Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Neiti einhver skipseigandi að vátryggja skip, sem tryggingarskylt er samkvæmt lögum þessum, skal það eigi að síður skoðað og metið af skoðunar- og virðingarmönnum hlutaðeigandi félags og vátryggt sem önnur tryggingarskyld skip og iðgjaldið innheimt með lögtaki skv. 17. gr. ef þörf krefur.
...1)
Slíka heimild skal því aðeins veita, að löglegur félagsfundur, þar sem mætt er með a.m.k. helming allra atkvæða í félaginu, hafi samþykkt að óska heimildarinnar, enda hafi þess verið getið í fundarboði, að málið yrði á dagskrá.
Heimild skal binda þeim skilyrðum, sem þurfa þykir, til þess að fjárhag félaganna verði ekki stofnað í hættu, og skal leita álits Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, áður en heimildin er veitt.
Í reikningum félaganna skal tilgreina sérstaklega tekjur og gjöld vegna þeirra trygginga, sem um ræðir í þessari grein, og skulu þeir vera í samræmi við reglugerð um ársreikninga vátryggingarfélaga.
1)L. 116/1993, 12. gr.2)L. 116/1990, 38. gr.3)L. 7/1996, 4. gr.
[Á hverju vátryggingarsvæði skal vera eitt bátaábyrgðarfélag. Bátaábyrgðarfélagi eða vátryggingafélagi á tilteknu vátryggingarsvæði er skylt, sé þess óskað, að vátryggja vátryggingarskyld fiskiskip sem skrásett eru á því svæði.]1)
Nú er skip flutt á annað tryggingarsvæði, og skal þá eigandi, skrásetningarstjóri og bátaábyrgðarfélag á því svæði, er skipið flyst frá, tilkynna það bátaábyrgðarfélagi á því svæði, sem skipið flyst á, og Samábyrgðinni. Vanræksla á tilkynningu varðar sektum ...2) Sömu viðurlögum varðar það eiganda, ef hann vanrækir að skrásetja skipið tafarlaust á hinu nýja tryggingarsvæði. Ábyrgð fyrra félags fellur niður, jafnskjótt og skip hefur verið skrásett á öðru félagssvæði, enda hafi viðtakandi bátaábyrgðarfélag látið skoða skipið strax eftir að því barst flutningstilkynning, og samþykkt flutninginn.
Sé skip, sem tryggt er samkvæmt lögum þessum, svipt haffærisskírteini, skal [Siglingastofnun Íslands]3) þegar í stað tilkynna það viðkomandi bátaábyrgðarfélagi eða Samábyrgðinni.
[Félögin geta óskað endurtryggingar hjá Samábyrgðinni á þeim hluta áhættunnar í hinum vátryggðu skipum sem þau bera ekki sjálf og getur hún ekki undan því skorast.]1)
Verði ágreiningur milli bátaábyrgðarfélags og Samábyrgðarinnar um endurtryggingariðgjöld, sker ráðherra úr.
Samábyrgðin skipar einn af stjórnarmönnum, en hinir eru kosnir á aðalfundi. Varamenn skulu valdir á sama hátt. Val stjórnarinnar gildir í tvö ár í senn.
Aðalfundur ákveður þóknun stjórnarinnar.
Stjórnin kýs sér formann og varaformann.
Stjórnarfundi skal halda, þegar formaður telur þess þörf eða þegar tveir stjórnarmenn krefjast. Formaður er fundarstjóri, en varaformaðurinn, ef formaður er ekki mættur. Stjórnin er ályktunarfær ef meiri hluti stjórnarmanna er mættur, þar á meðal formaður eða varaformaður. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum mála.
Stjórnarmaður má ekki taka þátt í afgreiðslu máls, sem snertir hann sjálfan fjárhagslega.
Stjórnin skal halda fundarbók og skrá í hana allar ákvarðanir sínar.
Stjórnin hefur æðsta úrskurðarvald í öllum málefnum félagsins innan takmarka þessara laga. Hún úrskurðar skaðabótagreiðslur, en þó þarf jafnan samþykki Samábyrgðarinnar, ef bótaupphæðin nemur 200.000 kr. eða meiru.
Stjórnin ræður framkvæmdastjóra fyrir félagið og ákveður starfssvið hans og laun. Einnig ræður stjórnin annað starfsfólk eftir því, sem þörf er á.
Endurskoðendur skulu hafa lokið endurskoðun sinni í síðasta lagi 5 dögum fyrir aðalfund, og skulu reikningar viðkomandi félags liggja frammi hjá framkvæmdastjóra eða formanni frá því endurskoðun er lokið og þar til aðalfundur hefst.
1)Svo í Stjtíð., en á bersýnilega að vera ,,aðalfundi``.
Til aðalfundar skal boðað með auglýsingum í blöðum og útvarpi eða á annan öruggan hátt eigi síðar en 14 dögum fyrir fundardag, og aukafund skal halda svo fljótt sem auðið er, eftir að stjórnin hefur fengið tilmæli um fundinn. Boða skal til aukafundar með viku fyrirvara.
Á aukafundi1) skal lagður fram endurskoðaður reikningur félagsins og kosin stjórn og endurskoðendur skv. 9. og 10. gr.
Atkvæðisrétt á fundum og kjörgengi til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa hafa allir skipaeigendur, eða fulltrúar þeirra, sem eiga skip í frumtryggingu hjá félaginu, og skulu þeir hafa eitt atkvæði fyrir hverjar 2.000.000 kr. eða minni upphæð í einu skipi, sem þeir hafa tryggt hjá félaginu.
Ef fleiri en einn eru eigendur að sama skipi, skulu þeir fela einum umboðsmanni að fara með atkvæði skipsins, og skal tilkynna það stjórn félagsins.
Félagsmaður getur farið með atkvæðisrétt fyrir aðra félagsmenn, enda hafi hann fengið til þess skriflegt umboð. Þó má enginn fara með meira atkvæðismagn en 10% af heildaratkvæðamagni félagsins.
Fundur er lögmætur, ef mætt er með helming allra atkvæða í félaginu. Verði fundur ekki lögmætur, skal svo fljótt sem auðið er boða til nýs fundar með viku fyrirvara, og er sá fundur ályktunarfær án tillits til þess, með hve mörg atkvæði er mætt á þeim fundi.
Senda skal ráðuneytinu, Tryggingaeftirlitinu og Samábyrgðinni afrit af ársreikningum félagsins að afloknum aðalfundi ár hvert.
Ef skoða skal skip, sem skoðunar- og virðingarmaður á að öllu eða nokkru leyti, skal varamaður framkvæma skoðun og mat.
Skoðun skipa gildir til tveggja ára í senn. Þó er aðilum heimilt að krefjast þess, að skoðun og mat fari fram, hvenær sem þeim þykir ástæða til.
Stjórn félagsins ákveður þóknun skoðunarmanna, og greiðist hún af eiganda skipsins.
Bátaábyrgðarfélag, vátryggður og Samábyrgðin geta hvert um sig krafist yfirmats, og skal það framkvæmt af þremur dómkvöddum, sérfróðum mönnum.
Sé skipi í einhverju ábótavant, er skoðun fer fram, getur félagið fellt það úr tryggingu, og skal bætt úr ágöllum þeim, sem skoðunarmenn telja á skipinu, áður en það er tekið í tryggingu á ný. Sé skipið fellt úr tryggingu vegna framangreindra orsaka, skal það tilkynnt veðhöfum með 14 daga fyrirvara áður en niðurfelling tryggingar tekur gildi.
Vátryggingarverð skipanna skal miða við matsverð eftir nánari fyrirmælum, sem sett verða í reglugerð.
Skoðunar- og virðingarmenn skulu einnig skoða hvert það tjón, sem vátryggt skip verður fyrir, áður en viðgerð á skipinu hefst og gefa skriflega, sundurliðaða skýrslu um tjónið. Þeir skulu síðan fylgjast með viðgerð á skipinu, og að henni lokinni leggja fram skriflega matsgjörð á tjóninu og skýrslu um, hvort skipið sé komið í samt lag eftir viðgerðina.
1)Nú l. 34/1985.
Aukaiðgjald verður eigi lagt á iðgjöld tiltekins árs, nema ákvörðun um það hafi verið tekin áður en 2 mánuðir eru liðnir frá lokum ársins.
1)Rg. 274/1977, 465/1981, 269/1982, 231/1984 og 673/1994.2)L. 116/1993, 18. gr.