Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hugtakið ávana- og fíkniefni í lögum þessum tekur einnig til ávana- og fíknilyfja.
1)Rg. 16/1986, sbr. 177/1986, 455/1986, 110/1987, 445/1987, 472/1987, 488/1987, 483/1988, 221/1989, 335/1990 og 65/1996, augl. 314/1981 og 84/1986.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð,1) að varsla og meðferð annarra ávana- og fíkniefna, sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum, sé á sama hátt óheimil á íslensku forráðasvæði.
Ráðherra getur veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. mgr., þegar sérstaklega stendur á og þá aðeins eftir þeim reglum og skilyrðum, er hann setur. Slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar.
Innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla efna, er greinir í 1. og 2. mgr., er bannaður, með þeirri undantekningu, sem getur um í 3. mgr.
Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla efna þeirra, er greinir í 1. mgr., er einungis heimil lyfsölum og þeim, sem ráðherra hefur veitt sérstakt leyfi til slíks. Ráðherra getur sett frekari takmarkanir um slíka starfsemi og hann getur takmarkað og afturkallað leyfi hvenær sem er.
Kaup og móttaka efna, er greinir í 1. mgr., frá lyfsölum, svo og varsla efnanna er einnig heimil þeim, sem við þeim tekur samkvæmt lögum og almennum reglum um lyfseðla og aðrar lyfjaávísanir.
Að öðru leyti er inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla þessara efna bönnuð.
Ráðherra er heimilt að tilgreina nánar í reglugerð hvaða efni falla undir 1. mgr. og sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum.]1)
1)L. 13/1985, 1. gr.2)L. 60/1980, 1. gr.3)L. 10/1997, 7. gr.4)Svo í Stjtíð., en hlýtur að eiga að vera ,,ólögmætan`` eins og ljóst má vera af samhengi.
[Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.]3)
Með brot á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.
Heimilt er að refsa fyrir brot á lögum þessum, ef þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum eru refsiverð, eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Gera skal upptæk til ríkissjóðs efni þau, er lög þessi taka til og aflað hefur verið á lögmætan4) hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu.
[Heimilt er að gera upptækt til ríkissjóðs andvirði ólögmætrar sölu efna sem lögin taka til. Það sama gildir um ávinning af öðrum brotum á lögum þessum, fjárhæð sem svarar til slíks ávinnings og muni sem eru keyptir eru fyrir ávinninginn. Ef ekki er unnt að færa fullar sönnur á fjárhæð ávinnings er dómara heimilt að áætla fjárhæðina. Þá skal og heimilt að gera upptæka hvers konar muni sem notaðir hafa verið eða ætlaðir eru til ólögmætrar meðferðar efna sem lögin taka til.
Ítrekuð brot gegn lögum þessum skulu varða aukinni refsingu, enda sé um að ræða innflutning eða dreifingu þeirra efna sem um getur í 2.--4. gr. a.]3)