Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Fer um tekjustofna þessa samkvæmt því er lög þessi ákveða.
Sveitarstjórn getur ákveðið að gjalddagar vatnsskatts, holræsagjalds og lóðarleigu skuli vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og jafnframt að innheimtu þeirra verði hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts, sbr. 4. gr.
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir, sem ekki eru nytjaðar til annars en landbúnaðar, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði, og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum. Allar aðrar fasteignir.
Stofn til álagningar skattsins á hús og mannvirki, að undanteknum [sumarhúsum og]1) útihúsum í sveitum, skal vera afskrifað endurstofnverð þeirra margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins. Stofn til álagningar fasteignaskatts á aðrar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
Skatturinn skal vera sem hér segir:
Heimilt er sveitarstjórn að hækka um allt að 25% hundraðshluta þá, sem tilgreindir eru í 3. mgr. þessarar greinar, samkvæmt öðrum hvorum eða báðum stafliðum.
Í sveitarfélagi, þar sem bæði er þéttbýli og dreifbýli, er sveitarstjórn heimilt að undanþiggja fasteignir í dreifbýli [og sumarhús]1) álagi á fasteignaskatt skv. 4. mgr.
Fyrir 1. desember ár hvert skal Fasteignamat ríkisins láta sveitarfélögunum í té skrár yfir álagningarstofn fasteignaskatts í hverju sveitarfélagi, sbr. 2. mgr.
Eigandi greiðir skattinn, nema um leigujarðir, leigulóðir eða önnur samningsbundin jarðarafnot sé að ræða. Þá greiðist skatturinn af ábúanda eða notanda.
Verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 3. gr. skal vísa honum til úrskurðar Fasteignamats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. Verði ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfasteignamatsnefnd úr. Úrskurðum nefndarinnar má skjóta til dómstóla.
Sveitarstjórn ákveður hvenær fasteignaskattur fellur í gjalddaga og er henni heimilt að kveða á um að skatturinn sé greiddur með sem næst jöfnum greiðslum á fleiri en einum gjalddaga.
Vangreiðsla að hluta veldur því að fasteignaskatturinn fellur allur í eindaga 15 dögum eftir gjalddaga.
Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt af heilsuhælum, endurhæfingarstöðvum og húsum sem einvörðungu eru notuð til tómstundaiðju sem viðurkennd eru af hlutaðeigandi sveitarstjórn. Sama gildir um lóðir þessara húsa.
Nú eru hús þau, sem um ræðir í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, jafnframt notuð til annars en að framan greinir, svo sem til íbúðar fyrir aðra en húsverði, og greiðist skatturinn þá hlutfallslega miðað við slík afnot.
Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða.
Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt af útihúsum í sveitum ef þau eru einungis nýtt að hluta eða standa ónotuð.
1)Rg. 105/1996.2)L. 79/1996, 3. gr.3)Rg. 420/1996.4)L. 148/1995, 2. gr.
[Heimilt er að færa fjármagn milli c- og d-liða.]4)
Tekjum Jöfnunarsjóðs skv. c-lið 8. gr., að frádregnu framlagi til Sambands íslenskra sveitarfélaga skv. a-lið 10. gr., skal varið til þess að jafna launakostnað sveitarfélaga af kennslu í grunnskólum, svo og annan kostnað af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, sbr. b-lið 1. mgr. Til jöfnunarframlaga skal að öðru leyti verja þeim tekjum sjóðsins sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal vera í bakábyrgð fyrir greiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna þeirra lífeyrisskuldbindinga sem stofnast vegna kennara og skólastjórnenda við grunnskóla. Til ábyrgðargreiðslu af hálfu sjóðsins skal þó ekki koma fyrr en vanskil sveitarfélags hafa varað í a.m.k. sex mánuði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal halda eftir af sjóðsframlögum til einstakra sveitarfélaga þeim greiðslum ásamt vöxtum og áföllnum kostnaði sem sjóðurinn hefur greitt Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins vegna starfsmanna grunnskóla eða innheimta slíkar kröfur með öðrum hætti.
Í reglugerð1) skal meðal annars setja nánari ákvæði um útreikning jöfnunarframlaga, viðmiðanir við útgjaldaþörf sveitarfélaga, sbr. b-lið 1. mgr., með tilliti til íbúafjölda og verkefna, svo og launakostnaðar og annarra útgjalda vegna flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, og hvaða skilyrðum sveitarfélög þurfi að fullnægja til að hljóta þau.]2)
Í reglugerð skal meðal annars setja nánari ákvæði um útreikning þessara framlaga og hvaða skilyrðum sveitarfélög þurfa að fullnægja til að hljóta þau.
Framlögin skulu miðuð við að hagur þessara sveitarfélaga verði ekki lakari eftir breytingar á verkaskiptingunni heldur en áður var.
Í reglugerð skal meðal annars setja nánari ákvæði um útreikning þessara framlaga og hvaða skilyrðum sveitarfélög þurfa að fullnægja til að hljóta þau.
[Skólamálaskrifstofum sveitarfélaga og öðrum opinberum aðilum er skylt að láta Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í té allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til ákvörðunar og úthlutunar framlaga vegna stofnkostnaðar og reksturs grunnskóla.]2)
1)Rg. 105/1996.
Þeir menn, sem um ræðir í 1. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um tekjuskatt og eignarskatt, skulu greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir áttu lögheimili 1. desember á tekjuárinu.
Þeir menn, sem um ræðir í 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skulu greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir öfluðu mestra tekna sinna á tekjuárinu.
Ákvæði 62.–65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt skulu gilda um ákvörðun útsvarsstofns eftir því sem við getur átt.
Lækki skattstjóri tekjuskattsstofn skv. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt skal útsvarsstofn lækka um sömu fjárhæð.
Ákvæði VIII.–XIV. kafla laga um tekjuskatt og eignarskatt gilda um útsvar eftir því sem við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.
Útsvar af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. og 3. mgr. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skal vera 2% af tekjum umfram það lágmark sem tilgreint er í 2. mgr. 67. gr. sömu laga.
Ákvörðun sveitarstjórnar skal tilkynna fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 15. desember á sama ári.
Skil á staðgreiðslufé til sveitarfélagsins skulu vera sami hundraðshluti og álagningarhlutfallið skv. 1. mgr.
Sá hundraðshluti, sem sveitarstjórn hefur ákveðið, skal notaður við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og vera endanlegt álagningarhlutfall útsvars í sveitarfélaginu, sbr. þó 5. og 6. mgr.
Nú kemur í ljós að tekjur sveitarsjóðs hrökkva ekki fyrir útgjöldum og er þá sveitarstjórn heimilt að hækka útsvar frá því er ákveðið var skv. 1. mgr. um allt að 10%. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað útsvar um allt að 10%.
Ef sveitarfélag kemst í fjárþröng er sveitarstjórn heimilt að leggja sérstakt álag á útsvör ársins, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga.
Tilkynning um breytingar á útsvari, sbr. 5. og 6. mgr., skal senda hlutaðeigandi skattstjóra eigi síðar en 31. mars á álagningarári.
Skattstjóri skal veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til skattstjóra, innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings.
Þeim sem sveitarstjórn felur að annast störf þessi er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í störfum sínum og varðar hagi skattaðila.
Hver gjaldandi skal á tekjuárinu inna af hendi bráðabirgðagreiðslu upp í útsvar samkvæmt ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Þeir gjaldendur, sem reynast skulda útsvar að lokinni álagningu opinberra gjalda, sbr. 98. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skulu greiða það sem vangoldið er á sömu gjalddögum og eftirstöðvar tekjuskatts, sbr. 4. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.
Ákvæði 1.–3. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, um fyrirframgreiðslu tekjuskatts, skulu gilda um þann hluta útsvars sem stafar af öðrum tekjum en launatekjum.
Sé útsvar hækkað eftir álagningu fellur viðbótarfjárhæðin í gjalddaga 10 dögum eftir að gjaldanda var tilkynnt um hækkunina.
Þeim erlendu ríkisborgurum eða ríkisfangslausu mönnum, er fengið hafa dvalar- eða landvistarleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, er skylt að gera skil á útsvari sínu á sama tíma og kveðið er á um skil á tekjuskatti, sbr. 7. mgr. 110. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.
Áfrýjun útsvarsákvörðunar eða deila um útsvarsskyldu frestar hvorki eindaga útsvars né leysir gjaldanda undan álögum sem beitt er vegna vangreiðslu þess. Ef útsvar er lækkað eða fellt niður með úrskurði eða dómi skal endurgreiðsla þegar fara fram.
Fjármálaráðuneytið sér um endurgreiðslu fyrir hönd sveitarfélaga í samræmi við ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, en gjaldendur skulu greiða viðbótarkröfu frá sveitarstjórn í samræmi við ákvæði 3.–7. mgr. 27. gr. Ákvæði 2. mgr. 121. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, um verðbætur, skulu eiga við um endurgreiðslur og viðbótarkröfur þær sem hér um ræðir.
Um innheimtu, dráttarvexti og innheimtuúrræði gilda ákvæði þessara laga eftir því sem við getur átt, sbr. og 2. mgr. 37. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Allir þeir, sem greiða laun, sbr. 1. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, eru skyldir, að kröfu innheimtumanns, að halda eftir af kaupi launamanns til lúkningar útsvari þeirra aðila sem launagreiðendur bera sjálfskuldarábyrgð á og innheimta ber samkvæmt ákvæðum þessara laga. Aldrei skulu launagreiðendur þó halda eftir meira en nemur 75% af heildarlaunagreiðslu hverju sinni til greiðslu á útsvari og gjöldum samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Í reglugerð skulu sett nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
Hafi launagreiðandi vanrækt að halda eftir af launum ber hann sjálfskuldarábyrgð á greiðslu þess fjár.
Krafa vegna fjár, sem launagreiðandi hefur haldið eftir eða bar að halda eftir samkvæmt þessari grein, nýtur lögtaksréttar hjá launagreiðanda.
Launagreiðandi, sem eigi hefur skilað á réttum degi því fé er hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir af launum, skal greiða dráttarvexti skv. 32. gr. frá þeim degi sem skila bar fénu til innheimtuaðila.
Séu launagreiðslur inntar af hendi fyrir milligöngu annars aðila hvíla sömu skyldur á milligönguaðila og lagðar eru á launagreiðanda samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
Sveitarstjórn getur ekki krafið gjaldanda um útsvar er launagreiðandi hefur haldið eftir af launum gjaldandans þó að launagreiðandinn hafi ekki staðið skil á fénu til sveitarstjórnar.
Nú verður ljóst þegar álagningu sveitarsjóðsgjalda lýkur eða við endurákvörðun þeirra að gjaldandi hefur greitt meira en endanlegu álögðu gjaldi nemur og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt var ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu sveitarstjórnar. [Skulu vextir þessir vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma.]1)
Nú er eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun á tekjur skv. 1. mgr. og einstaklingur, sem útsvarsskyldur er hér á landi skv. 19. gr., greiðir til opinberra aðila í öðru ríki útsvar af tekjum sínum sem útsvarsskyldar eru hér á landi og er þá ríkisskattstjóra heimilt, samkvæmt umsókn hlutaðeigandi einstaklings eða ábendingu skattstjóra, að lækka útsvar hans hér á landi með hliðsjón af þessum útsvarsgreiðslum hans.
1)Rg. 542/1989, sbr. 395/1990.
Árið 1996 0,937%.
Árið 1997 0,625%.
Árið 1998 0,313%.
Árið 1999 fellur skatturinn niður.
Árið 1996 1,17%.
Árið 1997 1,22%.
Árið 1998 1,27%.
Árið 1999 1,32%.]1)
1)L. 148/1995, 7. gr.2)L. 148/1995, 8. gr.
1)L. 122/1996, 5. gr.2)L. 79/1996, 7. gr.