Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari skv. 1. gr. má aðeins veita þeim sem lokið hefur
Leyfi skv. 1. gr. má enn fremur veita þeim sem ekki uppfyllir skilyrði þessarar greinar en hefur verið skipaður í kennarastöðu eða skólastjórastöðu fyrir gildistöku laga þessara.
Leiki vafi á hvort umsækjandi um leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari skv. 1. gr. fullnægi skilyrðum 2. mgr. 2. gr. skal leita úrskurðar matsnefndar sem menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa tilnefndum af Háskóla Íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennarafélaga og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt.
Matsnefndir úrskurða einnig leiki vafi á hvort umsækjandi um kennslu- eða stjórnunarstarf fullnægi skilyrðum 4., 6., 7., 9. eða 10. gr.
Nám kennara skal metið í námseiningum og skal hver eining jafngilda námsvinnu einnar viku. Mat samkvæmt þessu kerfi skal staðfest af matsnefnd, sbr. 1. eða 2. mgr. þessarar greinar.
Matsnefndir leita upplýsinga og umsagna kennarasamtaka og sérfræðinga eftir því sem við á en starfssvið hennar og starfshætti skal skilgreina nánar í erindisbréfi.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari við grunnskóla í handmennt, myndmennt, tónmennt eða í heimilisfræðum skal umsækjandi hafa tekið viðkomandi grein sem valgrein í almennu kennaranámi eða lokið sérnámi í viðkomandi grein ásamt fullgildum prófum sem miðast við kennslu í grunnskóla. Námið skal jafngilda a.m.k. 90 einingum. Þar af skulu eigi færri en 30 einingar vera nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og eigi færri en 30 einingar í sérgrein.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari í íþróttum við grunnskóla skal umsækjandi hafa lokið
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari nemenda með sérþarfir í almennum skólum á grunnskólastigi skal grunnskólakennari hafa lokið
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari við sérdeildir eða skóla fyrir börn með sérþarfir skal grunnskólakennari hafa lokið
Heimilt er að setja kennara með fullgilt kennarapróf við sérdeildir eða skóla fyrir börn með sérþarfir um eins árs skeið til reynslu enda sérhæfi hann sig til starfsins ef hann óskar að starfa áfram við stofnunina.
Til skipunar, setningar eða ráðningar í eftirtalin kennslustörf við framhaldsskóla gilda auk þess eftirtalin skilyrði:
Til þess að vera skipaður skólastjóri við grunnskóla eða framhaldsskóla skal umsækjandi hafa kennsluréttindi á viðkomandi skólastigi og hafa kennt þar í a.m.k. tvö ár, þar af a.m.k. eitt ár sem settur skólastjóri. Séu sérstök ákvæði í lögum um skólastjóra sérskóla skal umsækjandi einnig fullnægja þeim ákvæðum.
1)Nú l. 66/1995.
Um meðferð umsókna um kennslu- og stjórnunarstörf við grunnskóla vísast til IV. kafla laga nr. 63/1974, um grunnskóla.1)
Þegar fjallað er um umsóknir um kennslu- og stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal leita umsagna skólastjóra og skólanefndar þar sem þær eru starfandi. Leita skal umsagnar skólanefndar ef um stöðu skólastjóra er að ræða.
Auglýsa skal öll laus kennslu- og stjórnunarstörf. Í auglýsingum skal m.a. tilgreina sérsvið, þ.e. aðalkennslugreinar og aldursstig nemenda. Nú er heimilt að ráða stundakennara skv. 12. gr. og getur skólastjóri þá ráðið grunnskólakennara eða framhaldsskólakennara án undangenginnar auglýsingar.
Sæki fleiri en einn kennari um sama starf og uppfylli allir umsækjendur þær kröfur sem gerðar eru skal við veitingu starfsins m.a. taka tillit til menntunar, kennsluferils, starfsaldurs, starfsreynslu og umsagna um starfshæfni umsækjenda.
Stundakennara má þó ráða
Stundakennara skv. a-, b- og d-liðum skal ráða með ráðningarsamningi eigi lengur en til eins árs í senn með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
1)Rg. 507/1986.
Nú sækir enginn grunnskólakennari samkvæmt lögum þessum um auglýst kennslustarf þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágunefndar grunnskóla við menntamálaráðuneytið til að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda til kennslustarfa.
Ef hvorki skólastjóri, neinn skólanefndarmaður eða fræðslustjóri mælir með umsókn grunnskólakennara getur skólastjóri þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. leitað til undanþágunefndar grunnskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann.
Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og skal hann þá ráðinn með sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið grunnskólakennari og má ekki endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.
Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar samkvæmt þessari grein skal leita úrskurðar menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd grunnskóla til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennarafélaga, einum fulltrúa tilnefndum af Kennaraháskóla Íslands og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt.
Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð.1)
1)Rg. 506/1986.
Nú sækir enginn framhaldsskólakennari samkvæmt lögum þessum um auglýst kennslustarf þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágunefndar framhaldsskóla við menntamálaráðuneytið um að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda til kennslustarfa.
Ef hvorki skólastjóri né neinn skólanefndarmanna mælir með umsókn framhaldsskólakennara um kennslustarf getur skólastjóri þrátt fyrir ákv. 2. mgr. leitað til undanþágunefndar framhaldsskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann.
Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og skal hann þá ráðinn með sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið framhaldsskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.
Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar samkvæmt þessari grein skal leita úrskurðar menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennarafélaga, einum fulltrúa tilnefndum af Háskóla Íslands og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt. Þegar fjallað er um málefni sérskóla skal kveðja til sérmenntaðan mann á því sviði sem um er að ræða.
Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð.1)
1)Rg. 457/1987.