Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Dómsmálaráðherra getur kveðið á um, hvort í vegabréfi (kennivottorði) skuli vera áritun (visum) um heimild til að koma til landsins.
Samkvæmt reglum, sem dómsmálaráðherra setur, má gefa út sérstök ferðaskilríki handa útlendingi, sem eigi getur með öðrum hætti aflað sér vegabréfs eða annars kennivottorðs.
Stjórnendur skipa og loftfara eru skyldir til að fara eftir reglum um framkvæmd vegabréfaskoðunar.
Skipstjóri, útgerðarmaður eða umboðsmaður hans hér á landi eru skyldir til að endurgreiða þann kostnað, sem brot á framangreindum reglum kann að valda hinu opinbera vegna ólöglegrar dvalar útlendingsins og heimsendingar hans, svo og kostnað vegna heimsendingar skipverja, sem strokið hefur í land eða orðið þar eftir, eða flutning hans um borð í skipið aftur. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um skyldur skipstjóra, útgerðarmanns eða umboðsmanns hans hér á landi til að endurgreiða kostnað, er fallið hefir á hið opinbera vegna dvalar laumufarþega hér á landi og heimsendingar þeirra.
Reglur 2. mgr. gilda eftir því sem við á, um flugstjóra, flugfélög eða umboðsmenn þeirra hér á landi.
Dómsmálaráðherra getur veitt lögreglustjórum heimild til útgáfu slíkra leyfa, svo og sendiherrum og ræðismönnum Íslands erlendis.]1)
Öðrum útlendingum er óheimilt án sérstaks leyfis að dvelja lengur en þrjá mánuði í senn, frá því að þeir koma til Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar frá einhverju öðru landi. Draga ber frá nefndu þriggja mánaða tímabili þann tíma, er nemur dvöl útlendingsins í framangreindum löndum á síðustu sex mánuðum fyrir seinustu komu hans hingað. Ef sá tími samanlagður er lengri en þrír mánuðir, er landganga óheimil án sérstaks leyfis.
Nú hefir útlendingur sem 2. mgr. tekur til, hlotið dvalarleyfi í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, og skal honum þá heimilt, meðan það leyfi er í gildi, að dvelja hér á landi án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði frá komudegi að telja. Frá þriggja mánaða tímabilinu ber þó að draga þann tíma, sem útlendingur hefir dvalið hér á síðustu sex mánuðum fyrir seinustu komu hans hingað. Nemi sú dvöl meiru en þremur mánuðum, þarf útlendingurinn sérstakt leyfi til landgöngu.
Dómsmálaráðherra setur nánari reglur1) um framkvæmd reglna samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga sem varða undanþágu frá vegabréfsáritun og takmörkunum á heimild til komu til landsins og dvöl.]2)
Ráðherra getur ákveðið, að þeir, sem hýsa útlendinga gegn greiðslu, skuli, auk tilkynninga þeirra, er að framan greinir, eða í stað þeirra, halda löggilta gestabók, sem lögreglan hefir aðgang að. Bókina skal geyma a.m.k. í tvö ár, eftir að hún er fullskráð.
Dómsmálaráðherra getur sett sérstakar reglur um tilkynningarskyldu útlendinga, meðan þeir dvelja hér á landi, svo og fyrirskipað, að þeir skulu ávallt bera vegabréf eða önnur kennivottorð og sýna þau lögreglunni, ef krafist er. Í reglugerð má kveða á um skyldu þjóðskrár og sjúkrasamlaga til þess að láta lögreglunni í té upplýsingar um útlendinga.
Heimilt er enn fremur að meina útlendingi landgöngu, ef nauðsynlegt er talið af öðrum ástæðum en þeim, er í 1. mgr. segir.
Lögreglustjóri kveður upp úrskurð um synjun landgönguleyfis eins fljótt og unnt er eftir komu útlendinga til landsins.
Nú ber útlendingur, að hann hafi orðið að leita sér hælis sem pólitískur flóttamaður, enda teljist framburður hans sennilegur, og má lögreglan þá eigi meina honum landgöngu. Leggja ber málið án tafar fyrir [útlendingaeftirlitið]1) til úrskurðar.
Samkvæmt ákvörðun [útlendingaeftirlitsins]1) má meina útlendingi landgöngu, ef ætla má af öðrum ástæðum en um ræðir í 1. mgr., að hann sé kominn hingað til starfa eða athafna, sem eru ólöglegar, ósæmilegar eða hættulegar hagsmunum ríkis eða almennings, eða högum útlendingsins er að öðru leyti svo háttað, að vist hans hér á landi megi teljast hættuleg eða bagaleg hagsmunum ríkis eða almennings. Nú telur lögreglustjóri, að meina beri útlendingi landgöngu af ástæðum, er raktar eru í þessari málsgrein, og ber þá að leggja málið undir úrskurð [útlendingaeftirlitsins]1) svo fljótt sem því verður við komið.
Dómsmálaráðherra getur sett sérstakar reglur um synjun landgönguleyfis fyrir laumufarþega.
[Nú er heimilt að vísa útlendingi úr landi og getur þá útlendingaeftirlitið, ef ástæður mæla með því, lagt fyrir hann að verða brott úr landi innan tiltekins frests, enda sjái lögreglan um að þeim fyrirmælum verði hlýtt.]1)
Lögreglustjóri getur enn fremur vísað úr landi útlendingi, sem ekki er danskur, finnskur, norskur eða sænskur ríkisborgari, ef honum hefir áður verið vísað úr landi í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og bannað að koma þangað aftur, en kemur til Íslands án þess að hafa fengið leyfi til komu þangað eða til þess eða þeirra landa, er að framan greinir.
Ef um er að ræða tilvik, er falla undir 4. mgr. 10. gr., getur lögreglustjóri þó eigi vísað manni úr landi, en leggja ber þá málið undir úrskurð [útlendingaeftirlitsins]1) svo fljótt sem unnt er.
Útlendingi skal leiðbeint um kæruheimild skv. 1. mgr. þegar honum er kynnt ákvörðun eða úrskurður.
Nú vill útlendingur nýta heimild til kæru og skal hann þá lýsa kæru yfir innan 15 daga frá því honum var kynnt ákvörðun eða úrskurður fyrir þeim sem það gerir. Ef kæru er lýst yfir áður en ákvörðun eða úrskurði er framfylgt með brottvikningu úr landi frestast framkvæmd þeirrar aðgerðar þar til úrskurður ráðherra er fenginn.]1)
Heimilt er [útlendingaeftirlitinu]1) að fella niður bann, skv. 1. mgr., ef ástæður mæla með því.
Ef dráttur verður á framkvæmd brottflutnings fram yfir fjórtán daga, ber lögreglustjóra án tafar að skýra [útlendingaeftirlitinu]2) frá ástæðum fyrir því.
Sömu refsingu skal sá hljóta, sem:
Tilraun til brota á lögum þessum og hlutdeild í þeim er refsiverð.
Sá, sem á hlutdeild í því, að útlendingur kemst inn í landið án þess að hafa samband við vegabréfaeftirlitið, skal, auk refsiábyrgðar, skyldur til að greiða þann kostnað, sem fellur á hið opinbera vegna ólöglegrar dvalar útlendingsins hér á landi og heimsendingar hans.
Ef halda þarf ella [rannsókn]1) um hagi útlendra manna hér vegna einhverra atriða varðandi framkvæmd laga þessara, skal hún fara að hætti opinberra mála.
Sektir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð.
Lögreglustjórar fara með útlendingaeftirlit, hver í sínu umdæmi, með aðstoð löggæslumanna. Í hverju lögsagnarumdæmi skal halda skrá yfir útlendinga, er þar dvelja. Heildarskrá yfir útlendinga skal vera í útlendingaeftirlitinu.
1)Rg. 148/1965, sbr. 514/1989, sbr. augl. 328/1983 og 276/1987.