Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi gilda einnig um líkamstjón sem leiðir af aðstoð við lögreglu við handtöku, borgaralega handtöku eða að afstýra refsiverðri háttsemi.
Andist tjónþoli vegna afleiðinga brots skulu greiddar bætur vegna hæfilegs útfararkostnaðar og bætur vegna missis framfæranda.
Bætur skulu greiddar fyrir tjón sem valdið er á umráðasvæði stofnunar eða meðan á dvöl utan hennar stendur að fengnu leyfi eða í tengslum við strok.
Í sérstökum tilvikum er heimilt að greiða bætur fyrir tjón á munum sem maður veldur hafi hann strokið frá sambærilegri stofnun og greinir í 1. mgr. í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð.
Umsókn um bætur skal hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið.
Af dæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, greiðir ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en:
Bætur fyrir muni skv. 4. gr. má lækka eða fella niður hafi tjónþoli, af ásetningi eða gáleysi, aukið hættu á tjóni með því að láta hjá líða að gera venjulegar varúðarráðstafanir. Sama gildir hafi munir ekki verið vátryggðir, enda hafi almennt mátt ætlast til þess af tjónþola.
Endurkröfur á hendur tjónþola skulu ekki greiddar.
Í sérstökum tilvikum er bótanefnd heimilt að víkja frá ákvæðum 1. mgr., t.d. ef telja má með réttu að tjón tjónþola hafi ekki að fullu verið ljóst við meðferð málsins fyrir dómi.
Ákvæði 1. mgr. gildir ekki að því leyti sem tjónvaldur er talinn hafa viðurkennt kröfuna eða fjárhæð hennar undir rekstri máls.
Í bótanefnd eiga sæti þrír menn sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar einn þeirra formann nefndarinnar og þrjá menn til vara.
Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Um hæfi nefndarmanna til að fara með mál skal fara eftir reglum laga um sérstakt hæfi dómara.
Dómsmálaráðherra setur reglugerð um starfsháttu nefndarinnar.
Þegar um líkamstjón er að ræða getur nefndin óskað eftir því að tjónþoli láti lækni rannsaka sig. Nefndinni er heimilt að fá afrit úr sjúkraskrá tjónþola enda liggi fyrir samþykki hans.
Nefndinni er heimilt að krefjast yfirheyrslna fyrir dómi.
Verði tjónþoli ekki innan tilskilins frests við óskum nefndarinnar um framlagningu tiltekinna upplýsinga eða gagna er nefndinni heimilt að ljúka meðferð máls á grundvelli þeirra gagna er fyrir liggja.
Í sérstökum tilvikum, svo sem vegna efnahags umsækjanda, er nefndinni heimilt að ákveða að umsækjandi skuli að hluta til eða að öllu leyti fá greiddan kostnað sem hann hefur þurft að bera í tilefni málsins.
Enn fremur er heimilt að krefja tjónþola um endurgreiðslu bóta ef hann hefur síðar fengið tjón sitt bætt með öðrum hætti.