Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Í lögreglusamþykkt skulu vera ákvæði um það hvernig greiða skuli þau útgjöld sem hin ýmsu ákvæði hennar hafa í för með sér.
Ef ráðuneytið telur þurfa að gera breytingar á frumvarpinu áður en það er staðfest skal leggja þær fyrir sveitarstjórn til álita. Breytingar, sem sveitarstjórn fellst ekki á, má eigi setja í samþykktina.
Nú þykir rétt að skipa svo fyrir að ákvæði samþykktar skuli eigi gilda í hluta umdæmis, annaðhvort að nokkru eða að öllu leyti, og skal þess þá getið í samþykktinni eftir því sem við á.
Ef kenna má yfirsjón barns skorti á hæfilegri umsjá foreldris eða þess sem gengur barninu í foreldris stað skal refsa þeim fyrir yfirsjónina.
Kostnaður við þetta greiðist af þeim sem ábyrgð ber. Sama er um kostnað af ráðstöfun sem lögreglustjóri gerir til þess að hindra fyrirhugaða athöfn eða stöðva athöfn sem ekki er að fullu lokið en bönnuð er með samþykktinni eða samkvæmt henni. Ef sá sem ábyrgð ber er eigi fær um að greiða slíkan kostnað greiðist hann úr ríkissjóði.
Lögreglusamþykktir, sem settar hafa verið áður en sú reglugerð er sett, skulu gilda í sex mánuði eftir gildistöku reglugerðarinnar, nema ný lögreglusamþykkt hafi áður verið gerð fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag.
...