Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Yfirdýralæknir skal vera ráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að dýrasjúkdómum og framkvæmd laganna.
Héraðsdýralæknar skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með og vinna að bættu heilsufari dýra og fylgjast með heilbrigðisástandi þeirra og vera á verði gegn nýjum dýrasjúkdómum er kunna að berast til landsins eða milli sóttvarnarsvæða.
Dýr: Öll dýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar.
Dýrasjúkdómur: Smitsjúkdómur sem orsakast af völdum örvera eða sníkjudýra, efnaskiptasjúkdómur, erfðasjúkdómur, eitranir og aðrir sjúkdómar sem lög þessi ná til.
Gæludýr: Öll dýr sem haldin eru til afþreyingar.
Smitsjúkdómur: Sjúkdómur eða smit sem beint eða óbeint getur borist frá einu dýri til annars eða milli manna og dýra.
Sóttvarnarsvæði: Landsvæði sem afmarkast af varnarlínum, ám, vötnum, sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra.
Varnarlínur: Mörk sóttvarnarsvæða, þar með taldar girðingarlínur sem skiptast í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur.
Leiði rannsókn í ljós eða dýralæknir fær grun um að um sé að ræða smitsjúkdóm, sem tilgreindur er í viðauka 1 með lögum þessum eða smitsjúkdóm áður óþekktan hér á landi, skal dýralæknir án tafar tilkynna það yfirdýralækni. Jafnframt ber honum að grípa til varúðarráðstafana gegn útbreiðslu eða til útrýmingar sjúkdóminum, einnig að banna afhendingu dýrsins eða afurða þess og sjá um að einangra dýrið og önnur dýr sem kunna að bera smit, svo og nánasta umhverfi þeirra. Enn fremur skal hann sjá um að hlutir og vörur, sem komist hafa í snertingu við dýrið, verði sótthreinsuð eða þeim eytt og að aflífa dýrið eða gera aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar teljast. Eigendum dýra er skylt að veita alla nauðsynlega aðstoð vegna varúðarráðstafana sem framkvæmdar eru á grundvelli þessarar málsgreinar.
Sé hins vegar um að ræða sjúkdóm sem tilgreindur er í viðauka 2 skal dýralæknir hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og málið tilkynnt að því marki sem nauðsynlegt er.
1)Rg. 24/1994.
1)Rg. 638/1997.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er landbúnaðarráðherra heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem taldar eru upp í a–c-liðum að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Um framkvæmd þessarar greinar fer eftir ákvæðum samningsins um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, að leyfa í rannsóknarskyni innflutning á vörutegundum sem upp eru taldar í a-lið 1. mgr. Ef hey eða hálmur er notað sem pökkunarefni fyrir aðra vöru sem flutt er inn og ekki er háð sérstöku leyfi má flytja heyið eða hálminn inn án leyfis ef telja má að slíkt pökkunarefni hafi ekki smithættu í för með sér. Þá getur ráðherra ákveðið með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vörutegundir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun.
Landbúnaðarráðherra er heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum vörum sem hætta telst á að smitefni geti borist með.]1)
Landbúnaðarráðherra ákveður með auglýsingu skiptingu varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur að fengnum tillögum dýrasjúkdómanefndar.
Þeir sem meðhöndla, geyma eða flytja hræ og sláturúrgang til eyðingar eða dauðhreinsunar eða ætla að nýta það til fóðurgerðar skulu afla sér heimildar yfirdýralæknis áður en starfsemin hefst.
Bætur ríkissjóðs svara til verðgildis afurða og rekstrartaps sem sannanlega leiðir af eyðingu dýranna. Heimilt er að víkja frá ákvæðum þessarar málsgreinar um bætur þegar fyrirskipaður er niðurskurður á kynbótagripum.
Sé unnt að nýta afurðir dýra að hluta eða í heild skal verðmæti þeirra afurða koma til frádráttar heildarbótagreiðslum. Ekki koma bætur fyrir dýr sem eru óveruleg að verðmæti, nema því aðeins að til þess liggi gildar ástæður.
Bótaskylda ríkissjóðs samkvæmt lögum þessum nær eingöngu til búfjár.
Bætur greiðast ekki ef dýr, sem flutt hafa verið til landsins, hafa sýkst af sjúkdómi áður en sex mánuðir eru liðnir frá innflutningi þeirra.
Því aðeins er landbúnaðarráðherra heimilt að leggja niður varnarlínur að fram hafi farið ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fengnum meðmælum dýrasjúkdómanefndar. Gefa skal aðliggjandi sveitarfélögum kost á að eignast girðingarnar endurgjaldslaust, enda taki þau ábyrgð á að girðing valdi ekki slysum eða tjóni.
Fjáreigendum, sem hafa heilbrigt sauðfé, ber skylda til að selja öll gimbrarlömb er þeir hafa til förgunar og hrútlömb eftir þörfum til þeirra fjáreigenda sem hafa fjárskipti skv. 1. mgr.
1)Rg. 583/1996. Rg. 579/1989, sbr. 411/1996. Augl. B 525/1996, sbr. 665/1997. Rg. 671/1997.
Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.
1)Eldri stjórnvaldsfyrirmæli sem hér er vísað til munu vera rg. 4/1942, sbr. 40/1943, 51/1944 og 72/1945, 104/1948, 190/1950, 20/1952, 76/1952, 135/1952, 14/1957, 209/1966, 35/1967, 226/1969, 27/1970, 414/1976, 290/1978, 423/1979, 290/1980, 444/1982, sbr. 340/1986, 556/1982, 393/1984, 429/1984, 340/1986, 96/1987 og 579/1989, sbr. 410/1992 og 212/1997; augl. 200/1960, 220/1960, 10/1964, 213/1966, 16/1967, 89/1968, 344/1972, 140/1982, 384/1984, 155/1987, 180/1988 og 226/1990; augl. A 97/1955.
1)Um viðauka þessa vísast til Stjtíð. A 1993, bls. 112–114.