Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og átt hefur lögheimili hér á landi, á og kosningarrétt í átta ár frá því hann flutti lögheimili af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Slíkur ríkisborgari á og kosningarrétt eftir þann tíma, enda hafi hann sótt um það samkvæmt nánari reglum í lögum þessum.]1)
Dómur fyrir refsivert brot hefur ekki flekkun mannorðs í för með sér, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé 4 mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.
Til þess telst Reykjavík. Til þess teljast: Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Kjósarsýsla, Garðakaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogskaupstaður og Seltjarnarneskaupstaður. Til þess teljast: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Ólafsvíkurkaupstaður og Dalasýsla. Til þess teljast: Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarkaupstaður, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Til þess teljast: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður. Til þess teljast: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla. Til þess teljast: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Eskifjarðarkaupstaður, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. Til þess teljast: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaupstaður, Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Selfoss.
Reykjavíkurkjördæmi 14 þingsæti Reykjaneskjördæmi 8 þingsæti Vesturlandskjördæmi 5 þingsæti Vestfjarðakjördæmi 5 þingsæti Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingsæti Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingsæti Austurlandskjördæmi 5 þingsæti Suðurlandskjördæmi 6 þingsæti
Um skiptingu þingsætanna gilda þessar reglur:
Að loknum hverjum almennum kosningum til Alþingis auglýsir dómsmálaráðuneytið í B-deild Stjórnartíðinda hvernig þingsæti samkvæmt a- og b-lið þessarar greinar skiptast milli kjördæma í næstu almennum alþingiskosningum. Með þingsætatölu kjördæmis er átt við samtölu þingsæta í kjördæminu samkvæmt a- og b-lið.
Heimilt er bæjarstjórn og hreppsnefnd með samþykki yfirkjörstjórnar að skipta kaupstað eða hreppi í kjördeildir. Hreppum má þó ekki skipta í fleiri kjördeildir en fjórar.
Í hreppum, þar sem kjördeildir eru færri en fjórar, eiga 15 kjósendur, sem búsettir eru innan sama hreppshluta, rétt á, að hann verði gerður að sérstakri kjördeild, ef þeir krefjast þess, áður en kjörskrá hefur verið lögð fram, enda sé þessi hluti hrepps afskekktur og erfitt um kjörsókn þaðan að áliti yfirkjörstjórnar.
Kjördeildir skal að jafnaði kenna við kjörstaði í sveitum, en tölusetja þær til aðgreiningar í kaupstöðum.
Yfirkjörstjórn skal með nægum fyrirvara á undan kosningum auglýsa aðsetur sitt, þar sem hún veitir viðtöku framboðslistum og þar sem hún dvelst, meðan kosning fer fram, og skal aðsetur hennar vera eins miðsvæðis í kjördæminu og kostur er, enda liggi það vel við samgöngum.
Í kaupstöðum, þar sem kjördeildir eru fleiri en ein, kýs bæjarstjórn 3 manna kjörstjórn til þess að hafa með höndum stjórn undirkjörstjórna á hverjum kjörstað. Yfirkjörstjórnir skulu jafnan vera reiðubúnar til þess að mæta fyrirvaralaust á fundi á kjördegi til ákvarðana og úrskurða í sambandi við kosninguna, ef með þarf.
Það er borgaraleg skylda að taka við kosningu í kjörstjórn.
Ef kjörstjórar eru í framboði, skulu þeir víkja sæti og varamenn gegna störfum þeirra. Fulltrúar sýslumanna ...1) skulu vera varamenn þeirra, en sýslumenn skipa varamenn hreppstjóra. Fyrsti stýrimaður skal vera varamaður skipstjóra. Ekki má utankjörfundaratkvæðagreiðsla fara fram á heimili frambjóðanda.
Sá sem fellur undir 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. verður því aðeins tekinn á kjörskrá að hann hafi sótt um það til Hagstofu Íslands. Umsókn skal rituð á sérstakt eyðublað þar sem fram komi fullt nafn og kennitala umsækjanda, hvenær hann flutti af landi brott, síðasta lögheimili á landinu og heimilisfang erlendis. Umsókn skal jafnframt bera með sér yfirlýsingu umsækjanda um að hann sé enn íslenskur ríkisborgari. Hagstofa Íslands lætur eyðublöð þessi í té og skulu þau liggja frammi á Hagstofunni, í skrifstofum sendiráða og fastanefnda, í sendiræðisskrifstofum og í skrifstofum kjörræðismanna. Sé umsókn fullnægjandi tilkynnir Hagstofan umsækjanda það og hlutaðeigandi sveitarstjórn. Ákvörðun um að einhver sé þannig á kjörskrá tekinn gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum á eftir að umsókn var lögð fram.]2)
[Þegar kjörskrá hefur verið samin skal hún undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar.]1)
[Nú er kjörskrá ekki lögð fram á skrifstofu sveitarstjórnar og skal þá]1) auglýsa hvar það verður gert og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.
Eftir að kjörskrá hefur verið lögð fram skal hún liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Staðfest eftirrit af kjörskrá má hafa til að leggja fram.]2)
Sveitarstjórn skal enn fremur fram á kjördag leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast, eftir atvikum misst, íslenskt ríkisfang.]1)
Sveitarstjórn skal jafnframt tilkynna hlutaðeigandi kjörstjórn um leiðréttingar á kjörskrá, svo og oddvita yfirkjörstjórnar.]1)
Ráðherra er og heimilt að kveða nánar á um þetta, eftir því sem nauðsynlegt kann að vera, ef gera þarf ráðstafanir út af vanrækslu sveitarstjórnar um samningu kjörskrár, sbr. 17. gr.]1)
...1)
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, [kennitölu hans],2) stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því, hverjir í kjöri eru.
Með landsframboði er í lögum þessum átt við framboðslista þá sem saman eiga þegar þingsætum er úthlutað samkvæmt 112. og 113. gr. Framboðslistarnir geta verið úr einu kjördæmi eða fleirum. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Allir listar hverra stjórnmálasamtaka um sig teljast til sama landsframboðs. Ef fyrrgreinda yfirlýsingu vantar telst listi vera sérstakt landsframboð.
Ef sá, sem ákveður framboðslista eða staðfestir hann endanlega, samkvæmt reglum stjórnmálasamtaka, ber fram mótmæli gegn því að listi sé í framboði fyrir þau samtök skal úrskurða að slíkur framboðslisti teljist ekki til landsframboðs þeirra.
Nú rís ágreiningur um hvort framboðslisti telst til þess landsframboðs sem meðmælendur hans óska og skal þá landskjörstjórn gefa meðmælendum kost á að tilnefna sérstaka umboðsmenn til að gæta hagsmuna sinna þegar úr þeim ágreiningi er skorið.
Landskjörstjórn bókar ákvarðanir sínar um landsframboð, um viðtöku kjörgagna, atkvæðasamtölur landsframboða, um úthlutun þingsæta o.s.frv. Yfirkjörstjórnir bóka um viðtöku framboða, afgreiðslu þeirra til landskjörstjórnar og viðtöku á ný, útsendingu og viðtöku kjörseðla og bréfa, hvers konar úrskurði, talningu atkvæða, úrslit kosninga og annað þess háttar. Undirkjörstjórnir bóka um allt sem fyrir er mælt í lögum þessum eða skiptir máli um kosningaathöfnina.
Dómsmálaráðuneytið lætur í té og löggildir gerðabækur landskjörstjórnar og yfirkjörstjórna, en yfirkjörstjórnir láta í té og löggilda gerðabækur undirkjörstjórna.
Dómsmálaráðuneytið lætur kjörstjórnum í té embættisinnsigli.
Úrskurði yfirkjörstjórnar má umboðsmaður skjóta til landskjörstjórnar innan sólarhrings frá því að hann var kveðinn upp.
Hyggist stjórnmálasamtök, sem hafa ekki skráðan listabókstaf, bjóða fram lista við alþingiskosningar skal það tilkynnt dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en [þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út].1) Tilkynningin skal undirrituð af a.m.k. 50 kjósendum. Ákveður ráðuneytið bókstaf samtakanna að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum.
Breytingar á auglýsingu ráðuneytisins og viðauka við hana skal þegar birta með auglýsingu og tilkynna landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum.
Nú hefur landsframboð fleiri lista en einn í sama kjördæmi og skal þá merkja þá A, AA..., B, BB..., o.s.frv. eftir því sem við á.
[Þegar landskjörstjórn hafa borist gögn frá öllum yfirkjörstjórnum og hún hefur afgreitt listana á þennan hátt skal hún þegar í stað gera almenningi kunna listana með auglýsingu í Lögbirtingablaði og blöðum. Í auglýsingu skal tilgreina bókstaf hvers lista, fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er borinn fram og nöfn frambjóðenda á hverjum lista í réttri röð, stöðu þeirra og heimili. Jafnframt skal landskjörstjórn birta í útvarpi auglýsingu, og skal þar tilgreina bókstaf hvers lista og fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er borinn fram. Auglýsingar þessar skal birta eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.]1)
Landskjörstjórn endursendir síðan yfirkjörstjórnum listana ásamt greinargerð um afgreiðslu sína.
Kjörstjórar skulu varðveita kjörgögnin á öruggum stað.]1)
Á kjörseðli og kjörseðilsumslagi skal prentað að um sé að ræða kjörseðil og kjörseðilsumslag. Fylgibréf og sendiumslag skulu þannig gerð að á þau megi auðveldlega rita þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í lögunum.
Dómsmálaráðuneytið kveður nánar á um gerð kjörgagna þessara.]1)
Í híbýlum skipshafnarinnar í skipinu skal vera að minnsta kosti 1 eintak af bók þeirri er í 61. gr. getur.
Enn fremur er skylda skipstjóra á íslenskum skipum, þá er fyrirskipaðar eru almennar alþingiskosningar eða uppkosningar, að láta skipshöfnina vita um kjördaginn, jafnskjótt og þeir vita um kosninguna.
Þess skal getið um hvern lista fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er í kjöri á þann hátt að prenta með skýru letri neðan við listabókstafinn en ofan við nöfnin á listanum: Listi .... (nafn stjórnmálasamtakanna).
Ekki skal fullgera fleiri seðla en þá, sem sendir eru undirkjörstjórnum, og skal yfirkjörstjórn varast að láta óviðkomandi sjá seðlana, áður en hún sendir þá frá sér.
Seðlarnir skulu sendir í vönduðum umbúðum, er yfirkjörstjórn innsiglar með embættisinnsigli sínu svo vandlega, að eigi sé auðið að opna umbúðirnar og ná út seðlum án þess að brjóta innsiglið.
Seðlum, sem eigi eru afgreiddir til undirkjörstjórnar, gerir yfirkjörstjórn grein fyrir, þegar atkvæði eru talin.
Umslög þessi skulu vera svo stór, að allir seðlar af hverri þessari tegund komist í eitt umslag, en hin umslögin séu til vara. Auk þess skal yfirkjörstjórnin láta fylgja stórt og sterkt umslag með áprentaðri utanáskrift sinni og á efra framhorni nafn kjördeildarinnar, og skal í það umslag leggja hin umslögin. Yfirkjörstjórn skal jafnframt senda hverri undirkjörstjórn löggilta kjörbók til afnota við kosninguna, ef hún hefur hana ekki fyrir, og skýrslu um, hver þingmannaefni hafi boðið sig fram.
Kjörtímabilið er fjögur ár.]1)
Sé þingstaður innan kjördeildar, skal hann að jafnaði vera kjörstaður.
Hreppsnefnd er heimilt, að fengnu samþykki yfirkjörstjórnar, að hafa kjörstað utan hreppsfélagsins.
Kjörstað skal auglýsa almenningi á undan kjörfundi með nægum fyrirvara, nema hann sé öllum kjósendum innan kjördeildar nægilega kunnur.
Tjald skal festa fyrir glugga, er vera kynnu á kjörklefanum, svo að ekki verði inn þangað séð að utan, og skal tjaldið ná svo langt út fyrir gluggann, að ekki sé auðið að stinga kjörseðli út að glugganum, svo að hann sjáist að utan. Tjald þetta skal á hæfilega mörgum stöðum fest niður á jöðrum með innsigli undirkjörstjórnar.
Kjörklefar mega vera fleiri en einn. Í hverjum kjörklefa skal vera lítið borð, sem skrifa má við.
Yfirkjörstjórn ber ábyrgð á, að jafnan séu til nægir atkvæðakassar með pokum til afnota í kjördæminu.
Formenn undirkjörstjórna geyma eintök þessi, og skulu þau jafnan vera við höndina á kjörstað, meðan kjörfundur stendur yfir.
1)L. 10/1991, 22. gr.2)L. 92/1991, 97. gr.3)Leiðbeiningar 120/1991.
[Kjörstjóra innan lands er heimilt að láta kosningu fara fram á sjúkrahúsi, dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, enda sé kjósandi til meðferðar á hlutaðeigandi stofnun eða vistmaður þar. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar.
Kjörstjóri innan lands getur enn fremur heimilað kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, að greiða atkvæði í heimahúsi. Slík ósk skal vera skrifleg og studd læknisvottorði og skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar ein vika er til kjördags. Kjörstjóri getur í sinn stað tilnefnt sem utankjörfundarkjörstjóra tvo trúnaðarmenn til að sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hjá kjósanda.
Kjörstjóri innan lands auglýsir hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar. Atkvæðagreiðsla skv. 2. mgr. skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram hjá kjörræðismönnum sem eru kjörstjórar skv. 13. gr.
Dómsmálaráðuneytið setur nánari reglur3) um framkvæmd atkvæðagreiðslu skv. 2. og 3. mgr. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. Tilkynna skal umboðsmönnum lista, sbr. 33. gr., um það hvenær atkvæðagreiðsla skv. 2. mgr. fer fram.]1)
...1)
Að þessu loknu fær kjósandi afhent kjörgögn. Skal hann síðan aðstoðarlaust, í einrúmi og án þess að nokkur maður sjái, rita atkvæði sitt á kjörseðilinn á þann hátt er að framan greinir og setja atkvæðið í kjörseðilsumslagið. Því næst áritar og undirritar kjósandi fylgibréfið í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna. Að því loknu leggur kjósandi kjörseðilsumslagið ásamt fylgibréfinu í sendiumslagið og lokar því vandlega. Umslagið skal síðan áritað til hreppstjórans í þeim hreppi eða [sýslumannsins í þeim kaupstað]1) eða kjörstjórnarinnar í þeirri kjördeild þar sem kjósandinn telur sig standa á kjörskrá. Á sendiumslagið skal og rita nafn kjósanda, kennitölu og lögheimili.
Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé höndin ónothæf skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal geta á skrá skv. 1. mgr. og á fylgibréfinu, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð við að árita kjörseðil skal því aðeins veitt að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.
Nú vill skipstjóri sjálfur greiða atkvæði utan kjörfundar og getur ekki náð til annars kjörstjóra og skal þá atkvæðagreiðsla hans vottuð af þeim er í hans stað gengur á skipinu er hans missir við.]2)
...1)
Þeir kjósendur, sem greiða atkvæði hjá hreppstjóra eða [sýslumanni]1) í þeim hreppi eða kaupstað, þar sem þeir standa á kjörskrá, og skilja þar eftir bréf með atkvæði sínu, skulu sjálfir láta bréfin í atkvæðakassann.
Skrá þessa ásamt kassanum með bréfunum sendir hreppstjóri eða [sýslumaður]1) síðan hlutaðeigandi undirkjörstjórn svo tímanlega, að hún sé komin henni í hendur, áður en kjörfundur er settur.
Þau bréf, er koma þar á eftir til kjörstjórnarinnar, en þó áður en atkvæðagreiðslu er lokið, skulu tölusett með áframhaldandi töluröð, án þess þó að innfærast á skrána, og skal tölu þeirra getið í kjörbókinni.
Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis, þar sem hlutaðeigandi kjósandi er á kjörskrá, en þegar svo stendur á, að bréfi er komið í aðra kjördeild en þá, þar sem hlutaðeigandi kjósanda hefur borið að kjósa, skal undirkjörstjórn geta þess sérstaklega í kjörbókinni og senda slík bréf aðskilin til yfirkjörstjórnar.
[Sé kjörfundur settur fyrr en kl. 12 á hádegi skal það auglýst með þeim fyrirvara og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar.]1)
Athöfnin byrjar með því, að oddviti kjörstjórnar leggur fram seðlaböggul þann, sem hann hefur fengið frá yfirkjörstjórn, og skulu allir, sem við eru, gæta þess vel, hvort innsiglin eru heil eða böggullinn ber þess merki, að hann hafi verið opnaður. Skal þess getið í kjörbókinni og riti kjörstjórn og umboðsmenn undir. Því næst opnar oddviti böggulinn og telur seðlana, en meðkjörstjórar og umboðsmenn telja líka. Skal þess gætt, hvort tala seðlanna kemur heim við tölu þá, sem tilgreind er í bréfi því, sem yfirkjörstjórn skal láta fylgja hverjum seðlaböggli. Þess skal getið í kjörbókinni, og riti kjörstjórn og umboðsmenn þar undir.
Nú segir kjörstjórn dyraverði til, að atkvæðagreiðsla hefjist, og skal dyravörður þá hleypa inn kjósendum, og eigi fleirum í senn en kjörklefar eru margir.
Sé ágreiningur um, í hverri röð kjósendur komist að, skal röðin á kjörskrá ráða, þannig að dyravörður hleypir þeim fyrr inn, sem framar stendur á kjörskrá af þeim, sem gefa sig fram.
Engum manni, sem ekki stendur á kjörskrá, má kjörstjórn leyfa að greiða atkvæði, nema hann sanni með vottorði, að nafn hans standi á kjörskrá í annarri kjördeild innan sama kjördæmis og hafi afsalað sér þar kosningarrétti og sé vottorðið gefið af undirkjörstjórn þeirrar kjördeildar. Undirkjörstjórn eða oddviti undirkjörstjórnar fyrir hennar hönd, sem gefur slíkt vottorð, færir það til bókar í kjörbók undirkjörstjórnar, og fylgja skal það í frumriti til yfirkjörstjórnar kjörbók þeirrar kjördeildar, þar sem það er lagt fram og notað, enda einnig getið um það í kjörbókinni og nafn og heimili kjósanda tilgreint. Vottorð er einnig gilt, sé það undirritað af hreppsnefnd í þeim hreppi, þar sem kjósandi er á kjörskrá, eða oddvita fyrir hennar hönd. Ber oddvita að tilkynna undirkjörstjórn kjördeildar fyrir kjördag, hvaða kjósendum í kjördeildinni hreppsnefnd hafi gefið vottorð.
Þar skal einnig vera spjald jafnstórt kjörseðli með upphleyptum listabókstöfum og blindraletri, með glugga framan við hvern staf og vasa á bakhlið þannig að blindir geti gegnum gluggann sett kross framan við þann lista, er þeir gefa atkvæði sitt, og á þann hátt kosið í einrúmi og án aðstoðar.
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim, er hann kýs, setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn, er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn, sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn, sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
Þá er kjósandi hefur látið seðilinn í atkvæðakassann, víkur hann út úr kjörfundarstofunni.
Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en [kl. 22 á kjördag].1) Þeir kjósendur, sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, eiga þó rétt á að greiða atkvæði.
Kjörstjórn og umboðsmenn lista athuga fylgibréfin ...1) og rannsaka, hvort sá, sem bréfið er frá stendur á kjörskrá, og ef svo er, hvort hann hefur greitt atkvæði á kjörfundi. Ef svo reynist, að sá, sem bréfið er frá, standi á kjörskrá og eigi rétt á að greiða atkvæði og hafi ekki greitt atkvæði á kjörfundi, setja meðkjörstjórar merki við nafn kjósandans á eftirritin af kjörskránni.
...1)
Nú berast fleiri en eitt atkvæði greidd utan kjörfundar frá hinum sama kjósanda og skal þá aðeins hið síðastgreidda atkvæði koma til greina.]1)
Nú þykir umboðsmanni eitthvað ólöglegt við kosningarathöfnina og fær það ekki leiðrétt, og á hann þá rétt á að fá ágreiningsálitið bókað þegar í stað í kjörbókina, og sker Alþingi úr því síðar, hver áhrif það skuli hafa á kosninguna.
Neiti kjörstjórn að bóka eitthvað fyrir umboðsmann áhrærandi kosningargerðina, á hann rétt á að bóka það sjálfur, og riti hann nafn sitt undir.
Eftir að kjörstjórn hefur gengið frá kjörgögnum samkvæmt fyrirmælum þessarar greinar, mega hin innsigluðu kjörgögn og innsigli kjörstjórnar eigi vera í vörslu sama manns.
Um leið og kosningu er lokið og kjörstjórn hefur unnið nauðsynlegar skýrslur úr kjörskránni, sendir hún kjörskráreintök þau, sem notuð voru við kosninguna, í innsigluðum umbúðum til yfirkjörstjórnar. Að lokinni atkvæðatalningu býr yfirkjörstjórn um kjörskrárnar í innsigluðum umbúðum og sendir þær dómsmálaráðuneytinu, sem geymir kjörskrárnar í tvö ár, en að því búnu skal brenna þær.
Sé kosningu frestað samkvæmt 120. gr. má talning atkvæða aldrei fara fram fyrr en kosningu er hvarvetna lokið.
Nú eru umboðsmenn lista eigi viðstaddir talningu, og skal yfirkjörstjórn þá kveðja valinkunna menn úr sömu stjórnmálasamtökum, ef unnt er, til að gæta réttar af hendi listans.
Kjörseðlar skulu síðan teknir úr ílátinu, að viðstöddum umboðsmönnum lista, flokkaðir eftir listabókstöfum sem við er merkt á hverjum seðli og taldir undir stjórn yfirkjörstjórnar.
Heimilt er að hefja flokkun atkvæða og undirbúa talningu þeirra fyrir luktum dyrum áður en kjörfundi lýkur.
Lista í kjördæmi telst atkvæði, þó að láðst hafi að merkja við listabókstaf, ef nafn eða nöfn á honum eru tölusett eða krossað við nafn, enda séu ekki aðrir gallar á.
Úrskurða skal ágreiningsseðla jafnóðum og þeir koma fyrir og stöðva talningu atkvæða, uns úrskurður er felldur.
Nú verður ágreiningur milli kjörstjórnar og einhvers umboðsmanns um það, hvort kjörseðill sé gildur eða ógildur, og skal þá leggja þá seðla í tvö sérstök umslög, í annað þá seðla, sem kjörstjórn hefur úrskurðað gilda, og í hitt þá seðla, sem hún hefur úrskurðað ógilda.
Þá er allir kjörseðlar eru upplesnir og atkvæðin skráð, telur yfirkjörstjórn atkvæðin saman með nákvæmu eftirliti umboðsmanna, og skal þess gætt, að samtölu atkvæða beri saman við tölu þeirra, sem atkvæði hafa greitt samtals í kjördæminu samkvæmt skýrslum undirkjörstjórna, og að allt komi heim við samtölu afgangsseðla.
Umslögunum með ágreiningsseðlunum skal því næst loka með innsigli yfirkjörstjórnar, og eiga umboðsmenn lista rétt á að setja einnig fyrir þau innsigli sín. Yfirkjörstjórn sendir dómsmálaráðuneytinu eftirrit af gerðabók sinni viðvíkjandi kosningunni ásamt ágreiningsseðlunum, sem dómsmálaráðuneytið leggur fyrir Alþingi í þingbyrjun með sömu ummerkjum sem það tók við þeim.
Yfirkjörstjórn skal tafarlaust senda landskjörstjórn skýrslu um atkvæðatölur. Skal þar tilgreina hvernig atkvæði hafa fallið á hvern lista fyrir sig og atkvæðatölur hvers frambjóðanda. Enn fremur tölu kjósenda á kjörskrá. Landskjörstjórn lætur yfirkjörstjórnum í té eyðublöð undir þessar skýrslur.
Sé atkvæðasending frá einhverri kjördeild ekki komin til yfirkjörstjórnar á þeim tíma sem nefndur er í 102. gr. skal yfirkjörstjórn eigi að síður opna atkvæðakassa og önnur kjörgögn á þeim tíma sem auglýstur hafði verið. Yfirkjörstjórn sendir þó ekki skýrslur sínar um atkvæðatölur til landskjörstjórnar samkvæmt 2. mgr. fyrr en talin hafa verið atkvæði úr sendingunni sem vantaði. En auglýsa skal umboðsmönnum lista, eftir því sem auðið er, hvenær sendingin verður opnuð til þess að þeir eigi kost á að vera viðstaddir.
Nú hefur sá listi, sem fæst atkvæði hlaut, færri atkvæði en nemur 2/3 kjördæmistölunnar og á hann þá ekki tilkall til þingsætis samkvæmt þessari grein. Skal þá draga atkvæði listans frá gildum atkvæðum í kjördæminu og reikna kjördæmistöluna að nýju. Eigi ákvæði þessarar málsgreinar þá við þann lista, sem næstfæst atkvæði hlaut, skal beita því á ný, og svo oft sem þarf. Ákvörðun kjördæmistölu með þessum hætti skal lokið áður en úthlutun þingsæta samkvæmt fyrri málsgrein hefst.
Til þess að finna hvernig skipta ber þingsætum samkvæmt fyrri málsgrein þessarar greinar milli landsframboða skal fara þannig að:
Ákvörðun kjördæmistölu. Kjördæmistölu skal einungis miða við þá lista sem til álita koma við frekari úthlutun þingsæta samkvæmt þessari grein. Í því skyni skal fylgja eftirfarandi reglum:
Áfangar við úthlutun þingsæta. Þingsætum samkvæmt þessari grein skal úthluta [í þremur áföngum].1) Úthluta skal sæti hverju sinni til þess lista sem hefur hæst hlutfall atkvæðatölu af kjördæmistölu. Halda skal áfram úthlutun innan hvers áfanga svo lengi sem unnt er og ljúka henni og ákvörðun kjördæmistölu, ef þörf krefur, áður en úthlutun samkvæmt næsta áfanga hefst.
Ef tvær eða fleiri tölur eru jafnháar þegar að þeim kemur við úthlutun samkvæmt þessum kafla skal hluta um röð þeirra.
Nú eru of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlutun til hans samkvæmt þessum kafla og skal þá ganga fram hjá þeim lista.
Ef einungis einn listi er í kjöri hlýtur hann öll þingsæti kjördæmisins.
Landskjörstjórn skal raða nöfnum frambjóðenda á hverjum lista þannig að sá, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti, samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, hlýtur 2. sætið o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans að ljóst sé hverjir teljast þingmenn hans í kjördæminu og hverjir varaþingmenn.
Framboðslisti í kjördæmi, sem hlotið hefur þingmann eða þingmenn kjörna, hefur rétt til jafnmargra varaþingmanna meðan nöfn endast á listanum.
Farist kosning fyrir, af því að kjörseðlasending kemur eigi til skila, skal undirkjörstjórn tafarlaust tilkynna það yfirkjörstjórn, sem endurnýjar sendinguna svo fljótt sem verða má. Undirkjörstjórn kveður síðan til kjörfundar að nýju á þann hátt, sem fyrir er mælt í 1. mgr. þessarar greinar.
Undirkjörstjórn getur frestað kosningu í kjördeild, eftir að hún er hafin, ef hún telur óviðráðanlegar ástæður eins og óveður hindra það, að kosning geti fram haldið, og allir kjörstjórnarmenn eru sammála um frestunina, enda komi til samþykki yfirkjörstjórnar. Í kaupstöðum, þar sem kjördeildir eru fleiri en ein, kemur yfirkjörstjórn kaupstaðar í stað undirkjörstjórna. Yfirkjörstjórn í Reykjavík tekur ákvörðun um frestun kosninga þar. Hafi kosningu verið frestað, ber að kveðja til kjörfundar að nýju með sama hætti og segir í 1. mgr. þessarar greinar.
Þegar kosningu hefur verið frestað, skal í öllu svo að farið sem fyrir er mælt í 100. gr., eftir því sem við á, að því viðbættu, að kjörskráin og þau eftirrit hennar, sem kjörstjórnin hefur haft til afnota, skulu lögð með öðrum kjörgögnum í poka þann, sem innsiglaður er. Eftir að kjörfundur er settur hinn síðari kjördag, opnar kjörstjórn hinn innsiglaða poka og umslög, sem í honum eru, í viðurvist frambjóðenda eða umboðsmanna þeirra. Sé frambjóðandi eigi mættur eða umboðsmaður hans, kveður hún til valinkunnan mann að vera umboðsmaður frambjóðanda. Sé eigi unnt að fullnægja þessu ákvæði, má þó rjúfa innsigli, opna umslögin og hefja kosningu, þegar klukkustund er liðin frá setningu kjörfundar. Um hinn síðari kjördag gilda ákvæði XII. kafla laganna, eftir því sem við á.
Komi atkvæðasending frá kjördeild ekki til skila til yfirkjörstjórnar, en kosning hefur farið fram, lætur yfirkjörstjórn nýja kosningu fara fram í kjördeildinni, og fer um hana að öllu á sama hátt og fyrr segir.
Kosningu og kjördag skal tilkynna yfirkjörstjórn í tæka tíð, svo að hún geti sent undirkjörstjórnum lögboðin kjörgögn.
Að öðru leyti fer kosning fram samkvæmt fyrirmælum þessara laga.
Hér undir heyrir sérstaklega, ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í kjördæmi, aðeins til þess að verða settur þar á kjörskrá.
Enginn kjósandi, sem greitt hefur atkvæði við kosningar til Alþingis, skal skyldur að skýra frá því fyrir rétti í nokkru máli, hvernig hann hefur greitt atkvæði.
Ef þingmaður er ekki kjörgengur, úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda.
Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns, sem ætla má, að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar, úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda, og einnig án þess, ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann, ef misfellurnar varða listann í heild.
Ef þingmaður hefur verið í kjöri á tveimur listum í kjördæmi eða kjördæmum við hinar sömu alþingiskosningar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda.
Ef þingmaður deyr, segir af sér þingmennsku eða missir kjörgengi tekur varamaður sæti sem þingmaður út kjörtímabilið.
...1)
1)L. 9/1995.