Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Landlæknir hefur á höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slíkrar ráðgjafar og fræðslu.
Fóstureyðing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutímans, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í því meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.
Slíkar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar, skv. 28. gr.
Þar sem ástæða þykir til skal viðkomandi sérfræðingur styðjast við álitsgerð geðlæknis, sé um geðræna sjúkdóma að ræða.
Eftirfarandi atriða skal gætt:
Einnig skal konunni gert að skyldu að koma í eftirrannsókn að ákveðnum tíma liðnum til læknisskoðunar og viðtals.
Ófrjósemisaðgerð er heimil skv. 18. gr. II. 1., 2., 3. og 4. þegar fyrir liggur umsókn viðkomandi, sbr. 20. gr., og rökstudd skrifleg greinargerð tveggja lækna, eða læknis og félagsráðgjafa, sé eingöngu um að ræða félagslegar ástæður fyrir aðgerð, enda sé hann starfandi í viðkomandi heilsugæsluumdæmi. Annar þessara lækna skal vera sá sérfræðingur, sem aðgerðina framkvæmir. Sé ástæða umsóknar utan hans sérsviðs, ber honum að styðjast við álitsgerð sérfræðings í viðkomandi grein.
Ráðherra getur þó í samráði við landlækni heimilað sjúkrahúslækni framkvæmd slíkrar aðgerðar.
Aðgerðirnar má einungis framkvæma í sjúkrahúsum er til þess hafa hlotið viðurkenningu ráðherra.
Að aðgerð lokinni skal senda landlækni greinargerð um framkvæmd hennar á þar til gerðum eyðublöðum sem landlæknir lætur í té.
Í nefndinni skulu eiga sæti 3 menn og jafnmargir varamenn, einn læknir, einn lögfræðingur og einn félagsráðgjafi og skulu þeir skipaðir af heilbrigðisráðherra til 4ra ára í senn. Nefndin skal úrskurða málið innan viku frá því að henni berst það í hendur.
Skal nefndinni búin starfsaðstaða og henni jafnframt tryggður aðgangur að þeirri sérfræðiþjónustu, sem þurfa þykir til að leysa þau verkefni sem nefndinni berast.
Kostnaður vegna ráðgjafar og fræðslu á þessu sviði greiðist af almannafé.
...