Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Landið innan ofannefndra marka skal, eftir því er Þingvallanefnd kveður á og fært kann að reynast, varið fyrir ágangi af sauðfé og geitum. En skógurinn og villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifist, skal vera algerlega friðað. Þó skal nefndin gera ráðstafanir til eyðingar þeim dýrum og fuglum, sem gera usla á hinu friðlýsta svæði eða vinna búfénaði héraðsmanna tjón.
Þingvallanefnd ræður veiði í Þingvallavatni norðan línu þeirrar, er um getur í a-lið.
Ekkert jarðrask, húsabyggingar, vegi, rafleiðslur eða önnur mannvirki má gera á hinu friðlýsta svæði, eða í landi jarðanna Kárastaða, Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka, nema með leyfi Þingvallanefndar.
Heimilt skal Þingvallanefnd að kaupa jörðina Gjábakka, eða ef ekki nást viðunandi samningar um verð, að taka jörðina eignarnámi samkvæmt lögum.
[Þingvallanefnd ræður framkvæmdastjóra. Hann ræður annað starfslið.]1)