Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Íþróttafulltrúi skal hafa á hendi þessi störf:
Ráðherra setur íþróttafulltrúa erindisbréf.
Íþróttanefnd tekur eigi laun fyrir starfa sinn, en útlagðan kostnað fær hún greiddan úr ríkissjóði. Kostnað við sérfræðilega aðstoð skal þó greiða úr íþróttasjóði.
Íþróttanefnd stjórnar íþróttasjóði og úthlutar fé úr honum eftir fyrirmælum laga þessara. Að öðru leyti skal nefndin hafa á hendi þessi störf:
Íþróttafulltrúi á sæti á fundum íþróttanefndar, en á þar eigi atkvæðisrétt nema hann sé skipaður í nefndina. Afl atkvæða ræður úrslitum mála í íþróttanefnd.
1)Rg. 68/1976 (fyrir íþróttahúsið Ásgarð í Garðakaupstað), rg. 298/1983 (fyrir íþróttahúsið á Akranesi) og rg. 352/1977 (Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja). Rg. 609/1989 (um Íþróttasjóð).2)L. 87/1989, 49. gr.
Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til íþróttafélaga og íþróttasamtaka eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarfélags.
Alþingi veitir árlega fé í sjóð sem nefnist íþróttasjóður. Fé úr sjóðnum skal veita til bygginga íþróttamannvirkja á vegum félaga sem um getur í 2. mgr. Íþróttanefnd gerir tillögur til fjárveitinganefndar um skiptingu fjárins.
Í reglugerð,1) sem menntamálaráðuneytið setur, að höfðu samráði við íþróttanefnd og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, skal m.a. ákveða nánar um skilyrði fyrir opinberum styrkveitingum, rekstur og afnot mannvirkja sem njóta styrks.]2)
1)L. 87/1989, 49. gr.2)Rg. 69/1959, sbr. 395/1986 (sundnám). Rg. 204/1964 (leikfimi).
Í öðrum skólum en barnaskólum skulu nemendur iðka sund, nema þeir teljist til þess óhæfir að dómi skólalæknis, enda eigi þeir kost á sundkennslu og aðgang að sundlaug. Skulu nemendur leysa af hendi prófraunir, er miðist við aldur þeirra og þroska. Menntamálaráðuneytið setur nánari ákvæði um þetta í reglugerð.
Þar, sem sækja þarf langt til sundnáms, skal ríkissjóður taka þátt í ferðakostnaði nemenda, eftir reglum, sem menntamálaráðuneytið setur.
Heimilt er héraðsskólum, svo og Í.S.Í. og U.M.F.Í., að starfrækja slíkar sérdeildir.
Öll opinber íþróttakeppni skal fara fram samkvæmt reglum, er Í.S.Í. setur, enda séu þær ætíð í samræmi við alþjóðaíþróttareglur. Þó getur íþróttanefnd mælt svo fyrir, að enginn megi taka þátt í keppni í tilteknum íþróttagreinum, nema læknir hafi áður skoðað hann.
Þá er héraðssamtök íþróttaaðila hafa myndast, tekur stjórn þeirra við starfi nefndarinnar.