Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi taka ekki til fornmuna eða notaðra lausafjármuna sem þarfnast lagfæringar áður en notkun þeirra hefst enda sé viðtakanda gerð grein fyrir því áður en viðskiptin fara fram eða honum má vera það ljóst.
Ákvæði laga þessara taka til vöru sem boðin er neytendum en ná ekki til vöru eða þjónustu sem nær eingöngu er framleidd eða unnin til frekari framleiðslu eða notkunar í atvinnurekstri.
Lög þessi taka ekki til vöru sem um gilda sérstök lög eða reglur um öryggi vöru, svo sem löggjöf um öryggi matvæla, lyfja, eiturefna eða hættulegra efna og um starfsemi þeirra aðila sem eftir þeim starfa. Þar sem ákvæði sérlaga eru ófullnægjandi eða ganga skemur en ákvæði IV. og V. kafla laga þessara skulu ákvæði þeirra kafla gilda.
Vörur, sem ætlaðar eru til sölu, leigu eða hvers kyns annarrar afhendingar í atvinnuskyni á markaði, skulu vera þannig úr garði gerðar að þær fullnægi kröfum sem vegna almannahagsmuna eru gerðar til þeirra í lögum og reglugerðum eða stöðlum um öryggi vöru og vernd heilsu og umhverfis.
Með opinberri markaðsgæslu er leitast við að tryggja að vörur á markaði uppfylli settar reglur að þessu leyti.
Dreifingaraðili telst hver sá í aðfangakeðjunni sem stundar starfsemi er hefur ekki áhrif á öryggiseiginleika framleiðsluvöru.
Markaðseftirlit merkir skipulagt eftirlit með vörum á markaði. Það greinist í skoðun vöru annars vegar og skipulagða öflun upplýsinga um vörur á markaði hins vegar, m.a. með því að taka á móti ábendingum um vörur sem taldar eru hættulegar. Með skoðun vöru er átt við rannsókn á vöru og ákvörðun um hvort hún samræmist sérstökum eða almennum kröfum.
Vara skal ekki sjálfkrafa teljast hættuleg við það eitt að til er á markaði önnur vara sem er talin fullkomnari með tilliti til öryggis eða unnt er að auka öryggi hennar.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga við um þjónustu sem veitt er í tengslum við vöruviðskipti eftir því sem við getur átt.
Í þeim tilvikum, þar sem lög kveða ekki sérstaklega á um öryggi vörunnar, skal öryggi vörunnar metið með hliðsjón af eftirfarandi:
Löggildingarstofan og önnur eftirlitsstjórnvöld fara með opinbera markaðsgæslu í samræmi við ákvæði 14. og 15. gr. laga þessara og taka stjórnvaldsákvarðanir í samræmi við IV. og V. kafla laga þessara um málsmeðferð og réttarúrræði eftirlitsstjórnvalda, svo og ákvæði sérlaga eftir því sem við getur átt.
Heimilt er að fela faggiltri skoðunarstofu markaðseftirlit. Skoðunarstofa annast skoðun þeirra vörutegunda sem hún hefur faggildingu fyrir og annast auk þess skipulega öflun upplýsinga um vörur á markaði, svo sem með því að taka á móti ábendingum eða kvörtunum um vörur sem taldar eru hættulegar.
Skoðunarstofu er heimilt að skoða vörur hjá framleiðendum og dreifingaraðilum, taka sýnishorn vöru til rannsóknar, svo og krefja þá um allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem aðgang að skrá yfir þá sem vöruna hafa á boðstólum, vottorð, yfirlýsingar um samræmi vöru við reglur og staðla, prófunarskýrslur, tæknilegar upplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar til að sannreyna öryggi vöru.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um eftirlit og framkvæmd eftirlits skoðunarstofu á markaði.
Hlutverk Löggildingarstofunnar í opinberri markaðsgæslu er:
Hlutverk annarra eftirlitsstjórnvalda en Löggildingarstofu í opinberri markaðsgæslu að því leyti sem ekki er öðruvísi ákveðið í sérlögum er sem hér greinir:
Löggildingarstofu er heimilt að setja á fót samvinnunefnd um samstarf við önnur eftirlitsstjórnvöld og skoðunarstofur.
Samvinnunefnd fjallar um starfsáætlanir í markaðseftirliti, athugasemdir sem gerðar eru við einstakar vörur og vöruflokka og gerir tillögur til Löggildingarstofu og eftirlitsstjórnvalda sem taka endanlega stjórnvaldsákvörðun samkvæmt lögum þessum.
Að jafnaði skulu þó aldrei starfa fleiri en ein samvinnunefnd á verksviði hvers eftirlitsstjórnvalds en heimilt er þó að ákveða aðra skipan, einkum ef vöruflokkar eru ólíkir. Jafnframt er heimilt að hafa sameiginlega samvinnunefnd tveggja eða fleiri eftirlitsstjórnvalda.
Löggildingarstofa ákveður fjölda fulltrúa í samvinnunefnd. Samvinnunefnd velur formann úr hópi nefndarmanna.
Viðskiptaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan og starfsemi samvinnunefnda.
Lögregla skal vera eftirlitsstjórnvöldum til aðstoðar ef nauðsyn krefur vegna rannsóknar mála og við framkvæmd þeirra réttarúrræða sem kveðið er á um í lögum þessum.
Torveldi framleiðandi eða dreifingaraðili sannanlega rannsókn eftirlitsstjórnvalda og skoðun vöru eða hefur ekki tiltæk fullnægjandi gögn um öryggi hennar getur eftirlitsstjórnvald bannað sölu eða afhendingu hennar.
Eftirlitsstjórnvald getur, ef rökstuddur grunur leikur á að vara uppfylli ekki reglur sem gilda um öryggi vöru, ákveðið tímabundið bann við sölu eða afhendingu hennar á meðan rannsókn, sem ekki skal standa lengur en fjórar vikur, fer fram. Þó er heimilt að framlengja bannið um allt að fjórar vikur ef sérstakar ástæður vegna rannsóknarinnar krefjast að bannið verði framlengt.
Telji eftirlitsstjórnvald að vara sé sérstaklega hættuleg getur það krafist tafarlausrar afturköllunar allra eintaka vörunnar.
Eftirlitsstjórnvaldi er heimilt í tengslum við bann sem það leggur við dreifingu eða sölu vöru samkvæmt þessu ákvæði að skylda framleiðanda eða dreifingaraðila, eftir því sem við getur átt, til að lagfæra vöruna þannig að hún uppfylli settar reglur, afhenda kaupendum sams konar vöru, en hættulausa, eða greiða kaupendum andvirði vörunnar.
Eftirlitsstjórnvald getur jafnframt ákveðið að óheimilt sé að lagfæra vöru eða endurnýta hana á annan hátt ef það telst hættulegt eða varhugavert að mati þess.
Hafi eftirlitsstjórnvald bannað sölu vöru á grundvelli þess að hún uppfylli ekki öryggiskröfur er framleiðanda og dreifingaraðila heimilt að krefjast þess að varan skuli prófuð af faggiltri prófunarstofu. Slík prófun frestar ekki framkvæmd ákvörðunar eftirlitsstjórnvalds.
Eftirlitsstjórnvaldi ber að endurskoða ákvörðun ef breyttar aðstæður eru fyrir hendi.
Framleiðandi eða fulltrúi hans ber allan kostnað af afturköllun vöru. Sé vara ekki í samræmi við settar reglur skal hann bera þann kostnað sem hlýst af skoðun, rannsókn og prófun, svo og annan kostnað. Framleiðandi eða fulltrúi hans greiðir allan kostnað af tilkynningum um hættulega vöru sem beint er til almennings, svo sem kostnað við tilkynningar í fjölmiðlum. Framleiðanda eða fulltrúa hans er heimilt að annast tilkynningar til almennings enda sé framkvæmd tilkynningar með þeim hætti að eðlilegum varnaðaráhrifum verði náð.
Ef mikil hætta er á að vara valdi verulegu tjóni og fyrirmælum eftirlitsstjórnvalds skv. 20. gr. hefur ekki verið hlýtt skal viðkomandi eftirlitsstjórnvald leitast við að koma í veg fyrir tjónið með tiltækum aðgerðum og getur það kvatt til lögreglu sér til aðstoðar í því sambandi.
1)Rg. 237/1996.
Dagleg framkvæmd laga þessara er í höndum Löggildingarstofunnar og annarra eftirlitsstjórnvalda.
Viðskiptaráðherra setur í reglugerð1) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.