Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Af skuldabréfum þeim, sem út eru gefin í hvert sinn, skal dregin út (innkölluð) á ári hverju jöfn upphæð í hlutfalli við skuldabréfaupphæðina, sem í umferð er sett, þannig, að skuldabréfin séu öll innkölluð og innleyst í lok þess umferðartíma, sem stjórnin hefur ákveðið, þá er bréfin voru sett í umferð. Stjórninni er þó heimilt að ákveða, að fyrstu 5 árin skuli ekkert dregið út.
Nánari tilhögun um innköllun bréfanna getur ráðherra sett með reglugerð.