Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samgönguráðherra fer með yfirstjórn mála er varða sjóvarnir en Siglingastofnun Íslands með framkvæmd þeirra.
Framlög til sjóvarna ákvarðast af fjárlögum hverju sinni.
Álit ráðsins skal senda hlutaðeigandi sveitarstjórn og landeigendum til umsagnar og skal þeim gefinn tiltekinn frestur til þess að gera athugasemdir. Að þeim fresti liðnum skal ráðið yfirfara málið að nýju. Á grundvelli endanlegra álita ráðsins skal Siglingastofnun síðan semja fjögurra ára áætlun um sjóvarnir sem samgönguráðherra leggur fyrir Alþingi til samþykktar.
Um undirbúning allan og framkvæmdir skal fara að lögum um opinberar framkvæmdir.
Landeigendur og sveitarfélög, sem hag hafa af varnaraðgerðum á landi sínu, greiða minnst 1/8 hluta og skiptist kostnaður á milli landeigenda að tiltölu við stærð þess lands og strandlengju sem verja á. Siglingastofnun skal gera tillögur um skiptingu kostnaðar og leggja fram til afgreiðslu hlutaðeigandi sveitarstjórna. Verði ekki samkomulag um skiptingu kostnaðar sker hafnaráð úr. Ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en þessi skipting liggur fyrir.
Sveitarfélögin eru eigendur þeirra mannvirkja sem lögin taka til og greiða þau kostnað við viðhald vegna varnarframkvæmda, sbr. þó 8. gr.