Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Sbr. augl. C 12/1989.2)Sbr. augl. C 7/1989 og 20/1989.
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar,
sem eru sammála um að efla norrænt samstarf,
sem hafa í því augnamiði komið á fót skrifstofu fyrir ráðherranefnd Norðurlanda í Kaupmannahöfn,
sem gera sér ljóst að stjórnarnefnd Norðurlandaráðs hefur í samræmi við 54. gr. samstarfssamnings Norðurlanda frá 1962 (Helsingforssamningsins) komið á fót skrifstofu í Stokkhólmi,
sem æskja þess að ákveða réttarstöðu þessara skrifstofa ásamt skyldum málefnum,
hafa orðið sammála um eftirfarandi:
Aðalritarinn eða sá eða þeir sem hann tilnefnir skal koma fram fyrir hönd skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda. Ritari stjórnarnefndarinnar eða sá eða þeir sem hann tilnefnir skal koma fram fyrir hönd skrifstofu stjórnarnefndar Norðurlandaráðs.
Varðandi birtingu slíkra skjala gilda þær reglur sem ráðherranefnd Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs, eftir því sem við á, setur.
Skrifstofurnar skulu einnig vera undanþegnar öllum tollgjöldum og öðrum gjöldum með sömu áhrif af hlutum sem eru fluttir inn eða út vegna starfseminnar.
Ákvæðin í 1. og 2. mgr. eiga ekki við um skatta eða gjöld sem aðeins varða greiðslu fyrir veitta þjónustu.
Að öðru leyti gilda fyrir hvora skrifstofu um sig sömu skatta- og gjaldareglur og fyrir sendiráð í landinu þar sem hún er staðsett.
Ráðherranefnd Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs, eftir því sem við á, setur reglur um skyldur þess starfsliðs sem um getur í 1. mgr. til þess að greiða gjald til skrifstofanna í staðinn fyrir skatt.
Ráðherranefnd Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs, eftir því sem við á, ákveður gjaldið.
Viðurkenndan frádrátt, sem notaður er við ákvörðun stofns vegna útreiknings gjalds samkvæmt reglum þessa samnings, má ekki jafnframt nota sem frádrátt við skattlagningu innanlands.
Stjórnvöldum samningslandanna er heimilt að hafa hliðsjón af launum og öðrum hlunnindum starfsliðs þess sem um getur í 1. mgr. við útreikning á skatti sem samkvæmt löggjöf landsins, samanber tvísköttunarsamning Norðurlanda, er lagður á tekjur frá öðrum aðilum en skrifstofunum.
Tímabundið starf merkir ráðningu sem ekki varir lengur en átta ár.
Samningur, sem er eða kann að verða gerður milli Norðurlanda um samræmingu réttinda sem aflað hefur verið í ríkislífeyrissjóði eða samsvarandi lífeyrissjóði, skal einnig gilda fyrir starfslið skrifstofanna sem hefur lífeyrissjóðsréttindi í þeim Norðurlandanna sem hafa gerst aðilar að samningnum.
Um réttindi starfsliðsins til tryggingagreiðslna fer samkvæmt samningi Norðurlanda frá 5. mars 1981 um félagslegt öryggi.
Sáttanefnd skal skipa ef annar deiluaðila krefst þess.
Sáttanefndin skal skipuð þremur mönnum og tilnefna deiluaðilar sinn manninn hvor, sem í sameiningu tilnefna hinn þriðja sem verður formaður sáttanefndarinnar.
Ef deiluaðilar verða ekki ásáttir um tilnefningu þriðja manns skal fara þess á leit við formann þess dómstóls í starfslandinu, sem fer með vinnudeilur, að hann tilnefni þriðja mann.
Úrskurður sáttanefndar skal vera skriflegur og undirritaður af nefndarmönnum.
Sáttanefndin ákveður sjálf starfsreglur sínar.
Ráðherranefnd Norðurlanda eða stjórnarnefnd Norðurlandaráðs, eftir því sem við á, ákveður þóknun sáttanefndar eftir tillögu frá sáttanefndinni.
Sáttanefndin ákveður skiptingu kostnaðar hvors deiluaðila um sig af sáttameðferðinni.
Norska utanríkisráðuneytið tilkynnir öðrum samningsaðilum um móttöku þessara tilkynninga og um þann dag er samningurinn öðlast gildi.
...
Uppsögn tekur aðeins til þess aðila sem að uppsögninni stendur og tekur gildi sex mánuðum eftir að norska utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um uppsögnina.
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar,
sem hafa í dag gert samning um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs,
hafa orðið sammála um eftirfarandi:
Samningsaðilar eru sammála um að mæla með því við aðra vinnuveitendur að þeir veiti starfsmönnum leyfi til að starfa við skrifstofurnar með sömu kjörum og ríkisstarfsmenn í samræmi við réttarstöðusamninginn.
Samningsaðilar munu veita þeim starfsmönnum, sem lokið hafa starfi hjá norrænni skrifstofu, aðstoð, innan ramma gildandi lagareglna og stjórnvaldsákvæða, við að fá starf hjá ríkinu eða öðrum aðilum í heimalandi sínu.
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem eru sammála um að efla norrænt samstarf,
sem gera sér ljóst að norræna ráðherranefndin hefur komið á fót, sem lið í þessu samstarfi, opinberum samnorrænum stofnunum með norrænu starfsliði og gera ráð fyrir að slíkar stofnanir verði settar á stofn í framtíðinni,
sem æskja þess að setja sameiginlegar reglur um réttarstöðu þessara stofnana, þar á meðal um launa- og starfsskilyrði starfsfólks þeirra,
hafa komið sér saman um eftirfarandi:
Við ráðningu starfsfólks til einstakra stofnana skal reynt að skipta ábyrgðarstöðum réttlátlega á milli ríkisborgara frá öllum Norðurlöndum.
Áður en erindisbréf eða starfsreglur verða samþykktar skal viðkomandi stéttarfélögum gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt.
Tímabundið starf merkir ráðningu sem ekki varir lengur en átta ár.
Ráðherranefndin ákveður launa- og starfsskilyrði starfsfólks samnorrænna stofnana. Almenn starfsskilyrði, sem fyrrgreind ákvæði taka ekki til, eru ákveðin eða breytt að undangengnum samningaviðræðum milli þess opinbera stjórnvalds sem fer með vinnuveitendamál varðandi almenn launa- og starfsskilyrði ríkisstarfsmanna í því landi þar sem stofnunin hefur aðsetur og fulltrúa viðkomandi stéttarfélaga. Áður en slíkar samningaviðræður hefjast skal norræna launa- og starfsmannanefndin taka málið fyrir.
Samningur sem er eða kann að verða gerður milli Norðurlanda um samræmingu réttinda sem aflað hefur verið í lífeyrissjóði ríkisins eða samsvarandi lífeyrissjóði skal einnig gilda fyrir starfsfólk samnorrænna stofnana sem hefur lífeyrisréttindi í þeim Norðurlandanna sem hafa gerst aðilar að samningnum.
Sáttanefnd skal skipa ef annar deiluaðila krefst þess. Sáttanefndin skal skipuð þremur mönnum. Deiluaðilar tilnefna hvor sinn manninn sem í sameiningu tilnefna hinn þriðja sem verður formaður sáttanefndarinnar. Ef sáttanefndarmenn sem tilnefndir eru af deiluaðilum verða ekki ásáttir um tilnefningu þriðja manns skal fara þess á leit við formann þess dómstóls í starfslandinu, sem fer með vinnudeilur, að hann tilnefni þriðja mann.
Úrskurður sáttanefndar skal vera skriflegur og undirritaður af nefndarmönnum.
Sáttanefndin ákveður sjálf starfsreglur sínar að öðru leyti.
Norræna ráðherranefndin ákveður þóknun sáttanefndar eftir tillögu frá sáttanefndinni.
Sáttanefndin ákveður skiptingu kostnaðar af sáttameðferðinni milli deiluaðila.
Ráðherranefndin getur ákveðið að ákvæðin í þessum samningi verði aðeins notuð að hluta við ákveðna stofnun.
Norska utanríkisráðuneytið tilkynnir öðrum samningsaðilum um móttöku þessara tilkynninga og um þann dag er samningurinn öðlast gildi.
...
Uppsögn tekur aðeins til þess aðila sem að uppsögninni stendur og tekur gildi sex mánuðum eftir að norska utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um uppsögnina.