Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þegar því verður við komið, skal fela einum sérfræðingi hverrar greinar að ferðast um tiltekinn landshluta, og ef unnt er þeim sérfræðingi, sem búsettur er í þeim landshluta.
Það er kvöð á því sveitarfélagi, þar sem sérfræðingur í lækningaferð samkvæmt lögum þessum hefur viðdvöl, að það sjái honum fyrir viðunandi ókeypis húsnæði til starfa sinna, svo sem í sjúkrahúsi eða læknisbústað staðarins, skólahúsi, samkomuhúsi eða annars staðar eftir því sem á stendur.