Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Við flokkun til gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum skal fylgt flokkunarreglum tollalaga, nr. 55/1987. ...1)
1)Viðauki I er ekki birtur hér, en um hann vísast til Stjtíð. 1996 A, bls. 287–291, sbr. augl. A 110/1996, 148/1996, 164/1996, 25/1997 og 26/1997.2)L. 148/1996, 1. gr.3)L. 89/1996, 2. gr.
Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í A-lið í viðauka I,1) skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvert kílógramm af vörunni án umbúða, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í B-lið í viðauka I, skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvern lítra af vörunni, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í [C–E-liðum]2) í viðauka I, skal greiða gjald af verðmæti vöru sem hér segir:
[Aðilar, sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem flytja vörur til landsins til eigin nota, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóra þar sem aðilar eiga lögheimili.]1) Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting átti sér stað.
Aðila, sem fengið hefur sérstaka skráningu, er heimilt að flytja gjaldskyldar vörur inn til landsins eða kaupa gjaldskyldar vörur innan lands af framleiðanda eða af öðrum sérstaklega skráðum aðila án þess að skylda stofnist til greiðslu vörugjalds, sbr. 4. mgr. 9. gr.
Innlendum framleiðendum og aðilum sem fengið hafa sérstaka skráningu er heimil sala eða afhending á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem skráðir eru samkvæmt þessari grein.
Þegar aðili, sem fengið hefur sérstaka skráningu, kaupir gjaldskyldar vörur án vörugjalds skal tilgreina á sölureikningum það magn eða það verð sem myndar gjaldstofn vörugjalds.]1)
Verksmiðjuverð er söluverð vöru frá framleiðanda, þ.e. það verð sem kaupandi greiðir eða ber að greiða við kaup á vöru af framleiðanda án frádráttar nokkurs kostnaðar eða þjónustugjalds.
Samsvari verksmiðjuverð ekki heildarandvirði vöru, t.d. vegna þess að kaupandi eða annar framleiðandi leggur til hráefni, efnivörur eða annað verðmæti sem vörugjald hefur ekki þegar verið greitt af, skal heildarandvirði vörunnar teljast gjaldstofn til vörugjalds.
Ef framleiðandi er jafnframt heildsali eða smásali vöru eða ef verksmiðjuverð vöru liggur ekki fyrir af öðrum ástæðum skal gjaldstofn vera almennt gangverð á sömu eða sams konar vöru við sölu frá framleiðendum. Ef slíkt almennt gangverð liggur ekki fyrir skal gjaldstofn vera verksmiðjuverð framleiðanda á sömu eða sams konar vöru í sambærilegum viðskiptum við óháða aðila.
Ef framleiðandi og kaupandi eru háðir hvor öðrum í skilningi 2. mgr. 8. gr. tollalaga er skattyfirvöldum heimilt að ákvarða gjaldstofn samkvæmt ákvæðum 4. mgr. Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur um mat til verðs samkvæmt þessari málsgrein.]2)
Innflytjendur, sem flytja vörur til landsins til endursölu, aðrir en þeir sem jafnframt eru skráðir skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu. Aðilar, sem flytja gjaldskylda vöru til landsins til eigin nota, skulu greiða vörugjald við tollafgreiðslu.
Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu. Þó skal ekki greiða vörugjald af vörum sem voru seldar án vörugjalds til skráðra aðila skv. 5. gr.
Aðilar, sem skráðir eru skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af þeim vörum sem þeir hafa keypt eða fengið tollafgreiddar á tímabilinu eða voru til staðar í birgðum í upphafi uppgjörstímabils en eru ekki til staðar í birgðum við lok uppgjörstímabils samkvæmt birgðabókhaldi. Þó skal hvorki greiða vörugjald af þeim vörum sem vörugjald hefur þegar verið greitt af né af vörum sem voru seldar án vörugjalds til annarra skráðra aðila skv. 5. gr.
Gjaldskyldir aðilar skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila vörugjaldsskýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður vegna vara sem greiða ber vörugjald af á uppgjörstímabilinu. Jafnframt skal tilgreina í skýrslunni sölu á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem eru skráðir skv. 5. gr. Skattstjóri skal áætla vörugjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldskyldum aðila um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið.
Sé vörugjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar því vörugjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef vörugjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og vörugjald því áætlað, nema aðili hafi greitt fyrir gjalddaga vörugjaldsins upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum.]1)
Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstímabili en vörugjald af sölu skal mismunur endurgreiddur úr ríkissjóði. Hafi vörugjaldsskýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram innan 15 daga frá lokum skilafrests.]1)
Gjaldskyldur aðili og ríkistollstjóri geta skotið úrskurði tollstjóra skv. 1. mgr. til ríkistollanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 101. gr. tollalaga.
Gjaldskyldur aðili og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 2.–7. mgr. 29. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.]1)
1)L. 89/1996, 11. gr.2)Augl. B 617/1989, sbr. 444/1997.
1)L. 89/1996, 12. gr.2)Rg. 356/1996, sbr. 292/1997. Rg. 358/1996. Augl. 336/1994.3)L. 52/1994, 2. gr.
[Fjármálaráðherra er enn fremur heimilt að endurgreiða eða fella niður vörugjald af innlendu hráefni, efnivörum og hlutum til framleiðslu innlendra iðnaðarvara og garðyrkjuafurða. Ráðherra kveður nánar á um framkvæmd þessarar málsgreinar í reglugerð.]3)
1)L. 89/1996.
1)Augl. 102/1995.2)L. 18/1993, brbákv.