Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.