a. undanþegnar öllum beinum sköttum; það er þó áskilið, að Sameinuðu þjóðirnar fari ekki fram á undanþágu frá sköttum, sem í eðli sínu eru endurgjald fyrir tiltekin hlunnindi;
b. undanþegnar tollum og hvers konar hömlum og banni á inn- og útflutningi, að því er snertir muni, sem Sameinuðu þjóðirnar flytja til lands eða frá til eigin notkunar. Það er þó áskilið, að eigi skuli munir, sem þannig eru fluttir inn, seldir í því landi, án þess að fylgt sé þeim skilyrðum, sem ríkisstjórn þess lands kann að setja;
c. undanþegnar tollum, inn- og útflutningshömlum og banni í sambandi við rit og aðrar útgáfur sínar.
a. undanþágu frá handtökum og gæsluvarðhaldi, löghaldi á farangri svo og frá lögsókn vegna ummæla í ræðu eða riti, meðan þeir gæta starfa sinna;
b. friðhelgi varðandi skjöl öll og plögg;
c. réttar til að nota dulmál og taka á móti póstsendingum með sendiboðum eða í innsigluðum póstpokum;
d. undanþágu fyrir sjálfa sig og maka sína frá innflytjendahömlum, skráningu útlendinga eða þegnskyldu í því ríki, sem þau dvelja í eða ferðast gegnum við skyldustörf sín;
e. sömu réttinda og fulltrúar erlendra ríkja, sem í landinu dvelja um stundarsakir, að því er snertir gjaldeyris- eða yfirfærsluhömlur;
f. sömu sérréttinda varðandi farangur og fulltrúar erlendra ríkja njóta;
g. annarra þeirra sérréttinda, sem ekki eru ósamrýmanleg því, er að ofan segir og fulltrúar erlendra ríkja njóta, þó þannig, að embættismenn þessir skulu ekki eiga rétt á undanþágu frá tollgreiðslum á innfluttum vörum (öðrum en persónulegum farangri) eða frá leyfisgjöldum og söluskatti.
a. undanþegnir lögsókn vegna ummæla sinna í ræðu eða riti svo og vegna allra embættisverka sinna;
b. undanþegnir sköttum af launum sínum og tekjum frá Sameinuðu þjóðunum;
c. undanþegnir þegnskyldu;
d. undanþegnir ásamt mökum sínum og skyldmennum á framfæri þeirra innflytjendahömlum og skráningu útlendinga;
e. njóta sömu sérréttinda varðandi gjaldeyrisyfirfærslu og veitt eru hliðstæðum embættismönnum, sem eru fulltrúar erlendra ríkja í hlutaðeigandi landi;
f. eiga, þegar ófriður vofir yfir, kost á fyrir sjálfa sig, maka og skyldmenni á þeirra framfæri sömu hlunnindum varðandi heimflutning og fulltrúar erlendra ríkja;
g. eiga rétt á að flytja inn án tollgreiðslu húsgögn sín og búsmuni, þegar þeir í fyrsta sinn flytjast til embættisstarfa í hlutaðeigandi landi.
a. ágreiningsatriða, sem rísa kunna í sambandi við samninga, eða annarra deilumála á einkamálaréttarsviðinu, sem Sameinuðu þjóðirnar eru aðilar að;
b. deilumála, sem snerta embættismann Sameinuðu þjóðanna, sem vegna embættis síns nýtur sérréttinda, enda hafi aðalritari eigi fallið frá þeim sérréttindum.