Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Einstaklingur, sem dvelst í öðru sveitarfélagi en þar, sem hann á heimilisfang, er tilkynningarskyldur samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar, ef hann á sínum tíma var skyldur til að tilkynna komu sína í umdæmið, samkvæmt ákvæðum 3. eða 5. gr., eða hefði verið skyldur til þess, ef þessi ákvæði hefðu verið í gildi á þeim tíma.
[Nú kemur maður í aðra sveit en heimilissveit til dvalar í tvo mánuði eða lengur, og skal hann þá innan 7 daga tilkynna sveitarstjórn dvalarsveitar aðsetur sitt. Nú hefur maður verið staddur tvo mánuði í annarri sveit en heimilissveit, þó að hann hafi í fyrstu ekki ætlað sér að dvelja þar svo lengi, og skal hann þá innan 7 daga tilkynna sveitarstjórn dvalarsveitar aðsetur sitt.]1) Ákvæði þetta tekur til vistmanna á hælum, sjúklinga í sjúkrahúsum, gesta í gistihúsum og fanga í fangelsum jafnt og til þeirra, sem hafa aðsetur í venjulegu húsnæði utan heimilissveitar sinnar.
Frá ákvæði 2. mgr. um tilkynningarskyldu gilda eftirfarandi undantekningar:
[Undantekningar þær frá tilkynningarskyldu, sem taldar eru í 3. mgr. þessarar greinar, gilda aðeins meðan umgetin atvik eru fyrir hendi. Ef maður dvelst í sveitarfélagi eftir brottfall þess atviks, er gerði hann undanþeginn tilkynningarskyldu, skal hann tilkynna dvalarsveit aðsetur sitt samkvæmt ákvæðum 2. mgr. þessarar greinar.]1)
[Hver sá, sem hefur í hyggju að skipta um aðsetur á tímabilinu 16. nóvember til 1. desember á ári hverju, skal tilkynna það hlutaðeigandi sveitarstjórn eigi síðar en 15. nóvember, enda liggi þá fyrir, hvert hann flytur. Sama tilkynningarskylda hvílir á þeim, sem áformar að taka sér nýtt heimilisfang á fyrr greindu tímabili, án þess að hann flytji þangað aðsetur sitt að svo stöddu.]2)
Hver sá, sem fer til útlanda og hættir að eiga lögheimili hér á landi, skal tilkynna það viðkomandi sveitarstjórn, áður en hann fer, og meðal annars upplýsa fullt aðsetur sitt erlendis. Þeir, sem hafa tilkynnt komu til landsins samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar eða verið skyldir til að gera það, skulu tilkynna brottför sína frá því á sama hátt, nema hlutaðeigandi hyggi á endurkomu til landsins eftir dvöl um stundarsakir erlendis.
Heimilt er að ákveða, að fyrirmæli 1. mgr. þessarar greinar skuli ekki taka til námsmanna frá tilteknum löndum eða til erlendra sjómanna á íslenskum fiskiskipum, enda hafi hinir síðarnefndu ekki aðsetur í landi.]1)
[Maður, sem dvalist hefur hér á landi án þess að vera tilkynningarskyldur samkvæmt ákvæðum þessara laga, skal tilkynna aðsetur sitt innan 7 daga, ef hann dvelst áfram í landinu eftir brottfall þeirra atvika, sem gerðu hann undanþeginn tilkynningarskyldu.]2)
[Hver húsráðandi er skyldur til að tilkynna aðsetursskipti einstaklinga, sem taka sér aðsetur í húsnæði á hans vegum eða hverfa úr því, eftir sömu reglum og þeir sjálfir eru tilkynningarskyldir. Sama skylda hvílir á forstöðumönnum hæla, sjúkrahúsa, skóla, gistihúsa, fangelsa og annarra slíkra stofnana. Enn fremur ber hverjum húseiganda að fullnægja tilkynningarskyldu fyrir einstaklinga í húsnæði hans, þ.e. bæði fyrir fjölskylduföður og heimafólk, en hann er ekki ábyrgur fyrir því, að tilkynningarskyldu sé fullnægt fyrir framleigutaka í húsi hans.]1)
Bæjarstjórar og oddvitar skulu kvitta skriflega fyrir móttöku tilkynninga um aðsetursskipti.
[Skylda húsráðanda (húseiganda) til að tilkynna aðsetursskipti samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar fellur niður, ef hlutaðeigandi sýnir honum, áður en tilkynningarfresti lýkur, kvittun viðkomandi sveitarstjórnar fyrir því, að tilkynningarskyldu hafi verið fullnægt.]1)
Heimilt er að krefjast þess, að tilkynningar um aðsetursskipti séu látnar í té í tvíriti.
Félagsmálaráðuneytið ákveður tilhögun á sendingu tilkynninga til Hagstofu Íslands, og hvaða tímafrestir skulu gilda í því sambandi.
[Hagstofu Íslands er heimilt að krefjast þess af forstöðumönnum einstakra hæla, sjúkrahúsa, skóla, gistihúsa, fangelsa og annarra slíkra stofnana, að þeir tilkynni á venjulegan hátt aðsetursskipti allra einstaklinga, sem hverfa úr húsnæði á vegum stofnunarinnar, hvort sem ber að tilkynna þá samkvæmt 9. gr. þessara laga eða ekki. Hagstofu Íslands er enn fremur heimilt að krefjast þess af umræddum aðilum, að þeir afli handa henni upplýsinga um aðsetursskipti starfsmanna stofnunarinnar, sem hafast ekki við í húsnæði á hennar vegum. Þetta tekur þó aðeins til aðsetursskipta í sambandi við það, að starfsmenn hefja störf eða hætta störfum hjá viðkomandi stofnun.]1)
[Sveitarstjórnir skulu gefa út og senda Hagstofu Íslands tilkynningar um aðsetursskipti innansveitar, sem þeim er kunnugt um, að hafi ekki verið tilkynnt. Þær skulu enn fremur gefa út og senda Hagstofu Íslands tilkynningar um einstaklinga, sem talið er að hafi flutt heimilisfang sitt úr sveitarfélaginu, ef ástæða er til að ætla, að það hafi ekki verið tilkynnt sveitarstjórn viðkomandi umdæmis. Þó er sveitarstjórn óheimilt að tilkynna brott úr sveitarfélaginu einstakling, sem dvelst í öðru sveitarfélagi vegna veikinda, ef hann nýtur framfærslustyrks frá heimilissveit sinni eða telja má líklegt, að hann verði styrkþegi hennar.
Sveitarstjórnir skulu, ef Hagstofan telur þess þörf, gera ráðstafanir til öflunar upplýsinga um aðsetursskipti, sem vanrækt hefur verið að tilkynna, sbr. 2. mgr. þessarar greinar.
Aðseturstilkynningar útgefnar af sveitarstjórnum samkvæmt 2. og 3. mgr. þessarar greinar eru fullgild heimild til staðfestingar manna í allsherjarspjaldskránni, að svo miklu leyti sem öruggari vitneskja samkvæmt tilkynningum hlutaðeigenda sjálfra er ekki fyrir hendi.
Tilkynningum samkvæmt 2. og 3. mgr. þessarar greinar skal hagað í samræmi við nánari fyrirmæli Hagstofu Íslands þar að lútandi.]1)
Útlendingaeftirlitið skal aðstoða við framkvæmd laga þessara eftir föngum, einkum í sambandi við eftirlit með því, að þeir, sem koma til landsins og fara frá landinu, fullnægi tilkynningarskyldu samkvæmt ákvæðum laganna.