Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samábyrgðin skal hafa eftirlit með starfsemi bátaábyrgðarfélaganna og vera þeim til ráðuneytis um rekstur.
Ef stjórnarmaður forfallast, skal varamaður, tilnefndur af sama aðila, taka sæti hans. Skal annaðhvort aðalmaður eða varamaður vera búsettur í Reykjavík eða nágrenni.
Stjórnin velur sér formann og varaformann.
Ráðherra ákveður þóknun stjórnarinnar, en hún greiðist af Samábyrgðinni.
Stjórnarfundur er löglegur, ef þrír stjórnarmenn mæta, þar á meðal formaður eða varaformaður.
Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum máls, en ef atkvæði eru jöfn ræður atkvæði fundarstjóra.
Stjórnin ræður framkvæmdastjóra fyrir Samábyrgðina og ákveður verksvið hans. Framkvæmdastjóri má ekki eiga sæti í stjórn félagsins.
Í reikningum félagsins skulu koma fram tekjur og gjöld í hverri grein trygginga fyrir sig, enda skulu þeir vera í samræmi við þær reglur, sem Tryggingaeftirlitið setur.
...1)
Reikningarnir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, sem ráðherra skipar.
Stjórn Samábyrgðarinnar skal fyrir júnílok ár hvert senda ráðuneytinu og Tryggingaeftirlitinu reikninga félagsins fyrir næstliðið ár.
Hvert félag hefur rétt til að senda tvo fulltrúa á fundinn. Formaður og framkvæmdastjóri félags eru sjálfkjörnir fulltrúar, en ef þeir geta ekki mætt, ákveður stjórn félagsins, hverjir skuli mæta af þess hálfu.
Stjórn Samábyrgðarinnar og framkvæmdastjóri hafa rétt til að sitja fulltrúafundi.
Á fulltrúafundi skal kjósa tvo menn í stjórn Samábyrgðarinnar og tvo til vara, sbr. 3. gr. Við þá kosningu hefur hvert félag eitt atkvæði. Þá skal ræða og gera ályktanir um málefni trygginganna.
Að afloknum fulltrúafundi skal Samábyrgðin senda ráðuneytinu afrit af fundargerðinni.
Þegar Samábyrgðinni hefur verið tilkynnt, að vátryggt skip sé í veði fyrir láni, má eigi fella skipið úr tryggingu fyrir þá sök, að iðgjald sé eigi greitt, nema veðhafa hafi áður verið veittur hæfilegur frestur til að greiða iðgjaldið.
Þegar vátryggðar eignir eru veðsettar, nær veðrétturinn einnig til vátryggingarfjárins.
1)Rg. 338/1978, sbr. 188/1980, 72/1981, 42/1982, 452/1982, 262/1983, 723/1983, 181/1984, 186/1985, 163/1986, 151/1987, 261/1988 og 164/1990.