Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er sjálfstæð stofnun með sérstakan fjárhag og lýtur sérstakri stjórn. Málefni hennar heyra undir menntamálaráðuneytið.
Í öllu starfi hljómsveitarinnar skal kappkosta að hafa sem best samstarf við þá aðila aðra sem að skyldum markmiðum vinna, einkum aðra íslenska flytjendur tónlistar, einstaklinga, hópa og stofnanir.
Tengja ber starf hljómsveitarinnar tónlistarkennslu í landinu svo sem kostur er.
Með samþykki rekstraraðila getur menntamálaráðuneytið heimilað fleiri sveitarfélögum aðild að rekstri hljómsveitarinnar.
Efna má til samvinnu á viðskiptagrundvelli milli Sinfóníuhljómsveitarinnar annars vegar og Þjóðleikhússins, Íslensku óperunnar, Íslenska dansflokksins og annarra aðila hins vegar um einstök verkefni eftir því sem tilefni gefast til og önnur starfsemi hljómsveitarinnar leyfir.
Samningur sé gerður milli Sinfóníuhljómsveitarinnar og Ríkisútvarpsins um réttindi Ríkisútvarpsins varðandi flutning á tónlistarefni hljómsveitarinnar á móti framlagi útvarpsins samkvæmt þessari grein og sé í samningnum miðað við þá hefð og venjur sem í þeim efnum hafa mótast á undanförnum árum.
Sinfóníuhljómsveitin skal kappkosta að afla sjálfstæðra tekna af tónleikahaldi, svo að sem mest af útgjöldum hljómsveitarinnar fáist greitt af slíkum tekjum hennar.
Stjórnin ræður hljóðfæraleikara, að fengnum tillögum framkvæmdastjóra, í minnst 65 stöðugildi. Aðra hljóðfæraleikara ræður stjórnin eftir því sem viðfangsefni krefjast, að fengnum tillögum framkvæmdastjóra og innan þeirra marka sem fjárframlög heimila, enda hafi viðfangsefnið verið samþykkt í fjárhagsáætlun.
Um launakjör og vinnutíma starfsmanna hljómsveitarinnar fer eftir kjarasamningum þeirra og fjármálaráðherra.
Heimilt er að ráða tónskáld til starfa í þágu hljómsveitarinnar í takmarkaðan tíma eða fá verk til flutnings hjá tónskáldum.
Verkefnavalsnefndin skal skila áætlun um verkefni hljómsveitarinnar og gera kostnaðaryfirlit fyrir eitt ár í senn og skal leggja það fyrir stjórn til samþykktar eigi síðar en 1. júní ár hvert. Þóknun fyrir störf nefndarinnar greiðist af rekstrarfé stofnunarinnar.
1)Rg. 196/1991.