Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Áhugaköfun merkir í lögum þessum allar þær athafnir sem teljast til köfunar samkvæmt lögum þessum en falla ekki undir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar um atvinnuköfun.
Köfun merkir í lögum þessum þær athafnir manna sem fara fram undir yfirborði vatns eða sjávar þar sem líkaminn er undir meiri þrýstingi en sem nemur 50 hektópaskölum (50 mbar) yfir loftþrýstingi á yfirborði jarðar og notast er við tæki sem eru hluti af viðurkenndum köfunarbúnaði.
Köfunarbúnaður merkir í lögum þessum allan þann búnað sem notaður er við köfun og gerir mönnum kleift að kafa.
Óheimilt er að ráða til köfunarstarfa aðra en handhafa atvinnuköfunarskírteina.
Sá sem stundar áhugaköfun skal vera 17 ára eða eldri og uppfylla skilyrði 2. og 3. tölul. 1. mgr. Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að ákveða að þeir sem stunda áhugaköfun skuli hafa gilt áhugaköfunarskírteini útgefið af Siglingastofnun Íslands.
Siglingastofnun Íslands skal halda nákvæma skrá um handhafa atvinnuskírteina.
Eigandi köfunarbúnaðar ber ábyrgð á því að búnaðurinn fullnægi skilyrðum 1. mgr. og að búnaðinum verði haldið við.
Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laganna, m.a. um skilyrði fyrir viðhaldi réttinda samkvæmt köfunarskírteini, svo sem um menntunar-, hæfnis- og heilsufarskröfur, eftir því sem við á, og um heimild Siglingastofnunar Íslands til gjaldtöku vegna eftirlits, útgáfu og endurnýjunar köfunarskírteina.
Niðurstöður rannsóknarinnar skulu sendar rannsóknarnefnd sjóslysa sem fjallar um málið og birtir álit sitt í ársskýrslu nefndarinnar.