Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Upphæð lána má vera allt að 60% kostnaðarverðs eins og meðalkostnaður sambærilegra framkvæmda er talinn ár hvert. Lán er heimilt að veita í áföngum.
Heimilt er að lán til jarðakaupa og húsbygginga séu afborgunarlaus fyrstu tvö árin.
Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Lánasjóðs landbúnaðarins og greiðir þær ef eignir og tekjur sjóðsins hrökkva ekki til.
Lánasjóður landbúnaðarins tekur frá og með 1. janúar 1998 við öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Ekki skal gefin út innköllun til lánardrottna Stofnlánadeildar landbúnaðarins við yfirtökuna. Allir starfsmenn Stofnlánadeildar landbúnaðarins skulu eiga rétt á sambærilegu starfi hjá Lánasjóði landbúnaðarins við stofnun hans.
...