Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Sjá nú l. 29/1988.
Þeir nemendur, sem búa sig undir kennslustörf við skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla eða sérskóla, skulu leggja stund á almenna sálarfræði barna og unglinga og kennslufræði, einkum í þeim greinum, sem þeir öðlast réttindi til að kenna.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, tilraunum og æfingum. Sérstaka áherslu ber að leggja á sjálfstæða vinnu nemenda.
Að öðru leyti fer um nám og próf eftir reglugerð, sem sett er samkvæmt 2. gr. háskólalaganna 23. júní 1936.1)
1)L. 26/1975. Sjá nú l. 29/1988, 44. gr.
Nánari ákvæði um námstíma skulu sett í reglugerð.
Þeir nemendur, sem búa sig undir ráðskonustörf, skulu auk skyldunáms hafa lokið prófi í húsmæðraskóla og unnið 12 mánuði hið minnsta við eldhússtörf í matsöluhúsi, heimavistarskóla, sjúkrahúsi eða hliðstæðum stofnunum.
Í reglugerð skal kveða nánar á um námsgreinar og námsefni. Þar skulu og settar reglur um próf og einkunnir.
Skólanefnd skal þannig skipuð: Félag húsmæðrakennara tilnefnir einn, Kvenfélagasamband Íslands annan, en fræðslumálastjórn hinn þriðja, og er hann formaður nefndarinnar.
1)Sbr. l. 23/1963, 2. gr., er nema brott þau atriði í VII. kafla, sem koma í bága við greind lög, og sama gegnir um l. 63/1965, 15. gr.
Fræðslumálastjórn setur nánari reglur um framkvæmd orlofs kennara. Skal þess gætt, að það trufli ekki störf skólanna né torveldi þau.