Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Kjörtímabil stjórnarinnar er fjögur ár.
Hún ræður sjóðnum framkvæmdastjóra, sem annast bókhald fyrir sjóðinn og daglega afgreiðslu á vegum hans eftir nánari fyrirmælum stjórnarinnar. Samþykki stjórnarinnar þarf fyrir ráðningu aðstoðarfólks. Hún ákveður laun starfsfólks í samræmi við launagreiðslur starfsmanna ríkisins, eftir því sem við getur átt.
Stjórninni er heimilt að semja við stjórn Bjargráðasjóðs Íslands um sameiginlega framkvæmdastjórn og afgreiðslu fyrir Lánasjóð sveitarfélaga og Bjargráðasjóð Íslands.
Ráðherra ákveður þóknun til stjórnarnefndarmanna fyrir störf þeirra.
Allur kostnaður við rekstur sjóðsins greiðist úr sjóðnum.
Framlag Jöfnunarsjóðs greiðist þannig: Þriðjungur fyrir 1. maí, þriðjungur fyrir 1. september og eftirstöðvarnar fyrir 1. desember.]1)
Nú hrekkur ráðstöfunarfé sjóðsins, sbr. 5.--6. gr., ekki til þess að greiða úr lánaþörfinni samkvæmt áætlun sjóðsstjórnar, og skal stjórnin þá beita sér fyrir útvegun þess fjármagns, sem á vantar, í samráði við ráðherra og stjórn Seðlabanka Íslands.
Umsókn til sjóðsstjórnar skulu fylgja eftirtalin gögn:
1)Nú l. 8/1986.
Fjárhæð þeirra ábyrgða, sem sjóðsstjórnin tekst á hendur vegna rekstrarlána sveitarfélaga, skal háð því, hve mikið sjóðurinn á í handbæru fé. Nánari ákvæði um hlutfallið á milli handbærs fjár og samanlagðra rekstrarlánaábyrgða setur ráðherra.
Fjárhæð stofnlána má vera allt að 75% af áætluðu kostnaðarverði hlutaðeigandi framkvæmda, sem sveitarsjóði er ætlað að leggja fram.
Sjóðsstjórnin ákveður lánstíma í hverju einstöku tilfelli, en lánstími má þó aldrei vera lengri en 20 ár.
Gjöld samkvæmt grein þessari skulu greidd um leið og lán er afgreitt eða ábyrgð veitt.
[Skuldabréf fyrir lánum, sem sjóðurinn tekur og veitir, skulu undanþegin stimpilgjöldum.]1)
Ársreikningar sjóðsins skulu gerðir fyrir janúarlok ár hvert.
Fjármálaráðherra skipar tvo endurskoðendur til þess að endurskoða reikninga sjóðsins, annan án tilnefningar, og skal hann vera löggiltur, en hinn eftir tilnefningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skulu þeir hafa lokið endurskoðun reikninga sjóðsins fyrir marslok ár hvert.
Að endurskoðun lokinni afgreiðir stjórn sjóðsins reikningana til félagsmálaráðherra, sem úrskurðar þá.
Reikninga sjóðsins skal birta í B-deild Stjórnartíðinda.