Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Við framkvæmd á markmiðum laganna skal tryggja heildarsamtökum fatlaðra og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðra.
Stjórnarnefnd skal gera tillögur til félagsmálaráðherra um sérhæfða þjónustu við fatlaða á landsvísu sem er óháð skiptingu í starfssvæði skv. 5. gr. Þá fer stjórnarnefnd með stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra, sbr. 38. gr.
Heimilt skal að skipta starfssvæðum í sérstök þjónustusvæði. Þjónustusvæði geta miðast við einstök sveitarfélög, héraðsnefndir eða byggðasamlög sveitarfélaga, sbr. sveitarstjórnarlög, eða heilsugæsluumdæmi, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu.
Svæðisráð skulu hafa eftirtalin verkefni:
[Í svæðisráði sitja sjö fulltrúar og skulu þeir skipaðir af ráðherra til 1. janúar 1999. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið skulu tilnefna sinn fulltrúann hvor og svæðisbundin samtök sveitarfélaga þrjá og skal einn þeirra vera félagsmálastjóri á svæðinu. Jafnframt skal héraðslæknir eiga sæti í svæðisráði. Ráðherra skipar einn fulltrúa án tilnefningar. Svæðisráð skal kveðja á sinn fund fólk með sérþekkingu á skólamálum þegar ástæða er til.]1)
Svæðisráð kýs sér sjálft formann.
Félagsmálaráðherra setur reglugerð um störf svæðisráða.
Þjónustustofnanir þessar skulu starfræktar á hverju svæði eftir því sem þörf er á:
Félagsmálaráðherra er heimilt að bæta við þjónustustofnunum eða fella niður að fenginni umsögn stjórnarnefndar.
Félagsmálaráðherra veitir leyfi fyrir starfsemi nýrra stofnana, svo og fyrir meiri háttar breytingum á starfsemi stofnana að fengnum tillögum svæðisráða og stjórnarnefndar.
Félagsmálaráðherra veitir starfsleyfi skv. 3.–6. tölul. þessarar greinar.
Búseta fatlaðra samkvæmt lögum þessum skal vera í íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.
Verði ágreiningur um afgreiðslu umsóknar fjallar svæðisráð um það mál.
[Ráðherra skipar framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa til 1. janúar 1999 að fenginni umsögn svæðisráða.]1) Framkvæmdastjórum skal sett erindisbréf.
Félagsmálaráðherra setur reglugerð um starfsemi svæðisskrifstofa.
Þegar sveitarfélögin annast þjónustu við fatlaða að öllu leyti á sérstökum þjónustusvæðum, sbr. 5. gr., skulu greiðslur miðast við fjölda fatlaðra á svæðinu og þörf þeirra fyrir þjónustu annars vegar, svo og sannanlegan rekstrarkostnað einstakra stofnana hins vegar.
Þegar sveitarfélög annast einstaka þjónustuþætti skal miða greiðslur við sannanlegan rekstrarkostnað. Félagsmálaráðherra setur reglugerð um samninga við sveitarfélögin samkvæmt grein þessari.
Félagsmálaráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hlutverk og verkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar skal hafa sérþekkingu á málefnum fatlaðra og skal hann bera ábyrgð á faglegri starfsemi og samskiptum við aðrar stofnanir. Framkvæmdastjóri skal bera ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar og hafa umsjón með daglegum rekstri. [Félagsmálaráðherra skipar forstöðumann til fimm ára að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar. Forstöðumaður ræður aðra starfsmenn.]1)
Stjórn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins skipa fimm menn. Skulu Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp tilnefna sinn aðilann hvor, stjórnarnefnd einn en ráðherra skipar tvo án tilnefningar, þar af annan formann.
1)Nú l. 78/1994.
Um læknisfræðilega endurhæfingu fer samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Svæðisskrifstofur eða sveitarfélög, sbr. 13. gr., annast mat á þörf á aðstoð skv. 1.–2. tölul.
Félagsmálaráðherra setur reglugerð1) um framkvæmd þessara ákvæða, svo sem skilyrði sem uppfylla þarf til að njóta aðstoðarinnar og viðmiðunarreglur um fjárhæð styrkja.
1)Rg. 550/1994.
1)Rg. 376/1996.
Veita skal fötluðum starfsþjálfun í almennum fyrirtækjum eða stofnunum þar sem því verður við komið. Í þeim tilvikum skal gera sérstakan samning þar sem m.a. er kveðið á um þjálfunartímabil og greiðslu kostnaðar.
Heimilt er sveitarstjórn að skipa samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, með þátttöku samtaka fatlaðra, sem m.a. geri tillögur um forgangsröðun verkefna á sviði ferlimála.
Jafnframt skulu fatlaðir eiga rétt á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir skv. 1.–4. tölul. 9. gr. og vegna annarrar sértækrar þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega.
Trúnaðarmaður fylgist með högum hinna fötluðu og skulu forstöðumenn viðkomandi heimila veita honum nauðsynlegar upplýsingar þar að lútandi. Sé um að ræða skráðar upplýsingar um persónuleg atriði eða upplýsingar um einkafjármuni hins fatlaða skal leitað eftir samþykki hans.
Telji hinn fatlaði að réttur hans sé fyrir borð borinn getur hann tilkynnt það trúnaðarmanni sem veitir honum nauðsynlegan stuðning og kannar málið tafarlaust. Að lokinni könnun metur trúnaðarmaður hvort málið skuli lagt fyrir svæðisráð. Sama gildir telji trúnaðarmaður að réttur hins fatlaða sé ekki virtur.
Telji aðstandendur fatlaðra, hagsmunasamtök fatlaðra eða aðrir sem láta sig hag fatlaðra varða að réttur fatlaðra á heimili fatlaðra skv. 3.–6. tölul. 10. gr. sé ekki virtur skal tilkynna það trúnaðarmanni sem kannar málið tafarlaust. Að lokinni könnun metur trúnaðarmaður hvort málið skuli lagt fyrir svæðisráð.
Svæðisráð sér um að mál samkvæmt þessari grein fái þá meðferð sem við á hverju sinni, lögum samkvæmt. Trúnaðarmaður veitir hinum fatlaða stuðning við meðferð málsins sé þess óskað.
Sjóðstjórn gerir tillögur til ráðherra um úthlutun.
1)Sjá einnig ákvæði l. 130/1997, 3. gr.2)L. 161/1996, 4. gr.
1)Nú l. 78/1994.2)L. 130/1997, 4. gr.
Félagsmálaráðherra skal setja reglur um greiðslu kostnaðar við ferðir fatlaðra utan af landsbyggðinni til og frá Greiningarstöð ríkisins sem greiðist úr ríkissjóði. Skal þar höfð hliðsjón af reglum um ferðakostnað sjúklinga innan lands samkvæmt lögum um almannatryggingar, eftir því sem við á.
1)Rg. 142/1993, 273/1993, 204/1994, 555/1994, 155/1995 og 376/1996.