Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra umhverfismála fer með þau málefni sem lögin taka til.
Stofnunin getur byggst upp af allt að fimm setrum sem hvert um sig hefur sjálfstæðan fjárhag. Auk seturs í Reykjavík getur ráðherra heimilað eitt setur í hverjum landsfjórðungi að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar og eftir því sem fé er veitt á fjárlögum.
Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hún fjallar um starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar og fer yfir fjárhagsáætlanir setra og fylgist með fjárhag þeirra og ráðstöfun fjár. Fjármál einstakra setra eru að öðru leyti á ábyrgð forstöðumanna þeirra.
Komi til atkvæðagreiðslu í stjórninni og verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
Stjórnin boðar árlega eða oftar til fundar með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar og forstöðumönnum náttúrustofa til að samræma starfsemina og greina frá niðurstöðum rannsókna.
Stjórnin gætir samráðs við [Náttúruvernd ríkisins],1) Vísindaráð og Rannsóknaráð og stuðlar að sem bestu samstarfi við aðrar rannsóknastofnanir.
Ráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands og forstöðumenn setra hennar til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Forstjóri starfar í umboði stjórnar sem framkvæmdastjóri hennar og stofnunarinnar í heild.
Ráðherra setur í reglugerð2) nánari fyrirmæli um hlutverk og starfsskyldur forstjóra, forstöðumanna og stjórnar, svo og um aðsetur forstjóra á hverjum tíma.
Aðalverkefni Náttúrufræðistofnunar eru:
Stofnunin er óháð hagsmunatengdum aðilum og þiggur ekki af þeim framlög eða gjafir. Henni er heimilt að veita viðtöku fjárframlögum, vísindastyrkjum, vísindalegum eintökum, náttúrugripum og sambærilegum gjöfum frá einstaklingum eða öðrum sem ekki eru hagsmunatengdir henni. Rísi ágreiningur um hvort aðili er hagsmunatengdur stofnuninni eða ekki sker ráðherra úr.
Skylt er Náttúrufræðistofnun að varðveita vísindalegar upplýsingar og niðurstöður rannsókna í aðgengilegu formi og veita aðgang að þeim samkvæmt nánari reglum.
Grunngögn um íslenska náttúru í vörslu stofnunarinnar, svo sem um fuglamerkingar og endurheimtur, upplýsingar um dreifingu plantna og dýra, sem og skrásett safnaeintök, skulu vera aðgengileg vísindamönnum til frekari rannsókna og flokkuð á samræmdan hátt.
Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd ákvæða samkvæmt þessari grein að fengnum tillögum stjórnar.
Heimilt er náttúrustofu að gerast aðili að sýningarsafni, en fjárhagur slíks safns og stofunnar skal vera aðskilinn.
1)Rg. 229/1993 og 385/1994. Rg. 643/1995. Rg. 512/1997.
Standi fleiri en eitt kjördæmi að náttúrustofu tilnefnir hvert kjördæmi tvo menn í stjórn og ráðherra formann stjórnar. Um skiptingu kostnaðar vegna starfa stjórnar skal kveðið á í reglugerð.1)
Sömu aðilum er og heimilt að safna náttúrugripum hvar sem er án þess að endurgjald komi fyrir. Þetta gildir þó ekki ef um er að ræða náttúrugripi sem fémætir eru fyrir landeiganda eða aðra rétthafa lands.
Nú leiðir rannsókn í ljós verðmæti sem áður voru ókunn og ber þá rannsakanda að tilkynna það rétthafa þess lands þar sem verðmætin eru.
Náttúrugripi má ekki flytja úr landi nema með leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands og með þeim skilyrðum sem stofnunin setur hverju sinni.
1)Rg. 229/1993 og 385/1994. Rg. 643/1995. Rg. 512/1997.
...