Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Það, sem ákveðið er í eftirfarandi greinum um lóðir, gildir einnig um önnur lönd í kaupstaðarlóðinni.
Áður en mælingamaður ákveður merki lóðar, skal hann gera eiganda hennar eða umboðsmanni hans, svo og eigendum nágrannalóða eða umboðsmönnum, ef kunnugt er um þá, enda séu þeir heimilisfastir á Akureyri eða þar staddir, viðvart með 3 sólarhringa fyrirvara um það, hvenær merki verði ákveðin. Er þeim rétt að sækja merkjastefnu, er halda skal á lóðinni, og segja mælingamanni til um lóðamörk. Ef menn verða ásáttir um lóðamörk, getur mælingamaður þess í dagbók sinni, enda er hún og þá lóðamerkjabók, ef þeim ber saman, lögsönnun fyrir stærð og legu lóðar.
Nú sækja eigendur lóða eða umboðsmenn þeirra eigi merkjastefnu, hvort sem því veldur, að eigi er kunnugt um þá, þeir eru fjarverandi eða neyta eigi réttar síns til að vera þar við, og ákveður mælingamaður þá merki eftir skýrslum þeirra lóðaeigenda, sem stefnuna hafa sótt, eða umboðsmanna þeirra, og öðrum gögnum.
Eigendur og umboðsmenn lóða, er eigi hafa sótt merkjastefnu, geta, ef þeir vilja eigi hlíta merkjasetningu, gert mælingamanni, innan 4 vikna eftir merkjastefnu, viðvart, og fer um dómsvald á ágreiningi lóðarmerkja, þegar svo stendur á, eftir lögum þessum.
1)Rg. 10/1969.
Ef skrásettri lóð er skipt í hluta, tvo eða fleiri, má eigi þinglýsa skjali eða skjölum um skiptinguna, nema því eða þeim fylgi vottorð byggingarnefndar um samþykki hennar á skiptingunni.