Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og sambands þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins er farinn úr því, en samningar þeir, sem hann hefur orðið bundinn af, á meðan hann var félagsmaður, eru skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samningurinn er um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn.
[Samninganefnd eða fyrirsvarsmaður, sem kemur fram fyrir hönd samningsaðila við gerð kjarasamnings, hefur umboð til þess að setja fram tillögur að samningi, taka þátt í samningaviðræðum og undirrita kjarasamning fyrir hönd hlutaðeigandi félags eða samtaka. Samninganefnd er heimilt að fela sameiginlegri samninganefnd fleiri félaga eða sambanda umboð sitt til samningsgerðar að hluta eða að öllu leyti. Þá er samninganefnd heimilt að kveða á um sameiginlega atkvæðagreiðslu félagsmanna hlutaðeigandi félaga eftir því sem nefndin kann að ákveða hverju sinni eða um kann að semjast með kjarasamningi.
Þegar kjarasamningur hefur verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila gildir hann frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meiri hluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungs þátttöku samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun. Fari fram almenn leynileg póstatkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um gerðan kjarasamning gildir niðurstaða hennar óháð þátttöku. Nú tekur kjarasamningur einungis til hluta félagsmanna eða starfsmanna fyrirtækis og er þá heimilt að ákveða í samningnum að þeir einir séu atkvæðisbærir um hann, enda komi þar skýrt fram hvernig staðið verði að atkvæðagreiðslu.
Standi fleiri en tvö stéttarfélög að gerð kjarasamnings, vinnustaðarsamnings, fyrir félagsmenn á sama vinnustað skal hann borinn sameiginlega undir atkvæði allra félagsmanna sem hann tekur til og ræður meiri hluti niðurstöðu. Um gildistöku og afgreiðslu vinnustaðarsamnings fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 2. mgr.
Skylt er samningsaðilum að stuðla að því að félagsmenn þeirra virði gerða kjarasamninga.]1)
[Ófélagsbundnir atvinnurekendur og launamenn utan stéttarfélaga bera einir ábyrgð á samningsrofum af sinni hálfu. Nú er ekki sýnt fram á aðild samningsaðila að aðgerðum sem jafna má til vinnustöðvunar og ber félagsmaður þá sjálfur ábyrgð á þátttöku sinni í þeim.]1)
Sjálfstæð vinnustöð telst í þessu sambandi sérhvert atvinnufyrirtæki, þar sem hópur manna vinnur undir stjórn sérstaks verkstjóra og flokksstjóra, svo sem: Verksmiðjur, fiskverkunarstöðvar, skipaafgreiðslur, skip, bifreiðastöðvar o.fl.
Verði ágreiningur á milli stéttarfélaga um, hvert þeirra skuli skipa trúnaðarmann, úrskurðar Alþýðusamband Íslands ágreininginn.
Strax og trúnaðarmanni hefur borist umkvörtun verkamanns eða hann telur sig hafa ástæðu til að ætla, að gengið sé á rétt verkamanns eða verkalýðsfélags á vinnustöð hans af hálfu atvinnurekandans eða fulltrúa hans, ber honum að rannsaka málið þegar í stað. Komist hann að þeirri niðurstöðu, að umkvartanir eða grunur hans hafi haft við rök að styðjast, ber honum að snúa sér til atvinnurekandans eða umboðsmanns hans með umkvörtun og kröfu um lagfæringu. Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið. Enn fremur skulu þeir gefa félaginu skýrslu um það, sem þeir telja að atvinnurekandi eða fulltrúar hans hafi brotið af sér við verkamenn og félög þeirra.
Nú er vinnustöðvun einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað og er þá heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til. Þarf þá fimmtungur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðvun.
Í tillögu um vinnustöðvun skal koma skýrt fram til hverra henni er einkum ætlað að taka og hvenær vinnustöðvun er ætlað að koma til framkvæmda. Þá er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.
Samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samningsaðila er jafnan heimilt að aflýsa vinnustöðvun. Sömu aðilum er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun, einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa samtals án samþykkis gagnaðila, enda sé frestunin kynnt honum með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Þó er jafnan heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun og yfirstandandi vinnustöðvun með samþykki beggja aðila.]1)
1)L. 75/1996, 5. gr. Ákvæði kaflans gilda eftir því sem við á um opinbera starfsmenn sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna ná til, sbr. 9. gr. s.l.
[Ráðherra ræður einnig vararíkissáttasemjara og skal hann fullnægja sömu skilyrðum og ríkissáttasemjari.]1)
Vararíkissáttasemjari tekur við störfum ríkissáttasemjara þegar hann er forfallaður og er honum til aðstoðar þegar þörf krefur.
Ríkissáttasemjari getur [tilnefnt]1) aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu. Það er borgaraleg skylda að taka að sér aðstoðarsáttasemjarastarf.
Ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar getur ríkisstjórnin skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.
Vararíkissáttasemjari, aðstoðarsáttasemjari og sáttanefndarmenn hafa réttindi og bera skyldur ríkissáttasemjara þegar þeir eru að störfum.
Laun ríkissáttasemjara skulu ákveðin á sama hátt og laun ráðherra og hæstaréttardómara. Félagsmálaráðherra ákveður laun vararíkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjara og þóknun sáttanefndarmanna.]2)
Hann skal fylgjast með ástandi og horfum í atvinnulífi og á vinnumarkaði um allt land. Hann skal fylgjast með þróun kjaramála og atriðum sem valdið gætu ágreiningi í samskiptum samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaga.
Ríkissáttasemjari skal halda skrá yfir gildandi kjarasamninga og er samtökum launafólks og atvinnurekenda, svo og ófélagsbundnum atvinnurekendum, skylt að senda honum samrit allra kjarasamninga sem þeir gera jafnskjótt og þeir hafa verið undirritaðir. Breytingar á áður gildandi kjarasamningum skulu sendar með sama hætti. Sömu aðilar skulu einnig senda sáttasemjara samrit allra kauptaxta og kjaraákvæða sem út eru gefin á grundvelli gildandi kjarasamninga.
Samningsaðilar skulu enn fremur senda ríkissáttasemjara samrit af uppsögn kjarasamninga, svo og kröfugerð, jafnskjótt og hún er send gagnaðila.]1)
Viðræðuáætlun skal gerð í síðasta lagi tíu vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus. Ef samningsaðilar hafa þá ekki gert viðræðuáætlun skal sáttasemjari gefa út viðræðuáætlun fyrir þá samningsaðila í síðasta lagi átta vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus og skal sáttasemjari þá taka mið af öðrum viðræðuáætlunum sem hafa þegar verið gerðar.]1)
Ef slitnar upp úr samningaviðræðum aðila eða annar hvor þeirra telur vonlítið um árangur af frekari samningaumleitunum getur hvor þeirra um sig eða báðir sameiginlega vísað deilunni til sáttasemjara. Þegar sáttasemjari hefur fengið tilkynningu þess efnis er honum skylt að kveðja aðila eða umboðsmenn þeirra til fundar svo skjótt sem kostur er og halda síðan áfram sáttaumleitunum meðan von er til þess að þær beri árangur.
Sáttasemjari tekur enn fremur við stjórn viðræðna eftir því sem ákveðið hefur verið í viðræðuáætlun. Honum er þó jafnan heimilt að fresta formlegri sáttameðferð og beina því til samningsaðila að þeir láti reyna á samkomulagsmöguleika í beinum viðræðum sín á milli telji hann það líklegra til árangurs. Ríkissáttasemjara er ávallt heimilt að taka í sínar hendur stjórn samningaviðræðna ef hann telur það heppilegt.
Ef tilkynning berst um vinnustöðvun skv. 16. gr. er sáttasemjara skylt að annast sáttastörf með deiluaðilum og stýra viðræðum þeirra.]1)
Sáttafundi skal halda fyrir luktum dyrum.
Á sáttafundi skal leggja fram eftirrit þeirra skjala sem farið hafa milli aðila í deilunni, enda hafi þau ekki verið send ríkissáttasemjara áður.
Bannað er að skýra frá eða leiða vitni um umræður á sáttafundum og tillögur sem fram kunna að hafa verið bornar nema með samþykki beggja samningsaðila.]1)
Ef ágreiningur snertir aðeins ákveðna félagsdeild eða starfsgrein innan félags eða félagasambands eða tiltekið fyrirtæki getur sáttasemjari ákveðið að atkvæðagreiðsla taki eingöngu til deildarinnar eða starfsgreinarinnar eða fyrirtækisins.]1)
Sáttasemjara er einnig heimilt að efna til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu þótt hann beri fram fleiri en eina miðlunartillögu, enda sé það gert samtímis. Gilda þá reglur 1. mgr. eftir því sem við á.
Skilyrði þess að sáttasemjara sé heimilt að leggja fram miðlunartillögu, eina eða fleiri, samkvæmt þessari grein eru eftirfarandi:
Atkvæðagreiðsla samningsaðila á almennum vinnumarkaði og þeirra sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna taka til um sameiginlega miðlunartillögu skal fara fram með aðgreindum hætti. Niðurstaða hjá hvorum hópnum fyrir sig, óháð niðurstöðu hins, ræður úrslitum um samþykkt eða synjun.]1)
Miðlunartillaga skal borin undir atkvæði við atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra aðila eins og sáttasemjari gekk frá henni og henni svarað játandi eða neitandi.
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu skal fara fram á kjörfundi sem standi í fyrir fram ákveðinn tíma. Ríkissáttasemjari getur að höfðu samráði við aðila vinnudeilu ákveðið að atkvæðagreiðsla fari jafnframt fram utan kjörfundar á tilteknum stöðum eða svæðum. Í stað atkvæðagreiðslu innan og utan kjörfundar er ríkissáttasemjara heimilt að höfðu samráði við aðila vinnudeilu að ákveða að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu fari fram með leynilegri almennri póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lokið skal innan fyrir fram ákveðins tíma. Ríkissáttasemjari gefur að höfðu samráði við aðila vinnudeilu nánari fyrirmæli um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu, svo sem hvenær og hvernig hún skuli fara fram. Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg og leynileg.]1)
Sömu aðilar tilnefna varadómendur er taka sæti í forföllum aðaldómenda.
Þegar mál þau, sem um ræðir í 2. mgr. 44. gr., koma til meðferðar í Félagsdómi skulu dómendur þeir, sem tilnefndir eru af Vinnuveitendasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands, víkja sæti, en í þeirra stað tilnefna stefnandi og stefndur hvor sinn mann úr hópi 18 manna sem tilnefndir eru í því skyni af Iðnsveinaráði Alþýðusambands Íslands og Samtökum iðnaðarins til þriggja ára í senn. Iðnsveinaráð ASÍ tilnefnir sex menn og Samtök iðnaðarins tólf menn. Nefnd samtök nefna með sama hætti jafnmarga varamenn. Nú tilnefnir aðili ekki dómara eða ekki næst samkomulag um tilnefninguna milli samaðila máls, og nefnir forseti Félagsdóms þá dómara í hans stað úr hópi sömu manna.]1)
[Heimilt skal stéttarfélögum, félögum meistara og iðnrekenda og einstökum atvinnurekendum að leita úrskurðar Félagsdóms um það, hvort starfsemi falli undir I. og II. kafla laga um iðju og iðnað, svo og um það, til hvaða löggiltrar iðngreinar hún taki.]1)
Ef samband eða félag neitar að höfða mál fyrir meðlimi sína, er aðilja heimilt að höfða málið sjálfur. En leggja skal hann fram sönnun um synjun viðkomandi félags eða sambands fyrir formann Félagsdóms, áður en stefna er gefin út.
Stefnandi sér um birtingu, og skal stefna birt af [stefnuvotti]1) á venjulegan hátt. ...1)
Dómurinn getur enn fremur útnefnt skoðunar- og matsmenn til að framkvæma ákveðna skoðunargerð eða matsgerð, og gilda um það almennar reglur [um meðferð einkamála].1)
Dómarinn getur vísað mönnum úr þinghaldi fyrir ósæmilega framkomu.
Í munnlega fluttum málum skal kveða upp dóm innan sólarhrings eftir dómtöku, en í skriflega fluttum málum innan viku. Ef ekki er hægt að kveða upp dóm eða úrskurð svo fljótt, sem sagt hefur verið, skal nákvæmlega greina orsakir þess.
Málflytjendum skal tilkynnt, hvar og hvenær dómur eða úrskurður verður kveðinn upp og boðið að mæta þar.
Dómar og úrskurðir Félagsdóms eru aðfararhæfir. Dómurinn ákveður aðfararfrest.
Réttargjöld skulu engin vera. Um gjafsókn og gjafvörn gilda almennar reglur.
[Ábyrgð skv. 2. mgr. 8. gr. varðar þó ekki sektum.]2)