Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Ákvæði 9.--14. gr. laga þessara gilda eingöngu um útboð og innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu.]1)
1)Rg. 651/1994.
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að einstakar tegundir samninga um innkaup verði ekki boðnir út á Evrópska efnahagssvæðinu.]1)
1)Um vörur þær sem hér falla undir, sjá viðauka við lög þessi í Stjtíð. A 1993, bls. 277--280.2)L. 55/1993, 5. gr.
Ákvæði 3. og 4. tölul. 1. mgr. gilda einnig um innkaup þeirra fyrirtækja sem stunda þá starfsemi sem þar greinir á grundvelli sérleyfa eða annars konar einkaréttar sem veitt eru af opinberum aðilum.
Við mat á verðmæti innkaupa skal miða við það gengi sem í gildi er þann dag er auglýsing skv. 12. gr. er send til birtingar.]2)
Þegar gerður er samningur sem endurnýja á innan ákveðins tíma skal við mat á verðmæti hans taka mið af sambærilegum samningum sem gerðir voru annaðhvort á síðasta reikningsári eða síðustu 12 mánuðum fyrir samningsgerð.
Þegar innkaupum á sambærilegri vöru er deilt í nokkra hluta skal við mat á verðmæti innkaupanna tekið mið af samanlagðri fjárhæð einstakra hluta.
Óheimilt er að skipta innkaupum á ákveðnu magni vöru í hluta í því skyni að koma í veg fyrir skyldu til að bjóða innkaupin út.
Í reglugerð er heimilt að kveða nánar á um mat á útboðsverðmæti.]1)
Auglýsingar þær, sem getið er um í 1. mgr., skulu sendar útgáfustjórn Evrópubandalagsins til birtingar eins fljótt og unnt er eftir að ákvörðun um útboð eða gerð samnings um innkaup hefur verið tekin.
Hvers konar birting hér á landi á auglýsingu skv. 1. gr. er óheimil þar til hún hefur verið send útgáfustjórn Evrópubandalagsins til birtingar. Sendingardagur skal koma fram í auglýsingunni. Jafnframt er óheimilt að birta í þess konar auglýsingum aðrar upplýsingar um innkaupin en þær sem koma fram í Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins.]1)
Kæra skal vera skrifleg og rökstudd og skulu fylgja henni nauðsynleg gögn. Fjármálaráðuneytinu er heimilt að krefja kæranda um frekari upplýsingar ef það telur ástæðu til.]1)
1)Rg. 302/1996. Rg. 517/1996. Rg. 651/1994.2)L. 55/1993, 6. gr.
Ráðherra er heimilt að gera breytingar á viðauka til samræmis við þær breytingar sem verða á þeim köflum í tollskrá sem viðaukinn vísar til. Breytingar samkvæmt þessari málsgrein skulu birtar í A-deild Stjórnartíðinda.]2)