Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)L. 7/1996, 7. gr., sbr. 30. gr.2)Nú l. 6/1996.3)Nú l. 31/1996
Undanþegin lögum þessum eru:
1)Rg. 552/1989 (togbrautir fyrir skíðafólk). Rg. 214/1990 (toglyftur). Rg. 215/1990 (stólalyftur). Rg. 453/1991 (vélknúin leiktæki í skemmtigörðum). Rg. 324/1994, 325/1994, 326/1994, 327/1994, 328/1994, 329/1994, 330/1994, 331/1994, 496/1994, 497/1994, 501/1994, 503/1994, 504/1994 og 54/1995. Rg. 557/1995. Rg. 580/1995. Rg. 98/1996. Rg. 99/1996. Rg. 108/1996.
Lög þessi ná einnig til fermingar og affermingar skipa, þar með talin fiskiskip, svo og til viðgerða um borð í skipum og starfsemi, sem því er tengd. Lögin ná þó ekki til búnaðar í skipum, sem notaður er í þessum tilgangi. Lögin ná heldur ekki til lögskráðra manna, nema þegar þeir starfa undir verkstjórn úr landi.
Ráðherra getur í samráði við forstjóra Vinnueftirlits ríkisins mælt svo fyrir í reglugerð,1) að áhöld, vélar og mannvirki eða framkvæmdir, sem lög þessi ná ekki til, skuli vera háð því eftirliti, er lög þessi mæla fyrir um, enda séu viðkomandi atriði ekki háð öðrum lögum.
Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins getur þó ákveðið, ef þurfa þykir, að fyrirkomulag það, sem getið er um í 5. gr., gildi einnig fyrir starfshópa, sem getið er í þessari grein, þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, sbr. til dæmis 40. og 44. gr. laga þessara.
Þegar starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins koma í eftirlitsferðir í fyrirtæki, skulu þeir hafa samband við atvinnurekanda eða umboðsmann hans, öryggistrúnaðarmann starfsmanna, félagslegan trúnaðarmann starfsmanna, sbr. 1. mgr. 4. gr., og við öryggisnefndir, þar sem þær eru starfandi. Nefndum aðilum skal auðvelda, svo sem kostur er, að leggja vandamál fyrir Vinnueftirlit ríkisins.
1)Rg. 77/1982.
Atvinnurekandi skal stuðla að samstarfi þeirra, sem kjörnir eru til þess að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og þeirra, sem annast heilbrigðisþjónustu. Ennfremur skal hann sjá um að þeir, sem til eru kjörnir að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað, og þeir, sem sitja í öryggisnefnd, fái hæfilegan tíma miðað við verkefnasvið, til þess að gegna skyldum sínum við eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi.
Atvinnurekandi skal sjá um, að þeir, sem kjörnir eru til að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í fyrirtæki hans, fái tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Atvinnurekandi skal veita nefndum aðilum hlutdeild í skipulagningu að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað.
Öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar starfsmanna í öryggisnefnd njóta þeirrar verndar, sem ákveðin er í 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
Nefndir þessar skulu hljóta viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins.
Vinnueftirlit ríkisins getur átt frumkvæði að stofnun slíkra nefnda, ef stjórn stofnunarinnar þykir ástæða til.
Öryggisnefndir sérgreina, sem viðurkenndar hafa verið, geta lagt fram tillögur og látið í ljós álit sitt um nýjar reglur og einstök mál, sem stjórn Vinnueftirlits ríkisins ákveður að leggja fyrir þær.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins skal, áður en hún gefur álit sitt um reglugerðir, sem fjalla sérstaklega um ákveðnar atvinnugreinar, leita eftir áliti frá viðurkenndri öryggisnefnd viðkomandi sérgreinar.
Öryggisnefndir sérgreina hafa það verkefni að gefa atvinnurekendum og starfsmönnum upplýsingar um þær reglur og ákvæði, sem gilda fyrir viðkomandi sérgrein.
Öryggisnefndir sérgreina geta sent tillögur til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um breytingar á reglum, er fjalla um viðkomandi sérgrein.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins setur að öðru leyti reglur um skipulag, verkefni, starfsemi og fjármögnun öryggisnefnda sérgreina.
Sé starfsemi, sem lög þessi ná til, rekin af tveim mönnum eða fleiri í sameiningu, telst aðeins einn þeirra atvinnurekandi samkvæmt þessum lögum, en hinn/hinir teljast vera starfsmenn, enda vinni hann/þeir við fyrirtækið. Skal það tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins hver sé talinn atvinnurekandi.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis telst atvinnurekandi í merkingu þessara laga.
Sé um opinberan rekstur að ræða, telst atvinnurekandi sá, er umsjón hefur með starfseminni, og skal það tilkynnt Vinnueftirlitinu hver það er.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins setur nánari reglur um skyldur atvinnurekenda, samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar.
1)Rg. 77/1982.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins getur sett nánari reglur1) um það hvernig samstarfi samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skuli fyrir komið.
Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins getur vegna skýrslugerðar og úrvinnslu úr þeim skýrslum krafist upplýsinga frá atvinnurekanda um:
Í skýrslum, sem unnar eru samkvæmt slíkum upplýsingum, má ekki nefna nöfn einstaklinga eða fyrirtækja.
Verði verkstjóri var við einhver þau atriði, sem leitt geta til hættu á slysum eða sjúkdómum, skal hann tryggja að hættunni sé afstýrt. Sé ekki hægt að afstýra hættunni með því, sem tiltækt er á staðnum, skal hann umsvifalaust gera vinnuveitanda viðvart. Verkstjóra ber jafnframt að gæta þeirrar skyldu, sem kveðið er á um í 86. gr. laga þessara.
Starfsmaður, sem verður var við ágalla eða vanbúnað, sem leitt gæti til skerts öryggis eða lakari aðbúnaðar eða hollustuhátta, sem hann getur ekki sjálfur bætt úr, skal umsvifalaust tilkynna það öryggisverði, öryggistrúnaðarmanni, verkstjóra eða atvinnurekanda.
1)Sjá rg. 478/1985 og rg. 153/1986, sbr. 424/1987 og 561/1987. Rg. 500/1994.
Nauðsynlegar og auðskildar leiðbeiningar á íslensku um meðferð, viðhald, flutning, uppsetningu og frágang skulu fylgja með, þegar viðkomandi hlutir eru afhentir.
Sé einhver sá búnaður, sem talinn er í 1. mgr. þessarar greinar og tilbúinn er til notkunar, afhentur áfram, endurseldur, lánaður út eða leigður, gilda þær reglur, sem að ofan greinir.
Þegar Vinnueftirlit ríkisins krefst þess eða þegar aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til, skal innflytjandi eða framleiðandi láta gera rannsóknir, athuganir, mælingar, þrýstiraunir og aðrar þær kannanir, sem nauðsynlegar eru til þess að ganga úr skugga um, að viðkomandi búnaður standist þær kröfur, sem gerðar eru varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.1)
Taki viðgerð aðeins til eins eða nokkurra hluta vélar eða tækis, skal sá, sem verkið framkvæmir, fara eftir þeim reglum og fyrirmælum, sem gilda fyrir hvern einstakan hluta tækis eða vélar.
Verði sá, sem setur upp, breytir eða gerir við tæki, vélar eða annan búnað, var við einhverja ágalla eða vanbúnað, sem þýðingu kynni að hafa að því er varðar aðbúnað, heilsu eða öryggi manna, skal hann umsvifalaust gera eigandanum eða þeim, sem notar tækið, viðvart.
1)Rg. 478/1985 og 500/1994.
Fylgja skal þeim lögum og reglum,1) sem á hverjum tíma gilda um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um þá, sem taka að sér ráðgjafarstörf um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
1)Rg. 491/1987, 492/1987, 90/1989, 453/1991, 324/1994, 325/1994, 326/1994, 327/1994, 328/1994, 329/1994, 330/1994, 331/1994, 496/1994, 503/1994, 504/1994 og 580/1995. Rg. 98/1996. Rg. 99/1996. Rg. 377/1996. Rg. 379/1996. Rg. 380/1996. Rg. 382/1996. Rg. 383/1996.
Ákvæðin í 29.–33. gr. leysa notandann ekki undan neinum skyldum samkvæmt lögum þessum.
1)Rg. 580/1995.
Ákvæði þetta rýrir ekki að neinu leyti skyldur einstakra framkvæmdaaðila sem atvinnurekenda samkvæmt lögum þessum.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins skal setja nánari reglur um þessi atriði.
Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.
1)Rg. 478/1985, 491/1987, 492/1987, 493/1987, 90/1989, 453/1991, 430/1992, 324/1994, 325/1994, 326/1994, 327/1994, 328/1994, 329/1994, 330/1994, 331/1994, 496/1994, 497/1994, 498/1994, 499/1994, 500/1994, 501/1994, 503/1994, 504/1994, 578/1995, 580/1995, 581/1995, 621/1995, 698/1995, 699/1995, 707/1995, 98/1996, 99/1996, 108/1996, 377/1996, 382/1996, 383/1996, 496/1996, 498/1996, 547/1996, 552/1996, 553/1996 og 554/1996.
Slíkar áætlanir og breytingar á þeim skulu kynntar öryggisnefndum, áður en þær eru framkvæmdar.
Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.
1)Rg. 478/1985 og 493/1987, sbr. 430/1992. Rg. 500/1994. Rg. 581/1995.
1)Rg. 493/1987, sbr. 430/1992. Rg. 581/1995.
Farandvél merkir í lögum þessum tæki, sem getur flutt sig úr stað með eigin aflvél.
Vinnuvél merkir í lögum þessum tæki, sem knúið er af aflvél og hægt er að vinna með nánar tiltekin störf.
Farandvinnuvél merkir í lögum þessum tæki, sem er hvort tveggja í senn farandvél og vinnuvél.
Búvél merkir í lögum þessum hvers konar áðurnefndar vélar, sem notaðar eru við bústörf.
Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.
1)Rg. 475/1985, 476/1985, 492/1987, 90/1989, 153/1986, sbr. 424/1987, 561/1987, 453/1991, 324/1994, 325/1994, 326/1994, 327/1994, 328/1994, 329/1994, 330/1994, 331/1994, 496/1994, 500/1994, 503/1994, 504/1994 og 580/1995. Rg. 616/1995. Rg. 98/1996. Rg. 99/1996. Rg. 108/1996. Rg. 377/1996. Rg. 380/1996. Rg. 382/1996. Rg. 383/1996, 164/1997,
1)Rg. 153/1986, sbr. 424/1987 og 561/1987. Rg. 203/1972, sbr. 62/1988. Rg. 198/1983, sbr. 300/1995.2)Gjaldskrá 433/1996.
Um greiðslur fyrir skráningu og skoðun farandvéla, farandvinnuvéla og búvéla skal Vinnueftirlit ríkisins semja gjaldskrá,2) sem félagsmálaráðuneytið staðfestir.
Stjórn Vinnueftirlitsins setur reglur um kennslu, þjálfun og próf, er gefi til kynna næga hæfni og þekkingu þeirra aðila, sem óska eftir leyfi til að mega stjórna eða fara með tilteknar vélar, enda sé ekki kveðið á um slík leyfi í öðrum lögum.
Nauðsynlegar og auðskildar leiðbeiningar á íslensku skulu fylgja með, um meðferð, viðhald, flutning, uppsetningu og frágang, þegar viðkomandi hlutir eru afhentir.
Við framleiðslu, geymslu, merkingu, flutning og notkun skal fylgja viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er varðar hollustuhætti og öryggi.
Vinnueftirlit ríkisins getur bannað1) framleiðslu, flutning og notkun hættulegra efna og vara. Sama gildir um efni og vörur, þegar ekki liggja fyrir, að mati stofnunarinnar, fullnægjandi upplýsingar um innihald, samsetningu, meðferð, notkun eða vörslu þeirra.
Framkvæmd ákvæða þessarar greinar skal gerð í samráði við viðkomandi heilbrigðisyfirvöld og/eða aðra sérfróða aðila, sem um þessi mál fjalla.
1)Augl. 382/1991. Rg. 578/1995, 698/1995, 379/1996, 496/1996 og 498/1996.
Samfelldan hvíldartíma má stytta í 8 klukkustundir, með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins um framkvæmd, þegar um er að ræða:
Aðilar vinnumarkaðarins skulu gera með sér samkomulag um framkvæmd slíkra frávika.
Aðilar vinnumarkaðarins skulu gera með sér samkomulag um slíka vinnuframkvæmd.
Frávik frá samfelldri hvíld má gera í undantekningartilvikum, án þess að slíkt leyfi hafi verið fengið, ef ekki hefur verið unnt að afla þess í tæka tíð.
Atvinnurekandi skal tilkynna slík frávik tafarlaust til Vinnueftirlits ríkisins.
Samkomulag aðila vinnumarkaðarins um framkvæmd 52., 53. og 54. gr. skal tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins, sem bannar styttingu hvíldartímans, ef það telur hættu stafa af lengingu vinnutímans.
Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi og að svo miklu leyti sem því verður við komið, skulu allir þeir, sem starfa í fyrirtækinu, fá frí á þeim degi.
Ef nauðsyn krefur má fresta vikulegum frídegi og gefa þess í stað frí síðar:
Ennfremur má veita frávik, þegar ytri aðstæður, svo sem veður og önnur náttúruöfl, slys, orkuskortur, bilun á vélum, tækjum eða öðrum búnaði, eða aðrir tilsvarandi ófyrirséðir atburðir trufla eða hafa truflað rekstur.
Aðilar vinnumarkaðarins skulu gera með sér samkomulag um framkvæmd þessarar greinar.
Frávik að því er varðar einstakan frídag má þó gera, án þess að slíkt leyfi hafi verið fengið, ef ekki hefur verið unnt að afla þess í tæka tíð. Atvinnurekandi skal tilkynna slík frávik tafarlaust til Vinnueftirlits ríkisins.
Aðilar vinnumarkaðarins skulu gera með sér samkomulag um framkvæmd 1. mgr. þessarar greinar.
Þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur Vinnueftirlit ríkisins ákveðið tímabundnar undanþágur frá ákvæðunum um vikulega frídaga, skv. 55. gr.
Ungmenni merkir í lögum þessum einstakling undir 18 ára aldri. Barn merkir í lögum þessum einstakling sem er undir 15 ára aldri eða sem er í skyldunámi. Unglingur merkir í lögum þessum einstakling sem er minnst 15 ára að aldri en hefur ekki náð 18 ára aldri og er ekki lengur í skyldunámi.]1)
Heimilt er að víkja frá meginreglu 1. mgr. í eftirfarandi tilvikum:
Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði þegar það er nauðsynlegt vegna starfsnáms unglinga.]1)
Virkur vinnutími unglinga er takmarkaður við átta klukkustundir á dag og 40 klukkustundir á viku.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 2. mgr. greinar þessarar í sérstökum tilvikum eða ef réttmætar ástæður leyfa.
Ef daglegur, virkur vinnutími er lengri en fjórir tímar á barn og unglingur rétt á minnst 30 mínútna hléi á hverjum degi sem skal vera samfellt ef kostur er.]1)
Heimilt er að víkja frá ákvæði 2. málsl. 1. mgr. þessarar greinar á sérstökum starfssviðum, enda skal fullorðinn einstaklingur hafa umsjón með unglingnum ef þörf er á slíkri umsjón til verndar honum. Þó er óheimilt að láta ungling vinna á tímabilinu frá kl. 24 til kl. 4.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. greinar þessarar þegar til þess liggja réttmætar ástæður og að því tilskildu að unglingarnir fái hæfilegan uppbótarhvíldartíma. Undanþága þessi á við þegar um er að ræða vinnu á sjúkrastofnunum eða sambærilegum stofnunum og störf á sviði menningarmála, lista, íþrótta eða auglýsinga.
Unglingar eiga, áður en þeir hefja næturvinnu og með reglulegu millibili eftir það, rétt á heilbrigðisskoðun og athugun á vinnuhæfni sinni sér að kostnaðarlausu, nema þeir vinni einungis í undantekningartilvikum á þeim tíma sem vinna er bönnuð. Framkvæmd slíkrar skoðunar er á ábyrgð viðkomandi atvinnurekanda.]1)
Á hverju sjö daga tímabili skulu börn sem falla undir b- og c-lið 2. mgr. 60. gr. laga þessara og unglingar fá minnst tveggja daga hvíldartímabil sem skal vera samfellt ef kostur er. Lágmarkshvíldartími þessi skal að jafnaði taka til sunnudags.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 1. og 2. mgr. greinar þessarar þegar um er að ræða vinnu sem er skipt upp yfir daginn eða varir í stuttan tíma hverju sinni.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. greinar þessarar þegar til þess liggja réttmætar ástæður og að því tilskildu að unglingarnir fái hæfilegan uppbótarhvíldartíma. Undanþága þessi á við þegar um er að ræða vinnu á sjúkrastofnunum eða sambærilegum stofnunum, störf á sviði landbúnaðar, ferðamála eða í hótel- og veitingarekstri og vinnu sem er skipt upp yfir daginn.]1)
Hvert fyrirtæki skal gera skriflegan samning við stjórn viðkomandi heilbrigðisstofnunar (stofnana) um fyrirkomulag og framkvæmd þeirrar þjónustu, sem veita skal. Vinnueftirlit ríkisins skal sjá um, að slíkir samningar séu gerðir, og hlutast til um að skorið sé úr ágreiningi, er upp kann að koma milli heilsugæslustöðvar, sjúkrahúss og atvinnurekanda.
1)Rg. 478/1985 og 500/1994.
Í reglum þessum skal nánar kveðið á um, í hverju læknisskoðun skuli fólgin og hverjar mælingar eða aðrar rannsóknir skuli framkvæma. Taka skal tillit til starfsumhverfis. Hægt er að setja slíkar reglur fyrir einstaka vinnustaði og/eða starfsgreinar. Kveða skal á um, hvort slíkar skoðanir, mælingar eða rannsóknir skuli vera reglubundnar og hversu tíðar þær skuli vera.
Ákvarðanir um læknisskoðanir, mælingar og aðrar rannsóknir skal taka í samráði við sérfræðinga og stofnanir á viðkomandi sviðum læknisfræðinnar.
Reglur, sem settar eru samkvæmt þessari grein, skulu sendar landlækni til umsagnar.
Verkefni hans er:
1)Sbr. rg. 478/1985 og 500/1994.
Starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum ber skylda til að gangast undir eftirlit, skoðanir, mælingar og rannsóknir samkvæmt reglum þeim,1) sem gilda á hverjum tíma.
1)Rg. 153/1986, sbr. 424/1987 og 561/1987. Rg. 431/1997. Rg. 432/1997. Rg. 433/1997.
Félagsmálaráðherra fer með þessi mál.
Vinnueftirlit ríkisins er sjálfstæð stofnun.
Ráðherra er heimilt að skipta stofnuninni í deildir að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar.
Ráðherra skal setja reglur um skiptingu landsins í eftirlitsumdæmi að fengnum tillögum stjórnar og forstjóra stofnunarinnar.
Ráðherra setur með reglugerð1) nánari ákvæði um framkvæmd á lögum þessum.
Ráðherra skipar formann stjórnar úr hópi stjórnarmanna og ákveður stjórnarlaun. Skipun stjórnar skal vera til fjögurra ára í senn.
Forstjóri sér um daglega stjórn stofnunarinnar. Hann skal gera tillögur til stjórnarinnar um starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á fjárreiðum stofnunarinnar.
Forstjóri ræður starfslið stofnunarinnar ...1)
Forstjóri stofnunarinnar situr stjórnarfundi og ennfremur aðrir starfsmenn stofnunarinnar, þegar við á. Þeir skulu hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
1)Rg. 480/1983, sbr. 239/1989 og 232/1990.
Iðgjöld skulu reiknast af sama stofni og slysatryggingaiðgjald, sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hundraðshluti iðgjalds skal ákveðinn með reglugerð1) fyrir eitt ár í senn, með hliðsjón af fjárhagsáætlun Vinnueftirlits ríkisins, ásamt leiðréttingu vegna tekjuafgangs eða tekjuhalla næsta reikningsárs á undan.
Aðrar tekjur stofnunarinnar eru skrásetningar- og eftirlitsgjöld samkvæmt 1. mgr. 49. gr. og gjöld fyrir aukaþjónustu samkvæmt 4. mgr. 80. gr.
Ráðherra getur falið Vinnueftirliti ríkisins að fjalla um tiltekin mál og verkefni, skyld þeim verkefnum, sem lög þessi fjalla um.
Fyrir ýmiss konar aukaþjónustu, svo sem eftirlit með lokuðum vatnshitunarkerfum, þrýstiraunir, gasmælingar í geymum vegna eld- og sprengihættu, fallprófanir á lyftum, eftirlit með fermingu og affermingu kaupskipa, námskeið og próf, upplýsingaspjöld og -rit, ber þeim að greiða, sem óska slíkrar þjónustu eða þarfnast hennar að dómi Vinnueftirlits ríkisins. Hið sama gildir um kannanir og rannsóknir, sem fram eiga að fara annars staðar en hjá þeim, sem þjónustunnar þarfnast.
Vinnueftirlit ríkisins setur nánari reglur um framkvæmd 1. og 2. mgr. þessarar greinar.
Ráðherra setur gjaldskrá1) um aukaþjónustu að fengnum tillögum forstjóra Vinnueftirlits ríkisins.
Heimilt er að innheimta greiðslu fyrir aukaþjónustu áður en hún er veitt.
1)Rg. 612/1989.
Komi fyrir eitrun eða slys á vinnustað, skal atvinnurekandi eða fulltrúi hans á vinnustað tilkynna það lögreglustjóra og Vinnueftirliti ríkisins, svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan sólarhrings.
Tryggingastofnun ríkisins skal senda Vinnueftirliti ríkisins afrit af tilkynningum um slys á vinnustöðum, sem stofnuninni berast.
Vinnueftirlitið skal framkvæma rannsókn á orsökum eitrana og slysa, sem því berst vitneskja um, í þeim tilgangi að geta stuðlað að því, að komið sé í veg fyrir slíkar eitranir og slys á vinnustöðum.
Starfsmenn Vinnueftirlitsins skulu sýna skilríki um starf sitt.
Löggæslumenn aðstoða við eftirlit sé nauðsyn á því. Félagsmálaráðherra getur sett nánari reglur um slíka aðstoð að höfðu samráði við dómsmálaráðherra.
Starfsmenn Vinnueftirlitsins mega ekki láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð sé gerð vegna umkvörtunar.
Áfrýjun á ákvörðunum samkvæmt 84. gr. og 85. gr. frestar ekki stöðvun vinnu eða lokun starfsemi eða hluta hennar.
Aðgerðir samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar gera þá aðila, sem að ofan greinir, ekki ábyrga fyrir því tjóni, sem fyrirtækið kann að verða fyrir vegna stöðvunar eða fráhvarfa starfsmanna af vinnustað, þar sem hið bráða hættuástand var talið ríkja samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar.
Vinnueftirliti ríkisins skal gert aðvart svo fljótt sem verða má, og skal það umsvifalaust senda fulltrúa sinn á staðinn til að meta ástand og kringumstæður og til að úrskurða um hvort starfsemin skuli stöðvuð áfram, hafi hún verið stöðvuð, og um nauðsynlegar úrbætur, sem gera þarf til þess að starfsemin og vinnustaðurinn teljist hættulaus.
Atvinnurekandi getur innan hálfs mánaðar frá kröfugerðinni áfrýjað sektarákvæðum til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, sem strax og unnt er skal taka ákvörðun um málið og eigi síðar en eftir einn mánuð. Hafi stjórnin ekki fellt úrskurð sinn þá gildir úrskurður Vinnueftirlitsins.
Sektir þessar eru kræfar með lögtaksrétti.
Ennfremur skal skrá hvers konar meiðsli, eitranir og slys og annað það, sem máli kann að skipta fyrir starfsmenn og/eða fyrirtæki.
Vinnueftirlit ríkisins skal setja nánari reglur um gerð, notkun og varðveislu eftirlitsbóka og annarra skjala.
Fyrirtæki merkir í lögum þessum alla þá, sem reka starfsemi, hvort sem um er að ræða stofnanir, félagasamtök, einstaklinga eða aðra aðila. Um einstaklinga gildir einu, hvort þeir vinna einir eða hafa aðra í þjónustu sinni.
Vinnueftirlit ríkisins hefur samvinnu um þessi mál við þá aðila, sem með lögum eða reglugerðum er falið að veita fyrirtækjum framleiðslu-, iðnaðar-, starfs- eða vinnsluleyfi, hverju nafni sem nefnast.
Vilji hlutaðeigandi ekki una fyrirmælum forstjórans, getur hann skotið máli sínu til stjórnar stofnunarinnar, sbr. 98. gr. laga þessara.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins setur nánari reglur um veitingu starfsleyfa og um gildistíma þeirra.
Óheimilt er að hefja rekstur í fyrirtæki eða hluta fyrirtækis fyrr en eftirlitsmaður hefur gefið réttum aðilum vottorð um, að allur útbúnaður sé í fullu lagi og í samræmi við fyrirmæli forstjóra eða stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, að mati eftirlitsmannsins.
Úrskurði stjórnarinnar má skjóta til ráðherra innan fjögurra vikna frá því ákvörðun stjórnarinnar var tilkynnt viðkomandi, sbr. þó 2. mgr. 87. gr.
Sektir renna í ríkissjóð.
Með mál út af brotum á lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim fer að hætti opinberra mála.
1)Um rg. skv. fyrri lögum, sjá Lagasafn 1973, d. 553.2)Rg. 288/1981.3)L. 15/1986, 1. gr.