Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Viðskiptabanki má ekki auðkenna starfsemi sína á þann hátt að unnt sé að líta svo á að um Seðlabanka Íslands geti verið að ræða.
Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg. Henni skal fylgja lýsing á starfseminni þar sem fram kemur, meðal annars, hvaða starfsemi ætlunin er að stunda og lýsing á innra skipulagi viðskiptabankans eða sparisjóðsins. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um stofnendur, hlutafé eða stofnfé, hluthafa eða stofnfjáreigendur og hlut hvers um sig, auk annarra upplýsinga og gagna sem viðskiptaráðherra ákveður. Samþykktir skulu fylgja umsókn um starfsleyfi hlutafélagsbanka eða sparisjóðs.
Með umsókn skulu, auk upplýsinga skv. 2. mgr., fylgja gögn um náin tengsl stofnunar við einstaklinga eða lögaðila. Með nánum tengslum er átt við innbyrðis tengsl tveggja eða fleiri einstaklinga eða lögaðila sem fela í sér beina eða óbeina hlutdeild þessara aðila sem nemur a.m.k. 20% af eigin fé eða atkvæðisrétti fyrirtækis. Einnig er um náin tengsl að ræða ef fyrrgreindir aðilar, eða dótturfélög þeirra, hafa vegna samninga yfirráð í fyrirtæki (viðskiptabanka eða sparisjóði) eða sambærileg innbyrðis tengsl eins eða fleiri lögaðila eða einstaklinga við fyrirtæki.
Áður en ráðherra afgreiðir umsókn um starfsleyfi skal hann leita umsagnar bankaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Ákvörðun um umsókn um starfsleyfi skal ávallt liggja fyrir innan þriggja mánaða frá því að fullbúin umsókn barst ráðherra, sbr. ákvæði III. kafla.
Birta skal tilkynningar um starfsleyfi viðskiptabanka og sparisjóða í Lögbirtingablaði.
Ríkisborgarar og lögaðilar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins eru undanþegnir búsetuskilyrði 1. mgr. Ráðherra er heimilt að veita ríkisborgurum annarra ríkja sömu undanþágu.
Viðskiptabanki eða sparisjóður sem sækir um starfsleyfi skv. 4. gr. skal hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi.
Ráðherra er heimilt að víkja frá lágmarkskröfum 1. mgr. um fjárhæð stofnfjár í sparisjóði að fengnum tillögum bankaeftirlitsins og Tryggingarsjóðs sparisjóða. Þó skal stofnfé aldrei nema lægri fjárhæð en 80 milljónum króna og vera bundið gengi evrópsku mynteiningarinnar ECU samkvæmt því sem segir í 1. mgr.
Viðskiptabanka eða sparisjóði er óheimilt að hefja starfsemi fyrr en hlutafé eða stofnfé hefur verið greitt að fullu í reiðufé.
Yfirtaki nýir aðilar starfsemi viðskiptabanka eða sparisjóðs sem starfar skv. 1. mgr. skal eigið fé stofnunarinnar hafa náð því lágmarki sem kveðið er á um í 1. eða 2. mgr. 6. gr. innan þriggja mánaða frá yfirtökunni.
Heimili og varnarþing ríkisviðskiptabanka er í Reykjavík nema annað leiði af lögum.
Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisviðskiptabanka. Ríkisviðskiptabanka er óheimilt án samþykkis Alþingis að taka víkjandi lán í því skyni að efla eiginfjárstöðu sína umfram það sem Tryggingarsjóður viðskiptabanka getur veitt, sbr. 75. gr. laga þessara.
Nánar skal kveðið á um starfsemi ríkisviðskiptabanka í reglugerð.
Í samþykktum skal kveðið á um atkvæðisrétt sem fylgir hlutum í hlutafélagsbanka og um meðferð hans. Í samþykktum er óheimilt að veita tilteknum hlutum aukið atkvæðagildi eða skipa hlutum með öðrum hætti í sérstaka flokka.
Þeir hluthafar, sem eiga eða hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka, skulu fyrir fram tilkynna bankaeftirlitinu þar um. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi stofnunar. Einnig skal hlutaðeigandi tilkynna bankaeftirlitinu ef hann hyggst auka við hlutafjáreign sína það mikið að hlutur hans í hlutafélagsbanka eða samsvarandi réttur til meðferðar atkvæða nemi 20%, 33% eða 50% eða svo stórum hluta að hlutafélagsbanki verði talinn dótturfyrirtæki hans.
Ráðherra getur að fenginni tillögu bankaeftirlitsins synjað hluthafa um að eignast hlut eða um rétt til meðferðar atkvæða skv. 3. mgr. telji hann viðkomandi ekki hæfan til þess með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs hlutaðeigandi stofnunar. Rökstudd synjun ráðherra skal hafa borist hlutaðeigandi innan þriggja mánaða frá þeim degi er tilkynning skv. 3. mgr. berst bankaeftirlitinu.
Sé um að ræða aukningu á eignarhlut skv. 3. mgr. er ráðherra heimilt að kveða á um hvenær henni skuli í síðasta lagi hrint í framkvæmd, enda hafi henni ekki verið hafnað.
Hyggist hluthafi, sem á 10% eða meira af hlutafé í hlutafélagsbanka, draga úr hlutafjáreign sinni skal hann tilkynna það bankaeftirlitinu fyrir fram og einnig hver eignarhlutur hans muni verða. Fari eignarhluturinn niður fyrir 20%, 33%, 50% eða svo mikið að bankinn hættir að vera dótturfyrirtæki hlutaðeigandi, sbr. 3. mgr., skal það einnig tilkynnt.
Eigi sjaldnar en einu sinni á ári skal hlutafélagsbanki tilkynna bankaeftirlitinu um þá hluthafa sem eiga 10% eða meira af hlutafé bankans og hlutafjáreign hvers þeirra.
Ráðherra getur að fenginni tillögu bankaeftirlitsins ákveðið að eignarhlutum, sem ekki hafa verið tilkynntir fyrir fram skv. 3. mgr. 10. gr., fylgi ekki atkvæðisréttur. Synji ráðherra ekki viðkomandi um að eignast hlut eða auka við hann skv. 4. og 5. mgr. 10. gr. fá þessir hlutir atkvæðisrétt að nýju.
Hafi ráðherra ákveðið skv. 1. eða 2. mgr. að hlutum fylgi ekki atkvæðisréttur skulu þeir hlutir ekki teknir með við útreikning á því hve miklum hluta atkvæða mælt hafi verið fyrir á hluthafafundum.
Á stofnfundi sparisjóðs fer hver stofnandi með eitt atkvæði. Stofnfundur setur sparisjóði samþykktir. Í þeim skulu vera ákvæði sem varða sérstaklega hlutaðeigandi sparisjóð, svo sem:
Ákvörðun um breytingu á samþykktum sparisjóðs verður því aðeins gild að hún hljóti samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki stofnfjáreigenda sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir á fundi stofnfjáreigenda.
Þegar starfsemi sparisjóðs er bundin við ákveðið svæði skulu stofnfjáreigendur vera búsettir eða reka atvinnu eða aðra starfsemi á því svæði, sbr. þó 2. mgr. 5. gr.
Færð skal skrá yfir stofnfjáreigendur og skulu þeir allir eiga aðgang að henni.
Stofnfjáreigendur hafa ekki rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það sem mælt er fyrir um í lögum þessum.
Stofnfjáreigendur skulu einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé sínu.
Stofnfé verður ekki endurgreitt til stofnfjáreigenda nema samkvæmt ákvæðum 70. gr.
Stjórn sparisjóðs er skylt að innleysa stofnfjárhlut í eftirgreindum tilvikum:
Fari innlausn stofnfjárhlutar fram skal hlutur innleystur á nafnverði að viðbættri ónýttri heimild til endurmats stofnfjár skv. 23. gr.
Það verð, sem nýr stofnfjáreigandi skal greiða fyrir hlut, skal vera nafnverð hans að viðbættri ónýttri heimild til endurmats stofnfjár skv. 23. gr.
Nýtt stofnfé nýtur hlutfallslega endurmats miðað við inngreiðslu þess innan ársins.
Ráðherra er og heimilt að synja umsókn um starfsleyfi ef náin tengsl viðskiptabanka eða sparisjóðs við einstaklinga eða lögaðila geta að mati bankaeftirlits hindrað það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum. Sama á við ef lög eða reglur, sem um slíka einstaklinga eða lögaðila gilda, hindra eðlilegt eftirlit.
Bankaráð ríkisviðskiptabanka skipa fimm menn kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi til fjögurra ára í senn ásamt jafnmörgum til vara. Ráðherra skipar formann bankaráðs til fjögurra ára úr hópi hinna kjörnu aðalmanna og annan varaformann. Umboð bankaráðs gildir þar til nýtt hefur verið kjörið.
Ráðherra ákveður þóknun bankaráðsmanna og varamanna þeirra.
Auglýsa skal opinberlega eftir umsóknum um stöður bankastjóra með hæfilegum fyrirvara.
Bankaráð hlutafélagsbanka skal skipað eigi færri en fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Bankaráð skal kjörið af hluthöfum á aðalfundi.
Aðalfund skal halda samkvæmt ákvæðum samþykkta, þó eigi sjaldnar en einu sinni á ári og aldrei síðar en níu mánuðum frá lokum hvers reikningsárs.
Aukafund skal halda ef stofnfjáreigendur, sem fara með minnst 1/3 hluta stofnfjár, krefjast þess skriflega og greina fundarefni.
Aukafund skal annars halda þegar sparisjóðsstjórn telur þess þörf.
Afl atkvæða samkvæmt reglum 35. gr. ræður úrslitum á fundum nema öðruvísi sé mælt í lögum þessum.
Hver stofnfjáreigandi á rétt til að fá ákveðið mál tekið til úrlausnar á fundum stofnfjáreigenda sparisjóðs ef hann gerir skriflega kröfu um það til sparisjóðsstjórnar með svo miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.
Stofnfjáreigendur skulu eiga jafnan atkvæðisrétt nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum sparisjóðs. Þó er einstökum stofnfjáreigendum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði, sbr. þó 98. gr. ef sveitarfélag er eini stofnfjáreigandinn.
Óheimilt er að fara með atkvæðisrétt samkvæmt þeim stofnfjárbréfum sem sparisjóður á sjálfur, sbr. 19. gr.
Þar sem talað er um heildaratkvæðamagn í sparisjóði í lögum þessum er átt við heildaratkvæðamagn að frádregnum atkvæðum samkvæmt þeim stofnfjárbréfum sem sparisjóður á sjálfur.
Nú eru stofnfjáreigendur í sparisjóði fleiri en 150 og er þá heimilt að ákveða í samþykktum sparisjóðs að aðalfundur kjósi fulltrúaráð skipað að minnsta kosti 21 fulltrúa. Fulltrúaráð skal kosið til þriggja ára og þriðjungur árlega nema í fyrsta skipti. Fulltrúaráð kýs stjórn sparisjóðsins samkvæmt reglum 1. mgr. eftir því sem við getur átt.
Stjórnarmenn, sem eru ekki kosnir af stofnfjáreigendum, sitja aðal- og aukafundi án atkvæðisréttar.
Umboð stjórnarmanns gildir þann tíma sem til er tekinn í samþykktum. Kjörtímabili skal vera lokið við lok aðalfundar í síðasta lagi fjórum árum eftir kjörið.
Fulltrúaráð skal þannig skipað:
Við sameiningu sparisjóða er heimilt að ákveða í samþykktum að starfa skuli staðbundnar stjórnir, þriggja til fimm manna, á starfssvæði sparisjóðanna eins og það var fyrir sameiningu, kjörnar skv. 36. gr. Stjórn sparisjóðsins setur staðbundnum stjórnum erindisbréf þar sem starfssviði þeirra er nánar lýst og skal það staðfest á fundi stofnfjáreigenda.
Auk þess að fullnægja skilyrðum 1. mgr. skal menntun eða starfsreynsla og starfsferill bankastjóra og sparisjóðsstjóra vera með þeim hætti að tryggt sé að þeir geti gegnt stöðu sinni á forsvaranlegan hátt.
Bankaráðsmenn og stjórnarmenn sparisjóðs skulu einnig uppfylla skilyrði 1. mgr. Ríkisborgarar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins eru þó undanþegnir búsetuskilyrðinu. Ráðherra er heimilt að veita ríkisborgurum annarra ríkja sömu undanþágu.
Bankastjórum og sparisjóðsstjórum er óheimilt að eiga sæti í bankaráði eða stjórn sparisjóðs.
Áður en ákvörðun er tekin skv. 7.–13. tölul. 1. mgr. skal leitað tillagna bankastjóra eða sparisjóðsstjóra.
Bankaráð og sparisjóðsstjórn fjalla einnig um önnur mál sem þau skulu annast samkvæmt lögum þessum, reglugerðum eða samþykktum hlutaðeigandi stofnana, svo og þau mál sem bankastjórar og sparisjóðsstjórar leggja fyrir bankaráð eða sparisjóðsstjórn.
Fundir eru lögmætir ef meiri hluti bankaráðsmanna eða stjórnarmanna sparisjóðs er á fundi. Afl atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu máls. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Um það sem gerist á bankaráðsfundum og stjórnarfundum sparisjóðs skal haldin gerðabók og fundargerðir staðfestar á þann hátt sem bankaráð eða stjórn sparisjóðs ákveður.
Bankaráðsmenn eða stjórnarmenn sparisjóðs og varamenn þeirra skulu ekki taka þátt í meðferð máls er varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í. Sama gildir um þátttöku bankaráðsmanna eða stjórnarmanna sparisjóðs í meðferð máls er varðar aðila sem eru þeim tengdir, persónulega eða fjárhagslega.
Bankaráðsmenn og stjórnarmenn sparisjóðs, varamenn þeirra, endurskoðendur og aðrir starfsmenn mega ekki koma fram sem umboðsaðilar annarra gagnvart hlutaðeigandi stofnun.
Um heimildir annarra starfsmanna skv. 1. mgr. fer samkvæmt reglum sem bankaráð eða sparisjóðsstjórn setja að fengnum tillögum bankastjóra eða sparisjóðsstjóra.
Um verðbréfaviðskipti viðskiptabanka og sparisjóða gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga um verðbréfaviðskipti.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og öðrum stofnunum, sem til þess hafa sérstaka lagaheimild, er einum heimilt að taka við innlánum frá almenningi til geymslu og ávöxtunar.
Viðskiptabönkum og sparisjóðum er heimilt að stunda vátryggingarstarfsemi með stofnun dótturfyrirtækis.
Viðskiptabönkum og sparisjóðum er einnig heimilt að stunda aðra starfsemi en um ræðir í 1. mgr., enda sé slík hliðarstarfsemi í eðlilegu framhaldi af viðskiptabanka- eða sparisjóðsstarfsemi. Til framangreindrar starfsemi þarf samþykki bankaeftirlitsins sem jafnframt getur ákveðið að hún skuli stunduð í sérstöku félagi.
Viðskiptabönkum og sparisjóðum er heimilt að stunda tímabundið aðra starfsemi en þá sem um getur í 44. gr. ef það er einungis í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum fyrirtækja við viðskiptabanka eða sparisjóð eða liður í endurskipulagningu á starfsemi viðskiptaaðila þessara stofnana. Skýrsla hér að lútandi skal send bankaeftirlitinu.
1)Rg. 571/1996, sbr. 486/1997 og 694/1997.
Samtala virkra eignarhluta, sbr. skilgreiningu skv. 3. mgr. 10. gr., má ekki nema hærri fjárhæð en 60% af eigin fé viðskiptabanka eða sparisjóðs áður en tekið hefur verið tillit til frádráttar skv. 4. mgr. 55. gr. Bókfært virði samanlagðra eignarhluta, sem viðskiptabanki eða sparisjóður hefur eignast, má ekki nema hærri fjárhæð en 100% af eigin fé þeirra. Eignarhlutir sem dregnir skulu frá við útreikning á eigin fé og eignarhlutir í fyrirtækjum, sem mynda samstæðu með viðskiptabanka eða sparisjóði, skulu ekki teknir með við útreikning hlutfalla skv. 1. mgr. og 1. og 2. málsl. þessarar málsgreinar. Tímabundinn eignarhlutur viðskiptabanka eða sparisjóðs í fyrirtæki skv. 45. gr. skal ekki tekinn með við útreikning skv. 1. mgr. og 2. málsl. þessarar málsgreinar.
Heimilt er að eignarhlutir viðskiptabanka eða sparisjóða fari fram yfir hlutföll skv. 1. mgr. eða 1. málsl. 2. mgr., enda sé sú fjárhæð, sem umfram er, dregin frá við útreikning eigin fjár hlutaðeigandi stofnunar. Fari eignarhlutir samtímis fram yfir hlutföll skv. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. skal hærri fjárhæðin af þeim sem umfram eru dregin frá við útreikning eigin fjár hlutaðeigandi stofnunar.
Viðskiptabankar og sparisjóðir skulu gefa bankaeftirlitinu sundurliðað yfirlit yfir eignarhluti í öðrum viðskiptabönkum eða sparisjóðum sem þeir hafa eignast eða tekið að veði, sbr. þó 18. gr.
Veiti viðskiptabanki eða sparisjóður lán til kaupa á eigin hlutabréfum eða stofnfjárhlutum fyrir hærri fjárhæð en 5% af heildarfjárhæð hlutafjár eða stofnfjár hlutaðeigandi stofnunar skulu settar óumdeildar tryggingar fyrir lánum sem eru umfram framangreint hlutfall.
Að öðru leyti fer um viðskipti starfsmanna við hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóð eftir reglum sem bankaráð eða sparisjóðsstjórn setur að fengnum tillögum bankastjóra eða sparisjóðsstjóra.
Gefi enginn sig fram áður en fyrirvarinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur viðskiptabanka eða sparisjóði samkvæmt innlánsskilríkinu eða viðtökuskírteininu. Skal viðskiptabanki eða sparisjóður þá, að ósk þess sem fengið hafði hið fyrra innlánsskilríki eða viðtökuskírteini afhent úr hlutaðeigandi stofnun, gefa út nýtt honum til handa eða þeim sem sannar að hann leiði rétt sinn löglega frá þessum aðila og skal hið nýja skjal vera með sömu skilmálum og hið fyrra.
Ákvæði 1. mgr. á einnig við um aðrar stofnanir eða sjóði sem lög þessi taka til.
1)Rg. 348/1996, sbr. 118/1997.
Við útreikning á eiginfjárhlutfalli skv. 1. mgr. skal eigið fé samsett af þremur þáttum, eiginfjárþætti A, eiginfjárþætti B og eiginfjárþætti C, og frádráttarliðum skv. 55. gr. Eftirfarandi takmarkanir gilda um einstaka eiginfjárþætti:
Eiginfjárþáttur A telst vera:
Eiginfjárþáttur B telst vera:
Eiginfjárþáttur C telst vera víkjandi lán til skamms tíma sem viðskiptabanki eða sparisjóður tekur gegn útgáfu sérstakrar skuldaviðurkenningar þar sem skýrt er kveðið á um að endurgreiðslutími lánsins sé eigi skemmri en tvö ár og að við gjaldþrot hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs eða slit hans fáist það endurgreitt á eftir öllum öðrum kröfum á hendur viðskiptabankanum eða sparisjóðnum en endurgreiðslu hlutafjár eða stofnfjár eða sambærilegs eigin fjár ríkisviðskiptabanka. Jafnframt skal kveðið á um að óheimilt sé að greiða af láninu eða greiða af því vexti ef eiginfjárhlutfall hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs er lægra en 8% eða ef endurgreiðsla höfuðstóls eða greiðsla vaxta veldur því að eiginfjárhlutfallið fer niður fyrir 8%. Tilkynna skal bankaeftirlitinu ef slík greiðsla veldur því að eiginfjárhlutfallið fer niður fyrir 10%. Við mat á eiginfjárþætti C getur bankaeftirlitið heimilað einstökum viðskiptabönkum eða sparisjóðum að tekið sé tillit til hagnaðar af veltubókarviðskiptum að frádreginni fyrirsjáanlegri gjaldfærslu eða arði og að frádregnu nettótapi af annarri starfsemi, enda sé engin þessara fjárhæða meðtalin í eiginfjárþætti A.
Bankaeftirlitið getur veitt heimild til að flýta endurgreiðslu víkjandi lána æski lánveitandi þess, enda hafi slíkt ekki áhrif á viðunandi eiginfjárstöðu hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs.
Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum bankaeftirlitsins að ákveða í reglugerð að aðrir liðir en greindir eru í 3.–4. mgr. teljist með eigin fé viðskiptabanka eða sparisjóðs.
Eignarhlutir og víkjandi lán hjá öðrum félögum, sbr. 1. mgr., sem reiknast með í samstæðureikningi hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs, dragast ekki frá eigin fé hlutaðeigandi stofnunar.
Eignarhlutir og víkjandi lán hjá dótturfélögum, sem reka vátryggingarstarfsemi skv. 3. mgr. 44. gr. eða starfsemi skv. 4. mgr. sömu greinar, dragast frá eigin fé við útreikning á eiginfjárhlutfalli skv. 2. mgr. 54. gr.
Frá eigin fé dragast enn fremur eignarhlutir í félögum sem eru umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 46. gr.
Ársreikningur skal undirritaður af bankaráði eða sparisjóðsstjórn og bankastjórum og sparisjóðsstjórum. Ársreikningur ríkisviðskiptabanka skal auk þess staðfestur af ráðherra. Hafi bankaráðsmaður eða stjórnarmaður sparisjóðs, bankastjóri eða sparisjóðsstjóri mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skal hann gera grein fyrir því í áritun sinni.
1)Rg. 554/1994, sbr. 624/1994 og 717/1995.
Bankaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við reikningsskilaráð að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri reikningsskilavenju við gerð ársreiknings og árshlutareiknings viðskiptabanka og sparisjóða.
Bankaeftirlitið setur reglur1) að höfðu samráði við reikningsskilaráð um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða rekstrar- og efnahagsreiknings og liða utan efnahagsreiknings og skýringar og mat á einstökum liðum.
Í skýrslu stjórnar skal enn fremur upplýst um eftirfarandi:
Skýrsla stjórnar skal veita upplýsingar um fjölda starfsmanna að meðaltali á reikningsárinu, heildarfjárhæð launa, þóknana eða annarra greiðslna til starfsmanna, bankaráðs, bankastjóra, sparisjóðsstjórnar, sparisjóðsstjóra og annarra í þjónustu hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs. Sé um ágóðahlut að að ræða til bankaráðs eða sparisjóðsstjórnar og bankastjóra eða sparisjóðsstjóra skal hann sérgreindur. Í skýrslu stjórnar skal upplýst um fjölda hluthafa eða stofnfjáreigenda í lok reikningsárs. Að öðru leyti gilda ákvæði hlutafélagalaga eftir því sem við á.
Bankaráð og sparisjóðsstjórn skulu í skýrslu stjórnar gera tillögu um ráðstöfun á hagnaði hlutaðeigandi stofnana eða jöfnun taps.
Endurskoðandi skv. 1. málsl. 1. mgr. skal kjörinn á aðalfundi viðskiptabanka eða sparisjóðs til eins árs í senn.
Kjósa skal endurskoðanda viðskiptabanka eða sparisjóðs sem endurskoðanda í móður-, systur- og dótturfélagi ef þess er nokkur kostur.
Skylt er að veita endurskoðanda aðgang að öllum eignum, bókum, fylgiskjölum og öðrum gögnum viðskiptabanka og sparisjóðs. Jafnframt skulu bankaráð eða sparisjóðsstjórn og starfsmenn hlutaðeigandi stofnunar veita honum allar umbeðnar upplýsingar sem unnt er að láta í té.
Endurskoðandi viðskiptabanka eða sparisjóðs má ekki vera skuldugur þeirri stofnun sem hann annast endurskoðun hjá, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.
Endurskoðandi skal árita ársreikning, greina frá niðurstöðum endurskoðunarinnar og láta í ljós álit. Í árituninni skal m.a. felast yfirlýsing um að ársreikningurinn hafi verið endurskoðaður og gerður í samræmi við ákvæði laga, reglna og samþykkta og góða reikningsskilavenju.
Telji endurskoðandi að skýrsla stjórnar hafi ekki að geyma þær upplýsingar sem ber að veita eða sé hún ekki í samræmi við ársreikning skal hann vekja á því athygli í áritun sinni og veita viðbótarupplýsingar sé þess kostur. Að öðru leyti getur endurskoðandi greint frá þeim atriðum í áritun sinni sem hann telur eðlilegt að komi fram í ársreikningi.
Ábendingar og athugasemdir, sem endurskoðandi vill koma á framfæri við bankaráð og sparisjóðsstjórn eða bankastjóra og sparisjóðsstjóra, skal bera fram skriflega og veita skal þessum aðilum hæfilegan frest til þess að svara.
Verði endurskoðendur varir við verulega ágalla í rekstri viðskiptabanka eða sparisjóðs eða atriði er varða innra eftirlit, greiðslutryggingar útlána eða önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu hlutaðeigandi stofnunar, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um stofnunina hafi verið brotnar, skal endurskoðandi gera stjórn hennar og bankaeftirliti viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi viðskiptabanka eða sparisjóðs fær vitneskju um og varða fyrirtæki í nánum tengslum við hlutaðeigandi stofnun, sbr. 3. mgr. 4. gr. Ákvæði þessarar málsgreinar brjóta ekki í bága við þagnarskyldu endurskoðenda skv. 43. gr. laga þessara eða ákvæði annarra laga.
Endurskoðandi hefur rétt til að sitja bankaráðsfundi og stjórnarfundi sparisjóðs þar sem fjallað er um ársreikning. Einnig hefur hann rétt til að sitja aðalfundi viðskiptabanka og sparisjóðs.
Við viðskiptabanka og sparisjóði skal starfa endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun undir stjórn forstöðumanns, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 39. gr. Innri endurskoðun er hluti af skipulagi viðskiptabanka og sparisjóða og er þáttur í eftirlitskerfi þeirra. Bankaeftirlitið getur veitt undanþágu frá starfrækslu slíkrar endurskoðunardeildar og sett þeim stofnunum skilyrði sem slíka undanþágu fá.
Viðskiptabanki eða sparisjóður skal á hverjum tíma hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættu, þar með talið vaxtaáhættu, í tengslum við öll viðskipti sín. Bankaeftirlitið getur sett leiðbeinandi reglur um eftirlitskerfi vegna áhættuþátta í starfsemi viðskiptabanka eða sparisjóðs.
Bankaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og aðra hlutaðeigandi aðila að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri endurskoðunarvenju við endurskoðun hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum. Bankaeftirlitið setur reglur um endurskoðun viðskiptabanka og sparisjóða.
Hafi á aðalfundi verið samþykktar breytingar á undirrituðum ársreikningi skal breyttur ársreikningur sendur bankaeftirlitinu innan tíu daga frá aðalfundi og gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Ársreikningur viðskiptabanka og sparisjóðs ásamt skýrslu stjórnar skal liggja frammi á afgreiðslustað hlutaðeigandi stofnunar og afhentur hverjum viðskiptaaðila sem þess óskar innan tveggja vikna frá staðfestingu ráðherra þegar um ríkisviðskiptabanka er að ræða eða samþykkt aðalfundar þegar um aðra viðskiptabanka eða sparisjóði er að ræða.
1)Rg. 341/1996.
Árshlutauppgjör, sem viðskiptabankar og sparisjóðir birta opinberlega, skulu vera á samræmdu formi sem bankaeftirlitið ákveður.
Bankaeftirlitið getur veitt undanþágu frá ákvæðum um gerð árshlutauppgjörs.
1)Rg. 554/1994, sbr. 624/1994 og 717/1995. Rg. 341/1996.
Viðskiptabanki eða sparisjóður telst vera móðurfyrirtæki þegar hlutaðeigandi stofnun:
Fyrirtæki, sem hafa þau tengsl við móðurfyrirtæki sem lýst er í 2. mgr., teljast vera dótturfyrirtæki.
Við mat á atkvæðisrétti og réttindum til að tilnefna eða víkja frá stjórnarmönnum eða stjórnendum skal leggja saman réttindi sem bæði móður- og dótturfyrirtæki ráða yfir.
Við mat á atkvæðisrétti í dótturfyrirtæki skal ekki talinn með atkvæðisréttur sem fylgir eigin hlutum dótturfyrirtækisins eða dótturfélögum þess.
Bankaeftirlitið setur nánari reglur1) um gerð samstæðureikningsskila.
Ákvæði 46. gr. um eignarhluti o.fl., 51. gr. um fasteignir og 53.–55. gr. um laust fé og eigið fé skulu einnig gilda þegar um samstæðu er að ræða. Bankaráð, sparisjóðsstjórn, bankastjórar og sparisjóðsstjórar móðurfyrirtækisins skulu sjá um framkvæmd þessa ákvæðis.
Ákvæði 56.–58. gr. um ársreikning og skýrslu stjórnar, 1. og 4. mgr. 60. gr. um endurskoðun ársreikninga, 1. mgr. 61. gr. og 62. gr. um endurskoðendur, 1. og 2. mgr. 64. gr. um ársreikninga og 2. mgr. 93. gr. um eftirlitsskyldu bankaeftirlitsins gilda eftir því sem við á bæði fyrir samstæðuna og fyrir einstök fyrirtæki samstæðunnar. Ákvæði 3. mgr. 64. gr. um skil á ársreikningi til bankaeftirlitsins og 65. gr. um hvernig standa skuli að upplýsingaskyldu viðskiptabanka og sparisjóða gilda einnig fyrir samstæðuna.
Bankaeftirlitið getur ákveðið að ákvæði 7. og 8. mgr. þessarar greinar gildi einnig fyrir önnur tilvik þegar um er að ræða viðskiptabanka eða sparisjóð sem einn og sér eða í samstarfi við annan aðila er í þannig eignatengslum við fyrirtæki að nauðsynlegt teljist að beita þessum reglum.
Ákvæði 7. og 8. mgr. þessarar greinar gilda ekki um fyrirtæki sem viðskiptabanki eða sparisjóður hefur eignast tímabundið hlut í, annaðhvort til að tryggja fullnustu kröfu eða vegna endurskipulagningar þess fyrirtækis. Bankaeftirlitið getur þó ákveðið að umrædd ákvæði skuli gilda.
Bankaeftirlitið getur veitt undanþágu frá ákvæðum 7. og 8. mgr. þessarar greinar.
Er bankaeftirlitinu berst tilkynning skv. 1. mgr. eða telur af öðru tilefni ástæðu til að ætla að eigið fé viðskiptabanka eða sparisjóðs sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í 54. gr. skal það krefja stjórn stofnunarinnar þegar í stað um reikningsuppgjör sem henni ber að afhenda innan hæfilegs frests.
Komi fram í reikningsuppgjöri að hætti 2. mgr. að eigið fé viðskiptabanka eða sparisjóðs fullnægi ekki ákvæðum 54. gr. skal bankaráð eða sparisjóðsstjórn án tafar boða til fundar hluthafa eða stofnfjáreigenda til ákvörðunar og afhenda síðan bankaeftirlitinu greinargerð þar sem fram kemur til hverra ráðstafana hún hyggst grípa af þessu tilefni. Skal bankaeftirlitið þegar afhenda ráðherra endurskoðað reikningsuppgjör og greinargerð bankaráðs eða sparisjóðsstjórnar ásamt umsögn sinni. Ákvæði þessarar málsgreinar tekur einnig til ríkisviðskiptabanka eftir því sem við getur átt. Í slíkum tilvikum skal ráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu um ráðstafanir er grípa skuli til.
Þegar ráðherra hafa borist gögn skv. 3. mgr. er honum heimilt að veita hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði frest í allt að sex mánuði til þess að auka eigið fé að lágmarki skv. 54. gr. Séu til þess ríkar ástæður að mati ráðherra er honum heimilt að framlengja þennan frest í allt að sex mánuði til viðbótar.
Slíta ber viðskiptabanka eða sparisjóði í eftirtöldum tilvikum:
Í þeim tilvikum, sem getið er í 2. eða 3. tölul. 2. mgr., skal bankaeftirlitið samkvæmt beiðni ráðherra afla reikningsuppgjörs stjórnar hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs á sama hátt og skv. 2. mgr. 67. gr. og afhenda það honum ásamt álitsgerð sinni um hvort eignir viðskiptabankans eða sparisjóðsins hrökkvi fyrir skuldum.
Ákvörðun skv. 3. tölul. 2. mgr. er því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki stofnfjáreigenda sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir á fundi stofnfjáreigenda.
Þegar skylt er að slíta viðskiptabanka eða sparisjóði skv. 2. eða 3. tölul. 2. mgr. 68. gr. og bankaeftirlitið telur sýnt að eignir hlutaðeigandi stofnunar hrökkvi fyrir skuldum skal ráðherra senda héraðsdómara á varnarþingi stofnunarinnar kröfu um að bú hennar verði tekið til skipta til slita á viðskiptabankanum eða sparisjóðnum.
Þegar héraðsdómari hefur kannað hvort fullnægt sé skilyrðum 68. gr. fyrir kröfunni skal hann kveða upp úrskurð um hvort orðið skuli við henni.
Í innköllun í bú viðskiptabanka eða sparisjóðs skal tekið fram hvort það hafi verið tekið til skipta að hætti 1. eða 2. mgr.
Þegar ákvæði laga um gjaldþrotaskipti o.fl. miða réttaráhrif við frestdag skal jafngilda þeim degi við skipti á búi viðskiptabanka eða sparisjóðs sá dagur sem ráðherra hefur veitt frest að hætti 4. mgr. 67. gr. en sé slíkur frestur ekki undanfari skipta skal miðað við þann dag sem héraðsdómara berst krafa ráðherra skv. 1. eða 2. mgr. 69. gr.
Þegar allar skuldir sparisjóðs hafa verið greiddar skal greiða stofnfjáreigendum eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna sjóðsins. Þeim eignum, sem þá kunna að vera eftir, skal ráðstafað í samræmi við ákvæði samþykkta sparisjóðsins. Þó er ekki heimilt að ráðstafa eftirstöðvum eigna til stofnfjáreigenda, sbr. 4. mgr. 17. gr.
Við samruna viðskiptabanka eða sparisjóða við einstaka rekstrarhluta annarra stofnana skal fara að hætti 1. mgr.
Við samruna skv. 1. og 2. mgr. tekur hin sameinaða stofnun við allri starfsemi, réttindum og skyldum hlutaðeigandi stofnana.
Viðskiptabanka eða sparisjóði, sem er slitið vegna samruna skv. 1. mgr., er ekki skylt að gefa út innköllun til lánardrottna eða halda eignum sínum aðgreindum. Breyting á eignaskráningu í veðmálabókum vegna samruna viðskiptabanka eða sparisjóða er undanþegin stimpilgjöldum.
Auglýsa skal samruna viðskiptabanka- eða sparisjóðastarfsemi í Lögbirtingablaði. Í auglýsingu skal tilgreina hvenær samruni tekur gildi, nöfn hlutaðeigandi stofnana, frest til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga, hugsanlegar breytingar á greiðslustöðum skuldaskjala og annað sem kunngera þarf viðskiptamönnum sérstaklega.
1)Rg. 21/1997.
Hlutverk Tryggingarsjóðs viðskiptabanka er að tryggja innstæðueiganda skil á greiðslu innstæðu sem hann hefur krafist endurgreiðslu á og viðskiptabanki eða útibú eru ekki fær um að inna af hendi.
Ráðherra skipar sjóðnum stjórn til þriggja ára í senn. Stjórnin skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Samband íslenskra viðskiptabanka tilnefnir einn mann í stjórn.
Stjórn Tryggingarsjóðs viðskiptabanka er heimilt að stofna sérstaka lánadeild með aðskildum fjárhag og reikningshaldi. Stofnfé getur að hámarki numið því eigin fé sjóðsins sem er umfram kröfur um lögbundið lágmark í innstæðutryggingadeild skv. 80. gr. Eignir annarrar deildarinnar verða ekki notaðar til að standa skil á skuldbindingum hinnar. Hlutverk lánadeildar er að tryggja fjárhagslegt öryggi viðskiptabanka, svo sem með lánveitingum, yfirtöku eigna, ábyrgðum og öðrum þeim aðgerðum sem samræmast tilgangi deildarinnar.
Tryggingarsjóður sparisjóða skal starfa í tveimur sjálfstæðum deildum, innstæðudeild og lánadeild, með aðskilinn fjárhag og reikningshald. Eignir annarrar deildarinnar verða ekki notaðar til að standa skil á skuldbindingum hinnar. Hlutverk lánadeildar er að tryggja fjárhagslegt öryggi sparisjóða. Í því skyni er stjórn sjóðsins heimilt að veita sparisjóði lán eða yfirtaka vissar eignir sparisjóðs, ganga í ábyrgðir fyrir sparisjóð, bæta sérstakt tap og kostnað sem sparisjóður verður fyrir og veita sparisjóðum stuðning að öðru leyti á hvern þann hátt sem stjórn sjóðsins ákveður í samræmi við ákvæði laga þessara og samþykkta sjóðsins. Tryggingarsjóði sparisjóða er enn fremur heimilt að veita sparisjóði víkjandi lán í því skyni að efla eiginfjárstöðu hans. Stjórn sjóðsins getur sett skilyrði fyrir veitingu víkjandi láns. Í samþykktum sjóðsins skal setja nánari reglur um starfsemi lánadeildar, svo og reglur um tekjur hennar og lánveitingar. Stjórn Tryggingarsjóðs sparisjóða er heimilt að láta rannsaka rekstur og efnahag sparisjóðs sem veitt er víkjandi lán. Getur stjórnin í þessu sambandi krafist nauðsynlegra upplýsinga frá hlutaðeigandi sparisjóði.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum Tryggingarsjóðs sparisjóða. Sérhver aðili að sjóðnum fer á aðalfundi með atkvæðisrétt í samræmi við hlut hans í samanlögðum tryggðum innstæðum næstliðið ár fyrir aðalfund. Um aðal- og aukafundi sjóðsins gilda að öðru leyti ákvæði 32.–34. gr. eftir því sem við getur átt.
Stjórn Tryggingarsjóðs sparisjóða fer með málefni hans milli aðal- og aukafunda. Hún skal skipuð fimm mönnum og skulu fjórir stjórnarmenn ásamt jafnmörgum varamönnum kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn, hlutbundinni kosningu ef óskað er. Ráðherra tilnefnir einn mann og skal hann tilnefndur til þriggja ára í senn. Stjórn Tryggingarsjóðsins kýs sér formann og skiptir með sér verkum. Nánar skal kveðið á um skipan og verkefni stjórnar og starfsemi sjóðsins að öðru leyti í samþykktum hans.
Stjórnarmenn og starfsmenn Tryggingarsjóðs sparisjóða eru bundnir þagnarskyldu í samræmi við ákvæði 43. gr.
Aðalfundur setur Tryggingarsjóði sparisjóða samþykktir sem háðar skulu staðfestingu ráðherra að fenginni umsögn bankaeftirlitsins.
Útibú erlendra viðskiptabanka og sparisjóða, sem hafa staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins og starfa hér á landi, skulu vera aðilar að Tryggingarsjóði viðskiptabanka eða Tryggingarsjóði sparisjóða, eftir því sem við getur átt, enda sé útibúið ekki aðili að sambærilegu innlánatryggingakerfi í heimaríki sínu.
Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um aðild útibúa erlendra viðskiptabanka og sparisjóða að tryggingarsjóðum innlánsstofnana, svo og um þær viðbótartryggingar sem útibú þurfa til þess að geta starfað hér á landi. Um iðgjöld og greiðslur vegna trygginga samkvæmt þessari grein skal nánar kveðið á í reglugerð.
Með innstæðu í 1. mgr. er átt við innstæðu sem tilkomin er vegna innláns eða millifærslu í hefðbundinni almennri bankastarfsemi og viðskiptabanka eða sparisjóði ber að endurgreiða samkvæmt skilmálum er gilda samkvæmt lögum eða samningum. Tryggingin nær hins vegar ekki til skuldabréfa, víxla og annarra krafna sem útgefnar eru af viðskiptabanka eða sparisjóði í formi verðbréfa.
Undanskildar tryggingu skv. 1. mgr. eru innstæður í eigu annarra viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana fyrir þeirra eigin reikning og innstæður sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti, svo og innstæður dóttur- eða móðurfélags þessara stofnana.
Innstæðudeildir tryggingarsjóða innlánsstofnana verða ekki teknar til gjaldþrotaskipta, né verður heimilt að gera aðför í þeim.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um eftirfarandi atriði að höfðu samráði við stjórnir tryggingarsjóða innlánsstofnana:
Um ársreikning og endurskoðun tryggingarsjóða innlánsstofnana og um eftirlit með starfsemi þeirra fer samkvæmt ákvæðum VII. og XIV. kafla.
Tryggingarsjóðir innlánsstofnana eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti.
Stjórnum tryggingarsjóða innlánsstofnana er heimilt að láta rannsaka rekstur og efnahag viðskiptabanka eða sparisjóðs sem veitt er víkjandi lán. Stjórn sjóðs getur í þessu sambandi krafist nauðsynlegra upplýsinga frá hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði.
Nýr viðskiptabanki eða sparisjóður skal greiða sérstaklega til sjóðsins 1. mars ár hvert í sjö ár frá því að hann hefur starfsemi hér á landi 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, í fyrsta sinn fullu ári eftir upphaf starfseminnar. Auk þess leggur hlutaðeigandi viðskiptabanki eða sparisjóður fram ábyrgðaryfirlýsingu er stjórn sjóðsins metur gilda fyrir mismun á greiðslu til sjóðsins og lágmarki skv. 1. málsl. þessarar greinar samkvæmt nánari ákvæðum er ráðherra setur í reglugerð.
Nú hrökkva eignir tryggingarsjóða innlánsstofnana ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði og skal þá greiðslu úr sjóðnum skipt þannig milli innstæðueigenda að heildarinnstæða hvers innstæðueiganda allt að 1,7 milljónum króna er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir sjóðsins hrökkva til. Fjárhæð þessi skal bundin við gengi evrópsku mynteiningarinnar ECU miðað við kaupgengi hennar 3. janúar 1995. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt innstæða hafi ekki verið bætt að fullu. Kröfur um innborgun í sjóðinn á grundvelli ábyrgðaryfirlýsinga geta á hverju ári ekki verið hærri en sem nemur einum tíunda hluta af lágmarksstærð sjóðsins skv. 1. mgr. þessarar greinar. Telji stjórn sjóðsins brýna ástæðu til er henni heimilt að taka lán til að greiða innstæðueigendum hrökkvi eignir sjóðsins ekki til.
Komi til greiðslu úr tryggingarsjóðum innlánsstofnana yfirtekur hann kröfu innstæðueiganda á hendur hlutaðeigandi viðskiptabanka, sparisjóði eða þrotabúi.
Nú rennur frestur skv. 1. mgr. út án þess að hlutaðeigandi viðskiptabanki eða sparisjóður hafi uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum og getur ráðherra þá afturkallað starfsleyfi hans að fengnu áliti bankaeftirlitsins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 90. gr. Ákvæði 2. mgr. 90. gr. á ekki við í slíkum tilfellum. Innstæður, sem stofnað er til áður en frestur skv. 1. mgr. rennur út, skulu njóta tryggingarverndar í samræmi við ákvæði 78. gr.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um útibú erlendra viðskiptabanka og sparisjóða hér á landi sem aðild eiga að tryggingarsjóði innlánsstofnunar. Nú rennur frestur skv. 1. mgr. út þegar um er að ræða útibú viðskiptabanka eða sparisjóðs með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og skal þá bankaeftirlitið banna starfsemi þess hér á landi, sbr. 95. gr. Þegar um er að ræða útibú viðskiptabanka eða sparisjóðs með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal ráðherra afturkalla starfsleyfi þess að fengnu áliti bankaeftirlitsins.
Bankaeftirlitið aflar upplýsinga hjá eftirlitsaðila í heimaríki erlends viðskiptabanka eða sparisjóðs um:
Verði breytingar á áður tilkynntum upplýsingum skv. 1.–4. og 6. tölul. í 2. mgr. skal hlutaðeigandi viðskiptabanki eða sparisjóður tilkynna þær bankaeftirlitinu eigi síðar en einum mánuði áður en breytingarnar koma til framkvæmda.
Ákvæði laga um hlutafélög varðandi útibú erlendra hlutafélaga eiga ekki við um útibú skv. 1. mgr.
Viðskiptabanki og sparisjóður skv. 1. mgr. geta notað sama heiti og notað er í heimaríki hlutaðeigandi stofnunar. Sé hætta á að villst verði á nöfnum erlendra og innlendra viðskiptabanka eða sparisjóða sem starfa hér á landi getur bankaeftirlitið farið fram á að nöfn hinna fyrrnefndu verði auðkennd sérstaklega.
1)Rg. 307/1994 og 308/1994.
Um heimildir erlendra viðskiptabanka og sparisjóða, annarra en um ræðir í 1. mgr. 82. gr., til starfsemi hér á landi fer eftir reglum1) sem viðskiptaráðherra setur að fengnum tillögum bankaeftirlitsins.
Eigi síðar en þremur mánuðum eftir að bankaeftirlitið hefur móttekið upplýsingar skv. 1. mgr. skal það senda þær til eftirlitsaðila í gistiríkinu ásamt upplýsingum um eigið fé hlutaðeigandi stofnunar, gjaldfærni og tryggingar innlána. Tilkynning hér að lútandi skal einnig send viðkomandi stofnun. Bankaeftirlitið skal samtímis einnig senda hlutaðeigandi eftirlitsaðilum staðfestingu þess efnis að fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við starfsleyfi viðskiptabankans eða sparisjóðsins.
Bankaeftirlitið getur hafnað beiðni um að senda upplýsingar skv. 2. mgr. telji það ástæðu til að efast um að stjórnunarleg uppbygging og fjárhagsstaða hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs sé nægilega traust til að réttlæta stofnun útibús skv. 1. mgr. Tilkynna skal hlutaðeigandi stofnun svo fljótt sem auðið er um afstöðu bankaeftirlitsins og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku upplýsinga skv. 1. mgr.
Viðskiptabankar og sparisjóðir skulu tilkynna bankaeftirlitinu og lögbærum eftirlitsaðila í því ríki þar sem þeir starfrækja útibú um hverjar þær breytingar sem kunna að verða á áður veittum upplýsingum skv. 1. mgr. eigi síðar en einum mánuði áður en fyrirhugaðar breytingar koma til framkvæmda.
Eigi síðar en einum mánuði frá því að bankaeftirlitið hefur móttekið tilkynningu skv. 1. mgr. framsendir það þessar upplýsingar til lögbærra eftirlitsaðila í viðkomandi ríki ásamt staðfestingu á því að starfsleyfi viðskiptabanka eða sparisjóðs heimili fyrirhugaða starfsemi.
Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal hlutaðeigandi stofnun veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé þess kostur.
Komi til afturköllunar á starfsleyfi viðskiptabanka eða sparisjóðs skal hlutaðeigandi stofnun slitið.
Bankaeftirlitið skal rannsaka fjárhag viðskiptabanka og sparisjóða sem skulu veita allar þær upplýsingar sem eftirlitið telur nauðsynlegar. Í þeim mæli, sem bankaeftirlitið telur nauðsynlegt til að meta fjárhagsstöðu viðskiptabanka eða sparisjóðs, hefur það rétt til að afla upplýsinga og framkvæma vettvangsathugun hjá tengdum fyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum.
Málsmeðferð skv. 1. mgr. fer að ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið eftir því sem við á.
Nú gerist viðskiptabanki eða sparisjóður, sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi og stundar starfsemi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, brotlegur við lög þess ríkis,og lögbær yfirvöld þess ríkis grípa til ráðstafana sambærilegra þeim sem greinir í 1. mgr., og skal þá bankaeftirlitið aðstoða þarlend lögbær yfirvöld við samskipti þeirra við stjórnendur hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóðs.
1)Rg. 21/1997.