Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.


Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband

1978, nr. 4, 24. febrúar

1. gr.
        Ríkisstjórninni er heimilt að gerast aðili fyrir Íslands hönd að alþjóðasamningi um ræðissamband sem gerður var í Vínarborg 24. apríl 1963 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum,1) svo og að viðbótarbókunum varðandi ríkisborgararétt og skyldubundna lausn deilumála.
        Ákvæði samningsins skulu hafa lagagildi á Íslandi.

1)Um fylgiskjal, sjá Stjtíð. A 1978, bls. 7--49.

2. gr.
        Ráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þessara.

3. gr.
        Lög þessi öðlast þegar gildi. ...