Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Með launum í lögum þessum er átt við venjulegt grunn- eða lágmarkskaup og hvers konar frekari þóknun, beina eða óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni fyrir vinnu hans.
Með jöfnum launum karla og kvenna fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf er í lögum þessum átt við launataxta sem samið er um án þess að gerður sé greinarmunur á kynjum.
Með kjörum í lögum þessum er átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur samningsréttindi.
Ef einhver telur rétt á sér brotinn samkvæmt ákvæðum þessarar greinar og vísar máli sínu til kærunefndar jafnréttismála, sbr. 19. gr., skal atvinnurekandi sýna kærunefnd fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans.
Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu.
Ákvæði þessarar greinar gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni.
Sama rétt skal karlmaður, sem er umsækjandi um starf, hafa ef konu er veitt starfið.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.
Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd þessarar greinar í samráði við Jafnréttisráð. Ráðuneytið skal fylgjast með þróun jafnréttismála í skóla- og uppeldisstarfi, m.a. með reglubundnum rannsóknum.
[Jafnréttisráð hefur skrifstofu og skipar ráðherra framkvæmdastjóra þess til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn.]1) Einn starfsmanna skal hafa lokið embættisprófi í lögum og skal hann annast lögfræðiráðgjöf og önnur lögfræðistörf á vegum Jafnréttisráðs vegna ætlaðra brota á lögum þessum.
Kostnaður við Jafnréttisráð greiðist úr ríkissjóði.
Verkefni kærunefndar eru að taka við ábendingum um brot á ákvæðum þessara laga og rannsaka mál af því tilefni og senda að rannsókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila sem málið snertir. Atvinnurekendum, opinberum stofnunum, félagasamtökum og öðrum þeim er upplýst geta málið er skylt að veita kærunefnd hvers konar upplýsingar hér að lútandi. Kærunefnd skal enn fremur í sérstökum tilvikum hafa frumkvæði um ábendingar varðandi framkvæmd ákvæða 2.--13. gr., sbr. þó 1. tölul. 16. gr. um hlutverk Jafnréttisráðs.
Skrifstofa kærunefndar jafnréttismála er jafnframt skrifstofa Jafnréttisráðs.