Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Búfé: Hvers konar dýr sem haldin eru og alin í þeim tilgangi að hafa af þeim gagn og nytjar.
Búfjárræktarnefnd: Nefnd skv. 5. gr. laga um búfjárrækt, nr. 84 30. maí 1989.
Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.
Einangrunarstöð: Sóttvarnaraðstaða fyrir loðdýr, fugla og fiska.
Erfðaefni: Hvers kyns efni sem geymir erfðaeiginleika dýra, svo sem fósturvísir (frjóvgað egg eða fóstur á frumstigi), egg eða sæði.
Sóttvarnardýralæknir: Yfirmaður sóttvarnastöðvar þar sem dýr hafa verið flutt inn samkvæmt lögum þessum.
Sóttvarnastöð: Staður þar sem dýr og erfðaefni eru geymd meðan rannsakað er hvort þau eru haldin smitsjúkdómi.
Umsjónardýralæknir: Hver sá dýralæknir sem hefur verið skipaður til eftirlits vegna innflutnings samkvæmt lögum þessum.
Landbúnaðarráðherra getur, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, vikið frá banni því sem um getur í 1. mgr. og leyft innflutning dýra og erfðaefnis, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum, sem felast í lögum þessum, og reglugerðum er settar verða samkvæmt þeim.
Dýrum, sem flutt eru inn án heimildar, skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af. Eggjum, sæði eða fósturvísum skal á sama hátt eytt, svo og dýrum, sem sædd kunna að hafa verið eða notuð sem fósturmæður, og afkvæmum sem kunna að hafa fæðst eftir slíkan ólöglegan innflutning.
Þegar óskað er heimildar til innflutnings á búfé skal ráðherra skipa nefnd þriggja dýralækna yfirdýralækni til ráðuneytis. Skal einn þeirra tilnefndur af Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, annar af yfirdýralækni og sá þriðji skipaður án tilnefningar.
Nefndin getur lagt til annað form á innflutningi en umsækjandi gerir ráð fyrir telji hún það tryggara og forsendur fyrir meðmælum með umsókninni.
[Eigendur dýra og erfðaefnis greiða gjöld fyrir þjónustu sóttvarnastöðvar samkvæmt gjaldskrá er landbúnaðarráðherra setur, að fengnum tillögum yfirdýralæknis. Við ákvörðun um gjaldskrá skal við það miðað að tekjur sóttvarnastöðvar standi undir útgjöldum hennar.]1)
[Sóttvarnardýralæknir sóttvarnastöðvar skal ráðinn af landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, og skal hann fá sérstakt erindisbréf. Sóttvarnardýralækni er einungis heimilt að stunda lækningar dýra utan sóttvarnastöðvar með leyfi landbúnaðarráðherra og samkvæmt reglum sem yfirdýralæknir setur.]1)
Landbúnaðarráðherra setur, að fengnum tillögum yfirdýralæknis, reglugerð um allt er veit að rekstri sóttvarna- og einangrunarstöðva og öryggi gagnvart hugsanlegri sýkingarhættu frá þeim, þar á meðal ströng ákvæði um mannaferðir, meðferð áburðar, hvers konar úrgangs og afurða frá stöðvunum. Starfsmenn við slíkar stöðvar skulu fá sérstök erindisbréf og skal sóttvarnardýralæknir ábyrgur fyrir því að öryggisreglum sé fylgt.
Þegar tryggt þykir að við innflutning hafi ekki borist neinir erfðagallar eða smitsjúkdómar hættulegir íslenskum dýrum og liðinn er ákveðinn tími, sem nánar skal kveðið á um í reglugerð, frá síðasta innflutningi dýra eða erfðaefnis getur yfirdýralæknir heimilað að dýr eða erfðaefni, annað en getið er í 1. mgr., séu flutt úr sóttvarnastöð.
Gæta skal þess að verðmætir eiginleikar í íslenskum búfjárkynjum tapist ekki við blöndun við innflutt kyn. Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði sem kveða svo á um að aðeins megi nota hið innflutta kyn til einblendingsræktar telji ráðunautur [Bændasamtaka Íslands]1) og/eða viðkomandi búfjárræktarnefnd ástæðu til.
Eigendum er skylt að hlíta fyrirmælum yfirdýralæknis um eyðingu dýra í stöðvunum og eiga þeir ekki rétt á bótum fyrir dýr sem eyða þarf vegna slíkra aðgerða.
Ef lifandi dýr, fósturvísar, egg eða annað erfðaefni dýra er flutt til landsins án heimildar, sbr. 2. gr., varðar það sektum fyrir eiganda, svo og fyrir skipstjóra eða flugstjóra á farartæki því sem dýrin eða erfðaefnið flutti ef ætla má að það sé flutt með hans vitund.
1)Rg. 226/1969 (búfjársæðing), rg. 444/1982 (um loðdýrarækt og innflutning loðdýra), sbr. 393/1984, rg. 27/1970 (um sóttkví og einangrun á innfluttum minkum), rg. 290/1980 (um varnir gegn hundaæði), rg. 24/1994, rg. 561/1994 og rg. 671/1997.2)L. 40/1996, 2. gr.
Um starfsemi sóttvarnastöðvar ríkisins í Hrísey fer samkvæmt lögum þessum.