Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Uppboðsleyfi er einnig heimilt að veita félögum eða öðrum lögaðilum sem verslunarleyfi hafa og til þess teljast hæfir.
Leyfin eru ekki tímabundin en þau má afturkalla ef leyfishafar þykja ekki lengur uppfylla hæfisskilyrði. Eldri leyfi skulu halda gildi sínu og teljast ótímabundin eftir gildistöku laga þessara.
Leyfisgjald, er renni í ríkissjóð, skal vera helmingur af gjaldi fyrir smásöluleyfi.
1)Rg. 244/1993.
Í uppboðsskilmálum skal gera grein fyrir gjöldum er leggist ofan á söluverð, greiðsluskilmálum, ef ekki er um staðgreiðslu að ræða, og því hvenær ábyrgð á seldum mun flyst úr hendi seljanda til kaupanda.
Kaupandi uppboðsmunar getur ekki borið fyrir sig galla á seldum mun nema hann svari ekki til þess heitis er hann var auðkenndur með við söluna, seljandi hafi haft svik í frammi eða almennt sé talið óheiðarlegt að skjóta sér undan ábyrgð.
Þegar uppboð er opið skulu munir vera til sýnis og skoðunar í hæfilegan tíma sé þess kostur.
Með brot skal farið að hætti opinberra mála.
1)Rg. 244/1993.