Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Undanþága skv. 1. mgr. nær þó ekki til eftirlauna.
Eftirlaunin skulu nema 60 hundraðshlutum af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af Kjaradómi hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu meira en eitt kjörtímabil skulu eftirlaunin vera 70 hundraðshlutar launa forseta Íslands og 80 hundraðshlutar hafi forseti gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil.
Taki fyrrverandi forseti stöðu í þjónustu ríkisins fellur eftirlaunagreiðsla niður ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunur.
Taki maki fyrrverandi forseta stöðu í þjónustu ríkisins fellur niður launa- og eftirlaunagreiðsla skv. 1. mgr. ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunur.
Handhafar forsetavalds skulu fá greiddan útlagðan kostnað vegna starfans.