Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Beiðni um að farið skuli eftir lögum ríkisfestislandsins skal borin fram innan sex mánaða frá látinu, eða sé skiptum ekki lokið innan þess tíma, áður en skiptunum er lokið. Eftir að skiptum er lokið, getur sá, sem hefir tekið þátt í skiptunum, ekki borið fram slíka beiðni.
Ákvæðin í þessari grein um réttinn til arfs ná einnig til lögákveðins réttar eftirlifandi maka til setu í óskiptu búi, ef hinn látni lætur ekki eftir sig lögerfingja, og ennfremur til slíks réttar til meðlags af eignum dánarbús, sem erfingi á kröfu til umfram erfðahluta sinn samkvæmt lögunum í því ríki, sem hinn látni átti ríkisfesti í.
Nú á að framkvæma skipti eftir sænskan ríkisborgara samkvæmt slíkri kröfu, sem ræðir um í fyrstu málsgrein, og hefir þá eftirlifandi maki þann rétt til þess að taka handa sjálfum sér við skiptin fjármuni að ákveðinni verðupphæð, sem sænsk lög mæla fyrir um.
Á sama hátt skal dæma um það, hvort fjármunir, sem erfingi hefir þegið af arfleiðanda meðan hann var enn á lífi, skuli taldir fyrirframgreiðsla upp í arf.
Um réttinn til þess að gera ráðstafanir í arfleiðsluskrá varðandi óðalsrétt yfir fasteign (fideikommissariske Bestemmelser) eða aðrar ráðstafanir um slíka eign vegna ófæddra, skal einnig dæmt eftir lögunum í því ríki, sem eignin er í. Um réttinn til þess að gera slíkar ráðstafanir um annað en fasteignir gildir þessi samningur ekki.
Nú hefir eftirlifandi maki, sem er ríkisborgari í einhverju ríkjanna, setið í óskiptu búi, og skal nú skipta búinu, þá fer um búskiptin samkvæmt lögum þess ríkjanna, sem eftirlifandi maki er búsettur í, eða var búsettur í við lát sitt, og búskiptin skulu heyra undir dómstóla þess ríkis að svo miklu leyti, sem svo er fyrir mælt í lögum sama ríkis. Skiptameðferð búsins skal einnig ná til eigna, sem eru í einhverju hinna ríkjanna.
Með samþykki aðiljanna er þó hægt að höfða málið í einhverju hinna ríkjanna, nema skiptaréttur annist um búskiptin, skiptaforstjóri, eða skiptaráðandi (boutredningsman eða skifteman), tilnefndur af réttinum, eða málið varði sjálf skiptin á slíku búi. Dómstólamál um gildi arfleiðsluskrár, sem gerð hefir verið af einhverjum búsettum í Finnlandi eða Svíþjóð (testamentsklander), verður ekki höfðað í hinum ríkjunum. Sama gildir um mál, sem höfðað er til þess að reyna að ógilda skipti eftir einhvern, sem búsettur var í Finnlandi (klander).
Beiðnina má senda beint til hlutaðeigandi yfirvalds. Krefjast má fyrirframgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðarinnar, ef það telst nauðsynlegt. Skjölum, sem rituð eru á íslensku eða finnsku, skal fylgja löggilt þýðing á dönsku, norsku eða sænsku.
Nú hefir látið orðið í öðru ríki en búseturíki hins látna, og skulu þá þar eftirlátnar eignir, jafnvel þó engin beiðni komi fram um það, teknar til geymslu samkvæmt þeim fyrirmælum, sem gilda á staðnum.
Skrásett skip, eða flugvél, telst vera í því ríki, þar sem það á heimilisfang.
Sama gildir um úrskurð um réttindi eftirlifandi maka til setu í óskiptu búi.
Hin sérstöku ákvæði í 3. gr. og í 6. gr., 3. lið, í sama samningi um útivistardóma yfir stefndum, sem ekki mætti, gilda aðeins ef dómurinn varðar ábyrgð eftirlifandi maka, eða hinna einstöku erfingja, á skuldum hins látna.
Samningurinn gengur í gildi milli þeirra ríkja, er þá hafa fullgilt hann, 1. janúar eða 1. júlí næstan eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að minnst þrjú samningsríkjanna hafa afhent fullgildingarskjöl sín að samningnum. Með tilliti til þeirra ríkja, er seinna fullgilda samninginn, gengur hann í gildi 1. janúar eða 1. júlí næstan eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að fullgildingarskjalið var afhent.
Sérhvert samningsríki getur, gagnvart sérhverju hinna ríkjanna, sagt upp samningnum til þess að ganga úr gildi 1. janúar eða 1. júlí eftir að eitt ár er liðið frá uppsögninni.