Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Félagið skal samtímis birta yfirlit um fiskbirgðir í landinu.
Yfirfiskimatsmenn skulu afhenda Fiskifélaginu afrit af hverju farmskírteini fiskjar, sem matsmaður hefur ritað á vottorð. Þessi afrit skulu þeir senda með fyrstu ferð og jafnframt fela undirmatsmönnum, sem undirskrifa í umboði þeirra, að gera hið sama.
Á afriti farmskírteinisins skal tilgreina ákvörðunarstað vörunnar. Ef hann er ekki tilgreindur, skal sendandi tilkynna félaginu svo fljótt sem unnt er, hver viðtökustaðurinn varð.
Útflytjendur skulu, svo fljótt sem unnt er, afhenda félaginu afrit af sölureikningi með tilgreindu vörumagni og verði.
Á reikningnum skal tilgreina þann þunga, sem tilkynntur er þeirri stofnun, sem fjallar um innflutningsskýrslur í hlutaðeigandi landi.
Til bráðabirgða skulu útflytjendur láta umboðsmenn sína erlendis síma Fiskifélaginu magn aflans þegar, er salan hefur farið fram, frá Bretlandi það magn í enskum vættum (cwts.), sem tilkynnt er fiskimálaráðuneyti þar, en frá öðrum löndum þunga talinn í kg.
Nú er varan seld beint af framleiðendum í erlend skip, sem kaupa fyrir eigin reikning, og skulu þá umboðsmenn hins erlenda skips gefa skýrslu um vörumagn og verð, sundurliðaða á þann hátt, sem félagið fyrirskipar.
Af öllum öðrum sjávarafurðum eða vörum, sem að nokkru eða öllu leyti eru unnar úr þeim, skal [tollstjóri]1) á útflutningsstaðnum halda eftir einu eintaki af útflutningsskýrslu um vöruna og senda Fiskifélaginu með fyrstu ferð.
Tregðist nokkur við að láta í té skýrslu, sem Fiskifélagið hefur krafið um, setur félagið honum hæfilegan frest til þess að hafa skilað skýrslunni, en að frestinum liðnum má þröngva honum til þess með dagsektum, [sem Fiskifélagið ákveður, og má fullnægja kröfu um þær með fjárnámi].2)
Sektir allar renna í ríkissjóð.