Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum,
sem telja að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé reistur á meginreglum um meðfædda göfgi og jafnrétti allra manna og að öll aðildarríki hafi skuldbundið sig, í samvinnu við samtökin, til þess að grípa til sameiginlegra og sérstakra aðgerða til þess að ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna að stuðla að og efla almenna virðingu fyrir og varðveislu mannréttinda og grundvallarfrelsis allra manna, án greinarmunar vegna kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða,
sem telja að mannréttindayfirlýsingin lýsi yfir því að allir menn séu fæddir frjálsir og með jafna göfgi og réttindi og að allir eigi rétt á þeim réttindum og frelsi sem talin eru þar, án nokkurs greinarmunar, sérstaklega vegna kynþáttar, litarháttar eða þjóðernisuppruna,
sem telja að allir menn séu jafnir fyrir lögunum og eigi rétt á sömu lagavernd gegn öllu misrétti og allri hvatningu til misréttis,
sem telja að Sameinuðu þjóðirnar hafi fordæmt nýlendustefnu og öll afbrigði aðskilnaðar og misréttis tengd henni, hvernig og hvar sem þau birtast, og að yfirlýsing um veitingu sjálfstæðis til handa nýlendum og nýlenduþjóðum frá 14. desember 1960 (ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 1514 (XV)) hafi staðfest og af fullri alvöru lýst yfir nauðsyn þess að ráða með skjótum hætti og skilyrðislaust niðurlögum þeirra,
sem telja að yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis frá 20. nóvember 1963 (ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 1904 (XVIII)) staðfesti af fullri alvöru nauðsyn þess að hraða afnámi kynþáttamisréttis í heiminum í hverri mynd sem það birtist og að tryggja skilning á og virðingu fyrir göfgi hvers manns,
sem eru sannfærð um að allar kenningar um yfirburði á grundvelli kynþáttar séu vísindalega rangar, siðferðislega fordæmanlegar, félagslega óréttlátar og hættulegar og að kynþáttamisrétti sé aldrei og hvergi réttlætanlegt, hvorki fræðilega né í framkvæmd,
sem ítreka að misrétti á milli manna vegna kynþáttar, litarháttar eða þjóðlegs uppruna hindrar vinsamleg og friðsamleg samskipti á milli þjóðríkja og getur raskað friði og öryggi milli þjóða og sátt á milli manna sem lifa í nábýli, jafnvel innan sama ríkis,
sem eru sannfærð um að hindranir á grundvelli kynþáttar séu ósamrýmanlegar hverju mannlegu samfélagi,
sem eru uggandi um að kynþáttamisrétti birtist enn í sumum heimshlutum og í stefnu ríkisstjórna sem byggja á kynþáttayfirburðum eða óvild, svo sem kynþáttaaðskilnaðarstefnu, aðskilnaði eða sundurgreiningu,
sem eru staðráðin í að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hraða afnámi kynþáttamisréttis í hverri mynd sem það birtist og hindra og berjast gegn kynþáttahatri í kenningum og framkvæmd til þess að efla skilning á milli kynþátta og byggja alþjóðlegt samfélag sem er laust við hvers konar kynþáttaaðskilnað og kynþáttamisrétti,
sem hafa í huga samning um misrétti með tilliti til atvinnu og starfa samþykktan af Alþjóðavinnumálastofnuninni árið 1958 og samning um bann við misrétti í menntun samþykktan af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1960,
sem hafa vilja til að koma í framkvæmd meginreglum sem birtast í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis og til að tryggja að sem fyrst verði gripið til raunhæfra aðgerða til að ná markmiði þeirra,
hafa komið sér saman um eftirfarandi:
2. Samningur þessi skal ekki gilda um aðgreiningu, útilokun, takmarkanir eða forgang sem aðildarríki að samningnum veita ríkisborgurum sínum fram yfir aðra.
3. Ekkert í samningi þessum skal túlkað svo að það hafi á nokkurn hátt áhrif á lagaákvæði í aðildarríkjum sem varða þjóðerni, ríkisborgararétt eða veitingu þegnréttar, að því tilskildu að í slíkum ákvæðum felist ekki mismunun á milli þjóðerna.
4. Sérstakar aðgerðir eingöngu í því skyni að tryggja framgang hópa af ákveðnum kynþætti eða þjóðlegum uppruna eða einstaklinga sem þarfnast slíkrar verndar og geta verið nauðsynlegar til þess að tryggja að slíkir hópar eða einstaklingar geti notið eða framfylgt til jafns við aðra mannréttindum og grundvallarfrelsi skal ekki litið á sem kynþáttamisrétti, þó að því tilskildu að slíkar aðgerðir leiði ekki til þess að viðhaldið sé sérstökum réttindum fyrir mismunandi hópa kynþátta og þeim sé ekki fram haldið eftir að upprunalegu markmiði þeirra hefur verið náð.
2. Aðildarríki skulu, þegar aðstæður leyfa, grípa til sérstakra og raunhæfra aðgerða á sviði félags-, efnahags- og menningarmála og á öðrum sviðum til þess að tryggja nægilega þróun og vernd ákveðinna hópa kynþátta eða einstaklinga innan þeirra í því skyni að ábyrgjast að þeir geti að öllu leyti og til jafns við aðra notið mannréttinda og grundvallarfrelsis. Þessar ráðstafanir skulu þó á engan hátt hafa þær afleiðingar að mismunandi hópar kynþátta njóti ójafnra eða sérstakra réttinda á við aðra eftir að markmiðum þeirra hefur verið náð.
2. Nefndarmenn skulu kjörnir í leynilegri kosningu af skrá um menn sem aðildarríki hafa tilnefnt. Hvert aðildarríki getur tilnefnt einn mann úr hópi þegna sinna.
3. Fyrsta kosning skal fara fram sex mánuðum eftir að samningur þessi öðlast gildi. Eigi síðar en þremur mánuðum fyrir hverja kosningu skal aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna senda aðildarríkjum bréf og bjóða þeim að senda tilnefningar sínar innan tveggja mánaða. Aðalframkvæmdastjóri skal gera skrá í stafrófsröð um alla þá sem eru tilnefndir, þar sem getið er aðildarríkja sem tilnefndu þá, og leggja hana fyrir aðildarríkin.
4. Kosning nefndarmanna skal fara fram á fundi aðildarríkja sem aðalframkvæmdastjóri kallar saman í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum, sem er lögmætur ef hann er sóttur af tveimur þriðju aðildarríkjanna, teljast kosnir í nefndina þeir tilnefndra sem hljóta flest atkvæði og hreinan meirihluta atkvæða fulltrúa aðildarríkjanna sem viðstaddir eru og greiða atkvæði.
5. (a) Kjörtímabil nefndarmanna er fjögur ár. Þó rennur kjörtímabil níu nefndarmanna sem kjörnir eru í fyrstu kosningunni út að tveimur árum liðnum. Formaður nefndarinnar skal velja nöfn þessara níu nefndarmanna með hlutkesti þegar er fyrsta kosning hefur farið fram.
6. Aðildarríki standa straum af kostnaði nefndarmanna vegna starfa þeirra fyrir nefndina.
2. Nefndin skal árlega, fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjóra, gera allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna grein fyrir starfsemi sinni og gera tillögur og almennar ábendingar á grundvelli athugunar á skýrslum og upplýsinga sem henni hafa borist frá aðildarríkjum. Skal allsherjarþinginu gerð grein fyrir slíkum tillögum og almennum ábendingum, ásamt athugasemdum frá aðildarríkjum ef einhverjar eru.
2. Nefndin kýs embættismenn sína til tveggja ára.
3. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal sjá nefndinni fyrir skrifstofu.
4. Fundir nefndarinnar skulu að jafnaði haldnir í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
2. Náist ekki ásættanleg niðurstaða í málinu fyrir báða aðila, hvorki með tvíhliða samningaviðræðum né með einhverjum öðrum úrræðum sem þeim standa til boða, innan sex mánaða frá því að upprunalega erindið barst viðkomandi ríki, hefur hvort ríki rétt til þess að vísa málinu aftur til nefndarinnar með því að tilkynna nefndinni um það, svo og hinu ríkinu.
3. Nefndin skal fjalla um mál sem vísað er til hennar samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar eftir að hún hefur fengið fulla vissu fyrir því að allra tiltækra úrræða hafi verið leitað innanlands í málinu og þau tæmd, í samræmi við almennt viðurkenndar meginreglur þjóðaréttar. Þetta á þó ekki við ef beiting slíkra úrræða dregst óhæfilega á langinn.
4. Nefndin getur leitað allra upplýsinga sem máli skipta hjá hlutaðeigandi aðildarríkjum varðandi mál sem er vísað til hennar.
5. Þegar mál eru til athugunar hjá nefndinni samkvæmt þessari grein, hafa viðkomandi aðildarríki rétt til að senda fulltrúa sinn til að taka þátt í meðferð málsins fyrir nefndinni án atkvæðisréttar, á meðan það er til athugunar.
2. Sáttanefndarmenn skipa sæti sitt sem einstaklingar. Þeir mega hvorki vera þegnar hlutaðeigandi aðildarríkja að deilunni né þegnar ríkis sem er ekki aðili að samningi þessum.
3. Sáttanefndin kýs sér sjálf formann sinn og setur sér starfsreglur.
4. Fundir sáttanefndarinnar skulu að jafnaði haldnir í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna eða á öðrum hentugum stað samkvæmt ákvörðun sáttanefndarinnar.
5. Skrifstofa sú sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 10. gr. þessa samnings skal einnig starfa fyrir sáttanefnd, hvenær sem hún er skipuð vegna deilu á milli aðildarríkja.
6. Aðildarríki að deilunni bera að jöfnu kostnað vegna manna í sáttanefndinni, í samræmi við áætlun þess efnis sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerir.
7. Aðalframkvæmdastjóra er heimilt, ef nauðsyn krefur, að greiða kostnað vegna manna í sáttanefndinni áður en endurgreiðsla fæst frá aðildarríkjum að deilunni í samræmi við 6. mgr. þessarar greinar.
8. Upplýsingar sem nefndin hefur fengið og safnað saman skulu vera sáttanefndinni til reiðu og getur sáttanefndin skorað á hlutaðeigandi ríki að láta í té allar upplýsingar sem máli skipta.
2. Formaður nefndarinnar skal senda skýrslu sáttanefndarinnar til hvers aðildarríkis sem hlut á að deilunni. Þessi ríki skulu, innan þriggja mánaða, kynna formanni nefndarinnar hvort þau fallast á tillögurnar í skýrslu sáttanefndarinnar eða ekki.
3. Þegar liðinn er sá tími sem lýst er í 2. mgr. þessarar greinar, skal formaður nefndarinnar senda skýrslu sáttanefndarinnar og yfirlýsingar hlutaðeigandi aðildarríkja til annarra aðildarríkja að samningi þessum.
2. Hverju ríki sem gefur yfirlýsingu samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar er heimilt að stofna eða tilnefna aðila, samkvæmt innanlandsrétti sínum, sem er bær til þess að taka á móti og athuga erindi frá einstaklingum eða hópum einstaklinga innan lögsögu þess, er halda því fram brotin hafi verið á þeim réttindi þau sem lýst er í samningi þessum og hafa tæmt önnur tiltæk innlend úrræði.
3. Yfirlýsing sem gefin er samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar og nafn aðila sem stofnaður er eða tilnefndur samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar skal hlutaðeigandi aðildarríki afhenda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og skal hann senda afrit af henni til annarra aðildarríkja. Heimilt er að afturkalla yfirlýsingu hvenær sem er með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra, en slík afturköllun hefur þó ekki áhrif á erindi sem eru til meðferðar hjá nefndinni.
4. Halda skal skrá yfir erindi hjá aðilum sem stofnsettir eru eða tilnefndir samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar og staðfest afrit af skránni skulu árlega lögð inn í skjalasafn aðalframkvæmdastjóra eftir viðeigandi boðleiðum, með það í huga að efni hennar verði ekki birt opinberlega.
5. Í þeim tilvikum þar sem ekki tekst að fá leiðréttingu hjá aðila sem er stofnaður eða tilnefndur samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar er kæranda heimilt innan sex mánaða að bera mál sitt undir nefndina.
6. (a) Nefndin skal í trúnaði greina aðildarríki frá því að henni hafi borist erindi um að það hafi brotið ákvæði samnings þessa, en ekki skal greint frá nafni hlutaðeigandi einstaklings eða hópa einstaklinga nema skýlaust samþykki þeirra liggi fyrir. Nefndin skal ekki taka á móti nafnlausum erindum.
7. (a) Nefndin skal athuga erindi með hliðsjón af öllum upplýsingum sem hlutaðeigandi aðildarríki og kærandi hafa látið henni í té. Nefndin skal ekki taka til athugunar erindi frá kæranda fyrr en hún hefur fengið vissu fyrir því að kærandi hafi tæmt öll tiltæk úrræði innanlands. Þetta á þó ekki við ef beiting úrræðanna dregst á langinn.
8. Nefndin skal í ársskýrslu sinni birta samantekt um slík erindi og, þar sem við á, samantekt um greinargerðir og yfirlýsingar hlutaðeigandi aðildarríkja svo og um eigin tillögur og ráðleggingar.
9. Nefndin er aðeins bær til þess að fara með störf þau sem lýst er í þessari grein, þegar að minnsta kosti tíu aðildarríki hafa gefið yfirlýsingu samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar.
2. (a) Nefndin sem stofnuð er samkvæmt 1. mgr. 8. gr. þessa samnings skal fá afrit erinda, og senda álit sitt og ráðleggingar varðandi þessi erindi, til aðila á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fást við málefni sem tengjast með beinum hætti meginreglum og markmiðum samnings þessa er þeir taka til athugunar erindi frá íbúum gæsluverndarlendna og lendna sem ekki ráða sér sjálfar og allra annarra landsvæða sem samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 1514 (XV) nær til og varða málefni sem samningur þessi nær til og eru til meðferðar hjá þessum aðilum.
3. Nefndin skal í skýrslu sinni til allsherjarþingsins birta samantekt um erindi og skýrslur sem hún hefur fengið frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og álit og ráðleggingar sem nefndin hefur gefið sem varða áðurgreind erindi og skýrslur.
4. Nefndin skal fara þess á leit við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að fá allar upplýsingar, sem varða markmið þessa samnings og hann hefur aðgang að, varðandi landsvæði sem nefnd eru í 2. mgr. (a) þessarar greinar.
2. Samningur þessi er háður fullgildingu. Fullgildingarskjölum skal koma í vörslu hjá aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
2. Aðild öðlast gildi með afhendingu aðildarskjals til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
2. Gagnvart sérhverju ríki sem fullgildir samning þennan eða gerist aðili að honum eftir að tuttugasta og sjöunda fullgildingar- eða aðildarskjalinu er komið í vörslu öðlast samningurinn gildi á þrítugasta degi eftir að fullgildingar- eða aðildarskjali þess hefur verið komið í vörslu.
2. Hvorki er heimilt að gera fyrirvara sem er ósamrýmanlegur markmiðum og tilgangi samnings þessa né fyrirvara sem hefur þau áhrif að hindra starfsemi einhverra þeirra aðila sem stofnaðir eru með samningi þessum. Fyrirvari skal talinn ósamrýmanlegur eða fela í sér hindrun ef að minnsta kosti tveir þriðju aðildarríkja að samningi þessum mótmæla honum.
3. Fyrirvara má afturkalla hvenær sem er með tilkynningu þess efnis til aðalframkvæmdastjóra. Slík tilkynning öðlast gildi á þeim degi er aðalframkvæmdastjóri tekur við henni.
2. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákveður aðgerðir, ef einhverjar verða, í tengslum við slíka beiðni.
2. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal senda staðfest afrit samnings þessa til allra ríkja sem falla undir skilgreiningu 1. mgr. 17. gr. samningsins.