Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samningur um minni rétt til handa launþegum en lög þessi ákveða er ógildur.
Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.
Í vinnu við landbúnað og síldveiðar má veita allt að helmingi orlofsins utan orlofstímabilsins.
Aðilar geta með samkomulagi vikið frá reglum þessarar greinar um skiptingu orlofs. Orlofi skal þó alltaf lokið fyrir lok orlofsársins.
Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof fyrir þann tíma á hann rétt á að fá orlofslaun sín greidd ef hann sannar veikindi sín á sama hátt og að ofan greinir.
Orlofslaun reiknast við hverja launagreiðslu þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns að lágmarki 10,17% miðað við lágmarksorlof skv. 3. gr. Reiknuð orlofslaun fyrir hvert launatímabil skulu kauptryggð þannig að deilt skal í fjárhæð áunninna orlofslauna með dagvinnukaupi starfsmannsins. Orlofslaun fyrir hvert launatímabil reiknast samkvæmt þessu í dagvinnutímum og skulu þau skráð sérstaklega á launaseðil við hverja launagreiðslu, bæði samtala áunninna orlofslauna frá upphafi orlofsárs og orlofslaun vegna þess greiðslutímabils.
Launþega skulu greidd áunnin orlofslaun samkvæmt framanskráðu næsta virkan dag fyrir töku orlofs og greiðast þau miðað við dagvinnutímakaup starfsmannsins eins og það er fyrsta dag orlofsins.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er heimilt að greiða mánaðarkaupsmönnum orlofslaun á sama tíma og reglubundnar launagreiðslur fara fram, enda sé meiri hluti þeirra því samþykkur. Þá er stéttarfélögum einnig heimilt að semja um þá framkvæmd að orlofslaun séu jafnharðan greidd á sérstaka orlofsreikninga launþega hjá banka eða sparisjóði. Skal í slíkum samningi tryggt að sá aðili, sem tekur að sér vörslu orlofslauna, geri upp áunnin orlofslaun, þ.e. höfuðstól og vexti, til launþega við upphaf orlofstöku. Skylt er að afhenda félagsmálaráðuneytinu þegar í stað eintak af slíkum samningi og tilkynna um slit hans.
Orlofslaun reiknast ekki af orlofslaunum.
Ábyrgðasjóðurinn skal þegar í stað skora á vinnuveitanda að greiða kröfuna, en beri það ekki árangur skal ábyrgðasjóðurinn innleysa kröfuna frá launþeganum. Skal það gert innan þriggja vikna frá því að krafa launþegans á hendur ábyrgðasjóðnum var sett fram.
Á innleysta orlofskröfu ábyrgðasjóðsins falla 7,5% viðurlög við innlausnina. Á kröfuna reiknast síðan mánaðarlegir dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum, nr. 25/1987, fyrst 15 dögum eftir innlausn.
Kröfur ábyrgðasjóðsins vegna innleystrar orlofslaunakröfu eru aðfararhæfar samkvæmt lögum nr. 90/1989. Krafan nýtur sama réttar og krafa launþegans hefði notið í þrotabúi vinnuveitandans.
Ábyrgð á vangreiddu orlofi samkvæmt grein þessari, svo og kostnað af rekstri málaflokksins, skal fjármagna með ábyrgðargjaldi því sem innheimt er skv. 3. gr. laga nr. 53/1993, um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.]1)