Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stjórnin skal staðfesta rannsóknaáætlun fyrir verkefni í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar og reglur um stjórn verkefnisins, svo og um þátttöku vísindamanna og stofnana í því.
Enn fremur skal sjóðstjórnin skipta því fé sem er til ráðstöfunar til eflingar íslenskri tungu og samþykkja verkefnaáætlun.
Sjóðstjórn skal semja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn ár hvert og fylgjast með framvindu verkefna sem unnin eru með fé úr sjóðnum.
Stjórnin skal gangast fyrir vali á þriggja manna verkefnisstjórnum er hafi á hendi faglega yfirstjórn verkefnaáætlana um lífríkisrannsóknir og eflingu íslenskrar tungu.