Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 21/1983, um veitingu leyfis til dýralækninga.
1)L. 69/1982, 1. gr.2)L. 54/1989, 1. gr.3)L. 61/1985, 1. gr.
Skipting héraðsdýralæknisumdæma samkvæmt þessari grein kemur til framkvæmda á næstu fimm árum eftir því sem landbúnaðarráðherra ákvarðar og fjárveiting segir til um. Fram að þeim tíma gildir skipting í umdæmi eins og lög um dýralækna nr. 77/1981 gera ráð fyrir.]1)
[Þá skal skipaður sérstakur dýralæknir fisksjúkdóma. Dýralæknirinn skal hafa aflað sér sérmenntunar á sviði fisksjúkdóma og hafa réttindi og skyldur héraðsdýralækna. Hann skal, undir stjórn yfirdýralæknis, sinna vörnum, sjúkdómsgreiningu og reglubundnu eftirliti á sviði fisksjúkdóma og skal honum sköpuð starfsaðstaða í tengslum við fisksjúkdómadeild Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum.
[Landbúnaðarráðherra ákveður, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, hvar héraðsdýralæknar hafa búsetu.]2)
Heimilt er landbúnaðarráðherra að ráða dýralækni án fastrar búsetu til þess að gegna dýralæknisþjónustu í forföllum héraðsdýralæknis eða þegar sérstakt annríki eða vanda ber að höndum í einstökum héruðum.
Við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum skulu að jafnaði starfa að minnsta kosti tveir dýralæknar sem aflað hafa sér sérþekkingar að loknu dýralæknisprófi.]3)
Hann skal hafa yfirumsjón með aðgerðum gegn smitsjúkdómum búfjár og innflutningi og útflutningi lifandi dýra- og búfjárafurða að því er varðar heilbrigði og hollustuhætti.
Yfirdýralæknir skal hafa með höndum stjórn og eftirlit með starfsemi héraðsdýralækna og annarra þeirra dýralækna sem læknisleyfi hafa.
Dýralæknar skulu gegna störfum sínum með árvekni, halda þekkingu sinni sem best við og gæta fyllstu samviskusemi í öllum dýralæknisstörfum.
1)L. 83/1997, 85. gr.2)Gjaldskrá 204/1990.3)L. 54/1989, 3. gr.
Ráðherra skipar þrjá dýralækna í nefnd er metur hæfni umsækjenda í stöðu héraðsdýralæknis og gerir tillögur til ráðherra um röð umsækjenda þegar fleiri en einn sækja. Einn nefndarmanna skal skipa eftir tilnefningu yfirdýralæknis, einn eftir tilnefningu Dýralæknafélags Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Sömu aðilar tilnefna varamenn. Nefndin skal skipuð til þriggja ára í senn. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur.
Dýralæknar skulu fá greiðslu fyrir störf sín og ferðir fyrir einstaklinga og hið opinbera samkvæmt gjaldskrá2) sem landbúnaðarráðherra setur, að fengnum tillögum stéttarfélags dýralækna og er þeim óheimilt að taka hærri greiðslur fyrir störf sín en þar er kveðið á um.
Meðan ekki fást dýralæknar í hin lögákveðnu dýralæknisumdæmi og þegar nauðsyn krefur er héraðsdýralækni skylt, eftir ákvörðun ráðherra, að gegna dýralæknisstörfum í nágrannaumdæmi gegn hálfum byrjunarlaunum í því umdæmi.]3)
1)Erbr. 197/1971, 183/1978 og 127/1986.
Þeir eru skyldir til að gegna aðkallandi sjúkravitjunum, þegar þess er leitað, nema þeir séu sjálfir sjúkir eða hindraðir af öðrum meira aðkallandi embættisstörfum.
Nú er héraðsdýralæknis vitjað úr öðru dýralæknisumdæmi í mjög brýnni nauðsyn, þegar ekki næst til viðkomandi héraðsdýralæknis, og ber honum þá skylda til að sinna vitjunarbeiðni, ef hann getur komið því við.
Yfirdýralæknir setur héraðsdýralæknum erindisbréf,1) sem landbúnaðarráðherra staðfestir. Þar skal kveðið á um embættisfærslu og skyldur héraðsdýralækna.
1)Augl. 10/1964 (notkun matarleifa til skepnufóðurs); rg. 209/1966 (hundapest), 35/1967 (hringskyrfi), 226/1969 (búfjársæðing), 290/1980 (um varnir gegn hundaæði), 444/1982 (um loðdýrarækt og innflutning loðdýra), sbr. 340/1986. Rg. 251/1995 (smitsjúkdómar alifugla). Rg. 156/1987 (sæðingar loðdýra). Rg. 403/1986, sbr. 597/1989 og 148/1992 (um varnir gegn fisksjúkdómum o.fl.). Rg. 263/1991 (loðkanínurækt). Rg. 24/1994. Rg. 252/1995 (um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk). Augl. 117/1990 (varúðarráðstafanir vegna innflutnings á rotmassa til svepparæktar).
Læknisaðgerðir á dýrum höldnum smitsjúkdómum skulu eingöngu framkvæmdar af dýralæknum eða í samráði við þá.
Landbúnaðarráðherra setur reglur1) að fengnum tillögum yfirdýralæknis um meðferð helstu smitsjúkdóma búfjár og varnir gegn þeim.
1)Rg. 35/1986, sbr. 654/1989 (um mjólk og mjólkurvörur).
Þar sem dýralæknar geta ekki sjálfir annað heilbrigðiseftirliti þessu, skulu héraðslæknar eða aðrir, sem lokið hafa sérstöku námskeiði í heilbrigðisskoðun sláturafurða, annast það undir stjórn og eftirliti viðkomandi héraðsdýralæknis. Héraðsdýralæknar safna árlega skýrslum frá þeim, sem heilbrigðisskoðun annast í umdæminu.
Landbúnaðarráðherra setur reglur að fengnum tillögum yfirdýralæknis um framkvæmd heilbrigðiseftirlits með sláturfé og sláturafurðum, meðferð og geymslu sláturafurða, útbúnaði og þrifnaði í sláturhúsum, kjötfrystihúsum, kjötvinnslustöðvum og mjólkurbúum.1)
Héraðsdýralæknar skulu halda skýrslur um þetta eftirlit samkvæmt nánari fyrirsögn yfirdýralæknis. Afrit af skýrslum þessum skal senda yfirdýralækni. Mjólkurbú skulu eiga greiðan aðgang að skýrslum þessum, sé þess óskað.
Ráðherra setur reglur um framkvæmd eftirlits þessa og nauðsynlegar ráðstafanir til þess að stöðva sölu á mjólk, sem vegna sjúkdóma eða óþrifnaðar gæti talist varasöm fyrir heilbrigði neytenda. Ákvörðun héraðsdýralæknis um sölustöðvun er heimilt að áfrýja þegar í stað til yfirdýralæknis, sem fellir fullnaðarúrskurð.
Úr skýrslum héraðsdýralækna skal árlega vinna og birta heildaryfirlit um heilsufar búpenings í landinu samkvæmt nánari fyrirmælum landbúnaðarráðherra.
Nú kemur ítrekuð áminning ekki að haldi, þá ber yfirdýralækni að kæra málið fyrir ráðherra. Getur þá ráðherra úrskurðað, að viðkomandi skuli sviptur lækningaleyfi um tiltekinn tíma.
Nú telur yfirdýralæknir, að dýralæknir, sem læknisleyfi hefur, hafi sýnt, að hann uppfylli ekki lengur þær kröfur, sem gerðar voru, er honum var veitt læknisleyfi, svo sem vegna bilunar á andlegri eða líkamlegri heilsu, eiturlyfjanotkunar eða drykkjuskaparóreglu, sem geri hann óhæfan eða hættulegan við störf sín, þá skýri hann ráðherra frá málavöxtum. Ráðherra leitar álits læknaráðs um málið, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 14/1942. Má svipta viðkomandi dýralækni lækningaleyfi ef læknaráð telur það nauðsynlegt, en skjóta má hann máli sínu til dómstólanna.
Þar sem eigi er embættisbústaður í umdæmi héraðsdýralæknis, er heimilt að greiða dýralækni skrifstofustyrk úr ríkissjóði. Styrkur þessi fellur niður, þegar embættisbústaður hefur verið byggður.
Í þessu skyni er heimilt í fjárlögum að gera ráð fyrir sérstakri upphæð til bifreiðakaupa fyrir nýja héraðsdýralækna. Landbúnaðarráðherra setur reglur um fjárreiður sjóðs þessa.
Heimilt er að sjá hverju dýralæknisumdæmi fyrir sérstökum læknisáhöldum og tækjum samkvæmt tillögum yfirdýralæknis og stéttarfélags dýralækna. Héraðsdýralæknum ber að gæta og varðveita áhaldasafn þetta á óaðfinnanlegan hátt og skila í hendur eftirmanna sinna.
Fyrir hver 10 ár, sem héraðsdýralæknir hefur gegnt þjónustu, á hann rétt á að hljóta 6 mánaða frí frá störfum með fullum launum, til framhaldsnáms í samráði við yfirdýralækni. Greiðir ríkissjóður fargjaldskostnað til þess lands, þar sem hann hyggst dveljast, og heim til Íslands aftur að dvöl lokinni.