Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Erlendum skipum er óheimilt að vinna afla í efnahagslögsögu Íslands.
Til fiskveiða í efnahagslögsögu Íslands má aðeins hafa íslensk skip, en íslensk nefnast í lögum þessum þau skip sem skráð eru hér á landi.
Þetta er þó ekki heimilt þegar um er að ræða veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðast bæði innan og utan íslenskrar efnahagslögsögu hafi íslensk stjórnvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjórnvöld hlutaðeigandi ríkis. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að víkja frá ákvæði þessarar málsgreinar þegar sérstaklega stendur á.
Erlendum veiðiskipum er ávallt heimilt að koma til hafnar þurfi þau á neyðarþjónustu að halda.
Landhelgisgæslan skal tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu um komu erlends fiskiskips sem ætla má að falli undir ákvæði 2. mgr. 3. gr.
Mál út af brotum á lögum þessum fara að hætti opinberra mála.