Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Í lögum þessum merkir planta heilar jurtir og viðarplöntur svo og hluta þeirra. Mein merkir frávik frá því, sem heilbrigt má teljast, og skaðvaldur merkir þær lífverur og lífræna þætti, er meinum valda á plöntum: veirur (vira), berfrymingar (mycoplasma), bakteríur (bacteria), sveppir (fungi) og meindýr.
1)Rg. 189/1990 og 123/1995. Rg. 53/1971. Rg. 61/1995.
Landbúnaðarráðherra ákveður, með hliðsjón af tillögum sérfræðinga í plöntusjúkdómum og meindýrum, hvaða skaðvald beri að telja svo hættulegan að falli undir ráðstafanir, er lög þessi heimila.
[Til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit með plöntum samkvæmt lögum þessum er ráðherra heimilt að láta innheimta eftirlitsgjald vegna innflutnings á plöntum og vegna dreifingar innan lands og útflutnings á innlendum plöntum. Ráðherra setur í reglugerð1) nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins.]2)