Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Til bókmennta og lista teljast samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist.
Uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau, njóta verndar með sama hætti og bókmenntaverk.
[Ákvæði 3. mgr. skulu einnig gilda um tölvuforrit.]1)
Verk telst gefið út, þegar eintök af því eru með réttri heimild og í álitsverðum fjölda boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu eða þeim er dreift til almennings með öðrum hætti. Nú er vernd verks háð því, að það hafi fyrst verið gefið út hér á landi, og telst því skilyrði þá fullnægt, ef það er gefið hér út innan 30 daga frá því, að það kom fyrst út erlendis.
Verk telst birt, þegar það er með réttri heimild flutt eða sýnt opinberlega eða eintök af því hafa verið gefin út, eins og segir í 2. mgr.
Það telst sjálfstæð opinber birting, þegar útvarpsflutningi á tónlist eða bókmenntaverki er dreift til almennings með hátalara eða á annan hátt.
Nú er verk flutt eða sýnt á atvinnustöðvum, þar sem 10 menn vinna eða fleiri, og telst það þá opinber birting.
Þegar rætt er í lögum þessum um flutning verks eða birtingu í útvarpi, nær það bæði til hljóðvarps og sjónvarps, nema annars sé getið.
Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.
Ógilt er afsal höfundar á rétti samkvæmt þessari grein, nema um einstök tilvik sé að ræða, sem skýrt eru tilgreind bæði um tegund og efni.
Nú hefur verk verið notað sem fyrirmynd eða með öðrum hætti við gerð annars verks, sem telja má nýtt og sjálfstætt, og er þá hið nýja verk óháð höfundarétti að hinu eldra.
Ákvæði 1. mgr. taka ekki til blaða og tímarita, sbr. 40. gr.
Nú er verk gefið út, án þess að höfundar þess sé getið samkvæmt 1. mgr., og kemur útgefandi þá fram fyrir hönd hans, uns nafn hans er birt á nýrri útgáfu eða með tilkynningu til menntamálaráðherra.
1)L. 57/1992, 3. gr.2)Rg. 177/1989.3)Samþ. 333/1996 og rg. 141/1985.4)L. 78/1984, 1. gr.
[Ákvæði 1. mgr. veita ekki rétt til:
[Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra á hljóð- eða myndbönd til einkanota með heimild í 1. mgr. þessarar greinar. Greiða skal gjald af tækjum til upptöku verka á hljóð- og myndbönd til einkanota, svo og af auðum hljóð- og myndböndum og öðrum böndum sem telja má ætluð til slíkra nota. Gjaldið skal greitt af tækjum og böndum sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér á landi og hvílir skylda til að svara gjaldi þessu á innflytjendum og framleiðendum. Gjald af tækjum nemi 4% af innflutningsverði eða framleiðsluverði ef um innlenda framleiðslu er að ræða. Gjald af auðum hljóðböndum nemi kr. 10,00 en kr. 30,00 ef um auð myndbönd er að ræða. Menntamálaráðherra setur nánari reglur2) um gjald þetta, þ. á m. um verðtryggingu gjaldsins.
Sameiginleg innheimtumiðstöð samtaka rétthafa, þar með talinna listflytjenda og framleiðenda, innheimtir höfundaréttargjald samkvæmt næstu málsgrein hér á undan og ráðstafar því. Innheimtumiðstöðinni skulu settar samþykktir3) í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þær vera háðar staðfestingu þess. Í samþykktum þessum skal meðal annars ákveða skiptingu tekna með aðildarfélögum og þar má einnig mæla fyrir um framlög til styrktar útgáfu hljóð- og myndrita.]4)
[Þá skal þeim sem öðlast hafa rétt til notkunar tölvuforrits heimilt án sérstaks leyfis forritshöfundar að skoða, rannsaka eða prófa forritið í því skyni að kanna virkni þess og þær hugmyndir og þau grundvallarsjónarmið sem einstakir þættir forritsins hvíla á að því tilskildu að aðgerðir þessar tengist þeim afnotum sem rétthafa eru heimil í sambandi við nýtingu forritsins.
Ekki er heimilt að víkja frá ákvæðum greinar þessarar með samningum.]2)
Heimilt er án samþykkis höfundar að breyta munum, sem verndar njóta eftir reglum um nytjalist.
Með sömu skilyrðum er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum, sem getið er í 3. mgr. 1. gr.
Nú eru birtar myndir eða teikningar af tveimur verkum eða fleiri hins sama höfundar í sambandi við meginmál, sem lýtur að almennri kynningu, og á hann þá rétt til þóknunar.
Heimilt er að birta í blöðum, tímaritum, sjónvarpi og kvikmyndum myndir eða teikningar af birtum listaverkum í sambandi við frásögn af dægurviðburðum. Þetta nær þó ekki til verka, sem gerð eru í þeim tilgangi að birta þau með framangreindum hætti.
Þegar flutningur eða sýning verks er þáttur í dægurviðburði, sem kynntur er almenningi í útvarpi eða kvikmynd, er heimilt að láta einstaka þætti úr verkinu fylgja með í sýningu viðburðarins eða frásögn af honum.
Höfundaréttarsamtökum skv. 1. mgr. skulu settar samþykktir í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þær vera háðar staðfestingu þess. Samtökin skulu auk samningsaðildar hafa rétt til almennrar innheimtu gjalda fyrir fjölföldun, einnig fyrir þá íslenska höfunda sem standa utan þeirra. Skal í samþykktum samtakanna kveðið á um ráðstöfun tekna vegna fjölföldunar og skulu höfundar, er standa utan þeirra, njóta sama réttar til endurgjalds fyrir afnot verka sinna og félagsmenn.
Höfundaréttarsamtök skv. 1. mgr. ábyrgjast allar kröfur sem fram kunna að koma frá handhöfum höfundaréttar sem ekki eru félagar í samtökunum og réttmætt tilkall eiga til greiðslu fyrir fjölföldun og verða slíkar kröfur aðeins gerðar á hendur samtökunum. Kröfur samkvæmt þessari málsgrein fyrnast á fjórum árum eftir að fjölföldun með réttri heimild var framkvæmd. Ágreiningi um kröfur skal ráðið til lykta af úrskurðarnefnd skv. 57. gr.
Menntamálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar. Í reglum þessum má m.a. mæla fyrir um að ákvæði greinarinnar skuli, eftir því sem við á, einnig taka til gerðar véllæsilegra eintaka af útgefnum verkum til afnota í tölvubönkum.]1)
Verk, sem samin hafa verið til notkunar við skólakennslu, má þó ekki án samþykkis höfundar taka að neinu leyti upp í safnverk, sem gefið er út í sama skyni.
Þegar verk eða hluti af verki höfundar er birt í safnverki samkvæmt þessari grein, á hann rétt til þóknunar.
Ákvæði 1. mgr. veitir ekki rétt til beinnar upptöku eftir hljómplötum eða öðrum hljóðritum, sem framleidd eru til markaðssölu.
Menntamálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um notkun og varðveislu umræddra hljóðrita.
Höfundur á rétt til þóknunar fyrir afnot samkvæmt þessari grein.
1)Rg. 232/1974.
Ákvæði 1. mgr. ná einnig til umræðna um málefni, sem varða almenna hagsmuni og fram fara á samkomum, sem almenningur á aðgang að, eða í útvarpi.
Höfundur hefur einkarétt til að gefa út safn af sjálfs sín framlagi til
umræðna, sem getur í 1. og 2. mgr., og af gögnum, sem hann hefur lagt
þar fram.
Flutningsheimild útvarpsstöðva skv. 1. mgr. tekur þó einungis til smærri verka, svo sem einstakra kvæða, smásagna, ritgerða, kafla úr stærri verkum, einstakra laga og tónverka ef smá eru, svo og kafla úr stærri verkum. Þá gilda framangreindar reglur um samningsgerð ekki um leiksviðsverk né heldur um verk er höfundur hefur lagt skriflegt bann við flutningi þeirra í útvarpi.
Höfundaréttarsamtök, sem hlotið hafa lögformlega viðurkenningu1) skv. 1. mgr., skulu hafa rétt til almennrar innheimtu gjalda fyrir flutningsrétt, einnig fyrir þá höfunda sem standa utan samtakanna, enda hafi þau áður aflað sér umtalsverðra innheimtuumboða frá slíkum höfundum.
Höfundaréttarsamtökum skv. 1. mgr. skal einnig heimilt að setja gjaldskrá um flutning verka utan útvarps. Slíkar gjaldskrár skulu háðar samþykki menntamálaráðuneytisins.
Þegar útvarpsstofnun er heimilt að útvarpa verki er henni frjáls bráðabirgðaupptaka þeirra á hljóðrit eða myndrit til sjálfs sín nota, en ekki í öðru skyni. Til varanlegrar geymdar og endurtekinna nota skal afla heimilda frá viðkomandi höfundasamtökum. Nánari reglur um upptöku verka, geymd þeirra og not skal setja í reglugerð og skal við setningu hennar höfð hliðsjón af samningum þeim sem tíðkast hefur að gera við höfundaréttarsamtökin um þessi atriði og venjur sem skapast hafa hér að lútandi.
Menntamálaráðherra getur sett frekari reglur um framkvæmd þessarar greinar.]2)
Náist ekki samkomulag um leyfisveitingu skv. 1. mgr. eða um skilyrði fyrir henni, þar á meðal um fjárhæð þóknunar, getur hvor aðili um sig skotið því ágreiningsefni til sáttameðferðar hjá úrskurðarnefnd skv. 57. gr. Menntamálaráðuneytið getur sett frekari reglur um framkvæmd þessarar greinar.]1)]2)
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka einnig til kvikmyndaverka, þar á meðal myndbanda, en útleiga og lán þeirra til almennings er þó óheimil án samþykkis rétthafa. Sama gildir um útleigu tölvuforrita.]1)
Heimilt er eiganda myndlistarverks að taka eða leyfa töku mynda af því til sýningar í kvikmynd eða sjónvarpi, ef myndin er aðeins aukaatriði í efni kvikmyndar eða sjónvarpsdagskrár. [Einnig skal heimilt án leyfis myndhöfundar hverju sinni að sýna í sjónvarpi áður birt verk hans þegar sjónvarpsstöð hefur gert samning um það efni við samtök myndlistarmanna sem annast hagsmunagæslu fyrir verulegan hluta íslenskra myndhöfunda og hefur hlotið til þess lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins. Höfundar, sem standa utan samtakanna, skulu njóta sama réttar til endurgjalds fyrir afnot verka sinna og félagsmenn. Hver einstakur höfundur getur þó lagt skriflegt bann við sýningu verka sinna samkvæmt þessari málsgrein. Samtökunum skal heimilt að setja gjaldskrár um sýningar verka á listsýningum eða með hliðstæðum hætti, sbr. 1. mgr. Þá skal samtökunum heimilt að setja gjaldskrár vegna annarrar birtingar myndverka. Slíkar gjaldskrár skulu háðar staðfestingu menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar.]1)
Þegar listaverk heyrir til listasafni, er heimilt að birta myndir af því í safnmunaskrá.
Nú er listaverk boðið til sölu, og má þá birta myndir af því í tilkynningu um sölutilboð.
Nú hefur andlitsmynd verið máluð, mótuð eða gerð með öðrum hætti eftir pöntun, og er höfundi þá ekki heimilt að neyta einkaréttar síns samkvæmt 3. gr. án samþykkis þess, sem lét gera myndina, eða erfingja hans, ef hann er látinn.
Vörslumanni er þó ekki skylt að veita höfundi aðgang að verki eða afhenda það í þessu skyni nema tryggt sé að verkið verði ekki fyrir skemmdum eða glatist.
Sé beiðni höfundar um aðgang að myndlistarverki skv. 1. mgr. hafnað getur hann sett kröfur sínar fram í dómi og getur dómari þá m.a. sett skilyrði fyrir því að aðgangsréttur verði veittur.
Vörslumaður á ætíð rétt til gjafvarnar í slíkum málum.]1)
Gjald þetta nær ekki til mannvirkja sem lúta reglum um byggingarlist né heldur til verka er teljast til nytjalistar og geta vegna framleiðslu fyrir almennan markað ekki talist frumverk.
Réttur höfundar skv. 1. mgr. er óframseljanlegur og helst meðan höfundaréttur hans er í gildi, sbr. 43. gr. höfundalaga. Höfundaréttarsjóður myndlistarmanna eða annar sjóður, sem kæmi í hans stað, annast innheimtu gjalda skv. 1. gr., svo og skil á þeim til höfunda. Að höfundi látnum fellur rétturinn til skylduerfingja, en sé þeim ekki til að dreifa rennur gjaldið til Höfundaréttarsjóðs myndlistarmanna.
Ákvæði þessarar greinar taka ekki til listaverka sem seld eru á listmunauppboðum, en um gjaldtöku í þeim tilvikum gilda sérákvæði í 3. gr. laga nr. 36/1987.
Nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar skulu sett í reglugerð.]1)
Þegar verk er birt almenningi samkvæmt þessum kafla, skal auk nafns höfundar geta þeirrar heimildar, sem notuð er, eftir því sem ástæður leyfa.
Þegar eintök af verki eru gerð samkvæmt þessum kafla, má ekki án samþykkis höfundar gera breytingar á verkinu fram yfir það, sem lögmæltur tilgangur með eintakagerðinni leyfir.
Nú er eintak af verki afhent til eignar, og felst þá ekki í þeim gerningi framsal á höfundarétti að verkinu, nema þess sé getið sérstaklega.
Ekki er framsalshafa heimilt að framselja öðrum höfundaréttinn án samþykkis höfundar. Ef rétturinn er þáttur í eignum fyrirtækis, má þó framselja hann ásamt því eða tiltekinni grein þess. Þrátt fyrir slíkt framsal ber framseljandi áfram ábyrgð á efndum skuldbindinga sinna við höfund.
Skuldheimtumenn geta ekki leitað fullnustu í höfundarétti, hvorki hjá höfundi sjálfum né neinum þeim, sem hlotið hafa réttinn að arfi eða fyrir hjúskap. Nú hefur aðili eignast höfundarétt með framsali, og má þá aðeins leita fullnustu hjá honum í þeim rétti, sem honum er heimilt að framselja, sbr. 2. mgr. 28. gr.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um eintök listaverka, sem höfundur hefur ekki haft til sýnis almenningi, boðið opinberlega til sölu eða viðurkennt með öðrum hætti, að birta megi opinberlega, svo og um handrit.
Höfundur getur með ákvæði í erfðaskrá gert ráðstafanir um framkvæmd höfundaréttar að honum látnum og meðal annars falið sérstökum tilsjónaraðilja að annast hana. Skulu slík ákvæði hafa gildi gagnvart öllum erfingjum, þar á meðal skylduerfingjum, og einnig að því er varðar búshluta maka.
Fyrirmæli 2. mgr. taka einnig til slíkra eintaka af verkum, sem getið er í 3. mgr. 30. gr.
Ef heimildin er veitt um óákveðinn tíma, hvort sem í henni felst einkaréttur eða ekki, skal talið, að hún gildi ekki lengur en 3 ár. Ákvæði þetta tekur ekki til samninga um flutningsrétt, sem samtök eigenda slíkra réttinda eru aðiljar að.
Nú hefur einkaréttur til flutnings verið veittur um tiltekinn tíma, lengur en 3 ár, og skal höfundi þó heimilt að flytja verkið sjálfur eða leyfa öðrum flutning þess, ef umrædds einkaréttar hefur ekki verið neytt í 3 ár samfleytt, enda hafi ekki verið á annan veg samið.
Ákvæði þessarar greinar taka ekki til kvikmyndagerðar.
Útgáfusamningur veitir útgefanda ekki eignarrétt að handriti því eða annars konar eintaki af verki, sem notað er til eftirgerðar, nema svo sé um samið sérstaklega.
Með orðinu upplag er átt við þann eintakafjölda, sem út er gefinn í einu.
Þegar útgáfusamningi er riftað samkvæmt 1. mgr., er höfundi ekki skylt að skila aftur greiðslu, sem hann hefur þegar fengið. En hafi hann beðið tjón vegna saknæmra vanefnda útgefanda, sem ekki er bætt að fullu með þeirri greiðslu, á hann rétt til frekari bóta.
Nú á höfundur rétt til þóknunar, miðað við sölu eða leigu eintaka á reikningsári, og ber útgefanda þá að senda honum innan 9 mánaða frá lokum reikningsárs skilagrein um sölu eða leigu á reikningsárinu og um eftirstöðvar upplags í lok reikningsárs.
Þó að höfundur eigi ekki að fá þóknun, eins og getið er í 2. mgr., á hann samt rétt til að fá skilagrein um eftirstöðvar upplags í lok reikningsárs, þegar 9 mánuðir eru liðnir frá þeim tíma.
Höfundur getur ekki með samningi fallið frá rétti þeim, sem honum er áskilinn með þessari grein.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hefur höfundur rétt til að gefa bókmenntaverk út sem hluta af heildarútgáfu verka sinna eða úrvals úr þeim, þegar liðin eru 15 ár frá næstu áramótum, eftir að útgáfusamningur var gerður. Höfundur getur með samningi fallið frá þessum rétti sínum.
Ekki raskar réttur útgefenda höfundarétti að einstökum ritgerðum, myndum eða öðrum verkum, sem í blöðum eða tímaritum birtast. Þó þarf ekki að leita samþykkis höfunda til þeirrar endurprentunar, sem í 1. mgr. getur, nema svo hafi verið um samið.
Ákvæði þessa kafla um útgáfusamninga taka ekki til blaða og tímarita framar en segir í 1. og 2. mgr.
Ákvæði 35. og 36. gr. gilda ekki um framlög til safnverka.
Ákvæði 1. mgr. taka ekki til tónverka, kvikmyndahandrita né samtalstexta, sem gerð hafa verið til notkunar í kvikmynd, og ekki heldur til framlags aðalleikstjóra.
Nú er gerð kvikmyndar ekki lokið innan 5 ára frá því, að höfundur fullnægði samningsskyldum sínum, og er höfundi þá heimilt, ef ekki hefur verið samið um lengri frest, að rifta samningnum, enda þótt riftunarskilyrði eftir almennum reglum séu ekki fyrir hendi. Ákvæði 2. mgr. 36. gr. gilda hér, eftir því sem við á.
[Einnig er heimil afritun forrits og þýðing eða afþýðing þess þegar slíkt er óhjákvæmilegt til öflunar upplýsinga sem þörf er á til að ná fram rekstrarsamhæfni sjálfstæðs forrits við önnur forrit að fullnægðum eftirgreindum skilyrðum:
Upplýsingar, sem aflað hefur verið með heimild í grein þessari, verða aðeins notaðar til að auðvelda rekstrarsamhæfni við önnur forrit, en ekki á neinn þann hátt er raski lögmætum hagsmunum hins upprunalega forritshöfundar til eðlilegrar hagnýtingar þess né brjóti gegn höfundarétti hans á annan hátt.
Ekki er heimilt að víkja frá ákvæðum greinar þessarar með samningum.]2)
Ef höfundur er nafngreindur með þeim hætti sem segir í 2. mgr. 8. gr. áður en framangreint 70 ára tímabil er liðið eða leitt er í ljós að höfundur var látinn er verkið birtist skal um gildistíma höfundaréttar fara eftir ákvæðum 43. gr.
Sé um verk að ræða sem ekki hefur verið birt og höfundur ókunnur fellur höfundarétturinn niður er 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir tilurð verksins.]1)
1)Rg. 151/1956 (úthlutun á tekjum fyrir upptökuréttindi (STEF)). Samþ. 229/1973 (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH)).
Nú hefur listflytjandi veitt með samningi framlag til kvikmyndaverks og getur hann þá ekki, nema áskilnaður sé gerður á annan veg, hindrað leigu á eintökum kvikmyndaverksins.
Um upptöku, eftirgerð og dreifingu listflutnings, sem um getur í 1. mgr., skulu gilda eftir því sem við á ákvæði 2.--6. mgr. 2. gr., 4. gr., 7. gr., 8. gr., 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 18. gr., 21. gr., 2. mgr. 23. gr., 24. gr., 26.--31. gr. og 53. gr. Ákvæði 1. mgr. 24. gr. gilda þó aðeins um upptökur sem fyrst eru seldar eða ráðstafað til eignar með öðrum hætti með samþykki rétthafa innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Standi fleiri en 12 listflytjendur að listflutningi nægir samþykki stéttarfélags flytjenda til eftirgerðar og endurnota, enda komi greiðsla fyrir flutninginn.]1)
Náist ekki samkomulag um leyfisveitingu skv. 1. mgr. eða um skilyrði fyrir henni, þar á meðal um fjárhæð þóknunar, getur hvor aðili um sig skotið því ágreiningsefni til sáttameðferðar hjá úrskurðarnefnd skv. 57. gr. Menntamálaráðuneytið getur sett frekari reglur um framkvæmd þessarar greinar.]1)
Beita skal, eftir því sem við á, ákvæðum 2.--6. mgr. 2. gr., 7. gr., 8. gr., 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 18. gr., 2. mgr. 23. gr. og 1. og 2. mgr. 24. gr. Ákvæði 1. mgr. 24. gr. gilda þó aðeins um upptökur sem fyrst eru seldar eða ráðstafað til eignar með öðrum hætti með samþykki rétthafa innan Evrópska efnahagssvæðisins.]1)
Krafa til endurgjalds skv. 1. mgr. verður aðeins gerð af innheimtusamtökum framleiðenda og listflytjendafélaga. Samtökunum skulu settar samþykktir í samvinnu við menntamálaráðuneytið og vera háðar staðfestingu þess. Í samþykktum þessum skal m.a. kveða á um skiptingu tekna með aðildarfélögum samtakanna.
Þegar framleiðandi hljóðrits eða listflytjandi á rétt til þóknunar samkvæmt þessari grein skal hún fara eftir heildarsamningi milli innheimtusamtaka skv. 2. mgr. og notanda eða samtökum hans. Ágreiningi um þóknun geta aðilar skotið til úrskurðarnefndar skv. 57. gr. Nefndin getur gert notanda að setja viðhlítandi tryggingu fyrir greiðslu þóknunar þar til hún hefur verið ákveðin en ella mælt fyrir um stöðvun á notkun verndaðra markaðshljóðrita uns trygging hefur verið sett. Innheimtusamtökunum skal þó heimilt að setja gjaldskrár1) um flutning af hljóðritum utan útvarps. Slíkar gjaldskrár skulu háðar samþykki menntamálaráðuneytisins.
Beita skal, eftir því sem við á, 1. mgr. 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 21. gr. og 54. gr. Sama gildir um 27.--31. gr. að því er listflytjendur varðar. Ákvæði þessi gilda ekki um kvikmyndir og myndbönd.]2)
Beita skal, eftir því sem við á, ákvæðum 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 14. gr., 3. mgr. 15. gr., 18. gr., 21. gr. og 2. mgr. 23. gr.
Ákvæði II. kafla laga þessara taka til ljósmynda þeirra, sem í 1. mgr. getur, eftir því sem við á.
Beita skal, eftir því sem við á, ákvæðum II. kafla laga þessara.
Óheimilt er bæði höfundi og öðrum að setja nafn hans eða höfundarauðkenni á eintak, sem gert hefur verið eftir listaverki, ef hætta er á, að villst verði á eftirgerðinni og frumverkinu.
Mál út af brotum gegn 1. mgr. skal aðeins höfða eftir kröfu menntamálaráðherra, enda telji hann þess þörf vegna tillits til almennrar menningarverndar.
[Sektum, varðhaldi eða fangelsi, allt að 2 árum, varða:]1)
Nú er brot framið á vegum félags eða annars fyrirtækis, og má þá dæma fésekt á hendur því.
Ákveða má, að í stað upptöku til afhendingar samkvæmt 1. mgr. séu munir eða eintök ónýtt að öllu leyti eða nokkru, eða gerð á annan hátt óhæf til hinna ólöglegu nota.
Ákvæðum 1. og 2. mgr. verður ekki beitt gagnvart aðiljum, sem hafa eignast í grandleysi eintak eða eintök til einkanota.
Ákvæði um upptöku og ónýtingu taka ekki til bygginga.
[Dæma skal höfundi og listflytjanda miskabætur úr hendi þess sem raskað hefur rétti þeirra með ólögmætri háttsemi.]1)
Heimilt er að dæma þeim, sem misgert er við, bætur úr hendi þess, sem réttarröskun olli, þó að hann hafi gert það í grandleysi, en ekki mega bæturnar nema hærri fjárhæð en ávinningi hans af brotinu.
Nú er höfundur látinn og getur þá enn fremur tilsjónaraðili, sem nefndur hefur verið eftir 2. mgr. 31. gr., en ella eiginmaður eða eiginkona hins látna, foreldrar, börn og systkin, krafist opinberrar ákæru eða höfðað mál út af brotum gegn 1. og 2. mgr. 4. gr., 2. og. 3. mgr. 26. gr., 1. mgr. 28. gr. og fyrirmælum höfundar samkvæmt 2. mgr. 31. gr. eða listflytjanda samkvæmt sama ákvæði, sbr. 2. mgr. 45. gr.]2)
Mál út af brotum gegn ákvæðum 53. gr. sæta opinberri saksókn eftir kröfu menntamálaráðherra.
[Ákvæði 25. gr. b taka til verka íslenskra ríkisborgara og erlendra manna sem búsettir eru hér á landi. Enn fremur til verka erlendra ríkisborgara þeirra ríkja sem veita íslenskum verkum hliðstæða vernd.]1)
[Ákvæði 44. gr. a gilda um birtingu verka sem framkvæmd er af ríkisborgurum eða mönnum búsettum í landi innan Evrópska efnahagssvæðisins.]2)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. og 51.--53. gr. gilda um öll verk, sem falla undir ákvæði 1. gr., án tillits til uppruna þeirra eða þjóðernis höfunda.
Ákvæði 1. mgr. gilda þó ekki um ráðstafanir sem hafa átt sér stað eða áunnin réttindi þriðja aðila á grundvelli eldri laga. Heimil er áframhaldandi dreifing til almennings eða opinber sýning á eintökum verks eða listflutnings ef gerð eintakanna var frjáls á þeim tíma er dreifing eða sýning þeirra fór fram, þó þannig að ákvæði 24. gr. um bann við leigu og útláni á verkum haldi gildi sínu.
Ef eintakagerð verks eða listflutnings, sem ekki nýtur verndar samkvæmt áðurgildandi lögum, er hafin fyrir gildistöku laganna eða verulegur undirbúningur slíkrar eintakagerðar er hafinn er heimilt að ljúka áætlaðri, nauðsynlegri og venjubundinni eintakagerð, þó í síðasta lagi 1. janúar árið 2000. Heimilt er að dreifa eintökum sem þannig eru gerð til almennings eða sýna þau opinberlega.
Nú er verk eða listflutningur hluti upptöku til flutnings í útvarpi sem gerð er meðan verkið eða listflutningurinn nýtur ekki verndar eða fer fram á grundvelli heimildar í 3. mgr. og er þá heimilt að nýta slíkar upptökur til útvarpsflutnings fram til 1. janúar árið 2000. Sama á við um opinbera birtingu kvikmyndaverka.
Ef verndartími verks eða listflutnings verður styttri á grundvelli breytts verndartíma samkvæmt lögum þessum en hann hefði verið samkvæmt áður gildandi lögum fer um verndartíma samkvæmt áður gildandi lögum. Þetta gildir þó ekki ef ákvæði 3. mgr. 44. gr. eiga við.]1)