Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Bótaskylda ríkissjóðs gildir ekki gagnvart vátryggjanda, er bætur hefur greitt vegna tjónsins. Tjónþoli getur eigi heldur krafið ríkissjóð bóta að svo miklu leyti sem hann fær tjónið bætt af vátryggjanda.
Nú er bótakrafa eigi komin til ráðuneytisins innan eins árs frá því, að tjónið varð, og er þá bótaskylda ríkissjóðs niður fallin. Fyrningarfrestur á kröfum, sem til eru orðnar fyrir gildistöku laga þessara, telst þó frá gildistökudegi þeirra.