Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Framleiðslufélagi því, sem um ræðir í grein þessari, skal heimilt að veita sölufélagi samkvæmt 6. gr. laga þessara einkarétt til útflutnings og sölu erlendis á framleiðslu verksmiðjunnar um tiltekinn tíma, eftir því sem um kann að semjast milli stofnenda framleiðslufélagins.
[Hlutafélaginu er enn fremur ætlað, á eigin vegum, með þátttöku í öðrum félögum eða með stofnun dótturfyrirtækja, að tryggja vöxt fyrirtækisins með arðvænlegum fjárfestingum í skyldum greinum og öðrum greinum atvinnurekstrar.]1)
1)Nú l. 2/1995.
Íslenska ríkinu, og hinum erlenda aðila, sem samvinna yrði höfð við um framleiðslu og sölu kísilgúrsins, skal heimilt að vera fullgildir stofnendur framleiðslufélags skv. 1. gr. laganna.
Fulltrúar hins erlenda aðila í stjórn framleiðslufélagsins mega vera erlendir ríkisborgarar og búsettir erlendis. Stjórn félagsins skal þó jafnan skipuð hérlendis búsettum mönnum að meiri hluta. Stjórnendur framleiðslufélagsins þurfa ekki að eiga hlut í félaginu. Stjórnendum skal heimilt að fela öðrum að sækja stjórnarfundi af sinni hálfu með fullu umboði.
Fulltrúar ríkisins í stjórn framleiðslufélagsins og varamenn þeirra skulu kosnir á Alþingi til 4 ára í senn.
Ríkisstjórnin skal bjóða sveitarfélögum á Norðurlandi til kaups hluta af þeim hlutabréfum í framleiðslufélaginu, sem ríkisstjórnin skráir sig fyrir, með þeim skilmálum, sem hún ákveður.
Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 77 27. júní 1921,1) um hlutafélög, skulu ekki takmarka atkvæðisrétt hluthafa í félögunum.
1)Nú l. 2/1995.
Hinum erlenda aðila heimilast að vera fullgildur stofnandi sölufélags samkvæmt grein þessari, án tillits til ákvæða 2. mgr. 4. gr. laga nr. 77 27. júní 1921, um hlutafélög,1) og skal fjöldi hluthafa félagsins óháður ákvæðum 38. gr. þeirra laga. Enn fremur skulu ákvæði 2. tölul. 3. gr., 3. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 5. gr. í lögum þessum gilda um slíkt félag.
1)Nú l. 2/1995.
1)Nú l. 11/1973.
1)L. 17/1995, 1. gr.2)Nú l. 75/1981.3)Nú l. 50/1988.4)VI. kafli l. 64/1965 var afnuminn með l. 41/1978.
Ríkisstjórninni er heimilt að kveða svo á með samningi við hinn erlenda aðila, sem samvinna yrði höfð við um framleiðslu og sölu kísilgúrsins, að því er varðar þóknun fyrir tækni- og stjórnunaraðstoð, er hann kynni að veita framleiðslufélaginu við rekstur verksmiðjunnar, að hann greiði af slíkri þóknun einn tekjuskatt, er nemi 45% af umræddri þóknun, án þess að nokkur kostnaður komi henni til frádráttar við álagningu hans. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða á sama hátt, að eigi skuli skattleggja hlutafjáreign hins erlenda aðila í framleiðslufélaginu og sölufélaginu eða arð af henni, höfuðstól og vexti af lánum hins erlenda aðila til framleiðslufélagsins eða sölufélagsins og greiðslur erlenda aðilans inn á viðskiptareikning sölufélagsins. Hið sama á við um hlutafé og arð annarra erlendra hluthafa í félögum þessum, ef einhverjir yrðu.
Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að kveða svo á með samningi, að framleiðslufélagi skv. 1. gr., sölufélagi skv. 6. gr. og hinum erlenda aðila skuli eigi skylt að greiða hér á landi, umfram tekjuskatt þann, sem að framan greinir, aðra skatta en þá, sem hér segir:
Ríkisstjórninni er heimilt að kveða svo á, að innflutningur framleiðslufélagsins á umbúðum eða efni, sem endurútflutt er frá verksmiðjunni, og útflutningur á framleiðslu hennar og þær sölur, sem fram fara af hálfu framleiðslufélagsins og sölufélagsins sem þáttur í þeim útflutningi, skuli eigi háð aðflutnings- eða útflutningstollum, né heldur sköttum skv. 5. tölul. 3. mgr.
Skattar þeir og gjöld, sem um ræðir í grein þessari, álagning þeirra, greiðsla og innheimta, skulu háð nánari ákvæðum þeirra samninga, sem ríkisstjórnin gerir við hlutaðeigandi aðila.
Þar til gerður hefur verið tvísköttunarsamningur við það eða þau ríki, þar sem viðkomandi starfsmenn eru búsettir, er ríkisstjórninni heimilt að beita ákvæðum tillagna Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) að milliríkjasamþykkt um tvísköttun, að því er varðar skattlagningu á greiðslum, sem inntar yrðu af hendi af aðilum búsettum utan Íslands til starfsmanna, sem hinn erlendi aðili hefur látið sölufélaginu eða framleiðslufélaginu í té við rekstur þeirra hér á landi.
Ríkisstjórninni skal heimilt að veita framleiðslufélagi skv. 1. gr., sölufélagi skv. 6. gr. og hinum erlenda aðila þau leyfi, sem nauðsynleg eru til starfsemi þeirra hér á landi varðandi framleiðslu og sölu á kísilgúr. Ríkisstjórninni skal heimilt að gefa út verslunarleyfi til sölufélagsins, eftir því sem tilgangur þess segir til um, með þeim skilmálum, sem um verður samið við stofnanda þess. Sölufélaginu skal heimilt að hafa reikninga erlendis fyrir gjaldeyristekjur, sem stafa frá sölu þess á framleiðslu kísilgúrverksmiðjunnar, og að ráðstafa fé úr slíkum reikningum í þágu rekstrar síns á Íslandi og til greiðslu ágóðahlutar til hluthafa sinna, enda geri það gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands grein fyrir slíkum reikningsinnstæðum og ráðstöfunum með samkomulagi við þann aðila.
Ráðherra raforkumála fer með mál varðandi hitaveituna, og setur hann nánari reglur um stofnun hennar og rekstur.
Ráðstöfunarfé sjóðsins skal vera:
Stjórn sjóðsins skal skipuð einum fulltrúa framleiðslufélagsins, einum fulltrúa Skútustaðahrepps, einum fulltrúa Húsavíkurbæjar, einum fulltrúa samgönguráðherra, einum fulltrúa umhverfisráðherra og einum fulltrúa iðnaðarráðherra sem jafnframt skal vera formaður stjórnarinnar.
Iðnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um sjóð þennan.]1)
1)L. 17/1995, 4. gr. Brbákv. í þeim lögum.