Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með fráveitu er í lögum þessum átt við leiðslukerfi og búnað til að meðhöndla skolp sem fullnægir kröfum laga og reglugerða um hreinsun þess áður en því er veitt í viðtaka.
Undirbúningsrannsóknir, hönnun, kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum njóta ekki fjárstuðnings samkvæmt lögum þessum. Sama gildir um endurbætur á eldri kerfum og framkvæmdir sem eru umfram það sem krafist er í lögum og reglugerðum um hreinsun fráveituvatns.
Heimilt er að ráðstafa allt að fjórðungi styrkupphæðar á hverju ári í þeim tilgangi að jafna svo sem kostur er kostnað einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Skal fráveitunefnd skv. 5. gr. gera tillögur um beitingu þessa ákvæðis sem ráðherra staðfestir.
Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
Í samræmi við mat á styrkumsóknum sveitarfélaga skal fráveitunefnd gera tillögu til umhverfisráðherra um framlag til fráveitumála sveitarfélaga á fjárlögum næsta árs.
Fráveitunefnd fjallar um upplýsingar sveitarfélaga um raunkostnað við framkvæmdir í fráveitumálum á næstliðnu ári. Nefndin skal meta og staðfesta kostnað við styrkhæfa framkvæmd í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Á grundvelli þeirrar staðfestingar gerir fráveitunefnd tillögur til umhverfisráðherra um styrkveitingu til hvers sveitarfélags vegna framkvæmda í fráveitumálum.
Fráveitunefnd er heimilt að leita sérfræðilegrar ráðgjafar í störfum sínum.