Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Seðlabankinn skal eigi sjaldnar en tvisvar á ári senda ráðherra greinargerð um þróun og horfur í peningamálum, greiðslujafnaðar- og gengismálum.
Seðlar og mynt, sem bankinn gefur út, skulu vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði.
Ráðherra ákveður að fengnum tillögum Seðlabankans lögun, útlit og fjárhæð seðla þeirra og myntar, sem bankinn gefur út, og lætur birta auglýsingu um það efni.1)
Þegar sérstaklega stendur á má ákveða í reglugerð að Seðlabankinn taki við innlánum frá öðrum peningastofnunum en greinir í 1. mgr.
Seðlabankinn setur nánari reglur2) um viðskipti sín samkvæmt þessari grein.
Seðlabankanum er heimilt að veita innlánsstofnunum lán með þeim kjörum að höfuðstóll lánsins sé greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri, endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta sé háð breytingum á gengi ákveðins erlends gjaldeyris eða breytingum á gengi íslenskrar krónu. Sé höfuðstóll greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri skal innlánsstofnun greiða lántaka lánsfé í íslenskum krónum miðað við kaupgengi hins erlenda gjaldeyris á lántökudegi. Með erlendum gjaldeyri er einnig átt við reikningseiningar sem byggðar eru á fleiri en einum gjaldmiðli og notaðar eru í almennum lánsviðskiptum á alþjóðamarkaði.
Seðlabankinn setur nánari reglur1) um viðskipti sín samkvæmt þessari grein.
1)L. 11/1989, 1. gr.2)Rg. 420/1997.3)Rg. 506/1996. Rg. 419/1997. Rg. 421/1997.
Seðlabankinn getur ákveðið að tiltekinn hluti aukningar innlána eða ráðstöfunarfjár við hverja stofnun skuli bundinn á reikningi í bankanum enda fari heildarinnlánsfé eða ráðstöfunarfé, sem viðkomandi stofnun sé skylt að eiga í Seðlabankanum, ekki fram úr því hámarki sem sett er í 1. mgr.
Seðlabankinn setur nánari reglur2) um grundvöll og framkvæmd bindingar skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar að fengnu samþykki ráðherra.
[Seðlabankanum er enn fremur heimilt að setja innlánsstofnunum reglur3) um lágmark eða meðaltal lauss fjár sem þeim ber ætíð að hafa yfir að ráða. Með lausu fé er átt við íslenskan gjaldmiðil í sjóði, óbundin nettóinnlán í íslenskum gjaldmiðli í bönkum, heildareignir að frádregnum heildarskuldum, sem bundnar eru gengi erlendra gjaldmiðla, ríkisvíxla eða aðrar sambærilegar eignir.]1)
[Seðlabankanum er heimilt að setja innlánsstofnunum reglur3) um gengisbundnar eignir og skuldir þeirra (gjaldeyrisjöfnuð), svo og endurlánajöfnuð sem miði að því að hlutaðeigandi innlánsstofnanir skuli sjá til þess að slíkar eignir séu í jafnvægi þannig að gengisáhætta sé sem minnst. Seðlabankinn getur beitt innlánsstofnanir viðurlögum samkvæmt ákvæðum 41. gr. sé ákvörðunum bankans í þessum efnum ekki hlítt.]1)
[Seðlabankinn getur að fengnu samþykki ráðherra bundið vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum til að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir og eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum Íslendinga, svo og til að draga úr óhæfilegum vaxtamun milli inn- og útlána að teknu tilliti til annarra tekna innlánsstofnana.
Hafi Seðlabanki Íslands hlutast til um vexti hjá innlánsstofnunum á grundvelli þessarar greinar getur bankinn, meðan sú íhlutun varir, að fengnu samþykki ráðherra, bundið ávöxtunarkröfur og annað endurgjald fyrir fjármagn í viðskiptum eignarleigufyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða takmörkunum sem miðast við hliðstæða áhættuflokka. Setur Seðlabankinn um það nánari reglur.]1)
Ákvarðanir Seðlabankans skv. 2. mgr. skulu birtar í Lögbirtingablaði.
Seðlabankanum er heimilt að veita ríkissjóði lán til skamms tíma. Skulu slík lán greiðast upp innan þriggja mánaða frá lokum hvers fjárhagsárs með lántöku eða annarri fjáröflun utan Seðlabankans. Ríkisvíxlar, skuldabréf og önnur verðbréf, sem eru gefin út af ríkissjóði og Seðlabankinn kaupir á verðbréfamarkaði eða af peningastofnunum til þess að stuðla að jafnvægi á peningamarkaði, skulu ekki teljast lán til ríkissjóðs samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
Seðlabankanum er heimilt að stofna til skuldbindinga innanlands með útgáfu verðbréfa með ákvæði þess efnis að höfuðstóll og/eða vextir séu bundnir gengi erlends gjaldeyris. Um skattalega meðferð bréfanna gilda sömu reglur og gilda hverju sinni um innlán í bönkum og sparisjóðum.
Verkefni þetta skal falið sérstakri deild í bankanum er nefnist bankaeftirlit og starfar hún undir yfirstjórn bankastjórnar og bankaráðs. Ráðherra skipar forstöðumann bankaeftirlitsins og skal hann eigi skipaður til lengri tíma en [fimm]1) ára í senn. Forfallist forstöðumaður um stundarsakir getur ráðherra að fengnum tillögum bankaráðs sett mann í hans stað.
Sérstök samstarfsnefnd ráðuneytis og Seðlabanka fylgist með starfsemi bankaeftirlitsins. Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúi ráðuneytis, einn bankastjóri Seðlabankans og forstöðumaður bankaeftirlitsins. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.
Hafi stjórn innlánsstofnunar vanrækt skyldu sem á henni hvílir samkvæmt lögum, reglugerðum eða samþykktum getur bankaeftirlitið boðað til fundar í stjórn stofnunarinnar um leiðir til úrbóta. Fulltrúi bankaeftirlitsins skal sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétti og stýrir hann fundinum.
Bankaeftirlitinu er heimilt að gera athugasemdir ef það telur hag eða rekstur innlánsstofnunar óheilbrigðan enda þótt ákvæði 1. og 2. mgr. eigi ekki við.
Sé kröfum eða athugasemdum bankaeftirlitsins um úrbætur ekki sinnt getur það gripið til viðurlaga gagnvart innlánsstofnun, sbr. 41. gr. Bankaeftirlitinu er þá einnig heimilt að skipa fulltrúa sinn eftirlitsmann með viðkomandi stofnun. Er stofnuninni skylt að veita eftirlitsmanninum aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum, verðmætum og öðrum gögnum, sem hún hefur í sinni vörslu, og veita að öðru leyti þær upplýsingar sem eftirlitsmaður óskar eftir. Eftirlitsmaðurinn hefur rétt til að sitja fundi í stjórn stofnunarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Kostnaður við störf eftirlitsmanns greiðist af viðkomandi innlánsstofnun.
Kröfur, athugasemdir og fyrirhugaðar aðgerðir bankaeftirlitsins samkvæmt þessari grein skulu þegar í stað tilkynntar ráðherra, bankaráði hlutaðeigandi viðskiptabanka og félagsstjórn sé um aðra innlánsstofnun að ræða. Þá skal Seðlabankinn gefa ráðuneytinu skýrslu um starfsemi bankaeftirlitsins eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
Seðlabankinn skal hvern þann dag, sem bankastofnanir eru almennt opnar til viðskipta, skrá sérstaklega, á þeim tíma dagsins sem hann ákveður, gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Það skal notað til viðmiðunar í opinberum samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli aðila þegar önnur gengisviðmiðun er ekki sérstaklega tiltekin.
Þegar sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn fellt niður eigin gengisskráningu og takmarkað eða stöðvað viðskipti á skipulögðum gjaldeyrismarkaði.
Seðlabankanum er heimilt að setja nánari reglur1) um gengisskráningu og viðskipti á gjaldeyrismarkaði.]2)
Enn fremur er Seðlabankanum heimilt að taka lán erlendis í því skyni að endurlána fé þetta innanlands enda komi ábyrgð ríkissjóðs til við endurlánin.
1)Rg. 211/1988.
Í reglugerð, er ráðherra gefur út að fengnum tillögum Seðlabankans samkvæmt ákvæðum þessara laga og laga um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, skal setja nánari reglur um meðferð gjaldeyris og framkvæmd gjaldeyriseftirlits.1)
Skylt skal öllum aðilum, sem hlut eiga að máli, að láta bankanum í té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda vegna hagskýrslugerðar og nýtur hann í þessu efni sömu réttinda og Hagstofa Íslands og liggja sömu viðurlög við ef út af er brugðið.
Ráðherra skipar bankastjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankastjórar skulu eigi skipaðir til lengri tíma en [fimm]1) ára í senn.
Forfallist bankastjóri um stundarsakir getur ráðherra að fengnum tillögum bankaráðs sett mann í hans stað.
Bankastjórnin heldur fundi svo oft sem þurfa þykir og hvenær sem einhver bankastjóranna óskar þess.
Undirskrift tveggja bankastjóra þarf til að skuldbinda bankann. Þó er bankaráðinu heimilt að veita tilteknum starfsmönnum bankans umboð til þess að skuldbinda bankann með undirskrift sinni í tilteknum málefnum. Skal nánar kveðið á um umboð til skuldbindingar í reglugerð.
Bankastjórum og aðstoðarbankastjórum er óheimilt að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem bankinn á aðild að.
Hafi bankastjóri brotið af sér í starfi getur ráðherra vikið honum úr starfi fyrirvaralaust án launa.
Ráðherra ákveður þóknun bankaráðsmanna.
Bankaráð gerir tillögur um reglugerð bankans og erindisbréf bankastjóra er ráðherra gefur út.
Bankaráð heldur fundi eftir þörfum en að jafnaði ekki sjaldnar en hálfsmánaðarlega. Formaður bankaráðs undirbýr fundi bankaráðs með bankastjórn. Bankastjórar sitja fundi bankaráðs og taka þátt í umræðum nema bankaráð ákveði annað.
Bankaráð skal hafa eftirlit með öllum eignum bankans, taka ákvarðanir um framkvæmdir og ráðstöfun á tekjuafgangi að því marki sem annað er ekki ákveðið í lögum.
Bankastjórn ræður alla aðra starfsmenn bankans og segir þeim upp starfi. Ráðning aðstoðarbankastjóra er þó háð samþykki bankaráðs.
Um gerð ársreiknings fer eftir lögum og góðri reikningsskilavenju, bæði að því er varðar uppsetningu reiknings, mat á hinum einstöku liðum og önnur atriði.
Ráðherra skal setja nánari reglur um reikningsskil og gerð ársreiknings að fengnum tillögum bankaráðs.
Endurskoðaður reikningur skal lagður fyrir ráðherra til úrskurðar eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.
Ársreikning skal birta í Stjórnartíðindum og í ársskýrslu Seðlabankans. Mánaðarlegt efnahagsyfirlit skal jafnframt birta í Lögbirtingablaði.
Árlega skal leggja í arðsjóð a.m.k. jafngildi 40 milljóna króna miðað við verðlag í árslok 1984. Arðsjóður skal ávaxtaður á bestu fáanlegum vaxta- og verðtryggingarkjörum en helmingur árlegra tekna hans skal renna í Vísindasjóð, sbr. lög um Vísindasjóð.1)
Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við banka og opinberar stofnanir erlendis er varða athugun eða mat á fjárhagslegu öryggi innlánsstofnana og opinberra aðila hér á landi og erlendis samkvæmt nánari reglum er ráðherra setur í reglugerð.
Bækur bankans, ávísanir og hvers konar skuldbindingar, sem gefnar eru út af bankanum og í nafni hans, svo og skuldbindingar sem veita bankanum handveðsrétt, arðmiðar af skuldabréfum bankans og framsöl þeirra, skulu undanþegin stimpilgjaldi.
Ákvæði VIII. kafla um reikningsskil gilda um reikningsárið 1985. Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. og 2. mgr. 28. gr. taka einungis til þeirra sem ráðnir eru bankastjórar eftir gildistöku laga þessara. Ákvæði 1. mgr. 28. gr. skulu eigi skerða eftirlaun þeirra sem gegna stöðu bankastjóra að föstu aðalstarfi við gildistöku laganna.
1)Rg. 470/1986, sbr. rg. 136/1989 og 111/1995 (um Seðlabanka Íslands). Rg. 211/1988 (um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála). Rg. 506/1996. Rg. 419/1997.2)L. 11/1989, 4. gr.