Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sjóðurinn er undanþeginn stimpilgjöldum af lánum og öðrum fjárskuldbindingum, er hann kann að taka á sig hér á landi.
Norræna ráðherranefndin kveður á eftir þörf um áframhaldandi fjárframlög til sjóðsins og um rétt sjóðsins til þess að veita fjárhagsábyrgðir umfram fyrirliggjandi fjármagn og veita margra ára stuðning, jafnframt því sem nefndin skiptir framlögum til sjóðsins milli samningsaðila.
Ráðherranefndin ákveður stofnskrá sjóðsins.
Ráðherranefndin gefur Norðurlandaráði árlega skýrslu um starfsemi sjóðsins.
Samningur þessi skal varðveittur í norska utanríkisráðuneytinu, sem sendir hverjum samningsaðila staðfest afrit.
Samningurinn tekur gildi þann dag, er ráðherranefndin ákveður.
Samningurinn fellur úr gildi við lok þess almanaksárs, er einhver samningsaðila segir honum upp, svo framarlega að uppsagnartilkynningin hafi borist norsku ríkisstjórninni eigi síðar en 30. júní það ár, en ella við lok næsta almanaksárs.
...