Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Barn, sem fundist hefur hér á landi, telst, þar til annað reynist sannara, vera íslenskur ríkisborgari.
Eigi ríkið í ófriði, getur borgari í óvinaríki ekki öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt þessari grein. Sama á við um þann, sem ekki á ríkisborgararétt í neinu ríki, en hefur síðast átt ríkisborgararétt í óvinaríki.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. gildir með sama hætti um samband óskilgetins barns og móður þess, nema faðir þess sé útlendingur og hann hafi forráð barnsins.]1)
Áður en umsóknir um ríkisborgararétt eru lagðar fyrir Alþingi, skal dómsmálaráðuneytið fá um þær umsagnir lögreglustjóra og sveitarstjórna á dvalarstöðum umsækjenda.
Eigi sá börn, sem ríkisborgararétt fær með lögum, fer um þau eftir ákvæðum 5. gr., nema lögin láti öðruvísi um mælt.
[Nú missir einhver íslensks ríkisfangs samkvæmt þessari grein og missa þá einnig börn hans íslensks ríkisfangs, sem þau hafa öðlast á grundvelli ríkisfangs hans, nema þau við það verði ríkisfangslaus.]1)
[Eigi verður þeim neitað um að verða leystur undan þegnskyldu, sem er erlendur ríkisborgari og á lögheimili erlendis.]1)
Íslenskur ríkisborgari, sem við fæðingu hefur einnig orðið ríkisborgari í samningsríki, missir íslensks ríkisfangs er hann nær aldursmarki, sem ákveðið er í samningnum, og má ekki vera lægra en 19 ár og ekki hærra en 22 ár, hafi hann síðustu 5 árin átt lögheimili í því samningsríki.
Missi einhver ríkisfangs samkvæmt 2. mgr. missa einnig börn hans ríkisfangsins, ef þau leiða það af ríkisfangi hans, nema þau verði við það ríkisfangslaus.
Sá, sem misst hefur íslensks ríkisfangs samkvæmt þessari grein og hefur æ síðan verið ríkisborgari í samningsríki, öðlast ríkisfang að nýju, ef hann tilkynnir dómsmálaráðuneytinu skriflega þá ósk sína, enda hafi hann þá fengið að nýju lögheimili hér á landi. Ákvæðin í 2. málsl. 4. gr. og í 5. gr. eiga hér við með samsvarandi hætti.]1)
Þegar beitt er 4. gr. skal meta lögheimili í norrænu samningsríki til 12 ára aldurs til jafns við lögheimili hér á landi. Þegar beitt er 8. gr. skal meta lögheimili í norrænu samningsríki í minnst 7 ár til jafns við lögheimili hér á landi.
Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þessara.
Yfirlýsingu samkvæmt lögum þessum, um að maður óski að verða íslenskur ríkisborgari, getur aðeins aðili sjálfur gefið, en ekki forráðamaður eða handhafi foreldravalds.
Þar sem eigi er annað ákveðið aldursmark í lögum þessum, skal þeim, sem náð hefur 18 ára aldri, heimilt að gefa yfirlýsingu um ríkisborgararétt samkvæmt lögum þessum, án tillits til þess, að hann er háður forráðum annars manns.
Kona, sem samkvæmt áður gildandi löggjöf hefur misst íslensks ríkisfangs við það að giftast erlendum ríkisborgara eða við það að öðlast erlendan ríkisborgararétt, annaðhvort við hjónaband eða vegna þess að eiginmaður hennar hefur öðlast erlendan ríkisborgararétt, en mundi hafa haldið íslensku ríkisfangi sínu, ef ákvæði þessara laga hefðu áður verið í gildi, getur endurheimt ríkisborgararétt sinn með því að tilkynna dómsmálaráðuneytinu skriflega þá ósk sína. Slíka tilkynningu skal þó bera fram fyrir 31. desember 1957.
Kona, sem nær 22 ára aldri fyrir 1. janúar 1956 og hefur verið eða er gift er hún nær þeim aldri, missir ekki íslensks ríkisfangs samkvæmt 8. gr., 1. mgr., fyrr en í árslok 1956.
Nú flyst maður búferlum af landi héðan, sem orðinn er ríkisborgari í öðru landi, en hefur haldið íslensku ríkisfangi samkvæmt ákvæði 2. málsl. 5. gr. laga nr. 64 28. janúar 1935, og missir hann þá ekki íslensks ríkisfangs, nema hann eigi enn ríkisborgararétt í öðru landi og mundi missa eða hafa misst íslensks ríkisfangs samkvæmt ákvæðum 7. gr. þessara laga, ef þau hefðu áður haft gildi.
Nú verða þær aðstæður fyrir hendi eftir gildistöku laga þessara, er nægja til þess að öðlast ríkisborgararétt eða varða missi hans, og skal þá fara eftir ákvæðum laga þessara eins og þau hefðu áður gilt.