Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú á kröfuhafi skuld að lúka skuldunaut sínum, og missir hann þá eigi, þótt fyrningarfrestur líði, rétt til að telja kröfuna til skuldajafnaðar, enda sé hún af sömu rót runnin og skuld hans, eða samið hafi verið fyrirfram um skuldajöfnuð eða slíkt áskilið, áður en fyrningarfrest þraut.
Haldsréttur og veðréttur ónýtist ekki, þótt skuldin fyrnist, nema sjálfsvörsluveðréttur í lausafé; hann fellur úr gildi um leið og krafan fyrnist, nema að því er snertir lausafé, sem er löglegt fylgifé með veðsettri fasteign, sbr. 5. og 6. gr. í lögum um veð 4. nóvember 1887.
Enn fremur fellur úr gildi sjálfsvörsluveðréttur fyrir vöxtum og öðrum kröfum, er ræðir um í 2. tölul. 3. gr., þegar krafan fyrnist.
Þau réttindi fyrnast ekki, er hvíla á fasteign sem ævarandi afgjaldskvöð, og eigi heldur kröfur til endurgjalds þegnum sveitarstyrk.
Banki telst hver sá, sem samkvæmt tilkynningu til verslunarskránna rekur bankaatvinnu.
Nú fer gjalddagi skuldar eða annarrar kröfu eftir undanfarandi uppsögn af hálfu kröfueiganda, og telst þá fyrningarfresturinn frá þeim degi, er skuldin í fyrsta lagi gat orðið gjaldkræf eftir uppsögn. Að því er snertir ábyrgð á kröfu, sem fyrnist á 10 eða 20 árum, telst þó 4 ára fyrningartíminn samkvæmt 4. tölul. 3. gr. aðeins frá þeim degi, er krafan á hendur ábyrgðarmanni varð gjaldkræf í raun og veru, jafnvel þótt ábyrgðarkrafan hefði getað fallið fyrr í gjalddaga fyrir uppsögn á aðalkröfunni. En jafnframt fyrnist ábyrgðarkrafan á 10 eða 20 árum frá þeim degi, er hún í fyrsta lagi hefði getað orðið gjaldkræf vegna uppsagnar á aðalkröfunni.
Við útreikning á fyrningarfresti á ábyrgðarkröfu skal ekkert tillit taka til þess, þó ekki sé hægt að krefja ábyrgðarmanninn um greiðslu fyrr en reynst hefir árangurslaust að ná skuldinni inn hjá aðalskuldunaut, eða fyrr en eftir undangengna aðvörun.
Að því er snertir kröfur þær, er ræðir um í 2. tölul. 2. gr., telst fresturinn frá þeim degi, er hin fyrsta greiðsla féll í gjalddaga. Sama gildir um fyrningarfrest á ábyrgð á kröfum þessum.
Hafi krafan verið tilkynnt í tæka tíð, og ekki er að ræða um opinber skipti eða gjaldþrotaskipti, sbr. 13. gr., þá fyrnist krafan alls eigi, fyrr en eitt ár er liðið frá því innköllunarfresturinn var á enda.
Nú er máli heimvísað til nýrrar meðferðar við lægri dómstól, og hefir þó kröfueigandi heimild til, þótt fyrningarfresturinn sé liðinn, að fá málið tekið fyrir á ný innan 6 mánaða.
Samsvarandi ákvæði gilda, ef sá, sem stefnt er, vill koma fram kröfu á hendur öðrum manni um fullnustu fyrir það, er hann kann að þurfa að greiða.
1)Rg. 142/1910.
Þessi tilkynning á að vera skrifleg, og skal innfæra hana í bók.
Stjórnarráðið setur ítarlegri reglur1) um, hvernig haga skuli tilkynningum þessum og um gjald fyrir innfærsluna; gjaldið rennur til dómsmálaritara.
Samsvarandi ákvæði gildir einnig um kröfur, sem eru fólgnar í rétti til að krefjast fjárframlags með vissu millibili, og ekki getur talist afborgun af höfuðstóli.