látinn ganga undir fjarstæð málalok að öðru leyti eða mál sem lokið er samkvæmt sama ákvæði hefði átt að ganga til dóms og getur hann þá borið málið undir dómara til ónýtingar á ákvörðun tollyfirvalda.
Hafi einhver af áhöfn fars eða farþegi við komu sína til landsins meira í fórum sínum en heimilt er af varningi sem ríkið eða stofnanir þess hafa einkasölu á og framvísar því við tollgæsluna áður en tollskoðun hefst á farangri hans skal honum heimilt að halda því gegn því að greiða einkasölugjald til hlutaðeigandi einkasölu samkvæmt gjaldskrá er ráðherra setur, án þess að sæta kæru fyrir brot, enda sé um takmarkað magn að ræða sem nánar má ákveða í reglugerð.
Tollstjóra er ekki skylt að verða við beiðni skv. 1. mgr. ef hún lýtur að vöru sem þegar hefur verið tollafgreidd eða vöru sem er í sendingu sem flutt hefur verið til landsins. Sama gildir ef beiðni reynist augljóslega vera tilefnislaus.
Erindi skulu fylgja þau gögn sem eru nauðsynleg til þess að unnt sé að ákveða tollflokkun vöru, svo sem teikning, mynd, vörulýsing eða bæklingur. Ef nauðsyn ber til að mati tollstjóra getur hann sett skilyrði um að sýnishorn af vöru sé lagt fram áður en hann tekur ákvörðun um tollflokkun.
Tollstjóri skal svara beiðni skriflega innan 30 daga frá því að hún berst. Í svari tollstjóra skal í meginatriðum koma fram á hvaða rökum niðurstaða er byggð. Telji tollstjóri að beiðni hafi ekki að geyma fullnægjandi upplýsingar eða henni fylgi ekki nauðsynleg gögn til þess að unnt sé að ákveða tollflokkun skal hann tilkynna viðkomandi hvaða upplýsingar eða gögn vanti. Þegar úr því hefur verið bætt skal tollstjóri svara beiðni innan 30 daga. Afrit af svari tollstjóra ásamt ljósriti af mikilvægustu gögnum skal sent ríkistollstjóra sem skotið getur ákvörðuninni til ríkistollanefndar.]1)
[Ráðherra er einnig heimilt að gera slíkar breytingar á tollskrá til þess að aflað verði nauðsynlegra upplýsinga um innflutning og útflutning á einstökum vöruflokkum. Sama gildir vegna framkvæmdar fríverslunar- og milliríkjasamninga en í því tilviki skal jafnframt heimilt að taka upp nýja dálka fyrir tolla eða gjöld sem þar kann að vera kveðið á um.]1)
Samþykki tollasamvinnuráðið breytingar á tollnafnaskrá ráðsins eða skýringum við tollnafnaskrána eða nýja samræmda tollnafnaskrá sem hefur í för með sér breytta flokkun á vörum í tollskrám skal ráðherra heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á tollskránni, m.a. með því að fella niður, breyta eða taka upp ný tollskrárnúmer.
[Vörugreining í öðrum lögum byggð á tollflokkun samkvæmt tollnafnaskránni skal breytt til samræmis án þess að slíkar breytingar hafi áhrif á tolla eins og þeir hafa verið ákveðnir í tollskrá eða gjöld eða gjaldfrelsi, heimildir, takmarkanir og þess háttar sem kveðið er á um í öðrum lögum.]1)
Breytingar samkvæmt ákvæðum þessarar greinar skulu birtar í A-deild Stjórnartíðinda.
1)Rg. 41/1957, sbr. 362/1975, 559/1983, 6/1996 og 110/1997.2)Rg. 107/1997.
Ráðherra ákveður með reglugerð2) hvaða gjald skuli innheimta fyrir störf tollstarfsmanna sem ekki teljast liður í almennu tolleftirliti. Krafa þessi nýtur lögtaksréttar.
1)Augl. 401/1987 og 662/1997. Rg. 479/1988, 172/1985, 510/1990, sbr. 482/1992. Rg. 545/1990. Rg. 47/1984, sbr. 7/1990. Rg. 160/1990, sbr. 267/1991. Rg. 41/1957, sbr. 6/1966, 362/1975, 559/1983 og 110/1997. Rg. 527/1991. Rg. 627/1991. Rg. 628/1991. Rg. 309/1992, sbr. 446/1997. Rg. 310/1992, sbr. 337/1993, 11/1994 og 410/1996. Augl. 117/1994. Rg. 310/1994, sbr. 136/1996 og 495/1996. Rg. 351/1994. Rg. 372/1995. Rg. 107/1997, sbr. 301/1997. Rg. 144/1997. Rg. 445/1997, sbr. 538/1997. Rg. 722/1997.
Reglugerðir og öll önnur fyrirmæli, sem sett hafa verið samkvæmt lögum þeim sem um ræðir í fyrri málsgrein, skulu þó halda gildi sínu, að svo miklu leyti sem þær brjóta ekki í bága við ákvæði laga þessara, uns nýjar reglugerðir og fyrirmæli2) hafa verið gefin út.
1)Viðauki I, sem er tollskrá, er ekki prentaður hér en vísað í Stjtíð. A 1987, bls. 695–696, sbr. augl. A 12/1988, A 96/1988, A 95/1989, A 96/1989, A 76/1991, A 64/1992, A 76/1992, A 78/1992, A 82/1992, A 114/1992, A 17/1993, l. 18/1993, 4. gr., l. 29/1993, brbákv. II., augl. A 89/1993, A 90/1993, A 104/1993, l. 122/1993, 45. gr., augl. A 131/1993, A 132/1993, A 107/1994, A 146/1994, A 38/1995, A 82/1995, l. 87/1995, 10. gr., sbr. viðauka I með þeim lögum, augl. A 92/1995, A 103/1995, A 106/1995, A 114/1995, A 115/1995, A 127/1995, A 24/1996, A 52/1996, A 163/1996, A 7/1997, A 16/1997, A 99/1997, A 100/1997 og A 108/1997.
1)Um texta, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 305.
1)Um texta, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 581.
1)Um texta, sjá Stjtíð. A 1995, bls. 609.
1)Sjá einnig brbákv. í l. 96/1987, sbr. l. 102/1988.2)L. 69/1996, brbákv.