2. gr. Nú telur einhver þeirra aðilja, sem getur í 1. gr., sér fjárhagslegt tjón gert með slíkum ummælum, og skulu þá bætur þær, er honum kunna að verða gerðar, miðast við tjón það, er hann færir sönnur á, að ummælin hafi bakað honum áður en hann hóf málssóknina.