Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar.
Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna ...1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr.
[Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.]1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
Til þess telst Reykjavík. Til þess teljast: Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Kjósarsýsla, Garðakaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogskaupstaður og Seltjarnarneskaupstaður. Til þess teljast: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Til þess teljast: Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarkaupstaður, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Til þess teljast: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður. Til þess teljast: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla. Til þess teljast: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Eskifjarðarkaupstaður, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. Til þess teljast: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaupstaður, Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Selfoss.
Þingsæti skiptast milli kjördæma á þennan hátt:
Reykjavíkurkjördæmi 14 þingsæti Reykjaneskjördæmi 8 þingsæti Vesturlandskjördæmi 5 þingsæti Vestfjarðakjördæmi 5 þingsæti Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingsæti Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingsæti Austurlandskjördæmi 5 þingsæti Suðurlandskjördæmi 6 þingsæti
Við úthlutun þingsæta samkvæmt kosningaúrslitum skal gæta þess svo sem kostur er að hver þingflokkur fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Er þá heimilt að úthluta allt að fjórðungi þingsæta hvers kjördæmis, samkvæmt a- og b-lið 2. mgr. þessarar greinar, með hliðsjón af kosningaúrslitum á landinu öllu. Sama á við um úthlutun þingsætis samkvæmt c-lið sömu málsgreinar.]1)
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.]1)
[Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.]2)
Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.]1)
...1)
1)L. 100/1995, 1. gr., sbr. 2. gr. s.l.
1)L. 56/1991, 15. gr. Samkvæmt brbákv. í stjórnskipunarlögum 100/1995 verða þó reglulegar alþingiskosningar annan laugardag í maí 1999 nema Alþingi hafi áður verið rofið.
...1)
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
Breyta má þessu með lögum.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands
gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags
síns. Breyta má þessu með lögum.]1)
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og
vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með
lögum.]1)
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til
skaðabóta.]1)
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.]1)
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.]1)
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn
saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1)
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á
annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna
nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga
fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á
landi.]1)
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu
allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði
manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær
nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er
heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum
himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín
og önnur réttindi tengd vinnu.]1)
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum
í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða
skattskyldu.]1)
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur
þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]1)
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33 16. júní 1944 og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.