Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121b. Uppfært til 1. október 1997.


Lög um ráðstafanir til varnar gegn fýlasótt1)

1940 nr. 70 7. maí

1)Falla úr gildi 1. janúar 1998, sbr. l. 19/1997, 20. gr.


1. gr.
     Ráðherra er heimilt að fyrirskipa hvers konar nauðsynlegar ráðstafanir til varnar gegn því, að menn sýkist af fýlasótt (psittacosis, páfagaukaveiki), og þar á meðal að banna að meira eða minna leyti fýlatekju, hvort sem er á einstökum stöðum eða á landinu í heild.