Í Lögbirtingablaði skal birta dómsmálaauglýsingar, svo sem opinberar stefnur til dóms, úrskurði um töku búa til opinberra skipta og áskoranir um kröfulýsingar, auglýsingar um skiptafundi og skiptalok þrotabúa, [nauðungarsölur, þar á meðal á fasteignum búa]1) sem [eru til opinberra skipta]2) auglýsingar um vogrek, óskilafé og fundið fé, auglýsingar um kaupmála hjóna, lögræðissviptingu og brottfall hennar, lögboðnar auglýsingar um félög, firmu og vörumerki, sérleyfi, er stjórnvöld veita, opinber verðlagsákvæði og annað það, er stjórnvöldum þykir rétt að birta almenningi. Einnig skal heimilt vera að birta í Lögbirtingablaði auglýsingar og tilkynningar einstakra manna.
1)L. 90/1991, 91. gr.2)L. 20/1991, 136. gr.