Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
[Sterkir drykkir teljast samkvæmt lögum þessum áfengi sem meira er í en 21% af vínanda að rúmmáli. Létt vín telst áfengi, annað en öl, sem í er minna af vínanda.]1)
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal þó einni heimilt að flytja inn vínanda sem fellur undir tollskrárnúmer 2207.1000.]1)
[Um meðferð áfengis í skipi, er kemur frá útlöndum, vörslu þess eða innsiglun, fer samkvæmt ákvæðum laga um tollheimtu og tolleftirlit.]1)
Fyrirmæli þessarar greinar taka til [loftfara],2) eftir því sem við á, en ná ekki til herskipa eða skemmtiferðaskipa.
Sé eigandi kunnur, skal tilkynna honum með fyrstu ferð um björgun áfengisins, ella skal auglýsa það eftir reglum um vogrek. Kjósi eigandi innan 12 mánaða frá tilkynningu, að áfengið sé sent úr landi á hans kostnað eða selt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrir það verð, er hún kann að bjóða, skal það gert, ella sé það eign ríkissjóðs. Sama er og ef eigandi gefur sig fram samkvæmt auglýsingu innan 6 mánaða frá birtingu hennar, og skal þá telja 12 mánaða frestinn frá því, að hann segir til sín.
Gefi enginn eigandi sig fram áður en hinn lögskipaði auglýsingarfrestur er útrunninn, skal áfengið eign ríkissjóðs.
...1)
Önnur framleiðsla, tilbúningur og bruggun áfengra drykkja eða áfengisvökva er bönnuð á Íslandi, svo og að gera drykkjarhæft það áfengi sem er eða gert hefur verið óhæft til drykkjar.]2)
[Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem ódrykkjarhæft var, nema hafa til þess sérstakt leyfi. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um fyrirkomulag leyfisveitinganna í reglugerð. Slík tæki sem finnast hjá öðrum en þeim sem hafa leyfi samkvæmt ákvæði þessu skulu gerð upptæk, án tillits til þess hvort tækin hafi verið notuð til áfengisgerðar eða ekki.]2)
Áður en útsala er sett á stofn skal fara fram atkvæðagreiðsla kosningarbærra manna í því sveitarfélagi sem í hlut á og þarf meiri hluta greiddra atkvæða til þess að útsala sé leyfð.
Áfengisútsala skal lögð niður ef það er samþykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í sveitarfélaginu.
Atkvæðagreiðsla, sem um getur í 2. og 3. mgr., skal fara fram er þriðjungur kjósenda eða meiri hluti hlutaðeigandi sveitarstjórnar krefst þess. Nú hefur verið fellt með atkvæðagreiðslu að stofna útsölu eða loka útsölu eða samþykkt að leggja niður útsölu og getur atkvæðagreiðsla þá ekki farið fram á ný fyrr en að tveimur árum liðnum.]1)
Dómsmálaráðherra setur reglugerð3) um áfengislyfjasölu lyfsala og lækna, sem rétt hafa til lyfjasölu, og skal meðal annars ákveða, hve mikið áfengi megi á hverju ári eða um ákveðið tímabil láta af hendi til hverrar lyfjabúðar (lyfsala eða læknis). Í reglugerðinni skal greina á milli áfengislyfja, sem hæf eru til nautnar, og áfengislyfja, sem óhæf eru til nautnar. Enginn lyfsali má láta úti áfengislyf, sem hæft er til nautnar, nema eftir löglegum lyfseðli læknis. Enginn læknir má ávísa úr lyfjabúð áfengislyfi, sem hæft er til nautnar, nema hann hafi fengið til þess sérstakt leyfi ráðherra, er ákveður, að fengnum tillögum landlæknis, hversu mikið áfengi viðkomandi læknir megi ávísa á ári, eða um ákveðið tímabil, og á hvern hátt. Landlæknir lætur lækni, sem sérstakt leyfi hefur fengið til áfengislyfjaávísana, í té hæfilega mörg eyðublöð undir slíkar ávísanir. 1)L. 94/1995, 5. gr.2)L. 25/1989, 5. gr.3)Rg. 116/1952 (um sölu áfengis til lækninga).4)Rg. 39/1935 (um sölu áfengis til iðnaðar o.fl.).
1)Rg. 425/1989, sbr. 165/1993 og 604/1995 (um sölu og veitingar áfengis). Erbr. 212/1991.2)L. 25/1989, 6. gr.
Þriggja manna nefnd, sem dómsmálaráðherra skipar, skal dæma um það hvort veitingastaður telst fyrsta flokks. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en áfengisvarnaráð og Samband veitinga- og gistihúsa tilnefna hvort einn mann. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár.
Leyfi til áfengisveitinga skal ekki veitt til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Nú er sótt um endurnýjun leyfis og skal þá framlengja fyrra leyfi til bráðabirgða meðan sú umsókn er til meðferðar. Leyfi skal bundið við nafn veitingamanns og veitir leyfishafa aðeins rétt til veitinga í því húsnæði er hann hefur þegar leyfi er veitt. Taki nýr veitingamaður við rekstri skal hann sækja um nýtt leyfi. Meðan sú umsókn er til meðferðar skal gefa út leyfi til bráðabirgða með sömu skilmálum og fyrra leyfi. Öll leyfi skulu gefin út með fyrirvara um að stytta megi leyfistímann án skaðabótaskyldu fyrir ríkissjóð ef sérstakar ástæður mæla með því að mati dómsmálaráðherra.
Leyfi til áfengisveitinga skal bundið því skilyrði að veitingastaður hafi á boðstólum mat og fjölbreytta óáfenga drykki við hóflegu verði. Leyfi má binda frekari skilyrðum sem lögreglustjóri eða sveitarstjórn telja nauðsynleg. Dómsmálaráðherra getur sett almennar reglur um skilyrði fyrir leyfisveitingu. Ef veitingamaður brýtur gegn settum skilyrðum eða uppfyllir þau ekki lengur skal lögreglustjóri þegar fella leyfi úr gildi.
Skylt er lögreglumönnum að gefa sérstakar gætur að starfsemi þeirra veitingastaða sem hafa leyfi til áfengisveitinga. Ráðherra getur ákveðið nánar hvernig eftirliti með veitingastöðum þessum skuli háttað. Skulu leyfishafar endurgreiða ríkissjóði kostnað af eftirliti eftir reglum sem ráðherra setur.
Nánari fyrirmæli um áfengisveitingar, þar á meðal um veitingatíma, álagningu og eftirlit með veitingastöðum, skulu sett í reglugerð.1) Áður en slík reglugerð er sett skal leita umsagnar áfengisvarnaráðs og Sambands veitinga- og gistihúsa.]2)
Ákvæði greinar þessarar gilda eigi um sölu vínanda til lyfsala og lækna, sem rétt hafa til lyfjasölu, sbr. 11. gr.
Lögreglustjórum er heimilt að loka áfengisútsölu eða banna vínveitingar á veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, fyrirvaralaust um lengri eða skemmri tíma, þegar sérstaklega stendur á. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eða veitingamaður, sem í hlut á, getur skotið ákvörðun lögreglustjóra til dómsmálaráðherra. ...1)
Á sama hátt er lögreglustjórum heimilt, ef sérstaklega stendur á, að banna um stundarsakir afhendingu áfengissendinga, þar á meðal úr pósti.
1)Rg. 425/1989, sbr. 165/1993 og 604/1995 (um sölu og veitingar áfengis).2)L. 38/1988, 5. gr.3)L. 94/1995, 6. gr.
[Auk eftirlits með veitingastöðum, sem leyfi hafa til áfengisveitinga, sbr. 5. og 6. mgr. 12. gr., skulu lögreglumenn gefa sérstakar gætur að starfsemi þeirra sem heimild hafa til framleiðslu eða sölu áfengis, sbr. 2. og 3. tölul. 11. gr., og þeirra sem hafa leyfi til að veita áfengi skv. 2. mgr. 20. gr. Í reglugerð skal kveða nánar á um eftirlit þetta.
Skattstjórar skulu láta lögreglustjórum í té skrá yfir þá aðila sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr. 2. gr. laga um gjald af áfengi.]3)
Óheimilt er að selja þeim manni áfengi, er sekur hefur gerst um óleyfilega sölu eða bruggun áfengis. Skylt er að tilkynna útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins jafnóðum, hverjir gerst hafa sekir um óleyfilega sölu eða bruggun áfengis.
Yngri mönnum en 20 ára má ekki selja, veita eða afhenda áfengi með nokkrum hætti. Ávallt þegar ástæða er til að ætla, að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri, skal sá, sem selur, veitir eða afhendir það, láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn á þann hátt að sýna nafnskírteini með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.
...1)
Áfengissendingar skulu greinilega merktar þannig, að séð verði á umbúðum, að innihald sendingarinnar sé áfengi ætlað til neyslu. Nú leikur vafi á, hvort áfengi sé í sendingu, og skal þá hlutaðeigandi afgreiðslumaður, þar á meðal póstafgreiðslumaður neita að taka við sendingu.
1)L. 52/1978, 2. gr.2)L. 94/1995, 10. gr.3)L. 19/1991, 194. gr.
[Með sama hætti skal refsa þeim er hefur áfengi í vörslu sinni sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum 18. gr.]2)
...3)
[Heimilt er]2) að rannsaka, hvort bifreiðar hafi áfengi meðferðis, þó að það sé löglega keypt, enda liggi fyrir rökstuddur grunur um, að áfengið sé ætlað til ólöglegrar sölu.
Nú finnst áfengi í bifreið, þegar svo stendur á sem í næstu málsgrein hér á undan segir, og skal þá refsa eiganda þess, sem hann væri sekur um ólöglega áfengissölu, nema leiddar séu að því sterkar líkur, að áfengið sé ekki ætlað til sölu.
Ökumönnum leigubifreiða og annarra almenningsbifreiða er bannað að taka ölvuð ungmenni yngri en 20 ára til flutnings í bifreiðum sínum eða leyfa þeim áfengisneyslu þar. Þó skal heimilt að flytja slík ungmenni án tafar til heimila þeirra, til lögregluyfirvalda og á sjúkrahús. Þá er ölvaður maður óskar flutnings með leigubifreið eða annarri almenningsbifreið, eða farþegi í slíku farartæki neytir áfengis í því, skal bifreiðarstjóri krefjast þess, að hlutaðeigandi sanni aldur sinn með nafnskírteini með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, ef hann hefur ástæðu til að ætla, að hlutaðeigandi hafi ekki náð 20 ára aldri.
Lögreglustjóri má þó veita félögum manna leyfi til áfengisveitinga í félagsherbergjum eða almennum veitingastöðum, öðrum en þeim, er um getur í 12. gr. Slíkt leyfi má þó einungis veita stjórnum félaganna, þegar um er að ræða árshátíðir félaganna eða samkvæmi innanfélagsmanna og gesta þeirra, sem haldin eru af sérstöku tilefni. Eigi má þó veita leyfi, nema sýnt sé, að félagsskapurinn í heild eða einstakir félagsmenn hafi ekki hagnað af. Slík [leyfi]1) má ekki veita skemmtifélögum. Ekki má heldur veita leyfi samkvæmum félaga, sem ætla má að til sé stofnað í tekjuskyni fyrir veitinga- eða skemmtistaði. Sannist það, að félög misnoti áfengisveitingaleyfi eða afli þess undir fölsku yfirskini, missa þau rétt til að fá slík leyfi í tvö ár.
Bannað er að bera með sér áfengi inn á veitingastaði, annað en það, sem þangað er flutt til heimilla veitinga. Á sama hátt er bannað að bera með sér áfengi út af veitingastað.
Ungmennum yngri en 18 ára er óheimil dvöl eftir kl. 8 að kvöldi á veitingastað, þar sem [veitingar áfengis]1) eru leyfðar, nema í fylgd með foreldrum sínum eða maka. Dyraverðir, eftirlitsmenn og framreiðslumenn skulu láta ungmenni, er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl. 8 að kvöldi án samfylgdar foreldra sinna eða maka, sanna aldur sinn á þann hátt að sýna nafnskírteini með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, enda sé ástæða til að ætla, að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.
Sömu refsingu skal hver sá læknir sæta, þótt hann sé ekki embættismaður, sem er ölvaður, þegar hann er að gegna læknisstörfum, og kemur þá missir lækningaleyfis um stundarsakir eða fyrir fullt og allt í stað embættis- eða sýslunarmissis.
Sömu refsingu skulu framangreindir menn sæta, þótt annar hafi haft með höndum starf þeirra í farartækinu, ef þeir eru sjálfir í því og áttu að annast starfið, en vanræktu það sökum ölvunar og verulegt slys hlaust af því.
Það varðar refsingu að veita mönnum þeim, sem tilgreindir eru í 1. mgr., áfengi, þegar þeir eru að störfum.
Ákveða skal í reglugerð, að flugmönnum, bifreiðarstjórum og stjórnendum hvers konar farartækja, sem annast mannflutninga, sé bannað að neyta áfengis vissan tíma áður en þeir hefja störf sín.
Áfengisvarnaráðunautur starfar samkvæmt erindisbréfi, sem [ráðherra]1) setur honum. Um ákvörðun launa hans fer eftir ákvæðum laga um [réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins].1)
1)Rg. 130/1954 (um áfengisvarnaráð). Um birtingu síðustu málsgreinar 28. gr., sjá Stjtíð. A 1972, bls. 100.
Áfengisvarnaráð skal hafa umsjón með áfengisvarnanefndum, samræma störf þeirra og vera þeim til aðstoðar og leiðbeiningar í hvívetna. Það skal fylgjast sem best með áfengis- og bindindismálum og veita hlutlausar upplýsingar um þau til blaða og annarra aðila, er óska þeirra.
Umsagnar áfengisvarnaráðs skal jafnan leita, áður en reglugerðir samkvæmt lögum þessum eru settar. Álits þess skal einnig leita varðandi verðlagningu áfengis.
Að öðru leyti fer áfengisvarnaráð með þau störf, sem lög þessi ákveða.
Nánari ákvæði um störf áfengisvarnaráðs skulu sett í reglugerð.1)
1)Rg. 595/1982 (um áfengisvarnanefndir).2)L. 52/1978, 4. gr.3)Rg. 121/1971.
Áfengisvarnanefndir skulu vera ráðgefandi um öll bindindis- og áfengismál fyrir sveitarstjórnir, lögreglustjóra, áfengisvarnaráð, ríkisstjórn og aðra þá aðila, sem komið geta til greina í því sambandi. Verksvið nefndanna skal að öðru leyti ákveðið í reglugerð,1) sem ráðherra gefur út, að fengnum tillögum áfengisvarnaráðs.
[Heilbrigðismálaráðherra]2) er heimilt að fela félagsmálaráði Reykjavíkur störf áfengisvarnanefndar í Reykjavík að nokkru eða öllu leyti. Ráðherra kveður nánara á um starfssvið nefndanna að þessu leyti í reglugerð.3)
Nú ákveður sveitarstjórn utan Reykjavíkur að stofna félagsmálaráð, og getur þá [heilbrigðismálaráðherra]2) með sama hætti falið því störf áfengisvarnanefndar að nokkru eða öllu leyti.
1)Rg. 103/1956 (um bindindisfræðslu).
Fræðslumálastjórninni skal skylt að sjá svo um, að skólarnir eigi þess jafnan kost að fá hentugar kennslubækur og kennslukvikmyndir til fræðslu um áhrif áfengisnautnar, eftir því sem við á á hverju skólastigi.
Ráðherra setur með reglugerð1) nánari fyrirmæli um fræðslu samkvæmt þessari grein, þar á meðal um fjölda kennslustunda í hverjum skóla.
Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af útsöluverði sambærilegs áfengis hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
Brot gegn 3. og 7. gr. varða fangelsi auk sektar, ef áfengið hefur verið ætlað til sölu eða veitinga fyrir borgun og brot er margítrekað eða að öðru leyti stórfellt.
Ef maður gerir sér að atvinnu ólöglega áfengissölu eða veitingar eða slíkt brot er margítrekað, varðar það fangelsi auk sektar. Sama er um brot veitingamanns, sem leyfi hefur til áfengisveitinga, og brot er margítrekað eða að öðru leyti stórfellt.]2)
Sama gildir um skip, þá er skipstjóri skýrir rangt frá um áfengi, er hann hefur meðferðis, eða dregur að skýra frá áfengisbirgðum, sbr. 4. gr.
Flytji skip hingað ólöglega áfengi, svo að telja megi það verulegan hluta af farmi þess, er heimilt að gera skipið upptækt til ríkissjóðs.
Ákvæði greinar þessarar gilda einnig um flugvélar eða annan farkost, sem áfengi hefur verið flutt með.]1)
Sama gildir um lyfsala og starfsmenn þeirra, ef þeir misnota aðstöðu sína til þess að selja mönnum áfengi til neyslu.
Sé brot margítrekað eða að öðru leyti stórfellt, skal svipta sökunaut leyfi til þess að láta af hendi áfengi eða áfengisblöndur eða gefa út áfengisseðla.]1)
Brot þjónustumanna varða og refsingu samkvæmt lögum þessum.]2)
Gera skal aðför hjá hinum seku til lúkningar sektum samkvæmt lögum þessum, og því aðeins skulu þeir afplána sektir í fangelsi, að fé þeirra hrökkvi ekki fyrir þeim.
[Fjárnám fyrir sektum og kostnaði skal gera í bátum og öðrum flutningatækjum, sem notuð eru til ólöglegs áfengisflutnings.]2)