Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 418/1976.
Tillögur nefndarinnar skulu grundvallaðar á ítarlegum upplýsingum um ferðakostnað, fæðiskostnað og húsnæðiskostnað nemenda sem og á öðrum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar kunna að vera hverju sinni.
Námsstyrkjanefnd er skipuð sem hér segir: Tveir nefndarmenn skulu skipaðir án tilnefningar, og skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar, einn skipaður samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skulu þeir allir skipaðir til fjögurra ára í senn. Auk þess skipar menntamálaráðherra einn mann í nefndina til eins árs í senn eftir tilnefningu samtaka framhaldsskólanemenda, eða eftir reglum1) sem ráðherra setur.
Þóknun til nefndarmanna greiðist úr ríkissjóði, svo og annar kostnaður við framkvæmd þessara laga.
Einnig er námsstyrkjanefnd heimilt að skerða eða fella niður styrki til einstakra nemenda ef þeir njóta umtalsverðra tekna samhliða námi sínu eða ef aðrar gildar ástæður mæla með fráviki frá meginreglum.
1)Rg. 278/1973 (um jöfnun námskostnaðar).
...