Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nefndin skal í samráði við sveitarfélögin láta gera verndaráætlun þar sem fram kemur hvernig ná skuli þeim markmiðum sem sett eru með vernd svæðisins. Áætlun þessi skal send ráðherra til staðfestingar.
Í starfi sínu skal nefndin gæta samráðs við sveitarstjórnir, náttúruverndarnefndir, [Náttúruvernd ríkisins],1) minjaverði og yfirvöld þjóðminjavörslu.
Nefndin skal árlega gefa ráðherra skýrslu um störf sín.
Menntamálaráðherra setur, að fengnum tillögum Breiðafjarðarnefndar og að fenginni umsögn þjóðminjaráðs og húsafriðunarnefndar ríkisins eftir því sem við á, reglugerð um vernd menningarsögulegra minja á svæðinu, þar á meðal byggðarheildar gamalla húsa í Flatey og vernd sjóminja.
Þar sem ekki eru fyrir hendi samþykktar skipulagsáætlanir á því landsvæði sem um getur í 2. gr. er hvers konar mannvirkjagerð óheimil, svo og jarðrask, nema að fengnu samþykki Breiðafjarðarnefndar.
Framkvæmdir, sem nauðsynlegar og eðlilegar teljast til búskapar á lögbýlum, eru leyfilegar nema spjöllum valdi á menningarsögulegum minjum, náttúruminjum eða lífríki að dómi Breiðafjarðarnefndar eða þjóðminjaráðs þegar um fornleifar er að ræða.
Ráðherra getur með reglugerð heimilað framangreindum stofnunum að standa sameiginlega að starfrækslu náttúrurannsóknastöðvar á svæðinu á grundvelli laga nr. 60/1992. Rannsóknastöðin getur leitað eftir fjárstuðningi innlendra og erlendra aðila við starfsemi sína og einstök verkefni.
Beita má dagsektum er renna í ríkissjóð, allt að 50 þúsund krónum, til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögum þessum og reglugerðum eða láta af atferli sem er ólögmætt.
Um rannsókn og meðferð mála vegna meintra brota á lögum þessum fer að hætti laga um meðferð opinberra mála.