Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
2. Sambandslöndunum er samt sem áður áskilinn réttur til að ákveða með lögum, að verk almennt, eða sérstakar tegundir verka, skuli því aðeins njóta verndar, að þau hafi komið fram í einhvers konar efnislegu formi.
3. Þýðingar, aðlaganir, útsetningar á tónlist, eða aðrar breytingar á bókmenntum eða listaverki, skulu njóta verndar sem frumsmíðar, en að óskertum rétti höfundarins til sjálfra frumsmíðanna.
4. Sambandslöndunum er áskilinn réttur til að kveða á um það með lögum, hver vernd skuli veitt opinberum textum í löggjöf, stjórnsýslu, eða textum lögfræðilegs eðlis, og opinberum þýðingum á þess konar textum.
5. Safnverk á sviði bókmennta og lista, svo sem alfræðiorðabækur og sýnisbækur, þar sem efnisval og niðurröðun efnis felur í sér andlega sköpun, skulu vernduð sem slík að óskertum höfundarrétti til einstakra verka í safninu.
6. Verk þau, sem um getur í þessari grein, skulu njóta verndar í öllum sambandslöndunum. Verndin er til handa höfundi og síðari rétthöfum að verkum hans.
7. Sambandslöndunum er áskilinn réttur til að kveða á um það með lögum, sbr. þó 4. mgr. 7. gr., að hve miklu leyti löggjöf þeirra taki til listiðnaðar og til hönnunar og frumgerða á sviði iðnaðar, ennfremur að kveða á um það, með hvaða skilmálum slík verk, hönnun og frumgerðir skuli verndaðar. Nú er verk einungis verndað í upprunalandi sínu sem hönnun eða fyrsta smíði, og skal það þá einungis njóta þeirrar sérstöku verndar í öðru sambandslandi, sem þar er veitt hönnun og fyrstu smíði. En ef engin þess konar sérstök vernd er veitt í því landi, skulu slík verk njóta verndar sem listaverk.
8. Vernd sú, sem veitt er í sáttmála þessum, tekur ekki til daglegra frétta eða til þess konar upplýsinga, sem eru í eðli sínu einungis blaðafréttir.
2. Sambandslöndunum er einnig áskilinn réttur til að kveða á með lögum um skilmála fyrir því, að fyrirlestrar, ávörp og annað þess háttar sé birt í blöðum eða útvarpi, eða birt almenningi um þráð eða á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í 1. mgr. 11. gr. a, þegar slík birting helgast af þeim tilgangi að upplýsa.
3. Höfundur skal þó hafa einkarétt til að gera safnverk úr verkum sínum, sem getið er um í málsgreinunum hér fyrir framan.
2. Höfundar, sem ekki eru ríkisborgarar í sambandslandi en búa að staðaldri í öðru sambandslandi, skulu í skilningi sáttmálans taldir ríkisborgarar þess lands.
3. Með ,,útgefnum verkum`` er átt við verk, sem hafa verið gefin út með samþykki höfundar, án tillits til þess, hvernig eintökin eru framleidd, enda fullnægi framboð þeirra sanngjörnum kröfum almennings, þegar hliðsjón er höfð af tegund verksins. Það telst ekki útgáfa, þótt leikrit sé flutt eða söngleikur, kvikmynd sýnd eða tónverk leikið, bókmenntaverk lesið upp opinberlega, bókmennta- eða listaverk flutt um þráð eða útvarp, sýning haldin á listaverkum eða hús reist.
4. Verk telst hafa verið gefið út samtímis í fleiri löndum en einu, ef það hefur komið út í tveimur löndum eða fleirum áður en liðnir eru þrjátíu dagar frá fyrstu útgáfu.
2. Höfundar skulu njóta réttinda þessara án nokkurra formskilyrða. Er neysla réttindanna og beiting óháð þeirri vernd, sem veitt er í upprunalandi verksins, en af því leiðir, að umfang verndarinnar og dómstólaleiðir til verndar rétti höfundar fara einungis eftir landslögum, þar sem verndar er krafist, svo fremi að sáttmálinn mæli ekki fyrir á annan hátt.
3. Um verndina í upprunalandi fer eftir lögum þar. Nú er höfundur verks, sem verndar nýtur eftir sáttmála þessum, ekki ríkisborgari í upprunalandi verksins, og skal hann þó njóta þar sömu réttinda og höfundar, sem þar eiga ríkisfang.
4. Upprunaland skal talið, sem hér segir:
2. Engin takmörkun samkvæmt undanfarandi málsgrein skal skerða þau réttindi, sem höfundur hefur öðlast fyrir verk í sambandslandi og út voru gefin áður en takmörkunin kom til framkvæmda.
3. Þau sambandslönd, sem takmarka viðurkenningu höfundarréttar samkvæmt þessari grein, skulu tilkynna það framkvæmdastjóra World Intellectual Property Organization (hér eftir nefndur ,,framkvæmdastjórinn``) með skriflegri yfirlýsingu, þar sem tilgreind séu þau lönd, sem veitt er takmörkuð vernd, og þær takmarkanir á rétti þeirra höfunda, sem eru ríkisborgarar í þeim löndum. Framkvæmdastjórinn skal þegar í stað skýra sambandslöndunum frá yfirlýsingunni.
2. Þau réttindi, sem höfundi eru veitt í 1. mgr., skulu haldast að honum látnum, a.m.k. þangað til fjárhagslegu réttindin falla niður, og skulu þau vera í höndum þeirra einstaklinga og stofnana, sem lög ákveða í landi, þar sem réttindanna er krafist. Þó skal þeim löndum, sem ekki hafa ákvæði í lögum sínum, þegar þau fullgilda samninginn eða gerast aðilar að honum, um vernd eftir lát höfundar fyrir öll þau réttindi, sem tilgreind eru í 1. mgr., heimilt að ákveða, að sum þeirra skuli falla niður að höfundi látnum.
3. Lagaleg aðstoð til verndar réttindum þeim, sem fjallað er um í þessari grein, fer eftir lögum þess lands þar sem verndar er krafist.
2. Þegar um er að ræða kvikmyndir, á hinn bóginn, geta sambandslöndin ákveðið, að gildistíma skuli ljúka fimmtíu árum eftir að kvikmynd hefur verið sýnd almenningi með leyfi höfundar, en ef þess konar sýning hefur ekki farið fram á fimmtíu árum frá gerð hennar, lýkur gildistímanum fimmtíu árum eftir gerð hennar.
3. Þegar um er að ræða nafnlaus verk eða verk með dulnefni, lýkur gildistíma verndar þeirrar, sem sáttmáli þessi veitir, fimmtíu árum eftir að verkið hefur á löglegan hátt verið birt almenningi. En þegar dulnefnið, sem höfundur hefur valið sér, veldur engum vafa um, hver hann er, skal gildistími verndarinnar vera sá, sem til er tekinn í 1. mgr. Ef höfundur að nafnlausu verki eða að verki með dulnefni skýrir frá því, hver hann er, á áðurnefndu tímabili, skal gildistími verndarinnar vera sá, sem til er tekinn í 1. mgr. Sambandslöndunum er ekki skylt að vernda nafnlaus verk eða verk með dulnefni, ef ástæða er til að ætla, að höfundurinn hafi látist fyrir fimmtíu árum.
4. Sambandslöndunum er áskilinn réttur til að kveða á með lögum um gildistíma verndar fyrir ljósmyndir og listiðnað, að svo miklu leyti, sem hann kann að njóta verndar sem listaverk. Gildistíminn skal þó ekki vera styttri en tuttugu og fimm ár frá því, að verkið var gert.
5. Vernd sú eftir lát höfundar og verndin, sem veitt er í 2., 3. og 4. mgr., verður virk á dánardegi eða á þeim degi, þegar atburðir þeir verða, sem um er rætt í þessum málsgreinum, en gildistíminn skal þó jafnan talinn hefjast 1. janúar árið á eftir.
6. Sambandslöndunum er heimilt að ákveða, að verndartíminn skuli vera lengri en til er tekinn í málsgreinunum að ofan.
7. Þau sambandslönd, sem bundin eru af Rómarsamningi þessa sáttmála og hafa í lögum sínum, þeim sem í gildi voru við undirritun þessa samnings, ákvæði um skemmri gildistíma en til er tekinn í málsgreinunum að ofan, skulu mega halda þeim gildistíma, þegar þau fullgilda þennan samning eða gerast aðilar að honum.
8. Gildistíminn skal jafnan fara eftir lögum þess lands, þar sem verndar er krafist. Þó skal hann ekki vera lengri en sá tími, sem til er tekinn í upprunalandi verksins, nema lög, þar sem verndar er krafist, mæli fyrir á annan hátt.
2. Sambandslöndunum er áskilinn réttur til að heimila með lögum, að eftirgerðir þessara verka skuli leyfðar í sérstökum tilfellum, enda brjóti þær ekki í bága við eðlilega hagnýtingu þeirra og hafi ekki í för með sér ósanngjarna röskun á lögmætum hagsmunum höfundar.
3. Hvers konar upptaka á hljóðum eða myndum skal talin eftirgerð í merkingu þessa sáttmála.
2. Það er sambandslandanna að ákveða með lögum eða með sérstökum samningum, sem þegar eru fyrir hendi eða gerðir verða milli þeirra, að leyfilegt skuli að nota bókmennta- og listaverk við kennslu, svo sem með því, að birta myndir í bókum, lesa upp í útvarpi, eða gera upptökur í hljóðum eða myndum, enda sé ekki gengið lengra en tilgangurinn helgar og notkunin í samræmi við sanngjarnar venjur.
3. Þegar verk eru notuð með þeim hætti, sem greint er frá í málsgreininni að ofan, skulu verkin nafngreind og eins nafn höfundar, ef það sést á þeim.
2. Sambandslöndunum er einnig áskilinn réttur til að kveða á um það með lögum með hvaða skilmálum megi, til þess að flytja almenningi fréttir af daglegum atburðum í myndum, í kvikmyndum, í útvarpi og um þráð, af tilliti til þess, sem réttlætist af tilgangi fréttaþjónustunnar, hafa eftir og birta almenningi bókmennta- eða listaverk, sem sjást eða heyrast, þegar atburðirnir verða.
2. Höfundar leikrita og söngleikja skulu allan þann tíma, sem réttur helst til frumverkanna, njóta sömu réttinda varðandi þýðingar á þeim.
2. Það er sambandslandsins að ákveða með lögum skilyrði fyrir því, að unnt sé að beita réttindum þeim, sem getið er um í málsgreininni að ofan, en skilyrðin skulu einungis gilda í þeim löndum, sem skilyrðin hafa sett. Þau skulu með engu móti skerða siðferðilegan rétt höfundar, né heldur rétt hans til að fá sanngjarna þóknun, sem ákveðin skal af þeim aðila, sem til þess hefur vald, ef ekki næst samkomulag um hana.
3. Ef ekki eru fyrirmæli um það í gagnstæða átt, skal leyfi, sem veitt hefur verið samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar, ekki fela í sér heimild til upptöku á verki, sem flutt er í útvarpi, með tækjum til upptöku á hljóðum og myndum. Sambandslöndunum skal þó heimilt að setja með lögum reglur um bráðabirgðaupptökur, sem útvarpsstöð gerir með eigin tækjum til afnota við útvarpssendingar sínar. Má leyfa í slíkum lögum, að upptökur þessar skuli varðveittar í opinberum söfnum vegna sérstaks sögulegs gildis þeirra.
2. Höfundar bókmenntaverka skulu allan þann tíma, sem réttur helst til frumverkanna, njóta sömu réttinda varðandi þýðingar á þeim.
2. Upptökum á tónverkum, sem gerðar hafa verið í sambandslandi samkvæmt 3. mgr. 13. gr. sáttmálanna, sem undirritaðir voru í Róm 2. júní 1928 og í Brüssel 26. júní 1948, má framleiða eftir í því landi án leyfis höfundar tónverksins, þar til liðin eru tvö ár frá því að það land verður bundið af samningi þessum.
3. Upptökur, sem gerðar hafa verið samkvæmt 1. og 2. mgr. þessarar greinar og fluttar hafa verið án leyfis hlutaðeigandi aðila til lands, þar sem þær eru taldar brjóta í bága við upptökuréttindi, má gera upptækar.
2. Ef kvikmynd, sem gerð er eftir bókmennta- eða listaverki, er breytt í hvers konar annað listrænt form, skal það, án þess að skertur sé réttur höfundar kvikmyndarinnar til að veita leyfi, háð leyfi höfundanna að frumverkunum.
3. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. skulu ekki eiga við.
2. a. Um eignarrétt að höfundarrétti að kvikmynd fer eftir lögum þess lands, þar sem verndar er krafist.
3. Ef landslög mæla ekki fyrir á annan veg, skulu ákvæði b-liðs 2. mgr. hér að ofan ekki taka til höfunda að handritum fyrir myndatökur, samtalshandritum og tónverkum, sem samin hafa verið fyrir kvikmyndir, né heldur til aðalleikstjóra þeirra. En þau sambandslönd, sem ekki hafa í lögum sínum ákvæði um gildi umrædds b-liðs 2. mgr. um umræddan leikstjóra, skulu tilkynna það framkvæmdastjóranum með skriflegri yfirlýsingu, og skal hann þegar í stað skýra öllum öðrum sambandslöndum frá henni.
2. Verndar þeirrar, sem undanfarandi málsgrein veitir, verður því aðeins krafist í sambandslandi, að löggjöf í landi höfundar leyfi það, og aðeins að því marki, sem leyft er í landi, þar sem verndarinnar er krafist.
3. Fyrirkomulag á innheimtu og fjárhæðir skulu ákveðnar með landslögum.
2. Ef sönnun fyrir hinu gagnstæða liggur ekki fyrir, skal sá einstaklingur eða fyrirtæki, sem nafngreint er í kvikmynd með venjulegum hætti, talið hafa gert hana.
3. Ef um er að ræða önnur nafnlaus verk eða önnur verk undir dulnefni en þau, sem um getur í 1. mgr. að ofan, skal sá útgefandi, sem nafngreindur er á verkinu, talinn umboðsmaður höfundar, nema sönnun fyrir hinu gagnstæða liggi fyrir, og skal honum sem slíkum heimilt að vernda réttindi höfundar og framfylgja þeim. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda ekki, þegar höfundur hefur gefið sig fram og sannað staðhæfingu sína um það, að hann sé höfundur verksins.
4. a. Þegar um er að ræða verk, sem ekki hafa verið gefin út, og höfundur er óþekktur en allar ástæður til að ætla, að hann sé ríkisborgari í sambandslandi, skal með lögum í því landi heimilt að tilnefna fullgildan aðila, sem komi fram fyrir hönd höfundar og hafi heimild til að vernda réttindi hans og framfylgja þeim í sambandslandinu.
2. Ákvæði undanfarandi málsgreinar skulu einnig gilda um eftirgerðir, er koma frá löndum, þar sem verkið nýtur ekki verndar eða er hætt að njóta verndar.
3. Upptaka skal fara fram eftir lögum í hverju landi.
2. Ef verk hefur á hinn bóginn orðið almenningseign í landi, þar sem verndar er krafist, fyrir þá sök, að verndartímabil það, sem því áður var veitt, er á enda, skal það ekki öðlast vernd á nýjan leik.
3. Gildi þessarar reglu skal víkja fyrir hverjum þeim ákvæðum í sérstökum samningum um það efni, sem fyrir hendi eru eða gerðir verða milli sambandslandanna. Ef slík ákvæði eru ekki til, skulu þau lönd sem hlut eiga að máli, ákveða hvert fyrir sig skilyrðin fyrir gildi reglunnar.
4. Framangreind ákvæði skulu einnig gilda um nýja aðila að sambandinu og um þau tilvik, þegar verndartími er lengdur samkvæmt ákvæðum 7. gr. eða með því, að fallið er frá fyrirvörum.
2. Viðaukinn er óaðskiljanlegur hluti þessa samnings, sbr. þó ákvæði b-liðs 1. mgr. 28. gr.
2. a. Sambandsþingið skal:
3. a. Hvert aðildarríki sambandsþingsins fer með eitt atkvæði.
4. a. Halda skal reglulegt sambandsþing þriðja hvert almanaksár og framkvæmdastjórinn kveðja til þess á sama tíma og sama stað og allsherjarþing alþjóðasamtakanna er haldið, nema þegar sérstaklega stendur á.
5. Sambandsþingið setur sér eigin þingsköp.
2. a. Framkvæmdanefndin skal skipuð fulltrúum þeirra ríkja, sem sambandsþingið hefur valið úr hópi aðildarríkja sambandsþingsins. Þá skal land það, þar sem aðalstöðvar alþjóðasamtakanna eru, enn fremur eiga sjálfkrafa sæti í nefndinni, sbr. þó b-lið 7. mgr. 25. gr.
3. Aðildarríki framkvæmdanefndarinnar skulu vera einn fjórði hluti af aðildarríkjum sambandsþingsins. Við ákvörðun tölu nefndarmanna skal afgangi, þegar deilt hefur verið með fjórum, sleppt.
4. Við kosningu fulltrúa í framkvæmdanefndina skal sambandsþingið taka hæfilegt tillit til sanngjarnrar skiptingar út frá landfræðilegri legu og til nauðsynja þeirra ríkja, sem aðilar eru að sérstökum samningum, er gerðir kynnu að verða á vegum sambandsins, á að vera meðal þeirra ríkja, sem sæti eiga í framkvæmdanefndinni.
5. a. Fulltrúar í framkvæmdanefndinni hefja störf í lok sambandsþingsins, sem kaus þá, en ljúka störfum í lok næsta reglulegs sambandsþings.
6. a. Framkvæmdanefndin skal:
7. a. Framkvæmdanefndin skal halda reglulegan fund einu sinni á ári samkvæmt kvaðningu framkvæmdastjórans, og er æskilegt, að sá fundur sé haldinn á sama tíma og sama stað og fundur samræmingarnefndar alþjóðasamtakanna.
8. a. Hvert aðildarríki framkvæmdanefndarinnar fer með eitt atkvæði.
9. Sambandslöndum, sem ekki eiga fulltrúa í framkvæmdanefndinni, skal leyft að senda áheyrnarfulltrúa.
10. Framkvæmdanefndin setur sér eigin þingsköp.
2. Alþjóðaskrifstofan skal viða að sér upplýsingum, er varða vernd höfundarréttar, og gefa þær út. Skulu sambandslöndin þegar í stað tilkynna skrifstofunni um öll ný lög og opinber fyrirmæli um vernd höfundarréttar.
3. Alþjóðaskrifstofan skal gefa út mánaðarrit.
4. Alþjóðaskrifstofan veitir sambandslöndunum samkvæmt beiðni þeirra upplýsingar um málefni, sem varða vernd höfundarréttar.
5. Alþjóðaskrifstofan skal annast rannsóknir og láta í té þjónustu, sem stuðli að því að auðvelda vernd höfundarréttar.
6. Framkvæmdastjórinn og þeir starfsmenn, sem hann tilnefnir, skulu án atkvæðisréttar sitja fundi sambandsþingsins, framkvæmdanefndarinnar og annarra sérfræðinganefnda og starfshópa. Framkvæmdastjórinn eða starfsmaður, sem hann tilnefnir, skulu sjálfkrafa vera ritarar þessara aðila.
7. a. Alþjóðaskrifstofan skal samkvæmt fyrirmælum sambandsþingsins og í samvinnu við framkvæmdanefndina annast undirbúning að ráðstefnum til endurskoðunar á ákvæðum sáttmálans öðrum en 22.--26. gr.
8. Alþjóðaskrifstofan skal framkvæma önnur þau verkefni, sem henni verða falin.
2. Fjárlög sambandsins skulu þannig úr garði gerð, að tekið sé hæfilegt tillit til þarfarinnar á að samræma þau fjárhagsáætlunum annarra sambanda, sem alþjóðasamtökin stjórna.
3. Fjárlögum sambandsins koma tekjur með eftirtöldum hætti:
4. a. Sambandslöndunum skal skipt í flokka til ákvörðunar á framlagi þeirra til fjárlaganna, og skulu sambandslöndin greiða ársframlög á grundvelli einingartölu, sem þannig er ákveðin:
I. | flokkur | 25 |
II. | flokkur | 20 |
III. | flokkur | 15 |
IV. | flokkur | 10 |
V. | flokkur | 5 |
VI. | flokkur | 3 |
VII. | flokkur | 1 |
2. Breytingar á greinum þeim, sem rætt er um í 1. mgr., skulu samþykktar af sambandsþinginu, og þarf til þess þrjá fjórðu hluta greiddra atkvæða. Þó þarf fjóra fimmtu hluta greiddra atkvæða til að breyta 22. gr. og þessari grein.
3. Breytingar á greinum þeim, sem rætt er um í 1. mgr., taka gildi einum mánuði eftir að framkvæmdastjórinn hefur fengið í hendur skriflegar tilkynningar um það frá þremur fjórðu hlutum landa þeirra, sem aðild áttu að sambandsþinginu, þegar breytingarnar voru þar samþykktar, að þær hafi verið samþykktar á stjórnskipulegan hátt í landi því, sem hlut á að máli. Sérhver breyting á þessum greinum, sem þannig er samþykkt, skal vera bindandi fyrir öll þau lönd, sem aðild eiga að sambandsþinginu, þegar breytingin tekur gildi, eða verða síðar aðilar að því. Þó skal hver sú breyting, sem felur í sér aukningu á fjárskuldbindingum landanna, einungis binda þau lönd, sem hafa tilkynnt um samþykki sitt til þeirrar breytingar.
2. Fulltrúar sambandslandanna skulu í þessu skyni halda með sér ráðstefnur í sambandslöndunum hverju á eftir öðru.
3. Breytingar á samningi þessum, þar með taldar breytingar á viðaukanum, verða aðeins samþykktar með samhljóða greiddum atkvæðum, sbr. þó ákvæði 26. gr. um breytingar á ákvæðum 22.--26. gr.
2. a. 1.--21. gr. og viðaukinn öðlast gildi, þegar liðnir eru þrír mánuðir frá því, að fullnægt hefur verið báðum eftirfarandi skilyrðum:
3. Að því er varðar hvert það sambandsland, sem fullgildir eða gerist aðili að þessum samningi, með eða án yfirlýsingar samkvæmt b-lið 1. mgr., skal 22.--38. gr. öðlast gildi eftir þrjá mánuði frá þeim degi, að framkvæmdastjórinn hefur tilkynnt um afhendingu á viðeigandi fullgildingar- eða aðildarskjölum, nema tiltekin hafi verið síðari dagsetning í skjölum þeim, sem afhent hafa verið. Í síðara tilvikinu skulu 22.--38. gr. öðlast gildi gagnvart því landi á þeim degi, sem þannig er tiltekinn.
2. a. Að því er varðar sérhvert land utan sambandsins, öðlast sáttmáli þessi gildi þremur mánuðum eftir þann dag, að framkvæmdastjórinn hefur tilkynnt um afhendingu á aðildarskjali, nema síðari dagur hafi verið tiltekinn í skjali því, sem afhent hefur verið, sbr. þó staflið b. Í síðara tilvikinu skal sáttmálinn öðlast gildi gagnvart því landi á þeim degi, sem þannig er tiltekinn.
2. a. Hvert það sambandsland, sem fullgildir þennan samning eða gerist aðili að honum, skal halda áfram að njóta góðs af þeim fyrirvörum, sem það hefur áður gert, að því tilskildu, að það gefi út yfirlýsingu þess efnis, þegar það afhendir fullgildingar- eða aðildarskjöl sín, sbr. þó 2. mgr. V. gr. viðaukans.
2. Sérhvert land, sem hefur gefið slíka yfirlýsingu eða sent frá sér slíka tilkynningu, getur hvenær sem er tilkynnt framkvæmdastjóranum, að þessi sáttmáli skuli hætta að gilda á öllum landssvæðunum eða á hluta af þeim.
3. a. Sérhver yfirlýsing samkvæmt 1. mgr. skal öðlast gildi sama daginn og fullgildingar- eða aðildarskjöl þau, sem hún var í, öðluðust gildi, og sérhver tilkynning samkvæmt þeirri málsgrein skal öðlast gildi þremur mánuðum eftir að framkvæmdastjórinn hefur tilkynnt um hana.
4. Grein þessi skal á engan hátt skilin þannig, að hún gefi til kynna viðurkenningu sambandslands á raunverulegu ástandi á landssvæði, sem annað sambandsland hefur látið sáttmála þennan ná til með yfirlýsingu samkvæmt 1. mgr., eða að það sætti sig þegjandi við ástandið.
2. Þau lönd utan sambandsins, sem verða aðilar að þessum samningi, skulu með þeim fyrirvara, sem um er rætt í 3. mgr., beita honum gagnvart öllum sambandslöndum, sem ekki eru bundin af þessum samningi eða, enda þótt þau séu það, hafa gefið yfirlýsingu samkvæmt b-lið 1. mgr. 28. gr. Lönd þessi viðurkenna, að umræddum sambandslöndum skuli í samskiptum við þau:
3. Hvert það sambandsland, sem hefur notfært sér eitthvað af þeim heimildum, sem veittar eru í viðaukanum, getur látið þau heimildarákvæði viðaukans, sem það hefur notfært sér, gilda í samskiptum sínum við hvert það sambandsland, sem ekki er bundið af þessum samningi, enda hafi síðarnefnt land fallist á, að ákvæðin skuli gilda.
2. Sérhvert land getur lýst því yfir um leið og það undirritar þennan samning eða afhendir fullgildingar- eða aðildarskjöl, að það telji sig ekki bundið af ákvæðum 1. mgr. Skulu ákvæði 1. mgr. ekki gilda um ágreining milli þess lands og nokkurs annars sambandslands.
3. Hvert það land, sem yfirlýsingu hefur gefið samkvæmt 2. mgr., getur hvenær sem er afturkallað yfirlýsingu sína með tilkynningu til framkvæmdastjórans.
2. Eftir að 1.--21. gr. og viðaukinn hafa öðlast gildi, skal engu landi heimilt að gefa út yfirlýsingu í samræmi við 5. gr. Bókunarinnar um þróunarlönd, sem fest er við Stokkhólmssamninginn.
2. Sérhvert land getur sagt upp samningi þessum með tilkynningu til framkvæmdastjórans. Skal slík uppsögn einnig talin uppsögn á öllum eldri samningum og gilda fyrir það land, sem uppsögnina sendir, en sáttmálinn halda áfram að vera í fullu gildi gagnvart öðrum sambandslöndum.
3. Uppsögnin tekur gildi, þegar ár er liðið frá þeim degi, er framkvæmdastjórinn fékk tilkynningu í hendur.
4. Rétti þeim til uppsagnar, sem veittur er í þessari grein, verður ekki beitt af nokkru landi fyrr en liðin eru fimm ár frá þeim degi, að það gerðist aðili að sambandinu.
2. Gengið er út frá því, að á þeim tíma, sem land verður bundið af þessum sáttmála, verði því samkvæmt lögum sínum unnt að framfylgja ákvæðum hans.
2. Samningur þessi skal vera opinn til undirskriftar þar til 31. janúar 1972. Fram að þeim degi skal eintak það, sem getur um í a-lið 1. mgr., varðveitt af ríkisstjórn franska lýðveldisins.
3. Framkvæmdastjórinn skal staðfesta og senda tvö eintök af hinum undirrituðu textum til ríkisstjórna allra sambandslandanna og til ríkisstjórna allra annarra landa, sem þess óska.
4. Framkvæmdastjórinn skal annast um, að samningur þessi verði skrásettur hjá aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
5. Framkvæmdastjórinn skal tilkynna ríkisstjórnum allra sambandslandanna um undirritanir og um afhendingu fullgildingar- eða aðildarskjala og um allar yfirlýsingar, sem fyrir koma í slíkum skjölum eða gefnar eru í samræmi við c-lið 1. mgr. 28. gr., a- og b-liði 2. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 33. gr., um gildistöku sérhverra ákvæða þessa samnings, tilkynningar um uppsagnir og tilkynningar samkvæmt c-lið 2. mgr. 30. gr., 1. og 2. mgr. 31. gr., 3. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 38. gr., svo og samkvæmt viðaukanum.
2. Meðan öll sambandslöndin eru enn ekki orðin meðlimir samtakanna, skal alþjóðaskrifstofa samtakanna einnig starfa sem skrifstofa sambandsins og framkvæmdastjóri þeirra sem framkvæmdastjóri þeirrar skrifstofu.
3. Þegar að því kemur, að sambandslöndin öll eru orðin meðlimir samtakanna, skulu réttindi, skyldur og eignaréttindi sambandsskrifstofunnar færast yfir á alþjóðaskrifstofu samtakanna.
2. a. Hver sú yfirlýsing samkvæmt 1. mgr., sem tilkynnt er fyrir lok tíu ára tímabils frá gildistöku 1.--21. gr. og gildistöku þessa viðauka samkvæmt 2. mgr. 28. gr., skal vera í gildi til loka umrædds tímabils. Allar slíkar yfirlýsingar má endurnýja, í heild eða að hluta, til tíu ára hverja um sig, með tilkynningu, sem afhent sé framkvæmdastjóranum ekki fyrr en fimmtán mánuðum og ekki síðar en þremur mánuðum fyrir lok hvers þess tíu ára tímabils, sem þá stendur yfir.
3. Hverju því sambandslandi, sem hætt er að teljast þróunarland samkvæmt reglu 1. mgr., skal ekki lengur heimilt að endurnýja yfirlýsingu sína eins og gert er ráð fyrir í 2. mgr., og hvort sem það land afturkallar yfirlýsingu sína formlega eða ekki, skal það útilokað frá því að notfæra heimildir þær, sem vísað er til í 1. mgr., frá lokum tíu ára tímabils þess, sem þá stendur yfir, eða frá lokum þriggja ára tímabils, sem liðið er frá því, að hætt var að telja það þróunarland, eftir því hvoru tímabilinu lýkur síðar.
4. Þar sem svo stendur á, að fyrir hendi eru birgðir af eintökum, sem framleidd voru samkvæmt leyfi samkvæmt þessum viðauka, á þeim tíma, sem yfirlýsing samkvæmt 1. eða 2. mgr. hættir að gilda, er heimilt að halda áfram að dreifa slíkum eintökum uns birgðir af þeim eru þrotnar.
5. Hvert það land, sem bundið er af ákvæðum þessa samnings og hefur afhent yfirlýsingu eða tilkynningu í samræmi við 1. mgr. 31. gr. varðandi gildi þessa samnings fyrir tiltekið landssvæði, sem jafnað verður um ástand þar til þeirra landa, sem vísað er til í 1. mgr., getur gefið þá yfirlýsingu varðandi það landssvæði, sem rætt er um í 1. mgr., og sent frá sér þá tilkynningu um endurnýjun, sem rætt er um í 2. mgr. Meðan slík yfirlýsing og tilkynning er í gildi, skulu ákvæði þessa viðauka gilda um það landssvæði, sem yfirlýsing og tilkynning tekur til.
6. a. Enda þótt land notfæri sér af heimildum þeim, sem rætt er um í 1. mgr., felst ekki í því heimild til handa öðru landi til að veita minni vernd þeim verkum, sem eiga uppruna sinn í fyrrnefnda landinu, en því er skylt að veita samkvæmt ákvæðum 1.--20. gr.
2. a. Ef, að tilskildum ákvæðum 3. mgr., þýðing á slíku verki hefur ekki verið gefin út á máli, sem almennt er notað í því landi, af eiganda þýðingarréttarins eða með hans leyfi, eftir að liðin eru þrjú ár eða lengri tími, sem til er tekinn í lögum umrædds lands, frá þeim degi, er verkið var gefið út í fyrsta skipti, getur ríkisborgari í því landi fengið leyfi til að þýða verkið á umrætt mál og gefa þýðinguna út í prentuðu formi eða í formi, sem jafna má til prentunar.
3. a. Þegar um er að ræða þýðingar á máli, sem ekki er almennt notað í einu eða fleiri þróunarlöndum, sem í sambandinu eru, skal eins árs tímabil koma í stað þess þriggja ára tímabils, sem getið er um í a-lið 2. mgr.
4. a. Ekkert leyfi, sem unnt er að fá eftir þrjú ár, skal veitt samkvæmt þessari grein fyrr en liðnir eru sex mánuðir til viðbótar og ekkert leyfi, sem unnt er að fá eftir eitt ár, fyrr en liðnir eru níu mánuðir til viðbótar talið
5. Leyfi samkvæmt þessari grein verða aðeins veitt vegna kennslu, ritgerða eða rannsókna.
6. Ef þýðing á verki er gefin út af eiganda þýðingarréttarins eða með hans leyfi gegn greiðslu, sem er sanngjörn miðað við það, sem venjulega er farið fram á fyrir svipuð verk í því landi, skulu leyfi, sem veitt hafa verið samkvæmt þessari grein, falla niður, ef slíkar þýðingar eru á sama tungumáli og sama efnis að því er máli skiptir og þýðingin, sem gefin var út samkvæmt leyfinu. Halda má áfram að dreifa þeim eintökum, sem framleidd hafa verið áður en leyfið féll úr gildi, uns birgðir eru þrotnar.
7. Þegar um er að ræða verk, sem aðallega eru fólgin í myndum, er því aðeins heimilt að veita leyfi til að gefa út þýðingu á textanum og framleiða og gefa út myndirnar, að einnig sé fullnægt skilyrðum II. gr.
8. Ekki skal veita leyfi samkvæmt þessari grein, þegar höfundur hefur tekið öll eintök af verki sínu úr umferð.
9. a. Leyfi til þýðingar á verki, sem hefur verið gefið út á prenti eða á annan hátt, sem til þess má jafna, má einnig veita útvarpsstöðvum, sem hafa aðalstöðvar sínar í landi, sem um er rætt í 1. mgr., samkvæmt umsókn þeirra til þess aðila í því landi, sem fullgiltur er til að veita leyfið, svo fremi að fullnægt sé eftirtöldum skilyrðum:
2. a. Þegar um er að ræða verk, sem grein þessi tekur til samkvæmt ákvæðum 7. mgr., og ef svo stendur á í lok:
3. Tímabil það, sem um er rætt í 1. tölul. a-liðs 2. mgr., skal vera fimm ár, en:
4. a. Engin leyfi, sem unnt er að fá eftir þrjú ár, skulu veitt samkvæmt þessari grein fyrr en liðnir eru sex mánuðir
5. Leyfi til að eftirgera og gefa út þýðingu á verki skal ekki veitt samkvæmt þessari grein í eftirfarandi tilvikum:
6. Ef eintökum af útgáfu á verki er dreift til almennings í því landi, sem rætt er um í 1. mgr., eða dreift í sambandi við kerfisbundið kennslustarf, af eiganda réttarins til eftirgerðar eða með hans leyfi á verði, sem er sanngjarnt miðað við það, sem venjulega er farið fram á í því landi fyrir verk af svipuðu tagi, skal hvert það leyfi, sem veitt er samkvæmt þessari grein, falla úr gildi, ef slík útgáfa er á sama tungumáli og að mestu sama efnis og útgáfan, sem gefin er út samkvæmt umræddu leyfi. Heimilt er að halda áfram að dreifa þeim eintökum, sem gerð kunna að hafa verið áður en leyfið féll úr gildi, uns birgðir af þeim eru þrotnar.
7. a. Að ákvæðum b-liðsins tilskildum, skulu verk þau, sem grein þessi gildir um, takmarkast við þau verk, sem gefin eru út á prenti eða með aðferðum, sem jafna má til prentunar.
2. Ef ekki er hægt að hafa upp á eiganda réttarins, skal umsækjandi senda endurrit af umsókn þeirri, sem hann sendi þeim aðila, sem heimild hefur til að veita leyfið, í ábyrgðarbréfi og flugpósti til þess útgefanda, sem tilgreindur er á verkinu, og til hverrar þeirrar upplýsingamiðstöðvar innanlands og utan, sem tilnefnd kann að hafa verið í tilkynningu þar að lútandi, er afhent hefur verið framkvæmdastjóranum af ríkisstjórn þess lands, þar sem útgefandinn er talinn hafa haft aðalstöðvar verslunarfyrirtækis síns.
3. Tilgreina skal nafn höfundar á öllum eintökum af þýðingum eða eftirgerðum, sem út eru gefnar samkvæmt leyfi eftir II. og III. gr. Tilgreina skal heiti verksins á öllum slíkum eintökum. Þegar um er að ræða þýðingar, skal a.m.k. upprunalegt heiti verksins tilgreint á öllum slíkum eintökum.
4. a. Ekkert leyfi, sem veitt er samkvæmt II. og III. gr., skal taka til útflutnings á eintökum, og skulu öll slík leyfi einungis gilda um útgáfur á þýðingum eða eftirgerðum, eftir atvikum, á landssvæði þess lands þar sem um leyfið var sótt.
5. Öll eintök, sem út eru gefin samkvæmt leyfi eftir ákvæðum II. og III. gr., skulu hafa að geyma tilkynningu á því máli, sem um er að ræða, þess efnis, að eintökunum megi einungis dreifa í því landi eða á þeim landssvæðum, sem leyfið nær til.
6. a. Gerðar skulu viðeigandi ráðstafanir í hverju landi til að tryggja það,
2. Að tilskildum ákvæðum 3. mgr., getur hvert það land, sem hefur notfært sér heimildina í II. gr., ekki síðar gefið út yfirlýsingu samkvæmt 1. mgr.
3. Hvert það land, sem hætt er að telja þróunarland samkvæmt skilgreiningunni í 1. mgr. I. gr., getur eigi síðar en tveimur árum fyrir lok þess tímabils, sem við á samkvæmt 3. mgr. I. gr., gefið út yfirlýsingu þess efnis, sem gert er ráð fyrir í b-lið 2. mgr. 30. gr., fyrstu setningu, enda þótt það sé ekki land utan sambandsins. Skal slík yfirlýsing taka gildi á þeim degi, sem tímabili því lýkur, sem við á samkvæmt 3. mgr. I. gr.
2. Hver sú yfirlýsing, sem gefin er samkvæmt 1. mgr., skal vera skrifleg og afhendast framkvæmdastjóranum. Yfirlýsingin tekur gildi frá afhendingu hennar.