Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Rg. 149/1977.2)Með 23. gr. l. 48/1991 eru l. 112/1976 felld úr gildi ,,að öðru leyti en því er lýtur að skóladagheimilum``. Í l. 78/1994, 18. gr., sem felldu l. 48/1991 úr gildi, er tekið fram að þau raski ekki gildi ákvæða l. 112/1976 sem lúta að skóladagheimilum.
[Gerð verði starfsáætlun á vegum menntamálaráðuneytisins, er kveði nánar á um markmið og leiðir í uppeldisstarfi á dagvistarheimilum í samráði við þá aðila, er að uppeldis- og skólamálum vinna.]1)
Samþykki menntamálaráðuneytis og hlutaðeigandi sveitarstjórnar þarf til að setja á stofn dagvistarheimili.]1)
Sveitarstjórn getur veitt aðilum, sem reka vilja dagvistarheimili í samræmi við markmið þessara laga, styrki til byggingar og reksturs, eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarstjórnar. Áður en framkvæmdir hefjast skal ganga frá samningi milli sveitarstjórnar og félags um styrk og skilyrði varðandi rekstur heimilisins.]1)
Ákveðið skal nánar um starfstíma ofangreindra dagvistarheimila í reglugerð.
Sveitarstjórn getur veitt dagvistarheimili styrk úr sveitarsjóði enda þótt það starfi skemur en 4 mánuði ef sérstakar aðstæður krefjast.
Nú hættir aðili, sem notið hefur opinbers styrks til stofnunar dagvistarheimilis, rekstri þess og getur þá hlutaðeigandi sveitarfélag gert kröfu um endurgreiðslu styrksins.]1)
Af rekstrarkostnaði dagvistarheimila, sem leyfi hafa til rekstrar og eigi eru rekin af sveitarfélaginu sjálfu, greiði sveitarfélagið rekstrarstyrk að loknu ársuppgjöri dagvistarheimilisins. Skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hvað falla skuli undir þann rekstrarkostnað sem sveitarfélagið tekur þátt í.
Heimilt er að greiða allt að 50% af rekstrarkostnaði fyrirfram.
Heimilt er þó með samþykki ráðuneytisins að víkja frá þessu ákvæði sé þess enginn kostur að fá fólk með framangreinda menntun til starfs.
Stefnt skal að því að dagvistarheimili eigi kost á sálfræði- og ráðgjafarþjónustu. Tengja skal þá þjónustu við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla eða félagsmálastofnana eftir því sem við á í hverju sveitarfélagi.
Skylt er rekstraraðila dagvistarheimilis að skipuleggja tengsl milli foreldra barnanna og dagvistarheimilis í því skyni að efla samstarf milli þessara aðila um velferð barnsins.