Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Að höfðu samráði við fangelsismálastofnun sér heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um og ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum.]1)
1)Sjá t.d. rg. 316/1977 (um nýtingu fangelsa í Reykjavík); rg. 112/1978 (um ríkisfangelsisdeild í lögreglustöðinni á Akureyri); rg. 584/1981 (um vistun fanga að Bitru í Hraungerðishreppi) og rg. 629/1981, sbr. 24/1982 (um einkennisfatnað fangavarða).2)L. 123/1997, 2. gr.
Fangelsi skiptast í eftirtalda flokka:
Í afplánunarfangelsum skal vista þá sem dæmdir eru í fangelsi, varðhald og þá sem afplána vararefsingu fésekta.
[Í afplánunarfangelsum má starfrækja gæsluvarðhaldsdeildir. Gæsluvarðhaldsfanga má vista meðal afplánunarfanga ef einangrun telst ekki nauðsynleg.]2)
Í sérstökum tilfellum má um skemmri tíma vista afplánunarfanga í fangageymslum lögreglu eða gæsluvarðhaldsfangelsi.
Heimilt er að vista gæsluvarðhaldsfanga í fangageymslum lögreglu.
Forstöðumaður sér um daglegan rekstur stofnunar.
Fangaverðir mega hvorki gera verkfall né taka þátt í verkfallsboðun.
Fangaverðir eiga rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns.
Eigi kona ungbarn við upphaf afplánunar eða fæði barn í afplánun má heimila henni að hafa það hjá sér í fangelsinu.
Fanga ber að vinna þau störf sem honum eru falin.
Fanga skal greiða laun fyrir vinnuna og skal tekið tillit til arðsemi vinnunnar og launa á almennum vinnumarkaði við ákvörðun launa.
Vinnulaun má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum sem fanginn verður ábyrgur fyrir meðan hann er að afplána refsingu.
Samkvæmt beiðni fanga má heimila honum að uppfylla vinnuskyldu í klefa sínum ef aðstæður leyfa og aðrar ástæður mæla ekki gegn því. Með samþykki forstöðumanns fangelsis er fanga heimilt að útvega sér vinnu.
Heimila má fanga að stunda vinnu utan fangelsis og ákveður forstöðumaður í samráði við fangelsismálastofnun hvernig gæslu skuli hagað.
Ekki má setja fanga til vinnu sem er hættuleg heilsu hans. Fangi skal tryggður gegn slysum við vinnu eftir því sem lög um slysatryggingar mæla.
Ef fangi er ekki settur til vinnu skulu honum ákvarðaðir dagpeningar.
Reglubundið nám fanga kemur í stað vinnuskyldu.
Fangi skal eiga kost á útivist í a.m.k. eina klukkustund á dag nema aðstæður hamli.
Fangi má samkvæmt nánari reglum umgangast aðra fanga að degi til.
Forstöðumaður getur leyft frekari heimsóknir. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur forstöðumaður bannað tilteknum mönnum að heimsækja fanga, einnig vandamönnum hans.
Fangi getur neitað að þiggja heimsóknir manna nema þeirra sem eiga við hann opinber erindi eða heimsækja hann að tilmælum forstöðumanns.
Heimilt er að leita á þeim sem heimsækja fanga.
Heimilt er að rannsaka bréf ef ástæða þykir til.
Bréf til og frá fanga má stöðva ef innihald þess gefur tilefni til og skal tilkynna sendanda um stöðvun bréfs.
Bréf til og frá yfirvöldum og lögmönnum fanga skulu ekki rannsökuð.
Fanga er heimilt að taka við öðrum sendingum samkvæmt nánari reglum. Heimilt er að rannsaka allar sendingar til og frá fanga.
Heimilt er að hlusta á símtöl við fanga. Ef hlustað er á símtal við fanga skal það gert með vitneskju hans.
Leyfi skal ekki veitt ef hætta er á að fangi misnoti það.
Þegar um refsivist er að ræða samkvæmt fleiri en einum dómi má samanlögð refsing eigi vera lengri en sex mánuðir.
Þegar hluti refsivistar er skilorðsbundinn má heildarrefsivist samkvæmt dóminum eigi vera lengri en sex mánuðir.]1)
Áður en metið er hvort dómþoli teljist hæfur til samfélagsþjónustu og þar með talið hvort líklegt er að hann geti innt hana af hendi skal fara fram athugun á persónulegum högum hans.
Þegar refsivist er fullnustuð með samfélagsþjónustu jafngildir 40 klukkustunda samfélagsþjónusta eins mánaðar refsivist. Hafi gæsluvarðhald komið til frádráttar refsivist skal taka tillit til þess við útreikning á fjölda klukkustunda.]1)
Þegar skal hafna umsókn um samfélagsþjónustu ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði skv. 1. eða 2. tölul. 1. mgr. 23. gr. Ef sérstakar ástæður mæla með er þó heimilt að víkja frá tímafresti í 1. tölul. 1. mgr. 23. gr.
Þegar umsókn er tekin til efnislegrar meðferðar skal fresta fullnustu refsivistar þar til ákvörðun um afgreiðslu hennar liggur fyrir, enda fremji dómþoli ekki refsiverðan verknað á þeim tíma.]1)
Enn fremur má binda samfélagsþjónustu þeim skilyrðum, nokkrum eða öllum, sem greinir í 2.–6. tölul. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga.
Áður en fullnusta á refsivist með samfélagsþjónustu hefst skal kynna dómþola ítarlega þær reglur sem gilda um samfélagsþjónustu og staðfesting hans fengin á því að hann vilji hlíta þeim. Sama gildir um viðbrögð við brotum á þessum reglum.]1)
Nú er dómþoli kærður fyrir að hafa framið refsiverðan verknað eftir að ákveðið er að fullnusta refsivist með samfélagsþjónustu og getur fangelsismálastofnun þá ákveðið að ákvörðun um fullnustu refsivistar með samfélagsþjónustu verði afturkölluð og að dómþoli afpláni refsivistina.
Þegar rof á skilyrðum samfélagsþjónustu eða meint afbrot er ekki alvarlegt eða ítrekað skal veita áminningu áður en ákveðið er að refsivist skuli afplánuð.
Þegar ákveðið er, skv. 1. eða 2. mgr., að refsivist skuli afplánuð skal reikna tímalengd eftirstöðva út með hliðsjón af þeirri samfélagsþjónustu sem þegar hefur verið innt af hendi.
Þegar eftirstöðvar refsivistar, sem að hluta hefur verið fullnustuð með samfélagsþjónustu, eru afplánaðar er heimilt að veita reynslulausn af eftirstöðvunum þannig að tími í samfélagsþjónustu teljist ekki með við útreikning á hlutfalli afplánunar.]1)
Muni, sem tekist hefur eða reynt er að smygla inn í fangelsið, má gera upptæka. Það sama gildir um muni sem fangi hefur búið til eða komist yfir án leyfis réttra yfirvalda.
Handrit eða annað skrifað efni, sem fangi hefur skráð í fangelsinu, er heimilt að gera upptækt. Þetta á við ef handritið eða hið skráða efni inniheldur upplýsingar um aðra fanga sem ekki eiga að vera á allra vitorði, eru ósæmilegar eða aðrar ástæður mæla gegn því að það fari út úr fangelsinu.
Muni eða handrit, sem lagt hefur verið hald á og ekki þykja rök til að gera upptæk, má afhenda fanga þegar afplánun lýkur.
Hið upptæka skal vera eign ríkisins.
Forstöðumaður tekur ákvarðanir samkvæmt þessari grein og skulu þær bókaðar.
Leit á fanga innan klæða skal gerð af starfsmanni sama kyns og fanginn.
Ef grunur leikur á að fangi feli innvortis efni eða hluti sem honum er bannað að hafa í fangelsi er heimilt að framkvæma leit að fengnu áliti læknis.
Taka blóðsýnis og leit innvortis skal gerð af lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Vitni sama kyns og fangi skal vera viðstatt ef aðstæður leyfa.
Ákvörðun um leit samkvæmt þessari grein skal bókuð og ástæður tilgreindar.
Þá má einangra fanga til að koma í veg fyrir að hann hvetji aðra til að brjóta reglur fangelsis og hindra að fangi taki þátt í að útvega sér eða öðrum áfengi, önnur vímuefni eða lyf. Fanga má sömuleiðis aðgreina frá öðrum til að afstýra því að hann beiti aðra fanga yfirgangi.
Spennibol og handjárn má nota um skamman tíma ef nauðsyn krefur.
Ákvarðanir samkvæmt grein þessari skal bóka og ástæður tilgreindar. [Ákvörðun um einangrun sætir kæru til dómsmálaráðuneytisins og skal skýra fanga frá því um leið og ákvörðun er birt. Þegar ákvörðun er kærð skulu gögn málsins þegar send ráðuneytinu. Ráðuneytið skal taka ákvörðun innan tveggja sólarhringa frá því að kæra barst, ella fellur ákvörðun úr gildi.]2)
Samþykki fangelsismálastofnunar þarf til að halda fanga í einangrun samkvæmt grein þessari lengur en 30 daga.
Beita má fleiri en einni tegund viðurlaga samtímis. Viðurlögin má skilorðsbinda.
...2) Strjúki fangi telst tími frá stroki og þar til fangi er settur í fangelsi á ný ekki til refsitímans.
Forstöðumaður ákveður agaviðurlög samkvæmt grein þessari. Áður en hann tekur ákvörðun skal hann ganga úr skugga um hvernig broti var háttað með því að yfirheyra fangann og með annarri rannsókn eftir aðstæðum.
Ákvarðanir um agaviðurlög skulu bókaðar og birtar fanga í viðurvist vitnis. [Ákvörðun um agaviðurlög sætir kæru til dómsmálaráðuneytisins og skal skýra fanga frá því um leið og ákvörðun er birt. Þegar ákvörðun er kærð skulu gögn málsins þegar send ráðuneytinu. Ráðuneytið skal taka ákvörðun innan tveggja sólarhringa frá því að kæra barst, ella fellur ákvörðun úr gildi.]2)
...2)
Nefndin skal láta ráðherra í té rökstudda tillögu um afgreiðslu á erindum sem til hans er skotið vegna ákvörðunar fangelsismálastofnunar um samfélagsþjónustu og reynslulausn, svo og um afgreiðslu náðunarbeiðna.]1)
Dráttarvextir skulu ekki innheimtir af slíkum skuldum fyrir þann tíma sem innheimta skal liggja niðri samkvæmt þessari grein.
Fangar, sem afplána vararefsingu vegna sekta, skulu látnir lausir um sama leyti dags og afplánun hófst.
1)L. 123/1997, 5. gr.2)Rg. 670/1996 (um einkennisfatnað fangavarða), 569/1988 (um upphaf og lok fangavistar), 119/1990, sbr. 258/1995 og 586/1995 (um bréfaskipti, símtöl og heimsóknir til afplánunarfanga), 179/1992, sbr. 259/1995 (gæsluvarðhaldsvist), 719/1995, sbr. 209/1997 (leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis), 29/1993, sbr. 42/1994 (fullnusta refsidóma) og 132/1995 (dagpeningar fanga). Rg. 11/1996 (menntun fangavarða o.fl.).
Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði samkvæmt lögum þessum.2)