Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.
Hjónum er skylt að veita hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn og afkomu.
Um fjárskipti vegna ógildingar hjúskapar segir í 30. gr. og um fjárskipti vegna fjárslita án hjúskaparloka í XIII. kafla.
1)Rg. 326/1996.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið setur nánari reglur1) um könnun á hjónavígsluskilyrðum, þar á meðal um þau skilríki sem krefja skal hjónaefni um við gæslu þessara skilyrða, svo sem fæðingarvottorð og gögn um lok fyrra hjúskapar.
Hjónaefni skulu lýsa því í skriflegri yfirlýsingu að viðlögðum drengskap að þau viti ekki um tálma á fyrirhuguðum hjúskap sínum. Vígslumaður krefur hjónaefni til tryggingar um vottorð tveggja áreiðanlegra svaramanna er báðir ábyrgjast að enginn lagatálmi sé á fyrirhuguðum hjúskap. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur leyft ef alveg sérstaklega stendur á að vikið sé frá þessu, þar á meðal að aðeins einn svaramaður undirriti vottorð.
Nú synjar vígslumaður um útgáfu könnunarvottorðs og getur hvort hjónaefni um sig þá skotið úrlausn hans til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sbr. 132. gr. Ef ráðuneytið felst á sjónarmið aðila fellir það synjun vígslumanns úr gildi og er hjónavígsla þá heimil á grundvelli úrlausnar þess.
Nú er annað hjónaefna eða bæði alvarlega sjúk og má hjónavígsla þá fara fram þótt sérstök könnun hjónavígsluskilyrða hafi ekki átt sér stað.
Nú er vígslumanni kunnugt um hjúskapartálma og má hann þá eigi vígja hjónaefni þótt fullgildu könnunarvottorði skv. 1. mgr. sé til að dreifa.
Prestar þeir, er greinir í lögum nr. 62/1990, eru löggildir vígslumenn. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið ákveður að öðru leyti, að fengnum tillögum biskups, hvort aðrir prestar, sem starfa innan þjóðkirkjunnar, séu löggildir vígslumenn.
Þjóðkirkjupresti, sem látið hefur af prestsembætti, er rétt að gefa saman hjón, að fenginni heimild tiltekins prests þjóðkirkju er kannað hefur hjónavígsluskilyrði og tekist á hendur ábyrgð á færslu hjónavígslu í kirkjubók og skýrsluskilum í því sambandi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur löggilt íslenska presta til að framkvæma hjónavígslur erlendis.
Ákvæði laga þessara um hjónavígsluskilyrði, könnun þeirra, svo og hjónavígslu, gilda einnig um hjónavígslu skv. 1. mgr., svo og skv. 4. mgr. 17. gr.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt.
Kirkjuleg hjónavígsla fer fram í kirkju nema vígslumaður og hjónaefni samþykki annað.
Vígslumaður spyr hjónaefni, sem bæði eru viðstödd, hvort fyrir sig hvort þau vilji stofna til hjúskaparins og lýsir þau hjón er þau hafa játað því.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd borgaralegrar og kirkjulegrar hjónavígslu að höfðu samráði við biskup Íslands og utanríkisráðuneytið.
Nú er hjónavígsla eigi gild skv. 1. mgr. og getur dóms- og kirkjumálaráðuneytið þá lýst hana gilda ef sérstakar ástæður mæla með því. Á þetta einnig við þótt annað hjóna eða bæði séu látin.
Nú framkvæmir prestur eða starfsmaður skráðs trúfélags hjónavígslu og gilda þá framangreindar reglur um þá hjónavígslu, en heimilt er að öðru leyti að viðhafa þá helgisiði er reglur eða venjur trúfélags segja til um.
Mál til ógildingar verður ekki höfðað eftir að sex mánuðir eru liðnir frá því að ástandi því lauk sem lýst er í 1. lið, frá því að sóknaraðili komst að raun um ógildingarástæðu skv. 2. eða 3. lið eða frá því að nauðung létti skv. 4. lið. Hvernig sem á stendur verður ógildingarmál ekki höfðað eftir að liðin eru þrjú ár frá hjónavígslu.
Sama rétt á það hjóna sem gat höfðað mál skv. 28. gr. þegar hitt hjóna andast áður en ógilding hefur átt sér stað, enda séu málshöfðunarfrestir ekki liðnir. Nú er ógildingarmál höfðað og maki andast eftir það og er þá erfingum hans heimilt að krefjast þess að sérreglum um fjárskipti vegna ógildingar verði beitt.
Kröfu skv. 1. og 2. mgr. ber að hafa uppi innan sex mánaða frá andláti.
Hvor maki um sig á rétt á lögskilnaði eftir að eitt ár er liðið frá því að leyfi var veitt til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gekk, sbr. þó 35. gr.
Lögskilnaðar verður ekki krafist skv. 1. mgr. vegna háttsemi sem á sér stað eftir skilnað að borði og sæng.
Höfða skal mál eða setja fram kröfu um leyfi til lögskilnaðar innan sex mánaða frá því að maka varð kunnugt um háttsemina og þó eigi síðar en innan tveggja ára frá því að hún átti sér stað.
Sama gegnir ef maki hefur sýnt af sér atferli sem fallið er til að vekja alvarlegan ótta um að hann gerist sekur um verknað er greinir í 1. mgr.
Höfða skal mál eða setja fram kröfu um leyfi til lögskilnaðar innan sex mánaða frá því að maka varð kunnugt um verknaðinn og þó eigi síðar en innan tveggja ára frá því að hann var framinn.
Skilnaðar samkvæmt öðrum ákvæðum má leita hjá sýslumönnum ef hjón eru sammála um það, en ella hjá dómstólum.
Nú synjar sýslumaður um leyfi til skilnaðar og getur aðili þá skotið synjuninni til dómsmálaráðuneytis, sbr. 132. gr. Synjun er ekki því til fyrirstöðu að skilnaðar sé leitað fyrir dómstólum.
Skylt er að leita um sættir með hjónum sem eiga ósjálfráða barn, annað eða bæði, er þau hafa forsjá fyrir. Þetta á þó ekki við ef hjón krefjast sameiginlega lögskilnaðar að undangengnum skilnaði að borði og sæng, sbr. 1. mgr. 36. gr.
Í sáttatilraun felst að kanna skal grundvöll að framhaldi hjúskaparins.
Prestar leita um sættir eða löggiltir forstöðumenn trúfélaga. Nú er annað eða bæði hjóna utan trúfélaga eða hvort heyrir til sínu trúfélagi og getur þá sýslumaður eða dómari eftir því hvar mál er til meðferðar leitað um sættir.
Þeir sem leita um sættir samkvæmt þessu ákvæði skulu gæta trúnaðar um einkahagi sem þeir öðlast vitneskju um í sáttastarfi sínu.
Sáttatilraun prests eða löggilts forstöðumanns trúfélags skal að jafnaði hafa farið fram á síðustu sex mánuðum áður en mál er höfðað eða sett fram krafa um skilnað að borði og sæng eða lögskilnað fyrir sýslumanni, en í síðasta lagi áður en skilnaður er veittur.
Nú sækir annað hjóna ekki sáttafund þótt það hafi fengið kvaðningu tvívegis og er þá nægilegt að reyna sættir með hinu. Um lögmæt forföll hjóna frá sáttafundi fer skv. 1. mgr. a- til e-liða 97. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Nú eru hjón búsett hvort í sínum landshluta og er þá heimilt að reyna sættir með þeim hvoru í sínu lagi. Nú býr annað hjóna erlendis og þarf þá ekki að reyna sættir að því er það varðar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur ákveðið í reglugerð að sáttaumleitan í stofnun um fjölskylduráðgjöf geti komið í stað sáttaumleitunar samkvæmt þessari grein.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. á ekki við ef óskað er lögskilnaðar á grundvelli skilnaðar að borði og sæng, sbr. 36. gr., með óbreyttum skilnaðarskilmálum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti getur sett nánari reglur um umleitun skv. 1. mgr.
Ágreiningur foreldra um forsjá og framfærslueyri kemur ekki í veg fyrir að skilnaður verði veittur að kröfu annars hjóna, að öðrum skilyrðum fullnægðum.
Framlag annars maka til sérþarfa hins verður hjúskapareign viðtakanda nema sérstök heimild sé til að telja það séreign.
Nú nægja fjárframlög þau, sem annað hjóna á að inna af hendi skv. 1. mgr., ekki til að fullnægja sérþörfum þess og barna eða þörfum heimilisins og á viðkomandi þá kröfu á að hitt láti honum eða henni í té peningafjárhæð sem með þarf, hæfilega upphæð í hvert skipti, miðað við getu og hagi aðila.
Sýslumaður getur enn fremur, ef annað hjóna krefst þess, breytt samningi hjóna um fjárframlög skv. 46. og 47. gr. ef sá samningur er bersýnilega ósanngjarn eða hagir hjóna breyttir að mun.
Fjárframlög skv. 48. gr. er aðeins hægt að ákveða fyrir síðasta árið áður en krafa var sett fram nema alveg sérstaklega standi á.
Eftir að lögskilnaður er veittur verður öðru hjóna ekki gert að greiða lífeyri með hinu nema alveg sérstaklega standi á.
Við úrlausn skv. 1. mgr. skal við það miða hvað ætla megi að krefjandi geti aflað sér sjálfur, svo og við það hvað telja megi hitt hjóna aflögufært um. Þá skal einnig taka tillit til atvika að öðru leyti, þar á meðal hversu lengi hjúskapur hafi staðið og hvort þeim er kröfu hefur uppi sé þörf á menntun eða endurhæfingu.
Skylda til greiðslu lífeyris fellur niður þegar sá sem rétt á til hans giftist að nýju, svo og þegar annað hvort hjónanna andast.
Dómstóll getur að kröfu aðila breytt úrlausn sinni um skyldu til greiðslu lífeyris ef aðstæður hafa breyst að mun eða atvik mæla að öðru leyti með því.
Um breytingu á úrskurði sýslumanns samkvæmt þessari grein fer eftir því sem segir í 1. mgr. 49. gr.
Dómsmál skal höfða innan eins árs frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfisbréfs. Þessir tímafrestir gilda þó ekki ef freistað er að hnekkja samningi með stoð í almennum reglum um fjármunaréttarsamninga.
Hjón geta átt eign í sameign. Enn fremur getur hvort þeirra fyrir sig átt persónubundin réttindi.
Ákvæði 1. mgr. gilda um afhendingu á hlutabréfum, öðrum eignarskilríkjum eða réttindum sem tengjast þess konar húsnæði.
Ákvæði 60. og 61. gr. gilda einnig um sameignir hjóna, svo og þótt samningur lúti aðeins að hluta af eign maka.
Ákvæði 60. og 61. gr. gilda einnig þótt hjón hafi slitið samvistir, svo og eftir skilnað að borði og sæng eða lögskilnað, uns úr því er skorið hvort hjóna fái verðmæti í sinn hlut.
Nú er sá maki, sem samþykkja á löggerning, sviptur lögræði, sjálfræði eða fjárræði og þarf þá samþykki lögráðamanns.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur sett nánari reglur um könnun þeirra efna er í 1. mgr. greinir.
Dómsmál skal höfða innan sex mánaða frá því að það hjóna, sem samþykkja skyldi löggerninginn, fékk vitneskju um hann og í síðasta lagi innan árs frá því að honum var þinglýst eða lausafé afhent.
Dómsmál skv. 1. mgr. skal höfða innan árs frá því að hinum makanum eða erfingjum þess maka varð kunnugt um gjöfina og í síðasta lagi innan þriggja ára frá afhendingu gjafar.
Ef viðsemjandi sá eða átti að sjá að samingurinn lá utan heimildar maka til samningsgerðar eins og á stóð verður hitt hjónanna eigi bundið við samninginn.
Samningur skuldbindur ekki makann ef viðsemjanda var ljóst eða átti að vera ljóst að eigi var þörf á samningsgerðinni eins og á stóð.
Um samninga milli hjóna varðandi framfærslu eru fyrirmæli í VII. kafla og um fjárskipti í XIII. og XIV. kafla.
Þetta á þó ekki við um venjulegar gjafir sem eigi eru úr hófi miðað við efnahag gefanda og eigi heldur gjafir sem fólgnar eru í líftryggingu, lífrentu, lífeyri eða þess konar framfærslutryggingum af hendi annars hjóna til hagsbóta hinu.
Með kaupmála, eða annars konar löggerningi, er eigi hægt að ákveða svo að gilt sé að það sem annað hjóna kann að eignast framvegis verði endurgjaldslaust eign hins. Þetta á þó ekki við um venjulegt innbú á sameiginlegu heimili hjóna.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við um gjafir skv. 2. mgr. 72. gr.
Séreignarákvæði er hægt að tímabinda, svo og skilyrða með þeim hætti að kaupmáli gildi ekki ef hjón eignast sameiginlegan skylduerfingja.
Hjón geta enn fremur ákveðið í kaupmála að eign skuli vera séreign meðan bæði eru á lífi, en hlíta reglum um hjúskapareign að öðru hvoru látnu, ótilgreint eða einskorðað við að annað þeirra, sem nafngreint er, látist.
Hjón geta ekki breytt þessum ákvörðunum gefanda og arfleiðanda nema slíkt sé heimilað í gjafagerningi eða erfðaskrá eða leiði ótvírætt af þeim gerningum.
Kaupmála, sem hjónaefni gera, skal skrá í lögsagnarumdæmi þar sem þau eiga lögheimili eða ætla sér að búa. Kaupmála hjóna skal skrá þar í umdæmi sem þau eiga lögheimili. Ef þau eiga ekki lögheimili hér á landi skal skrá kaupmálann í Reykjavík.
Ekki þarf að skrá kaupmála að nýju þótt hjónin flytjist í annað lögsagnarumdæmi.
Kaupmáli, sem afhentur er til skráningar, skal færður í dagbók að undangenginni könnun skjals, sbr. 6. gr. þinglýsingalaga. Að lokinni færslu í dagbók skal árita skjal og endurrit þess eða samrit og greina viðtökudag þess.
Þegar kaupmáli hefur verið skráður í kaupmálabók skal rita á hann vottorð um innritunina og viðtökudag. Skjal verður ekki afhent þeim er óskar skráningar fyrr en að þessu loknu.
Gildi skráningar telst frá viðtökudegi samkvæmt því er í dagbók greinir.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur sett nánari reglur um skráningu kaupmála með reglugerð.
Í lok hvers mánaðar skal auglýsa í Lögbirtingablaði það sem þann mánuð hefur verið tekið á kaupmálaskrá ráðuneytisins.
Nú varðar kaupmálinn eign sem skráð er í öðru umdæmi og skal þá jafnframt þinglýsa kaupmálanum í því umdæmi.
Hjón geta að auki krafist slíkra skipta ef þau eru sammála um það.
Nú hafa hjón vegna væntanlegs skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar gert samning um fjárskipti sín og er þá unnt að fella hann úr gildi að nokkru eða öllu með dómi ef hann var bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma er til hans var stofnað. Dómsmál skal höfða innan árs frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar. Tímafrestir þessir eiga þó ekki við ef freistað er að hnekkja samningi með stoð í reglum um fjármunaréttarsamninga.
Efnisreglur um skipti í þessum kafla eiga einnig við um skipti vegna andláts maka nema annað leiði af einstökum ákvæðum.
Nú stafar skuld, sem fyrr er til orðin en segir í 1. mgr., frá öflun verðmæta sem eigi koma undir skiptin eða af kostnaði vegna þeirra og kemur hún þá ekki til frádráttar við fjárskiptin.
Forsendan er þó ávallt sú að þessi verðmæti eða ígildi þeirra séu enn við lýði á því tímamarki er greinir í 1. mgr. 101. gr. og verði sérgreind. Nú stafar það af framlögum hins makans að fé þetta eða ígildi þess er enn fyrir hendi og ber þá að kröfu þess maka að lækka þá fjárhæð sem haldið er utan skipta með hliðsjón af þessu, svo sem sanngjarnt þykir.
Það hjóna, sem fær verðmæti eða muni utan skipta með þessum hætti, tekur að sér skuldir sem orðið hafa til vegna öflunar þeirra eða hvíla á þeim. Nú þykir ósanngjarnt gagnvart hinum makanum að verðmætum eða réttindum skv. 2., 3. eða 4. tölul. sé haldið utan skipta og er þá heimilt að bæta honum það með fjárgreiðslum sem eftir atvikum má inna af hendi með nánar greindum afborgunum.
Frávik frá helmingaskiptum geta enn fremur átt sér stað þegar annað hjóna hefur með vinnu, framlögum til framfærslu fjölskyldunnar eða á annan hátt stuðlað verulega að aukningu á þeirri fjáreign sem falla ætti hinu hjóna í skaut eða hefur átt hlut að því að bæta fjáreign hins að öðru leyti.
Fráviki frá helmingaskiptum samkvæmt þessari grein er einnig hægt að beita til hagsbóta fyrir erfingja maka ef hagir þeirra mæla sérstaklega með því, að öðrum skilyrðum fullnægðum.
Réttur skv. 1. mgr. víkur þó fyrir rétti hins makans til að fá verðmæti í sinn hlut til greiðslu skuldbindinga sem á honum hvíla og til greina geta komið við skiptin.
Skuldir, sem annað hjóna hefur bakað sér með vanhirðu á fjármálum sínum eða með annarri óhæfilegri aðferð, koma því aðeins til frádráttar skv. 1. mgr. að önnur efni maka hrökkvi ekki til greiðslu þeirra.
Nú hefur annað hjóna rýrt hjúskapareign sína eða sameign hjóna með því að misbeita ráðum yfir hjúskapareigninni eða með öðru óhæfilegu atferli og slíkt hefur leitt til verulegrar skerðingar á fjárhlut þeim sem hitt hjóna á tilkall til og getur þá hitt hjóna eða dánarbú þess krafist endurgjalds af hjúskapareign beggja þegar skipti fara fram.
Krafa skv. 1. og 2. mgr. verður því aðeins tekin til greina að eigur makans, sem krafan beinist gegn, nægi fyrir skuldum sem á honum hvíla. Krefjast má greiðslu úr séreign makans ef hjúskapareign hans hrekkur ekki til.
Endurgjaldskrafa, sem ekki er hægt að jafna við skiptin, verður ekki síðar uppi höfð.
Nú er fallist á endurgjaldskröfu samkvæmt þessari grein og er þá hægt að ákveða að fjárhæð verði greidd með nánar greindum afborgunum.
Nú krefjast hjón þess að fá sama hlutinn og gengur þá það þeirra fyrir sem á hlut að hjúskapareign. Annað hjóna getur þó krafist útlagningar á eign sem hitt á að hjúskapareign í eftirfarandi tilvikum enda megi ætla að það hafi meiri þörf fyrir eignina:
Um útlagningu að öðru leyti fer samkvæmt ákvæðum skiptalaga.
Fari fram opinber skipti milli hjónanna tekur skiptastjóri ákvörðun um hvort hjóna haldi áfram leigumála eftir sömu reglum og kveðið er á um í 1. mgr.
Mál til ógildingar hjúskapar má höfða hér á landi ef hjónavígslan hefur farið fram hér.
Ákvæði milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að, skulu þó ganga framar ákvæðum þessarar greinar.
Nú er eigi til að dreifa varnarþingi skv. 1. mgr. og skal þá höfða mál fyrir dómstóli er dóms- og kirkjumálaráðuneytið kveður á um.
Mál til ógildingar á hjúskap skv. 9. og 11. gr. má þó höfða af dóms- og kirkjumálaráðuneyti eða öðru hvoru hjóna. Ef ógilding er reist á ákvæði 11. gr. er málshöfðun einnig heimil því hjóna úr eldra hjúskap sem tvíkvænishjúskapur gengur í berhögg við.
Ef hvorki er vitað um heimilisfang né dvalarstað stefnda er dómara heimilt að skipa honum málsvara. Sama á við þegar stefndi er búsettur eða dvelst erlendis og ekki tekst að birta honum stefnu eða hvorki hann né umboðsmaður hans sækir þing við þingfestingu máls og sérstakar ástæður mæla að öðru leyti með því að honum verði skipaður málsvari. Málsvari skal hafa samráð við umbjóðanda sinn ef unnt er. Dómari ákveður þóknun til málsvara sem greiðist úr ríkissjóði. Dómari getur kveðið á um að stefndi skuli endurgreiða ríkissjóði kostnað vegna málsvara að öllu eða nokkru leyti ef rök mæla með því.
Dómari gætir óhjákvæmilegra lagaskilyrða við úrlausn hjúskaparmáls.
Hjúskap verður ekki slitið með dómsátt.
Nú er dómur í slíku máli birtur, þar á meðal að tilstuðlan dómsins, og skal þá gæta leyndar á nöfnum og upplýsingum sem bent geti til þess hverjir séu aðilar máls.
Nú deyr annað hjóna áður en dómur gengur í hjúskaparmáli og fellur þá málið niður. Á þetta einnig við ef máli er áfrýjað.
Hvorugur málsaðili má ganga í nýtt hjónaband innan loka áfrýjunarfrests nema því aðeins að gagnaðili og dóms- og kirkjumálaráðuneyti, þegar það á aðild máls, hafi bréflega fallið frá áfrýjun.
Endurupptaka máls er ekki heimil eftir lok áfrýjunarfrests.
Ákvæði milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að, skulu þó ganga framar ákvæðum 1. mgr.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið ákvarðar úrlausnarumdæmi ef hvorki sá sem krafa beinist gegn né krefjandi eru búsettir hér á landi eða ef annars leikur vafi á því hvar leysa skuli úr máli samkvæmt framangreindu.
Ef aðilar máls búa eða dvelja hvor í sínu umdæmi má leita sátta þar sem hvor aðila býr eða dvelst.
Ef sá sem kröfu gerði sinnir eigi ítrekuðum kvaðningum eða tilmælum stjórnvalds um framlagningu gagna er stjórnvaldi heimilt að synja um úrlausn.
Nú sinnir gagnaðili máls eigi ítrekuðum kvaðningum eða tilmælum stjórnvalds um gagnaöflun og má þá veita úrlausn á grundvelli þeirra krafna og gagna sem fyrir liggja.
Sýslumaður getur ákveðið í úrskurði að kæra fresti réttaráhrifum hans.
Málsaðilum, sem fengið hafa leyfi til lögskilnaðar, er ekki heimilt að ganga í hjúskap að nýju fyrr en eftir lok kærufrests nema þeir hafi fallið bréflega frá kæru.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið setur reglugerð og önnur fyrirmæli um einstök atriði er varða framkvæmd laganna.
Ráðuneytið skal gera sérstakar ráðstafanir til að kynna almenningi efni laga þessara.
Um dómsmál til skilnaðar eða ógildingar hjúskapar, sem höfðuð hafa verið fyrir gildistöku þessara laga, fer eftir eldri lögum nema bæði hjón óski þess að reglum þessara laga verði beitt, sbr. 2. málsl. 1. mgr.
Nú sætir hjúskapur ógildingu eftir gildistöku þessara laga og fer þá um réttaráhrif þeirrar ógildingar eftir ákvæðum þessara laga. Sama er um réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar.
Sama á við um breytingu á samningum um framfærslueyri.