Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Við hátíðleg tækifæri getur stórmeistari þó, er honum þykir hlýða, veitt orðuna án tillagna orðunefndar.]1)
Þegar íslenskur ríkisborgari er sæmdur orðunni, skal ávallt skýra opinberlega frá því, hverjir sérstakir verðleikar hafa gert hann verðan sæmdarinnar.
[Keðjan, ásamt stórkrossstjörnunni, er jafnframt æðsta stig orðunnar, og ber stórmeistari það einn íslenskra manna. Stórmeistari getur sæmt þjóðhöfðingja annarra ríkja þessu stigi orðunnar.]2)
Krossar stórkrossriddara og stórriddara eru jafnstórir. Riddarakrossar minni. Band orðunnar er heiðblátt, en jaðrar hvítir með hárauðri rönd; band stórkrossriddara er breiðast, en riddara mjóst.
Stórkrossriddarar bera krossinn á hægri mjöðm í bandinu um vinstri öxl. Stórriddarar bera hann í bandinu um hálsinn, en riddarar á brjóstinu vinstra megin.
Stórkrossriddarar bera enn fremur á brjóstinu, vinstra megin, átthyrnda silfurstjörnu með krossmarkinu á.
Embættismenn kirkjunnar og vígðir kennarar í guðfræðideild Háskólans, sem eru stórkrossriddarar, bera krossinn, þegar þeir eru í embættisbúningi kirkjunnar, í bandi um hálsinn.
Stjarna stórriddara er átthyrnd silfurstjarna og á henni miðri blásteindi silfurskjöldurinn með silfurfálkanum, og bera þeir hann á brjóstinu vinstra megin. Öll merki orðunnar og bönd skulu gerð samkvæmt teikningum, sem stórmeistarinn hefur samþykkt.
Erlendur ríkisborgari, er hlotið hefur stórriddarakross, skal að jafnaði skila krossinum aftur, verði hann sæmdur stjörnu stórriddara.
Ákvæði þessi gilda gagnvart borgurum ríkja, er búa við svipaðar reglur.]1)