Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hvort sem aðili máls krefst að álits verði leitað skv. 1. mgr. eða dómari telur þess þörf án kröfu skal dómari gefa aðilum kost á að tjá sig áður en úrskurður verður kveðinn upp.
Kæra má úrskurð héraðsdómara skv. 1. mgr. til Hæstaréttar eftir almennum reglum laga um meðferð einkamála eða meðferð opinberra mála eftir því sem á við. Kæra frestar frekari aðgerðum samkvæmt úrskurðinum.
Sé gjafsókn veitt skv. 1. mgr. á gjafsóknarhafi rétt á að fá útlagðan kostnað af rekstri málsins fyrir EFTA-dómstólnum endurgreiddan þótt því sé ekki lokið fyrir dómstólum hér á landi. Þetta gildir þó ekki um þóknun umboðsmanns hans fyrir flutning máls fyrir EFTA-dómstólnum, en fjárhæð hennar verður ákveðin í dómi í aðalmálinu eftir almennum reglum.
Ef gagnaðili verður dæmdur til að greiða gjafsóknarhafa málskostnað í aðalmálinu er dómara heimilt við ákvörðun málskostnaðar að horfa fram hjá kostnaði gjafsóknarhafans af öflun álits EFTA-dómstólsins, þannig að hann falli á ríkissjóð. Þetta skal þó að öðru jöfnu ekki gert er gagnaðilinn hefur sjálfur átt frumkvæði að því að álitsins yrði aflað.