Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um happdrætti (lotterí) og hlutaveltur (tombólur)

1926, nr. 6, 15. júní

1. gr.
        Happdrætti, hverrar tegundar sem er, má ekki hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, og ekki hlutaveltur nema með leyfi lögreglustjóra.
        Peningahappdrætti eða önnur því lík happspil má ekki setja á stofn án lagaheimildar.

2. gr.
        Það er bannað mönnum á Íslandi að versla þar með eða selja hluti fyrir erlend happdrætti eða önnur þvílík happspil, eða að hafa þar á hendi nokkur störf, er að þessu lúta.

3. gr.
        [Brot gegn lögum þessum varða sektum og skal fara með mál af þeim að hætti opinberra mála.]1)

1)L. 75/1982, 49. gr.