Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lögin taka til bóka á prenti, í hljóðriti og í stafrænu formi.
1. mgr. á jafnframt við um bækur sem hljóðritaðar hafa verið eða skráðar til afnota og útlána með öðrum hætti.
Séu framangreindir vandamenn fleiri en einn skiptist úthlutunin jafnt á milli þeirra.
Rétthafar samkvæmt þessari grein fá aðeins helming af þeirri greiðslu sem rétthafa skv. 3. gr. hefði borið.
Úthlutun skv. 3. og 4. gr. skal ákveðin á grundvelli skýrslna frá almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, skólasöfnum og öðrum bóka- og gagnasöfnum, að svo miklu leyti sem útlán þessara bókasafna eru tölvuskráð.
Fjárhæðir lægri er 1.000 kr. eru ekki greiddar út. Hámarksfjárhæð til einstakra rétthafa er 300.000 kr. Þessi mörk skulu endurskoðuð árlega með hliðsjón af verðlagsbreytingum.
Menntamálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um úthlutun og aðra starfsemi sjóðsins, svo og um skráningarskyldu bókasafna og annarra gagnasafna og skýrslugerð þeirra.