Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stofnunin hefur aðalaðsetur í Reykjavík, en heimilt er að setja á stofn útibú annars staðar.
Stofnuninni er heimilt að veita þjónustu öðrum aðilum, sem hafa þörf fyrir þá sérþekkingu, er stofnunin hefur yfir að ráða.
Hlutverki sínu skal stofnunin gegna meðal annars með því að vinna að ráðgjöf og fræðslu, öflun og dreifingu upplýsinga, hagnýtum rannsóknum, tilraunum og prófunum, tæknilegu eftirliti og stöðlun. Stofnunin annast samskipti við hliðstæðar erlendar stofnanir.
[Iðntæknistofnun Íslands skal heimilt með samþykki stjórnar stofnunarinnar og iðnaðarráðherra að eiga minnihlutaaðild að rannsókna- og þróunarfyrirtækjum sem séu hlutafélög eða önnur félög með takmarkaða ábyrgð og hagnýti niðurstöður rannsókna- og þróunarverkefna sem Iðntæknistofnun vinnur að hverju sinni.]1)
Deildaskipting skal ákveðin í reglugerð, sem ráðherra setur að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
Þegar settar eru á stofn sérdeildir, skulu heildarsamtök iðnaðarins, samtök einstakra greina hans eða aðrir aðilar, eftir því sem við á, tilnefna einn eða fleiri tengimenn fyrir hverja sérdeild. Þeir skulu m.a. fylgjast með tengslum sérdeildar við iðnaðinn.
Stjórn stofnunarinnar ákveður, hvernig tilnefningu tengimanna við einstakar sérdeildir skuli hagað.
Varamenn í stjórn skulu skipaðir með sama hætti og aðalmenn.
Ráðherra skipar formann stjórnarinnar úr hópi stjórnarmanna og ákveður stjórnarlaun.
Stjórnarmenn skulu skipaðir til 2ja ára í senn.
Forstjóri sér um daglega stjórn stofnunarinnar. Hann gerir tillögur til stjórnar um starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar og ber ábyrgð á fjárreiðum hennar.
Framkvæmdastjórar aðaldeilda sjá um daglega stjórn þeirra í samráði við forstjóra.
Forstjóri stofnunarinnar skal vera formaður nefndarinnar.
Hlutverk framkvæmdanefndar skal vera að tryggja hagkvæmt samstarf milli deilda stofnunarinnar innbyrðis, við Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Rannsóknaráð ríkisins, m.a. með því að gangast fyrir myndun verkefnahópa.
[Starfslið stofnunarinnar skal ýmist ráðið ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti eða til ákveðins tíma, t.d. til ákveðinna verkefna.]1)
Um launakjör starfsfólks fer samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna á hverjum tíma.
Starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að taka að sér aukastörf, sem skoðast geta sem samkeppni við stofnunina, nema með samþykki stjórnar.
Aðild framangreindra stofnana að Rannsóknaráði ríkisins, sbr. 2. gr. laga nr. 64 21. maí 1965, skal haldast.