Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Til þessarar menntunar telst:
Hlutverk starfsmenntaráðs er að úthluta styrkjum til starfsmenntunar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar samkvæmt lögum þessum.
Í starfi sínu skal starfsmenntaráð hafa samráð við og efla frumkvæði fræðslunefnda atvinnulífsins samkvæmt frekari ákvæðum í reglugerð.
Starfsmenntaráð skal, fyrir upphaf hvers úthlutunartímabils, ákveða forgangsröðun verkefna og skiptingu þeirra fjármuna sem til ráðstöfunar eru milli mismunandi verkefnaflokka.
Við upphaf úthlutunartímabils skal starfsmenntaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki til undirbúnings og/eða reksturs námskeiða og skal þar gerð grein fyrir forgangsröðun verkefna og skiptingu fjármuna fyrir yfirstandandi tímabil.
Starfsmenntaráð setur sér nánari starfsreglur að fengnu samþykki ráðherra.
Að öðru jöfnu er það forsenda styrkveitingar að tiltekinn hluti af beinum rekstrarkostnaði námskeiða sé borinn af þátttökugjöldum samkvæmt nánari ákvörðun starfsmenntaráðs.
Skólar hafa rétt til að sækja um styrki þegar um er að ræða samstarf við aðila, einn eða fleiri, sem taldir eru upp í 1. mgr.
Ráðherra skal heimilt að ráðstafa gögnum skv. 1. mgr. til frekari notkunar samkvæmt tillögum starfsmenntaráðs í samráði við höfundaréttarhafa.
Lögin skal endurskoða eigi síðar en þremur árum eftir gildistöku þeirra.