Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Rísi ágreiningur um, hvað teljast skuli landbúnaður samkvæmt lögum þessum eða um starfssvið jarðanefnda að öðru leyti, sker landbúnaðarráðherra úr þeim ágreiningi.
Allir jarðanefndarmenn skulu vera búsettir á starfssvæði nefndarinnar.
Jarðanefnd skal skipuð til fjögurra ára í senn.
1)L. 90/1991, 91. gr.2)L. 73/1996, 17. gr.3)L. 90/1984, 2. gr.4)L. 90/1984, 11. gr.5)L. 28/1995, 1. gr.6)L. 28/1995, 2. gr.7)L. 20/1991, 136. gr.8)L. 28/1995, 3. gr.
Nú telja sveitarstjórn og jarðanefnd, að ráðstöfun fasteignar sé andstæð hagsmunum sveitarfélagsins, og er þá rétt að synja um áformaða ráðstöfun eignarinnar.
Nú verða sveitarstjórn og jarðanefnd ekki sammála um meðferð máls og getur þá hvor um sig skotið ágreiningsefninu til ráðherra, sem fellir úrskurð, að fenginni umsögn [Bændasamtaka Íslands]2) ...3)
Samþykkis þarf ekki að afla:
Ákvæði greinar þessarar taka ekki til aðilaskipta að eignarréttindum fyrir lögerfðir eða ráðstöfun slíkra réttinda til annars hjóna við [fjárslit milli hjóna],7) en tilkynna skal þó sveitarstjórn og jarðanefnd um breytingar á eignaraðild, sem verða með þessum hætti.
[Sveitarstjórn og jarðanefnd er heimilt að binda samþykki sitt samkvæmt þessari grein því skilyrði að sá sem öðlast réttindi yfir fasteign hafi í allt að tveimur árum fasta búsetu á eigninni eða innan eðlilegrar fjarlægðar frá henni til að nýta hana. Með sama hætti er heimilt að binda samþykki skilyrðum um að eignin verði nýtt til landbúnaðar eða annarrar atvinnustarfsemi í samræmi við þau áform sem lýst er í beiðni um samþykki. Slíkum skilyrðum skal þinglýst sem kvöð á eignina.
Nú fullnægir aðili ekki þeim skilyrðum sem sett hafa verið skv. 6. mgr. og getur sveitarstjórn þá með samþykki ráðherra sett honum frest til að fullnægja skilyrðunum eða afsala fasteigninni til aðila sem fullnægir skilyrðunum. Hafi skilyrðunum ekki verið fullnægt innan þess frests getur sveitarstjórn að fengnu samþykki jarðanefndar og ráðherra leyst eignina til sín. Náist ekki samkomulag um verð skal um mat og greiðslu bóta fara eftir lögum um eignarnám.]8)
Sumarbústaður samkvæmt lögum þessum er bygging sem reist er til þess að búa í að sumri til og einungis endrum og eins á öðrum tímum árs. Ákvæði greinar þessarar taka einnig til veiðihúsa.]1)
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um hvaða starfsemi telst til landbúnaðar skv. 1. mgr., til hvaða fasteigna ákvæðið tekur og hvaða aðili/aðilar þurfa að uppfylla skilyrði 1. mgr. þegar félög og aðrir lögaðilar eða einstaklingar fleiri saman öðlast réttindi yfir fasteign.]1)
1)L. 73/1996, 17. gr.2)L. 28/1995, 6. gr.3)L. 90/1984, 5. gr.
Óski stéttarfélag eftir landi til reksturs orlofshúsa fyrir félagsmenn er jarðanefnd rétt að heimila slík afnot lands rýri þau ekki til muna kosti jarðarinnar til búskapar.
Til að skipta landi jarða og sameiginlegu landi fleiri jarða, til að sameina jarðir og til að leggja lönd eða jarðir til afrétta þarf samþykki jarðanefnda og sveitarstjórna og staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins, að fenginni umsögn [Bændasamtaka Íslands].1) Ákvæði þessarar málsgreinar taka einnig til landskipta samkvæmt lögum nr. 46 27. júní 1941.
Stofnun nýrra býla eða fleirbýlis á jörð er háð samþykki viðkomandi jarðanefndar, sveitarstjórnar og landbúnaðarráðuneytisins, skv. III. kafla laganna.]3)
Rétt er, þar sem við verður komið, að jarðanefnd og búnaðarsamband hafi samvinnu um skrifstofuhald.
Jarðanefnd er heimilt að kaupa sérfræðilega aðstoð, þegar þörf krefur.
Rita skal fundargerðir á öllum fundum jarðanefndar, og halda ber skýrslu yfir allar ráðstafanir fasteigna, sem nefndin fjallar um.
Umsókn um stofnun nýs býlis skal senda landbúnaðarráðuneytinu ásamt upplýsingum um hvers konar búskap fyrirhugað er að stunda á býlinu. Þá skulu fylgja umsókn gögn er sýni að umsækjandi hafi tryggt sér umráðarétt yfir landi og annarri búrekstraraðstöðu.
Ráðuneytið leitar umsagnar [Bændasamtaka Íslands]1) og Framleiðsluráðs landbúnaðarins á hverri umsókn. [Bændasamtök Íslands láta]1) gera úttekt á búrekstrarskilyrðum býlisins.]2)
Um landstærð og önnur skilyrði við stofnun nýrra býla af öðru tagi, sbr. 22. gr., skal fara eftir ákvæðum reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur.
Við stofnun nýs býlis skal þess gætt að ekki sé raskað búrekstraraðstöðu nálægra jarða.]1)
Samþykki landbúnaðarráðuneytisins, sveitarstjórnar og jarðanefndar þarf til þess að endurbyggja eyðijörð. Umsókn um það skal senda ráðuneytinu sem fer með hana eins og um stofnun nýs býlis væri að ræða, sbr. 22. og 23. gr.]1)
Það telst vera félagsbú þegar tveir eða fleiri einstaklingar gera með sér samning skv. 27. gr. um að standa sameiginlega að búrekstri á einni eða fleiri jörðum, enda hafi aðilar félagsbúsins meiri hluta tekna sinna af landbúnaði og séu allir búsettir á viðkomandi býli (býlum).
Hjón ein sér eða með ófjárráða barni (börnum) geta ekki stofnað til félagsbús. Sama gildir um fólk í óvígðri sambúð ef það á sameiginlegt lögheimili og hefur átt eða á von á barni saman eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár.
Um stærð á landi félagsbús skal fara eftir 23. gr. þannig að landið sé ekki minna en hver aðili félagsbúsins hefði stofnað nýtt býli.]1)
Heimild til stofnunar félagsbús öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðuneytið hefur áritað félagsbússamning um samþykki sitt.
Landbúnaðarráðuneytið skal við hver áramót birta í Lögbirtingablaði skrá yfir samþykkt félagsbú á árinu.]1)
Félagsbú, sem stofnuð hafa verið fyrir gildistöku þessara laga, skulu fyrir 1. janúar 1985 senda landbúnaðarráðuneytinu til samþykktar félagsbússamning skv. 27. gr. Eftir 1. janúar 1985 skulu þau bú ein njóta réttinda sem félagsbú sem landbúnaðarráðuneytið hefur samþykkt félagsbússamning fyrir. Ráðherra getur þó, ef sérstaklega stendur á, veitt aðilum félagsbús, sem stofnað hefur verið fyrir gildistöku þessara laga, frest í tiltekinn tíma til að samræma félagsbússamning sinn ákvæðum 27. gr. og fá hann samþykktan.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um stofnun félagsbúa.]1)
1)L. 92/1991, 69. gr.2)L. 73/1996, 17. gr.3)L. 90/1984, 10. gr.
Eigendum og ábúendum jarða skv. 1. gr. ábúðarlaga, nr. 64 31. maí 1976, hreppstjórum, sveitarstjórnum, jarðanefndum ...1) og sýslumönnum er skylt að láta í té upplýsingar um ábúð, eignarhald og annað er jarðir varðar vegna jarðaskrárinnar. Haft skal samráð við Fasteignamat ríkisins um öflun upplýsinga og gerð jarðaskrár.
Ráðherra úrskurðar um ágreining sem rísa kann um skráningu á jörð í jarðaskrá, að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórnar, jarðanefndar og stjórnar [Bændasamtaka Íslands].2)
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari reglur um gerð og útgáfu jarðaskrár, öflun gagna til hennar og varðveislu. Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að fela öðrum aðila að annast gerð jarðaskrár í umboði ráðuneytisins.
Upplýsingar úr jarðaskrá skulu látnar í té gegn gjaldi sem ráðherra ákveður árlega.]3)
Nú hefur leiguliði setið jörð í 10 ár eða lengur og á hann þá forkaupsrétt á undan sveitarstjórn enda taki hann jörðina til ábúðar og fullra nytja.
[Sveitarstjórn, sem á forkaupsrétt skv. 1. mgr., er heimilt að framselja rétt sinn til Jarðasjóðs ríkisins, enda sé það gert innan 30 daga frá því að forkaupsréttartilboð barst sveitarstjórn. Sveitarstjórn skal þegar senda tilkynningu um slíka ákvörðun til landbúnaðarráðherra f.h. Jarðasjóðs ríkisins og kaupanda og seljanda þeirrar eignar sem forkaupsrétturinn tekur til. Jarðasjóður hefur þá 60 daga frá því að forkaupsréttartilboð barst sveitarstjórn til að svara forkaupsréttartilboði skriflega. Hafi Jarðasjóður ekki svarað innan þess tíma hefur hann í það sinn glatað rétti sínum til að kaupa eignina. Að öðru leyti gilda ákvæði þessa kafla um forkaupsrétt Jarðasjóðs ríkisins.]2)
Yfirlýsing um afsal forkaupsréttar skal miðuð við ákveðinn kaupanda og fellur úr gildi sex mánuðum frá dagsetningu.
Ákveði forkaupsréttarhafi að krefjast mats skal það gert innan 15 daga frá því að tilboð barst og matsgerð lokið innan 3ja vikna þar frá.
Forkaupsréttarhafa ber síðan innan einnar viku að ákveða, hvort hann neytir forkaupsréttar samkvæmt matsgerðinni.
Matsmenn ákveða hvernig matskostnaður greiðist.
Falli fasteignarréttindi við erfðir til annarra en þeirra, er greinir í 1. tölul., á hreppsnefnd rétt á að fá þau keypt. Náist ekki samkomulag um verð, skal um mat og greiðslu bóta fara eftir lögum um eignarnám.
Ríkisjarðir, sem ekki byggjast samkvæmt ábúðarlögum og ekki eru teknar til sérstakra nota í þágu hins opinbera, er heimilt að leigja lengst til 10 ára í senn. Sé sótt um jörð til fastrar ábúðar, sem er leigð lausri leigu, er heimilt að segja slíkum samningi upp fyrir áramót miðað við næstu fardaga þar eftir. Leigusamninga um lóðir úr ríkislandi er heimilt að gera til allt að 50 ára, enda séu þeir gerðir í samræmi við skipulagsákvæði.
[Heimilt er að veita ábúanda jarðar í ríkiseign, sem byggð er samkvæmt ábúðarlögum, nr. 64 31. maí 1976, leyfi til að taka lán með veði í jörðinni til varanlegra húsabóta og annarra umbóta á jörðinni.]2) [Þá er heimilt að veita ábúanda jarðar í ríkiseign leyfi til að taka lán hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins til búvélakaupa með veði í jörðinni, að því marki að heildarskuldir ábúanda með veði í jörðinni nemi ekki hærri fjárhæð en svarar til eignarhluta hans í fasteignum á jörðinni að mati jarðadeildar.]3)
1)L. 90/1984, 11. gr.2)L. 90/1984, 12. gr.3)L. 28/1995, 11. gr.
1)L. 90/1984, 11. gr.2)L. 28/1995, 12. gr.3)L. 73/1996, 17. gr.
Ákvæði greinar þessarar taka þó ekki til jarða, sem þörf er á til opinberra nota eða skiptingar í náinni framtíð, heldur ekki til jarða, sem að dómi [Bændasamtaka Íslands]3) og hlutaðeigandi náttúruverndarnefndar eru líklegar til að verða nýttar til annars en búrekstrar, svo sem fólkvangar, sumarbústaðalönd eða til annarra útilífsnota, og ekki til þeirra jarða, sem að dómi Náttúruverndarráðs hafa sérstök náttúrufyrirbæri innan sinna landamarka.
Námaréttindi og réttur til efnistöku skulu undanskilin sölu, sömuleiðis vatns- og jarðhitaréttindi umfram heimilisþörf, ásamt nauðsynlegri aðstöðu til að hagnýta þau réttindi.
Náist ekki samkomulag um verð milli kaupanda og seljanda, skal mat dómkvaddra manna ráða.
Sé áformuð sala jarðar eða jarðarhluta, sem seldur hefur verið af ríkissjóði samkvæmt grein þessari, á ríkissjóður forkaupsrétt fyrir hlutfallslega sama verð og jörðin var seld á að viðbættum verðmætisauka vegna framkvæmda eftir að ríkissjóður seldi jörðina.
1)L. 90/1984, 11. gr.2)L. 34/1992, 7. gr.
1)L. 90/1984, 11. gr.2)L. 73/1996, 17. gr.3)L. 28/1995, 13. gr.
[Með sama hætti er eiganda ættaróðals heimilt að stofna til félagsbús með erfingja sem ákveðið hefur verið að erfi óðalið, enda séu uppfyllt skilyrði 25.--28. gr.]3)
1)L. 90/1984, 11. gr.2)L. 73/1996, 17. gr.3)L. 71/1978, 1. gr.
Þegar sýslumaður hefur sannfært sig um, að fullnægt sé ákvæðum laganna um stofnun ættaróðals, skal hann færa jörðina á skrá um ættaróðul í sérstaka bók, er fylgi embættinu. Enn fremur skal hann senda [Bændasamtökum Íslands]2) um hver áramót skýrslu um þær jarðir, sem gerðar hafa verið að ættaróðali á árinu í umdæmi hans, ásamt staðfestu samriti af gerningi þar að lútandi.
[Yfirlýsingu um, að jörð sé gerð að ættaróðali, skal þinglýsa. Í yfirlýsingu skal sérstaklega getið fylgifjár, sem jörð er lagt til eftir [48. gr.]1)]3)
[Bændasamtök Íslands]2) skulu láta gera fyrirmynd, í samráði við landbúnaðarráðuneytið, að gerningi, þar sem fram sé tekið, auk þess sem áður er tilgreint, þáverandi fasteignamat jarðarinnar, jarðarverð sér og húsaverð sér, svo og tölur, er sýni stærð ræktaðs lands og ræktanlegs, meðaltal af afrakstri jarðarinnar síðustu 3 árin, hlunnindi og aðra aðstöðu til búrekstrar.
Verði misbrestur á, að stjórn [Bændasamtaka Íslands]2) berist þau gögn, er að framan greinir, skal stjórn félagsins krefjast, að úr því verði bætt.
Frá þessari greiðslu ber að draga áhvílandi veðskuldir, er viðtakandi tekur að sér.
Rísi ágreiningur um þetta atriði, sker sýslumaður úr.
Þegar skipti eru ákveðin, skal gera landamerki milli hinna nýju ættaróðala, svo sem þörf krefur. Skjöl og minjagripir, sem til eru, tilheyra gamla óðalinu.
Úttektarmenn skulu færa í úttektarbók lýsingu á jörðinni, mannvirkjum hennar og fylgifé, svo að auðvelt sé að gera sér grein fyrir ástandi jarðarinnar og öðru, er henni fylgir.
Verði ágreiningur um afhendingu ættaróðals, sem úttektarmenn geta ekki jafnað, getur hvor aðili um sig krafist yfirúttektar og fer um það samkvæmt 44. gr. ábúðarlaga.
Nú vill enginn af hlutaðeigendum taka við jörðinni, og skal þá sýslumaður selja hana með tilheyrandi fylgifé, enda hafi hlutaðeigandi hreppur hafnað kaupum á jörðinni.
Verði hjón eigi ásátt um, hvert af börnunum skuli hljóta réttinn, skal það hjónanna, er erfði óðalið, ráða viðtakanda.
Sé engin ákvörðun tekin, skal skiptafundur ákveða viðtakanda eða viðtakendur, ef heimilt er að skipta jörðinni, sbr. [56. gr.],1) og sitji það barn eða þau börn fyrir, sem hafa að staðaldri unnið með foreldrum sínum á jörðinni og eru líklegust til að stunda þar áframhaldandi búskap. [Verði ágreiningur um þetta skal leyst úr honum eftir ákvæðum laga um skipti á dánarbúum o.fl.]2)
Óski ekkert barnanna að nota óðalsréttinn og nytja jörðina áfram, þá er foreldrum heimilt að ánafna hana fósturbarni. Nú er óðalsbóndi eða kona hans síðasti maður, er erfðarétt hefur til óðalsins, eða enginn af þeim, sem rétt hefur til óðalsins, treystist til að taka við því, er þau bregða búi eða að þeim látnum, og er þá óðalsbónda og maka hans heimilt að gefa óðalið, enda verði það ættaróðal þiggjanda.
Slíti óðalseigandi og kona hans samvistum, heldur það hjónanna óðalinu, sem erfði það.
Við ákvörðun á búshluta maka og erfðahlutum erfingja, skal telja óðal á því verði, sem viðtakanda þess ber að gjalda fyrir það samkvæmt [51. gr.]1)
Ákvæði erfðalaga um skylduarf eru því ekki til fyrirstöðu, að óðalsbóndi ráðstafi óðali til eins erfingja samkvæmt því, sem nánar greinir í þessum kafla, en andvirði óðalsins samkvæmt [51. gr.]1) rennur í búið.
...
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði er nauðsynleg þykja um framkvæmd laga þessara.]1)