Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Í orlofsnefnd skulu vera þrjár konur og þrjár til vara, kosnar til þriggja ára í senn.
Orlofsnefndir skipta sjálfar með sér verkum.
Þar sem mæðrastyrksnefndir eru starfandi á orlofssvæðinu, skulu orlofsnefndir leita samstarfs við þær.
Heimilt er orlofsnefndum að greiða fyrir framkvæmdastjórn og gjaldkerastörf á þeim stöðum, þar sem nefndir reka orlofsheimili á eigin ábyrgð.
Að öðru leyti skulu orlofsnefndir vera ólaunaðar.
Orlofsnefndum er heimilt að láta orlofsþega greiða allt að 15% af beinum kostnaði orlofsdvalar, ef þörf krefur.
Heimilt er orlofsnefndum að geyma rekstrarfé orlofsins á milli ára, ef ástæða þykir til.]1)
Þegar valið er úr umsóknum, skulu orlofsnefndir hafa til hliðsjónar barnafjölda, aldur barna og aðrar félagslegar aðstæður kvennanna. Æskilegt er, að orlofsdvöl sé ekki skemmri en 7--10 dagar.
Verði orlofsdvöl ekki við komið, er heimilt að nota orlofsfé, sem veitt er samkvæmt lögum þessum, til ferðalags fyrir húsmæður.
1)L. 94/1975, 4. gr. Ath. og l. 61/1978, 2. gr.
Konur, sem eiga tvö börn eða fleiri innan 7 ára aldurs, skulu að jafnaði sitja fyrir um þessar greiðslur.
Skal orlofsnefndin í Reykjavík hafa frumkvæði um að kalla saman hina fyrstu ráðstefnu.
Orlofsnefndir gefi skýrslur um starfið á aðalfundi viðkomandi héraðssambands.