Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú hefir maður umráðum náð með glæp eða óráðvandlegu atferli, og má hann þá ekki hefð vinna. Sama er og ef hefðandi fær vitneskju um, áður en hefðin er fullnuð, að eignarhaldið sé þannig til komið.
Nú hefir hefðandi fengið hlutinn að veði, til geymslu, til láns eða á leigu, og geta þá slík umráð ekki heimilað hefð.
Nú er réttur hefðanda til eignarhaldsins vefengdur með löglega birtri ...1) dómstefnu, áður en hefðartíminn er fullnaður, og málið því næst rekið með hæfilegum hraða, eða vefengingarkröfu er lýst í bú hefðanda og skal þá álíta hefðarhaldið slitið þann dag, [sem dómsmál er höfðað],1) ef dómur gengur sækjanda í vil, en dagsetningardag vefengingarkröfu, verði hún gild metin ...2)
Afnotaréttur, sem stofnaður er áður en hefðarhaldið byrjaði, fellur úr gildi um leið og hefðin er fullnuð, ef umráð hefðanda yfir eigninni hafa útilokað afnotin. Nú stofnar annar en hefðandi afnotarétt með samningi yfir eign þeirri, er hefðandi hefir í eignarhaldi, og fellur þá afnotaréttur sá úr gildi um leið og eignarhefð er fullnuð, þótt ekki sé liðinn hefðartími fullur frá stofnun hans, ef eignarhald hefðanda hefir útilokað afnotin.
Afgjaldsskyldur, er á jörð hvíla, og sjálfsvörsluveðsréttur falla ekki úr gildi við það, að eign sú, er réttindi þessi hvíla á, verður hefðuð.