Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Lögin gilda einnig um starfsemi íslenskra skipa utan íslenskrar efnahagslögsögu eftir því sem Ísland hefur skuldbundið sig til í alþjóðasamningum.]1)
Losun olíu í sjó, hvort sem er beint eða óbeint, er óheimil á hafsvæði innan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar, sbr. 1. gr. laga nr. 41/1979, nema um sé að ræða olíublandað vatn sem leiðir af eðlilegum rekstri, enda sé olíumagn blöndunnar við útrás ekki meira en 15 hlutar í 1.000.000 hlutum blöndunnar.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja reglur um losun olíu og olíublandaðs vatns í sjó frá skipum utan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar, þar með talið á sérhafsvæðum, svo og frá pöllum og öðrum mannvirkjum í mengunarlögsögu Íslands utan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja reglur um meðferð olíu í olíustöðvum, á smurstöðvum og í verksmiðjum þar sem olía er notuð í miklum mæli og hætta er á bráðamengun af þeim sökum.
Losun lýsis eða grútar í sjó er óheimil á innsævi.
Við löndun feitfisks með dælingu úr skipum, svo og við vinnslu feitfisks í landi, skal vinnsluaðili sjá svo um að ekki verði mengun í sjó vegna losunar á lýsi eða grút.
Óheimilt er að setja til sjávar óhreinsað vinnsluvatn nema með leyfi [Hollustuverndar ríkisins].1)
Losun fljótandi efna frá skipum að öðru leyti en kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr. og 3. mgr. 5. gr. er óheimil á hafsvæði innan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar. Losun ómengaðs vatns og sjávar er þó heimil.
Utan þess hafsvæðis, sem tiltekið er í 2. mgr. 6. gr., skal losun fljótandi efna einungis heimil samkvæmt þeim reglum sem settar verða skv. 4. mgr. 6. gr.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja reglur um flokkun fljótandi efna sem flutt eru í farmgeymum skipa til eða frá íslenskum höfnum, svo og um takmörkun á losun þeirra efna, sem hættuleg eru talin, í sjó utan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar. Reglur þessar skulu vera í samræmi við alþjóðasamning frá 2. nóvember 1973 um varnir gegn mengun frá skipum.
Óheimilt er að losa sorp í sjó á hafsvæði innan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar.
Óheimilt er að losa í sjó öll þrávirk gerviefni sem fljóta eða mara í sjónum, þar með talin plastílát, kaðlar og net.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja reglur2) um meðferð og losun sorps frá skipum á hafsvæði utan þriggja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar. Reglur þessar skulu vera í samræmi við alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja reglur um losun á skolpi í sjó frá skipum, pöllum og öðrum mannvirkjum á sjó.
1)L. 47/1990, 9. gr.2)Rg. 33/1990, 48/1994 og 516/1994.
1)L. 47/1990, 9. gr.2)L. 7/1996, 18. gr.3)L. 61/1996, 2. gr.4)Rg. 48/1994, sbr. 378/1994.
Eigendur eða umráðamenn hleðslustöðva fyrir olíuflutningaskip og skipaviðgerðarstöðva skulu sjá svo um að stöðvarnar hafi aðstöðu til að taka við olíublandaðri kjölfestu og öðrum olíuúrgangi sem er eftir í skipunum þegar þau koma í stöðvarnar. Móttökuaðstaðan skal fullnægja ákvæðum gildandi alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum og þeim þörfum, sem eru fyrir slíka móttökuaðstöðu í viðkomandi stöð, að mati [Siglingastofnunar Íslands].2)
Sérhver aðili í landi, sem þarf árlega að koma fyrir meira en 500 lítrum af olíuúrgangi vegna eigin notkunar á olíu, skal halda sérstakt bókhald um söfnun og afhendingu olíuúrgangs til móttakenda, og skulu starfsmenn [Hollustuverndar ríkisins]3) jafnan hafa aðgang að þessu bókhaldi.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt að setja frekari reglur4) um söfnun og eyðingu úrgangsolíu.
[Umhverfisráðherra]1) skal setja nánari reglur4) um móttöku olíuúrgangs frá skipum í höfnum í þeim tilgangi að skip verði ekki fyrir ótilhlýðilegum töfum vegna losunar olíuúrgangs í land.
1)L. 47/1990, 9. gr.2)Rg. 48/1994, sbr. 378/1994.
Hollustuvernd ríkisins getur heimilað að eftirtöldum efnum og hlutum sé varpað í hafið:
Við veitingu leyfis skv. 2. mgr. skal taka mið af eðli efnanna og hlutanna, magni þeirra og aðstöðu á losunarstað.
Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um úrkast dýpkunarefna að fengnum tillögum Hollustuverndar ríkisins og Siglingastofnunar Íslands. Þar skal sérstaklega kveðið á um magn þeirra mengunarefna sem vísað er til í fylgiskjali 2.
Kostnaður við eftirlit með úrkasti í hafið greiðist af leyfishafa.]1)
Við veitingu leyfa samkvæmt fyrri málsgrein þessarar greinar skal farið eftir ákvæðum gildandi alþjóðasamninga um brennslu úrgangsefna á hafi úti og tekið tillit til þeirra áhrifa sem brennslan hefur á umhverfið.
[Ráðherra er heimilt að fenginni tillögu Hollustuverndar ríkisins og að höfðu samráði við sveitarstjórnir að setja nánari reglur um framkvæmd þessara mála, svo sem um skiptingu landsins í svæði, skipan í svæðisráð, notkun mengunarvarnabúnaðar og stjórn á mengunarstað.
Ráðherra getur að fenginni tillögu Hollustuverndar ríkisins og að höfðu samráði við sveitarstjórnir sett samræmda gjaldskrá vegna notkunar mengunarvarnabúnaðar.]1)
1)L. 47/1990, 9. gr.2)Rg. 8/1971 (varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu), 35/1994 (varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi) og 715/1995 (varnir gegn mengun sjávar frá skipum).3)L. 61/1996, 7. gr.
...3)
[Umhverfisráðherra]1) skal ...3) setja reglur um flokkun eiturefna og annarra hættulegra efna sem notuð eru til mengunarvarna samkvæmt lögum þessum.
[Umhverfisráðherra]1) er heimilt ...3) að setja frekari reglur um söfnun og eyðingu úrgangsolíu.
[Umhverfisráðherra]2) annast framkvæmd eftirtalinna alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar:
Um aðra mengun sjávar en þá, sem kveðið er á um í lögum þessum, fer samkvæmt lögum nr. 109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit,3) og lögum nr. 117/1985, um geislavarnir.
1)L. 61/1996, 2. gr.2)L. 47/1990, 9. gr.3)Nú l. 81/1988.
Ríkissjóður greiðir allan kostnað af rannsóknum þessum.
Heimilt er þó að hafnarstjóri geri sekt fyrir losun eða úrkast frá skipi á hafnarsvæði sínu, enda sé brot viðurkennt og hafi ekki valdið meiri háttar tjóni, svo og að bætur skv. 15. gr. séu greiddar eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra. Heimild þessi er takmörkuð við sektir allt að 40.000 króna enda játist sökunautar undir þessa ákvörðun og greiði sektina þegar í stað. [Hafnarstjóri skal tilkynna lögreglustjóra um þau mál sem hann lýkur með þessum hætti. Ríkissaksóknara er heimilt að fella slík málalok úr gildi eftir reglum laga um meðferð opinberra mála.]1)
...1)
[Umhverfisráðherra]2) er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd sektargerða skv. [2. mgr.]1)
Þó er heimilt að láta skip laust fyrr ef sett er bankatrygging eða önnur trygging jafngild ...2) til greiðslu sektar og alls kostnaðar.
Til tryggingar greiðslu sektar samkvæmt grein þessari, málskostnaðar og kostnaðar skv. 15. gr. skal vera lögveð í skipinu.
Hámark dagsekta skal ákveðið í reglugerð og renna þær í sjóð skv. 32. gr.