Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sama gildir um ákvarðanir, sem varða upptöku eignar, sakarkostnað í opinberum refsimálum og einkarefsimálum og hald á eignum grunaðs manns til tryggingar sektargreiðslu, eignarupptöku, skaðabótum, miskabótum eða sakarkostnaði í refsimálum.
Ákvæði 1. mgr. taka einnig til þess, eftir því sem við á, er afplána skal fésekt með refsivist.
Ákvæði 1. mgr. taka einnig til þess, eftir því sem við á, er afplána skal fésekt með refsivist.
Nú hafa opinberir aðilar í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð tekið við umsjón með dómfelldum manni samkvæmt 1. mgr., og koma þá ákvæði íslenskra hegningarlaga um skilorðsbundna refsidóma því aðeins til framkvæmdar, að dómfelldi verði sannur að sök hér á landi um refsivert atferli, eða að þar til bær opinber aðili í einhverju áðurgreindra ríkja feli íslenskum dómstóli að veita úrlausn um breytingu á hinum skilorðsbundna dómi.
Ef þar til bær opinber aðili í því landi, sem tekið hefur við umsjóninni, ákveður lengingu skilorðstímans eða breytingu á öðrum skilyrðum, sem mælt eru í dóminum, hafa slíkar ákvarðanir gildi hér á landi.
Nú hefur maður, sem hlotið hefur hér á landi skilorðsbundinn refsidóm, verið dæmdur í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð fyrir refsivert atferli, framið á skilorðstímanum, en ekki hefur í hinum nýja dómi verið haggað við ákvæðum skilorðsbundna dómsins, og skal þá, eftir því sem við á, beita reglum 59. og 60. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 6. og 7. gr. laga nr. 22/1955.
Heimilt er dómsmálaráðherra, þegar sérstakar ástæður mæla með því, að fella niður eitt eða fleiri settra skilyrða, eða setja ný í þeirra stað, er svari til hinna settu skilyrða, eftir því, sem við verður komið.
Nú hefur verið tekin lögmæt ákvörðun um, að viðkomandi maður skuli taka út refsingu þá, sem eftir stendur, og fer þá um tegund og lengd refsivistar eftir reglum 4. gr.
Ef þar til bær opinber aðili í því landi, sem tekið hefur við umsjóninni, breytir skilyrðum reynslulausnar, skulu þær ákvarðanir hafa gildi hér á landi.
Þó að ákvörðun sé borin undir dómstóla samkvæmt framansögðu, frestar það ekki framkvæmd hennar, nema svo verði ákveðið í dómsúrskurði.
Reglur íslensks réttar um reynslulausn og náðun skulu einnig koma til greina, eftir því sem við á.
1)Lög þessi öðluðust gildi gagnvart Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hinn 1. janúar 1964, skv. augl. B 224/1963.