Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Heimilt er að veita fræðslu í almennum námsgreinum, svo sem stærðfræði, íslensku og erlendum tungumálum.
Leggja skal áherslu á þjálfun nemenda í að setja fram hugsanir sínar í ræðu og riti og að gera þá færa um að taka að sér trúnaðarstörf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Félagsmálaskóli alþýðu starfar allt árið. Starfið fer fram í formi námsanna og námskeiða.
Starfsemi skólans fer fram í húsakynnum hans eða annars staðar eftir því sem þörf krefur og henta þykir.
Nám í Félagsmálaskóla alþýðu skal metið til áfanga í framhaldsnámi eftir því sem við á.
Nánari ákvæði um námsefni og námstilhögun skulu sett í reglugerð sem félagsmálaráðherra setur að fenginni tillögu skólanefndar.
Formaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu er formaður skólanefndarinnar. Skólanefndin kýs úr sínum hópi varaformann og ritara. Skólanefnd ræður skólanum skólastjóra.
Nánar skal kveðið á um verksvið skólanefndar í reglugerð.
Skólastjóri situr fundi skólanefndarinnar með málfrelsi og tillögurétti.
Þó skal framlag ríkissjóðs samkvæmt stafliðum a og b hér að framan miðast að hámarki við kostnað í ríkisskólum á framhaldsskólastigi.
Eignaraðilar skulu gera með sér samning um skiptingu annars rekstrar- og stofnkostnaðar.
Skólanefnd undirbýr árlega ásamt skólastjóra tillögur til fjárlaga og sendir þær félagsmálaráðuneytinu. Í upphafi hvers árs gerir skólanefnd fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgist með að henni sé framfylgt. Skólanefnd ákveður upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjöld, efnisgjöld og pappírsgjöld. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar og um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur.
Skilyrði fyrir fjárveitingu til rekstrar er að félagsmálaráðuneytið samþykki árlega áætlanir um rekstrarkostnað.
Framlög til stofnkostnaðar greiðast eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum, enda liggi áður fyrir samþykki stjórnvalda fyrir nýjum byggingarframkvæmdum þegar um þær er að ræða.
Nú er skóli þessi lagður niður eða svo fer að ekki er hagnýtt í þágu skólans skólahúsnæði hans, hvort sem er til kennslu eða heimavistar, og fær ríkið þá eignarráð yfir hlutaðeigandi húsnæði í samræmi við stofnkostnaðarframlög sín. Ef ágreiningur verður um eignaskiptingu skal dómkveðja þrjá óvilhalla menn til þess að kveða á um skiptinguna og er úrskurður þeirra endanlegur.
Stofnkostnaðar- og rekstrarreikningur skal gerður í febrúarmánuði og sendur ásamt fylgiskjölum Ríkisendurskoðun til endurskoðunar.