Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Í samræmi við hlutverk stofnunarinnar veitir hún lán eða annan fjárhagslegan stuðning í því skyni meðal annars að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða lífvænlegar byggðir fari í eyði.
Í tillögunni komi fram stefna ríkisstjórnar í byggðamálum og tengsl hennar við almenna stefnu í efnahags- og atvinnumálum, svo og við áætlanir á sviði opinberrar þjónustu í landinu.
Í forsendum áætlunarinnar gerir Byggðastofnun grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í einstökum landshlutum og markmiðum sem æskileg eru talin og þjóðhagslega hagkvæmt að stefna að í þróun byggðar landsins í heild.
Við gerð áætlunarinnar hafi Byggðastofnun samráð við ráðuneyti, Þjóðhagsstofnun, sveitarfélög og samtök þeirra og aðra aðila sem þurfa þykir.
Byggðaáætlun skal endurskoða á tveggja ára fresti.
Byggðastofnun gerir einnig svæðisbundnar byggðaáætlanir í samráði við sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög og aðra aðila sem málið varðar.
Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun og öðrum ríkisstofnunum eða sveitarfélögum er rétt að veita Byggðastofnun þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar til slíkrar áætlunargerðar.]1)
Um stærð félagssvæðis atvinnuþróunarfélaga fer eftir aðstæðum í hverju héraði. Stjórn Byggðastofnunar veitir stuðning við stofnun og rekstur atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni á grundvelli umsókna frá þeim.
Byggðastofnun er heimilt að taka þátt í atvinnuþróunarfélögum og á fulltrúi hennar að jafnaði sæti í stjórn þeirra.]1)
Byggðastofnun hefur samráð við tæknistofnanir atvinnuvega, stofnlánasjóði, háskóla og aðra aðila sem vinna að hliðstæðum verkefnum og beitir sér fyrir samstarfi um stuðning við framkvæmd þeirra verkefna sem hún metur styrkhæf. Stjórn stofnunarinnar setur nánari reglur um þessar styrkveitingar.
Í hverju kjördæmi skal starfa a.m.k. einn atvinnuráðgjafi. Hlutverk hans er að stunda almenna atvinnuráðgjöf á starfssvæði sínu. Komið skal á nánu samstarfi við aðra aðila sem vinna að ráðgjafar- og leiðbeiningarstarfi í kjördæminu. Byggðastofnun tekur þátt í kostnaði við starfsemi atvinnuráðgjafa.
Atvinnuráðgjafar kjördæmanna skulu einnig vinna að samstarfi atvinnuþróunarfélaga innan viðkomandi kjördæmis og er heimilt að fela þeim framkvæmdastjórn þeirra ef um semst.]1)
Stjórn Byggðastofnunar ákveður lánakjör stofnunarinnar. Skal í því efni bæði höfð hliðsjón af fjárhagsstöðu stofnunarinnar á hverjum tíma og tilganginum með lánveitingum hennar.
Ársreikningum skal fylgja skrá yfir lánveitingar og óafturkræf framlög Byggðastofnunar.
1)L. 39/1991, 3.--4. gr.2)Rg. 51/1992, sbr. 290/1994.
...