1. gr. Iðnfyrirtæki þau, sem eru tryggingarskyld samkvæmt lögum nr. 72 8. september 1931, um slysatryggingar,1) eru skyld til að láta hagstofunni árlega í té skýrslu um magn og verð framleiðslu sinnar, um notkun hráefna og aðstoðarefna, um tölu og samanlagðan vinnutíma verkamanna og starfsmanna ásamt útborguðu vinnukaupi, svo og aðrar upplýsingar um fyrirtækið samkvæmt eyðublöðum, sem hagstofan semur í samráði við iðnráð Reykjavíkur.
1)Nú l. 117/1993.