2. gr. Hver sá, er hvetur eða tælir embættis- eða sýslunarmann eða ógnar honum til slíks verkfalls, er í 1. gr. segir, án þess að taka sjálfur þátt í því, eða veitir á annan hátt tilstyrk sinn til þess að slíkt verkfall hefjist eða haldi áfram, skal sæta [sektum eða varðhaldi],1) ef miklar sakir eru, enda liggi eigi þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum.
1)L. 10/1983, 1. gr.