Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi hagga ekki strangari ákvæðum annarra laga um mat á umhverfisáhrifum.
Beita skal ákvæðum skipulagslaga, nr. 19 21. maí 1964, ásamt síðari breytingum, við framkvæmd þessara laga eins og þau geta átt við.
Enn fremur eru háðar mati á umhverfisáhrifum þær framkvæmdir sem taldar eru upp í fylgiskjali með lögum þessum en ekki eru tilgreindar í 1. mgr.
Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að aðrar framkvæmdir skuli háðar slíku mati í samræmi við alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.
Áður en ákvörðun skv. 1. mgr. er tekin skal ráðherra leita umsagnar framkvæmdaraðila, leyfisveitanda og hlutaðeigandi sveitarstjórna.
Skipulagsstjóri birtir innan tveggja vikna tilkynningu framkvæmdaraðila ásamt meðfylgjandi gögnum skv. 1. mgr. með opinberri auglýsingu. Athugasemdum skal skilað til skipulagsstjóra innan fimm vikna frá birtingu auglýsingar.
Þegar ákvörðun skipulagsstjóra liggur fyrir skal hún kynnt framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta hana opinberlega.
Skipulagsstjóri ríkisins setur almennar leiðsögureglur um framkvæmd matsins að teknu tilliti til sérákvæða í lögum og alþjóðlegra skuldbindinga.
Innan tveggja vikna frá því að skipulagsstjóri hefur tekið á móti niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum skal hann birta þær með opinberri auglýsingu. Athugasemdum skal skilað til skipulagsstjóra innan fimm vikna frá auglýsingu.
Þegar úrskurður skipulagsstjóra liggur fyrir skal hann kynntur framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og sveitarstjórnum sem hlut eiga að máli. Jafnframt skal birta úrskurðinn eða útdrátt úr honum opinberlega.
Almenningur skal eiga greiðan aðgang að úrskurði skipulagsstjóra, svo og niðurstöðum matsins.
Áður en umhverfisráðherra kveður upp úrskurð sinn skal hann leita umsagnar skipulagsstjóra, framkvæmdaraðila, leyfisveitenda og sveitarstjórna sem hlut eiga að máli.
Umhverfisráðherra skal kveða upp rökstuddan úrskurð innan átta vikna frá því er beiðni barst honum.
1)Rg. 179/1994.
1)Í þessari tilskipun merkir ,,hraðbraut``: hraðbraut samkvæmt skilgreiningu í Evrópusamningnum um aðalumferðaræðar milli landa frá 15. nóvember 1975.2)Í þessari tilskipun merkir ,,flugvöllur``: flugvelli samkvæmt skilgreiningunni í Chicago-samþykktinni frá 1944 um stofnun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (14. viðauki).