Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.
Bókhald sjóðsins skal vera hjá ríkisbókhaldi. Að öðru leyti er stjórn sjóðsins heimilt að ráða starfsfólk eða semja við annan aðila um að sjá um störf þau sem nauðsynlegt er að vinna til að tryggja starfrækslu sjóðsins.
Tryggingafræðingurinn skal athuga sérstaklega hvort hann telur sjóðinn þess megnugan að greiða uppbætur á elli-, örorku- og makalífeyri, sbr. 14. gr. Skal hann gera tillögur um að hve miklu leyti kaupgjaldshækkanir á næsta 5 ára tímabili skuli hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur, og hafa í því efni hliðsjón af niðurstöðu athugana sinna á fjárhag sjóðsins ásamt heildarútgjöldum hans til þeirra tegunda lífeyris er að ofan greinir.
Telji tryggingafræðingurinn, með hliðsjón af kaupgjaldsþróun og öðrum atriðum sem máli skipta, athugun sína leiða í ljós að fjárhagur sjóðsins sé svo ótryggur að við svo búið megi ekki standa, skal hann gera tillögur til sjóðstjórnar um aðgerðir til eflingar sjóðnum.
1)Nú l. 43/1993.2)L. 86/1987, 1. gr.3)L. 33/1992, 1. gr.4)L. 21/1995, 1. gr.5)L. 128/1996, 1. gr.
1)Nú l. 75/1981.
1)L. 86/1987, 2. gr.2)L. 33/1992, 2. gr.3)L. 128/1996, 2. gr.
[Iðgjald skal greiða af öllum launatekjum starfsmanna, hverju nafni sem nefnast, og gera upp mánaðarlega. Nú eru laun greidd vikulega, og skal þá mánaðarlegt uppgjör miðast við þær vikur, fjórar eða fimm, sem lýkur í mánuðinum.
Stjórn sjóðsins setur reglur um við hvaða tekjur skuli miða iðgjöld þeirra sjóðfélaga sem ekki eru launþegar.]1)
Launagreiðanda ber að halda iðgjöldum launþega eftir af launum hans og standa sjóðnum skil á þeim mánaðarlega ásamt eigin iðgjaldahluta. Þeir sjóðfélagar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, sbr. 7. gr., skulu á sama hátt standa skil á iðgjaldi sínu mánaðarlega.
Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar.
[Dragist lengur en 20 daga fram yfir gjalddaga að iðgjöldum sé skilað er stjórn sjóðsins heimilt að innheimta vangoldin iðgjöld með vanskilavöxtum, sem Seðlabanki Íslands heimilar innlánsstofnunum hæsta að taka, frá gjalddaga.]2)
Þeir sem eiga stig í sjóðnum, sbr. 9. gr., teljast sjóðfélagar.
Sjóðfélagar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins með öðru en iðgjöldum sínum.
[Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, að lífeyrissjóðurinn taki við viðbótariðgjaldi sem greitt verði umfram iðgjald skv. 1. mgr.]3)
Til grundvallar stigaútreikningi skal grundvallarfjárhæð í janúar 1996 vera 49.084 kr. og breytist hún mánaðarlega í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá 174,2 stigum. Verði grundvöllur þessi að dómi sjóðstjórnar ónothæfur mælikvarði skal hún ákveða annan stigagrundvöll, svo og tengingu hans við fyrri grundvöll. Sama gildir ef stigagrundvöllur, sem ákveðinn hefur verið af sjóðstjórn, reynist síðar ónothæfur.
Stig ársins reiknast þannig að deilt skal í tíföld iðgjöld, sem greidd hafa verið vegna hlutaðeigandi sjóðfélaga, með grundvallarlaunum ársins skv. 2. mgr. Við útreikning lífeyris reiknast áunnin stig að fullu. Ef um maka- eða örorkulífeyri er að ræða skal reikna að fullu stig þeirra 30 ára sem hagstæðust eru fyrir sjóðfélagann, en að hálfu stig þeirra ára sem afgangs verða. Þó skal aldrei miða við færri stig en áunnin eru.
Ekki skal reikna stig fyrir tíma eftir lok þess mánaðar er sjóðfélagi nær 70 ára aldri.
Stig skulu reiknuð með þremur aukastöfum.
Verði iðgjöld ekki reiknuð í stig, sbr. 4. mgr., fer um endurgreiðslu þeirra eftir ákvæðum 16. gr.]1)
Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af meðaltali grundvallarlauna næstu 60 mánuði áður en taka lífeyris hefst og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda, sem sjóðfélaginn hefur áunnið sér, margfölduðum með 1,8.
Heimilt er sjóðfélaga að hefja töku ellilífeyris áður en hann nær 70 ára aldri, þó ekki fyrr en frá 67 ára aldri. Skal þá upphæð ellilífeyris lækka frá því sem í 2. mgr. segir um 1/2% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 70 ára aldur er taka hans hefst.
Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris allt til 75 ára aldurs og hækkar þá upphæð ellilífeyris vegna réttinda sem áunnin voru fram til 70 ára aldurs um 1/2% fyrir hvern mánuð sem töku hans er frestað.
Haldi sjóðfélagi áfram að ávinna sér réttindi eftir að hann hefur hafið töku ellilífeyris skulu stig hans reiknuð á ný er hann hefur náð 75 ára aldri, en reikna skal með sama meðaltali launa, sbr. 2. mgr., og gert var við fyrri úrskurð.
Hámark örorkulífeyris miðast við áunninn lífeyrisrétt skv. 10. gr. að viðbættum lífeyri er svarar til þess stigafjölda sem sjóðfélaginn hefði áunnið sér fram til 70 ára aldurs miðað við meðaltal stiga hans næstu þrjú almanaksárin fyrir orkutapið. Telji sjóðstjórnin þetta þriggja ára meðaltal vera sjóðfélaganum óhagstætt vegna sjúkdómsforfalla eða atvinnuleysis er henni heimilt að leggja til grundvallar meðaltal stiga fleiri ár aftur í tímann og sleppa úr meðaltalinu því almanaksári sem lakast er. Eigi sjóðfélaginn jafnframt rétt á örorkulífeyri úr öðrum sjóði skal hann því aðeins fá lífeyri úr þessum sjóði vegna ókomins tíma að hann hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs. Ef rekja má orkutapið til ofneyslu áfengis, deyfi- eða fíknilyfja skal ekki reikna réttindi vegna ókomins tíma.
Örorkulífeyrir er sami hundraðshluti af hámarksörorkulífeyri og orkutapið er metið, sbr. þó 1. mgr.
Skylt er öryrkja, sem sækir um örorkulífeyri úr sjóðnum eða nýtur slíks lífeyris, að láta stjórn sjóðsins í té allar þær upplýsingar um heilsufar sitt og atvinnutekjur sem nauðsynlegar eru til að dæma um rétt hans til lífeyris.
Stjórn sjóðsins skal lækka eða fella niður örorkulífeyri þeirra öryrkja sem fá starfsorku sína aftur að nokkru eða öllu leyti. Sömuleiðis ber henni að hækka örorkulífeyrinn ef örorkan vex til muna og án sjálfskaparvíta frá því sem hún var metin við fyrri ákvarðanir, enda hafi sjóðfélaginn á þeim tíma, er örorkan óx, ekki verið í starfi er veitti honum lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði.
Örorkulífeyrir fellur niður við 70 ára aldur. Ellilífeyrir skal þá ákveðinn þannig, að auk áunninna stiga skal reikna að þeim hluta, er hundraðshluti örorku segir til um, stig, sem við úrskurð örorkulífeyris voru reiknuð sjóðfélaganum fram til 70 ára aldurs. Aldrei skal þó slík viðbót við áunnin stig vera meiri en svo, að heildarstigafjöldi hvert almanaksár verði hærri en almennt tíðkast í starfsgrein hlutaðeigandi sjóðfélaga.
Láti sjóðfélaginn eftir sig barn innan 18 ára aldurs, sem hann hefur átt með eftirlifandi maka sínum, skal þó makalífeyrir veittur án tillits til hjúskapartíma og aldurs sjóðfélaga og maka hans. [Kjörbarn þeirra skapar sama rétt.]1) Ennfremur skal makalífeyrir veittur án tillits til hjúskapartíma og aldurs sjóðfélaga og maka hans ef tryggingayfirlæknir telur makann vanta 50% eða meira á fulla starfsorku.
Nú andast sjóðfélagi, sem uppfyllir skilyrði 1. mgr. um iðgjaldagreiðslutíma, en maki hans fær ekki úrskurðaðan makalífeyri samkvæmt framangreindum ákvæðum og skal makalífeyrir þá engu að síður greiddur í 24 mánuði eftir fráfall sjóðfélagans.
Nú lætur sjóðfélagi ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans, ógift systir eða annar ógiftur aðili hefur sannanlega annast heimili hans um árabil fyrir andlát hans, og er þá stjórn sjóðsins heimilt að greiða hlutaðeigandi makalífeyri svo sem um ekkju eða ekkil væri að ræða. Á sama hátt er sjóðstjórn heimilt að greiða sambúðarmanni eða sambúðarkonu lífeyri í samræmi við ákvæði 2. og 3. mgr.
Upphæð makalífeyris er hundraðshluti af meðaltali grundvallarlauna næstu 60 mánuði, áður en taka hans hefst, og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stigafjölda sem sjóðfélaganum er reiknaður.
Auk áunninna stiga skal telja með þau stig sem ætla má að sjóðfélaginn hafi áunnið sér fram til 70 ára aldurs, reiknuð í samræmi við ákvæði 2. mgr. 11. gr. en þó skal aldrei miða meðaltal stiga við fleiri almanaksár en þau sem sjóðfélaginn hefur greitt iðgjöld. Hafi sjóðfélaginn notið örorkulífeyris úr sjóðnum skal reikna stig frá þeim tíma er honum var veittur örorkulífeyrir og til þess tíma er makalífeyrir er veittur, í samræmi við stig þau sem lögð voru til grundvallar örorkulífeyri. Veiti dauðsfallið hinum eftirlifandi maka jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum sjóði skal hann því aðeins fá lífeyri úr þessum sjóði vegna ókomins tíma að hann hafi síðast greitt iðgjöld til þessa sjóðs.
Ekkja eða ekkill samkvæmt þessari grein telst ekki sá sem skilinn var við sjóðfélagann að borði og sæng fyrir andlát hans. Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný en gengur aftur í gildi ef síðara hjónabandinu er slitið án réttar til lífeyris.
Veiti fráfall sjóðfélagans börnum jafnframt rétt til lífeyris úr öðrum lífeyrissjóði skal lífeyrir úr þessum sjóði þá bundinn því skilyrði að sjóðfélaginn hafi síðast greitt iðgjald til þessa sjóðs.
Ef barnið á foreldri eða kjörforeldri á lífi, er sér um framfærslu þess, er samanlagður lífeyrir þess frá almannatryggingum og fullur lífeyrir úr þessum sjóði 50% hærri en barnalífeyrir almannatrygginga. Að öðrum kosti er hinn samanlagði lífeyrir tvöfaldur barnalífeyrir almannatrygginga, en þó skal fullur lífeyrir úr sjóðnum í slíku tilviki aldrei vera lægri en verða mundi ef foreldri eða kjörforeldri sæi um framfærslu barnsins. Fullur barnalífeyrir greiðist ef árleg stig, áætluð í samræmi við 6. mgr. 12. gr., eru a.m.k. 0,5. Séu áætluð árleg stig færri lækkar barnalífeyrir frá sjóðnum hlutfallslega og fellur niður ef árlegur stigafjöldi er minni en 0,1.
Sama rétt öðlast börn og kjörbörn þeirra sjóðfélaga er njóta örorkulífeyris úr sjóðnum vegna 100% örorku. Við ákvörðun lífeyrisfjárhæðar sjóðsins skal þó ávallt reikna með að örorka samkvæmt almannatryggingalögum sé einnig 100%. Sé örorka skv. 11. gr. metin lægra en 100% skal barnalífeyrir sjóðsins vera hlutfallslega lægri.
Fósturbörn og stjúpbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, skulu eiga rétt á barnalífeyri. Skulu lífeyrisgreiðslur sjóðsins vegna slíkra barna vera hinar sömu og verða mundu ef um börn eða kjörbörn væri að ræða.
Verði gerð breyting á grundvelli eða á útreikningi neysluverðsvísitölunnar skal ráðherra, að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins, ákveða með hvaða hætti lífeyrir samkvæmt fyrrnefndum greinum skuli verðtryggður þaðan í frá.]1)
Falli iðgjaldagreiðslur niður skulu áunnin stig geymd nema krafist sé endurgreiðslu iðgjalda skv. 16. gr. eða flutnings réttinda til annars lífeyrissjóðs skv. 17. gr.
Réttur til elli-, örorku- og makalífeyris fellur ekki niður þótt sjóðfélagi hætti iðgjaldagreiðslu. Rétturinn miðast þá einungis við áunnin geymd stig.
Fé sem yfirfært kann að vera úr öðrum lífeyrissjóði veitir ekki víðtækari endurgreiðslurétt en gildir í sjóðnum sem það er yfirfært úr. Að öðru leyti setur stjórn sjóðsins um það reglur, að fengnum tillögum tryggingafræðings síns, með hvaða kjörum hún heimilar flutning réttinda úr öðrum sjóði til þessa sjóðs.
[Nú nær lífeyrisgreiðsla ekki fjárhæð er svarar til a.m.k. eins stigs réttinda og fyrirsjáanlegt er að um sameiningu við önnur réttindi verður ekki að ræða og er þá stjórn sjóðsins heimilt að inna greiðsluna af hendi í einu lagi samkvæmt reglum í samræmi við tillögur tryggingafræðinga.]1)
Hafi lífeyrisgreiðslu ekki verið vitjað í 5 ár getur stjórn sjóðsins úrskurðað að réttur til hennar falli niður, og rennur þá fjárhæðin til sjóðsins.
Ráðherra er enn fremur heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga með reglugerð.]1)
1)Sjá einnig l. 86/1987, brbákv.