Lífeyrir samkvæmt þessari grein skerðist ef hlutaðeigandi hefur tekjur af vinnu er nema 1/4 viðmiðunarlauna eða meira á almanaksári, sbr. 3. mgr. 8. gr., og skal þá skerða lífeyrinn um 1/12 fyrir hvern 1/12 hluta viðmiðunarlauna. Skerðist lífeyrir með þessu móti um meira en 3/4 skal hann felldur niður með öllu.
1)L. 89/1991, 1. gr.2)Nú l. 113/1994.