Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sá sem fullnægir eftirtöldum skilyrðum getur öðlast löggildingu til að vera leiðsögumaður skipa.
Þessum skilyrðum verður einnig að vera fullnægt eftir að löggilding er fengin.
[Siglingastofnun Íslands]1) er heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessum skilyrðum þegar sérstaklega stendur á.
Sérstök varúð skal viðhöfð til að hindra mengun stranda og sjávar af völdum hættulegra efna. Mengunaróhöpp skal þegar í stað tilkynna viðkomandi hafnarstjóra og [Siglingastofnun Íslands].1) Leiðsögumaður er ábyrgur fyrir að tilkynningin berist réttum aðilum og skal reyna með öllum tiltækum ráðum að halda útbreiðslu mengunarinnar í lágmarki.
Leiðsögumaður ber ekki ábyrgð á siglingu skips sem hann leiðbeinir heldur aðeins á þeim ráðum sem hann gefur.
Samgönguráðuneytinu er heimilt að gefa út gjaldskrá um greiðslur fyrir leiðsögu skipa.
Umboðsmaður sér um að útvega löggilta leiðsögumenn til að fylgja skipinu og skal tilkynna yfirvöldum ef leiðsöguskylt skip notar ekki leiðsögumann.
Ef ástæða þykir til er heimilt að krefjast trygginga vegna hugsanlegs tjóns er skipið kann að valda hér við land. Skal umboðsmaður skipsins hafa milligöngu um að leggja fram slíka tryggingu.
Áður en komið er í höfn skal með minnst 3 klst. fyrirvara hafa samband við viðkomandi hafnaryfirvöld.
Um borð í öllum skipum með erlendum skipstjórnarmönnum, sem flytja hættuleg efni í meira magni en tiltekið er í reglugerð, skal við siglingu á milli hafna vera leiðsögumaður.
Heimilt er með reglugerð að kveða á um leiðsögu- og hafnsöguskyldu.
Samgönguráðuneytið setur reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
[Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um leiðsögu skipa að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.]1)
1)L. 62/1993, 5. gr. Augl. 569/1993.
Hafnsögumenn, sem starfa við hafnsögu skipa við gildistöku laga þessara, skulu innan fimm ára afla sér löggildingar sem hafnsögumenn.