Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú gangast samtök fyrir fjársöfnun, og skulu þá minnst þrír menn bera ábyrgð á söfnuninni hverju sinni, og skulu a.m.k. tveir þeirra vera fjárráða íslenskir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga hér á landi.
Ef stofnun eða félag stendur ekki fyrir fjársöfnun, skal tilkynna hana til lögreglustjóra, þar sem einhver þeirra, sem ábyrgð bera á söfnuninni, á lögheimili.
Slík tilkynning skal bera með sér:
Óheimilt er að nota féð í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað, nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins.
Nú stendur söfnun yfir um lengri tíma en eitt ár, og skal þá með sama hætti birta opinberlega ársreikning innan 6 mánaða frá lokum hvers almanaksárs. Heimilt er lögreglustjóra að framlengja fresti þessa. Yfirlýsingu samkvæmt 2. málsl. 6. gr. skal og birta með sama hætti.
Viðkomandi lögreglustjóra skal og sent reikningsyfirlit söfnunarinnar ásamt tilkynningu um, hvar og hvenær birting skuli fara fram.
Nú liggja ekki fyrir gögn um notkun söfnunarfjár, þegar reikningi er lokað, og skal þá endurskoðandi síðar gefa skýrslu þar um.