Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þjóðleikhúsið skal í starfsemi sinni leitast við að vekja og auka áhuga landsmanna á þessum listgreinum, vinna að síbatnandi skilyrðum fyrir þær og stuðla að þróun þeirra. Það skal kosta kapps um að efla íslenska leikritun og vera til fyrirmyndar um listrænan flutning viðfangsefna og meðferð íslenskrar tungu.
Á hverju leikári skulu eitt eða fleiri viðfangsefni sérstaklega ætluð börnum.
Hlutverk þjóðleikhúsráðs er að hafa eftirlit með starfsemi og rekstri Þjóðleikhússins. Leita skal tillagna þjóðleikhúsráðs um allar meiriháttar ákvarðanir er stofnunina varða.
[Skipaður skal maður með staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Starfið skal auglýsa samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Endurnýja má skipun þjóðleikhússtjóra einu sinni til næstu fimm ára, ef meiri hluti þjóðleikhúsráðs mælir með því. Ella skal skipa annan þjóðleikhússtjóra, eftir að starfið hefur verið auglýst að nýju og að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs.]1)
Laun þjóðleikhússtjóra og annarra starfsmanna Þjóðleikhússins skulu ákveðin með sama hætti og annarra ríkisstarfsmanna.
Fjármálafulltrúi annast fjárreiður Þjóðleikhúss, reikningsskil og skrifstofustjórn. Hann er ráðunautur þjóðleikhússtjóra um fjármál og rekstur leikhússins.
Þjóðleikhússtjóri stjórnar leikhúsinu samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Um fjárhagslega framkvæmd er fjármálafulltrúi til aðstoðar honum, en bókmennta- og leiklistarráðunautur að því er tekur til listrænnar starfsemi. Einnig skal hafa samráð við tónlistarráðunaut um val og flutning á óperum og söngleikjum, svo og við listdansstjóra, að því er listdans varðar.
Við samningu verkefnaskrár skal leitast við, að nýting starfskrafta verði hagkvæm og tillit tekið til listrænnar velferðar og þroska listamannanna.
Þjóðleikhúsinu er heimilt, eftir því sem aðstæður leyfa, að ráða til starfa leikritahöfund eða aðra höfunda allt að einu ári.
Þjóðleikhússtjóri skal [skipaður]1) og launaður frá 1. janúar og eiga þess kost að fylgjast með starfsemi leikhússins til loka þess leikárs. Hann undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta leikár og fer með atkvæði þjóðleikhússtjóra í framkvæmdaráði, þegar þar er um hana fjallað, en tekur að fullu við störfum í upphafi nýs leikárs.
Í leikmunasafni skal safnað saman, eftir því sem ástæða þykir til, búningum og sviðsbúnaði, sem notaður hefur verið við sýningar Þjóðleikhússins og sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins svo og annarra leikfélaga, sem aðild eiga að safninu. Skulu safnmunir þessir leigðir leikfélögum landsins til notkunar við sýningar, og ákveður stjórn safnsins leigu og önnur viðskiptakjör. Safnið skal hafa í þjónustu sinni leiktjaldamálara og búningateiknara. Starfsemi safnsins skal miðuð við, að hún verði leiklist í landinu að sem mestu liði og að það fjármagn, sem til þessara hluta er varið, nýtist sem best.
Menntamálaráðuneytið setur safninu reglugerð, þar sem m.a. skal ákveðið, hvernig stjórn þess og forstöðu skuli háttað.
Þangað til leikmunasafni hefur verið komið á fót, skal Þjóðleikhúsið leigja leikfélögum leiktjöld, búninga o.fl., eftir því sem stjórn Þjóðleikhússins telur við verða komið.
1)Rg. 549/1982, sbr. 36/1984. Rg. 638/1991 (Listdansskóli). Rg. 639/1991 (um starfsemi Íslenska dansflokksins).