Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Utanríkisþjónustan annast í umboði forseta samningagerðir við önnur ríki, nema þar frá sé gerð undantekning í lögum eða forsetaúrskurði.
Þá skal utanríkisþjónustan einnig veita ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.
Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sér um daglegan rekstur þess ásamt öðrum starfsmönnum, [sem það er falið].1)
1)Forsetaúrsk. A 17/1994.
Ákveða skal með forsetaúrskurði, á hvaða stöðum skuli hafa sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur (sbr. 7. gr.).1)
Um ákvarðanir samkvæmt þessari grein skal hafa samráð við utanríkismálanefnd.
Fela má forstöðumanni sendiráðs og öðrum sendiráðsmönnum að annast ræðisstörf jafnframt öðrum störfum.
Aðalræðismenn veita aðalræðisskrifstofum forstöðu, ræðismenn veita ræðisskrifstofum forstöðu og vararæðismenn veita vararæðisskrifstofum forstöðu.
Auk þess starfa í utanríkisþjónustunni skjalavörður utanríkisráðuneytisins, bókarar, ritarar og annað starfsfólk eftir nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.
Þann tíma, er menn gegna störfum í utanríkisþjónustunni samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar, skulu þeir, eftir því sem við á, hlíta sömu reglum og fastir [starfsmenn]1) utanríkisþjónustunnar í samsvarandi störfum.
Utanríkisráðuneytið sér um skrásetningu allra samninga Íslands við önnur ríki og útgáfu þeirra.
Auk annarra starfa hefur skjalavörður ráðuneytisins að jafnaði með höndum umsjá bókasafnsins og skrásetningu og útgáfu samninga.
Heimilt er að veita fræðimönnum afnot af bókasafni ráðuneytisins að fengnu leyfi ráðherra.
Að öðru leyti gilda um starfsmenn utanríkisþjónustunnar lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eftir því sem við á. [Þó er heimilt að víkja frá ákvæði 7. gr. þeirra laga að því er varðar embættismenn í 1. flokki 8. gr. þessara laga.]1)
Ákvæði þessarar greinar taka ekki til kjörræðismanna.
1)Rg. 32/1987.
1)Rg. 134/1943 og 533/1994 (um vegabréf utanríkisráðuneytisins).