Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lán og styrki úr sjóðnum má meðal annars veita til einstakra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana. Við styrkveitingar til einstakra bænda skal að öðru jöfnu taka tillit til efnahags þeirra.
Um hver áramót skal stjórn Framleiðnisjóðs láta landbúnaðarráðherra í té skýrslu yfir störf sín og fjárveitingar úr sjóðnum á liðnu ári. Jafnframt skal sjóðsstjórnin senda landbúnaðarráðherra til athugunar fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir komandi ár og greinargerð um þau meginverkefni, er að kalla.
Við afgreiðslu þeirra mála, sem falla undir verksvið Framleiðnisjóðs, er stjórninni heimilt að leita aðstoðar opinberra stofnana og hvers þess aðila, sem hefur sérþekkingu til að bera á þeim málum.
Af stofnframlaginu greiðast 20 millj. krónur á árinu 1966 og skal stjórn Framleiðnisjóðs ráðstafa þeirri fjárhæð, að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, til vinnslustöðva landbúnaðarins vegna endurbóta, sem gerðar hafa verið á árinu 1966. Eftirstöðvarnar, 30 millj. krónur, skulu greiðast með jöfnum árlegum greiðslum á árunum 1967--1969.
[Á árunum 1972--1976 skulu greiddar úr ríkissjóði til framleiðnisjóðs kr. 50 milljónir, kr. 10 milljónir hvert ár.]1)
Ársreikningar sjóðsins skulu að lokinni endurskoðun lagðir fyrir stjórn hans til staðfestingar.
Reikningar Framleiðnisjóðs skulu árlega birtir í Stjórnartíðindunum.