1. gr. Allir skattar og opinber gjöld svo og greiðslur til opinberra aðila fyrir hvers konar leyfisbréf, skírteini, skráningar og vottorð, hvort sem þær eru innheimtar samkvæmt aukatekjulögum eða öðrum heimildum, skulu lögð á í heilum krónum þannig að lægri fjárhæð en 50 aura skal færa niður í næstu heila krónu en 50 aura eða hærri fjárhæð skal hækka upp í næstu heila krónu.