Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar er hægt að gera með sérstöku leyfi, fengnu opinbera boðleið.
Erlendur kafbátur skal jafnan vera ofansjávar, meðan hann heldur sig innan íslenskrar landhelgi.
Leyfi, sem gefin hafa verið erlendum herskipum til að dvelja í íslenskri höfn eða á íslensku skipalægi, eru afturkallanleg hvenær sem er.
Heimilt er að hafa í herloftfari vopn, án skothleðslna, svo og ljósmyndatæki án annars útbúnaðar til myndatöku.
Erlendum herloftförum er bannað að halda heræfingar á íslensku forráðasviði.