Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Staðfesting samvistar getur aðeins farið fram ef báðir einstaklingarnir eða annar þeirra er íslenskur ríkisborgari sem á lögheimili hér á landi.
1)Rg. 326/1996.
Ákvæði III. kafla hjúskaparlaga gilda um framkvæmd á könnun skilyrða fyrir staðfestri samvist.
Dómsmálaráðherra setur nánari reglur1) um könnun á skilyrðum fyrir staðfestri samvist.
Ákvæði 21.--26. gr. hjúskaparlaga gilda um framkvæmd staðfestingar eftir því sem við á.
Ákvæði í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að gilda ekki um staðfesta samvist nema aðrir samningsaðilar fallist á það.
Sýslumaður eða dómari leitar sátta samkvæmt reglum 42. gr. hjúskaparlaga.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 114. gr. hjúskaparlaga er ávallt heimilt að höfða mál skv. 113. gr. laganna vegna staðfestrar samvistar fyrir íslenskum dómstólum hafi staðfesting farið fram hér á landi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 123. gr. hjúskaparlaga, er íslenskum stjórnvöldum ávallt heimilt að leysa úr málum vegna staðfestrar samvistar sem stofnað er til hér á landi.