Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Einnig skal greiða bætur fyrir tjón á hlut ef hann er samkvæmt gerð sinni venjulega ætlaður til einkanota, enda hafi sá er fyrir tjóni varð aðallega haft hlutinn til einkanota. Lögin taka ekki til skemmda á hinni gölluðu vöru sem tjón hlaust af.
Auk þess skal hver sá teljast framleiðandi sem í atvinnuskyni flytur vöru til landsins í þeim tilgangi að selja hana, leigja eða versla með hana á annan hátt.
Dreifingaraðili telst hver sá sem í atvinnuskyni dreifir vöru án þess að teljast framleiðandi.
Geti tjónþoli ekki komist að því hver hefur búið til vöru sem framleidd er hér á landi eða flutt vöru til landsins skal sérhver dreifingaraðili hennar teljast framleiðandi.
Þetta á þó ekki við ef dreifingaraðili skýrir þeim sem fyrir tjóni varð án óþarfs dráttar frá nafni og heimilisfangi framleiðanda, innflytjanda eða þess sem afhent hefur dreifingaraðila vöruna, enda beri sá bótaábyrgð eftir lögum þessum og eigi varnarþing hér á landi.
Vara telst eigi haldin ágalla þó að síðar komi betri vara á markað.
Tjónþola ber að sanna tjón sitt, ágalla vöru og orsakatengsl milli ágalla og tjóns.
Enn fremur ber framleiðandi ekki ábyrgð ef ætla má að ágalli sá, er tjón varð rakið til, hafi eigi verið fyrir hendi þegar hann dreifði vöru.
Framleiðandi einstaks hlutar, sem notaður er til annarrar framleiðslu, er ekki ábyrgur ef hann leiðir í ljós að ágallinn verður rakinn til gerðar hinnar fullunnu vöru eða fyrirmæla þess sem býr hana til.
Séu tveir eða fleiri ábyrgir sem framleiðendur skv. 1. mgr. 4. gr. skal ábyrgð þeirra innbyrðis skiptast eftir því hver orsök ágallans var, hverja aðstöðu hver framleiðandi hafði til að hafa eftirlit með vöru, ábyrgðartryggingum sem aðilar höfðu og atvikum að öðru leyti, enda leiði eigi annað af samningi.
Hafi dreifingaraðili eða framleiðandi skv. 2. eða 4. mgr. 4. gr. greitt tjónþola eða síðari dreifingaraðila bætur eignast hann kröfu tjónþola á hendur framleiðendum og dreifingaraðilum er áður dreifðu vöru. Framkröfuna má fella niður eða lækka ef sá er endurgreiðslu krefst var meðvaldur að tjóni af ásetningi eða gáleysi.
Sé krafa ekki fyrnd eftir reglum 1. mgr. fellur hún niður þegar tíu ár eru liðin frá þeim degi er framleiðandi dreifði vöru þeirri sem tjón hlaust af.
Um slit fyrningar samkvæmt þessari grein fer eftir almennum réttarreglum um fyrningu.
Lögin eiga ekki við um tjón er hlýst af vöru sem framleiðandi dreifir fyrir gildistöku þeirra.