1. Að launa aðstoðarþjónustu presta og guðfræðinga í víðlendum eða fjölmennum prestaköllum. Biskup gerir ráðstöfun um þessa þjónustu í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og héraðsprófasta.
2. Að launa starfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu þjóðkirkjunnar samkvæmt ákvörðun kirkjuþings. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs.
3. Að styrkja söfnuði, er ráða vilja starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum.
4. Að veita fátækum söfnuðum starfsskilyrði, einkum á þeim stöðum, þar sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkjuleg þjónusta er sérstökum erfiðleikum háð.
5. Að kosta búferlaflutning guðfræðinga, sem settir eru til þjónustu samkvæmt 1. tölul.
6. Að styrkja framhaldsnám guðfræðinga og annarra starfsmanna kirkjunnar til undirbúnings undir kirkjuleg störf.
7. Að styðja hvers konar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú og siðgæði með þjóðinni, svo sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðarstarfi og kristilegu fræðsluefni, enn fremur félög og stofnanir, sem vinna að mikilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum.
8. Að sinna að öðru leyti eftir þörfum þeim verkefnum, sem prestakallasjóður hefur gegnt til þessa.