Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Reglugerðin, eins og hún hefur verið aðlöguð, sbr. 1. mgr., er prentuð sem fylgiskjal með lögum þessum.
Komi upp ágreiningur um hvort ákvæði 7. gr. reglugerðar 1612/68 séu haldin er heimilt að vísa þeim ágreiningi til nefndarinnar, sbr. 1. mgr., sem leitast skal við að leysa þann ágreining. Í þessum tilgangi getur nefndin leitað eftir upplýsingum hjá stofnunum, samtökum eða einstökum fyrirtækjum sem veita nefndinni nauðsynlegar upplýsingar um almenn ráðningar- og starfskjör í atvinnugreinum og fyrirtækjum. Verði sátt eigi komið á með aðilum er heimilt að leita til dómstóla.
Þegar nefndin fjallar um mál sem varðar sérstaklega opinbera starfsmenn er falla undir atvinnu- og búseturéttindi Evrópska efnahagssvæðisins skulu auk fulltrúa skv. 1. mgr. tveir fulltrúar taka sæti í nefndinni. Skal annar þeirra tilnefndur af hlutaðeigandi heildarsamtökum opinberra starfsmanna og hinn af fjármálaráðherra eða Sambandi íslenskra sveitarfélaga eftir því sem við á.
Þegar nefndin fjallar um mál sem varða sérstaklega önnur heildarsamtök launþega eða atvinnurekenda en þau sem kveðið er á um í 1. og 3. mgr. skulu fulltrúar þeirra samtaka taka sæti í nefndinni.
*Aðlögun reglugerðarinnar er með fyrirvara um framkvæmd EFTA-ríkjanna á einstökum þáttum hennar, sbr. t.d. d-lið 4. tölul. bókunar 1.
2. Hann skal m.a. njóta þeirra réttinda að ráða sig til vinnu á yfirráðasvæði annars EES-ríkis með sama forgangsrétti og ríkisborgarar þess ríkis.
Þetta ákvæði á ekki við í þeim tilvikum þar sem tungumálakunnátta skiptir máli vegna eðlis starfsins sem um er að ræða.
2. Þetta skal einkum og sér í lagi ná til þeirra ákvæða eða venju EES-ríkis samkvæmt fyrstu undirgrein 1. mgr. sem:
2. Þegar ívilnun til fyrirtækja í EES-ríki er bundin við ákveðið lágmarkshlutfall innlendra launþega skal litið á ríkisborgara annarra EES-ríkja sem innlenda samkvæmt ákvæði í tilskipun ráðsins frá 15. október 1963.1)
1)Stjtíð. EB nr. 159, 2. nóvember 1963, bls. 2661/63.
2. Engu að síður getur ríkisborgari, sem hefur undir höndum persónulegt starfstilboð frá vinnuveitanda í öðru EES-ríki en sínu eigin, þurft að fara í hæfnispróf hafi vinnuveitandinn sett það sem skilyrði með tilboðinu.
2. Hann skal njóta sömu félagslegra réttinda og skattaívilnana og innlendir launþegar.
3. Hann skal einnig í krafti sama réttar og með sömu skilyrðum hafa sama aðgang og innlendir launþegar að þjálfun í skólum er tengjast atvinnulífinu og endurmenntunarstöðvum.
4. Öll ákvæði í kjarasamningum eða ráðningarsamningum eða öðrum almennum reglugerðum sem varða aðgang að atvinnu og öll önnur starfsskilyrði eða uppsagnarákvæði eru ógild og að engu hafandi að svo miklu leyti sem þau mæla fyrir um eða heimila mismunun launþega sem eru ríkisborgarar annarra EES-ríkja.
1)Rg. 312/76.
Hafi fjölskylda hans orðið eftir í landinu sem hann kom frá skal einnig tekið tillit til hennar í þessu sambandi eins og hún væri búsett á viðkomandi svæði, að því tilskildu að innlendir launþegar njóti svipaðra fríðinda.
2. Slíkur launþegi getur, með sama rétti og innlendir ríkisborgarar, látið skrá sig hjá húsnæðismiðlun á því svæði þar sem hann starfar, fari slík skráning fram, og skal hann njóta viðeigandi ívilnana og forréttinda.
2. EES-ríkin skulu auðvelda þeim aðstandendum, sem ekki heyra undir ákvæði 1. mgr. en eru á framfæri launþega sem að framan er getið eða hafa búið undir sama þaki í landinu sem hann kom frá, að koma til ríkisins.
3. Að því er varðar 1. og 2. mgr. verður launþeginn að hafa yfir að ráða húsnæði fyrir fjölskyldu sína sem talið er hæfa innlendum launþegum á því svæði þar sem hann hefur ráðið sig til vinnu; þetta ákvæði má hins vegar ekki leiða til þess að launþegum frá öðrum EES-ríkjum sé mismunað á kostnað innlendra launþega.
Aðalvinnumiðlanirnar í EFTA-ríkjunum skulu eiga náið samstarf sín á milli og við fastanefnd EFTA með það að markmiði að hafa samráð um ráðningu í lausar stöður og meðferð atvinnuumsókna innan EES og yfirlit um hverjir hljóta stöður. EFTA-ríkjunum ber að tilkynna fastanefnd EFTA um allar breytingar sem verða á tilnefningu aðila til slíkrar þjónustu og skal fastanefnd EFTA birta nákvæmar upplýsingar um þær í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópubandalagsins.
2. Í þessu skyni skulu EFTA-ríkin tilnefna sérstakar þjónustuskrifstofur og ber þeim að skipuleggja þá starfsemi sem að ofan er getið og hafa samráð sín á milli og við fastanefnd EFTA.
Þjónustuskrifstofurnar í hinum EFTA-ríkjunum skulu tryggja að slíkar upplýsingar séu vel kynntar, m.a. með því að dreifa þeim á meðal viðeigandi vinnumiðlana og koma þeim á framfæri með öllum tiltækum ráðum við þá launþega sem hlut eiga að máli.
2. Fastanefnd EFTA skal, að teknu fyllsta tilliti til álits umsjónarnefndarinnar, ákvarða með hvaða hætti upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., skuli settar fram.
3. Í samræmi við þær starfsaðferðir, sem fastanefnd EFTA ákveður að teknu fyllsta tilliti til álits umsjónarnefndarinnar,1) skal þjónustuskrifstofa hvers EFTA-ríkis senda til þjónustuskrifstofa hinna EFTA-ríkjanna og til fastanefndar EFTA upplýsingar um lífskjör og vinnuskilyrði og ástand vinnumarkaðar sem líklegar eru til að koma launþegum frá öðrum EFTA-ríkjum að gagni. Upplýsingarnar skal endurskoða reglulega.
1)Rg. 2434/92.
Ef nauðsynlegt reynist getur fastanefnd EFTA aðlagað þetta kerfi í samvinnu við umsjónarnefndina.
Þjónustuskrifstofa hvers EFTA-ríkis skal senda slíkar upplýsingar áfram til viðkomandi vinnumiðlana og vinnumálaskrifstofa eins fljótt og kostur er.
2. Upplýsingum um lausar stöður og umsóknir, sem um getur í 1. mgr., skal dreift samkvæmt samræmdu heildarkerfi sem fastanefnd EFTA skal koma á fót, í samvinnu við umsjónarnefndina.
1)Rg. 2434/92.
Þessir aðilar skulu senda vinnumiðlunum fyrstnefnda EFTA-ríkisins upplýsingar um gildar umsóknir.
2. Viðkomandi vinnumiðlanir EFTA-ríkjanna skulu svara atvinnuumsóknunum sem um getur í c-lið 1. mgr. 15. gr. innan hæfilegs frests sem sé eigi lengri en einn mánuður.
3. Vinnumiðlanirnar skulu veita launþegum, sem eru ríkisborgarar annarra EES-ríkja, sömu forréttindi og gert er ráð fyrir samkvæmt viðeigandi ráðstöfunum að innlendir ríkisborgarar njóti miðað við launþega sem eru ríkisborgarar landa utan EES.
1)Rg. 2434/92.
ef nauðsynlegt reynist skulu vinnumiðlanir, sem ná til svæða sem liggja að landamærum, einnig koma á samvinnu- og þjónustukerfi með það í huga að geta boðið:
2. EFTA-ríkin, sem hlut eiga að máli, skulu senda fastanefnd EFTA skrá, sem samráð er haft um, yfir þær stofnanir sem um getur í 1. mgr.; fastanefnd EFTA skal birta þessa skrá ásamt þeim breytingum sem kunna að verða á henni í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópubandalagsins.
1)Rg. 2434/92.
2. EES-ríkin skulu ásamt fastanefnd EFTA kanna öll tiltæk ráð til að veita ríkisborgurum aðildarríkjanna forgang þegar ráðið er í lausar stöður til að leitast við að koma á jafnvægi milli framboðs og umsókna um störf innan EES. Þau skulu beita öllum tiltækum ráðum í þessu skyni.
3. Annað hvert ár skal fastanefnd EFTA leggja fram skýrslu um framkvæmd II. hluta þessarar reglugerðar þar sem gerð er grein fyrir þeim upplýsingum sem hafa borist og niðurstöðum athugana og rannsókna sem hafa farið fram með sérstakri áherslu á gagnlegar upplýsingar er varða þróun vinnumarkaðarins á Evrópska efnahagssvæðinu.1)
1)Rg. 2434/92.
1)Af hálfu EFTA-ríkjanna skal fastanefnd EFTA sinna þessu hlutverki innan EES.
2. Henni ber að tilkynna þjónustuskrifstofunum um laus störf og atvinnuumsóknir sem sendar hafa verið beint til framkvæmdastjórnarinnar og fá upplýsingar um viðbrögð við þeim.
1)Fastanefnd EFTA getur komið á fót undirnefndum til að sinna þessum verkefnum.
Er starfstíminn rennur út skulu bæði aðal- og varamenn sitja þar til aðrir hafa verið skipaðir í þeirra stað eða skipanir þeirra endurnýjaðar.
2. Hvert aðildarríki skal tilnefna einn varamann fyrir hvern hóp sem tilgreindur er í 1. mgr.
3. Starfstími fulltrúanna og varamanna þeirra skal vera tvö ár. Heimilt er að endurskipa þá.
2. Álitsgerðir skulu vera rökstuddar og þær teljast samþykktar þegar fyrir þeim er hreinn meiri hluti gildra atkvæða. Þeim skal fylgja skrifleg greinargerð með áliti minni hlutans fari hann fram á það.
1)Fastanefnd EFTA getur komið á fót undirnefndum til að sinna þessum verkefnum.
2. Sérhver ríkisstjórn skal tilnefna varamann úr hópi annarra fulltrúa --- aðal- eða varamanna --- í ráðgjafarnefndina.
Engu að síður skal þessi reglugerð ná til þeirra hópa launþega sem um getur í fyrstu undirgrein og til aðstandenda þeirra, að svo miklu leyti sem réttarstaða þeirra ræðst ekki af ofangreindum sáttmálum eða ráðstöfunum. Launþegar frá slíkum löndum eða yfirráðasvæðum, sem í samræmi við þetta ákvæði stunda vinnu á yfirráðasvæði einhvers þessara EES-ríkja, geta ekki borið fyrir sig eða notið ákvæða þessarar reglugerðar á yfirráðasvæðum hinna EES-ríkjanna.
2. Reglugerð þessi skal ekki hafa áhrif á ráðstafanir sem gripið er til skv. 29. gr. EES-samningsins.
3. Reglugerð þessi skal ekki hafa áhrif á skuldbindingar EES-ríkjanna vegna:
...
1)Rg. 2434/92.