Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Reki framleiðandi búvöru aðra starfsemi en gjaldskyld er skv. 2. gr. ber honum að halda þeirri starfsemi aðskildri í bókhaldi sínu eða færa hana á sérstakan rekstrarreikning utan landbúnaðarframtals.
Á framtali til búnaðargjalds ber gjaldskyldum aðilum að sundurliða gjaldstofn sinn eftir búgreinum, samkvæmt skilgreiningu í reglugerð sem ráðherra setur.
Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Heimilt er gjaldanda að sækja um breytingu á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. mgr. Slíka umsókn skal senda skattstjóra er úrskurðar um breytingu greiðsluskyldunnar innan hæfilegs frests. Skattstjóri skal taka til greina umsókn gjaldanda ef fyrirsjáanlegt er að búnaðargjald breytist um sem nemur a.m.k. 25%, þó að lágmarki 10.000 kr. á milli ára.]1)
Að loknum framtalsfresti skal skattstjóri leggja á búnaðargjald í samræmi við lög þessi og skulu um þá álagningu gilda sömu ákvæði og er að finna í X. kafla um álagningu, kærur o.fl. í lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
Ef greiðandi búnaðargjalds telur að álagning hafi ekki verið rétt ákvörðuð getur hann kært álagninguna til skattstjóra, sbr. X. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
[Frá álögðu búnaðargjaldi skal draga þá fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir fram skv. 4. gr. Greiði gjaldskyldur aðili ekki fyrirframgreiðslu á tilskildum tíma eða vangreiði hann skal innheimtumaður ríkissjóðs reikna hæstu leyfilegu dráttarvexti samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga, sbr. 4. gr. Ef álagning er hærri en ákvörðuð fyrirframgreiðsla skal gjaldandi greiða mismuninn með sem næst jöfnum greiðslum á gjalddögum þinggjalda. Við mismun sem á rætur að rekja til of hárrar fyrirframgreiðslu skal bæta 2,5% álagi.]1)
Um ábyrgð á greiðslu, [innheimtu],1) upplýsingaskyldu, eftirlitsheimildir og málsmeðferð skulu gilda ákvæði laga nr. 75/1981.
Velta í nautgripa- | Önnur | |
og sauðfjárrækt | afurðavelta | |
Til Búnaðarsjóðs | 1,225% af stofni | 1,575% af stofni |
Til Lánasjóðs | ||
landbúnaðarins | 1,150% af stofni | 0,800% af stofni |
Til Framleiðsluráðs | ||
landbúnaðarins | 0,275% af stofni | 0,275% af stofni |
1)Um breytingu á nánari gildistökuákvæðum sem ekki eru birt hér, sjá l. 139/1997, 4. gr.
1)Um texta viðaukans vísast til Stjtíð. A 1997 bls. 287.