Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Falla úr gildi 31. desember 1998, sbr. l. 78/1997, 64. gr.
Sóknarmörk skulu vera glögg. Við ákvörðun þeirra skal taka tillit til félagslegra aðstæðna, samgangna, staðhátta og hefðar.
Við skipulagningu í þéttbýli skal taka mið af líklegri skipan sókna og staðsetningu kirkna og höfð í því efni samráð við sóknarprest, sóknarnefndir og prófast.
Ákvarðanir samkvæmt 1. mgr. taka gildi, ef aðalsafnaðarfundur samþykkir þær eða meiri hluti aðalsafnaðarfunda, ef því er að skipta, svo og héraðsfundur. Nú ná tillögur um þessi efni eigi samþykki allra þeirra aðilja, sem greindir voru, og sker kirkjumálaráðherra þá úr, að fengnum tillögum biskups.
Þegar ný sókn er löglega stofnuð, er presti þess prestakalls, sem hin nýja sókn tekur yfir, skylt að annast þar kirkjulega þjónustu.
Nú er hin nýja sókn hluti af tveimur prestaköllum, og ákveður þá kirkjumálaráðherra, að fengnum tillögum biskups, hvor hinna tveggja presta á að þjóna sókninni. Sama er, ef sókn er hluti úr fleiri en tveimur prestaköllum.
Þegar sókn er aflögð vegna þess að hún eyðist af fólki, skal prófastur varðveita eignir hennar, en lausafé skal þá ávaxtað í Hinum almenna kirkjusjóði með bestu fáanlegu kjörum. Nú er aflögð sókn endurreist og veitt sóknarréttindi á ný með samþykki héraðsfundar, og á sú sókn þá rétt til framangreindra eigna.
Sé um bændakirkju að ræða er leggja skal niður og söfnuður hennar sameinast annarri sókn, en bændur eða bóndi á bæði kirkjuhúsið og alla muni kirkjunnar, skal hann þá hafa ráðstöfunarrétt á eign þeirri. Þó skal honum skylt að hafa samráð við prófast um slík mál og getur prófastur, ef ekki næst samkomulag milli hans og kirkjubónda, vísað ágreiningsmálum til biskups sem tekur lokaákvörðun í hverju slíkra mála nema ákvæði annarra laga grípi þar inn í.
Þegar sókn er aflögð samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr., getur biskup, að fengnum tillögum aðalsafnaðarfundar og héraðsfundar, þá mælt svo fyrir, að sóknarkirkjan verði greftrunarkirkja.
Prófastur endurskoðar þjónusturétt vegna fjölgunar eða fækkunar sóknarmanna eigi sjaldnar en fimmta hvert ár og kveður á um hann, að fengnum tillögum sóknarnefnda.
Sóknarmönnum er skylt að hlíta þeim skyldum, sem á þá eru lagðar með lögum og lögmætum samþykktum safnaðarfunda og ákvörðunum kirkjustjórnar, sem stoð eiga í lögum.
Fundarefni skal kynnt í fundarboði.
Fundur er ályktunarfær, ef rétt er til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á safnaðarfundum.
Aðalsafnaðarfundi er heimilt að kveða svo á, að hver sóknarnefndarmaður hafi ákveðið verksvið í safnaðarstarfinu. Skal það þá kynnt á aðalsafnaðarfundi, áður en kosning fer fram.
Sóknarnefnd skiptir að öðru leyti með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara þegar eftir að kjör í sóknarnefnd hefur farið fram. Skipa þeir framkvæmdanefnd, þegar sóknarnefndarmenn eru fleiri en fimm.
Sóknarnefnd getur skipað nefndir úr sínum hópi eða utan hans til að fjalla um einstök málefni, þ. á m. um byggingarframkvæmdir.
Aðalsafnaðarfundur kýs tvo menn og aðra tvo til vara til fjögurra ára í senn til að endurskoða reikninga sóknarinnar og kirkjubyggingareikninga, ef því er að skipta.
Sóknarnefnd sér um, að kirkju sé vel við haldið og búnaði hennar, og skal leitast við að fegra og prýða kirkju og umhverfi hennar eftir því sem kostur er. Á þetta einnig við um safnaðarheimili.
Sóknarnefnd annast vörslu og ávöxtun á lausafé kirkjunnar (safnaðarheimilis) og ber ábyrgð á fjárreiðum sóknarinnar og skal reikningsfærsla öll vera skipuleg og glögg. Sóknarnefnd leggur fram á aðalsafnaðarfundi endurskoðaða reikninga sóknarinnar fyrir umliðið ár. Að fenginni samþykkt þeirra skulu reikningarnir sendir áritaðir af sóknarnefnd til prófasts eigi síðar en 1. júní ár hvert, nema prófastur veiti rýmri frest. Nú gerir prófastur athugasemdir við reikning, sem sóknarnefnd getur eigi fallist á, og er henni þá kostur að láta fylgja skýringar sínar og andsvör til héraðsfundar, er úrskurðar reikninginn, sbr. 32. gr.
Um afskipti sóknarnefndar af álagningu kirkjugjalda og innheimtu þeirra er mælt í lögum.
Um ráðningu starfsmanna sókna eru ákvæði í 25. gr.
Um störf sóknarnefndar í sambandi við veitingu prestsembætta fer svo sem fyrir er mælt í lögum.
Bækur samkvæmt 1.–3. tölul. löggildir prófastur, en sóknin kostar andvirði þeirra. Bækur samkvæmt 4. og 5. tölul. löggildir biskup og leggur sókninni til.
[Sóknarnefndir skulu senda Ríkisendurskoðun ársreikninga sóknarnefnda fyrir næstliðið ár fyrir 1. júní ár hvert. Um heimildir Ríkisendurskoðunar til að kalla eftir upplýsingum og til að kanna gögn fer eftir lögum um Ríkisendurskoðun.]1)
Biskup Íslands staðfestir erindisbréf sóknarnefndar fyrir þessa starfsmenn.
Starfsmenn sókna, sem ráðnir eru í hálft starf hið minnsta, eiga rétt á setu á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt, sbr. 31. gr.
Fundur er ályktunarfær, ef rétt er til hans boðað. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á héraðsfundi.
Mál, sem eigi eru greind í fundarboði, verða eigi tekin til umræðu, nema tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra fundarmanna samþykki.
Sóknarnefndarmenn og aðrir þeir, sem sæti eiga í starfsmannanefnd sóknar, sbr. 27. gr., eiga rétt á fundarsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
...