Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
...2)
Nú notar einhver hringa, landfestar eða önnur skipsfestaráhöld eða lendingartæki, sem hann hvorki á né hefur umráð yfir, og ber honum þá tafarlaust að láta áhöldin laus við eiganda eða umráðamann, þegar skip þeirra þurfa á þeim að halda, að viðlögðum [allt að 5000 kr.]2) sektum fyrir hvern dag, er hann lætur fyrir farast að sleppa áhöldunum, og bæti þar að auki allt það tjón, er af því kann að leiða, að hann lét þau ekki laus þegar í stað.
Skip það, er notar heimildarlaust hafnartæki eða lendingartæki annars manns, og farmur þess er að veði fyrir sektum og skaðabótum.