Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, með áorðnum breytingum, og samningsviðaukar nr. 1, 2, 4, 6 og 7 eru birtir sem fylgiskjal með þessum lögum.
Ríkisstjórnir þær, sem undirritað hafa samning þennan og aðilar eru að Evrópuráðinu,
hafa í huga hina almennu mannréttindayfirlýsingu, sem allsherjarþing sameinuðu þjóðanna samþykkti hinn 10. desember 1948;
hafa í huga, að yfirlýsing þessi hefur það markmið að tryggja almenna og raunhæfa viðurkenningu og vernd þeirra réttinda, sem þar er lýst;
hafa í huga, að markmið Evrópuráðs er að koma á nánari einingu aðildarríkjanna og að ein af leiðunum að því marki er sú, að mannréttindi og mannfrelsi séu í heiðri höfð og efld;
lýsa á ný eindreginni trú sinni á það mannfrelsi, sem er undirstaða réttlætis og friðar í heiminum og best er tryggt, annars vegar með virku, lýðræðislegu stjórnarfari og, hins vegar, almennum skilningi og varðveislu þeirra mannréttinda, sem eru grundvöllur frelsisins;
eru staðráðnar í því að stíga fyrstu skrefin að því marki að tryggja sameiginlega nokkur þeirra réttinda, sem greind eru í hinni almennu mannréttindayfirlýsingu, enda eru þær stjórnir Evrópuríkja, sem sama sinnis eru og eiga sameiginlega arfleifð stjórnmálahefða, hugsjóna, frelsis og réttarríkis;
hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:
2. Þótt mannsbani hljótist af valdbeitingu skal það ekki talið brjóta í bága við þessa grein ef valdbeitingin er ekki meiri en ýtrasta nauðsyn krefur:
2. Eigi skal þess krafist af nokkrum manni að hann vinni þvingunar- eða nauðungarvinnu.
3. Þvingunar- eða nauðungarvinna í merkingu þessarar greinar skal eigi taka til:
Engan mann skal svipta frelsi nema í eftirfarandi tilvikum og þá í samræmi við þá málsmeðferð sem segir í lögum. Tilvikin eru:
2. Hver sá maður, sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju, á máli sem hann skilur, um ástæðurnar fyrir handtökunni og um sakir þær sem hann er borinn.
3. Hvern þann mann, sem tekinn er höndum eða settur í varðhald skv. c-lið 1. tölul. þessarar greinar skal án tafar færa fyrir dómara eða annan embættismann sem að lögum hefur heimild til að fara með dómsvald, og skal hann eiga kröfu til að mál hans verði tekið fyrir í dómi innan hæfilegs tíma eða hann verði látinn laus þar til dómsmeðferð hefst. Gera má það að skilyrði fyrir lausn manns úr gæslu að trygging sé sett fyrir því að hann komi fyrir dóm.
4. Hverjum þeim sem handtekinn er eða settur í gæslu skal rétt að bera lögmæti frelsisskerðingarinnar undir dómstól er úrskurði um hana með skjótum hætti og fyrirskipi að hann skuli látinn laus ef ólögmæt reynist.
5. Hver sá sem tekinn hefur verið höndum eða settur í gæslu gagnstætt ákvæðum þessarar greinar skal eiga bótarétt sem unnt sé að koma fram.
2. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum.
3. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:
2. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi torvelda réttarhöld yfir nokkrum manni eða refsingu hans fyrir hvern þann verknað eða aðgerðaleysi, refsiverð samkvæmt almennum ákvæðum laga, viðurkenndum af siðmenntuðum þjóðum þá framin voru.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
2. Frelsi manna til að rækja trú sína eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna almannaheilla, til verndar allsherjarreglu, heilsu manna eða siðgæði eða rétti og frelsi.
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.
2. Eigi skal réttur þessi háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjórnarstarfsmenn beiti þessum rétti.
2. Ákvæði þetta skal þó í engu rýra gildi 2. gr., nema þegar mannslát verða vegna löglegra hernaðaraðgerða, né heldur gildi 3. gr., 4. gr. (1. mgr.) og 7. gr.
3. Hver sá samningsaðili, sem neytir þessa réttar til undansláttar, skal láta aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs í té fulla vitneskju um þær ráðstafanir sem tekið hefur verið til svo og ástæður þeirra. Einnig skal hann tilkynna aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs um það þegar beitingu slíkra ráðstafana linnir og ákvæðum samningsins er á ný framfylgt að fullu.
Sá nefndarmaður, sem kjörinn hefur verið vegna aðildarríkis sem erindi hefur verið beint gegn, skal hafa rétt til að sitja í þeirri deild sem erindinu er vísað til. 1)Samningsviðauki nr. 8, 1. gr.
[2. Nefndin skal halda fundi sína með þátttöku allra nefndarmanna. Hún getur þó skipt sér í deildir sem séu skipaðar minnst sjö nefndarmönnum. Deildunum er heimilt að kanna erindi sem borin eru fram samkvæmt 25. gr. samningsins og fara má með á grundvelli dómvenju eða vekja ekki nein meiri háttar vafamál í túlkun eða beitingu samningsins. Með þeim takmörkunum, sem að framan greinir og sem taldar eru í 5. tölul. þessarar greinar, skulu deildirnar fara með öll þau völd sem nefndinni eru fengin í samningnum.
3. Nefndinni er heimilt að stofna starfshópa, sem séu hver um sig skipaðir að minnsta kosti þremur nefndarmönnum, er hafa vald, ef allir eru sammála, til að lýsa erindi, sem borið er fram skv. 25. gr., ótækt eða fella það af málaskrá þegar unnt er að taka slíka ákvörðun án frekari athugunar.
4. Deild eða starfshópur getur ávallt látið lögsögu í máli í hendur fullskipaðrar nefndar, sem einnig getur mælt fyrir um flutning til sín á erindi sem vísað hefur verið til deildar eða starfshóps.
5. Aðeins nefndin fullskipuð getur farið með eftirfarandi völd:
1)Samningsviðauki nr. 8, 2. gr.
2. Sömu aðferð skal eftir atvikum beita til að fullskipa nefndina ef fleiri ríki verða síðar aðilar að samningi þessum, svo og þegar sæti verður autt.
[3. Þeir sem tilnefndir eru skulu vera menn grandvarir og verða þeir annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastöðum eða vera viðurkenndir fyrir þekkingu á landslögum eða þjóðarétti.]1)
1)Samningsviðauki nr. 5, 1. gr.2)Samningsviðauki nr. 5, 2. gr.
2. Þeir sem ganga eiga úr nefndinni að fyrstu þremur árum liðnum skulu valdir með hlutkesti af aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs þegar að afloknu fyrsta kjöri.
3. [Til þess að tryggja það, svo sem fært er, að skipt verði um helming nefndarmanna þriðja hvert ár er ráðherranefnd heimilt að ákveða, áður en til síðari kosninga er gengið, að kjör eins eða fleiri nefndarmanna, er kjósa skal, skuli gilda til annars tíma en sex ára, þó eigi lengur en til níu ára né skemur en til þriggja.
4. Þegar um starfstíma fleiri en eins nefndarmanns er að ræða og ráðherranefndin beitir ákvæðum næstu málsgreinar á undan skal starfstími hvers ákvarðaður með hlutkesti er aðalframkvæmdastjóri annast þegar að kosningu lokinni.]1)
[5.]2) Nefndarmaður, sem kjörinn hefur verið í stað annars, er eigi hafði lokið kjörtímabili sínu, skal eiga sæti í nefndinni, uns því tímabili er lokið.
[6.]2) Nefndarmenn skulu halda sæti sínu, þar til er aðrir koma í þeirra stað. Þá er þeir hafa verið leystir af skulu þeir starfa áfram að þeim málum sem þeir voru teknir til við.
2. Slíkar yfirlýsingar má gefa til tiltekins tíma.
3. Yfirlýsingarnar skulu afhentar aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, en hann skal senda samningsaðilum afrit af þeim og birta þær.
4. Nefndin skal einungis beita því valdi, sem henni er veitt með þessari grein þegar a.m.k. sex samningsaðilar eru skuldbundnir með yfirlýsingum samkvæmt málsgreinunum hér á undan.
2. Nefndin skal meta ótæka hverja þá kæru sem hún telur ósamrýmanlega ákvæðum sáttmála þessa, augljóslega illa grundaða eða fela í sér misnotkun á kæruréttinum.
3. Nefndin skal vísa frá hverju því erindi sem hún telur sér óheimilt að fjalla um samkvæmt 26. gr.
1)Samningsviðauki nr. 8, 4. gr.
[2. Ef nefndinni tekst að koma á sáttum skal hún semja um það skýrslu sem senda skal hlutaðeigandi ríkjum, ráðherranefndinni og aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs til birtingar. Skýrslan skal vera stutt greinargerð um málsatvik og þá lausn sem fengin var.]1)
Nefndin skal þó halda áfram rannsókn erindis ef nauðsynlegt er til þess að mannréttindi þau, sem skýrgreind eru í samningi þessum, séu virt. 1)Samningsviðauki nr. 8, 6. gr.
2. Ef nefndin ákveður að fella erindi af málaskrá sinni eftir að hafa tekið við því skal hún gera skýrslu sem hefur að geyma lýsingu á málsatvikum og ákvörðuninni um að fella erindið niður svo og ástæður þess. Málsaðilum skal send skýrslan svo og ráðherranefndinni til upplýsingar. Nefndin getur birt skýrsluna.
3. Nefndinni er heimilt að taka erindi að nýju á málaskrá sína ef hún telur að aðstæður réttlæti það.]1)
1)Samningsviðauki nr. 8, 7. gr.
2. Skýrslan skal send ráðherranefndinni. Hún skal enn fremur send hlutaðeigandi ríkjum og skal þeim eigi heimilt að birta hana.
3. Um leið og nefndin sendir ráðherranefndinni skýrsluna getur hún gert þær tillögur sem henni þurfa þykir.
2. Verði niðurstaðan sú skal ráðherranefndin ákveða samningsaðila frest til þess að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru samkvæmt niðurstöðu ráðherranefndarinnar.
3. Ef samningsaðili hefur ekki gert fullnægjandi ráðstafanir innan hins tiltekna frests skal ráðherranefndin ákvarða með þeim meiri hluta, sem tilskilinn er í 1. tölul. þessarar greinar, hvernig fylgt skuli eftir hinni upphaflegu ákvörðun hennar og birta skýrsluna.
4. Samningsaðilarnir heita því að hlíta hverri þeirri ákvörðun sem ráðherranefndin kann að taka samkvæmt ofangreindum töluliðum.
2. Eftir því sem við á skal sami háttur hafður á til að fylla tölu dómara þegar ný aðildarríki ganga í Evrópuráðið eða sæti losnar í dómstólnum.
3. Dómaraefni skulu vera menn grandvarir, og verða þeir annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastörfum eða vera lögvísir svo orð fari af.
1)Samningsviðauki nr. 5, 3. gr.2)Samningsviðauki nr. 5, 4. gr.3)Samningsviðauki nr. 8, 9. gr.
2. Þeir dómarar, sem ganga eiga úr að fyrstu þremur eða sex árum liðnum, skulu valdir með hlutkesti af aðalframkvæmdastjóra þegar að aflokinni fyrstu kosningu.
[3. Til þess að tryggja það, svo sem fært er, að skipt verði um þriðjung dómara þriðja hvert ár er ráðgjafarþingi heimilt að ákveða, áður en til síðari kosninga er gengið, að kjör eins eða fleiri dómara, er kjósa skal, skuli gilda til annars tíma en níu ára, þó eigi lengur en til tólf ára né skemur en til sex.
4. Þegar um starfstíma fleiri en eins dómara að ræða og ráðgjafarþing beitir ákvæðum næstu málsgreinar á undan skal starfstími hvers ákvarðaður með hlutkesti er aðalframkvæmdastjóri annast þegar að kosningu lokinni.]1)
[5.]2) Dómari, sem kjörinn hefur verið í stað annars er eigi hafði lokið kjörtímabili sínu, skal eiga sæti í dómstólnum út það kjörtímabil.
[6.]2) Dómarar skulu halda sæti sínu í dómstólnum þar til aðrir koma í þeirra stað. Þá er þeir hafa verið leystir af skulu þeir starfa áfram að þeim málum sem þeir voru teknir til við.
[7. Dómarar skulu skipa sæti sitt sem einstaklingar. Meðan á kjörtímabili þeirra stendur skulu þeir ekki gegna nokkurri þeirri stöðu sem er ósamrýmanleg sjálfstæði þeirra og hlutleysi sem dómarar eða kröfum þeim sem starfið gerir.]3)
2. Þær yfirlýsingar, er að ofan greinir, má gefa skilyrðislaust eða með skilyrði um gagnkvæmi af hálfu nokkurra eða tiltekinna annarra samningsaðila, eða til ákveðins tímabils.
3. Þessar yfirlýsingar skulu afhentar aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs til vörslu, og skal hann fá samningsaðilum afrit af þeim.
2. Ef dómarar verða ekki sammála um dóm sinn að öllu eða einhverju leyti skal hver dómari hafa rétt til að skila séráliti.
2. Ekkert mál verður lagt fyrir dómstólinn áður en kosning þessi hefur farið fram.
2. Samningurinn skal gilda fyrir það eða þau landsvæði, sem greind eru í tilkynningu, að 30 dögum liðnum frá því að tilkynningin berst aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs.
3. Ákvæðum samnings þessa skal þó beitt á slíkum landsvæðum með fullri hliðsjón af því hversu háttar til á hverjum stað.
4. Hvert það ríki, sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. tölul. þessarar greinar getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra, sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að nefndin sé bær um að taka við erindum frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga samkvæmt 25. gr. samnings þessa.
2. Sérhverjum fyrirvara samkvæmt þessari grein skal fylgja stutt greinargerð um þá löggjöf sem um er að ræða.
2. Slík uppsögn skal ekki leysa samningsaðila undan skyldum sínum samkvæmt samningi þessum hvað varðar verknað sem fara kann í bág við slíkar skuldbindingar og hann kann að hafa framið áður en uppsögnin tók gildi.
3. Hver sá samningsaðili, sem gengur úr Evrópuráðinu, skal slíta aðild sinni að samningi þessum með sömu skilmálum.
4. Samningi þessum má segja upp í samræmi við ákvæði töluliðanna hér að ofan hvað varðar hvert það landsvæði, sem lýst hefur verið yfir að hann taki til samkvæmt 63. gr.
2. Samningur þessi skal taka gildi þegar tíu ríki hafa afhent fullgildingarskjöl sín.
3. Hvað varðar hvert það ríki, sem undirritað hefur samninginn og fullgildir hann eftir þetta, skal hann taka gildi daginn sem fullgildingarskjalið er afhent.
4. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna öllum aðilum Evrópuráðs um gildistöku samningsins, nöfn þeirra ríkja sem hafa fullgilt hann og afhendingu allra fullgildingarskjala, sem síðar kunna að berast.
Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynleg til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.
Hver samningsaðili, sem afhent hefur yfirlýsingu samkvæmt undanfarandi málsgrein, getur hvenær sem er afhent aðra yfirlýsingu þar sem breytt er ákvæðum fyrri yfirlýsinga eða tilkynnt er að ákvæði samningsviðauka þessa gildi ekki um tiltekið landsvæði.
Yfirlýsingu, sem gefin er í samræmi við grein þessa, skal skoða svo sem hún sé gerð í samræmi við 1. mgr. 63. gr. samningsins.
Afhenda skal fullgildingarskjölin aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, og skal hann tilkynna öllum aðildarríkjum nöfn þeirra, er fullgilt hafa.
2. Eigi má í slíkum álitsgerðum fjalla um nokkurt atriði, er varðar efni eða umfang réttinda þeirra eða mannfrelsis, er fjallað er um í I. kafla samningsins og samningsviðaukum við hann, né heldur um önnur atriði sem mannréttindanefndin, dómstóllinn eða ráðherranefndin kynnu að þurfa að taka afstöðu til í framhaldi af málskotum er efnt kynni að verða til í samræmi við samninginn.
3. Til þess að ákvörðun ráðherranefndar um að æskja álits dómstólsins nái fram að ganga þarf til tvo þriðju hluta atkvæða fulltrúa þeirra er sæti eiga í nefndinni.
2. Álit dómstólsins skal vera rökstutt.
3. Nú er álit eigi að öllu eða nokkru leyti einróma, og ber hverjum dómara réttur til að setja fram sérálit.
4. Áliti dómstólsins skal skilað til ráðherranefndar.
Skjöl um fullgildingu eða samþykki ber að afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs til vörslu.
2. Samningsviðauki þessi gengur í gildi jafnskjótt og öll aðildarríki samningsins hafa gerst aðilar að honum samkvæmt ákvæðum fyrsta töluliðar þessarar greinar.
3. Frá því að samningsviðauki þessi gengur í gildi skoðast 1. til 4. gr. hans órjúfanlegur hluti sáttmálans.
4. Aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs ber að tjá aðildarríkjum ráðsins um:
Aðildarríki Evrópuráðs, þau er hér undirrita og ákveðið hafa að gera ráðstafanir til þess að tryggja sameiginlega vernd tiltekinna réttinda og mannfrelsis umfram það er þegar greinir í I. kafla samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, er undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (og hér eftir nefnist samningurinn), og í 1., 2. og 3. gr. samningsviðauka nr. 1 við samninginn er undirritaður var í París 20. mars 1952,
hafa orðið ásátt um eftirfarandi:
2. Öllum ber réttur til brottfarar úr landi, einnig úr eigin landi.
3. Eigi má leggja nokkrar hömlur á vernd slíkra réttinda, umfram það sem lög standa til og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, í þágu allsherjarreglu, til að firra glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
4. Réttindi þau, er greinir í 1. mgr., geta á tilteknum landsvæðum sætt takmörkunum, svo fremi að þeim sé beitt að lögum og séu réttlætanlegar vegna almennra hagsmuna í lýðræðislegu þjóðfélagi.
2. Eigi má banna nokkrum manni að koma til þess ríkis sem hann er þegn í.
2. Aðildarríki, sem afhent hefur yfirlýsingu samkvæmt næsta tölulið á undan, getur hvenær sem er afhent aðra yfirlýsingu um breytingar á fyrri yfirlýsingu eða um uppsögn á gildi samningsviðauka þessa gagnvart einhverju landsvæði.
3. Yfirlýsing, sem fram er lögð samkvæmt þessari grein, telst vera gerð í samræmi við 1. mgr. 63. gr. samningsins.
4. Landsvæði hvers ríkis, sem þessi samningsviðauki nær til samkvæmt fullgildingu eða samþykki ríkis, og hvert landsvæði, sem hann nær til samkvæmt yfirlýsingu ríkis í samræmi við grein þessa, ber að skoða sem aðgreind landsvæði að því er varðar ákvæðin í 2. og 3. gr. um landsvæði ríkis.
2. Eigi að síður koma réttindi einstaklinga til málskots, svo sem þau eru viðurkennd með yfirlýsingu samkvæmt 25. gr. samningsins eða með samþykki við lögsögu dómstólsins, svo sem hún er viðurkennd með yfirlýsingu samkvæmt 46. gr. samningsins, ekki til framkvæmda að því er samningsviðauka þennan varðar fyrr en aðildarríki það, sem í hlut á, hefur lýst því yfir að það virði þessi réttindi eða að það fallist á þar greinda lögsögu að því er varðar öll eða einhver ákvæði 1. til 4. gr. samningsviðauka þessa.
2. Fullgildingarskjöl ber að afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs, og tilkynnir hann öllum aðildarríkjum um hver þeirra fullgilt hafi.
2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviðaukinn tekur gildi gagnvart slíku landsvæði fyrsta dag næsta mánaðar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.
3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt tveimur undanfarandi töluliðum, má afturkalla fyrir hvert það landsvæði, sem þar er greint, með tilkynningu til aðalframkvæmdastjórans. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.
2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar samþykkir að vera bundið af samningsviðauka þessum, öðlast hann gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.
Aðildarríki Evrópuráðs, sem undirritað hafa samningsviðauka þennan, og ákveðið hafa að gera frekari ráðstafanir til að tryggja sameiginlega framkvæmd tiltekinna réttinda og frelsis með tilstuðlan samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur samningurinn),
hafa orðið ásátt um eftirfarandi:
2. Heimilt er að vísa útlendingi brott áður en hann hefur neytt réttinda sinna samkvæmt a-, b- og c-lið 1. tölul. þessarar greinar þegar slík brottvísun er nauðsynleg vegna allsherjarreglu eða á grundvelli þjóðaröryggis.
2. Réttur þessi getur verið háður undantekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál viðkomandi manns á frumstigi af æðsta dómi, eða hann var sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi.
2. Ákvæði undanfarandi töluliðar skulu ekki vera því til fyrirstöðu að málið sé endurupptekið í samræmi við lög og sakamálaréttarfar viðkomandi ríkis ef fyrir hendi eru nýjar eða nýupplýstar staðreyndir, eða ef megingalli hefur verið á fyrri málsmeðferð sem gæti haft áhrif á niðurstöðu málsins.
3. Óheimilt er að víkja frá þessari grein með skírskotun til 15. gr. samningsins.
2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviðaukinn öðlast gildi gagnvart slíku landssvæði fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá því að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.
3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt undanfarandi tveimur töluliðum má afturkalla eða breyta fyrir hvert það landsvæði sem þar er tilgreint með tilkynningu til aðalframkvæmdastjórans. Afturköllunin eða breytingin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.
4. Yfirlýsing, sem gerð er samkvæmt þessari grein, skal talin gerð í samræmi við 1. tölul. 63. gr. samningsins.
5. Heimilt er að skoða landsvæði sérhvers ríkis, sem þessi samningsviðauki tekur til samkvæmt fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki ríkisins, og hvert það landsvæði, sem þessi samningsviðauki tekur til samkvæmt yfirlýsingu ríkisins í samræmi við þessa grein, sem aðgreind landsvæði að því er varðar vísun til landsvæðis ríkis í 1. gr.
2. Þrátt fyrir það skal sá réttur einstaklinga til málskots, sem viðurkenndur er samkvæmt 25. gr. samningsins, eða viðurkenning á bindingu á lögsögu dómsins samkvæmt yfirlýsingu í samræmi við 46. gr. samningsins ekki gilda um þennan samningsviðauka nema viðkomandi ríki hafi gefið yfirlýsingu um að það viðurkenni slíkan rétt eða lögsögu að því er tekur til 1. til 5. gr. þessa samningsviðauka.
2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar lýsir samþykki sínu við að vera bundið af samningsviðaukanum, skal hann öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru tveir mánuðir frá afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjalsins.