Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stofnunina skal þó ekki setja á fót fyrr en eitthvert hernaðartjón hefur að höndum borið, og koma lög þessi að engu leyti til framkvæmda fyrr en slíkt tjón hefur átt sér stað.
...1)
Eigendur eða umráðamenn tryggingarskyldra mannvirkja, sem ekki eru í skyldutryggingu fyrir eldsvoða, eru skyldir til að senda Ófriðartryggingunni tilkynningar um þau, þegar er hún hefur tekið til starfa.
Verði eitthvað afgangs af téðum 5% vöxtum, þegar greiddir hafa verið vextir af veðkröfum samkvæmt framansögðu, greiðist það til eiganda fasteignarinnar í lok hvers árs.
Hámark iðgjaldanna samtals er 10% af þeim upphæðum, sem iðgjöld reiknast af.
Ef þessi takmörkun hefur í för með sér, að ekki er hægt að bæta ófriðartjónið að fullu, skulu bætur greiddar úr ríkissjóði eftir því, sem fé verður veitt til þess í fjárlögum.
Iðgjöld hafa lögtaksrétt og veð í fasteignum næst á eftir opinberum gjöldum.
Ef innheimt eru meiri iðgjöld en nægja til að bæta ófriðartjón og allan kostnað að fullu, skal endurgreiða það, sem umfram er, hlutfallslega eftir greiddum iðgjöldum.
Ráðuneytið ákveður, að fengnum tillögum tryggingarstjórnarinnar, hverjar bætur skuli greiddar, þegar byggingar eða mannvirki eru ekki endurreist eða er breytt verulega.
Sama máli gegnir, þó að þinglýstar kröfur hvíli á eigninni eða hafi verið tilkynntar og viðurkenndar, ef byggingar eða mannvirki eru endurreist, enda sé réttur veðhafa að fullu tryggður, að dómi tryggingarstjórnarinnar. Ella skal greiða kröfuhöfum bætur á undan eiganda og í þeirri röð, sem veð þeirra segja til.
1)Nú l. 18/1976.
1)Nú l. 18/1976.
1)Nú l. 18/1976.
Setja má nánari reglur um það, hvað telja beri tryggingarskyldar vélar og tæki samkvæmt lögum þessum.
Eigendur eða umráðamenn tryggingarskyldra véla og tækja eru skyldir til að senda Ófriðartryggingunni tilkynningar um slíkar vélar og tæki jafnskjótt sem hún hefur tekið til starfa.
Frá matsupphæð tjónsins dregst, þegar um lausafé, annað en vörubirgðir, er að ræða, 1/4 hluti, þó svo, að frádrátturinn nemi eigi hærri upphæð en 5000 krónum hjá sama manni eða fyrirtæki, og greiðast bætur fyrir tjónið með þeim frádrætti.
Frá matsupphæð vörubirgða skal draga 1/20 hluta, og greiðast bætur fyrir tjónið með þeim frádrætti.
Nú færir eigandi glataðra eða skemmdra vörubirgða sönnur á, að hann muni bíða stórfelldan fjárhagslegan hnekki, ef hann fær ekki útborgaðar frekari bætur en að framan greinir, og er þá stjórn Ófriðartryggingarinnar heimilt að greiða meiri bætur og jafnvel bæta tjónið að fullu, sérstaklega ef ætla má, að ekki sé unnt með öðru móti að afla nýrra birgða nógu fljótt.
Sá hluti bótanna, sem ekki greiðist fyrr en að styrjöldinni lokinni, ávaxtast með 5% á ári til greiðsludags, og fer um greiðslu vaxta og afborgana af lánum, sem tryggð kunna að vera með handveði eða þinglýstu sjálfsvörsluveði í hinum skemmdu eða glötuðu munum, á sama hátt og segir í 6. gr. um fasteignaveðslán, eftir því sem við getur átt.
Um mat á tjóni og ákvörðun bótagreiðslu fer eftir þeim reglum, er gilda um brunatjón, að svo miklu leyti sem þær geta átt við.
Skilyrði fyrir slíkri undanþágu er, að endurbætur á hinu skemmda byrji þegar í stað og sé lokið innan tiltekins tíma.
Ef bæta þarf tjón skv. II. og IV. kafla eða greiða vexti og afborganir skv. 6. gr., sbr. 21. gr., og innheimt iðgjöld hrökkva ekki fyrir þeim greiðslum, er Ófriðartryggingunni heimilt að taka --- til bráðabirgða --- lán gegn veði í iðgjöldunum.
Nú þarf að bæta tjón skv. V. kafla þessara laga, og innheimt gjöld skv. 24. gr., sbr. 22. gr., hrökkva ekki fyrir þeim greiðslum, og er þá ríkisstjórninni heimilt að taka lán eða veita nauðsynlegar tryggingar fyrir láni, er Ófriðartryggingin tekur, til þess að hægt sé að bæta ófriðartjón á vörubirgðum eða öðru lausafé eins fljótt og nauðsyn ber til.
Allur kostnaður við lán eða tryggingar samkvæmt þessari grein skal greiddur á sama hátt og tjónið sjálft.
Verði afgangur, þegar allt tjón er bætt samkvæmt V. kafla þessara laga, af verðtolli þeim og útflutningsgjaldi, sem innheimt kann að hafa verið samkvæmt kaflanum, rennur sá afgangur í ríkissjóð.