Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Auglýsa skal reikninga sjóðs þessa í Stjórnartíðindunum, deildinni B, ár hvert.
Þó falla niður þeir vextir, sem eigi geta greiðst af helmingi þess, er hver kirkja hefur afgangs árlegum útgjöldum sínum.
Af sjóðum þeim, sem kirkjur eiga, þá er lög þessi öðlast gildi, skal sá, er sjóðinn hefur undir höndum, greiða í hinn almenna kirkjusjóð 1/15 á ári, uns sjóðurinn er allur greiddur af hendi enda þurfi hans eigi kirkjunni til aðgjörðar eða endurbyggingar á því tímabili. Sé kirkja afhent, skal greiða sjóðinn allan af hendi.