Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Yfirskattanefnd skal úrskurða kærur um öll gjöld sem skattstjórar og ríkisskattstjóri úrskurða um skv. 1. mgr.
Yfirskattanefnd skal úrskurða um sektir skv. 107. gr., sbr. 108. gr., laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, skv. 30. gr., sbr. 31. gr., laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, [skv. 40. gr., sbr. 41. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, skv. 38.--40. gr., sbr. 41. gr., laga nr. 145/1994, um bókhald, og skv. 84.--87. gr., sbr. 88. gr., laga nr. 144/1994, um ársreikninga].1)
1)37/1995, 8. gr.
Ríkisskattstjóra og eftir atvikum viðkomandi sveitarfélagi er heimilt að kæra úrskurði skattstjóra til nefndarinnar með sama hætti og skattaðilar og að uppfylltum sömu skilyrðum.
Ríkisskattstjóri skal koma fram gagnvart yfirskattanefnd fyrir hönd gjaldkrefjenda. Við ákvörðun sekta kemur skattrannsóknarstjóri fram sem kröfuaðili.
Kærur skattaðila skulu vera skriflegar og studdar nauðsynlegum gögnum. Heimilt er yfirskattanefnd að krefja skattaðila um frekari upplýsingar ef hún telur ástæðu til.
[Kæra til yfirskattanefndar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.]1)
Ríkisskattstjóri skal í tilefni af málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd afla frumgagna skattstjóra varðandi hina kærðu ákvörðun skattstjóra.
Ríkisskattstjóri skal hafa lagt fyrir yfirskattanefnd innan 45 daga, frá því að honum barst endurrit kæru, rökstuðning í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda og nauðsynleg gögn er hann hefur aflað frá skattstjóra.
Ef mál er flókið, hefur að geyma vandasöm úrlausnarefni, er sérlega þýðingarmikið eða varðar ágreining um grundvallaratriði í skattarétti eða reikningsskilum er yfirskattanefnd heimilt að ákveða sérstakan málflutning. Skal yfirskattanefnd þá afgreiða mál skv. 4. mgr. 9. gr. og eftir atvikum 10. gr.
Sé eigi þörf á sérstökum málflutningi að mati nefndarinnar skal taka mál til uppkvaðningar úrskurðar að fenginni skriflegri kæru skattaðila og umsögn ríkisskattstjóra.
Ríkisskattstjóri skal rökstyðja kröfur sínar og rita greinargerð í málum fyrir yfirskattanefnd að því marki sem hann telur ástæðu til. Jafnframt skal ríkisskattstjóri senda viðbótarupplýsingar ef málavextir þykja vera þess eðlis að ástæða sé til þess að afla frekari gagna. Yfirskattanefnd er ætíð heimilt að afla frekari gagna eða upplýsinga máli til skýringa ef hún telur málið ekki nægilega upplýst.
[Nú hefur yfirskattanefnd ákveðið sérstakan málflutning skv. 2. mgr. 7. gr. og skal frestur skv. 1. mgr. þá vera sex mánuðir og skal nefndin senda aðilum máls tilkynningu um þá ákvörðun sína.]1)
Formaður yfirskattanefndar hefur yfirstjórn hennar með höndum og ber á henni ábyrgð. Hann fer með fyrirsvar nefndarinnar út á við. Formaður úthlutar nefndarmönnum málum til meðferðar og skipar þeim í deildir ef yfirskattanefnd starfar deildaskipt. Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum hans þegar formaður er forfallaður eða fjarstaddur. Hann skipar forsæti þegar formaður situr eigi í nefnd.
Í hverju máli skulu þrír nefndarmenn úrskurða eftir nánari ákvörðun formanns yfirskattanefndar.
Hafi yfirskattanefnd ákveðið sérstakan málflutning, sbr. 2. mgr. 7. gr., skulu fimm nefndarmenn taka þátt í úrlausn máls.
Með slíkt mál skal skattstjóri fara skv. 99. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og ljúka úrskurði innan tveggja mánaða frá því að honum barst málið til meðferðar frá yfirskattanefnd.
Þá er nefndarmanni óheimilt að sitja í nefndinni til úrskurðar um kærumál skattaðila sem hann hefur haft afskipti af í fyrri störfum sínum og varðar skattákvörðun viðkomandi.
Um innheimtu sekta gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum sem talin eru upp í 2. gr. laga þessara.
...
...