Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Nú er svo fyrir mælt í lögum samningsríkis, sem hjónaefni á heimilisfesti í, að foreldrar þess eða lögráðamaður samþykki ráðahaginn, og skal þá eftir því farið, þótt slíks samþykkis sé ekki krafist í lögum þess ríkis, þar sem könnun hjónavígsluskilyrða fer fram.
Um könnunina og lýsinguna gilda að öðru leyti lög þess ríkis, sem hlutaðeigandi stjórnvald heyrir til.]1)
Um hjónavígsluna gilda að öðru leyti lög þess ríkis, sem vígslumaðurinn heyrir til.]1)
Um heimild annarshvors hjóna til að ráða yfir fasteign eða yfir réttindum, sem sett eru á borð með þeim, skal, ef eignin er í einhverju af ríkjunum, jafnan dæma eftir lögum þess ríkis.
Sérhvert ríkjanna getur gert það að skilyrði fyrir gildi kaupmála gagnvart þriðja manni, að honum hafi verið þinglýst eða hann tilkynntur til dómstóls samkvæmt þeim lögum, er þar gilda.
Nú er ekki samkvæmt fyrstu málsgrein hægt að ákvarða um málið í neinu ríkjanna, og má þá gera út um málið í því ríki, þar sem annað hjónanna á ríkisfang.
Lögskilnað eftir skilnað að borði og sæng má ávallt veita í ríki, sem bæði hjónanna eiga ríkisborgararétt í.]1)
1)L. 62/1954, 7. gr. fylgiskjals.
Ágreining, er síðar rís um framfærsluskyldu og foreldravald, skal úrskurða í ríki því, sem það hjónanna, er kröfunni er beint gegn, á heimilisfesti í. Þetta gildir einnig að því er tekur til breytinga á ákvörðun, sem gerð hefir verið í einhverju af hinum ríkjunum. Séu lög þess ríkis, þar sem úrskurður gekk um skilnað að borði og sæng eða um lögskilnað, því til fyrirstöðu, að síðar sé ákveðið eða hækkað meðlag til maka, sem skilinn er að borði og sæng eða lögskilinn, verður eigi heldur tekin ákvörðun um það í hinum ríkjunum.
Skilnaður að borði og sæng, sem fengist hefur í einu ríkjanna, veitir í hinum ríkjunum sama rétt til lögskilnaðar sem skilnaður að borði og sæng, er þar hefur fengist.
Nú er ekki til að dreifa reglum um skilnað að borði og sæng í lögum samningsríkis, en í vissum tilvikum byggt á, að umhugsunarfrestur sé undanfari lögskilnaðar, og geta þá hjón, sem veittur hefur verið skilnaður að borði og sæng í einhverju hinna samningsríkjanna, fengið lögskilnað í þessu ríki án slíks undanfarandi umhugsunarfrests, enda hafi þau, frá því að skilnaður að borði og sæng var veittur, lifað aðskilin svo lengi, að svarar til slíks umhugsunarfrests, og hafi ekki tekið upp sambúð að nýju.]1)
Andist annað hjóna, eftir að skilnaður að borði og sæng er veittur, og spurning vaknar um rétt hins eftirlifandi til arfs eftir hið látna samkvæmt reglum um lögerfðir eða samkvæmt erfðaskrá, og beita skal lögum samningsríkis, sem ekki byggir á reglum um skilnað að borði og sæng, skal skilnaður að borði og sæng lagður að jöfnu við lögskilnað, ef hinn fyrrnefndi varir enn.]1)
Við úrslit þessa máls skal í hverju ríkinu beitt þeim lögum, sem þar gilda.
Sama gildir um sviptingu lögræðis og lögráð lögræðissviptra manna.
Ákvæði þetta gildir ekki um hæfi manna til að gangast undir víxil- eða checkskuldbindingar.
Við úrskurðinn skal í hverju ríki beita lögum þeim, er þar gilda.
1)L. 95/1973, 22. gr. fylgiskjals.
Samningurinn gengur í gildi 1. janúar eða 1. júlí næstan á eftir afhendingu fullgildingarskjalanna.
Sérhvert ríkjanna getur sagt samningnum upp við hvert hinna með 6 mánaða fresti, þannig að hann gangi úr gildi 1. janúar eða 1. júlí. ...
Í sambandi við undirskriftina í dag undir samning þann milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, er hefir að geyma alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, hafa umboðsmenn samningsríkjanna gefið eftirfarandi yfirlýsingu:
Milli samningsríkjanna er samkomulag um: