Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.


Lög um Iðnþróunarsjóð1)

1970 nr. 9 13. febrúar

1)Lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. maí 1996, sbr. l. 20/1995, 6. gr.


1. gr.
     [Iðnþróunarsjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Hann lýtur sérstakri stjórn samkvæmt lögum þessum.
     Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Iðnþróunarsjóðs.
     Heimili og varnarþing Iðnþróunarsjóðs er í Reykjavík. Seðlabanki Íslands veitir sjóðnum nauðsynlega fyrirgreiðslu og starfsaðstöðu.]1)

1)L. 20/1995, 1. gr.


2. gr.
     [Hlutverk Iðnþróunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu alhliða og samkeppnishæfs atvinnulífs á Íslandi.
     Iðnþróunarsjóður gegnir hlutverki sínu með því:
1.
að veita lán til ákveðinna verkefna, annaðhvort einn eða í samvinnu við aðra aðila,
2.
að ábyrgjast lán sem veitt eru af öðrum aðilum,
3.
að kaupa hlutabréf í nýjum og starfandi fyrirtækjum, enda verði að því stefnt að selja hlutabréfin strax og aðstæður leyfa og hagkvæmt þykir,
4.
að veita áhættulán til vöruþróunar og markaðstarfsemi og taka þátt í kostnaði við skilgreind þróunarverkefni í samræmi við hlutverk sjóðsins.

     Til verkefna skv. 3. og 4. tölul. 2. mgr. má Iðnþróunarsjóður ekki verja hærri fjárhæð en nemur allt að 10% af eigin fé í árslok 1994.]1)

1)L. 20/1995, 2. gr.


3. gr.
     [Iðnþróunarsjóði er óheimilt að taka önnur lán en skammtímalán til að jafna sveiflur í greiðslustreymi sínu. Skammtímalán þessi má sjóðurinn ekki taka með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.]1)

1)L. 20/1995, 3. gr.


4. gr.
     [Iðnaðarráðherra skipar þrjá menn í stjórn Iðnþróunarsjóðs og skal einn þeirra skipaður formaður stjórnar.
     Stjórn Iðnþróunarsjóðs hefur yfirumsjón með starfsemi sjóðsins og fer með allt vald í málefnum hans sem ekki er öðrum falið samkvæmt lögum. Til ákvörðunar stjórnar þarf meiri hluta atkvæða.
     Stjórn Iðnþróunarsjóðs ákveður áherslur í starfi sjóðsins í samræmi við ákvæði 2. gr. og setur reglur um skil  yrði fyrir þátttöku sjóðsins í verkefnum, um umsóknir þar að lútandi og um meðferð þeirra. Þess skal gætt að reglur um meðferð umsókna tryggi sem best óháða og faglega umfjöllun um þær.]1)

1)L. 20/1995, 4. gr.


5. gr.
     [Stjórn Iðnþróunarsjóðs ræður honum framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn sjóðsins í umboði stjórnar hans og ræður starfsfólk sjóðsins.]1)

1)L. 20/1995, 5. gr.


6. gr.
     ...1)

1)L. 48/1992, 4. gr.


7. gr.
     Iðnaðarráðherra getur, að tillögu stjórnar sjóðsins, sett með reglugerð nánari ákvæði um rekstur sjóðsins.1)

1)Rg. 343/1986, sbr. 254/1987.