Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Stofnunin skal í samráði við landlækni halda skrá yfir alla þá landsmenn sem eru sjónskertir.
Við stofnunina skal starfrækja sjóngleraþjónustu undir stjórn sjóntækjafræðings.
Stofnunin hefur yfirumsjón með þjálfun og endurhæfingu sjónskertra, sjóntækjameðferð og sjónrannsóknum í samráði við aðra aðila er starfa á þessum vettvangi.
1)Rg. 59/1987.
Ráðherra setur að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar reglur1) um þátttöku ríkisins í kostnaði vegna slíkra tækja í samræmi við hliðstæðar greiðslur almannatrygginga.