Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samheitið ofanflóð er hér eftir notað um snjóflóð og skriðuföll.
Náttúrufræðistofnun Íslands aflar gagna um skriðuföll og hættu af þeirra völdum í samstarfi við Veðurstofuna.
Veðurstofan skal ráða sérstaka eftirlitsmenn til að kanna og fylgjast með landfræðilegum og veðurfarslegum aðstæðum með tilliti til hættu af ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem þörf er á slíkum athugunum samkvæmt ákvörðun ráðherra.
Veðurstofan skal hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarstjórn um ráðningu eftirlitsmanns. Skal sveitarstjórn leggja honum til nauðsynlega vinnuaðstöðu og almennan búnað, svo og sjá um rekstur á tækjum og búnaði, endurgjaldslaust. Ráðherra getur sett nánari reglur um þessar skyldur sveitarstjórnar.
Laun eftirlitsmanna skulu greidd úr ríkissjóði.
Veðurstofa Íslands annast gerð hættumats á grundvelli sérfræðilegrar þekkingar á eðli og afleiðingum ofanflóða samkvæmt beiðni hlutaðeigandi sveitarfélags.
Hættumat öðlast gildi þegar ráðherra hefur staðfest það. Taka skal fullt tillit til hættumats við alla skipulagsgerð og skal það lagt fram sem fylgiskjal með skipulagstillögu.
Reglur um gerð og notkun hættumats, flokkun hættusvæða og nýtingu þeirra skulu settar af ráðherra.
Almannavarnir skulu skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna ofanflóða eftir því sem fyrir er mælt í lögum um almannavarnir og 6. og 7. gr. laga þessara.
1)Rg. 533/1995.
Lögreglustjóri og almannavarnanefnd sjá um að rýma húsnæði skv. 1. mgr. og má beita valdi í því skyni ef þörf krefur. Á meðan hættuástand varir er öll umferð bönnuð um það svæði, sem rýmt hefur verið, nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.
Veðurstofan tekur ákvörðun um það hvenær hættuástandi skuli aflétt að höfðu samráði við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.
Uppdrættir skv. 1. mgr. skulu endurskoðaðir í ljósi bestu þekkingar á eðli og afleiðingum snjóflóða og breyttra aðstæðna, svo sem vegna þess að reist hafa verið varanleg varnarvirki.
Þá er lögreglustjóra heimilt í samráði við almannavarnanefnd að banna umferð um tilteknar götur og vegi vegna hættu á ofanflóðum utan svæða sem rýmd hafa verið skv. 6. gr. Í sama skyni er heimilt að banna fólki aðgang að skíðasvæðum og öðrum útivistarsvæðum.
Forsætisráðherra skipar hverju sinni þrjá sérfróða menn í nefndina. Formaður nefndarinnar, sem uppfylla skal starfsgengisskilyrði héraðsdómara, skal skipaður án tilnefningar, en aðrir nefndarmenn samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra.
Rannsókn nefndarinnar skal einvörðungu miða að því að draga úr hættu af völdum ofanflóða. Nefndin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum. Henni er heimilt að krefjast framlagningar á skjölum og öðrum gögnum er varða ofanflóð og taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að kunni að geta veitt upplýsingar er að gagni mega koma við rannsóknina.
Forsætisráðherra getur sett nánari reglur um störf nefndarinnar.
Um rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi í tengslum við ofanflóð fer samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála og er slík rannsókn óháð rannsókn samkvæmt þessari grein.
Verkefni ofanflóðanefndar eru:
Ákvarðanir ofanflóðanefndar skv. 2. mgr. öðlast fyrst gildi þegar ráðherra hefur staðfest þær. Ráðherra getur sett nánari reglur um störf nefndarinnar.
Sveitarstjórn skal annast framkvæmdir við varnarvirki í samræmi við ákvörðun ofanflóðanefndar skv. 2. og 3. mgr. 9. gr. Framkvæmdir skulu unnar á grundvelli útboða þar sem því verður við komið.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á viðhaldi varnarvirkja.
Sveitarstjórn skal sjá um að kaupa eignir eða flytja þær í samræmi við ákvörðun ofanflóðanefndar skv. 2. og 3. mgr. 9. gr.
Sveitarfélag verður eigandi eigna sem keyptar eru samkvæmt þessari grein, en nýting þeirra er háð samþykki ráðherra.
Náist ekki samkomulag um kaup á húseign er sveitarstjórn heimilt að taka eignina eignarnámi. Um eignarnám fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.
Tekjur sjóðsins eru:
Lán til starfsemi sjóðsins, sem eru með ábyrgð ríkissjóðs, skulu háð samþykki fjármálaráðherra.
Heimilt er að veita sveitarfélagi lán úr ofanflóðasjóði sem nemur kostnaðarhlut þess skv. 3. og 5. tölul. 1. mgr., enda sé því fjárhagslega ofviða að leggja fram sinn kostnaðarhlut. Lán skal veitt til 15 ára með sambærilegum kjörum og ofanflóðasjóði standa til boða. Þó skal endurgreiðsla af láninu, þar með taldir vextir og verðbætur, aldrei nema hærri fjárhæð á ári hverju en nemur 1% af höfuðstól lánsins, ásamt vöxtum og verðbótum, að viðbættum 0,150/00 af álagningarstofni fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og 50% af hreinum tekjum sveitarfélags vegna sölu eða leigu á eignum sem það hefur eignast skv. 3. mgr. 11. gr. Það sem eftir kann að standa af láninu að liðnum lánstíma skal falla niður.
Heimilt er að miða greiðslu úr sjóðnum við framreiknað kaupverð húseignar sem keypt hefur verið á síðustu árum, ásamt mati á kostnaði núverandi eiganda af endurbótum hennar, ef fyrir liggur að staðsetning húseignar á hættusvæði eða í námunda við það hefur haft áhrif til lækkunar markaðsverðs.
Sjóðurinn greiðir ekki fyrir kaup á húseign sem unnt er að flytja, nema heildarkostnaður við flutning sé hærri en viðmiðunarverð skv. 1. og 2. mgr.
1)Rg. 637/1997.
Ef hættumat hefur verið staðfest fyrir 1. janúar 1996 fellur það sjálfkrafa úr gildi við gildistöku laganna.