Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Heimili og varnarþing Bjargráðasjóðs er í Reykjavík.
Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og annað starfslið sjóðsins og ákveður kaup þess og kjör í samræmi við launakerfi opinberra starfsmanna. Heimilt er þó stjórninni að semja við Lánasjóð sveitarfélaga eða aðra stofnun, sem henta þykir, um sameiginlega framkvæmdastjórn, skrifstofuhald og rekstur sjóðsins.
Framlag ríkissjóðs greiðist með jöfnum, mánaðarlegum greiðslum.
[Fjármálaráðherra stendur skil á hlut Bjargráðasjóðs í búnaðargjaldi í samræmi við 6. gr. laga nr. 84/1997.]1)
Ekki eru bætt tjón sem njóta almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands.
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónahættu.
Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóna á stærri mannvirkjum svo sem orku- og hafnamannvirkjum, sjóvarnagörðum, fiskeldismannvirkjum og skipasmíðastöðvum.
Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að styrkja fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir tjón sem Bjargráðasjóði ber að bæta. Hámark fyrirbyggjandi styrkja er 10% af ráðstöfunarfé hvers árs.
[Forsenda styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðsins er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997.]1)
Kostnaður vegna slíkra nefndarstarfa greiðist úr þeirri deild sjóðsins sem veitir aðstoð vegna tjónanna.
Að endurskoðun lokinni skal birta reikninga sjóðsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Nú hrekkur fé annarrar hvorrar deildar sjóðsins eigi til að veita þá aðstoð sem nauðsyn krefur samkvæmt lögunum og að mati sjóðstjórnar og er þá sjóðstjórninni heimilt að lána fé milli deilda án vaxta. Einnig er ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast nauðsynleg lán fyrir sjóðinn eða veita honum lán úr ríkissjóði gegn veði í eignum og tekjum sjóðsins. Stjórn sjóðsins er ekki heimilt að taka lán með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.