1) Ef skotinn hvalur er fluttur til lands á grýtta eða sönduga staði, ellegar fjörur, er öðrum tilheyra, og kann þar að skerast og burt flytjast, svo landeiganda sé enginn skaði að, þá á hann engan hlut í hvalnum; þó á að borga honum þann velvilja, er hann kynni við þvílík tækifæri að auðsýna veiðimönnunum, eftir því sem þeir geta við hann á sáttir orðið.