Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Almenn búnaðarfræðsla samkvæmt liðum a og b fer fram við búnaðarskóla, sbr. II. kafla. Enn fremur getur hún farið fram við aðra framhaldsskóla, í bréfaskóla, með námskeiðahaldi og á hvern þann hátt annan, sem hagkvæmt þykir og samþykkt er af yfirstjórn búfræðslumála. Fræðsla samkvæmt lið c fer fram við búvísindadeild bændaskólans á Hvanneyri í Borgarfirði, sbr. III. kafla laganna.
Landbúnaðarráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar.
Landbúnaðarráðherra getur ákveðið verkaskiptingu á milli skóla og skólabúa, ef þurfa þykir.
Kennarar við hvern skóla skulu vera eigi færri en 6 auk skólastjóra. Af þeim skal einn hafa yfirumsjón með skipulagningu á verkþjálfun og verknámi nemendanna, sbr. 12. gr. þessara laga.
[Ráða má bústjóra við skólabúin með sömu kjörum og kennara, enda hafi þeir sambærilega menntun.]1)
Inntökuskilyrði í bændadeild eru:
Auk búfræðigreina og tengdra greina skal til búfræðiprófs kenna íslensku og stærðfræði. Enn fremur skal gefa nemendum kost á kennslu í ensku og einu Norðurlandamáli eftir ákvörðun búfræðslunefndar. Sú kennsla skal sniðin eftir námsefni almennra framhaldsskóla.
Nám til búfræðiprófs skal metið til eininga, hverfi nemandi úr búnaðarskóla að öðru framhaldsnámi.
Um tímalengd og skiptingu námsins, svo og fyrirkomulag þess og námsmat, skal nánar kveðið á í reglugerð.
Búfræðslunefnd ákveður, hvort eða hvenær slíkur skóli getur útskrifað búfræðinga.
Námsefni til bútæknaprófs skal ákveða með námsskrá, er landbúnaðarráðherra staðfestir. Nánar skal kveða á um fyrirkomulag náms og námsmat í reglugerð.
Búvísindadeild veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun í búfræði, er miðast við það, að þeir geti tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað og unnið að rannsóknum í þágu hans.
Deildarstjórn skipa fulltrúar kennara á öllum námssviðum (sbr. 24. gr.) og 2 fulltrúar nemenda við deildina.
Kveða skal nánar á um vald og verksvið deildarstjórnar í reglugerð.
Skólastjóri ræður kennara og annað starfslið.]1)
Aðalkennarar hafa umsjón með kennslu hver á sínu námssviði og skipuleggja rannsóknir og þjálfun nemenda á því sviði.
Hverju námssviði er skipt í námsgreinar. Efni hverrar námsgreinar skal skilgreina í námsskrá, er landbúnaðarráðherra staðfestir.
Námsskrá miðast við 3 ára nám og 4 ára nám.
Heimilt er að brautskrá búfræðikandídata að loknum tilskildum prófum eftir þrjú námsár.
Auk þess skal á fjórða námsári gefinn kostur á sérhæfðu námi og rannsóknaþjálfun.
Um þá samvinnu skal gera sérstakt samkomulag á milli Bændaskólans á Hvanneyri og Háskóla Íslands.
Í reglugerð skal kveða á um námsmat og réttindi nemenda til að ganga undir próf.
[Skólanefnd og skólastjórar skólanna ákveða upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjöld, efnisgjöld, pappírsgjöld og nemendasjóðsgjöld. Upphæð gjalda er háð samþykki ráðherra.]1)
1)Rg. 462/1984, sbr. 574/1989 (um búnaðarfræðslu).