1. gr. Rétt er að útilykja aðkomandi fiskimenn frá bátfiski, nema síldveiðar sé, á fjörðum eða tilteknum fjarðasvæðum, sökum fiskiveiða fjarðarbúa, og skal það gjört með samþykkt á þann hátt, er segir í lögum 14. desember 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og skulu að öðru leyti ákvæði téðra laga og laga nr. 23 4. desember 1886 gilda um slíkar samþykktir.