Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 49/1978, 59. gr. og l. 76/1982, 62. gr.
1)L. 49/1978, 59. gr. og l. 76/1982, 62. gr.
Önnur fyrirtæki mega því aðeins flytja inn og selja lyf í heildsölu, að þau hafi til þess leyfi ráðherra, enda mæli landlæknir með leyfisveitingunni.
Fyrirtæki þessi skulu fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
Nú fullnægir fyrirtækið framangreindum skilyrðum, og ber þá að veita því leyfi samkvæmt 2. mgr.
Öllum öðrum er bannað að flytja inn lyf eða lyfjavörur.
Lyfjainnflytjendum er skylt að hlíta þeim reglum, er ráðherra kann að setja um eftirlit með innflutningi á lyfjum og efnum til lyfjagerðar, og greiða hæfilegt gjald vegna þess í ríkissjóð, sbr. 47. gr. Enn fremur getur ráðherra með reglugerð skyldað fyrirtæki til að sannprófa á eigin kostnað gæði og hreinleik hinna innfluttu lyfja og lyfjaefna.
Ráðherra getur afturkallað leyfi, sem um ræðir í þessari grein, ef sett skilyrði eru ekki haldin eða um er að ræða mikla eða endurtekna vanrækslu fyrirtækisins í sambandi við meðferð eða sölu lyfjanna.
Lyf og lyfjaefni, sem inn eru flutt ólöglega eða seld eru ólöglega innanlands, má gera upptæk með dómi, og enn fremur ólöglega gerð lyf og ágóða af ólöglegri lyfjasölu. Andvirði hins upptæka rennur í ríkissjóð.
1)Rg. 244/1974, sbr. 354/1992.
Ákvæði í reglugerðum, auglýsingum og öðrum stjórnvaldsreglum um lyfjabúðir og afhending lyfja, sem í gildi eru við gildistöku laga þessara, og ekki fara í bága við ákvæði þeirra, skulu gilda áfram, uns þau hafa verið numin úr gildi með stjórnvaldsreglum, settum samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra má einnig veita einstaklingi, sem haft hefur innflutning lyfja sem aðalstarf a.m.k. síðastliðin 10 ár, leyfi til að halda þeirri starfsemi áfram um eitt ár í senn.