Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Uppeldisstefnan er fagleg stefnumörkun. Þar skal kveðið á um uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans, gildi leiksins og meginstefnu varðandi starfshætti og innra gæðamat.
Menntamálaráðuneytið hefur uppeldisstefnu leikskóla stöðugt til endurskoðunar, sér um útgáfu hennar og breytingar þegar þörf er talin á.
1)Rg. 225/1995.
Leikskólastjóri ber ábyrgð á að gera áætlanir um uppeldisstarf leikskólans í samræmi við lög þessi. Leikskólastjóri skal árlega gera rekstraraðila grein fyrir starfsemi leikskóla.
Sveitarstjórn setur starfsfólki leikskóla erindisbréf í samræmi við lög þessi og reglugerð er sett verður samkvæmt þeim.