Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ef foreldrarnir heyra ekki til sama trúfélagi, skal barn frá fæðingu talið heyra til sama trúfélagi og móðir þess.
Barn, sem fætt er utan hjónabands eða eftir að hjónabandi er slitið, skal frá fæðingu talið heyra til sama trúfélagi og móðir þess.
Ef foreldri fara ekki með foreldravald, getur lögráðamaður tekið ákvörðun samkvæmt 1. mgr.
Hafi barn náð 12 ára aldri, skal leitað álits þess um slíka ákvörðun.
Aðeins þeir verða taldir heyra til íslensku þjóðkirkjunni eða íslensku trúfélagi utan þjóðkirkjunnar, sem eru íslenskir ríkisborgarar eða eiga búsetu hér á landi.
Úrsögn úr skráðu trúfélagi eða þjóðkirkjunni skal beint skriflega eða með persónulegri tilkynningu til prests eða forstöðumanns, er í hlut á, en hann skal gæta þess, að skilyrðum laganna sé fullnægt.
Presturinn eða forstöðumaðurinn skulu skrá inngöngu eða úrsögn og láta í té inngöngu- eða úrsagnarvottorð.
Að því leyti sem tilkynning til þjóðskrár um inngöngu og úrsögn úr trúfélagi ræður skráningu vegna sérstakra atriða í sambandi við aðild að trúfélagi, svo sem vegna álagningar gjalda, ræðst gildistími í þeim atriðum af lögmætri tilkynningu til þjóðskrár. Geta þeir, sem hlut eiga að máli, annast þá tilkynningu með framvísun vottorðs samkvæmt 3. mgr.
Ekki er heimilt að taka upp nafn á trúfélagi, sem er með þeim hætti líkt nafni annars trúfélags, að misskilningi geti valdið.
Trúfélag getur tryggt sér einkarétt að nafni með því að tilkynna það til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ráðuneytið skal gæta þess, að nafnið sé ekki notað af öðrum, að það valdi ekki misskilningi eða fari með öðrum hætti í bága við allsherjarreglu. Ráðuneytið lætur í té vottorð um, að nafnið sé tilkynnt og staðfest.
Ef breytt er um nafn á trúfélagi, sem fengið hefur staðfest nafn sitt, eða félagið er lagt niður, skal stjórn þess tilkynna þetta til ráðuneytisins.
Ákvæði laga þessara um prest eða forstöðumann í skráðu trúfélagi eiga við þá starfsmenn þess, sem annast þau embættisverk, sem skráningin heimilar þeim að vinna innan trúfélagsins.
Ráðherra getur sett ítarlegri reglur um form og innihald beiðni um skráningu.
Tilkynna skal þegar í stað til ráðuneytisins um skipun, flutning eða starfslok prests eða forstöðumanns.
Ef brot er sérstaklega vítavert, má fella skráningu úr gildi þegar í stað.
Þegar skráð trúfélag er lagt niður eða starfar af öðrum ástæðum ekki lengur sem skráð trúfélag, er þeim, sem annast vörslu embættisbóka, sem því er falið að færa, skylt að afhenda þær ráðuneytinu þegar í stað.
Ráðuneytið auglýsir í Lögbirtingablaði, er skráning fellur úr gildi.
Embættisbækur skráðs trúfélags skulu afhentar til þjóðskjalasafnsins eftir sömu reglum og embættisbækur embættismanna ríkisins.
Áður en hann tekur við starfi, skal hann senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu skriflega yfirlýsingu um, að hann muni vinna af samviskusemi þau störf, sem honum eru í því starfi falin samkvæmt lögum.
Prestur eða forstöðumaður skráðs trúfélags skal færa þær embættisbækur, sem ráðuneytið fyrirskipar.
Hann gefur út fullgild embættisvottorð um það efni, sem í embættisbækurnar er skráð, og um þau embættisverk, sem hann hefur unnið.
Hann skal láta í té þær tilkynningar, upplýsingar og vottorð, sem lög eða reglur mæla fyrir um, og er háður því eftirliti um framkvæmd embættisstarfa sinna, sem ráðuneytið ákveður.
Vanræki prestur eða forstöðumaður skráðs trúfélags skyldur sínar samkvæmt ákvæðum laga eða reglum settum samkvæmt þeim, skal dóms- og kirkjumálaráðuneytið veita honum skriflega aðvörun og tilkynna það stjórn trúfélagsins.
Ef ekki er bætt úr því, sem aflaga fer, eða um er að ræða mjög alvarlegt brot á starfsskyldum, getur ráðuneytið svipt hann rétti til að gegna starfi prests eða forstöðumanns.
Sama á við, ef hann missir með öðrum hætti skilyrði til að gegna starfi prests eða forstöðumanns.