Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lengd vistartíma ráða aðiljar, þó svo, að enginn vistarsamningur er gildur fyrir lengri tíma en 12 mánuði í senn.
Samningar um vist að hálfu árlangt, eins og að undanförnu hefir verið venja, hníga undir þessi lög, en um samninga um vinnu við heimilisstörf árdegis eingöngu eða síðdegis eingöngu verður lögunum ekki beitt.
Sanni ógift vinnukona, að hún ætli að giftast áður en vistartíminn er á enda, getur hún sagt upp vistinni til næsta skildaga með mánaðar fyrirvara.
Nú verður ekki vitað um lengd vistartímans, og telst hann þá á enda á næsta almenna skildaga eftir að vistarráðin hófust.
Á skildaga er hjúi rétt að víkja úr vist á hádegi.
Kaup hjús reiknast frá þeim degi, sem það kemur í vistina.
Ef eigi hefir verið samið um annan gjalddaga kaupsins og um mánaðarkaup er að ræða, hefir hjúið rétt til að krefjast greiðslu kaupsins við lok hvers mánaðar. Ef kaupið hinsvegar er ákveðið í einu lagi fyrir allan vistartímann, hefir hjúið að liðnum 3 mánuðum af vistartímanum rétt til þess að krefjast greiðslu á kaupi því, er það hefir unnið fyrir hinn fyrsta vistarmánuð, eftir 4 mánuði á kaupi fyrir annan vistarmánuð, o.s.frv., þannig að jafnan standi tveggja mánaða kaup ógreitt hjá húsbónda þess, þar til vistarráðum er löglega lokið.
Ef ekki er öðruvísi um samið, teljast 3/4 af árskaupi hjús kaup fyrir tímabilið frá 14. maí (3. maí) til 1. október (1. vetrardags) (sumarkaup), og 3/4 hlutar af sumarkaupinu teljast kaup fyrir tímabilið frá 14. júní til 1. október.
Við lok vistartíma skal húsbóndi hafa lokið kaupi hjús að fullu.
Ef vistarráðum lýkur fyrr en upphaflega var ákveðið, hefir hjúið rétt til kaups fyrir þann tíma, sem það hefir unnið. Hafi hjúið meðan á vistarráðum stóð verið frá vinnu án þess sjúkdómi sé um að kenna (sbr. þó 10. gr.), missir það rétt til kaups fyrir þann tíma.
Ef húsbóndi kýs að hafa sjúkling utan heimilis síns, hefir hann rétt til að flytja hann í opinbert sjúkrahús án samþykkis hjúsins, ef læknir telur það nauðsynlegt vegna hjúsins sjálfs eða vegna sótthættu, sem heimilinu stafi af sjúkdóminum.
Verði hjú vitskert, svo að hjúkrun þess sé sérlegum erfiðleikum bundin, getur húsbóndi krafist, að sveitarstjórn ráðstafi sjúklingnum þegar í stað.
Sjúkt rúmfast hjú má húsbóndi ekki, jafnvel með sjálfs þess samþykki og þótt vistartíminn sé á enda, flytja burt, svo fremi þar af getur hlotist mein sjúklingnum sjálfum eða öðrum, ef sýkin er sóttnæm. Ef húsbóndi samt flytur hjúið í burtu og sjúklingnum þyngir við flutninginn, skal hann skyldur til að standast allan kostnað af hjúkrun og lækningu sjúklingsins, nema læknir hafi áður en flutningurinn var framkvæmdur lýst því, að hann væri hættulaus eða nauðsynlegur vegna sjúklingsins sjálfs, eða ef slysið eða sjúkdóminn ber svo brátt að, að ekki var ráðrúm til að leita læknis, og húsbóndinn hefir með tilhlýðilegri gætni flutt hjúið í opinbert sjúkrahús.
Ef hjúið með samningi er beinlínis undanþegið því að gegna ákveðnum störfum, getur það þó aldrei orðið skylt til að leysa þau af hendi, nema aðeins til bráðabirgða í skyndilegum forföllum annars heimilisfólks, er þau verk átti að vinna.
Ef húsbóndi flytur búferlum eftir að hjúið er komið í vistina, gilda samskonar ákvæði.
Ef hjú er komið í vistina, þegar það fær vitneskju um eitthvert þeirra afbrota af hálfu húsbónda, sem nefnd voru, er því heimilt að víkja úr vistinni fyrirvaralaust, enda geri það svo innan 14 daga eftir að það fékk vitneskju um verknaðinn. Kaups getur hjúið aðeins krafist fyrir þann tíma, sem það var í vistinni.
Nú gengur hjú úr vistinni vegna atviks, er greinir í 24. gr., og skal húsbóndi þá greiða því hæfilegar bætur, er þó nemi ekki meiru en kaupi fyrir umsaminn vistartíma og matarverði, sbr. 29. gr., í sama tíma, þó ekki yfir 8 vikur.
Þetta, sem talið hefir verið, skiptir þó aðeins máli, svo fremi það verði ekki sannað, að húsbóndi hafi verið vitandi um þessi atvik, er hann réði hjúið.
Nú verður húsbóndi fyrst áskynja einhverra þeirra atvika, er nefnd voru, þegar hjúið er komið í vistina, og er honum þá heimilt fyrirvaralaust að víkja hjúi úr vistinni, enda geri hann það innan 14 daga eftir að hann varð vitandi þessa. Ekki verður þó konu, sem barnshafandi hefir orðið áður en hún kom í vistina, vísað úr vist eftir að 5 mánuðir eru liðnir frá því að hún kom í vistina, og aldrei með minna en mánaðar fyrirvara.
Þegar hjúi er vísað úr vist af einhverjum þeim ástæðum, sem taldar eru í þessari grein og 26. gr., ber því umsamið kaup fyrir þann tíma, sem það hefir unnið heimilinu.
Nú er enginn sérstakur vistarsamningur gerður milli aðilja, eða í vistarsamningi, þó gerður hafi verið, er ekki tekið nægilega fram, hvernig vistarráðum er varið, og gilda þá fyrirmæli I. kafla þessara laga, enda þótt hjúið hafi náð 21 árs aldri.