Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um laun starfsmanna ríkisins1)

1955, nr. 92, 24. desember

1)Felld niður að verulegu leyti með l. 55/1962, 29. gr.

...

14. gr.
        ...1) Af launum kennara og skólastjóra endurgreiðist ríkissjóði 1/9 hluti úr bæjarsjóði og 1/12 hluti úr sveitarsjóði hlutaðeigandi skólahverfis.

1)L. 55/1962, 29. gr.

25. gr.
        ...1) Endurgreiða skal starfsmanni útlagðan kostnað vegna starfa hans eftir reikningi, er ráðherra samþykkir.2)
        [Fyrir innheimtu ríkissjóðstekna og annarra gjalda, er innheimtumenn ríkissjóðs ...3) innheimta samkvæmt embættisskyldu sinni, skulu greidd laun samkvæmt reglugerð,4) er fjármálaráðherra setur.]5)

1)L. 55/1962, 29. gr.2)Rg. 101/1973.3)L. 92/1991, 33. gr.4)Rg. 320/1976, sbr. 294/1978 og 195/1985.5)L. 84/1976, 1. gr.

26. gr.
        Héraðslæknar, dýralæknar og prestar taka greiðslur fyrir embættisverk samkvæmt gjaldskrám, sem hlutaðeigandi ráðherra setur. ...1)

1)L. 55/1962, 29. gr.

29. gr.
        Nú hefur maður gegnt ráðherraembætti í 2 ár samfleytt eða lengur, og á hann þá rétt á biðlaunum, er hann lætur af því starfi.
        Biðlaun skal greiða í sex mánuði, talið frá 1. degi næsta mánaðar eftir að hlutaðeiganda var veitt lausn frá ráðherraembætti. Biðlaun skulu vera 70% af launum ráðherra, eins og þau eru á biðlaunatímanum. Nú tekur sá, er biðlauna nýtur, stöðu í þjónustu ríkisins, og fellur þá niður greiðsla biðlauna, ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunurinn til loka 6 mánaða tímans.

30. gr.
        ...1)

1)L. 47/1965, 9. gr.