Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Fyrirtækið er sjálfstæður réttaraðili og hefur sjálfstæðan fjárhag og reikningshald.
Heimili þess og varnarþing er í Keflavík-Njarðvík-Höfnum.]1)
Ríkissjóður Íslands | 20,00% | |
Keflavík-Njarðvík-Hafnir | 52,20% | |
Grindavíkurkaupstaður | 11,17% | |
Sandgerðisbær | 6,99% | |
Gerðahreppur | 6,07% | |
Vatnsleysustrandarhreppur | 3,57% | ]1) |
1)L. 16/1995, 2. gr.2)L. 101/1985, 1. gr.
Verkefni Hitaveitu Suðurnesja skulu nánar tilgreind í reglugerð.2)
[Enn fremur veitir iðnaðarráðherra Hitaveitu Suðurnesja einkaleyfi til starfrækslu rafveitu á starfssvæði hennar eftir því sem um semst við einstök sveitarfélög og ríkissjóð um yfirtöku á veitukerfum þeirra.]1)
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja ræður framkvæmdastjóra, er veitir fyrirtækinu forstöðu. Framkvæmdastjóri skal annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins. Skal hann eiga sæti á stjórnarfundum, og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt.
Nánari ákvæði um starfssvið stjórnar og framkvæmdastjóra skulu sett í reglugerð.
Á aðalfundi skal fjalla um eftirgreind mál:
Gætt skal almennra arðsemissjónarmiða við setningu gjaldskrár.
Gjaldskrá öðlast eigi gildi fyrr en hún hefur verið staðfest af iðnaðarráðherra og birt í Stjórnartíðindum.
Ríkisstjórninni er einnig heimilt að taka lán, er kæmi að hluta eða öllu leyti í stað ábyrgðar skv. 1. mgr. Lánið endurlánar hún Hitaveitu Suðurnesja með þeim kjörum og skilmálum, sem ríkisstjórnin ákveður.
Iðnaðarráðherra setur reglugerð,2) þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd þessara laga og starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Skal stjórn Hitaveitu Suðurnesja undirbúa reglugerðina í samráði við eignaraðila.