Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Helstu nýjungar, sem ekki verða taldar til uppfinninga, eru þær sem eingöngu varða:
Aðferðir við handlækningar, endurhæfingu eða sjúkdómsgreiningu á mönnum eða dýrum verða heldur ekki taldar til uppfinninga. Þetta er þó ekki því til fyrirstöðu að veita megi einkaleyfi fyrir tækjum og afurðum til nota við þessar aðferðir, þar á meðal fyrir efnum og efnablöndum.
Einkaleyfi má ekki veita fyrir:
Það telst þekkt sem almennur aðgangur er að í rituðu máli, fyrirlestrum, með hagnýtingu eða á annan hátt. Einnig telst efni einkaleyfisumsóknar, sem lögð hefur verið inn hér á landi fyrir umsóknardag annarrar umsóknar, þekkt ef aðgangur verður almennur að fyrri umsókninni samkvæmt reglum 22. gr. Skilyrðið í 1. mgr. um að uppfinningin sé í verulegum atriðum frábrugðin því sem þekkt er gildir þó ekki gagnvart efni slíkrar umsóknar.
Umsóknir, sem um er fjallað í III. kafla, skulu í sérstökum tilvikum hafa sömu áhrif hér á landi og um er rætt í 2. mgr., sbr. 29. og 38. gr.
Skilyrði í 1. mgr. um að uppfinningar skuli vera nýjar er ekki því til fyrirstöðu að veitt verði einkaleyfi fyrir þekktu efni eða efnablöndum til notkunar við aðferðir þær sem nefndar eru í 3. mgr. 1. gr. svo fremi sem efnið eða efnablöndurnar eru ekki þekktar við einhverjar þessara aðferða.
Einkaleyfi má veita fyrir uppfinningu þótt hún hafi orðið almenningi aðgengileg innan sex mánaða fyrir umsóknardag þegar það má rekja til:
Í einkaréttinum felst einnig að aðrir en einkaleyfishafi mega ekki án hans samþykkis hagnýta sér uppfinninguna með því að afhenda eða bjóða þeim sem ekki hafa heimild til að nota uppfinninguna tilföng til að nota hana hér á landi. Þetta á við ef tilföngin varða verulegan þátt uppfinningar og sá sem lætur þau af hendi eða tilboðsgjafinn veit að þau henta og eru ætluð til slíkra nota eða slíkt er ljóst af aðstæðum. Sé tilfang almenn verslunarvara gildir þetta þó því aðeins að sá sem afhendir eða býðst til að afhenda það hvetji móttakandann til að hafa þann verknað í frammi sem nefndur er í 1. mgr. Við beitingu ákvæða 1. og 2. málsl. þessarar málsgreinar verður að líta svo á að þeir, sem fara að með þeim hætti sem nefndur er í 1., 3. og 4. tölul. 3. mgr., hafi ekki rétt til að notfæra sér uppfinninguna.
Einkaréttur tekur ekki til:
Aðilaskipti að rétti skv. l. mgr. geta aðeins orðið í tengslum við aðilaskipti að þeim atvinnurekstri sem rétturinn á uppruna sinn í eða starfsemi þar sem notkun hans var áformuð.
Iðnaðarráðherra getur ákveðið að þrátt fyrir veitt einkaleyfi megi flytja inn varahluti og annað tilheyrandi loftförum og nota hér við viðgerðir á loftförum sem skráð eru í öðru ríki ef það ríki veitir íslenskum loftförum sams konar réttindi.
...2)
1)Sjá. Rg. 574/1991, sbr. 661/1995, 268/1996, 679/1996 og 700/1997, og augl. 575/1991, sbr. 661/1995 og 286/1996.
Iðnaðarráðherra skipar áfrýjunarnefnd í einkaleyfamálum. Nefndin úrskurðar í málum sem til hennar verður skotið og varða ákvarðanir einkaleyfayfirvalda, sbr. 25. gr. og 67. gr. þessara laga. Í reglugerð verður nánar kveðið á um nefndina.
Einkaleyfisumsókn skal hafa að geyma lýsingu á uppfinningunni ásamt teikningum, sé þeirra þörf, og greinargóða skilgreiningu á því sem krafist er einkaleyfis fyrir (einkaleyfiskröfur). Lýsingin skal vera svo skýr að fagmaður geti á grundvelli hennar útfært uppfinninguna. Ef uppfinningin varðar örverufræðilega aðferð eða afurð framleidda með slíkri aðferð telst henni ekki nægilega vel lýst nema skilyrði 6. mgr. séu uppfyllt.
Umsókn skal hafa að geyma ágrip af lýsingu og einkaleyfiskröfum. Ágripinu er eingöngu ætlað að veita tæknilegar upplýsingar um uppfinninguna en hefur ekki þýðingu í öðru sambandi.
Nafn uppfinningamanns skal tilgreint í umsókn. Sé umsækjandi annar en uppfinningamaður skal umsækjandi sanna rétt sinn til uppfinningarinnar.
Umsækjandi skal greiða tilskilið umsóknargjald. Fyrir einkaleyfisumsókn skal einnig greiða tilskilið árgjald fyrir hvert gjaldár sem byrjar að líða áður en endanleg ákvörðun er tekin um umsókn. Gjaldár samkvæmt lögum þessum er 12 mánuðir og reiknast í fyrsta skipti frá umsóknardegi, en eftir það frá tilsvarandi degi á almanaksárinu.
Ef við uppfinninguna þarf að nota örverur sem hvorki eru aðgengilegar almenningi né hægt að lýsa í umsókn þannig að fagmaður geti á grundvelli hennar útfært uppfinninguna skal rækt af örverustofninum lögð inn til varðveislu í síðasta lagi á umsóknardegi. Ræktina skal þaðan í frá varðveita stöðugt þannig að hver sá, sem heimild hefur samkvæmt lögum þessum, geti fengið afhent sýni af henni hér á landi. Í reglugerð skal kveðið á um hvar slík varðveisla sé heimil.
Ef varðveitt örverurækt verður óvirk eða ekki er af öðrum ástæðum hægt að láta í té sýni af ræktinni má skipta um hana með nýrri rækt af sama örverustofni innan tilskilins tíma og að öðru leyti í samræmi við ákvæði í reglugerð. Í slíkum tilvikum telst nýja varðveislan hefjast sama dag og hin fyrri.
Ef umsækjandi hvorki tjáir sig um málið né gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að bæta umsóknina innan þess frests sem einkaleyfayfirvöld setja skal hún afskrifuð. Tekið skal fram í tilkynningu skv. 1. mgr. að svo verði gert.
Einkaleyfisumsókn verður þó tekin til meðferðar á ný ef umsækjandi tjáir sig um málið eða bætir umsóknina innan fjögurra mánaða frá því að hinn tiltekni frestur rann út, enda greiði hann tilskilið endurupptökugjald.
Ef árgjald skv. 8., 41. og 42. gr. er ekki greitt verður umsóknin afskrifuð án undanfarandi tilkynningar. Umsókn, sem hefur af þessum ástæðum verið afskrifuð, verður ekki tekin til meðferðar að nýju.
Ef höfðað er mál fyrir dómstólum um rétt til uppfinningar sem sótt er um einkaleyfi fyrir má fresta frekari meðferð einkaleyfisumsóknarinnar þar til málinu er endanlega lokið.
Komi fram krafa um yfirfærslu einkaleyfisumsóknar skv. 1. mgr. má ekki afskrifa, hafna eða samþykkja umsóknina fyrr en tekin hefur verið endanleg afstaða til kröfunnar.
Eftir að einkaleyfayfirvöld hafa sent tilkynningu skv. 1. mgr. er ekki heimilt að breyta einkaleyfiskröfum þannig að umfang verndar samkvæmt einkaleyfinu verði víðtækara.
Greiða skal útgáfugjald innan tveggja mánaða frá tilkynningu einkaleyfayfirvalda skv. 1. mgr. Sé gjaldið ekki greitt skal umsóknin afskrifuð. Umsóknin verður þó tekin til meðferðar að nýju ef umsækjandi greiðir útgáfugjaldið og tilskilið endurupptökugjald innan fjögurra mánaða frá því að frestur rann út.
Uppfinningamaður, sem sjálfur sækir um einkaleyfi, getur, innan þess frests sem um ræðir í 3. mgr., farið fram á að hann verði undanþeginn greiðslu á útgáfugjaldi. Einkaleyfayfirvöld geta orðið við slíkri beiðni ef telja má að umsækjandi eigi í verulegum erfiðleikum með að greiða gjaldið. Ef slíkri beiðni er synjað telst greiðsla, sem innt er af hendi innan tveggja mánaða frá synjun, vera greidd á réttum tíma.]1)
Frá þeim tíma sem veiting einkaleyfis er auglýst skal vera hægt að fá hjá einkaleyfayfirvöldum eintök af lýsingu, einkaleyfiskröfum og ágripi þess. Þar skal koma fram hver sé uppfinningamaður og umsækjandi.]1)
1)L. 36/1996, 7. gr. Ákvæði þetta á ekki við um einkaleyfi sem veitt voru fyrir gildistöku l. 36/1996, sbr. 31. gr. þeirra laga.
Andmæli geta aðeins byggst á því að einkaleyfi hafi verið veitt þrátt fyrir að:
Einkaleyfayfirvöld skulu auglýsa að andmæli hafi borist.]1)
Þegar liðnir eru 18 mánuðir frá umsóknardegi eða þeim degi, sem krafist er forgangsréttar frá, sbr. 6. gr., skulu umsóknargögnin vera öllum aðgengileg, jafnvel þótt einkaleyfi hafi ekki verið veitt. Hafi verið tekin ákvörðun um að afskrifa eða hafna umsókninni má þó ekki veita aðgang að umsóknargögnunum nema umsækjandi krefjist endurupptöku, áfrýi ákvörðun um höfnun eða krefjist endurveitingar réttinda skv. 72. eða 73. gr.]1)
Ef umsækjandi óskar skulu gögn varðandi umsóknina gerð aðgengileg fyrr en lýst er í 1. og 2. mgr.
Þegar umsóknargögn verða aðgengileg skv. 2. eða 3. mgr. skal birta auglýsingu um það.
[Hafi skjal að geyma viðskiptaleyndarmál sem ekki varðar uppfinningu þá sem sótt er um einkaleyfi fyrir eða veitt hefur verið einkaleyfi fyrir geta einkaleyfayfirvöld, ef þess er óskað og sérstakar ástæður eru fyrir hendi, ákveðið að skjalið í heild eða að hluta verði ekki gert aðgengilegt almenningi. Hafi slík beiðni verið sett fram verður skjalið ekki gert aðgengilegt fyrr en tekin hefur verið ákvörðun þar að lútandi eða liðinn er áfrýjunarfrestur vegna þeirrar ákvörðunar. Áfrýjun hefur í för með sér frestun á framkvæmd ákvörðunar.]1)
Ef rækt af örverustofni er varðveitt í samræmi við ákvæði 8. gr. getur hver sem er fengið afhent sýni af ræktinni í samræmi við ákvæði 1., 2. eða 3. mgr. Þetta þýðir þó ekki að sýni verði afhent neinum þeim sem samkvæmt reglugerð eða lagaákvæðum er óheimilt að meðhöndla varðveittar örverur. Sýni verður heldur ekki afhent neinum þeim sem vegna skaðlegra eiginleika örverunnar er ekki talinn hæfur til að meðhöndla sýnið án verulegrar áhættu.
[Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. getur umsækjandi farið fram á að sýni af örveruræktinni skuli aðeins afhent sérfræðingum þar til einkaleyfi hefur verið veitt eða þar til endanlega hefur verið úrskurðað um umsókn án þess að hún hafi leitt til einkaleyfis. Iðnaðarráðherra setur reglur um frest til að setja slíka beiðni fram og hverjir teljast skuli sérfræðingar í þessu samhengi.]1)
Beiðni um afhendingu sýnis skal borin fram skriflega við einkaleyfayfirvöld og skal hún hafa að geyma yfirlýsingu um að fylgt verði þeim takmörkunum varðandi notkun sýnisins sem iðnaðarráðherra ákveður. Ef afhenda á sýnið sérfræðingi skal hann gefa slíka yfirlýsingu í stað þess sem ber fram beiðnina.
Einkaleyfayfirvöldum er heimilt að taka andmælamál til meðferðar þó að einkaleyfi sé fallið eða muni falla úr gildi skv. 51. eða 54. gr., andmælin séu dregin til baka eða andmælandi falli frá eða glati hæfi sínu til að fara með slík mál.
Einkaleyfayfirvöld geta lýst einkaleyfi ógilt, ákveðið að það skuli standa óbreytt eða í breyttu formi. Fallist einkaleyfayfirvöld á að einkaleyfi verði breytt og fyrir liggur að einkaleyfishafi sé því sammála skal breyta einkaleyfisskjali í samræmi við áorðnar breytingar eftir að einkaleyfishafi hefur greitt tilskilið gjald fyrir endurútgáfu leyfisins. Hjá einkaleyfayfirvöldum skal vera hægt að fá eintök af endanlegri gerð einkaleyfisskjalsins.
Sé einkaleyfishafi ekki sammála því að einkaleyfi verði breytt eða hann greiðir ekki tilskilið gjald fyrir útgáfu nýs einkaleyfisskjals telst einkaleyfið fallið úr gildi.
Þegar fyrir liggur endanleg ákvörðun í andmælamáli skal úrskurðurinn auglýstur.]1)
Ef beiðni um endurupptöku skv. 3. mgr. 15. gr. eða 3. mgr. 19. gr. er hafnað eða orðið er við beiðni um yfirfærslu umsóknar skv. 18. gr. getur umsækjandi skotið slíkum ákvörðunum til áfrýjunarnefndar. Ef beiðni um yfirfærslu umsóknar er hafnað getur sá sem setti beiðnina fram skotið ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar.
Ef beiðni skv. 5. og 8. mgr. 22. gr. er hafnað getur sá sem sett hefur slíka beiðni fram skotið ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar.]1)
Ákvarðanir áfrýjunarnefndar verða ekki bornar undir æðra stjórnvald.
[Dómsmál vegna þeirra ákvarðana einkaleyfaskrifstofunnar, sem skjóta má til áfrýjunarnefndar, verður ekki höfðað fyrr en fyrir liggur niðurstaða áfrýjunarnefndar, sbr. þó 52. og 53. gr. Dómsmál vegna þeirrar ákvörðunar áfrýjunarnefndar að hafna einkaleyfisumsókn eða lýsa einkaleyfi ógilt skal höfða innan tveggja mánaða frá því að viðkomandi var tilkynnt um ákvörðunina.]1)
Ákvæði 5. mgr. 22. gr. gilda einnig um gögn sem lögð hafa verið fyrir áfrýjunarnefnd.
Alþjóðleg einkaleyfisumsókn skal lögð inn hjá einkaleyfayfirvöldum eða alþjóðastofnun sem í samræmi við ákvæði sáttmálans og reglur, sem settar eru samkvæmt honum, hafa heimild til að veita viðtöku slíkum umsóknum (viðtökuyfirvöld). Alþjóðlega einkaleyfisumsókn er hægt að leggja inn hjá einkaleyfayfirvöldum hér á landi í samræmi við ákvæði reglugerðar sem iðnaðarráðherra setur. Umsækjandi skal greiða einkaleyfayfirvöldum tilskilið umsóknargjald.
Ákvæði 29.–38. gr. eiga við um alþjóðlegar einkaleyfisumsóknir sem taka til Íslands.
Ef umsækjandi óskar að gerð verði alþjóðleg forathugun á einkaleyfishæfi alþjóðlegrar umsóknar og lýsi hann því yfir innan 19 mánaða frá þeim degi sem getið er um í 1. mgr. að hann í samræmi við ákvæði samningsins hyggist nota niðurstöður þeirrar athugunar við umsókn um einkaleyfi á Íslandi skal hann innan 30 mánaða frá fyrrnefndri dagsetningu hafa uppfyllt skilyrði 1. mgr.
[Hafi umsækjandi greitt þau gjöld, sem krafist er, innan þess frests sem um getur í 1. og 2. mgr. má leggja inn tilskilda þýðingu innan tveggja mánaða viðbótarfrests gegn því að greitt sé ákveðið viðbótargjald áður en sá frestur rennur út.]1)
Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði þessarar greinar telst umsóknin hafa verið dregin til baka að því er varðar Ísland.
Ákvæði 12. gr. tekur ekki gildi fyrr en einkaleyfayfirvöld geta tekið umsóknina til meðferðar.
[Þótt umsókn hafi ekki verið yfirfærð koma ákvæði 22. gr. til framkvæmda um leið og umsækjandi hefur uppfyllt skyldur sínar skv. 31. gr. með því að leggja inn þýðingu á umsókninni til einkaleyfayfirvalda.]1)
Við beitingu ákvæða 48., 56. og 60. gr. telst alþjóðleg einkaleyfisumsókn orðin öllum aðgengileg þegar hún hefur verið gerð aðgengileg samkvæmt ákvæðum 3. mgr. Ef einkaleyfisumsóknin uppfyllir skilyrði samstarfssáttmálans um form og innihald skal hún samþykkt að því leyti.
Umsækjandi getur áfrýjað ákvörðun skv. 1. mgr. þess efnis að umsókn varði tvær eða fleiri óskyldar uppfinningar. Ákvæði 1.–3. mgr. 25. gr. eiga hér við.
Ef úrskurður einkaleyfayfirvalda er staðfestur telst frestur til greiðslu skv. 2. málsl. 1. mgr. frá þeim degi sem endanlegur úrskurður lá fyrir.
Beiðni um endurmat skv. 1. mgr. skal koma á framfæri við alþjóðaskrifstofuna innan frests sem ákveðinn er í reglugerð. Innan sama frests, og að því marki sem kveðið er á um í reglugerð, ber umsækjanda að leggja fram þýðingu á umsókninni til einkaleyfayfirvalda og greiða að auki tilskilið umsóknargjald.
Telji einkaleyfayfirvöld að úrskurður viðtökuyfirvalda eða alþjóðaskrifstofunnar sé rangur skulu þau fara með umsóknina í samræmi við ákvæði II. kafla. Hafi viðtökuyfirvöld ekki ákvarðað alþjóðlegan umsóknardag telst hún vera lögð inn þann dag sem einkaleyfayfirvöld telja að hefði átt að ákvarða sem alþjóðlegan umsóknardag. Sé umsóknin í samræmi við ákvæði samstarfssáttmálans að því er varðar form og efni skal hún viðurkennd að því leyti.
Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. gildir um umsókn sem tekin er til meðferðar skv. 3. mgr., svo fremi hún verði gerð almenningi aðgengileg samkvæmt ákvæðum 22. gr.
Þegar um er að ræða seinni umsókn skv. 11. gr. teljast árgjöld, fyrir gjaldár sem hefjast áður en hún er lögð inn eða innan tveggja mánaða frá þeim degi, undir engum kringumstæðum fallin í gjalddaga fyrr en tveir mánuðir eru liðnir frá umræddum degi. Þegar um er að ræða alþjóðlega umsókn sem yfirfærð hefur verið skv. 31. gr. teljast árgjöld, fyrir gjaldár sem hefjast fyrir yfirfærsludag eða fyrir þann dag sem umsókn hefur verið tekin til meðferðar skv. 38. gr. eða innan tveggja mánaða frá þeim degi, undir engum kringumstæðum fallin í gjalddaga fyrr en tveir mánuðir eru liðnir frá þeim degi.
Árgjald má, með tilskilinni hækkun, greiða innan sex mánaða frá gjalddaga.
Ef beiðni um greiðslufrest á árgjaldi eða lengingu hans er hafnað telst greiðsla, sem berst innan tveggja mánaða frá því, greidd á réttum tíma.
Árgjald, sem veittur hefur verið frestur til að greiða skv. 1. mgr., má greiða innan sex mánaða frá þeim tíma, er frestur rann út, með sömu hækkun og nefnd er í 3. mgr. 41. gr.
Ef færðar eru sönnur á að skráð nytjaleyfi sé fallið niður skal það afmáð í einkaleyfaskránni.
Ákvæði 1. og 2. mgr. taka einnig til nauðungarleyfa og heimilda skv. 2. mgr. 53. gr.
Málsókn vegna einkaleyfis má ætíð beina að þeim sem er skráður einkaleyfishafi í einkaleyfaskrá og tilkynningar frá einkaleyfayfirvöldum má senda honum.
Við beitingu ákvæða 1. mgr. getur iðnaðarráðherra ákveðið ef fullnægt er skilyrðum um gagnkvæmni að notkun í öðru landi teljist jafngild notkun hér á landi.
Hafi verið veitt nauðungarleyfi skv. 1. mgr. til að hagnýta einkaleyfða uppfinningu á einkaleyfishafi þeirrar uppfinningar rétt á að fá nauðungarleyfi með sanngjörnum kjörum til að hagnýta hina uppfinninguna.]1)
Nauðungarleyfi skv. 1. mgr. getur náð til tímans fyrir veitingu einkaleyfisins.
Nauðungarleyfi hindrar ekki að einkaleyfishafi sjálfur hagnýti uppfinninguna eða veiti öðrum nytjaleyfi.
Aðilaskipti að nauðungarleyfi eru aðeins heimil í tengslum við aðilaskipti að atvinnurekstri þeim sem leyfið er hagnýtt í eða til stóð að hagnýta það. Enn fremur gildir fyrir nauðungarleyfi sem veitt er skv. 1. mgr. 46. gr. að aðilaskipti að nauðungarleyfinu skulu fara fram um leið og aðilaskipti að því einkaleyfi sem háð er einkaleyfi í eigu annars aðila.
Nauðungarleyfi varðandi hálfleiðaratækni verður aðeins veitt til opinberrar hagnýtingar, sem ekki er viðskiptalegs eðlis, eða til að koma í veg fyrir athæfi sem dómstóll eða stjórnvald hefur talið samkeppnishamlandi.]1)
Einkaleyfi verður þó ekki dæmt ógilt í heild sinni af þeirri ástæðu að einkaleyfishafinn hafi einungis átt rétt til einkaleyfisins að hluta.
Að frátöldu tilviki því, er greinir í 4. mgr., getur hver sem er höfðað mál samkvæmt grein þessari.
Mál, sem reist er á því að annar hafi öðlast einkaleyfi en sá sem skv. 1. gr. á rétt til þess, getur sá einn höfðað er telur sig eiga rétt til einkaleyfisins. Mál skal höfðað innan eins árs frá því að viðkomandi fékk vitneskju um útgáfu einkaleyfisins og önnur þau atvik sem málsóknin er reist á. Hafi einkaleyfishafi verið í góðri trú þegar einkaleyfið var veitt eða þegar hann eignaðist það verður mál undir engum kringumstæðum höfðað eftir að þrjú ár eru liðin frá útgáfu einkaleyfisins.
Hafi maður, sem misst hefur einkaleyfi með dómi, í góðri trú hagnýtt uppfinningu í atvinnuskyni hérlendis eða gert verulegar ráðstafanir til þess er honum heimilt gegn sanngjörnu gjaldi og að öðru leyti með sanngjörnum skilmálum að halda þeirri hagnýtingu áfram með sem líkustum hætti eða hefja fyrirhugaða hagnýtingu innan sömu marka. Handhafi skráðs nytjaleyfis hefur einnig sama rétt á sömu forsendum.
Aðilaskipti að rétti skv. 2. mgr. geta einungis orðið í tengslum við aðilaskipti að þeim atvinnurekstri þar sem rétturinn er hagnýttur eða þar sem til stóð að beita honum.
Nú er byrjuð málsókn um yfirfærslu á rétti til einkaleyfis og má þá ekki lýsa einkaleyfið niður fallið fyrr en úrlausn er fengin í málinu.
Gefi maður til kynna með því að snúa sér beint til annars eða með auglýsingu, með áritun á vöru eða umbúðir hennar eða með öðrum hætti að sótt hafi verið um einkaleyfi eða það veitt, án þess þó jafnframt að tilgreina númer einkaleyfisins eða umsóknarinnar, er honum skylt að veita þeim sem þess krefst þær upplýsingar án ástæðulausrar tafar. Ef upplýsingar eru til þess fallnar að gefa í skyn að um einkaleyfi hafi verið sótt eða það veitt, án þess að slíkt sé skýrt tekið fram, er skylt, sé þess krafist, að veita án ástæðulausrar tafar upplýsingar um hvort svo sé.
Nú er brot framið af félagi eða öðru fyrirtæki og er þá heimilt að dæma það í fésekt.
Sókn sakar á sá sem misgert er við.
Skerði einhver einkaleyfisrétt án þess að um ásetning eða gáleysi hafi verið að ræða er hann, ef og að því marki sem það telst sanngjarnt, skyldur til að greiða endurgjald og skaðabætur samkvæmt ákvæðum 1. mgr.
Þegar mjög sérstæðar ástæður liggja til grundvallar getur dómstóll, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. og sé þess krafist, veitt eiganda afurða þeirra, tækja, útbúnaðar og annars, sem nefnt er í 1. mgr., heimild til umráða yfir þeim á gildistíma einkaleyfis eða hluta af honum gegn sanngjörnu endurgjaldi og að öðru leyti með sanngjörnum skilmálum.
Aðili, sem hagnýtir sér uppfinningu, sbr. 1. mgr., er aðeins skyldur til greiðslu skaðabóta að því marki sem um ræðir í 2. mgr. 58. gr. fyrir tjón sem leiðir af skerðingu sem átt hefur sér stað áður en veiting einkaleyfis var auglýst skv. 20. gr.]1)
Ákvæði 2. og 3. mgr. 57. gr. eiga hér einnig við.
Sanni stefnandi ekki á þingfestingardegi að tilkynningar skv. 1. mgr. hafi verið sendar getur dómstóllinn veitt honum frest svo að skilyrðum 1. mgr. verði fullnægt. Nýti stefnandi ekki frestinn í þessu skyni skal vísa máli hans frá dómi.
Nú höfðar einkaleyfishafi mál vegna einkaleyfisskerðingar og vilji stefndi gera kröfu um að einkaleyfið verði dæmt ógilt skal hann samkvæmt ákvæðum 1. mgr. tilkynna það einkaleyfayfirvöldum og skráðum nytjaleyfishöfum. Ákvæði 2. mgr. eiga hér einnig við og verður kröfunni um ógildingu einkaleyfis vísað frá dómi ef stefndi nýtir ekki frestinn.
Í málum um einkaleyfisskerðingu, sem nytjaleyfishafi höfðar, getur stefndi stefnt einkaleyfishafanum án tillits til varnarþings hans til að beina að honum kröfu um ógildingu einkaleyfisins.
Umsækjendur og einkaleyfishafar, sem ekki eru heimilisfastir hér á landi, skulu taldir eiga varnarþing í Reykjavík í málum samkvæmt lögum þessum.
Við sönnunarfærslu fyrir hinu gagnstæða skal virða réttmæta hagsmuni aðila til að vernda framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál.]1)
1)Reglugerðin er birt í Stjtíð. A 1996, bls. 84–88.2)L. 132/1997, 1. gr. Reglugerðin og ákvörðunin eru birtar í Stjtíð. A 1997, bls. 460–465.3)L. 36/1996, 24. gr.
Umsókn um viðbótarvernd skal leggja inn skriflega til einkaleyfayfirvalda. Umsækjandi skal greiða tilskilið umsóknargjald.
Fyrir viðbótarvernd skal greiða tiltekið árgjald fyrir hvert gjaldár sem hefst eftir að einkaleyfið fellur úr gildi. Um árgjöld gilda að öðru leyti sömu reglur og um árgjöld af einkaleyfum.
Nánari reglur um umsóknir um viðbótarvernd, meðferð þeirra og rannsókn, skráningu viðbótarverndar og fleira skulu settar í reglugerð.
Viðurlagaákvæði 57. og 62. gr. eiga einnig við um viðbótarvernd.]3)
Hafi einkaleyfishafi ekki umboðsmann fer um birtingu stefnu eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála í héraði. Einnig skal í ábyrgðarbréfi senda skráðum einkaleyfishafa afrit stefnu. Sama gildir um aðrar tilkynningar er einkaleyfið varða.
Iðnaðarráðherra getur ákveðið að reglur 1. mgr. gildi ekki gagnvart einkaleyfishafa sem heimilisfesti á í öðru landi ef einkaleyfishafar, sem heimilisfesti eiga hér á landi, njóta sama réttar að þessu leyti í hinu erlenda ríki. Hið sama gildir einnig ef einkaleyfishafi hefur umboðsmann sem búsettur er í viðkomandi ríki og sá hinn sami er skráður í einkaleyfaskrá hér á landi sem umboðsmaður með heimild til að taka við stefnu og öðrum tilkynningum.
Innan sama frests skal greiða tilskilið áfrýjunargjald. Sé það ekki gert skal vísa áfrýjuninni frá.
1)Rg. 673/1996, sbr. 288/1996. Rg. 639/1995, sbr. 288/1996, 200/1997 og 758/1997.
Iðnaðarráðherra getur ákveðið, að ósk yfirvalda í öðru landi, að einkaleyfayfirvöld hér á landi veiti hinu erlenda yfirvaldi upplýsingar um meðferð á innlögðum einkaleyfisumsóknum. Einnig getur iðnaðarráðherra ákveðið að einkaleyfayfirvöld hér á landi geti við mat á einkaleyfishæfi umsóknar lagt til grundvallar rannsókn á einkaleyfishæfi uppfinningar sem fram hefur farið hjá einkaleyfayfirvöldum í öðru landi eða hjá alþjóðlegri stofnun.
Iðnaðarráðherra getur enn fremur ákveðið að umsækjandi hér á landi, sem lagt hefur inn sambærilega umsókn um einkaleyfi í öðru landi, skuli, að kröfu einkaleyfayfirvalda hér á landi, innan ákveðins frests láta í té upplýsingar sem honum hafa verið veittar af einkaleyfayfirvöldum í viðkomandi landi um niðurstöður rannsóknar á einkaleyfishæfi uppfinningar ásamt afriti af bréfaskriftum þeirra á milli. Upplýsinga verður þó ekki krafist vegna alþjóðlegrar umsóknar sem fjallað er um í III. kafla laganna ef fram hefur farið alþjóðleg forathugun á einkaleyfishæfi hennar og skýrsla um rannsóknina hefur verið látin einkaleyfayfirvöldum í té.
1)Rg. 574/1991, augl. 575/1991.2)L. 36/1996, 26. gr.
Ef réttur til að hagnýta uppfinningu er yfirtekinn á grundvelli ákvörðunar skv. 1. mgr. af öðrum en ríkinu og sá aðili greiðir ekki endurgjald það sem þar um ræðir er ríkinu skylt að kröfu þess, sem rétt á til endurgjaldsins, að greiða það samstundis.
Ákvæði 1. mgr. eiga með sama hætti við ef umsækjandi eða einkaleyfishafi hefur ekki greitt árgjald innan þess frests sem ákveðinn er í 3. mgr. 41. gr. eða 3. mgr. 42. gr. Beiðni um endurveitingu réttinda í þeim tilvikum þarf þó að hafa borist og árgjaldið greitt í síðasta lagi sex mánuðum frá lokum frestsins.
Ákvæði 1. mgr. eiga ekki við um frest skv. 1. mgr. 6. gr. og 3. mgr. 25. gr.
Óski umsækjandi eftir endurveitingu réttinda skv. 1. mgr. skal hann innan þar tilgreinds frests senda einkaleyfayfirvöldum skriflega beiðni þar að lútandi.
Hafi maður í góðri trú byrjað að hagnýta uppfinningu hér á landi í atvinnuskyni, eða gert verulegar ráðstafanir til þess eftir að liðinn er tilskilinn frestur til endurupptöku umsóknar sem hefur verið afskrifuð eða hafnað, ellegar eftir að tilkynnt hefur verið að einkaleyfi sé fallið úr gildi, en þó áður en auglýsing skv. 1. mgr. hefur verið gefin út, þá getur hlutaðeigandi haldið hagnýtingu áfram með sama hætti og áður var.
Aðilaskipti að rétti skv. 2. mgr. geta einungis orðið í tengslum við aðilaskipti að þeim atvinnurekstri þar sem rétturinn er hagnýttur eða þar sem til stóð að beita honum.
[Einkaleyfi fyrir lækningalyfjum er hægt að veita eftir 1. júní 1996 á grundvelli umsókna sem lagðar eru inn eftir 1. janúar 1995.]1)
[Einkaleyfi fyrir nautna- eða næringarefnum er hægt að veita á grundvelli umsókna sem lagðar eru inn eftir 1. janúar 1992.]2)
Ákvæði III. kafla laganna taka ekki gildi fyrr en auglýsing hefur verið birt um að Ísland hafi gerst aðili að samstarfssáttmálanum.
Ákvæði 8., 22. og 56. gr. laganna um varðveislu ræktar af örverustofni taka ekki gildi fyrr en slíkt verður ákveðið með reglugerð og verður einungis beitt varðandi umsóknir sem lagðar eru inn eftir að ákvæðin taka gildi.
Nú hagnýtir einhver við gildistöku laga þessara í atvinnuskyni hér á landi uppfinningu, sem annar hefur einkaleyfi fyrir, án þess að sú hagnýting sé óheimil með tilliti til 5. gr. laga nr. 12 20. júní 1923, eða gerir verulegar ráðstafanir til slíkrar hagnýtingar. Honum er þá heimilt að halda þeirri hagnýtingu áfram innan sömu marka þrátt fyrir að hagnýtingin væri óheimil skv. 3. gr. þessara laga. Aðilaskipti að slíkum rétti geta einungis orðið í tengslum við aðilaskipti að þeim atvinnurekstri þar sem rétturinn er hagnýttur eða þar sem til stóð að beita honum.
Greiða skal árgjöld af umsóknum sem lagðar hafa verið inn fyrir gildistöku laga þessara. Árgjald fyrir slíkar umsóknir reiknast í fyrsta sinn frá þeim almanaksdegi eftir gildistöku laganna sem umsóknin var upphaflega lögð inn á. Árgjöld fyrir fyrstu tvö gjaldárin eftir gildistöku laganna falla þó ekki í gjalddaga fyrr en árgjald fyrir þriðja gjaldár gjaldfellur.