Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Lög þessi taka bæði til peningaseðla og peninga sleginna úr málmi (myntar).
Gildir þetta um allar greiðslur samkvæmt skjölum þessum, svo og hvers konar aðrar munnlegar og skriflegar greiðsluskuldbindingar, sem eigi hafa verið inntar af hendi fyrir 1. janúar 1981.
Frá og með 1. júlí 1981 skulu seðlar þeir og mynt, sem út var gefin fyrir 1. janúar 1981, hætta að vera lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna. Seðlabanka Íslands er þó skylt að innleysa þá seðla og mynt í 18 mánuði eftir lok sex mánaða frestsins.
Sömu reglur og greinir í 1. og 2. mgr. skulu gilda um frímerki, sparimerki, stimpilmerki og önnur hliðstæð heimildarskjöl, að öðru leyti en því, að útgefandi er innlausnarskyldur.
1)Rg. 117/1980 og 253/1980.