1. Vinna að rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála með sérstakri áherslu á verkefni er haft geta hagnýta og/eða fræðilega þýðingu fyrir uppeldis- og menntamál í landinu.
2. Veita faglega ráðgjöf um rannsóknir og þróunarverkefni á sviði uppeldis- og menntamála.
3. Veita kennurum, kennaraefnum og háskólastúdentum í framhaldsnámi á sviði uppeldis- og menntamála þjálfun og ráðgjöf í fræðilegum vinnubrögðum eftir því sem aðstæður leyfa.
4. Kynna íslenskar og erlendar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála.
1. Sjá um samningu og úrvinnslu samræmdra prófa og könnunarprófa. Kennarar skulu taka þátt í prófagerð.
2. Hafa umsjón með mati á úrlausnum slíkra prófa, sérstaklega lokaprófs viðkomandi skólastigs.
3. Sjá um mat á skólastarfi. Niðurstöður slíks mats skal birta opinberlega að jafnaði á fjögurra ára fresti.
4. Ráðgjöf til menntamálaráðherra um aðalnámsskrá grunnskóla og námsskrá framhaldsskóla ef þurfa þykir í ljósi mats stofnunarinnar á starfi skólanna og þróunar í skólastarfi.