Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Frá og með 1. júní 1987 skal skiptaverðmæti skv. 1. málsl. 1. mgr. hækka í 76% af heildaraflaverðmæti. Frá sama tíma breytist viðmiðun til lækkunar skiptaverðmætishlutfalls skv. 3. málsl. 1. mgr. á þann hátt að hlutfallstalan lækki um eitt prósentustig fyrir hverja 12 Bandaríkjadala hækkun á birgðaverði gasolíu umfram 145 Bandaríkjadali á tonn fob.]2)
Þegar seldur er afli fiskiskips sem frystir rækju um borð er skiptaverðmætið 71,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta hlutfall skal þó vera 66% af cif-verðmætinu sé þannig samið um sölu framleiðslunnar.
Skiptahlutfallið skal hækka eða lækka um hálft prósentustig fyrir hvert eitt prósentustig sem skiptahlutfallið breytist til hækkunar eða lækkunar skv. 1. og 2. mgr. 1. gr.]1)
Viðskiptabanki útvegsmanns skal við gjaldeyrisskil leggja minnst [8%]1) af brúttósöluverðmæti ísfisks, sem seldur er í erlendri höfn, sbr. 2. og 3. gr., inn á sams konar bankareikninga.
Sama greiðsluskylda og að framan greinir hvílir á útvegsmönnum veiðiskipa sem vinna og frysta afla um borð, og miðast þá [8%]1)-greiðslan við skilaverðmæti framleiðslunnar og fellur í gjalddaga við gjaldeyrisskil.
Ákvæði þessarar greinar ná ekki til opinna báta og þilfarsbáta undir 10 lestum, sbr. 6. gr.
1. | Til lífeyrissjóða sjómanna | [37,5%]1) |
2. | Til greiðslu iðgjalda af slysa- og örorku- | |
tryggingu skipverja, sams konar þeim sem | ||
samið er um í heildarkjarasamningum sjó- | ||
manna og útvegsmanna, þar á meðal vegna | ||
grásleppuveiða, svo og af vátryggingu báts, | ||
og eiga þessi ákvæði við allar veiðar smá- | ||
báta, einnig við grásleppuveiðar, skv. regl- | ||
um sem sjávarútvegsráðherra setur | [56,5%]1) | |
3. | Til Landssambands smábátaeigenda, þar | |
með vegna grásleppuveiða | [6%]1) |
1. | Til lífeyrissjóða sjómanna | 92,0% |
2. | Til Sjómannasambands Íslands og sjó- | |
manna innan Alþýðusambands Austfjarða | ||
Alþýðusambands Vestfjarða | 2,4% | |
3. | [Til Farmanna- og fiskimannasambands | |
Íslands og Vélstjórafélags Íslands.]1) | 1,6% | |
4. | Til Landssambands íslenskra útvegsmanna | 4,0% |
1)L. 45/1992, 1. gr.2)L. 80/1997, 5. gr.
Lögtaksréttur fylgir kröfu vegna hlutdeildar af hráefnisverði, sbr. 5. og 6. gr. laga þessara. Sé greiðsla ekki innt af hendi innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af vangreiddri fjárhæð.
[Aðilar greiðslumiðlunar skv. 8. og 9. gr. skulu koma sér saman um skiptingu kostnaðar sem leiðir af umsýslu Lífeyrissjóðs sjómanna fyrir greiðslumiðlunina. Náist ekki samkomulag um skiptingu kostnaðar skal ráðherra setja reglugerð um slíka skiptingu.]1)