Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um þá sem stunda mega ljósmóðurstörf hér á landi skv. 2. tölul. 1. mgr.]1)
Ráðherra getur veitt öðrum leyfi er lokið hafa jafngildu námi erlendis í löndum utan EES-svæðisins að fenginni umsögn ljósmæðraráðs sem ráðherra skipar. Ljósmæðraráð skal skipað þremur aðilum til fimm ára og skal einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, einn af Ljósmæðrafélagi Íslands og einn af Ljósmæðraskóla Íslands.
Útlendingar, sem sækja um leyfisveitingu skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr., skulu hafa næga kunnáttu í töluðu og rituðu íslensku máli.]1)
Ljósmóðir, sem stundar fæðingarhjálp í heimahúsum á eigin vegum, skal þó tilkynna það viðkomandi héraðslækni og leggja fyrir hann skilríki sín.
1)Nú l. 53/1988.
1)Rg. 103/1933, sbr. 225/1974 og 169/1986.