Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Brunamálastofnun ríkisins skal hlutast til um að farið sé í hvívetna eftir lögum og reglugerðum um brunavarnir og brunamál.
Brunamálastofnun ríkisins ber að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir til þess að geta gert sér grein fyrir ástandi mála, hvenær sem þurfa þykir, með fullri vitneskju og í sem bestri samvinnu við hlutaðeigandi brunamálayfirvöld.
Önnur helstu verkefni Brunamálastofnunar ríkisins eru:
Ráðherra getur með reglugerð1) kveðið nánar á um verkefni, svo og starfshætti Brunamálastofnunar.
1)Rg. 195/1994.
Stjórn Brunamálastofnunar skal hafa eftirlit með rekstri og starfsemi stofnunarinnar og að fylgt sé ákvæðum laga og reglna sem um stofnunina gilda. Stjórnin skal móta stefnu stofnunarinnar í samráði við brunamálastjóra, m.a. með því að samþykkja starfs- og fjárhagsáætlun fyrir eitt ár í senn. Stjórnin ber ábyrgð gagnvart ráðherra.
Ráðherra skipar brunamálastjóra til [fimm]1) ára í senn að fengnum tillögum stjórnar Brunamálastofnunar. Hann skal veita stofnuninni forstöðu og bera ábyrgð gagnvart stjórninni. Hann ræður starfsmenn Brunamálastofnunar og taka þeir laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Brunamálastjóri skal vera arkitekt, verkfræðingur eða tæknifræðingur eða með aðra sambærilega menntun á háskólastigi og hafa sérþekkingu á brunamálum.
Sveitarstjórnir geta haft samvinnu sín á milli um brunavarnamál sveitarfélaga. Um þá samvinnu skulu gilda ákvæði IX. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986.
[Ráðherra]1) getur, að fenginni umsögn Brunamálastofnunar, undanþegið sveitarfélag skyldu til að halda uppi sérstökum brunavörnum berist rökstudd beiðni um slíkt frá sveitarstjórn.
Í reglugerð skal kveða á um lágmarkskröfur varðandi tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða, svo og vatnsnotkun til slökkvistarfa.
Sveitarfélögum ber að sjá um að nægilegt vatn og vatnsþrýstingur sé fyrir hendi til slökkvistarfs og fyrir sérstakan slökkvibúnað í þéttbýli, t.d. úðakerfi í meiri háttar byggingum. Í þeim sveitarfélögum, þar sem vatnsöflun er erfið, er þó heimilt að leita annarra lausna til að tryggja nauðsynlegar brunavarnir.
Við skipulag byggðar og staðsetningu slíkra bygginga í sveitarfélagi ber að taka fullt tillit til ofangreindra þátta.
Tæki og búnað slökkviliðs má einungis nota til slökkvi- og björgunarstarfs nema slökkviliðsstjóri heimili annað.
Sveitarstjórn skipar menn í slík slökkvilið eftir tillögum slökkviliðsstjóra. Um þóknun fyrir störf í slökkviliði fer eftir ákvörðun sveitarstjórnar að höfðu samráði við samtök slökkviliðsmanna.
[Í sveitarfélögum, þar sem slökkvilið er skipað fastráðnum starfsmönnum, má takmarka skyldur skv. 1. og 2. mgr. eða fella þær niður.
Slökkviliðsstjóra er skylt að sjá um að slökkviliðsæfingar séu haldnar eins oft og áskilið er í reglugerð.]1)
[Ráðherra]1) setur nánari ákvæði um grunnnám og aðra menntun slökkviliðsmanna í reglugerð.]2)
Kostnaður við slíka aðstoð telst til brunavarnakostnaðar þess sveitarfélags sem aðstoðar nýtur. Verði ágreiningur um kostnað skal hann ákveðinn af dómkvöddum mönnum. Héraðsdómari í því umdæmi, sem aðstoð veitir, útnefnir matsmenn.
Brunamálastofnun getur bannað sölu byggingarefnis, tækis og annars varnings sem stofnunin telur geta valdið hættu á brunatjóni eða ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir eða fullnægjandi brunatæknilegar upplýsingar fást ekki um. Lögreglu er skylt að aðstoða við slíkar aðgerðir ef þörf krefur.
Brunamálastofnun skal halda skrá yfir þær viðurkenningar sem veittar eru á grundvelli 1. mgr., svo og það sem bannað er á grundvelli 2. mgr. Brunamálastofnun ber að senda slíka skrá reglulega til slökkviliðsstjóra, byggingarfulltrúa, hönnuða og annarra er þess óska.
Forráðamanni mannvirkis er skylt að sjá til þess að það fullnægi kröfum um brunavarnir fyrir þá starfsemi sem í mannvirkinu fer fram á hverjum tíma.
Eigandi og/eða forráðamaður mannvirkis ber fulla ábyrgð á eigin brunavörnum, að þær séu virkar og því að haft sé reglubundið eftirlit með þeim. Jafnframt er þeim skylt að hlíta fyrirmælum eftirlitsmanna sveitarfélaga og opinberra stofnana um úrbætur sem eiga sér stoð í gildandi lögum og reglugerðum um brunavarnir og brunamál, byggingarmál, öryggismál og hollustuhætti.
Skylt er að láta fara fram sérstaka brunahönnun á mannvirki þegar um er að ræða nýbyggingu þar sem af fyrirhugaðri starfsemi stafar sérstök eldhætta eða þar sem margir starfa, koma saman eða dveljast eða þar sem hætta er á stórfelldu eignatjóni í eldsvoða. Skal hún fullnægja þeim kröfum sem gildandi byggingarreglugerð og reglugerð um brunavarnir og brunamál mæla fyrir um.
Sé um að ræða mannvirki sem þegar er byggt og í rekstri og þar sem af fyrirhugaðri starfsemi stafar sérstök eldhætta eða þar sem margir starfa, koma saman eða dveljast eða þar sem hætta er á stórfelldu eignatjóni í eldsvoða skal slökkviliðsstjóri eða byggingarfulltrúi gera úttekt á brunavörnum þess, m.a. með tilliti til viðvörunar- og slökkvibúnaðar, leggja hana fyrir eiganda eða forráðamann og senda síðan til vátryggingafélaga og Brunamálastofnunar. Sé brunavörnum slíks mannvirkis í veigamiklum atriðum ábótavant hafa slökkviliðsstjóri eða byggingarfulltrúi heimild til að fara fram á að gerð sé brunatæknileg hönnun eða úttekt á mannvirkinu.
Séu breytingar gerðar á mannvirki, eða starfsemi þess breytt þannig að gerðar eru nýjar eða auknar kröfur um brunavarnir í þeim, er eiganda eða forráðamanni skylt að fá til þess samþykki byggingarnefndar og slökkviliðsstjóra og jafnframt að gera viðeigandi ráðstafanir til að kröfum um brunavarnir sé fullnægt fyrir hið breytta mannvirki eða hina breyttu starfsemi.
Brunamálastofnun getur að höfðu samráði við sveitarfélag lagt svo fyrir að í mannvirkjum, sbr. 5. mgr., séu gerðar sérstakar ráðstafanir til brunavarna, t.d. með uppsetningu á sérhæfðum búnaði til viðvörunar- og slökkvistarfs og þjálfun tiltekinna starfsmanna í brunavörnum og slökkvistarfi.
Eiganda eða forráðamanni mannvirkis og tryggingafélagi ber að gera viðeigandi ráðstafanir til björgunar verðmæta eftir bruna.
Að lokinni rannsókn sendir lögreglan afrit af rannsóknargögnum til Brunamálastofnunar, hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra og vátryggingafélags nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum.]2)
1)Sbr. þó ákvæði l. 130/1997, 16. gr.2)L. 15/1997, 5. gr.
Fjármagn til þessara styrkveitinga má nema allt að 5% brunavarnagjaldsins á hverju ári. Ráðherra ákveður hversu hátt þetta hlutfall skal vera hverju sinni og setur nánari ákvæði um styrki þessa í reglugerð.1)
1)Rg. 138/1993, sbr. 471/1995 og 190/1996.
Slökkviliðsstjóra og eftirlitsmönnum hans skal heimill aðgangur að atvinnu- og stofnanahúsnæði og öðrum þeim vinnustöðum þar sem eftirlits er þörf.
Við áhættumat einstakra mannvirkja mega vátryggingafélög setja álag á brunatryggingaiðgjöld húsa þegar og meðan fyrir liggur að eigandi hefur ekki sinnt kröfum slökkviliðsstjóra um úrbætur skv. 1. mgr.
Að fengnu samþykki sveitarstjórnar getur slökkviliðsstjóri í samráði við lögreglustjóra ákveðið að framkvæmdar verði nauðsynlegar úrbætur á kostnað eiganda eða forráðamanns eða ákveðið dagsektir uns úr verður bætt. Dagsektir renni til sveitarsjóðs.
Ef almannahætta stafar af því að settum reglum um brunavarnir er ekki fylgt ber slökkviliðsstjóra eða lögreglustjóra að tilkynna það tafarlaust hlutaðeigandi sveitarstjórn. Að því loknu skal lögreglustjóri stöðva rekstur í viðkomandi mannvirki og loka því þar til úr hefur verið bætt með fullnægjandi hætti að mati þessara aðila.
Ef upp kemur ágreiningur á milli slökkviliðsstjóra og sveitarstjórnar annars vegar og eiganda eða forráðamanns hins vegar um úrræði þau sem mælt er fyrir um í 1. eða 3. mgr. ber að vísa þeim ágreiningi tafarlaust til Brunamálastofnunar sem fellir úrskurð í málinu.
Telji Brunamálastofnun að sveitarstjórn gegni ekki skyldu sinni samkvæmt lögum þessum ber stofnuninni að undangenginni viðvörun til sveitarstjórnar að tilkynna það [ráðuneytinu]1) sem veita skal sveitarstjórn áminningu og skora á hana að bæta úr vanrækslunni. Verði sveitarstjórn eigi við áskorun ráðuneytisins innan frests sem það tiltekur getur ráðuneytið með lögsókn krafist dagsekta af sveitarstjórn þar til úr hefur verið bætt. Dagsektir þessar skulu renna í ríkissjóð.
1)Rg. 195/1994, 196/1994, 198/1994, 200/1994 og 245/1994.
Ákvæði 2. mgr. 3. gr. um tímabundna skipun brunamálastjóra tekur ekki til núverandi brunamálastjóra.
Við gildistöku laga þessara skal félagsmálaráðherra skipa nýja stjórn Brunamálastofnunar ríkisins í samræmi við 1. mgr. 3. gr. Umboð núverandi stjórnar fellur niður um leið og ráðherra hefur skipað hina nýju stjórn.