Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um stjórn flugmála

1950, nr. 119, 28. desember

1. gr.
        Flugráð, skipað fimm mönnum, hefur á hendi stjórn flugmála undir yfirstjórn ráðherra.1) Þrír þeirra skulu kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til fjögurra ára. Ráðherra skipar í ráðið tvo menn með sérþekkingu á flugmálum, annan til 8 ára og hinn til 4 ára, og sé hinn fyrrtaldi formaður ráðsins. Með sama hætti skulu kosnir og skipaðir 5 varamenn í flugráð.
        Þóknun til flugráðsmanna skal ákveðin af ráðherra, og greiðist hún úr ríkissjóði.

1)Rg. 235/1976.

2. gr.
        [Ráðherra skipar flugmálastjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri veitir Flugmálastjórn Íslands forstöðu og annast daglega stjórn hennar undir yfirstjórn samgönguráðherra. Í erindisbréfi flugmálastjóra, er ráðherra setur að fengnum tillögum flugráðs, skal nánar kveðið á um störf hans.
        Ráðherra ræður framkvæmdastjóra að fengnum tillögum flugmálastjóra og flugráðs. Flugmálastjóri ræður aðra starfsmenn Flugmálastjórnar.
        Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með framkvæmdarvald samkvæmt lögum um loftferðir og öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum á sviði flugmála.]1)

1)L. 83/1997, 139. gr.

3. gr.
        ...1)

1)L. 17/1982.

4. gr.
        Ráðherra setur reglur,1) eftir því sem þurfa þykir, um afnot og rekstur þeirra flugvalla og lendingarstaða, sem um getur í lögum nr. 24 12. febrúar 1945,2) þar á meðal um hvers konar umferð um flugvelli og flugvallasvæði, svo og um alla framkvæmd laga þessara. Brot gegn slíkum reglum varða sektum, ...3) varðhaldi eða fangelsi. ...

1)Rg. 94/1957.2)l. 34/1964.3)L. 116/1990, 26. gr.