Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með upplýsingum um umhverfismál er einkum átt við upplýsingar sem varða umhverfi og náttúruauðlindir. Enn fremur er átt við upplýsingar um starfsemi eða ráðstafanir sem hafa, eða líklegt er að hafi, óæskileg áhrif á fyrrgreind atriði.
Stjórnvald, sem í hlut á, skal afgreiða beiðni innan fjögurra vikna frá móttökudegi.
Heimilt er að synja beiðni um upplýsingar sem aflað hefur verið fyrir gildistöku laga þessara.
Skylt er stjórnvaldi að rökstyðja synjun skv. 1. og 2. mgr.
Stjórnvald skal gera þeim er upplýsinga óskar grein fyrir því gjaldi sem viðkomandi getur þurft að greiða.
Enn fremur skulu stjórnvöld, sem starfa á vettvangi umhverfismála, gera grein fyrir lagasetningu, úrskurðum og ákvörðunum á sviði umhverfismála að því leyti sem þær snerta almannahagsmuni.