Þróunarsjóður tekur við öllum eignum og skuldbindingum Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins, sbr. lög nr. 65/1992, eignum og skuldbindingum atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar vegna sjávarútvegsfyrirtækja, sbr. lög nr. 42/1991, og öllum eignum og skuldbindingum hlutafjárdeildar Byggðastofnunar, sbr. lög nr. 42/1991. Yfirtakan miðast við stöðu eigna og skulda við gildistöku laga þessara að frádregnum 950 millj. kr. endurlánum ríkissjóðs til atvinnutryggingardeildar sem ríkissjóður tekur að sér að greiða. Jafnframt ábyrgist Þróunarsjóður gagnvart ríkissjóði það sem á kann að falla vegna ríkisábyrgðar á verðbættu nafnvirði A-hlutdeildarskírteina hlutafjárdeildar. Halda skal fjárreiðum framangreindra sjóða aðskildum í bókhaldi sjóðsins. Þá skal ríkissjóður leggja sjóðnum til að láni jafnvirði 4.000 millj. kr. á árunum 1994 og 1995. Skal hver hluti lánsins afborgunarlaus fyrstu tvö árin en endurgreiðast síðan með jöfnum árlegum afborgunum þannig að þau verði að fullu greidd árið 2005.