Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 122a. Uppfært til 1. febrúar 1998.
1)Falla úr gildi 31. desember 1998, sbr. l. 78/1997, 64. gr.
Þriggja manna kjörstjórn fer með yfirstjórn, undirbúning og framkvæmd biskupskosningar. Formaður hennar er ráðuneytisstjórinn í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en varamaður hans skrifstofustjórinn í sama ráðuneyti. Aðalfundur Prestafélags Íslands tilnefnir annan kjörstjórnarmann til 4 ára í senn, svo og varamann. Kirkjumálaráðherra skipar þriðja manninn og varamann hans til 4 ára í senn.
Kjörstjórn semur kjörskrá fyrir biskupskosningu, og skal hún liggja frammi á biskupsstofu eða öðrum stað eða stöðum, sem kjörstjórn ákveður, í 4 vikur, eftir því sem nánar segir í auglýsingu kjörstjórnar.
Kjörstjórn úrskurðar um kosningarrétt samkvæmt lögum þessum, svo og um gildi einstakra atkvæðaseðla, og enn fremur um kjörgengi. Úrskurði kjörstjórnar má, innan viku frá því er hann gekk, skjóta til kirkjumálaráðherra, sem leysir úr málinu til fullnaðar.
Kjósandi ritar á kjörseðil nafn eins biskupsefnis. Eigi skal hann undirrita kjörseðil eða auðkenna hann með öðrum hætti. Setur hann seðilinn síðan í óáritaða umslagið, sbr. 1. mgr., og lokar því, útfyllir eyðublaðið og leggur gögnin í áritaða umslagið og sendir kjörstjórn það í ábyrgðarpósti.
...1)
1)Rg. 151/1981, sbr. 361/1997.