Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, sbr. þó II. kafla.
Í starfsemi sinni er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
Sjóðnum er heimilt að nýta sér afl atkvæða sinna í samræmi við hlutafjáreign sína.
Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs er heimilt að semja við aðra aðila um vistun sjóðsins eða tiltekna þjónustu honum til handa, með samþykki ráðherra.
1)Rg. 770/1997.
Auk stofnfjár skv. 1. mgr. skal ríkissjóður greiða Nýsköpunarsjóði 1.000 millj. kr. af söluandvirði hlutafjár í eigu ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Höfuðstól samkvæmt þessari málsgrein skal halda aðgreindum frá bókhaldi og reikningum sjóðsins og verja til hlutabréfakaupa í því skyni að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Stjórn Nýsköpunarsjóðs skal bjóða út vörslu fjárins og ráðstöfun í einingum með það að markmiði að hámarka arð eignarinnar samkvæmt nánari reglum1) sem viðskiptaráðherra setur að fengnum tillögum stjórnarinnar. Útboðnar einingar skulu leystar upp 7–10 árum eftir að þær eru boðnar út og rennur andvirði þeirra í ríkissjóð. Ákvæði 2. mgr. 9. gr. á ekki við um ráðstöfun fjár samkvæmt þessari málsgrein.
Til verkefna sjóðsins skv. 2. gr. má ekki verja hærri upphæð en svo að afskriftir vegna verkefnanna rúmist innan ramma rekstraráætlunar. Rekstraráætlun sjóðsins skal miðast við að ekki sé gengið á eigið fé hans.
Hlutverk tryggingardeildar útflutningslána skal vera:
Með stjórn deildarinnar fer sérstök stjórnarnefnd sem í eiga sæti fimm menn. Þar af skal einn maður tilnefndur af stjórn Nýsköpunarsjóðs sitja í nefndinni og fulltrúar fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra. Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs fer með daglegan rekstur deildarinnar.
Tryggingardeild útflutningslána tekur við eignum og skuldbindingum tryggingardeildar útflutningslána sem starfrækt er samkvæmt lögum nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, og er stofnfé hinnar nýju deildar ekki hluti af stofnfé sjóðsins skv. 1. mgr. 7. gr.
Tekjuafgangur leggst í sérstakan varasjóð og skal honum varið til greiðslu tjónabóta. Nægi fé deildarinnar, þar með talinn varasjóður, ekki til greiðslu tjónabóta skal greiða það sem á vantar úr Ríkisábyrgðasjóði.
Ríkissjóður ábyrgist að öðru leyti skuldbindingar deildarinnar.
Heildarskuldbindingar tryggingardeildar útflutningslána vegna trygginga á útflutningslánum og kröfum mega aldrei nema hærri fjárhæð en jafnvirði 100 millj. sérstakra dráttarréttinda (SDR).
Stjórnarnefnd tryggingardeildar setur deildinni nánari starfsreglur sem háðar skulu samþykki fjármálaráðherra.
Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.
1)Rg. 769/1997.
Allur kostnaður af stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins greiðist af honum.