Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Póst- og símamálastofnun, opinberir aðilar sem fjalla um síma- og fjarskiptamál og þeir einkaaðilar sem leyfi hafa til reksturs á þessu sviði skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að allir notendur síma geti jafnan náð sambandi við símanúmerið 112.
Óheimilt er að nota orðin neyðarnúmer og neyðarsímanúmer ein sér eða í samsetningum fyrir aðra starfsemi hér á landi en samræmt neyðarnúmer samkvæmt lögum þessum.
Rekstraraðila vaktstöðvar er heimilt að semja við þá aðila, sem sinna neyðarþjónustu, um að vaktstöðin sinni boðun, upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu í þágu neyðarþjónustuaðila. Sama gildir um vöktun aðvörunarkerfa. Samningar um slíka þjónustu eru háðir samþykki dómsmálaráðherra.
Óski aðili, sem sinnir neyðarþjónustu, eftir að vaktstöð sinni boðun eða annarri þjónustu í hans þágu skal greitt fyrir þá þjónustu samkvæmt sérstökum samningi.
1)Rg. 570/1996.
1)Rg. 570/1996.
1)Rg. 570/1996.
Dómsmálaráðherra skipar samstarfsnefnd sem skal vera til eftirlits og ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ráðuneytum og stofnunum sem sinna málum er lög þessi taka til, landssamtökum björgunarsveita og annarra aðila sem vinna verkefni á sviði laganna. Ráðherra ákveður nánar í reglugerð1) hvaða aðilar skuli tilnefna fulltrúa í nefndina og setur nánari reglur um starfssvið nefndarinnar.
Verði maður uppvís að því að senda vísvitandi ranga tilkynningu til vaktstöðvar samkvæmt lögum þessum eða misnota að öðru leyti þjónustu vaktstöðvar við boðun hjálparliðs skal það varða refsingu skv. 120. gr. og 120. gr. a almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.