Örnefnanefnd skal svo fljótt sem henni er mögulegt, eftir að henni hafa borist beiðnir um nafnfesti á býlum eða þorpum eftir 5. og 7. gr. senda ráðherra rökstuddar tillögur um málið. Nú telur ráðherra nafntökunni ekkert til fyrirstöðu, og gefur hann þá út leyfisbréf til nafntökunnar. Nú telur örnefnanefnd ekki rétt að lögfesta nafn, sem um er beðið á nýbýli, og skal hún þá tilkynna það umsækjanda og jafnframt benda honum á þrjú nöfn, sem hann megi velja á milli á býli sitt. Hafi umsækjandi ekki innan sex mánaða valið eitt þeirra eða nýtt nafn, sem nefndin fellst á, og tilkynnt það örnefnanefnd, sendir örnefnanefnd öll gögn viðvíkjandi málinu til ráðherra, og úrskurðar hann, hvert nafn býlið skuli fá, og gefur út fyrir því leyfisbréf. [Leyfisbréfið sendir ráðherra [þinglýsingarstjóra]1) til þinglýsingar og skal dómari skýra þinglýstum veðhöfum frá nafnbreytingunni, ef þeir eru kunnir.]2) Eigi má taka við skjölum til þinglestrar viðvíkjandi fasteign, sem hefur ekki fengið viðurkennt nafn samkvæmt lögum þessum. Sýslumaður innheimtir lögboðið þinglestrargjald hjá eiganda býlisins. Birta skal árlega í B-deild Stjórnartíðindanna skrá um nöfn þau, sem leyft hefur verið að taka upp á árinu. Svo skal og, er lög þessi hafa tekið gildi, birta skrá yfir nöfn þau, er leyfð hafa verið á eldri býlum og ekki eru talin í fasteignabók 1942 og ekki hafa þegar verið birt.
1)L. 92/1991, 29. gr.2)L. 22/1978, 1. gr.