Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lögin eiga einnig við um samninga sem gerðir eru um afhendingu vöru eða þjónustu, annarrar en þeirrar sem tengist komu seljanda að beiðni neytandans sjálfs. Það er skilyrði að þegar neytandinn hefur sjálfur óskað eftir komu seljandans hafi honum ekki verið kunnugt um eða getað verið kunnugt um að afhending þeirrar vöru eða þjónustu væri hluti af viðskipta- eða þjónustustarfsemi seljanda.
Lögin eiga við um samninga þar sem neytandinn leggur fram tilboð við svipaðar aðstæður og lýst er í 1. mgr. eða 2. mgr. þótt neytandinn sé ekki bundinn af því tilboði fyrr en seljandi hefur gengið að því.
Lögin eiga einnig við um tilboð sem neytandinn gerir samningsbundið við svipuð skilyrði og lýst er í 1. mgr. eða 2. mgr. þegar neytandinn er bundinn af tilboði sínu.
Lögin eiga einnig við um fjarsölu þar sem neytandi gerir samning um kaup á vöru á grundvelli pöntunarlista eða annars konar vörukynningar seljanda án þess að hafa möguleika á að skoða vöruna.
Neytandi merkir í lögum þessum einstakling sem í viðskiptum, sem lög þessi taka til, kemur fram sem kaupandi og í tilgangi sem telja má óskyldan starfi hans.
Seljandi merkir í lögum þessum einstakling eða lögaðila sem vegna hlutaðeigandi viðskipta kemur fram í atvinnuskyni sem verslunarmaður eða hvern þann sem í atvinnuskyni kemur fram í umboði eða fyrir hönd seljanda.
Fjarsala merkir í lögum þessum sölu sem fer fram milli kaupanda og seljanda án þess að þeir hittist augliti til auglitis. Þetta getur gerst með notkun síma, bréfsíma, sjónvarps, sölulista og heimatölvu.
Samningar um að látnar skuli í té vörur og þær felldar að fasteignum eða samningar um viðgerðir fasteigna skulu þó falla undir gildissvið laganna.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 1. gr. er heimilt að undanskilja samninga um afhendingu vöru eða þjónustu sem eru í beinum tengslum við þá vöru og þjónustu sem orðið hafa tilefni til þess að neytandi óskaði sjálfur eftir heimsókn seljanda.
Hinar skriflegu upplýsingar seljanda skulu vera dagsettar og hafa að geyma einkenni þess samnings sem gerður er milli seljanda og neytanda. Þær skulu látnar neytanda í té við gerð samningsins þegar um er að ræða tilfelli eins og greinir í 1. og 2. mgr. 1. gr. eða þegar neytandi leggur fram tilboð sitt í tilvikum er greinir í 3. og 4. mgr. 1. gr.
Með tilkynningunni er neytandi leystur undan öllum skilmálum samningsins sem sagt er upp.