Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Tekjum af söfnunarkössum samkvæmt lögum þessum skal varið til starfsemi þeirra samtaka sem rétt hafa til reksturs þeirra.
Reikningar fyrir innkomið söfnunarfé í söfnunarkössum samkvæmt lögum þessum og rekstur þeirra skulu endurskoðaðir af tveimur löggiltum endurskoðendum og skal annar tilnefndur sameiginlega af þeim félagasamtökum sem standa að rekstri söfnunarkassanna og hinn af dómsmálaráðherra. Að lokinni endurskoðun skal eintak af ársreikningi afhent dómsmálaráðherra.