Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þrír fyrstnefndu sjóðirnir eru sérgreindir sjóðir. Listasjóður er almennur sjóður en sinnir einkum öðrum listgreinum en þeim sem falla undir sérgreindu sjóðina. Allir sjóðirnir veita starfslaun, svo og náms- og ferðastyrki.]1)
Stjórnin úthlutar fé úr Listasjóði, en sérstakar úthlutunarnefndir fyrir hvern hinna sérgreindu sjóða veita fé úr þeim, sbr. 12. gr.]1)
Þriggja manna nefnd, sem menntamálaráðherra skipar árlega samkvæmt tillögum Rithöfundasambands Íslands, úthlutar fé úr Launasjóði rithöfunda. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ákvörðun úthlutunarnefndar er endanleg og verður ekki áfrýjað.]1)
Þriggja manna nefnd, sem menntamálaráðherra skipar árlega samkvæmt tillögum Sambands íslenskra myndlistarmanna, úthlutar fé úr Launasjóði myndlistarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ákvörðun úthlutunarnefndar er endanleg og verður ekki áfrýjað.]1)
Þriggja manna nefnd, sem menntamálaráðherra skipar árlega samkvæmt tillögum Tónskáldafélags Íslands, úthlutar fé úr Tónskáldasjóði. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ákvörðun úthlutunarnefndar er endanleg og verður ekki áfrýjað.]1)
Listasjóður veitir einnig sérstök framlög til listamanna sem notið höfðu listamannalauna nokkur ár fyrir 31. desember 1991 og höfðu þá náð 60 ára aldri.
Við úthlutun úr Listasjóði skulu þær umsóknir njóta forgangs sem lúta að viðfangsefnum er ekki falla undir verksvið annarra sjóða, sbr. 2. gr.
Ákvörðun stjórnar Listasjóðs um úthlutun er endanleg og verður ekki áfrýjað.]1)
Við framkvæmd þessarar greinar skal haft samráð við Rithöfundasamband Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna, Tónskáldafélag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna eftir því sem við á hverju sinni.]2)