Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Þegar því verður við komið, skal héraðsdómari láta skipstjóra staðfesta áðurnefnda skýrslu sína fyrir dómi, svo og halda sjóferðapróf með þeim hætti, er í [lögum]1) segir, og eftir því, sem við á. Sjóferðapróf og staðfesting skýrslu þarf þó ekki að fara fram, ef fyrirsvarsmaður þess ríkis, sem skip er frá, telur þess ekki þörf, nema manntjón hafi orðið eða slys á mönnum.
Rétt er eiganda eða vátryggjanda strandaðs skips eða góss að taka í sínar hendur björgun og meðferð á skipi og góssi hvenær sem er, enda setji þeir fullnægjandi trygging fyrir greiðslu alls áfallins kostnaðar og þess kostnaðar, er síðar kann löglega á að falla, þar með kostnaður við heimsending strandmanna. Um björgunarsamninga fer samkvæmt 1. mgr.
Hvarvetna þess er aðili tekur björgun skips eða góss í sínar hendur, eru íslensk stjórnvöld við hana skilin.
Rétt er aðilja eða umboðsmanni hans að vera við björgun.
Ef strandmunir hverfa eða fara forgörðum af mannavöldum, skal hreppstjóri eða sá annar, er með umboð lögreglustjóra fer, skýra honum tafarlaust frá því, enda skal lögreglustjóri rannsaka málið jafnskjótt sem unnt er.
Skylt er að veita skipbrotsmönnum húsaskjól og aðhlynning eftir megni og að því leyti sem ekki fer í bága við sóttvarnarráðstafanir.
Lögreglustjóri skal sjá um það, að skipbrotsmönnum verði veittur nauðsynlegur fararbeini þegar þeir mega frá strandi hverfa.
Nú tekur umboðsmaður þess ríkis, er skip er frá, að sér málefni þau, er í grein þessari segir, og eru þá íslensk stjórnarvöld frá þeim tíma við þau skilin.
Lögreglustjóri löggildir stranddagbók hreppstjóra. Hana skal og gegnumdraga og tölusetja. Ríkissjóður kostar hana.
Hverju sinni er bókun er lokið, ritar hreppstjóri nafn sitt undir hana, ásamt skipstjóra eða þeim, er í stað hans kemur, ef hægt er að gera honum bókunina skiljanlega, og 2 öðrum valinkunnum mönnum eftir að bókun hefir verið lesin upp fyrir þeim. Túlk skal hafa, ef hans er kostur og þörf.
Lögreglustjóri skráir í lögreglubók eða sérstaka strandbók það, er hann gerir og strand eða strandmenn varðar ...1)
[Söluverð]1) strandgóss, sem afgangs kann að verða kostnaði öllum af strandinu, sendir lögreglustjóri dómsmálaráðuneytinu jafnskjótt sem honum hefir verið tilkynnt, að reikningur væri úrskurðaður og gjaldfrestur liðinn. Dómsmálaráðuneytið sendir féð síðan fyrirsvarsmanni viðkomandi ríkis eða öðrum aðiljum.
...1)
Ef andvirði strandgóss hrekkur ekki fyrir öllum strandkostnaði, og fyrirsvarsmaður viðkomandi ríkis greiðir hann ekki þegar, þá má eftir ósk lögreglustjóra greiða úr ríkissjóði það, sem á vantar, gegn endurgjaldi frá réttum aðiljum.
Tilkallsmaður, er gefur sig fram áður en frestur er liðinn, getur borið kröfu sína undir dómstóla, ef lögreglustjóri vill ekki taka hana að öllu til greina. Ef fleiri en einn gera tilkall til vogreks, má engum þeirra selja í hendur fyrr en úr því er skorið með fullnaðardómi, hver skuli fá vogrek eða andvirði þess.
Nú ber maður upp kröfu sína eftir að lögmæltur frestur er liðinn, og á hann þess máls aldrei uppreist, nema hann sanni fyrir dómi, að ólöglega hafi með málið verið farið af hálfu stjórnvalda.
Mál samkvæmt 2. og 3. mgr. skal höfða á hendur lögreglustjóra á varnarþingi hans, enda sé honum stefna birt áður en liðnir eru 6 mánuðir frá því, er hann synjaði kröfu stefnanda.
Nú þykir tvímælis orka um verðmæti vogreks, og skulu þá tveir dómkvaddir menn meta það.
Lögreglustjóri úrskurðar þann kostnað, sem hér segir, en bera má úrskurð hans undir dómsmálaráðuneytið áður en 3 mánuðir séu liðnir frá dagsetningu úrskurðar lögreglustjóra.
Nú hefur aðili björgun eða tekur að vinna úr skipi áður en ár er liðið frá strandinu, og skal dómsmálaráðherra þá veita honum hæfilegan frest til að halda þeim athöfnum áfram, uns tvö ár eru liðin frá þeim atburði eða allt að 3 árum, ef björgun er sérstökum erfiðleikum bundin. ...1)
Til tryggingar kostnaði af ráðstöfunum samkvæmt þessari grein er skip eða skipsflak, svo og farmur, ef hætta stafar af honum eða verulegt óhagræði, og andvirði, ef sala hefur farið fram, að veði framar öllum öðrum höftum, er á þeim kynnu að hvíla. Má selja það, er bjargast kann, [með nauðungarsölu]1) til greiðslu kostnaðar, en það er afgangs kynni að verða, skal greiða réttum aðiljum samkvæmt 18. gr. 2. mgr.
[Mál út af brotum á lögum þessum varða sektum og fer um mál út af brotunum að hætti opinberra mála.]1)