Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 272/1982.
Flutningsjöfnunargjaldið skal reikna á hvert selt tonn af sementi. Skulu innlendir framleiðendur (Sementsverksmiðja ríkisins) greiða gjaldið ársfjórðungslega til viðskiptaráðuneytisins, en af innfluttu sementi skal það innheimt með aðflutningsgjöldum. Annast [tollstjórar]1) innheimtuna, og skulu þeir skila gjaldinu til viðskiptaráðuneytisins.
Fé það, sem á hverjum tíma er í flutningsjöfnunarsjóði, skal ávaxta í banka á sérstökum reikningi.
Heimilt er viðskiptaráðuneytinu að fella niður flutningsjöfnunargjald á sementi, sem flutt er til landsins eða framleitt er innanlands og notað er til byggingar orkuvera eða annarra meiriháttar framkvæmda. Flutningsjöfnunarsjóður greiðir þá ekki flutningskostnað á sementi til þeirra nota.