Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Til þess að um höfn geti verið að ræða samkvæmt lögum þessum þarf henni að hafa verið sett reglugerð er tilgreini mörk hennar, auk annarra nauðsynlegra stjórnunarákvæða.
Séu eigendur fleiri en einn fer um kosningu samkvæmt reglugerð og stofnsamningi hafnasamlags. Hafnarstjórn ræður hafnarstjóra og ákveður verksvið hans.
1)L. 7/1996, 26. gr.2)Um reglugerðir settar samkvæmt samhljóða heimild í eldri hafnalögum, 69/1984, vísast til Lagasafns 1990, d. 1911, auk rg. 246/1990 og 463/1991.
Nú á annar aðili en hafnarsjóður bryggju innan hafnarsvæðisins og skal þá greiða vörugjöld í hafnarsjóð af þeim farmi er um þá bryggju fer. Eiganda slíkrar bryggju er óheimilt að innheimta til sín vörugjöld af vörum er fara um bryggjuna nema hafnarstjórn samþykki.
Skipagjöld skulu miðuð við stærð skipa samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð og eru þau tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum.
Halda má eftir skráningar- og þjóðernisskírteinum til tryggingar greiðslu skipa- og vörugjalda. Hafnarstjórn er heimilt að krefjast þess að útflytjandi leggi fram tryggingu fyrir vörugjaldi áður en vara fer úr höfn. Vörugjald af vörum sem umskipað er, lestaðar eða losaðar utan löggiltra hafnarsvæða, þar á meðal af sjávarafla, skal ríkissjóður innheimta í samræmi við almenna gjaldskrá skv. 13. gr. og skal gjaldið renna í Hafnabótasjóð. Ákvæði þetta nær þó ekki til skipa undir 10 brúttótonnum að stærð þegar um sjávarafla er að ræða.
Leiga af lóðum hafna skal almennt reiknuð sem hundraðshluti af fasteignamati lóðar. Sérstakt vörugjald skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal renna í Hafnabótasjóð. Gjaldið skal vera sem svarar 25% álagi á vörugjöld eins og þau eru ákveðin í hinni almennu gjaldskrá, önnur en aflagjald, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr.
Innheimtuaðilar vörugjalds skv. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. skulu innheimta og standa skil á sérstöku vörugjaldi skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr.
Ráðherra skal kveða nánar á um innheimtu og skil á gjaldinu, þar á meðal hversu oft það getur lagst á sömu vörusendingu, og ákveða hvernig skuli fara með vörslu og daglega afgreiðslu sérstaks vörugjalds samkvæmt lögum þessum.
Slík gjaldskrá, staðfest af samgönguráðherra, skal gilda fyrir allar hafnir er lög þessi ná til. Önnur gjöld hafnarinnar ákveður viðkomandi hafnarstjórn. Ráðherra getur heimilað einstökum hafnarstjórnum frávik frá hinni almennu gjaldskrá ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. þessarar greinar er einstökum hafnarstjórnum heimiluð frávik til lækkunar á hinni almennu gjaldskrá fyrir hafnir vegna umskipunar, lestunar og losunar á sjávarafla.
Hafnarstjórn er skylt að senda [Siglingastofnun]2) ársreikninga og þær upplýsingar sem hún kann að óska eftir og snerta rekstur hafnarinnar.
[Siglingastofnun]2) ber að senda hafnarsjóði viðskiptareikning síðasta árs fyrir 1. mars ár hvert ef um viðskipti hefur verið að ræða á árinu.
Til þess að [Siglingastofnun]2) sé unnt að fylgjast sem best með að ákvæði þessarar greinar séu haldin skal senda henni eftirrit af fundargerðum hafnarstjórnar sé þess óskað.
Engin mannvirkjagerð má fara fram á hafnarsvæðinu nema með samþykki viðkomandi hafnarstjórnar. Rísi ágreiningur skal málinu vísað til samgönguráðuneytisins til úrskurðar.
Sé leyfi til mannvirkjagerðar eigi notað innan tveggja ára frá veitingu þess fellur það úr gildi.
Hafnarstjórn er heimilt, ef nauðsyn krefur, að nema burt á kostnað eiganda bryggjur eða önnur mannvirki í sjó fram sem hætta stafar af eða hafa staðið ónotuð í fimm ár eða lengur.
[Siglingastofnun]2) annast framkvæmd frumrannsókna í samráði við viðkomandi hafnarstjórn. Hafnarframkvæmdir, er njóta ríkisstyrks, skulu að jafnaði unnar samkvæmt tilboði á grundvelli útboðs. Ef verk er þess eðlis eða aðstæður slíkar að öðru leyti að útboð telst ekki muni gefa góða raun er heimilt að fenginni umsögn [Siglingastofnunar]2) að víkja frá útboði.
Fari hafnarstjórn þess á leit annast [Siglingastofnun]2) auk frumrannsókna framkvæmdir eftir því sem við verður komið, skipulagningu hafnarsvæða, hönnun einstakra mannvirkja og gerð kostnaðaráætlana.
Niðurrif hafnarmannvirkja í eigu hafnarsjóðs telst hafnarframkvæmd, enda sé það liður í nýbyggingu, til umhverfisbóta eða mannvirkið í vegi fyrir notkun annarra styrkhæfra hafnarmannvirkja.
Sé mannvirki svo illa farið að til álita komi að endurbyggja það skal slík endurbygging því aðeins teljast styrkhæf að mannvirkið hafi hlotið eðlilegt viðhald að dómi [forstjóra Siglingastofnunar Íslands].2)
Styrkhæfur telst einnig vaxtakostnaður, svo og lántöku- og annar fjármögnunarkostnaður, ásamt kostnaði vegna hækkunar verðtryggðra lána og gengistaps, verði hann til vegna hluta ríkissjóðs í framkvæmdinni og hafi verið stofnað til hans með heimild ráðuneytisins og fjárlaganefndar Alþingis.
Til viðhalds hafnarmannvirkja teljast almennar viðgerðir og venjulegt viðhald, svo sem endurnýjun á þybbum, þekjum og lögnum, og er slíkt viðhald ekki styrkhæft.
Landa- og lóðakaup hafna, svo og landgerð, njóta ekki ríkisstyrks. Styrkhæfni framkvæmda skal ákveðin áður en þær hefjast. Rísi ágreiningur um styrkhæfni framkvæmda skal málinu skotið til ráðherra til úrskurðar.
hafnargarða (öldubrjóta), dýpkun hafnar og innsiglingar, siglingamerki, sérbúnað fyrir ekjuskip og ferjur. bryggjur og viðlegukanta, uppfyllingar og umferðaræðar á hafnarsvæði, upptökumannvirki fyrir skip, mengunar- og slysavarnir, vatns-, raf- og holræsalagnir um hafnarmannvirkin, skipulag hafna og hafnarsvæða. niðurrif hafnarmannvirkja.
Við mat á greiðsluþátttöku ríkissjóðs í einstökum verkefnum skal tekið tillit til fjárhagslegrar getu hafnarsjóðs til að standa undir nauðsynlegum hafnarframkvæmdum, þó með þeim takmörkunum um hámark sem kveðið er á um í 26. gr.
Greiðsluþátttaka ríkissjóðs í einstökum verkefnum skal ákveðin um leið og verk eru tekin inn á hafnaáætlun og tekin til endurmats á tveggja ára fresti við endurskoðun hafnaáætlunar. Við mat á greiðsluþátttöku ríkissjóðs skal tekið tillit til fjárhagslegrar getu hafnarsjóðs.
Skerðing á hámarki framlaga skv. 26. gr. skal miðast við fjárhagslega stöðu hafnarsjóðs og skulu settar um það nánari reglur í reglugerð. Þrátt fyrir slíkar reglur getur ráðherra ákveðið að framkvæmdir í höfnum, sem mynda hafnasamlag, njóti tímabundið hámarksframlags skv. 26. gr.
Við þessa áætlanagerð ber [Siglingastofnun]2) að hafa samráð og samstarf við viðkomandi hafnarstjórn, Hafnasamband sveitarfélaga og hafnaráð.
Við áætlanagerðina og forgangsröðun framkvæmda skal leggja til grundvallar mat á þörf fyrir framkvæmdir í einstökum höfnum, landshlutum og landinu í heild.
Sérstök fjögurra ára áætlun um hafnargerðir skal gerð á tveggja ára fresti. Áður en gengið er endanlega frá áætluninni skal [forstjóri Siglingastofnunar Íslands]2) senda stjórn hverrar hafnar tillögur sínar um framkvæmdir á áætlunartímabilinu við þá höfn og gefa hafnarstjórnum tiltekinn frest til að koma með athugasemdir og breytingartillögur.
Áætlunin skal síðan lögð fyrir Alþingi til samþykktar.3) Ráðherra skal árlega leggja fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmdir í hafnamálum árið áður.
[Tekjum af vörugjaldi skv. 1. og 3. tölul. 1. mgr. skal ráðstafað til sjóðsins eða til annarra þarfa samkvæmt ákvörðun Alþingis í fjárlögum hverju sinni.]2)
Samanlagt mega styrkir og lán úr Hafnabótasjóði að viðbættu ríkisframlagi aldrei fara yfir 90% af styrkhæfum framkvæmdakostnaði.