Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfćrt til 1. febrúar 1998.


Lög um listmenntun á háskólastigi

1995, nr. 43, 7. mars

1. gr.
        Menntamálaráđherra er heimilt ađ gera samning viđ lögađila, félög eđa stofnanir um ađ annast menntun á háskólastigi í listum sem fari fram á vegum sjálfstćđrar stofnunar, ađ fullnćgđum ţeim kröfum sem gerđar eru af hálfu menntamálaráđuneytisins til slíkrar menntunar.
        Listmenntun á háskólastigi skal miđuđ viđ ađ nemendur öđlist ţekkingu og leikni til sjálfstćđrar listsköpunar og listtúlkunar. Sá ađili, sem međ samningi skv. 1. mgr. veitir menntun í listum á háskólastigi, ákveđur inntökuskilyrđi nemenda, enda svari inntökuskilyrđi og námskröfur jafnan til ţess sem tíđkast í viđurkenndum listaháskólum erlendis.

2. gr.
        Í samningi skv. 1. mgr. 1. gr. ţessara laga skal m.a. kveđiđ á um á hvađa sviđum skuli veita háskólamenntun í listum, námskröfur og námsframbođ. Enn fremur skal í samningnum kveđa á um hvernig framlögum úr ríkissjóđi skuli háttađ. Fjárframlög skulu háđ fjárveitingu í fjárlögum. Samningur um listmenntun á háskólastigi skal í fyrsta sinn gerđur til fimm ára.
        Fyrir lok fyrsta samningstímabilsins skulu óháđir sérfrćđingar fengnir til ađ gera úttekt á starfsemi viđkomandi stofnunar í heild og skal skýrsla um niđurstöđur úttektarinnar lögđ fyrir Alţingi.

3. gr.
        Nú gerir menntamálaráđherra samning um listmenntun á háskólastigi međ heimild í 1. gr. ţessara laga og frestast ţá framkvćmd reglugerđar um Leiklistarskóla Íslands, nr. 190/1978, og laga um Myndlista- og handíđaskóla Íslands, nr. 38/1965, međan á samningstíma stendur, enda verđi í samningnum ákvćđi um áframhald náms og námslok nemenda er ţegar hafa innritast í ţessa skóla.

4. gr.
        Lög ţessi öđlast ţegar gildi.