Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Leyfi þarf og til að hafa á hendi reglubundna fólksflutninga með bifreiðum sem rúma þrjá til átta farþega.
Með reglubundnum fólksflutningum er í lögum þessum átt við fastar ferðir á ákveðinni leið samkvæmt fyrir fram birtri áætlun einu sinni eða oftar í viku allt árið eða hluta þess.
Með óreglubundnum fólksflutningum er átt við aðra fólksflutninga en reglubundna.
[Heimild bifreiðastjóra til að stunda akstur samkvæmt lögum þessum fellur niður við lok 70 ára aldurs þeirra. Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa ef hann telst hæfur á grundvelli hæfnisprófs og læknisskoðunar eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.]1)
[Til að öðlast leyfi skv. 1. gr. laganna þarf leyfishafi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Nefndin skal skipuð einum fulltrúa tilnefndum af Alþýðusambandi Íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Búnaðarfélagi Íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Félagi hópferðaleyfishafa, einum fulltrúa tilnefndum af Félagi sérleyfishafa og einum fulltrúa tilnefndum af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samgönguráðherra skipar tvo menn án tilnefningar og skal annar þeirra jafnframt vera formaður.
Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
Nefndin skal skipuð til fjögurra ára í senn.
Nefndin kýs sér sjálf varaformann og ritara. Þóknun fyrir störf hennar greiðist úr ríkissjóði.
Leysa má sérleyfishafa frá skilyrðum skv. a-lið, séu til þess rökstuddar ástæður að mati skipulagsnefndar fólksflutninga og ráðuneytisins.
Ráðuneytið getur, að fengnum meðmælum skipulagsnefndar fólksflutninga, veitt sérleyfi til skemmri tíma en fimm ára en þó aldrei skemur en til eins árs í senn.
Enn fremur er heimil endurskoðun b- og c-liða svo oft sem þurfa þykir.
Sérleyfin skulu gefin út af samgönguráðuneytinu.
Þeir sérleyfishafar, er sérleyfi hafa áður haft, skulu að jafnaði sitja fyrir um endurveitingu sérleyfa á viðkomandi leiðum ef þeir aðilar sækja um þau og hafa að undanförnu rækt sérleyfisaksturinn vel að dómi skipulagsnefndar fólksflutninga.
Samgönguráðherra getur sagt upp sérleyfi innan fimm ára tímabilsins ef fyrirhugaðar eru verulegar skipulagsbreytingar innan ákveðinna svæða sem viðkomandi sveitarfélög standa sameiginlega að. Slíkur uppsagnarfrestur skal þó ekki vera skemmri en tvö ár.
Réttindin skulu hljóða á nafn eiganda bifreiðar eða bifreiða. Tilgreina skal skráningarnúmer, stærð, gerð og aldur bifreiðar. Bifreið, sem hópferðaleyfi hefur verið gefið út fyrir, má eingöngu nota til fólksflutninga meðan leyfið gildir.
Við veitingu slíkra leyfa í fyrsta sinn skulu þau gilda í eitt ár. Við endurveitingu mega leyfin gilda í allt að fimm ár.
Hópferðaleyfi skulu gefin út af samgönguráðuneytinu og eru óframseljanleg.
Sérleyfi til fólksflutninga skv. 5. gr. gildir jafnframt sem hópferðaleyfi án sérstakrar umsóknar.
Samgönguráðuneytinu er heimilt eftir beiðni frá heildarsamtökum eigenda hópferðabifreiða og/eða sérleyfishafa að setja með reglugerð ákvæði um starfsemi og fjölda bifreiða til hópferðaflutninga, enda liggi fyrir rökstutt álit skipulagsnefndar fólksflutninga.
Þeir hópferðaleyfishafar, er hópferðaleyfi hafa áður haft, skulu að jafnaði fá endurveitingu ef þeir sækja um hana og hafa áður rækt hópferðastarfsemi sína vel að dómi skipulagsnefndar fólksflutninga.
Umsóknir skulu vera skriflegar þar sem tilgreind er starfsemi þess sem sækir um leyfið og rökstudd nauðsyn slíkra ferða í tengslum við hana. Enn fremur skal tilgreina fyrirhugaðar leiðir, brottfararstaði, brottfarartíma, ferðatíðni og annað er máli skiptir.
Setja skal reglur um hvaða skyldur slíkir leyfishafar skulu uppfylla.
Við umfjöllun beiðnanna skal skipulagsnefnd eftir föngum meta áhrif þessarar starfsemi á sérleyfisferðir um sömu svæði.
Nú ákveður bæjarstjórn að bærinn taki í sínar hendur rekstur strætisvagna innan lögsagnarumdæmisins sem áður hefur verið veitt sérleyfi til og er þá skylt að veita bæjarstjórn einkaleyfi til þess þegar tímabil sérleyfishafa er útrunnið, enda hafi bæjarstjórn sótt um það eigi síðar en sex mánuðum áður en sérleyfið fellur úr gildi.
Við veitingu einkaleyfis er ráðherra heimilt að fengnum meðmælum skipulagsnefndar fólksflutninga að binda einkaleyfið því skilyrði að einkaleyfishafinn skuli skuldbundinn að kaupa þær fasteignir og bifreiðar, sem notaðar höfðu verið til reksturs á viðkomandi leið og teljast nauðsynlegar til hans, á verði sem samkomulag verður um milli aðila. Náist ekki samkomulag um verð skal það ákveðið með mati þriggja dómkvaddra manna.
1)Rg. 90/1990 og 274/1995.2)Augl. 573/1993.3)L. 62/1993, 2. gr.
[Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir2) á sviði fólksflutninga með langferðabifreiðum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði.]3)