Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Landgræðsla ríkisins fer með yfirstjórn þeirra mála, sem lög þessi fjalla um, fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins.]1)
Matsnefndir skulu fylgjast með landbroti og hættu á landspjöllum af völdum vatna. Þær skulu taka við erindum frá landeigendum, sem telja nytjalönd sín eyðast eða vera í yfirvofandi hættu af þessum sökum.
[Matsnefndir skulu semja álitsgerð um allar nauðsynlegar varnarframkvæmdir samkvæmt 1. gr. fyrir 1. maí ár hvert. Skal þar koma fram áætlaður kostnaður við fyrirhleðslur og aðrar lagfæringar á árfarvegum í sýslunni fyrir næsta ár eða fleiri, ef um meiri háttar framkvæmdir er að ræða. Enn fremur sé gefin stutt lýsing á tilhögun fyrirhugaðra framkvæmda á hverjum stað.
Álitsgerðina skal matsnefnd senda til Landgræðslu ríkisins, en afrit af henni til Vegagerðar ríkisins, Búnaðarfélags Íslands, búnaðarsambands sýslunnar og þeirra landeigenda, sem hlut eiga að máli.]2)
Í því skyni skal hún, þegar við verður komið, afla sér sérhæfðra starfskrafta á þessu sviði svo og til að gera vatnafræðilegar athuganir á því, hvernig heppilegast er að vinna gegn ágangi vatna.