Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Ráðherra skipar ríkislögmann til fimm ára í senn.]1) Hann skal fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómaraembætti í Hæstarétti. Hann skal enn fremur hafa réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti.
Ríkislögmaður fer með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum.
Ríkislögmaður gerir fyrir hönd ríkisins kröfur einkaréttarlegs eðlis í opinberum málum.
Utan starfssviðs ríkislögmanns falla dómsmál sem ríkisbankar eða fjárfestingarlánasjóðir í eigu ríkisins eiga aðild að. Enn fremur dómsmál til innheimtu opinberra gjalda, orlofsfjár, viðskiptaskulda eða hliðstæðra krafna nema ráðherra, sem hlut á að máli, óski atbeina ríkislögmanns við meðferð einstakra mála. Hið sama gildir um mál sem rekin eru fyrir Kjaranefnd eða Kjaradómi.
Ríkislögmaður getur enn fremur falið hæstaréttar- eða héraðsdómslögmönnum utan embættisins meðferð einstakra mála að fengnu samþykki þeirrar ríkisstofnunar sem hlut á að máli.