Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Kirkju- og manntalsbækur sókna skulu afhentar hlutaðeigandi héraðs- eða kaupstaðarbókasafni til eignar og geymslu, þegar þær eru fullskrifaðar. Nú er ekki til héraðsbókasafn, og skal þá afhenda bækurnar hlutaðeigandi prófasti, sem kemur þeim í örugga geymslu innan héraðs.
Forstöðumanni héraðs- og kaupstaðarbókasafns er heimilt að gefa fæðingarvottorð og önnur vottorð samkvæmt kirkjubókum safnsins þeim, er þess óska, og gegn sama gjaldi og greitt er til þjóðskjalasafnsins fyrir slíkt vottorð.