Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Skráin skal vera tæk til skýrsluvélavinnslu sem gerir mögulega frekari úrvinnslu þeirra skráningar- og matsupplýsinga sem skráin geymir.
Ef um er að ræða sérgreindan eignarrétt eða sérstaka notkun einstakra hluta mannvirkja, sem eðlilegt er að skoða sem sjálfstæðar eindir, skal samkvæmt lögum þessum farið með slíka eignarhluta sem fasteignir, enda liggi skipting og eignarhlutföll fyrir í þinglýstum heimildum.
Upplýsingar skulu einnig skráðar við eignaskipti eða breytingu á notkun eignar svo og umráðum eignar, sbr. 12. gr. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þ. á m. um hve oft fasteignir skuli skoðaðar af Fasteignamati ríkisins.
Fasteignamati ríkisins ber að annast gerð og samræmingu hvers konar greinitalnakerfa sem notuð eru um fasteignir við skráningu þeirra, þar með talin gerð staðgreinitölukerfis (matrikel) sem taki til landsins alls. Heimilt er að skylda fasteignaeigendur til að sjá um auðkenningu fasteigna samkvæmt greinitalnakerfi Fasteignamats ríkisins.
Ráðherra hefur heimild til að fela öðrum opinberum aðilum, þ.m.t. einstökum sveitarfélögum eða samstarfsstofnunum þeirra, skráningu fasteigna samkvæmt lögum þessum, eða einstaka þætti hennar, ef slík breyting þykir hagkvæm.
Þrátt fyrir ákvæði 19. gr. er ráðherra heimilt að fela einstökum sveitarfélögum eða samstarfsstofnunum þeirra að annast tiltekin störf til undirbúnings að mati fasteigna skv. IV. kafla laga þessara. Í því tilviki skal gætt ákvæða 9. gr. laga þessara, eftir því sem við getur átt.]2)
Stjórn Fasteignamats ríkisins mótar starf og innra skipulag stofnunarinnar og hefur eftirlit með rekstri hennar. Stjórnin gerir tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skal staðfest af ráðherra.]1)
Sveitarstjórn skal að jafnaði fela byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags upplýsingagjöf um fyrrgreind atriði. Þar sem byggingafulltrúar eru ekki starfandi skal sveitarstjórn fela upplýsingagjöfina öðrum aðila í hendur að fengnu samþykki Fasteignamats ríkisins. Eigendum fasteigna er skylt að veita þær upplýsingar um fasteignir sem um er beðið.
Fasteignamat ríkisins kveður á um form, efni og tímasetningu þessarar upplýsingagjafar. Byggingafulltrúar eða aðrir, sem sveitarstjórn hefur falið upplýsingagjöf skv. 2. mgr., eru ábyrgir fyrir að upplýsingar séu efnislega réttar.
Sveitarstjórn getur lagt fyrir þá aðila, sem leggja teikningar og önnur gögn fyrir bygginganefnd, að skila þeim einnig í því formi sem Fasteignamat ríkisins ákveður.
Fasteignamat ríkisins getur leyst sveitarstjórnir undan ábyrgð skv. 1. mgr. á upplýsingasöfnun um einstakar tegundir fasteigna og lagt hana á aðra aðila, enda er opinberum stofnunum, sem slíkum upplýsingum safna á sínu verksviði, skylt að leggja Fasteignamati ríkisins til þær upplýsingar.
Fasteignamat ríkisins sendir hverju sveitarfélagi árlega samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð skrá með nægum upplýsingum um fasteignir til að gengið verði úr skugga um að aðilar skv. 2. mgr. hafi fullnægt upplýsingaskyldu sinni.
[Fasteignamat ríkisins skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög sinni upplýsingaskyldu sinni. Í því skyni skal stofnunin halda skrár er sýni hve margar fasteiginir eru metnar í einstökum sveitarfélögum á ári hverju.
Fasteignamat ríkisins skal árlega senda skýrslu um matsstörf í einstökum sveitarfélögum til fjármálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis.]1)
Slík endurskoðun skal jafnan fara fram ef sýnt er að upplýsingar í fasteignaskrá gefa ekki rétta lýsingu á fasteign eða fasteignum sem um ræðir.
Eigandi fasteignar eða annar aðili, sem telur sig eiga hagsmuna að gæta í lýsingu fasteignar eða mati, getur krafist endurskoðunar skv. 1. mgr. Séu þessir hagsmunir að mati stofnunarinnar svo miklir að réttlæti endurskoðun skal sú endurskoðun fara fram svo fljótt sem við verður komið.
Breyting á fasteignaskrá, hvernig sem til hennar er stofnað, skal tilkynnt skráðum eiganda fasteignar bréflega strax og slík breyting hefur verið gerð.
Fasteignamat ríkisins kveður á um form og efni slíkra tilkynninga og er eigendum skylt að veita allar þær upplýsingar sem um er beðið.
Þinglýsingardómurum er við þinglýsingu afsala skylt að ganga úr skugga um, að tilkynningarskyldu hafi verið fullnægt, og hlutast til um gerð tilkynningar og sendingu ef þess gerist þörf. Fasteignasölum er einnig skylt í starfi sínu að stuðla að gerð slíkra tilkynninga og sendingu. Fasteignamati ríkisins er heimill aðgangur að skattframtölum til að sannreyna upplýsingar um fasteignir eða afla þeirra.
Fasteignamati ríkisins er heimilt að undirbúa og gefa út staðlaðar gerðir afsala, kaupsamninga og leigusamninga um fasteignir og fasteignaréttindi þar sem samrit viðkomandi skjals er sjálfkrafa fullnægjandi tilkynning til fasteignamatsins.
Gjaldskrá skv. 1. mgr. skal taka mið af því umfangi upplýsinga sem keyptar eru og þeim tekjum sem notendur hafa af þeim. Fjármálaráðherra staðfestir gjaldskrána.1)]2)
1)Nú l. 23/1994.
Sé slíkt gangverð sambærilegra eigna ekki þekkt skal skráð matsverð ákveðið eftir bestu fáanlegri vitneskju um sambærilegt gangverð með hliðsjón af kostnaði við gerð mannvirkja, aldri þeirra, legu eignar með tilliti til samgangna, nýtingarmöguleikum, hlunnindum, jarðvegsgerð, gróðurfari, náttúrufegurð og öðrum þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á gangverð eignarinnar.
Bújarðir skulu metnar miðað við notkun þeirra til búskapar á meðan þær eru nýttar þannig.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um mat fasteigna.
Huglægu, órökstuddu mati skal ekki beitt nema engra annarra kosta sé völ um ákvörðun matsverðs.
Ákvæði skulu sett í reglugerð um aðferð við útreikning staðgreiðsluvirðis miðað við mismunandi greiðslukjör við kaup og sölu.
Fasteignamat ríkisins skal leitast við að tryggja samræmingu í matsstörfum og samræmingu upplýsinga sem máli skipta við framkvæmd mats. Þá er Fasteignamati ríkisins heimil útvegun sérfræðilegrar aðstoðar við mat eigna eftir því sem þörf krefur.
Fasteignamati ríkisins er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að ráða trúnaðarmenn í einstökum kjördæmum, er annist mat og/eða skoðun fasteigna. Ef til kemur skal í reglugerð setja nánari ákvæði um ráðningu og starfssvið trúnaðarmanna.
Fasteignamati ríkisins er heimilt að höfðu samráði við hlutaðeigandi stjórnvöld að meta ásláttarmati eignir sem eru þess eðlis að venjulegt mat er erfitt og/eða þjónar ekki opinberum hagsmunum.
Nýtt matsverð skal þegar skráð í fasteignaskrá og gildir með þeim almennu breytingum sem á því geta orðið, sbr. 22. gr., þar til því er hrundið með nýju mati eða yfirmati.
Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að sá sem krefst endurmats beri kostnað af því mati ef krafan er bersýnilega tilefnislaus.
[Nefndina skipar fjármálaráðherra þremur mönnum og þremur til vara úr hópi tíu manna, sem Hæstiréttur tilnefnir. Skipunartími nefndarinnar skal vera frá 15. maí til jafnlengdar að þremur árum liðnum.]1)
Kostnaður við yfirmat greiðist úr ríkissjóði. Yfirfasteignamatsnefnd getur þó gert eiganda fasteignar að greiða kostnað vegna tilefnislausrar kæru til nefndarinnar.
Nefndin skal úrskurða slíkt mál innan þriggja mánaða frá kæru nema sérstök heimild fyrir frestun sé veitt af hálfu ráðuneytisins. Niðurstaða kærumáls skal þegar tilkynnt aðila þess og nýtt matsverð þegar skráð í fasteignaskrá.
Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er fullnaðarúrskurður.
Ef eignir í einstökum sveitarfélögum verða fyrir verulegum og óvenjulegum verðbreytingum hefur hlutaðeigandi sveitarstjórn umsagnarrétt áður en yfirfasteignamatsnefnd tekur ákvörðun skv. 1. mgr.
Skráðu matsverði fasteigna skal breytt í fasteignaskrá í samræmi við ofangreinda stuðla og skal það verð talið fasteignamatsverð frá og með 1. desember til jafnlengdar næsta ár nema sérstakt endurmat komi til.
1)Rg. 406/1978, sbr. 95/1986 (um fasteignaskráningu og fasteignamat).