Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Safnið og starfsemi þess skal kynnt nemendum skóla í samráði við skólayfirvöld, ýmist í safninu sjálfu eða í skólunum, og einnig skal efnt til slíkrar fræðslu fyrir almenning í safninu og fjölmiðlum.
Forstöðumaður er stjórnandi safnsins og mótar listræna stefnu þess í samráði við safnráð. Hann stjórnar daglegum rekstri, skipuleggur sýningar á verkum safnsins og sér um aðra venjulega starfsemi.
Laun forstöðumanns og annarra starfsmanna Listasafnsins skulu ákveðin með sama hætti og annarra ríkisstarfsmanna. Við ákvörðun launa starfsmanna safnsins skal miðað við að þau séu sambærileg við laun starfsmanna annarra ríkissafna. Þó skal taka tillit til tímabundinnar [skipunar]1) forstöðumanns við ákvörðun launa hans.
Forstöðumaður á sæti í safnráði samkvæmt stöðu sinni, en menntamálaráðherra skipar fjóra aðra menn í safnráð til þriggja ára í senn: tvo samkvæmt tilnefningu fulltrúaráðs Sambands íslenskra myndlistarmanna og einn úr hópi fastráðinna starfsmanna safnsins. Formann ráðsins skipar ráðherra og skal hann hafa til að bera sérfræðilega þekkingu á höfundarétti og góða almenna þekkingu á myndlist. Safnráðsmenn skipaða samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna má aðeins endurskipa einu sinni.
Ráðherra skipar varamenn með hliðstæðum hætti.
Laun ráðsmanna greiðast úr ríkissjóði.
Heimilt skal þó að setja á stofn sérstaka útlánadeild við safnið er sjái um útlán listaverka sem sérstaklega verði keypt eða gefin safninu í því skyni. Einnig skal heimilt að lána önnur listaverk til tiltekinna opinberra stofnana sé meiri hluti safnráðs því samþykkur. Nánari ákvæði hér að lútandi skulu sett í reglugerð.
1)Rg. 231/1995.