a. móta reglur sem miða að því að slys séu skilmerkilega skráð og sú skráning sé samræmd, jafnframt því sem séð verði um úrvinnslu þeirra upplýsinga og útgáfu á slysatölum,
b. vera ríkisstjórn, ráðherra og öðrum aðilum til ráðuneytis um allt er lýtur að slysavörnum,
c. gera tillögur til heilbrigðisyfirvalda um áhersluatriði í slysavörnum á hverjum tíma,
d. stuðla að rannsóknum á orsökum og afleiðingum slysa,
e. hvetja til samræmingar á störfum þeirra aðila sem vinna að slysavörnum,
f. fylgjast með nýjungum og reynslu annarra þjóða í slysavörnum,