Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ráðherra skipar einn stjórnarmanna formann og annan varaformann.
Stjórnin markar bókasafninu stefnu, hefur umsjón með gerð starfs- og fjárhagsáætlana safnsins og eftirlit með starfsemi þess.
Forstöðumaður bókasafnsins, landsbókavörður, situr fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétt, svo og einn fulltrúi starfsmanna bókasafnsins.
Menntamálaráðherra ákveður stjórnarmönnum þóknun.
Heimilt er að endurskipa landsbókavörð einu sinni án þess að staðan sé auglýst að fenginni umsögn stjórnar.
Landsbókavörður annast daglegan rekstur og stjórn bókasafnsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við. Landsbókavörður skal árlega semja tillögu að starfsáætlun og fjárhagsáætlun bókasafnsins og leggja fyrir stjórn þess.
Landsbókavörður ræður jafnframt aðra starfsmenn bókasafnsins.
1)Rg. 540/1994 og 558/1994.
Safnið er rannsóknarbókasafn sem skal halda uppi ávirkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs.
Kveðið skal nánar á um hlutverk bókasafnsins í reglugerð.
Rekstur, endurnýjun og viðhald fasteigna, búnaðar og tækja greiðist úr ríkissjóði og er sérstakur fjárlagaliður.
Stjórn bókasafnsins er einnig heimilt að semja við aðrar stofnanir um að annast ákveðna þjónustu sem bókasafninu er að lögum falið að rækja.
Enn fremur getur bókasafnið með samþykki menntamálaráðuneytis gert samkomulag við aðrar stofnanir um að litið sé á ritakost þeirra sem hluta af íslenskum þjóðbókakosti.
1)Rg. 541/1994 og 558/1994.
Í reglugerð má ákveða viðurlög við brotum notenda á reglum bókasafnsins.
...
Allar bækur, handrit og önnur gögn Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns skulu verða eign Landsbókasafns Íslands -- Háskólabókasafns hinn 1. desember 1994.
Ákvæði um Landsbókasafn Íslands og Háskólabókasafn í lögum um skylduskil til safna, nr. 43/1977, skulu eiga við Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn frá og með 1. desember 1994.
Stofnkostnaður Landsbókasafns Íslands -- Háskólabókasafns greiðist úr ríkissjóði.
Strax eftir að lög þessi hafa tekið gildi skal stjórn bókasafnsins skipuð. Staða landsbókavarðar skal auglýst laus til umsóknar með fjögurra vikna fyrirvara svo fljótt sem því verður við komið.
Þá skulu stöður annarra starfsmanna safnsins auglýstar lausar til umsóknar við fyrstu hentugleika.