Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Áfengi samkvæmt lögum þessum telst hver sá vökvi sem í er meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli. Áfengismagn og áfengisinnihald skal ákveða við 20°C.
Gjaldskyldir eru enn fremur þeir sem flytja með sér til landsins áfengi til eigin nota, svo og þeir sem fá sent áfengi erlendis frá án þess að það sé til sölu eða vinnslu. Heimilt er með reglugerð að takmarka innflutning samkvæmt þessari málsgrein við ákveðnar vörutegundir, hámarksmagn eða hámarksverðmæti og að setja skilyrði fyrir því hverjir megi flytja inn samkvæmt henni.
Öl með allt að 15% af hreinum vínanda | ||
að rúmmáli | 300 kr. | |
Vín með allt að 15% af hreinum vínanda | ||
að rúmmáli | 600 kr. | |
Aðrir áfengir drykkir: | ||
--- | með 22% af hreinum vínanda að rúmmáli | |
eða minna | 1.200 kr. | |
--- | með yfir 22% til og með 32% af hreinum | |
vínanda að rúmmáli | 1.800 kr. | |
--- | með yfir 32% til og með 40% af hreinum | |
vínanda að rúmmáli | 2.400 kr. | |
--- | með yfir 40% til og með 50% af hreinum | |
vínanda að rúmmáli | 3.000 kr. | |
--- | með yfir 50% til og með 60% af hreinum | |
vínanda að rúmmáli | 3.600 kr. | |
--- | með yfir 60% af hreinum vínanda að | |
rúmmáli | 7.000 kr. |
Í tilkynningu skal tilgreina nafn, firmanafn, heimili og kennitölu rekstraraðila og hvers konar framleiðslu eða innflutning sé um að ræða.
Skattstjórar skulu hver í sínu umdæmi halda skrár yfir alla þá sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. laga þessara.
Fjármálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um upplýsingaskyldu þeirra sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr., svo og skyldu þeirra til að halda framleiðslu- og birgðabókhald.
Af áfengi, sem framleitt er innan lands til sölu þar, reiknast gjald við sölu eða afhendingu vörunnar frá verksmiðju eða framleiðanda til kaupanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla fer fram.
Þeir sem skyldir eru til að innheimta gjald skv. 2. mgr. skulu ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs í umdæmi því þar sem þeir eru heimilisfastir áfengisgjald sem þeim ber að standa skil á. Greiðslu skal fylgja skýrsla á þar til gerðu eyðublaði um hina gjaldskyldu sölu.
Hvert uppgjörstímabil vegna gjaldskyldrar innlendrar framleiðslu er tvær vikur. Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu áfengisgjalds, þar á meðal um tryggingar fyrir skilum á gjaldi skv. 1. og 2. mgr.
Fjármálaráðherra er heimilt að lækka gjald á áfengi sem flutt er inn eða selt til tollfrjálsra verslana og tollfrjálsra forðageymslna, svo og lækna og lyfsala vegna áfengis sem talið er upp í lyfjaskrá og selt er sem lyf, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. áfengislaga, og áfengis sem selt er skv. 8. tölul. 1. mgr. 11. gr. sömu laga svo og að endurgreiða gjald sem áður hafði verið innheimt af áfengi, sem ráðstafað er samkvæmt þessari grein eða er endursent úr landi.
Að því leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, stöðvun atvinnurekstrar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi gjald samkvæmt lögum þessum af áfengi, sem er framleitt eða unnið að einhverju leyti hér á landi, skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga um virðisaukaskatt og ákvæði reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum, svo og ákvæði laga um vörugjald.
1)Rg. 477/1995, sbr. 480/1995, 613/1995, 334/1996 og 548/1996.