Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Geti nefndarmaður eigi fjallað um mál sakir fjarvista eða annarra ástæðna, skal varamaður til kvaddur.
Staðfesta skal slíkar tillögur á næsta nefndarfundi.
Berist nefndinni tillaga um orðuveitingar, skal orðuritari afla þeirrar vitneskju í málinu, er nefndarmenn telja nauðsynlega til þess að tillagan hljóti afgreiðslu.
1)Forsbr. 99/1978, 1. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr.2)Forsbr. 99/1978, 2. tölul. 1. mgr.
Ef þjóðhöfðingjum eða forsætisráðherrum er veitt fálkaorðan, skulu þeir jafnan hljóta æðsta stig hennar --- stórkrossinn.
Sé orðan veitt Íslendingum, sem hlotið hafa erlend heiðursmerki, skal eigi að jafnaði taka tillit til þess þótt hið erlenda orðustig sé hærra en það stig fálkaorðunnar, er veita á.
Ef orðan er veitt erlendum mönnum, sem bera heiðursmerki heimalands síns, skal sæma þá samsvarandi stigi fálkaorðunnar.
Þegar stig hinnar erlendu orðu eru fleiri en fjögur, samsvarar stórkrossstigið aðeins hæsta stiginu, en stig stórriddara með stjörnu því næst hæsta. Séu stigin fleiri en tíu, samsvarar stórriddarakross með stjörnu tveimur hinum næst hæstu, en stigin þar fyrir neðan skiptast sem næst að jöfnu, og samsvarar stig stórriddara æðri stigunum, en stig riddara hinum lægri.
Þrjú ár skulu líða hið skemmsta frá því að sá, er hlotið hefur riddarakross, hlýtur stórriddarakross. Stórriddara má eigi sæma stjörnu fyrr en að liðnum sex árum frá því að hann hlaut stórriddarakrossinn, og stórriddara með stjörnu má eigi sæma stórkrossi fyrr en að liðnum tólf árum frá því að hann hlaut stjörnu.
Stórmeistari getur þó vikið frá þessu, ef honum þykir hlýða, sbr. 1. gr.
1)Forsbr. 99/1978, 2. mgr.2)Forsbr. 99/1978, 3. tölul. 1. mgr.
Afhending heiðursmerkja til manna, sem búsettir eru erlendis, skal falin [sendiráðum]2) Íslands. Innanlands, þar sem hvorki formaður né aðrir nefndarmenn geta annast afhendinguna, skal hún falin hlutaðeigandi lögreglustjóra. Þó er heimilt að gera um þetta aðrar ráðstafanir.
Ef stórmeistari æskir, afhendir hann sjálfur heiðursmerkin, hvaða stigs sem þau eru.
1)Forsbr. 99/1978, 2. mgr.2)Forsbr. 99/1978, 4. tölul. 1. mgr.
Um áramót hver skal orðuritari leggja fram ársreikning orðunnar og skýrslu um birgðir heiðursmerkja. Þegar nefndarmenn hafa athugað reikninginn og samþykkt, skal orðuritari senda hann fjármálaráðuneytinu til endurskoðunar, ásamt fylgiskjölum, en forsætisráðuneytinu skal senda samrit reikningsins.
Orðuritari veitir viðtöku öllum tillögum um orðuveitingar, sér um að þær komi undir atkvæði nefndarmanna og leggur tillögur nefndarinnar fyrir stórmeistara.
Orðuritari varðveitir heiðursmerki orðunnar, innsigli hennar, bækur og skjöl. Orðuritari annast fundarboðanir að fyrirlagi formanns.