Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þegar fjallað er um málefni Kvikmyndasafns skulu auk þess stjórnarmenn tilnefndir af Þjóðminjasafni Íslands og Námsgagnastofnun taka þátt í stjórnarstörfum.
Kvikmyndasjóður Íslands tekur við tekjum og eignum Kvikmyndasjóðs samkvæmt lögum nr. 14/1978.
Framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs skal jafnframt vera forstöðumaður safnsins en fela skal a.m.k. einum af starfsliði sjóðsins að sinna sérstaklega málefnum safnsins.
Heimilt er að koma á skylduskilum kvikmynda samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð þar sem m.a. skal kveðið á um greiðslu kostnaðar við skylduskilin.
Einnig er heimilt að veita fé til starfsemi safnsins úr Kvikmyndasjóði samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar.
1)Rg. 460/1993.
Lög þessi skulu endurskoðuð eigi síðar en að tveimur árum liðnum frá gildistöku þeirra.