Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
Samningurinn ásamt bókunum og yfirlýsingum sem honum fylgja er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum.
Dómar, sem hvorki þarf að viðurkenna né fullnægja skv. 2. mgr. II. gr. í bókun nr. 1 við samninginn, fá ekki réttarverkanir hér á landi.
Önnur ákvæði laganna öðlast gildi um leið og Lúganósamningurinn öðlast gildi að því er Ísland varðar.
Samningurinn gildir ekki um:
Þeir menn, sem ekki eru ríkisborgarar í því ríki þar sem þeir eiga heimili, skulu lúta sömu varnarþingsreglum og gilda um ríkisborgara þess ríkis.
Sérstaklega má ekki beita eftirfarandi ákvæðum gegn þeim:
Gegn varnaraðila, sem þannig er ástatt um, getur hver sá sem á heimili í samningsríki, hvert sem ríkisfang hans er, fært sér í nyt í því ríki þær varnarþingsreglur, sem þar gilda, á sama hátt og ríkisborgarar þess ríkis, og sérstaklega þær reglur sem tilgreindar eru í 2. mgr. 3. gr.
ákvæði þetta á þó einungis við ef því er haldið fram að varnaraðili eigi til réttar að telja í farminum eða farmgjaldskröfunni eða að hann hafi átt til slíks réttar að telja þegar björgun varð.
Nú á vátryggjandi ekki heimili í samningsríki en hefur útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og skal þá í málum sem stafa af rekstri starfseminnar litið svo á sem hann eigi heimili í því ríki.
Ákvæði 7., 8. og 9. gr. gilda um mál sem tjónþoli höfðar beint gegn vátryggjanda þar sem slík bein málssókn er heimil.
Nú veita lög um slíka beina málssókn heimild til að draga vátryggingartaka eða vátryggðan inn í málið og hefur sami dómstóll þá einnig dómsvald gagnvart þeim.
Ákvæði þessa kafla hafa ekki áhrif á rétt til að bera fram gagnkröfu fyrir þeim dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í samræmi við ákvæði þessa kafla.
Nú á viðsemjandi neytandans ekki heimili í samningsríki en hefur útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og skal þá í ágreiningi, sem stafar af rekstri starfseminnar, litið svo á að aðilinn eigi heimili í því ríki.
Kafli þessi gildir ekki um flutningssamninga.
Hinn samningsaðilinn getur einungis höfðað mál gegn neytandanum fyrir dómstólum í því samningsríki þar sem neytandinn á heimili.
Ákvæði þessi hafa ekki áhrif á rétt til að koma að gagnkröfu fyrir dómstóli þar sem aðalkrafan er til meðferðar í samræmi við ákvæði þessa kafla.
Hafi slíkt samkomulag verið gert milli aðila og hvorugur eða enginn þeirra á heimili í samningsríki geta dómstólar í öðrum samningsríkjum ekki skorið úr málinu nema sá dómstóll eða þeir dómstólar, sem samið hefur verið um, hafi vísað máli frá dómi vegna rangs varnarþings.
Dómstóllinn skal fresta meðferð málsins þar til sýnt er fram á að varnaraðilinn hafi átt kost á að taka á móti stefnu eða samsvarandi skjali svo tímanlega að hann hefði getað undirbúið vörn sína eða að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar í því skyni.
Ákvæði 15. gr. Haagsamningsins frá 15. nóvember 1965 um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum eða verslunarmálum koma í stað ákvæða 2. mgr. ef senda skal úr landi stefnu eða tilkynningu um málshöfðun samkvæmt þeim samningi.
Þegar fyrir liggur að sá dómstóll, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hafi dómsvald skulu aðrir dómstólar vísa málinu frá dómi í þágu hans.
Dómstóll, sem mál er síðar höfðað fyrir, getur einnig vísað máli frá samkvæmt kröfu aðila ef lög, sem gilda við þann dómstól, heimila að skyldar kröfur séu sóttar sameiginlega og dómstóll sá, sem mál er fyrst höfðað fyrir, hefur dómsvald um báðar kröfurnar.
Með skyldum kröfum er í grein þessari átt við kröfur sem eru svo tengdar innbyrðis að æskilegt er að fara með þær og dæma sameiginlega til að koma í veg fyrir að ósamrýmanlegir dómar verði kveðnir upp ef dæmt er um hverja þeirra sérstaklega.
Ef ágreiningur rís um það hvort dómur skuli viðurkenndur getur hver sá aðili, sem hagsmuna hefur að gæta, óskað, samkvæmt þeirri málsmeðferð sem kveðið er á um í 2. og 3. kafla þessa hluta, ákvörðunar um að dómurinn skuli viðurkenndur.
Ef viðurkenningin hefur þýðingu fyrir úrslit máls sem rekið er fyrir dómstóli í samningsríki og aðili ber hana fyrir sig hefur sá dómstóll dómsvald um viðurkenningarkröfuna.
Auk þess má synja um viðurkenningu dóms ef um er að ræða tilvik sem fjallað er um í 3. mgr. 54. gr. B eða 4. mgr. 57. gr.
Við könnun á varnarþingsreglum þeim, sem vísað er til í 1. og 2. mgr., er dómstóll sá eða yfirvald það, sem viðurkenningarkrafan er sett fram við, bundið þeim niðurstöðum um málsatvik sem dómstóll upphafsríkisins byggði dómsvald sitt á.
Dómsvald dómstólsins í dómsríkinu verður ekki endurskoðað að öðru leyti en greinir í 1. og 2. mgr.; áskilnaður sá, sem vísað er til í 1. tölul. 27. gr. um samræmi við allsherjarreglu, tekur ekki til varnarþingsreglna.
Ef krafist hefur verið viðurkenningar fyrir dómstóli í samningsríki á dómi kveðnum upp á Írlandi eða í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi má dómstóllinn fresta málinu ef fullnustu hefur verið frestað í dómsríkinu vegna málskots.
Í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi skal þó fullnægja slíkum dómi í Englandi og Wales, í Skotlandi eða á Norður-Írlandi þegar hann, að beiðni rétts aðila, hefur verið skráður fullnustuhæfur í þeim hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands.
Beiðandi skal tilgreina réttarfarslegt aðsetur í umdæmi þess dómstóls sem beiðni er beint til. Ef lög þess ríkis, þar sem fullnustu er krafist, mæla ekki fyrir um slíkt aðsetur skal beiðandi tilnefna málflutningsumboðsmann.
Skjöl þau, sem í 46. og 47. gr. getur, skulu fylgja beiðni.
Beiðninni má einungis synja af einhverri þeirri ástæðu sem tilgreind er í 27. og 28. gr.
Hinn erlenda dóm má aldrei endurskoða að efni til.
Ef sá aðili á heimili í öðru samningsríki en því þar sem fullnustuheimild var veitt er frestur til málskots eða endurupptöku tveir mánuðir talið frá þeim degi er birting fór fram, annaðhvort fyrir honum sjálfum eða á heimili hans. Frest þennan má ekki lengja vegna mikillar fjarlægðar.
Hafi dómur verið kveðinn upp á Írlandi eða í Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi skal litið á hvert það málskot, sem heimilað er í dómsríkinu, sem venjulegt málskot í merkingu 1. mgr.
Dómstóllinn getur einnig áskilið um fullnustu að sett verði trygging sem dómstóllinn ákvarðar.
Ákvörðun um að heimila fullnustu felur í sér rétt til að beita slíkum tryggingarráðstöfunum.
Beiðandinn getur krafist fullnustu dóms að hluta til.
Þó getur sá sem krefst fullnustu á úrskurði um framfærsluskyldu sem stjórnvald í Danmörku eða á Íslandi hefur kveðið upp nýtt sér í því ríki, þar sem fullnustu er krafist, það hagræði sem í 1. mgr. segir ef hann leggur fram yfirlýsingu frá danska dómsmálaráðuneytinu eða því íslenska, eftir því sem við á, um að hann fullnægi efnahagslegum skilyrðum til fjárhagslegrar aðstoðar að öllu leyti eða að hluta eða til undanþágu frá kostnaði eða gjöldum.
Ef dómstóllinn krefst þess skal leggja fram þýðingu á skjölunum; skal þýðingin staðfest af manni sem til þess er bær í einhverju samningsríkjanna.
Skjalið skal fullnægja þeim skilyrðum sem nauðsynleg eru til að sanna að það sé opinberlega staðfest skjal í ríki því sem það var gefið út í.
Ákvæðin í 3. kafla III. hluta gilda eftir því sem við á.
Ef aðili á ekki heimili í því ríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dómstóllinn, þegar hann tekur afstöðu til þess hvort aðilinn eigi heimili í öðru samningsríki, beita lögum þess ríkis.
Þegar ákvarða skal hvort fjárvörslusjóður eigi heimili í samningsríki þar sem mál hefur verið höfðað skal dómstóllinn beita þeim lagaskilareglum sem við hann gilda.
Þó skulu dómar, sem kveðnir eru upp eftir að samningur þessi öðlast gildi milli dómsríkisins og þess ríkis sem beiðni er beint til, í málum, sem höfðuð eru fyrir þann tíma, viðurkenndir og þeim fullnægt samkvæmt ákvæðum III. hluta ef dómsvald dómstólsins byggðist á hliðstæðum reglum og eru í II. hluta samnings þessa eða í samningi sem í gildi var milli dómsríkisins og þess ríkis sem beiðni er beint til þegar málið var höfðað.
Ef ágreiningur aðila varðar samning og þeir höfðu skriflega samið um það áður en samningur þessi öðlast gildi að írskar réttarreglur eða réttarreglur í hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands skuli gilda um samninginn skulu írskir dómstólar eða dómstólar í þeim hluta Stóra-Bretlands og Norður-Írlands halda dómsvaldi í málinu.
Þeir skulu enn fremur halda gildi sínu um dóma sem kveðnir eru upp og um opinberlega staðfest skjöl sem gefin eru út áður en samningur þessi öðlast gildi.
Þó má samningsríki ekki skuldbinda sig gagnvart þriðja ríki til að viðurkenna ekki dóm sem kveðinn er upp í öðru samningsríki af dómstóli sem byggir dómsvald sitt á því að varnaraðili á eignir í því ríki eða á því að sóknaraðili hefur komið fram aðför í eign sem er í því ríki:
Bókanir þessar skulu teljast óaðskiljanlegur hluti samningsins.
SAMNINGSAÐILAR HAFA KOMIÐ SÉR SAMAN UM EFTIRFARANDI ÁKVÆÐI SEM SKULU FYLGJA SAMNINGNUM:
Samningur um varnarþing, sem um ræðir í 17. gr., gildir því aðeins gagnvart manni sem á heimili í Lúxemborg að hann hafi samþykkt það berum orðum og sérstaklega hverju sinni.
Dómstóll sá, sem með málið fer, getur þó ákveðið að viðkomandi skuli sjálfur koma fyrir dóm; komi hann ekki fyrir dóm þarf hvorki að viðurkenna né fullnægja í öðrum samningsríkjum dómi að því er tekur til kröfu borgararéttar eðlis ef hann átti þess ekki kost að taka til varna í málinu.
Ef ríki það, þar sem birting skal fram fara, mótmælir því ekki með yfirlýsingu við svissneska sambandsráðið má einnig senda slík skjöl frá viðkomandi opinberum starfsmönnum í því ríki, þar sem skjal er samið, beint til viðkomandi opinberra starfsmanna í því ríki þar sem viðtakanda er að finna. Skal starfsmaðurinn í dómsríkinu þá senda samrit skjalsins til þess starfsmanns í því ríki, sem beiðni er send til, sem bær er til að afhenda það viðtakanda. Skjalið skal afhent með þeim hætti sem lög þess ríkis, sem beiðni er send til, mæla fyrir um. Afhendingin skal staðfest með vottorði sem senda skal beint til starfsmannsins í dómsríkinu.
Dómar, sem kveðnir eru upp í öðrum samningsríkjum í samræmi við 2. tölul. 6. gr. eða 10. gr., skulu viðurkenndir og þeim fullnægt í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, á Spáni, í Austurríki og í Sviss samkvæmt III. hluta. Þau réttaráhrif, sem dómar, sem kveðnir eru upp í ríkjum þessum, geta haft gagnvart þriðja manni með því að beita ákvæðum l. mgr., skal einnig viðurkenna í öðrum samningsríkjum.
Í einkamálum tekur hugtakið ,,dómstóll`` einnig til hins finnska ,,ulosotonhaltija/överexekutor``.