Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 493/1986 (um merkingu skipa).
Botnvörpuskip og önnur fiskiskip, sem knúin eru eimorku, skulu bera nafn sitt og heimilisfang á afturstafni, enda skal setja nafn skips og önnur einkennismerki beggja megin á framstafn. Sleppa má nafni skipsins á framstafni, ef einkennismerki skipsins eru sett þar sams konar og þau, er segir í samningum þeim, er um getur í næstu málsgrein hér á eftir.
Nú er skip svo merkt, sem segir í samningi 6. maí 1882 um fiskiveiðar í Englandshafi, eða eins og mælt er í samningi 24. júní 1901 um fiskiveiðagæslu utan landhelgi við Ísland og Færeyjar, og skal þá sú merking talin nægileg.
Nú verða fyrirmæli laga þessara um merkingu skipa brotin, án þess að ásetningsbrot verði talið, og liggur þá ...1) sekt við því.
Nú veiðir skip heimildarlaust í íslenskri landhelgi með vísvitandi duldum, afmáðum eða afbökuðum merkjum (sbr. 1. gr.), og skal þá ákveða refsingu fyrir brot þessi í einu lagi, en hækka skal sekt fyrir heimildarlausa veiði um allt að helmingi, og ekki má sekt lægri vera en sem svarar hæstu sekt fyrir fiskiveiðabrotið, ef gufuskip á hlut að máli.
Sektir samkvæmt lögum þessum renna í landhelgissjóð. Til tryggingar greiðslu sekta og málskostnaðar má kyrrsetja skip og síðan selja, að undangenginni aðför, til lúkningar hvors tveggja.